Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 1
I RITSTJÓRI: ( ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. | ÚTGEFFANDI: \ FRAMSÓKNARFLOKKURINN. | Símar 2353 oe 4373. : FRENTSMIÐJAN EDDA h.í. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Símar 2353 Oe 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 Á. Sími 2323. 29. úrg. Reykjavík, föstudagmn 20. júlí 1945 54. blað Hverjir gæta réttar Islend- inga, sem dvelja erlendis? Rikisstjórnin vorðnr tafarlaust að gera nauð- synlegar ráðstafanir. Handtaka fimm íslendinga, sem ætluðu heim til íslands með Esju, hefir að vonum vakið gremju og óhug íslenzku þjóðarinnar. Við íslendingar erum þó ekki að mæla neinn landa undan rétt- mætri rannsókn og eðlilegum afleiðingum þess, sem hann kann að hafá rangt gert — ef hann hefir til slíks unnið. En það, sem veldur gremju okkar og óhug, er það, að í Dan- mörku ríkir, eins og nú standa sakir, slíkt ástand og misskilin óvild í okkar garö, að það getur haft afleiðingar. gagnvart lönd- um okkar, þar sem og er líklegt, að málin fari, að öðrum þræði, um hendur manna, sem virðast ekki alls kostar ábyrgir. lenzkir aðilar fá ekki að fylgjast með rannsókninni. Það er þó lágmarkskrafa sem við íslend- ingar verðum að gera eftir framkomu okkar fyrir þessa styrjöld, að fulltrúi frá íslenzku ríkisstj órninni fái að vera við- staddur réttarhöld, sem haldin eru yfir íslenzkum þegnum, sem teknir hafa verið fastir érlendis, (Framhald á 8. síöu) Viðkomandi óvild Dana skal þetta sagt: Þetta blað túlkaði einatt þá ófrávíkjanlegu stefnu Framsóknarfl., að sjálfstæðis- málið yrði leyst á umsömdum tíma, en hvorki fyrr né síðar. En það mun í sambandi við sjálfstæðismálið hafa látið falla færri stóryrði í garð Dana en flest önnur blöð í þessu landi. Það var auðvelt að ná rétti okk- ar í sjálfstæðismálinu án þess. Viðkomandi óvild Dana nú er það skoðun okkar, að rétt sé að taka henni með stillingu og eðii- legum skilningi vegna þess, hvernig högum er háttað í Dan- mörku. Það er sjálfsagt að reyna að koma Dönum í skilning um þáð, sem gert hefir verið, óg við vitum reyndar, að þessi skiln- ingur er til staðar hjá hinum bezt menntuðu Dönum. En ef þeir vilja ekki skilja það eða eiga allt of erfitt með það, þá er eng- in ástæöa til þess fyrir okkur að ganga lengrá en góðu hófi gegnir í óviðeigandi vinámálum eða dekstra þá með eftirgangs- munum. Það væri virðingu okk- ar alveg ósamboðið og verkar öfugt við tilganginn. Við höfum ekki út af neinu að friðmælast við Dani. Ef þeir óska eftir að ala á óvild í garð íslendinga, þá verður að taka því. Við eigum óskipta vináttu hinna Norður- landanna. Það gleður okkur. Við viljum engu síður hafa vináttu við Dani. En ef þeir óska ein- hvers annars og ali'ð. er í Dan- rnörku á ástæðulausri óvild í garð íslendinga eins og nú er gert, þá er að taka því. Við höf- um orðið að komast af án þeirra hingað til og það þegar mest á reyndi. Væntanlega getum við það og framvegis. En það er viðkomandi íslend- ingum erlendis. Okkur var sagt af ríkisstjórninhi, að það væru Englendingar. sem hefðu tekið íslendingana fasta.Þó er upplýst að með þessum ensku hermönn- um' voru svokallaðir danskir föðurlandsvinir. Okkur var sagt frá því, að mál þessara íslend- inga yrðu afgreidd með hinum fyllsta hraða. Eftir stuttan tima kemur í Ijós að einn hefir verið tekinn fastur í misgripum; hann er látinn laus; Annar hefir ver- ið látinn laus nýlega. Fá þessir menn bætur? En nú er liðinn æði íangur tími og ekkert heyr- ist um mál hinna þriggja, og sögusagnir ganga um það, sem ég veit að vísu ekki sönnur á, að fleiri íslendingaT, sem eru nú staddir erlendis, hafi verið tekn- ir fastir. En hvernig stendur á því, að íslenzka þjóðin fær ekki skýrslu um þessi atriði? Þegar íslendingar voru teknir fastir hér á landi og fluttir úr landi, fékk fulltrúi íslands í London undantekningarlítið eða undan- tekningarlaust að ræða við fangana og fá vitneskju um hag ,/ þeirra. Þetta var þó í miðri styrjöldinni, þegar harðast var tekið á öllu og nauðsynleg leynd varð-að hvíla yfir öllum rann- sóknum, sem styrjaldarleyndar- mál áhrærði. En eftir því,sem nú hefir frétzt, fæst ekki vitneskja um það, hvar hinir þrír íslenzku fangar eru hafðir í haldi, og ís- Míkil verðlækkun á iíski í Englandi 250 þús. kr. tap á prem fiskflutníngaskípum Þær fregnir hafa borizt frá Bretlandi, að Verð á fiski hafa stórlækkað þar í ýmsum markaðsborgum fyrir síðustu helgi. Hafa suma daga reynzt óseljanlegar þúsundir vætta af fiski, er fram hefir verið boðinn. Verðláekkun þessi hefir þegar bitnað á nokkrum íslenzkum fiskflutningaskipum og togur- um, sem þangað hafa komið á þessum tíma með fiskfarm eða afla sinn. Þannig seldu tveir ís lenzkir togarar, „Júpíter" og. „Tryggvi gamli“, fullfermi fisks í Hull, annar fyrir sex þúsund sterlingspund, en hinn fyrir sjö þúsund sterlingspund. Er það fiskverð miklum mun lægra en verð það, sem íslendingar hafa átt að venjast á togarafiski. Litlu síðar .seldi Óli Garða fyrir aðeins 4400 pund, og þrjú fær eysk fiskflutningaskip á vegum Fiskimálahefndar seldu svo illa, að orðið mun hafa á þessari ferð tap, sem nemur fjórðung úr miljón íslenzkra króna. Þessar verðbreytingar hafa að vonum vakið talsverðan ugg meðal allra þeirra, sem um þetta eiga hagsmuna að gæta. Esjufarþcgar ekkí krafðir um fargjöld Farþeganefnd sú, sem skipuð var til þess að hafa með höndum ýmsa fyrirgreiðslu vegna Esju- farþega, hefir beðið Tímann fyrir þessa tilkynningu: Ríkisstjórn íslands hefir til- kynnt okkur, að þeir íslenzkir ríkisborgarar, sem fluttu alfarn- ir frá útlöndum með síðustu ferð Esju, verði ekki krafðir greiðslu fargjalds eða fæðispeninga til Reykjavíkur. Farþegarnir eru beðnir að snúa sér til skrifstofu Skipaútgerðar ríkisin^ til að staðfesta þá reikninga, sem til þeirra eru stílaðir. Þeir, sem hér eiga hlut að máli, en þegar hafa greitt þenn- an kostnað, fá upphæðina end- urgreidda í skrifstofu Skipaút- gerðarinnar. Fyrir hönd allra farþega færir farþeganefndin ríkisstjórninni hjartanlegar þakkir fyrir þenn an höfðingsskap. Þegar Hermann Jónasson neitaði Þjóðverjum um flugvelli hér á landi SfLDARBORGIIV FÆR SUMARSVIPIIVIV Anægjuleg ummæli brezka stórblaðsins Times um atstöðu fslendinga og framkomu ú styrj- aldarárunum. í enska stórblaðinu „Times“ birtist hinn 18. júní grein, sem nefnist „ísland og stríðið“. Er greinin skrifuð í tilefni af því, að ár var liðið frá stofnun hins íslenzka lýðveldis. Er þar farið mestu viðurkenningarorðum um afstöðu íslendinga til átakanna í heiminum og samskipti öll við herlið Bandamanna á íslandi. Liggur í augum uppi, hversu mikilvæg slík ummæli blaðs eins og „Times“ eru okkur fslendingum. Fer greinin hér á eftir í íslénzkri þýðingu. 100 þus. hl. síldar komnir í allar síldarverksmiðjurnar Fyrirsjáauleg'ur hörgull á verkakoniuu. Síldveiðin er fremur treg það sem af er. Minni afli er nú kom- inn á land, en á sama tíma í fyrra. Um seinustu helgi var samtals búið að landa til bræðslu 100.472 hektólítra hjá öllum verksmiðjunum, eða um 11 þús. hektólítrum minna en á sama tíma í fyrra. Verksmiðjurnar eru fyrir nokkru farnar að hefja móttöku síldar og undirbúning- ur undir söltun er einnig haf- inn af miklu kappi. Síldarsölt- un byrjar kl. 12 á miðnætti á miðvikudag, 25. þ. m. Sænskt skip, sem kom með um 13 þús. tómar síldartunnur, er nú verið að afferma á Siglufirði og er von á öðru skipi með tunnufarm frá Sviþjóð innan fárra daga. Skortur á vinnuafli er fyrirsjáanlegur á Siglufirði í sumar, einkum þó stúlkum til síldarsöltunar. Var þegar búið að gera ráðstafanir til aðifá um 200 færeyskar stúlkur till vinnu á Siglufirði í sumar, en þau á- form voru stöðvuð af stjórnar- völdunum þar. í gær, þegar blaðið átti tal við Siglufjörð, var bræla úti fyrir og engin síldveiði. Dálítið af síld barst á land í fyrradag, en ekk- ert í gær. Aflahæstu- skipin, sem leggja upp hjá ríkisverksmiðjunum.eru Dagný frá Siglufirði með 2725 mál, Sæfarinn frá Norðfirði með 2050 mál og mb. Friðrik Jónsson frá Reykjavík með 1860 mál. SíldinjAiefir aðallega aflazt út af Aðalvík, Horni og Langanesi, það sem af er. Furðulegt blaðaviðtal „Folitlken44 gefur í skyn, að Guirnar Gunnars- son sé landráðamaður. Einn meðal þeirra manna, sem fóru með Esju til Kaup- mannahafnar á dögunum, var Skúli Skúlason. ritstjóri. Birtist í danska blaðinu „Politiken“ við- tal við hann skömmu eftir koní- una til Hafnar. "lietta viðtal hefir vakið mikla undrun og gremju þeirra íslend- inga, sem lesið hafa. Þar er með- al annars vikið að Gunnari Gunnarssyni rithöfundi og við- höfð þau ummæli, að hann sé ekki „nogen höj Stjerne" í föð-t urlandi sínu og sú furðulega skýring gefin á því, að Alþingi ákvað að veita honum einum sérstök rithöfundalaun á fjár- lögunum, að „vi kunde jo ikke stemple ham som Landsfor- ræder“. Fleira er í viðtalj þessu, sem kemur vægast sagt mjög undarlega fyrir sjónir. Hér heima spyrja menn hvern annan í undrun, hvernig á því geti staðið, að kunnur blaða- maður eins og Skúli Skúlason lætur hafa anngð eins og þetta eftir sér. Þykir mörgum ótrúlegt, að hann hafi nokkurn tíma lát- ið slík orð falla. En þá kemur til hans kasta að mótmæla kröftuglega og sýna svart á hvítu, að ummælin séu aðeins afbökun ófyrirleitins ma,nns, sem hann hafi verið svo óhepp- inn að eiga tal við. Öll íslenzka þjóðin dáir Gunnar Gunnarsson einhuga og telur hann ágætasta rithöfund sinn, og hér myndi enginn leyfa* sér að bregða hon- um um slíkar vammir, sem fylli- lega eru gefnar í skyn í hinu furðulega viðtali Skúla Skúla- sonar við hinn danska blaða- mann. Það eru nú uppi þeir tímar, þegar það virðist helzta fanga- ráð ófyrirleitinna manna að bera landráð á andstæðinga sína, svo sem dæmin sanna, og víg Guðmundar Kambans er okkur, íslendingum eitt sorgleg- asta dæmið um slíkar starfsað- ferðir. í þessu tilfelli verður að krefj- ast þess, að ummælunum um Gunnar Gunnarsson og hinni svívirðilegu tilraun, sem gerð hefir verið til þess að níða af honum æruna í því landi, þar hann hefir háfS til sigurs fræki- lega baráttu sína fyrir rithöf- undarfrægð sinni, verði ræki- lega mótmælt af islenzkri hálfu, sem gersamlega óviðurkvæmi- legu athæfi. — Er til dæmis ósennilegt, að samtök íslenzkra rithöfunda telji sig geta setið hjá og horft á það, að þær sak- ir, sem nú þykja þyngstar og (Framhald á 8. siðu) Liðveizla við Baiidamenn. Vorið 1939 sendi Hitler erind- reka sína til íslands til þess að fá þar rétt til lendingar fyrir þýzkar flugvélar. Þessir milli- göngumenn höfðu í fylgd með sér verkfræðinga, sem áttu und- ir eins að hefja byggingu flug- valla og annarra mannvirkja. Þau réttindi, sem krafizt var, voru í orði kveðnu einvörðungu miðuð við venjulegar flugsam- göngur, og milligöngumennírnir voru borgaralegir erindrekar, en erindi þeirra var undirstrikað með „kurteisis“-heimsókn þýzka herskipsins „Emden“. Þetta gerðist á þeim dögum, þegar Hitler var því enn van- astur að skipa málum eins og honum sýndist. SAMT SEM ÁÐUR HAINAÐI ÍSLENZKA RÍKISSTJÓRNIN ÞESSARI KRÖFU. Þessi atburður fór ekki fram- hjá mönnum á þessum tíma, og í blaðagreinum um utanríkismál var á það bent, að íslendingar hefðu fyrstir þjóða orðið til þess að vísa kröfum Hitlers á bug — og komist heilir frá því. Af þess- um sökum var Þjóðverjum óger- legt að hernema ísland með loftfluttum liðsveitum vorið 1940. íslendingar voru engan veg- inn tilneyddir að hafna kröfu Þjóðverja. Satt að segja hefðu fjárhagslegar vonir verið tengdar við það fyrir íslendinga að fallast.á hana. Það mundi einnig örðugt að færa sönnur á það, að önnur ríki hefðu á þess- um tíma látið til sín taka, þótt íslendingar hefðu ákveðið að veita þessi réttindi. Þess vegna verðskuldar hin festulega fram- koma íslenzku ríkisstjórnarinn- ar á þessum tíma það, að vera þakklátlega í minnum höfð. Fullkomiii samvinua. 10. maímánaðar 1940 steig brezkur liðsafli á land á íslandi. Brezka stjórnin hafði ekki beð- izt leyfis, því að hún vissi, að samkvæmt yfirlýsingu íslend- inga um ævarandi hlutleysi var ekki unnt að veita slíkt leyfi. ís- lenzka ríkisstjórnin lagði einn- ig fram formleg mótmæli gegn hernáminu. Þessum mótmælum var vingjarnlega tekið — og báð- ir aðilar létu þar við sitja. Það væri ekki rétt að segja, að íslenzku þjóðinni hugnaðist hernámið vel. En herliðinu var í dag birtist á 3. síðn framhald svar- greinar Bernharðs Stcfánssonar alþingismanns til Jóns Pálma- sonar. Neðanmáls er frásögn Ásmundar Helgasonar frá Bjargi um ferð til Seyðisfjarð- ar árið 1896. Á 4. síðu birtist opið bréf frá dr. Matthíasi Jónassyni til blaðsins „Politiken" í Kaup- mannahöfn. ekki óvingjarnlega tekið, heldur var hin almenna afstaða þessi: Er koma ykkar hingað raunveru- lega nauðsynleg? Þegar tímar liðu, komu svo fleiri og fleiri auga á þá æðstu nauðsyn, að ísland félli ekki í hendur nazistum. íslenzka ríkis- stjórnin var ávallt skrefi á und- an almenningsálitinu, og sam- vinna hennar við brezka herlið- ið var fullkomin og grundvölluð á gagnkvæmum skilningi og virðingu frá upphafi. Hersetning Breta varaði hér um bil fjórtán mánuði, þann tíma sem Bretar háðu barátt- una fyrir frelsinu einir síns liðs. Á þessum mánuðum brást hin trausta s samvinna íslenzkra yf- irvalda aldrei, og aldrei voru skemmdarverk í neinni mynd unnin á hernaðarmannvirkjum á íslandi. Brezku hermennirnir áunn» sér vaxandi virðingu meðal þjóðarinnar. Amerískt herlið kom til ís- lands 7. júlímánaðar 1941, og var þá mikið af brezku liði flutt brott til herþjónustu í öðrum heimshlutum, þar sem þess var brýn þörf. En ef fyrsta skrefið hefði ekki verið tekið af íslenzku ríkisstjórninni með því að biðja Bandaríkin um hervernd — að uppástungu brezku ríkisstjórn- arinnar —, myndi jafnvel Roose-v velt ekki hafa látið ameríska hervernd leysa brezka hernáms- liðið af hólmi. Á styrjaldarárunum hefir öll- um viðskiptum fslendinga verið hagað í samræmi við það, er orðið gat sameinuðu f>jóðunum til stuðnings. Það hefir orðið til- tölulega mikið tjón á mannslíf- um og skipakosti við flutning ís- lenzkra matvæla til Bretlands, og íslendingar hafa fórnað fleiri mönnum í hlutfalli við mann- fjölda en margar styrjaldar- þjóðanna. Afstaða íslenzku rík- isstjórnarinnar og einlæg sam- vinna af hennar hálfu hefir allt- af notið viðurkenningar leiðtoga hinna sameinuðu þjóða. Það olli þess vegna vonbrigðum, að ÍS- LANDI SKYLDI EKKI VERA BOÐIN ÞÁTTTAKA í RÁÐ- STEFNUNNI f SAN FRANCIS- co. íslendingar eiga fyrir hendi í Englandi innstæður, sem þeir vonast til að geta keypt fyrir brezk skip og vélar. Það ættu að vera góð skilyrði til framhald- andi verzlunarviðskipta milli ís- lands og brezka heimsveldisins. Glöggnr skilningnr. Þetta segir enska stórblaðið „Times“. Hér hefir sýnilega haldið á penna maður, sem ger- þekkir gang þessara mála og allar ástæður hér á landi. Hann veit gerla um komu hinna þýzku sendimanna hingað vor- ið 1939, kröfur þeirra og ógnanir og hina afdráttarlausu neitun Hermanns Jónassonar, þrátt fyr- ir ofurvald nazista, er þá hafði (Framhald á 8. síðu) I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.