Tíminn - 17.07.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.07.1945, Blaðsíða 5
53. blaö IITVIIIVTN. þriðjjudaglMM 17. júlí 1945 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR IN GIMARSDÓTTIR S f§ r ó p s h öUur í syhurlcysinu. Smákökur: i/2 bolli smjörlíki. 1/4 bolli sykur. 2 egg. 1/2 bolli sýróp. iy2 bolli sigtað hveiti. 2 tsk. lyftiduft. 1/2 tsk. salt. Ys tsk. sódaduft. V4 bolli mjólk. Hrærið saman smjör og sykur, bætið eggjunum út í, einu í senn. Sýrópið látið út í, síðan hvéitið, lyfti- og sódaduftið og saltið. Hrærið vel. Hellið mjólkinni út í smátt og smátt. Látið deigið á vel smurða plötu með matskeið. Bakað í 12—15 mín. New-Orléans kaká: 4 egg. y2 bolli sýróp. 1 tsk. sítrónudropar. 6 matsk. sykur. 1 bolli hveiti. 1/2 tsk. salt. 1 tsk. kanell. 1 tsk. múskat. Þeytið eggjarauðurnar, hrærið sýrópinu saman við smátt og smátt. Þeytið hvíturnar og syk- urinn saman víð smátt og smátt. Hrærið saman við rauðurnar. Blandið saman hveitinu og hin- ! um þurru efhunum. Hrærið því síðan saman við hitt. Deigið bak- að í tveim kringlóttum mótum í 20—25 mín. Kælt. Krem eða í sýrópi, bætið egginu út í. Bland- ið saman hveitinu, kryddinu, sóda- og lyftiduftinu. Hrærið því saman við hitt og bætið vatn- inu út í smátt og smátt. Bakað í vel smurðu hringmóti í 45 mín. Kælið aðeins til hálfs. Kakan borin fram heit. Soðnir, þurrk- aðir ávextir látnir í miðjan hringinn. B l ú s s a o y p i l s . mauk látið á milli. Kakan skreytt, ef vill. Sýrópshringur: i/2 bolli bráðið smjörlíki. 114 bolli sýróp. 1 egg (þeytt). ^ 21/2 bolli hveiti. 11/2 tsk. sódaduft. 1 tsk. kanell. 1 tsk. engifer. 1/2 tsk. negull. 1 tsk. salt. % bolli heitt vatn. Hrærið saman smjörlíki og Vilhelm M.oberg: Hér er hentugur og fallegur I sem gengið getur hæði sumar og þið getið saumað sjálfar. bezt að hafa úr dökku efni, una ljósa. búningur, og vetur, Pilsið er en blúss- E f þér h ufið ehh e r t barna - herberyi. Nú á dögum er húsrýmið svo dýrmætt og af svo skornum skammti, að flestum er ókleift að láta börnin hafa sérstök her- bergi í húsinu eða íbúðinni. Þarf þá talsverða hugkvæmni til þess að láta þau hafa nægt rúm til leika. Nýlega sá ég í er- lendu blaði teikningu af „barnaleikvangi“ innan dyra, sem var þannig gerður, að eitt horn dagstofunnar var girt af með rimlagrindum. Þar innan í var lítið borð og stpll, hillur undir leikföng og bækur og skápur, er var útbúinn þannig, að á honum var svört tafla, sem barnið gat skemmt sér við að krota á. Ætti ekki, að vera erfitt' að búa út slíkt horn fyrir smábörnin og myndi það spara húsmóðurinn mörg sporin. É r n ý tí zh u el dhú s i . , Takið eftir rúðunni á bakaraofninum og bakkanum, sem felldur er inn í borðplötuna undir hrærivélinni. Nýr prófessor Þann 4. þ. m. sæmdi forseti íslands Trausta Ólafsson efna- fræðing prófessorsnafnbót. Trausti Ólafsson efnafræð- ingur er fæddur í Breiðuvík á Rauðasandi 22. júní 1891. Stúd- entsprófi lauk hann 1915 og prófi í efnaverkfræði 1921. Hann hefir veitt forstöðu Efnarann- sóknarstofu* ríkisins og haft á hendi kennslu í læknadeild og verkfræðideild háskólans. Happdræiti U. M. F. R. Eins og kunnugt er efndi Ung- mennafélág Reykjavíkur til happ- drættis og var vinningurinn jörðin Ingólfshvoll í Ölfusi, en auk þess tveir fimm þúsund króna vinningar, er féllu á næsta númer fyrir ofan og neðan vinningsnúmerið. Dregið var í happ drættinu síðastl. þriðjudag og kom upp aúmer 43150. . Eiginkona FRAMHALD konu hans hefir vakið hann til skynsamlegrar íhugunar. Þess vegna hleypir hann ekki af. Þess vegna er hann hugsi. Hákon vill hann ekki sjá framar. Hann gerði ekki annað en það, sem rétt var, þótt hann skyti hann eins og hund. Það var ekki annað en makleg hefnd, þótt hann dræpi þann djöful. En þá lægi dauður skrokkur þarna í skotinu. Það væri lik í húsinu, sýslumaðurinn myndi koma — hér færu fram yfirheyrslur — fólk þyrptist að — slefburður og launmál — orðrómurinn um at- burðinn flygi um allar jarðir — hann bærist heim í Dynjanda — skyldmenni hans yrðu fyfir aðkasti af þessum sökum. Reyndar þykist hann geta skotið Hákon, án þess að stofna sér í hættu meö því, en því fer þó fjarri, að hann sé viss um það. Ef til vill sætti hann fjárútlátum. Og nafn hans kæmist á allra varir. Hann og ætt hans biði álitshnekkir, og honum er annt um álit sitt í þorpinu. Nei, hann vill ekki gera neitt í -heift og æsingi, sem hann iðr- ast síðar. Það, sem hér gerist, verður aö fara hljóðlega fram. Páll er hygginn maður: Engan dauðan mann í hans húsum. Seinna, þegar betur stendur á, getur hann rennt einni haglalúku í Skrokkinn á hqnum. En Páll hefir beyg af hinu heita höfði sínu. Hákon stendur þarna enn eins og myndastytta .... Og hann sér ekki gegnum hann. Ef djöfullinn sá arna færði sig bara .... Standi hann þarna, þá endar það með því, að hann veltur dauður tít áf í skotinu. Hann gæti rennt úr hólknum í lappirnar á honum, en þá lægi hann þarna samt sem áður, og það yrði litlu skárra. Hvað á hann að gera við hann? Páll vill fá ráðrúm til þess að hugsa sig um, og þess vegna vill hann koma Hákoni burt. Hvað er hann að glápa á? Páll ætlar að gera upp reikningana við hann seinna, ef hann gætir sín ekki og forðast að verða á vegi hans. Og hahn velur Hákoni öll þau ónefni, sem hann man. Hon- um léttir við það. Óg hann ógnar honum og vqltir því fyrir sér, hvort honum muni verða léttara sporið, ef hann léti blýið flakka í bífurnar á honum. Hann er þögull og rólegur. Hann veit, að hann getur varið líf sitt fyrir honum. Og illyrðin, sem Páll velur honum, heyrir hann varla. Það er einskis vert, hvaða nöfn hann gefur honum. Verst er, að hann hefir sjálfur nefnt sig öllum þegsum nöfnum langa- lengi. Það gildir einu, hvað hann er í augum Páls, það varðar mestu, hvað hann er í vitund sjálfs sín. Og í vitund sjálfs sín er hann huglaus, skríðandi konuþjófur, sem nú stendur hér, aumk- unarverður og skömmustulegur, fallinn á eigin brag;ði. Það, sem nú gerist, er þó ekki annað en honum er hollt. Hann varaði Pál aldrei við: Nú tek ég hana!'’Þess vegna varð hann í fyllingu timans að standa við þessar dyr, rúinn sæmd sinni. Öllu, sem Páll segir, svarar hann á einn veg: Þetta er rétt, þetta er alveg rétt. Og allt kemur þetta honum svo kunnuglega fyrir, því að hann hefir sagt það allt við sjálfan sig, ekki einu sinni, heldur liundrað sinnum. — Húsbóndinn er heima! Þú þarft ekki að gæta hússins leng- ur, bölvaöur flagarinn. Hvers vegna stendur hann kyrr? Páll virðist ekki vilja beita of- beldi í húsi sínu, hapn vill koma honum burt héðan. Og hér hefir hann ekki heldur meira að gera. Hann kom líka hingað i kvöld til þess að kveðja Margréti. Áðan heyrði hann hana kveina af hræðslu um líf hans. En hvers vegna þreif hún um byssuhlaup Páls? Hvers vegna þreif hún ekki heldur um byssuhlaup hans, sem beint var að Páli? Hvað þarf hún að skeyta um líf hans? Það er líf Páls, sem hún ætti að bera umhyggju fyrir — hjá honum vill hún hvort eð er vera, svo að líf hans ætti að vera henni dýrmætara. Hákon stígur eitt skref fram og leitar svars í uppglenntum, óttaslegnum augum Mai-grétar. Jú, þessi augu.vilja hann burt héðan — það er sú vitneskja, sem hann sækir þangað. Hún hefir ekki séð sig um hönd, hún fylgir honum ekki. Og þess vegna ætl- ar hann að fara og skilja hana eina eftir hjá manninum, yfir- gefa hana eins og hún var, þegar hann kom. — Láttu aldrei framar sjá þig í þessu þorpi! Hákon stígur enn nokkur skref með byssuna í hendinni. Hversu breiðar eru ekki gólffjalirnar í þessu húsi, hversu langur er þessi hræðilegi gangur fram að útidyrunum! Hann segir við sjálfan sig: Þú ferð af fúsum vilja! En þarna stendur Páll og hvæsir að honum ógnunum sínum: Hann er rekinn á dyr, enda þót£ hann fari af frjálsum vilja. — Ef þú íætur mig sjá þig framar, skýt ég þig eins og hund! Og Páll virðist óttast, að Hákon komi aftur, svo að hann neyð- ist til þess að gera alvöru úr hótun sinni. Nú heyrist rödd Hákonar: — Ekkert að óttast. Við sj,áumst ekki framar. Þessi orð sefa Pál talsvert'. Hákon vill hann vita sem lengst frá sér. En ef til vill eru þau ekki sögð við hann — ef til vill eru þau ætluð eyrum annars. Augu Hákonar 'einblína á konu Páls,_ þegar hann segir: Ekkert að óttast. Við sjáumst ekki framar. Og þú mátt snaúta, hugsar Páll. Því að þessi orð eru þó sjálfsagt sögð vlð hann. Hákon fer, og honum léttir, þegar hann er kominn út úr þess ari stofu. Hann tók þó enda, þessi gangur smánarinnar til dyr ana í húsi Páls. Og krefjist granni hans þeirra sárabóta, að hann yfirgefi þorpjð fyrir fullt og allt, þá er honum ljúft að verða við þeim tilmælum, því að þess hefir hann krafizt af sjálfum sér fyrír löngu. v V ■ * « I ' Þegar Hákon er kominn út í náttmyrkrið, finnur hann eins og einhver ónot í bakinu — hversu auðvelt væri ekki fyrir Pál að elta hann skjóta hann aftan frá. Já, hann getur elt hann þangað til þeir eru komnir á landareign næsta býlis, og drepið hann þar. Það myndi losa Pál við öll óþægindi, ef hann fyndist liðið lík á eignarlóð annars manns. Og Hákon lítur við oftar en einu sinni. En Páll eltir hann ekki. Enn skirrist hann við að skjóta. Hákon Ingjaldsson heldur heim í náttmyrkrinu. En skyndilega nemur hann staðar, og það er eins og eldslogi læsi sjg' um sál hans. Hann fer og skilur konuna sína aleina eftir hjá Páli? Hvað gerir hann nú við hana? Hann á hana — hann verður að snúa ANNA ERSLEV: Fangí konungsíns e (Saga frá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. I- t JÁRNBÚR LOÐVÍKS KONUNGS, ! - Fyrir mörgum árum bjó gullsmiöur í Parísarborg. Hann hét meistari Húbertus. Hann vaí slyngur smiður og smíöaði fagra bikara, könnur og skartgripi. Hann var heiöarlegur og góöur maöur. Viöskiptavimr hans og nábúar elskuöu hann og virtu. Árum saman lifði hann farsælu lífi meö konu sinni og börnum. En þá varö meistari Húbertus fyrir miklu áfalli. Konan hans dó, og hann mátti ekki til þess hugsa aö taka sér aöra konu. ÞaÖ varð honum allt annaö en auðvelt aö ganga þrem- ur börnum bæði í fööur og móður staö, en þegar fram liðu stundir, varö elzta dóttir hans, ísabella, stoö hans og stytta í búskapnum. Hún gekk litlu bræörum sínum í móður staö og föður þeirra varð oft hugsað til konunnar isinnar sálugu, þeg- ar hann sá ísabellu sýsla við drengsnáöana. Hann þakk- aöi guði í hjarta sínu fyrir það, að ísabella bætti honum þannig konumissinn Þegar þessi saga hefst, var ísabella nýorðin 16 ára, en bræður hennar, Leó og Adolf, voru 12 og 8 ára. Þeir voru fallegir og röskir drengir, báðir tveir. Auk barnanna var þar í húsinu tvítugur piltur, er hét Georg Ramer- Hann var lærlingur hjá meistara Húbertusi. \ Hann var munaðarlaus og hafði átt erfitt uppdráttar 1 bernsku, því að honum var komið í fóstur hjá harð- brjósta fólki. En mótlætið hafði ekki unnið bug á glaðlyndi hans. Alltaf var hann kátur og fjörugur, og eítir að hann kom til gullsmiðsins söng hann og trallaði allan liölangan daginn. Vinnan var honum leikur einn, og ætíð var hann með spaugsyrði á vörunum. Samt kom það fyrir, að hann roðnaði og stamaði lítið eitt, þegar hann talaði við ísabellu hina fögru, en ungir menn eiga oft erfitt með að hafa hemil á tilfinningum sínum, þegar þeir horfast í augu, viö fallegar stúlkur. ísabella roðnaði þá líka og gleymdi því, sem hún ætl- aði að segja, og þá stóðu þau bæði þegjandi. En það sakaði ekki hót. Þau töluðu þá saman með augunum! Meistari Húbertus tók vel eftir því, að þau hjóna- leysin gáfu hvert öðru hýrt auga, eins og sagt er, en nann lét það með öllu afskiptalaust. Hann ætlaði sér að láta Georg taka við starfi sínu, ef þau ísabella yrðu hjón. „Fátækur er Georg“, sagði hann við sjálfan sig, „en hann á það, sem er meira virði: vinnugefnar hendur og gott hjarta. Hún ísabella mín verður hamingju- söm við hlið hans.“ Þannig var nú málum háttað, þegar þessi saga hefst. Kvöld eitt glumdu hlátrar og spaugsyrði í húsi meist- ara Húbertusar- Georg stóð þar á miðju stofugólfinu og á einum fingri hans sat dáfallegur, grænn páfagaukur, Stór bók um líf og slarf og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci eftjr rússneska stórskáldið Draitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar' er komin í bókaverzlanir Lcouardo da I'mci var furðulcgur m'aður Hvar scm hann cr ncfndur i bóhurh. er eins og menTi skorti orð til þess að týsa atgerfi Irnns og yfirburðum. I „Encyciopirdin Bntanmca" (1911) er sagt, tið sagan nefni engan mann, scnt, sé lians jafningi ó sviði vismda og lista og óhugsandi si, oð nokkur maður hefði enzl lit að afkosla hundtaðasto parti nf öllu þvi, se,m hann fékkst viö Leonardo da Vinct var óviðjafnanlegur mdlori. En liann var tikn uppfinningnmaður d við Edison, eðlisfrœðingur, sttrrðfrrcðingur, stjörnufraðingur og hervilafriröirigur Hann fékkst við rannsóknir i Ijósfrtrðt, liffrrrafrœði og stjómfraði, andtitsfall manna og feltingar i klreðum athugnði hann vandtega. Söngmaður var Leonardo,góður og lék sjdlfur d hljóðfrrn Enn fremúr ritaði hann kynslrin ötl af dagbókum, en - list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þesst bók um Leonardo da Vinci er saga um manntnn, tr Ijölh/efastur og ajkasta■ méstur er tnlinn allrn mnnno, er sögur fnra nf. og einn af mestu listnmðnnum veraldor. í bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. •1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.