Tíminn - 17.07.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.07.1945, Blaðsíða 6
6 TfMIiVTV. liriðtmlaginii 17. júli 1945 53. blað Minnmgarorð: Krístvcig Björnsdóttír frá Skógum. Hinn 17. marz s. 1. andaðist að heimili sínu, Steinnesi við Kópasker, Kristveig Björns- dóttir húsfreyja frá Skógum í Öxarfirði, aðeins tæpra 64 ára að aldri. Hún var fædd að Skógum 5. apríl 1881. Faðir hennar var Björn Gunnlaugssoh bóndi í Skógum, einn hinn glæsilegasti og vinsælasti bændahöfðingi norður þar á sinni tíð. Foreldrar hans voru hjónin Gunnlaugur Sigvaldason frá Hafrafellstungu og Sigurveig Sigurðardóttir í Skógum Þorgrímssonar og síðari konu hans, Rannveigar Gunn- arsdóttur (Skiða-Gunnars) Þor- steinssonar prests að Skinna- stað, og er sú ætt landskunn. Móðir Kristveigar, en kona Björns í Skógum, var Arnþrúður Jónsdóttir- frá Dal i Þistilfirði, hin mætasta kona. Kristveig Björnsdóttir Þegar í æsku var Kristveig í Skógum afbragð annarra kvenna þar í sveit að atgjörvi og glæsileik, enda naut hún og betra uppeldis og menntunar en þá var títt. Átján ára gömul giftist húh, þann 1. júlí 1899, eftirlifandi manni sínum, Gunnari Árnasyni frá Bakka hinum ytri í Keldu- hverfi, atorku- og drengskapar- manni hinum mesta. Reistu þau bú að föðurleifð hennar, Skógum 1 Öxarfirði, og bjuggu þar á hálfri jörðinni í full fjörutíu ár, rausnarbúi. Varð þeim 9 barna auðið, og eru 7 þeirra á lífi, en tvo sonu upp- komna misstu þau fyrir nokkr- um árum, báða hina mannvæn- legustu menn. Börn þeirra, sem á lífi eru, eru þessi: 1. Rannveig, húsfreyja á Kópaskeri, gift Birni Kristjáns- syni kaupfélagsstjóra og fyrv. alþingismanni. 2. Björn, skrifstofumaður í Reykjavik, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Víkinga- vatni. 3. Sigurveig, gift séra Sveini Viking, skrifstofustjóra biskups. 4. Arnþrúður, gíft Baldri Öx- dal hreppstjóra að Sigtúnum í Öxarfirði. 5. Sigurður, skólastjóri á Húsa- vík, kvæntur Guðrúnu Karls- dóttur Finnbogasonar, skóla- stjóra á Seyðisfirði. 6. Þórhalla, námsmey í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík. 7. Óli, nemandi í Samvinnu- skólanum. Skógaheimilið var um langt skeið eitt stærsta og glæsileg- asta heimilið I Norður-Þingeyj- arsýslu. Það stóð á hinum trausta grunni þjóðlegs arfs og menningar, en bar þó jafn- framt framtakssemi og dugn- aði ljósan vott; Þar sameinaðist fortíð og nútíð á fagran og heil- brigðan hátt. Þar fór saman myndarbragur innan húss- og utan, greiðasemi og rausn óg sú hlýja hugarfarsins, sem öllum verður ógleymanleg, er því heimili kynntust. Skógaheimilið lá i raun og veru ekki í þjóðbraut. En þó fór svo snemma, að þangað heim lágu vegir úr öllum áttum. Hið stóra og reisulega heimili varð að nokkurs konar miðstöð hér- aðsins og þangað lágu gagn- vegir vina og kunningja víðs- vegar af landinu. Ekki var ó- títt, að þar væru 10—20 nætur- gestir í senn, og var aldrei að sjá eða finna, að á því væru nokkrir örðugleikar að hýsa slíkt fjölmenni, og sannaðist þar, að þar sem rausn og góð- vild ráða húsum, er aldrei þröng. Við þetta gestrisna, glaðværa og glæsilega heimili eru því að vonum tengdar þúsundir minn- inga, bjartar, hugljúfar og hlýjar. Árið 1940 brugðu Skógahjónin búi og fluttust til Kópaskers. Var hvortveggja, að heilsa þeirra var þá tekin nokkuð að bila, og að sviplegur missir sona þeirra tveggja uppkominna og með stuttu millibili, gerði þeim örð- ugt að halda áfram umfangs- miklu búi, enda eldri börnin þá gift og flutt úr foreldrahúsum. En með starfi sínu í Skógum um meira en 40 ára skeið, hafa þau reist sér þann minnisvarða, er seint mun fyrnast. Rausn þeirra og dugnaður, hjálpfýsi þeirra og góðvild, gleymist ekki. Með þeim Skógahjónum, Gunnari og Kristveigu var að mörgu leyti alveg sérstakt jafn- ræði. Þau voru ekki aðeins sam- hent í starfi. Þau voru með ein- um huga og einni sál. Þess vegna varð þeim léttara að lyfta sam- eiginlega stórum átökum. Þess vegna var þeim og einnig auð- velda'ra að bera þungar byrðar sárra harma. Um þau mátti segja líkt og Einar Benedikts- son segir einhvers staðar, að þau voru „samhljóma sálir“ ekki aðeins í meðlæti og hamingju, heldur einnig „í böli og nauð- um“. Það var þeirra mikla gæfa. Kristveig í Skógum, eins og hún var jafnan nefnd, einnig eftir að hún fluttist þaðan, er ein þeirra kvenna, sem ekki gleymist. Höfðingleg í sjón, glæsileg í framgöngu, hlý og al- úðleg í viðmóti, ráðsnjöll og ráð- holl, vör í dómum, en þó hisp- urslaus, vinföst og trygglynd, stillt vel en þó stórlynd og föst fyrir, ef því var að skipta. Hún var ljóðelsk og sönghneigð og spilaði sjálf á hljóðfæri, þó fáar gæfust henni stundir til þess hin síðari ár. Hún las jafnan mikið, bæði innlendar bækur og erlendar og var það mörgum ráð- gáta hvernig henhi vannst tími til að fylgjast svo vel með á þvi sviði, sem raun var á. Yfirleitt virtist hún aldrei vera í önnum og hafa tíma til ótrúlega margs. Var það þó sízt af því, að hún hliðraði sér hjá verkum eða van- rækti í nokkru hin umfangs- miklu störf á þessu stóra heim- ili, heldur olli hér um hagsýni hennar og verkhyggni og það, að hvert starf lék henni svo í hendi, að unun var á að sjá. Við heim- ili sitt kom hún upp myndar- legum blóma og trjágarði, og var ekki óalgengt á fögrum sumarkvöldum, þegar aðrir voru gengnir til hvíldar, að húsfreyj- an væri þá ein úti í garðinum slrium að hlúa að vaxandi blómi. Hún var tryggur vinur vors og blóma, unni hvers konar fegurð og átti þá mildu, mjúku hönd, sem jafnan hlúir að veikum gróðri, og fús var að hjálpa hverjum þeim, sem átti bágt, hvort heldur var maður eða mái- leysingi. Hún var móðir og kona í sönnustu og beztu merkingu þeirra orða. Slíka konu er sárt að kveðja, en sælt að muna — og þakka. Við burtför hennar er sár harmur kveðinn að eiginmanni hennar og börnum, vinum og vandamönnum, bæði nær og fjær. En „þar sem góðir menn fara, eru Guðs vegir“, og einnig og ekki síður, þó þeir fari yfir landamærin miklu, sem skilur þetta jarðlíf frá hinu tilkom- anda. Kristvelg Björnsdóttir var jarðsungin að Skinnastað þann 28. marz að viðstöddu miklu fjölmenni. Hennar sakna ekki aðeins eiginmaður og börn, ætt- ingja og venzlamenn. Hennar saknar heilt hérað og finnur, að það sæti, sem hún skipaði og nú er autt, verður seint eða aldrei fyllt. S. V. Stjórnarandstaða og þjóðhollnsta. (Framhald af 3. síðu) í þeirri verndarstarfsemi, að jafnvel þeir, sem alþjóð veit að eru þjófar að gróða sínum, eru teknir í sátt og settir til hins æðsta trúnaðar. Það er ekki rétt að segja, að ríkisstjórnin taki vettlingatökum á þeim mein- semdum. Hitt er sönnu nær, að hún fer um kaunin mýkjandi höndum og .leggur yfir þau plástra nýrra nafnbóta og virð- ingarstarfa til að hylja ýlduna og rotnunina. Innbyrðis ræðast stjórnar- flokkarnir við á þann hátt, að ráðherrarnir eru sakaðir um af- glöp og hneyksli á víxl. Stjórn- arflokkarnir bregða hverjir öðrum um nazisma og einræðis- hneigð. Þannig eru sambúðar- hættir manna innbyrðis á kær- leiksheimili ríkisstjórnarinnar. Slík eru heilindin í samstarfinu. En þegar einhverjir mæla gegn því að ríkisvaldið sé látið mynda skjaldborg um fjármála- spillingu og glæfrabrask, þá er hrópað um, að þeir séu vargar í véum, sem rjúfi einingu og spilli friði. Þjóðholl samstaða. Mér virðist að síðustu mán- uðir hafi leitt í ljós á óvenjulega augljósan hátt, að allir þeir, sem vilja reisa musteri þessa litla mannfélags í norðurhöfum á grundvelli réttlætis og heiðar- leika, verði að taka höndum saman. Hér er um miklu stærri mál að ræða en'margt það, sem haft hefir verið til að sundra þeim, senúsaman eiga að standa. Alþýða landsins má ekki láta glepjast og tvístra sér. Of lengi hefir það tekizt. Meðan það tekst, mun fjármálaspillingin halda áfram, og einstakir menn fá að hafa að leikfangi það fé, sem átti að leysa aðkallandi vandamál alþýðunar. Það mun sýna sig hér eftir sem hingað til, að sérhver fram- för, sem verður á lífi einnar al- þýðustéttar landsins, er þjóðar- gæfa og veldur almennri hag- sæld, þegar fram líða stundir. Slíkar breytingar geta valdið ó- heppilegri truflun og jafnvægis- röskun í bili. Þá er það hlutverk stjórnmálamannanna að jafna þar metin og miðla svo málum, að ekki verði ofþensla á aðra hlið en stöðvun og hrörnun á hina. Það er vandamál hversu skipta beri arði og skammta tekjur í hlut alþýðustétta lands- ins, svo að jafnréttis sé gætt. Þar höfum við þó séð og sjáum hylla undir viðunandi lausn að mínu viti. Svo mikið er víst, að þessum málum verða sjómenn, bændur, verkamenn og aðrir starfsmenn að ráða sin i milli, með samkomulagi og samvinnu. Fer bezt á því og mun reynast farsælast, að þau mál séu leyst á vinsamlegan hátt en ekki gengið að því með fjandskap og frekju. En hitt er meira vanda- mál, hvernig eigi að gera þá, sem þrá forréttindi og vilja lifa á öðrum sem sníkjudýr þjóðfé- lagsins, að þjóðhollum starfs- mönnum. /Það verður áreiðan- lega ekki gert með því að hlaða undir þá og selja þeim sjálf- dæmi. Hér er komið að því, sem skiptir mötinum í flokka til á- taka um málin. Á að miða framför atvinnulífsins við það, að hún auki almenna hagsæld og jöfnuð? Eða á að halda á- fram að fóstra stórgróðamenn, sem fá að byggja sumarhallir fyrir stórfé? Á enn að leyfa mönnum að féfletta þjóð sína utan við lög og rétt og hefja þá að því loknu til hæstu metorða? Þetta er meira atriði en marg- ur sér. Hér kemur til greina ♦ ÚTBREIÐIÐ TIM ANN4 fleira en fjárdrátturinn. Það sjá allir, að fjárhagslega er hér framið mikitf ranglæti. Hitt ligg- ur svo dýpra og er að því skapi meira mein, að hér er fjármála- spilling, sem sýkir út frá sér. Margir istöðulitlir menn og ó- þroskaðir líta upp til þessara auðkónga og óska að líkjast þeim. Á þann hátt spillir þessi meinsemd hugsunarhætti, inn- ræti og lífi margra þegna þjóð- félagsins, svo að þeir hneigjast til þess að hlaða undir sig, ná sér í forréttindi og lifa á öðrum í stað þess áð þjóna sameigin- legum hag. Fjárskaði alþýðustéttanna er minna atriði en það tjón, sem ýms börn þessara stétta bíða á sálu sinni vegna þessara rang- látu og siðspilltu hátta. Hér er þvi þörf fyrir siðabót. Hér fer það saman, að sækja rétt vinn- andi fólks og uppræta mein- semdir, sem spilla og sýkja út frá sér og valda mannskemmd- um. Ég nota hér orðið alþýða hik- laus og ófeiminn, þó að ein- hverjir kunni‘að"hafa hneigð til þess að þvæla einhverri lítils- virðingu inn í það. Ég geri mér þess grein, að ég er alþýðumað- ur, sem á samleið með öðrum al- þýðumönnum. Ég hefi þá trú, að /alþýðan verði að hjálpa sér sjálf og hún nái ekki þeim rétti, sem henni ber og þeim þroska, sem henni er eiginlegur, nema hún geri sér grein fyrir mann- gildi sínu og skyldum. En þeim, sem nú reyna að leggja eittþvað lágt og óvirðulegt i orðin alþýða og almúgi, vildi ég þó segja það, að þegar höfðingjar íslendinga sóru land og þegna undir er- lendan konung, þá var þar með |enginn frá þeim grundvöllur konungsvaldsins á íslandi. Jafn- framt var gerð „Almúgans sam- þykkt" og það var hún, sem geymdi rétt íslenzku þjóðarinn- ar til sjálfsforræðis og varð beztu mönnum sjálfstæðisbar- áttunnar rök fyrir réttarkröf- um. Ég hygg, að þessi staðreynd sé harður steinn að berja höfði sínu við, þegar á að reyna að líma fyrirlitningu og óvirðingu við þessi orð., Nú þurfa alþýðustéttir ís- lands, þær sem vilja byggja 'land sitt með lögum og jafnrétti, að taka höndum saman. Gegn þeim standa stórgróðamenn, braskarar og allir þeir, sem telja sínum hag bezt borgið í skjóli slíkra manna. Eins munu þeir, sem keppa eftir sterkari forrétt- indaaöstöðu einstakra stétta, velja sér aðrar leiðir og heldur vilja sjá hlut sínum borgið með baráttu en friði og samvinnu. Það er reynt að hindra þessi samtök. Forréttindamennirnir hrópa um friðarspjöll. Stéttir eru rægðar saman. Og þeir, sem einkum njóta trúnaðar og velj- ast til forsvars í þessum sam- *tökum, eru rægðir og affluttir á margan hátt. En hér megum við ekki láta glepjast, hvorki af ytri Ijóma auðvaldsins, friðar- hjali né nuddi og nöldri þeirra, sem þykjast hafa einkarétt á hugsjónum. Það er á margan hátt þarflegt að ræða það, sem bak við er, en hitt er þó. aðalatriðið, hvað nú er framundan. Og þar kallar þjóðarnauðsyn alþýðu landsins saman, til að ýta þeim til hliðar, sem lagt hafa blessun sína yfir fjármálaspillingu og fjárdrátt og stórgróða. Hér er ekki nóg að hafa nýja tækni, þó að við séum ailir sammála um að henn- ar þurfi með. Það þarf líka ör- uggan fjárhagsgrundvöll fyrir atvinnulífið og nýjar venjur og nýtt skipulag. Þeirri ríkisstjórn, sem okkur sýnist að vanræki þetta allt nema e. t. v. tæknina, getum við ekki fylgt, þó að við viljum þjóð okkar vel. Samband ísl. samvinnulélama. SAMVINNUMENN! ® Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna nálega, í hvert sinn óvátryggðlr innanstokksmunir. Frestið ekki að Vátryggja innbú yðar. Orðsending lil innheimtumanna Tímans t Skilagreinlr fyrir síðasta ár ern ennþá * ) ókonraar frá noklcrum iiiiilieiiiilumönn- um Tímans. Ern þeir vinsamlega beðnir að senda |uer hið allra fyrsta. INNHEIMTA TÍMAJVS. Útboð Þeir, seiri vilja gera tilboð i að byggja steinsteypt geymsluhús á Grandagarði, geta gegn 50,00 kr. skila- tryggingu, sótt uppdrætti og lýsingu á hafnarskrif- stofuna. Reykjavík, 10. júlí 1945. Haf nar st j ór i. Næstu daga eru til sölu ódýrír trékassar í NYBORG Tómar ilöskur keyptar á sama stað. AFENGISVERZLVN RtKISIIVS. Nokkur hundruð eintök af þessari heimskunnu skáld- sögu, eftir franska ritsnilling- inn EUGENE SUE, eru nú komin í bókaverzlanir. EUOENE SUE LEYNDARDÓMAR PARÍSARBORGAR Bókin er í 5 bindum1 (nær 2000 blaffsíður), prentuff á góff- an pappír og grýdd 200 mynd- um eftir franska dráttlistar- menn. EFNI SÖGUNNAR er svo viffburffaríkt og spennandi og frásögnin svo lifandi, að menn hrífast ósjálfrátt meff, — sem sagt, lifa atburði þá, er sagan segir frá, um leið og þeir lesa um þá. Bókin hefir VERIÐ ÓFÁANLEG síffan fyrir stríff, en ávalt mjög eftirspurff. Nú hefir þaff litla, sem eftir er af upplag- inu, veriff heft og selst nú meff fyrirstríffsverði. Öll 5 bindin kosa aðeins 50 krónur. Bókin verffur send út á land burffargjaldsfrítt, ef greiffsla fylgir pöntun. BÖKHLAÐAN, pósthólf 462, Reykjavík. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦»♦ T f M IIV IV er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.