Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 2
TÍMIM, föstndaginn 20. júlí 1945 54. blað Föstudagur 20. júlí „Og það voruhljóðir, hógværír menn . . . Fundarboð stjórnarliðsins og heimsókn höfðingjanna úr Reykjavík að Mosfelli, sem Ein- ar Benediktsson gerði ógleym- anlega með kvæði sínu: Messan á Mosfelli, eiga það sameigin- legt, að mikið stóð til. Stjórnarliðið hefir fundið gust vantrausts og andúðar berast utan af landsbyggðinni, einkum úr sveitunum, allt frá fyrsta degi. Innan stjórnarinnar hóf- ust því síðla vetrar ráðstafanir um það, hvernig ætti að kveða andúðina í sveitunum niður. Kommúnistar fundu ráðið og auðvitað varð Sjálfstæðisflokk- urinn hrifinn af, en það var að bjóða Framsóknarflokknum upp á fundi og skammta honum ý4 ræðutímans, en fyrst og fremst vonuðust þeir til þess, að Fram- sóknarflokkurinn gengi ekki að slikum ókjörum. Þetta gætu því orðið sefjunarfundir fyrir •stjórnarliðið að hætti einræðis- sinna, Alþýðutlckkurinn skildi þetta réttlæti ekki eins vel og var lengi tregur til framkvæmda. Eftir þriggja mánaða þref var hann að lokum teymdur með og fundirnir boðaðir með þeim hætti, sem ráðgert var í upphafi. Fundarboð þetta er sennilega heimsmet í vantrú á eigin mál- stað í lýðfrjálsu landi:’ Að þrír flokkar með sömu stjórnarstefn- una skori á andstöðuflokk að mæta með % ræðutímans. Og upp í þann hluta Sjálfstæðis- flokksins, er ekki fylgir stjórn- inni, var vandlega stungið. Þess vegna var ýmist forðazt að boða fundi í þeirra kjördæmum eða gengið fram hjá þeim þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins. T. d. var Gísli vélstjóri sendur í Skagafjörð en Jón á Reynistað hafði þar ekki málfrelsi. Með þessum aðförum hugðust stjórnarliðar geta kveðið niður þá réttlátu andúð, sem gegn þeim hefir skapazt víðs vegar út um landið. Þeir sögðu eins og valdsmaðurinn, sem fór að Mos- fe|li forðunl: „Nú tek ég sjálfur í streng, þess skal minnst. Ég uppræti hneykslið, hvar sem það finnst." Framsóknarflokkurinn treysti á málstað sinn og tók þessu „höfðinglega" boði, en bauð stjórnarflokkunum jafnframt upp á 8 fundi, þar sem þeir skyldu hafa jafnan ræðutíma á við stjórnarandstöðuna. Var þetta próf um það, hvort þeir þyrðu að gefa stjórnarandstöð- unni og stjórnarliðinu jafna að- stöðu á fundum. Því fór fjarri. Flótti brast í lið þeirra. Einn og einn þingmaður mætti í sumum kjördæmunum, ef hann taldi sig eiga þar hagsmuna að gætar Annars lét stjórnarliðið ekki sjá síg, fyr en á síðasta fundinum, á Seyðisfirði. Þoldu þeir ekki lengur það háð og spott, sem þeir urðu hvarvetna fyrir, af því að þeir þorðu ekki að mæta stjórnarandstöðunni með jafn- an ræðutíma . Fundir Framsóknarflokksins voru flestir ágætlega sóttir, þar sem engar sérstakar ástæður hömluðu, og málflutningi hans var vel fagnað. T. d. sóttu á ann- að hundrað manns fundina á Stórólfshvoli, Skagaströnd, Dal- vík og Seyðisfirði. Fundir stjórnarliðsins gengu allir öðruvísi en til stóð. Flestir voru þeir tiltakanlega fásóttir og varla kom fyrir, að nokkur fundarmaður tæki undir mál stjórnarflokkanna, sem tekið var fálega af fundarmönnum. Hins vegar komu margir með gagnrýni á þá og spurningar, sem komu sendimönnum þeirra í ærinn vanda. í þremur glæsi- legustu og fjölbýlustu landbún- aðarhéruðum, Suðurlandsundir- lendinu, Borgarfjarðarhéraði og Fljótsdalshéraði, boðaði stjórnin vitanlega til funda og ætlaði þár sem annars staðar að rétta við álit sitt. En hvernig fór? Að Sel- fossi mættu rúmlega 80 menn, flestir úr kauptúnunum. í Borg- arnesi mættu um 60. Bændur ERLENT YFIRLIT Al. Vlðavangl Hin nýja stjórn á Italíu Þegnskapur bænda. Bændurnir eru eina stéttin, sem sýnt hefir þegnskap og fórnarvilja, ef það mætti forða þjóðinni frá holskeflu dýrtíðar- innar. Þeir lækkuðu verð á framleiðsluvörum sínum í fyrra- haust um tæplega 10% og gáfu þar með öðrum stéttum lofsvert fordæmi. Nú er öllum ljóst, hvernig þetta var notað. Ólafur Thors, sem hafði talið þetta þjóðar- nauðsyn, hleypur til og myndar stjórn með sósíalistaflokkunum, ekki til þess að halda áfram á þeirri braut, sem Búnaðarþingið hafði markað, heldur þvert á móti sémur um stórfelldar kaup- hækkanir í sjálfum stjórnar- sáttmálanum, samræmingu kaupgjalds, sem þýðir mikla. hækkun, og ný launalög,vmeð 8 milj. króna auknum útgjöldum fyrir ríkissjóð. Jafnframt skyldi níðst á málefnum bænda og lýsti atvinnumálaráðherra því yfir í útvarpsræðu nokkru síð- ar. Þekkja allir, að við þau fyr- irheit ráðherra var dyggilega staðið í þinginu, þar sem hverju stórmálinu eftir annað var stungið undir stól eða hreinlega drepið.' Munu bændur væntan- lega kunna stjórninni þakkir að verðleikum. 0 Búnaðarþingið. Senn líður að nýju verðlags- tímabili landbúnaðarafurða. Búnaðarþing kemur saman 7. ágúst næstkomandi og gerir til- lögur um verðákvörðun í haust. Hin vonda samvizka Morgunbl. er farin að láta til sín heyra og óttast sýnilega, að Búnaðarþing segi hingað og ekki lengra. Ótt- ast, að það kunni Ólafi Thors lítlar þakkir fyrir þá dýrtíðar- öldu, sem hann hefir reist á ný, þrátt fyrir eftirgjöf þess í fyrra. En Valtýr Stefánsson er svo ó- svífinn, að hann ætlast til, að enn' verði vegiS í hinn sama knérunn. Hann segir í Reykja- víkurbréfi sínu hinu síðasta, að: „sé Framsóknarmönnum alvara í því að fá verðlag lækkað og kaupgjald, þá geta þeir kannske sýnt ein- hvern lit á þessari viðleitni sinni, í sambandi við hið væntanlega búnaðarþing.“ Það er ekki um að villast, hvað Valtýr vill. Búnaðarþingið á að lækka verðlag bænda, svo ó- stjórn Ólafs Thors geti flotið nokkra mánuði í viðbót og launastéttirnar fái aukin frið- indi. Hitt er svo annað mál, sem Búnaðarþingið mun svara á sín- um tíma, hvort það "sér ástæðu til slíks, eftir þá reynslu, sem það hefir fengið síðastliðið ár. Það þarf takmarkalausa van- þekkingu og ósvífni til að gera einhliða kröfu til bænda um verðlækkun, þar sem þeir eru eina stéttin, sem ennþá hefir gefið fordæmi um tiLslökun á verðlagi í von um að aðrar stéttir kæmu á eftir. Framsóknarflokkurinn hefir . alltaf gert kröfu um niður- færslu dýrtíðarinnar í jöfnum hlutföllum milli kaupgjalds og afurðaverðs, og hann heldur því hiklaust enn fram. En einhliða niðurfærslu mun hann aldrei sætta sig við. Hin stórfellda fisklækkun í Englandi breytir ekkert þessari skoðun flokksins. Áhyggjur Morgunblaðsins og samtök bænda. Várla kemur svo orðið út blað af Mbl. að ekki sé veitzt að auknum samtökum bænda, rétt eins og stjórnarliðið óttist þau mest um þessar mundir. Öðru- vísi mér áður brá. í íyrrahaust skrifaði Jón bændakvislingur frá Akri margar greinar um það, að auðvelt væri að stjórna, þó að b;vidastéttin væri ekki með. Sú stétt mætti einna helzt missa sig úr samstarfinu. Nú hefir Mbl. loksins upp- götvað og þá einkum í sambandi við væntanlegt Búnaðarþing og aukin samtök bænda, að bænda- stéttin getur beitt valdi, sem aðrar stéttir, og óttast nú mest að hún geri það. Bændur eru friðsamir og sein- þreyl/ir til vandræða, en þeim er festa og seigla í blóð borið og munu ekki til len^dar láta troða á rétti sínum og hagsmunum. Þeir munu á næstunni búa svo um samtök sín, að öðrum stétt- um þýði ekki að sýna þeim neinn yfirgang. Þetta er bændum al- mennt orðið fullljóst, síðan nú- verandi stjórn var mynduð. Þeim, sem áður fylgdu Sjálf- stæðisflokknum, ekki síður en gömlum andstæðingum hans. Fylgið hrynur nú af Sjálf- stæðisflokknum út um sveitirn- ar. Menn skilja æ betur að hin svonefnda bændadeild flokksins var aldrei annað en herbragð, gert til kjósendaveiða. Stór- gróðavaldið og bæirnir áttu all- an hug flokksins. Því voru fimm- menningarnir látnir róa, þegar í harðbakkann sló. Þessir síðustu atburðir hafa sannað bændum enn á ný, hversu nauðsynlegt er að eiga harðsnúin samtök og pólitískan flokk, sem aldrei bregzt málstað þeirra. Því munu þeir efla Fram- sóknarflokkinn til sóknar og varnar málum sínum á þingi og skapa þannig harðsnúna fylk- ingu utan þings og innan fyrir málefnum sínum. Daglegur andblástur Mbl. og bændakvislingsins.frá Akri mun aðeins hvetja bændur til sam- heldni, ekki síður þá, sem fram undir þetta töldust til Sjálfstæð- isflokksins en hina. Áfengisgróðinn. Eftir nýjustu" skýrslum að dæma standa tekjur og gjöld ríkissjóðs það sem af er þessu ári alveg í járnum. Verðtolíurinn hefir reynzt drjúgur, enda lætur Pétur dollarana fjúka í ýmis- konar viðskipti, sem ekki snerta nýsköpunina, til þess að tekjur af verzluninni minnki ekki og svo er hinni illræmdi veltuskatt- voru þar sárfáir. Að Eiðum mættu um 80 og voru þeir flestir úr nágrenni staðarins. Og á Hvammstanga mættu rúmlega 30. Ætli stjótnarliðið sé ekki upp með sér af þessari hrifningu fyrir málstaðnum? Meiri fyrir- litningu ér ekki hægt að sýna málstað þriggja flokka, sem boða fundi í fjölmennustu hér- uðum landsins. Það hefði þótt goðgá, ef slíku hefði verið spáð fyrir nokkrum árum. Er það ekki nema von, að flokkar, sem byggja samvinnu sína á svikum við bændastéttina, sé tekið þannig. Þeir geta sjálfum sér um kennt. Með rangsleitni í fundarsköpum fá þeir engu um þokað. Ýmsir sögðu á fundun- um, að því lengur, sem stjórnar- sinnar töluðu, því verra yrði þeirra hlutskipti. Það kom heim við það, sem Jón bóndi í Hof- görðum sagði við Gísla vélstjóra á fundinum að Vegamótum í vor: „Þú hefir opnað augu þeirrá fáu, sem í blindni treystu stjórninni til einhvers.“ Hann taldi, að með komu Gísla hefðu þeir fáu stjórnarsinnar horfið þar um slóðir, sem til voru. Svo mun víðar fara. Stjórnarsinnar munu áreið- ahlega reka sig á kaldar mót- tökur og tómlæti, meðan þeir gefa sér ekki tíma til að byggja grundvöllinn að nýsköpuninni. Fólkið þráir, að skapaður verði sá grundvöllur í fjárhagsmálun- um, sem treysta má og ekki verði lengur dregið að hagnýta auðæfi þjóðarinnar til hagsæld- ar í framtíðinni. Þessari skyldu hafa stjórnarflokkarnir brugð- izt. Því mæta þeir fyrirlitningu manna víðs vegar um landið. Það leynir sér ekki, a3 stjórn- arliðið er dauft eftir fundina. Fundarsóknin var með afbrigð- um lítil. Þrefaldur ræðutími varð málstaðnum ekkert til bjargar. Alls staðar lentu flokk- arnir þrír í vörn fyrir Fram- sóknarflokknum og tókst und- anhaldið misjafnlega. Hvergi fékk málstaður þeirra nokkrar undirtektir en víða andúð. Her- ferð stjórnarliðsins hefir því endað, eins og segir i kvæðinu: „í minnum er höfðingja heimreiðin • enn. Þeir hurfu í messulok allir senn. Og það voru hljóðir, hógværir menn, sem héldu til Reykjavíkur." ur á einu leitinu. Tekjur af áfengi magnast stöðugt og lætur nærri að ríkissjóður fái þriðju hverja krónu með þeim hætti. Þetta þykir stjórninni ekki nóg. Allir vissu hve vafasöm fjárlögin voru og hennar eina von um að fljóta hallalítið þetta árið, ef engin óvænt höpp koma fyrir, er að magna áfeng- issöluna duglega. Nýjar vínbúðir. Stj órnarliðið hefir því verið á þönum um allan bæ síðustu vik- urnar, að útvega húsnæði fyrir nýjar vínbúðir. Gengur það að sögn erfiðlega, því bæði er, að húsnæði er af skornum skammti og slíkar búðir þykj^, húsráðénd- um lítið eftirsóknarverðar. Kvað eiga að koma upp vín- búð í hverju prestakalli í bænum. að minnsta kosti. Hefir nýlega fengizt húsnæði í Hallgrímssókn í nýreistu húsi Haraldar Svein- bjarnarsonar bílasala við Hverf- isgötu 108. Enn kvað vera eftir að útvega húsnæði í Nessókn bg Laugarnessókn. Verður það þó væntanlega fljótlega, því þetta er helzta áhug^mál stjórnarinn- ar um þessar mundir. Um lok- unartíma er ekki fullráðið, en talað er um að hafa opið til kl. 12 á miðnætti. Ennfremur er rætt um að afnema bann við áfengisauglýsingum. í fyrradag segir aðaLstjórnar- blaðið, Mbl., og kemur það heim við það, sem áður er sagt: „Vín á- að vera til í öllum matvöruverzlunum, eins og hver annar varningur, sem menn telja sig þurfa.“ Brennivínið á að verða flot- holt stjórnarinnar fram eftir árinu. Pétur biður afsökunar á kommúnistum. Þjóðviljinn rauk upp á dögun- um og hundskammaði Fram- sóknarmenn í Landsbankanum fyrir það, að ekki væri búið að festa erlendan gjaldeyri sam- kvæmt lögunum um nýbygging- arráð. Flestum gekk erfiðlega að skilja þetta, þar sem vitað er, að stjórnarliðið hefir meirihluta aðstöðu í Landsbankanuih. (Framhald á 7. síðu) Þegar ný stjórn var mynduð á Ítalíu fyrir nokkru síðan, héldu sumir, að kommúnistar hefðu komizt þar í þýðingar- mikla stjórnaraðstöðu, en því fer fjarri. Kommúnistar tóku að vísu þátt í myndun þessarar stjórnar samkvæmt þeirri „línu“ sem þeir virðast nú fara eftir, þar sem þeir eru yfirleitt alls- staðar fúsir til að taka þátt í myndun borgaralegra stjórna, a. m. k. á meginlandi Evrópu. Tal- ið er, að þessi áhugi kommúnista fyrir því að komast í ríkisstjórn- ir standi í nánu sambandi við utanríkismál Rússa. Blaðið „The Christian Sciense Monitor“, sem þekkt er fyrir á- reiðanleik sinn> birti nýlega ,grein um stjórnarmyndunina á Ítalíu, eftir fréttaritara sinn í Róm, Joseph G. Harrison. Grein þessi gefur glögga hugmynd um þátt kommúnista. í hinni ný- mynduðu stjórn og birtist hún hér á eftir í örlítið styttri þýð- ingu: Það var Umberto prins, er bað Parri, formann Framkvæmda- flokksins, sem er frjálslyndur milliflokkur, að mynda stjórn, eftir að formenn allra hinna sex stjórnmálaflokka á Ítalíu höfðu í fjóra daga árangurslaust reynt að koma sér saman. í fyrstu virtist íhaldsflokkur- inri frábitinn því að taka þátt í Islíkri stjórn, en samt varð sá | endirinn á, að hann tók þátt í jmyndun stjórnarinnar, þar sem íhaldsmenn töldu Parri frjáls- lýndasta ráðherraefni vinstri flokkanna, og auk þess var hann þekktur að andstöðu við fas- ista og Þjóðverja. Það hafði komið i ljós, áður en stjórnin var mynduð, að stjórnmálaskoðanir fólks í Norð- ur-ítaliu og hinum stærri iðn- aðarborgum eru miklu frjáls- lyndari en i Mið- og Suður-ít- alíu. íhaldsmenn sáu því fram á það, að ógerningur var að mynda stjórn, án þess að taka tillit til þessa frjálslynda fólks, ef pólitískur friður átti að nást í landinu. Eitt af aðalvandamálum við myndun stjórnarinnar var skip- un innanríkismálaráðherra, en það er þýðingarmesta ráðherra- sætið á Ítalíu, því undir hann heyrir lögreglan, útnefning emb- ættismanna, yfirumsjón kosn- inga og mörg önnur þýðingar- mikil mál. Sá flokkur, sem á innanríkismálaráðherrann, hef- ir ac|',töðu til að hafa fjölþætt áhrif á þjóðfélagsmál ýms, stjórnmálaskoðanir manna og skipulagsmál þjóðarinnar. Jafnaðarmenn höfðu farið fram á það að fá innanríkis- málaráðherrann, en íhalds- flokkurinn snerist strax hat- ramlega á móti því, svo lausnin varð sú, að Parri tók sjálfur við þessu ráðuneyti. Þó að þetta sé mikill sigur fyrir frjálslynda, þá er það þó jafnvel enn meiri sigur fyrir Parri, að allir flokk- ar skuli treysta honum svo vel til að takast á hendur hið þýð- ingarmikla starf. Til þess að koma á nokkru jafnræði milli flpkka í stjórn- inni, voru skipaðir tveir aðstoð- arforsætisráðh. Annar þeirra er jafnaðarmaður, Pietro Nennie að nafni, en hinn er frá frjáls- lynda flokknum. í stjórninni, sem fór frá, var kommúnistinn Palmiro Togliatti, aðstoðarfors.- ráðh., en honum var nú fengið annað þýðingarminna ráðu- j neyti, sem er dómsmálaráðu- j neytið. Það ráðuneyti er miklu ' þýðingarminna á ítaliu en viða 1 annars staðar^ þar sem hvorki lögreglumál eða embættis- veitingar heyra uridir það þar. Ráðherra jafnaðarmanna mun vei-ða formaður fyrir ráði, er gerir tillögur um framtíðar- stjónskipulag Ítalíu. Hann mun einnig sjá um útrýmingu á leif- um fasismans og einræðissinna. Ráðherra frá frjálsl. flokknum mun koma á fót ráði, sem að- stoöar stjórnina við ákvarðanir j um öll þýðingarmikil mál. | Það er ekki létt hlutverk, er þessi stjórn hefir tekizt á hend- ur, þar sem húri ætlar að koma skipun mála á Ítalíu í viðunandi horf. Óteljandi vandamál bíða úrlausnar hennar. Parri er sjálfur mjög athyglis- verður maður, þar sem hann er fyrsti ítalski ráðherrann, sem kemur beint frá leynihreyfing- unni. Það er tæpast til sá maður (Framhald á 7. síðu) Blaðið Skutull birti nýlega grein, sem nefndist „Frá Gósen". Þar var enn á ný vikið að llneykslismálum heildsalanna. Var meðal annars komist svo að orði um þá ráð'stöfun ríkis- stjórnarinnar að gera Arent Claessen, einn af eigendum hinna brotlegu fyr- irtækja, að erindreka þjóðarinnar í viðskiptamálum erlendis og afrek hans í förinni: „Það vakti ekki litla . athygli, að skömmu eftir að heildsalaifiálin svokölluðu urðu heyrinkunn, var einn af aðaleigendum eins af hin- um brotlegu fyrirtækjum, Arent Claessen, sendur til Svíþjóðar sem sendimaður ríkisstjórnarinnar. Sætti ríkisstjórnin eins og eðlilegt var nokkru ámæli fyrir þessa ráð- stöfun og þótti mörgum hún ekki boða gott um að ríkisstjórnin ætl- aði sér að framfylgja heildsala- málinu af mikillli röggsemi. Hafði þó einn ráðherranna, kommúnist- inn Áki Jakobsson, talað digur- barkalega um, að nú skyldu heild- salarnir „skornir niður vlð trog," eins og það var orðað af kommún- istískri smekkvísi. Arent Claesserí varð þannig fyrir því happi að verða einn af þeim fyrstu íslendingum, sem komust til , Svíþjóðar, eftir að ferðir héðan hófust á ný eftir margra ára lokun. Mun það varla vafamál, að Ar- ent Claessen hafi gert góða „reisu" austur yfir Pollinn. Skömmu eftir heimkomu hans var stofnað nýtt heildsölufyrirtæki, sem Haukur Claessen er talinn fyr- ir, og mun það hafa fengið einka- umboð fyrir hið þekkta firma Elektroux. Hafgi þó allþekkt raf- magnsfirma í bænum staðið í samningum við hið sænska félag, en sendimaður ríkisstjórnarinnar varð hlutskarpari. Ennfremur er talið, að sendimaðurinn hafi getað tryggt sér innflutning á allmiklu af ísskápum, sennilega öllu því magni, sem fyrst um sinn verður hægt að fá frá Svíþjóð." * * * í „Degi“ á Akureyri segir meðal ann- ars um ástandið í heimsmálunum og sambúð þjóðanna: „Heimur, sem áður var stór, er nú orðinn lítill vegna greiðra sam- gangna og hraðfara farartækja. Al- þjóðahyggja er hugmynd, sem áður var þýðingarlaust og innantómt orð, en er nú fyrr en varir orðin markvert og raunverulegt hugtak, sem enginn skyldi lengur skjóta skolleyrum við. En alþjóðarhyggj- an getur vissulega táknað aukna hættu fyrir hugsjón lýðræðisins og blásið einræðisskiþúlaginu byr und- ir báða vængi, ef þeim háska verð- ur ekki afstýrt í tæka 'tíð. Lýðræði í elnstökum löndum er í rauninni naumast hugsanlegt framar, heldur verður það að ná til allra landa og allra þjóða í þessum litla heimi, því að annars mun það stöðugt verða í háska statt og standa höllum fæti fyrir áhrifum, ásælni og yfirgangi einræðisrikjanna í .nágrenni i.ú- tímans, meðan þau þrífast á .jörð- unni. Það er engin tilviljun, að þeir menn, sem vinna í þágu einræðis- ríkjanna, .leynt og ljóst, tala ávallt með mikilli fyrirlitningu um lýð- ræðið og reyna jafnan að læða inn í huga almennings tortryggni, lít- ilsvirðingu og vanmati á kostum þess og úrræðum Vissulega er vá fyrir dyrum þar, sem svo er ástatt, aS áhrifamestu áróðurs- og út- breiðslutæki þjóðfélagsins standa opin fyrir boðskap þeirra manna, er svo tala og lúta enda boði þeirra og banr\i.“ * * * Og enn segir „Dagur": „En hinn litli heimur er jafn- framt orðin heimm- njfkilla mögu- leika'tii aukinnar hagsældar, frelsis og menningar til handa öllum lýðnum. Hlutverk og köllun hins al- menna og óskoraða lýðræðis er auðvitað fyrst og fremst það, að hagnýta þá möguleika út í yztu æsar, skapa öllum þjóðum og öll- um stéttum frið, frelsi pg hagsæld. Það er fullkomlgga athyglisvért og táknrænt. fyrir áróðursaðferðir hinna föðurlandslausu einræðis- sinna, svo að einstakt dæmi sé nefnt, að Ríkisútvarpið íslenzka og blöð einvaldans í Kreml töldu sér hentugt að stinga þeim kafla ræðu Winstons Churchills nú á dögun- um undir stól og geta hans að engu, þar sem forsætisráðherrann brezki og öflugasti talsmaður lýðræðisins í heiminum nú sem stendur, ræddi þetta atriði og ennfremur það, að þá væri til litils barizt, ef nýr ó- réttur, ný kúgun lítilla og hernað- arlegra vanmáttka þjóða, skyldi lögfest við friðarborðið eftir þenn- an ófrið. Allir skildu, hvert þessari ör var stefnt, og því var þagað í Reykjavík og Moskvu, að talsmönn- um einræðisins og nýrrar stórvelda- og landvinningastefnur í heiminum kom illa, að þjóðirnar legðu hlust- ir við þessum varnaðarorðum." * * * í „Alþýðublaðinu" á miðvikudaginn er vikiö að fjársöfnun þeirri, sem haf- in var tii þess að bæta úr brýnustu þörfum þeirra, sem komu slyppir heim með „Esju“. Þar segir: „Samskotin til Esjufarþeganna, sem bágstaddir eru, ganga vel. Mér er kunnugt unj það, að mikil og brýn þröf er fyrir hjálpina. Sumt af fólkinu, sem kom heim var ör- snautt. Kona, sem kom, stóð um borð í Esju með 2 börn sín og átti engan að í landi svo hún vissi til. Hún hafði dvalið érlendis yfir 20 ár. Kona, sem kom að skipshlið, spurði einhvern um borð, hvort ekki væri einhver, sem hún gæti hjálpað óg var henni bent á þessa ekk'ju. Hún tók hana og bc.m hennar heim til sín og þar hefir ekkjan dvalið. Slíka sögu má segja um fleiri, sem komu heim.“ Vonandi verður hert á söfnuninni, svo að þessir landar okkar, sem nú eru loks komnir heim eftir langa og stranga útivist, geti búið hér vel um sig> og lifað góðu lifi meðal okkar. / í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.