Tíminn - 17.07.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.07.1945, Blaðsíða 8
DAGSKHÁ er bezta islenzka timaritið um þjóðfél agsmál. 8 REYKJAVÍK Þeir, sem vilja kynna sér þfóðfélagsmál, inn- (ettd o*| útlend, þurfa "að lesa Dagskrá. 17. JtLÍ 1945 53. blað 'j? AWWÁ£.i7tÍ]!IAJ¥S 12. júlí, fimmtudagur: Endnrbygging Liuicl- únaborgar. England: Nefnd sú, sem haft hefir til meðferöar endurbygg- ingu Lundúnaborgar skilaði áliti og færir fram miklar áætlanir um nýrri og betri borg. Verður nú þega hafizt handa um endur- byggingu borgarinnar og er það ein stærsta framkvæmd í bygg- ingamálum, er sögur fara af. Er gert ráð fyrir 10 ára starfi og kostnaðurinn áætlaður 200 milj. sterlingspunda. Lífvörður Churchills hefir sagt upp stöðunni og er ástæð- an sú, að honum þykir ráðherr- ann of rápsamur. Danmörk: Kristján konungur neitaði að undirrita fyrsta dauðadóminn, er felldur var eft- ir hinum nýju hegningarlögum Dana. Aftaka hefir ekki farið fram í Danmörku í 53 ár. Þýzkaland: — Montgomery sæmdi fjóra rússneska hers- höfðingja í Berlín heiðurs- merkjum. 13. júlí, föstudagur: Sameiginlegrl her- stjóm liælt. Þýzkaland: Lögð var niður hin sameiginlega herstjórnarskrif- stofa vesturveldanna í Þýzka- landi, sem taka átti til meðferð- ar málefni í hinu hernumda Þýzkalandi. Var þetta gert eftir umræður Breta, Bandaríkja- manna og Rússa, eftir að búið var að skipta landinu niður í hernámssvæði. Mikil hersýning Breta og Kanadamanna var haldin í Ber- lín. Bandaríkin: Nimitz flotafor- ingi skýrði frá miklu tjóni, er ameríski flotinn hefði orðið fyr- ir af völdum fellibylja í seinasta mánuði, er tjónið meira en nokk- urn tlma hefir orðið í orrustum við Japan. Flogið til Skotlands Fyrsta utanlandsílug íslend- inga var flogið í seinustu viku. Catalinaflugbátur Flugfélags ís- lands fór fyrstu ferð sína til Skotlands og gekk ferðalagið allt að óskum. Við heimkomuna á fimmtú- daginn var áhöfn bátsins boðið til kaffidrykkju að Hótel Borg. Meðal þeirra, seni þar tóku til máls var fyrst Jóhannes Snorra- son flugmaður, sem lýsti ferða- laginu, Örn Johnson, fram- kvæmdastjóri Flugfélagsins, Agnar Kofoed-Hansen lögreglu- stjóri og Laidlow, brezkur flug- maður, sem var með í ferðalag- inu, sem leiðsögumaður. Flugbáturinn lagði af stað frá Reykjavík á miðvikudagmorg- uninn kl. 7,27 og flaug í 3000 til 7000 feta hæð mest alla leiðina, og lenti í Largs í Skotlandi kl. | 1,30 eftir íslenzkum tima. Á fimmtudagsmorgun lögðu flugmennirnir af stað kl. 11.01 frá Skotlandi og komu til Reykjavíkur kl. 5.01 sama dag. Flugmennirnir í þesSari för voru Jóhannes Snorrason og Smári Karlsson, vélamaður var Sigurður Ingólfsson og loft- skeytamaður Jóhann Gíslason. Auk þeirra voru með tveir brezk- ir flugmterin, loftskeytamaður og leiðsögumaður. Fjórir farþegar voru með fiúg- vélinni til Skotlands, þeir Hans Þórðarson, stórkaupm., Jón Jó- hannsson, stórkaupm., Jón Ein- arsson stórkaupm. og síra Robert Jack. Félagið hefir fengið leyfi fyrir þremur slíkum reynsluferðum til Skotlands, en þar eð það hefir nú nýlega orðið fyrir því óhappi að missa eina flugvél sína, mun það ekki geta farið fleiri að sinni, það sem búast má við að nóg verkefni verði fyrir Cata- línuflugbátinn fyrir innanlands- flug, á næstunni. Ennfremur hefir félagið í hyggju, þegar ástæður leyfa að fara þrjár reynsluferðir á Catalínuflug- bátnum til Danmerkur. Svíþjóð: Forsætisráðherrar Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur komu saman á fund i Stokkhólmi 14. júlí, laugardagur: Skothríð á Japan. Kyrrahafsstyrjöldin: Banda- rísk flotadeild hóf skothríð á eina af hafnarborgum Japan, Kamasi á Honsú, en sú borg er 430 km. norðaustur af höfuð- borginni Tokio. Skothríðin stóð í tvær klukkustundir og olli miklu tjóni. Áður en hún hófst gerðu 1000 flugvélar loftárás á hernaðarstöðvar Japana þar. Ehgland: Truman forseti kom í brezka landhelgi á skipi sínu, Augusta. Brgzk herskip fóru til móts við skip forsetans og fylgdu því áleiðis til Antwerpen. Danmörk: Frelsisherinn varð fyrir allhörðum ádeilum nokk- urra þingmannl. Var í því sam- bandi talað um nazisma smitun meðal Dana. Nýr starísmaður RafmagnseStirlits ríkísins Rafmagnseftirlit ríkisins hefir nýlega ráðið Eirík Briem, rafmagnsverkfræðing, sem yfirverkfræðing við rann- sóknir og undirbúning að rafveitum og raforkuverum og byggingu þeirra. Eiríkur Briem er fæddur 3. nóv. 1915 og er sonur Eggerts Briem frá Viðey og Katrínar, konu hans, f. Thorsteinsson. Hann var stúdent frá Mennta- skólanum í Re^kjavík árið 1934 og lauk burtfararprófi frá tekn- iska háskólanum í Stokkhólmi árið 1939. Réðist hann þá þegar í þjónustu sænska ríkisins og vann hjá „Statens Vattenfalls- verk“ í 4 ár, fyrstu tvö árin á aðalskrifstofunni í Stokkhólmi einkum við teoretiska útreikn- inga í sambandi við prófanir á raforkuverum og veitum, en seinni 2 árih í Trollháttan við hina miklu breytingu er þá var gerð á veitukerfi Vestur-Sví- þjóðar, en þá var breytt um frá 25 riða tíðni, sem talið var orðið úrelt að nota, í 50 riða tíðpi, sem nú er notuð á rafveitum til al- menningsþarfa um alla Evrópu og víðar. Eiríkur hafði með höndum bæði teoretiska útreikninga í sambandi við breytinguna og umsjón með verkstæðum, sem breyttu tækjunum. Hann ritaði nokkrar greinar í sænsk verk- fræðitímarit meðan hann dvaldi í Svíþjóð. Hann kom heim til ís- lands í byrjun árs 1943 og hefir unnið hjá Rafveitu Reykjavikur slðan, meðal annars við upp- setningu nýju vélasamstæð- unnar við Sogið og undirbún- ingsrannsóknum að fyrirhug- aðri virkjun neðri fossa í Sogi, en jafnframt hefir hann einnig annast prófanir á hinum nýju vélum og tækjum Laxárvirkjun- arinnar og aðstoðað við prófun og úttekt véla í Skeiðsfossvirkj - uninni. Stjórnmálafundir (Framhald af 1. síðu) hann fásóttur, eða um 80 manns. Mættu þar hinir sömu og á Seyðisfjarðarfundinum. Talið er, að stjórnarliðið hafi átt fimm menn af þeim fá- menna hóp sem þar mætti. Af heimamönnum tóku til máls Sigurbjörn Snjólfsson í Gilsárteigi, Hrafn Sveinbjamar- son á Hallormsstað, Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku, Sveinn Jónsson á Egilsstöðum og Einar Björnsson. Tveir þeir síðustu reyndu að koma stjórnarliðum til aðstoðar en gagnaði litið. Stjórnarliðar gátu þar ekki, frekar en annars staðar, gefið nein svör við því, sem bændur þurfa nú að vita. Var þessi fund- ur hinn herfilegasti fyrir stjórn- arliðið og sýndi hið átakanlega fylgisleysi þeirra í sveitunum. Jarðaríör Guðm. Kambans % G A M L A B í Ó * * OFSÓTTLR (The Fallen Sparrow) Dularfull og spennandi ame- rísk kvikmynd. Maureen O’Hara, John Garfield. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 14 ára fá ekki aðg. N Ý J A B 1 Ó VETRAR- ÆVINTÝRI („Wintertime") Framúrskarandi viðburðarík mynd. Aðalhlutv. leika: SONJA HENIE, Jack Oakie, Cesar Bomero, S. Z. Sakall, Helene Reynolds o. fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Útför Guðmundar Kambans fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Hófst athöfnin kl. iyz eftir hádegi og var henni útvarpað. Jarðarförin fór fram á kostnað ríkissjóðs. Viðstaddir athöfnina voru, auk nánustu vandamanna, * , Sveinn Björnsson, forseti Is- lands, sendiherra Dana og ráð- herra'rnir Ólafur Thors, Pétur Magnússon og Emil Jónsson. Finnur Jónsson, annar af ráð- herrum Alþýðuflokksins, gat ekki verið viðstaddur sökum fjarveru úr landinu, en hins veg- ar hafa ráðherrar kommúnista ekki talið sér samboðið að vera viðstaddir. Úr kirkju báru kistuna virtir hins látna. Frá líkvagni og inn í kirkjugarð báru kistuna for- menn og fulltrúar frá deildum Bandalags ísl. listamanna, en seinasta spölinn að gröfinni báru nánustu vandamenn hins látna. . Athöfnin var öll hin virðuleg- asta. Ræðuna flutti séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og talaði hann einnig yfir moldum hins látna. Jarðað var í Fossvogskirkju- garði. Vorhátíð Framsókn- armannna í Austur- Húnavafnssýslu Hin árlega vorhátíð Fram- sóknannanna í Austur-Húna- vatnssýslu var haldin í sam- komuhúsinu á Blönduósi síð- astl. sunnudag. Skemmtunin var fjölsótt og sóttu hana nokk- uð á þriðja hundfað manns. Skemmtunin hófst kl. 4 um daginn með ávarpi Steingríins Davíðssonar og stjórnaði hann samkomunni. Síðan var kvik- myndasýning, og þá skemmtu Hansens-systur með söng og gitarspili. Á • samkomunni fluttu ræður þeir Hermann Jónasson, form. Framsóknarflokksins og Stein- grímur Steinþórsson, búnaðar- málastjóri. Að lokum var stlginn dans fram yfir miðnætti. Skemmtunin fór hið bezta fram og skemmti fólk sér prýði- lega. Veður var einnig hagstætt, bjart og hlýtt. Lagatfoss ier til Noregs, Svíþjóð- ar og Danmerkur E. s. Lagarfoss fór frá Rvík síðastl. föstudagskvöld í ferð sína til Norðurlanda og mun skipið fara til Bergen, Gauta- borgar og Kaupmannahafnar. Með skipinu voru 20 farþegar, fimm börn og 15 fullorðnir. Þá voru og sendar með því vör- ur Landssöfnunarnefndar og bögglar þeir, er Rauði Krossinn veitti móttöku, frá einstakling- um hér til vina og vandamanna í Danmörku og Noregi. Bögglar Rauða krossins voru alls 1.700 stk., er ógu milli 10 og 12 smál. Bögglarnir vorli vátryggðir fyrir 170 þús. krónur. Af þessum 1700 bögglum voru 1000 sendir til Noregs og 700 til Kaupmanna- hafnar. Hefir Rauði krossinn þá annazt sendingu á 2900 bögglum til Hafnar. Tvö þús. fóru með Esju. Farþegar með skipinu eru: Til Kaupmannahafnar.; T. J. Júlí- usson, Arne Dam með frú og barn, Egon- Person með frú og 2 börn. — Til Bergen: Per Var- vin með frú, Ragnhildur Péturs- dóttir, 7 ára, Birger Ingebrigt- sen, F. E. Andresen, frú Ruth Vestm.eVjadeilan. (Framhald af 1. síðu) andi að nota hann á jafn frá- íeitan hátt og gert hefir verið í þessari verzlunarmannadeilu í Vestmannaeyjum og þeir menn munu jafnan gera, sem sitja á svikráðum við þjóðfélagið. Verk- föll á ekki að vera hægt að hefja, nema ótvíræð samþykkt meirihluta félagsmanna liggi fyrir í hvert skipti. Hvorki fá- einir félagsmenn við atkvæða- greiðslur eða hin svonefndu trúnaðarmannaráð eiga að geta gefiö fyrirskipanir um verkföll eftir duttlungum fárra manna eða pblitískrar klíku. Þettá hafa Svíar skilið. Þar hefir málmiðnaðarverkfall verið háð á fimmta mánuð. Atkvæða- greiðsla var látin fara fram um tillögu sáttasemjara. Hún var felld með um 37<þús. atkvæðum gegn 30 þús atkvæðum. Þetta þótti ekki nægur meirihluti, og var gengið að tillögu sáttasemj - ara og vinna hafin á ný. Það ætti öllum vitibornum mönnum að vera ljóst, að sé það á valdi fárra manna að stöðva frystihús og önnur slík fyrirtæki, svo valdið geti milj- óna tjóni í framleiðslu, sem þeg- ar er unnin, þá muni hvorki ein- staklingar, félög eöa bankar fús ir að hætta fé i framleiðslu, sem hægt er að gera ónýta á svipstundu af hinu auvirðileg- asta tilefni. Allir þjóðhollir menn, sem hljóta að sameinast 1 þeirri kröfu, að löggjafinn tryggi það fullkoihlega, ef það ef ekki þegar tryggt, að fjórir vélstjórar geti ekki pyðilagt fjögra miljóna- króna verðmæti eða að það sé á nokkurn hátt á valdi fárra ofstopamanna að ógna þvi, að það sé á nokkurn hátt á valdi fárra ofstopamanna að ógna því, sem með réttu má nefna lífæðar þjóðfélagsins á hverjum tíma. Hnappar yfírdekklír H. T0FT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. TJARNARBÍÓ •> DRAUMADtS (Lady in the Dark) Skrautmynd í eðlilegum litum. Ginger Rorgers, Ray Milland, Warner Baxter, Jon Hall. Sýnd kl. 5, 7 og 9. STEFAN ISLANDI: Söngskemmtun í Gamla Bíó þriðjudagiim 17. þ. m. kl. 7,15 e.li. Vid hljóðfærið: Fritz Weisshappel Aðgöngumiðar eru seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson- ar. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrir kl. 1 e. h. í dag. Ú R B Æ N U M Einari Jónssyni boðið heim Sýslunefnd Rangárvallasýslu hefir boðið Einari Jónssyni myndhöggvara að ferðast um Rangárvallasýslu og skoða þar ýmsa merka staði, að fornu og nýju. Lagði listamaðurinn af stað í ’ferðalagið frá Reykjavík í gærmorgun. Hella með barn, S. A. Friid með frú, Boye Boerresen með frú. — Til Gautaborgar: Stefán Jó- hannsson. Frá skóla ísaks Jónssonar. Vegna óvæntra hamlandi örðugleika verður að fresta byggingu skólans um sinn, þrátt fyrir það, að teikningar af | húsinu voru til fullgerðar og sam- þykktar af byggingarnefnd, og tilboð fyrir hendi í verkið. — Málið mun hins vegar verða tekið upp aftur að áliðnu sumri, og þá með tilstyrk og atbeina foreldra barnanna í skólanum. Áformað var að gera skólann að sjálfs- eignarstofnun, sem eignaðist sig smámsaman sjálf, og yrði þannig um ókomna framtíð starfsstöð fyrir ákveð- ið aldursskeið barna í höfuðstaðnum, þess tímabils í ævi þeirra, sem einna mest þörf er nú á virkum aðgerðum frá foreldrum, áhugamönnum og því opinbera. Á þessum grúndvelli munu mál skólans verða tekin upp á kom- andi hausti. — Stjórn Sumargjafar hefir samþykkt að leyfa skólanum að byrja starfsemi sína í Grænuborg í haust En það verður eins og venjulega um miðjan septembermánuð. Flest þail börn, sem innrituð eru i skólann fyr- ir komandi skóiaár munu íá upptöku í haust, einnig flest þau börn, sem á biðlista voru í lok marzmánaðar í vor. — (Upplýsingar frá stjórnanda skólans, ísak Jónssyni). Ný listverzlun. Nýlega var opnuð sérstæð verzlun í Austurstræti 12, annarri hæð. Er það málverkaverzlun, sem Sigurður Bene- diktsson hefir stofnað. Verða. þarna seld málverk og vatnslitamyndir, ein- göngu eftir íslenzka myndlistamenn. Reykjavíkurmeistaramót í frjálsum íþróttum fór fram á íþróttavellinum í Reykja- vík, fimmtudag, föstudag og laugardag. Tóku þátt í því allir helztu íþrótta- menn bæjarins. Skýrt verður frá árangri mótsins hér í blaðinu, í næsta þróttaþætti. Utanfarir á ráðstefnur. Nýlega fóru utan á ráðstefnu, sem norrænu Alþýðuflokkarnir halda í Stokkhólmi, þeir Stefán Jóhann Stef- ánsson og Finnur Jónsson. Þá fóru héðan á norræna verkalýðsráðstefnu þeir Eggert Þorbjarnarson og Her- mann Guðmundsson. , Síra Jakob Jónsson hefir beðið blaðið að geta þess, að hann verði fjarverandi um tíma. Er hann farinn í sumarfrí. Knattspyrnumenn K. R. sem fóru til ísafjarðar, komu til bæjarins mánudaginn 9. þ. m. Komu þeir loftleiðis. Kepptu þeir þar tvo leiki, töpuðu þeim fyrri, en unnu hinn síðari. — ísfirðingar gáfu KR-ingum að skilnaði fallega Ijósmynd af ísa- firði, en KR gaf ísfirðingum aftur á móti íslenzka fánann á vandaöri fána- stöng. I Félagið Heyrnarhjálp ; óskar þess getið, að afgreiðslan I verði lokuð vegna sumarleyfis frá 14.— 30. júlí. j Tundurspillir keyptur. Ársæll Jónasson kafari keypti fyrir nokkuru tundurspilli þann, sem rak á land í Viðey í vetúr í fárviðri, lenti á skeri við vesturenda eyjarinnar og fór- ust af því margir menn, en íslending- ar hlutu viðurkenningu Bretastjórnar fyrir hjálp við skipbrotsmenn. Ársæll og nokkrir menn, sem síðan hafa gengið í félag við hann um skipið, eru nú að athuga möguleika á því að ná þvi út. Það er á 14.(hundrað smál. að stærð og stendur á þurru um stór- staumsfjöru. Kirkjuritið, . 4.-5. hefti 11 árgangs, er komiö út. Efni ritsins er: ,,Friður“, eftir Ásmund Guðmundsson prófessor, ,",Friðarbæn“, eftir Jón Eiríksson, „Vegurinn til hins heilaga samfélags", eftir 'feéra Eirík Al- bertssan Sálmur eftir Davíð Jónsson á Kroppi, „Legg út á djúpið", eftir séra Benjamín Kristjánsson, „í sam- kunduhúsum Jerúsalem", eftir Ásmund Guðmundsson prófessor, „Þjóð og kirkja", eftir séra Óskar Þorláksson, „Bréfkaflar frá Broddanesi", eftir frú Guðbjörgu Jónsdóttur, „Landið helga“, eftir Amartine, Lárus Sigurbjörnsson þýddi, Minningargrein um frú Mörthu Maríu Helgason, eftir Magnús Jónsson prófessor, Minningárgrein um frú Maríu Elísabetu Jónsdóttur, eftir sr. Ásmund Gíslason, „Tveir mannkyns- leiðtogar", eftir Magnús Jónsson pró- fessor, „Nýr sáttmáli", eftir sr. Árna Sigurðsson, „í faðmi f jallanna og faðmi Guðs“, eftir sr. Jakob Jónsson. Auk þess eru í heftinu frétt^r. Ritið er læsilegt, og vel til þess vandað að venju. Vlnnið ötullega lyrir Timann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.