Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 5
54. blað
TÍMLW. föstMdagiim 20. jiilí 1945
5
Um þetta leyti fyrir 137 árum:
Víkingur heímsækir
Island
Danir hafa sjaldan hætt sér
út í styrjaldir á seinni öldum,
enda lítil þjóð. En í styrjöld
Napóleons við Breta í byrjun 19.
aldar, voru Danir þátttakendur
og veittu Napóleon lið.
í Napoleonsstyrjöldunum slitn-
aði um tíma að mestu sam-
band íslands og Danmerkur.
Englendingar gerðu sig þá all-
heimakomna á íslandi og tóku
ekki alltaf mikið tillit til hinna
dönsku valdsmanna.
Um sumarið 1808 gerði skozk-
ur maður með konunglegt vík-
ingabréf ævintýralega tilraun
til þess að gera Dönum skrá-
veifur hér á landi, og skal nú
í stuttu máli skýrt frá þeim at-
burði.
Bjartan sumardag, 23. júlí,
1908, sigldi stórt,vopnað skip inn
til Háfnarfjarðar og hafði það
í eftirdragi tvær fiskiskútur, sem
Bjarni riddari Sívertsen í Hafn-
arfirði átti. Hafði skipið hitt þær
við veiðar einhvers staðar á hafi
úti og tekið þær með sér nauð-
• ugar. Einnig hafði skip þetta
tekið 5 eða 6 menn af fimm-
mannafari, er statt var undir
Jökli. Meðal þeirra manna 'var
Kjartans, sonur Ólafs smiðs, sá
sem grunaður var um að hafa
skotið kerlingu. Mennirnir voru
allir vel haldnir og höfðu yfir-
menn á hinu dularfulla skipi
viljað fá þá til að leiðbeina sér
inn til Ólafsvíkur, en Kjartan
neitaði og þeir allir, og hétu
skipsmenn þeim þá hegningu,
en allt kom fyrir ekki. Gekk svo
um nokkra hríð, unz veður tók
mjög að spillast og var þá haldið
til Hafnarfjarðar.
Skip það, sem hér greinir, hét
Salomine, og hafði milli 20 og
30 fallbyssur. Létu þeir, sem það
væri konunglegt briggskip frá
Leirvík á Hjaltlandi. Yfirmaður
þess hét Gilpin. Hann kvaðst
vera víkingur og/óvinur Dana-
konungs og krafðist þess, að sér
væri sagt^ til peninga hans og
eigna. Hann hélt, að konungur
ætti alla verzlun hér á landi,
eins og hann vissi, að var í Fær-
eyjum og þess vegna lét hann
læsa verzlunarhúsunum í Hafn-
arfirði og tók með sér lyklana.
Honum var þó sagt hið sanna,
en hann trúði ekki, fyrr en hon-
um hafði verið sýnd verzlunar-
tilskipunin, þegar hann kom til
Reykjavíkur. Gilpin komst brátt
að því, hver var æðsti fulltrúi
danska konungsins hér og sneri
því brátt allri reiði sinni gegn
landfógetanum. Hann hafði í
hótunum við landfógeta og hélt
vopnum á lofti, svo hann þorði
ekki annað en láta af hendi kon-
ungsfjárhirzluna. Lét Gilpin
færa hana fram á sk\> sitt.- Voru
þar 37 þúsund ríkisdalir, að því
er sagt er. En þar sem meiri
hlutinn af fénu voru seðlar, er
Gilpin kvað sér gagnslausa,
heimtaði hann það af kaup-
mönnum, að þeir fengju sér
peninga fyrir þá. Kaupmenn
vildu þau skipti ógjarna, en
Gilpin hótaði þeim öllu illu og
sagðist mundu taka af þeim
vörur þeirraþef þeir létu ekki að
vilja sínum.
Síðan fóru -fyrirmenn skipsins
til Viðeyjar og fundu Ólaf Stef-
ánsson, fyrrverandi stiftamt-
mann, er þá var orðinn ge-
heimeetazráð. Hann tók þeim
vel og sýndu þeir sig vingjarn-
lega í móti. Lét hann þá sjá
silfur sitt, er þeý- báðu, og gaf
þeim tvo sauði og átta lömb, en
þeir. launuðu með 10 eða 12
pundum af kaffibaunum.
Meðan gestirnir stóðu við í
Viðey hurfu Ólafi tveir silfur-
bikarar og úr, er var kjörgrip-
ur hinn mesti. Ætluðu menn, að
þetta hefði orðið án vitundar
Gilpins, því að eigi var hann
gripdeildarmaður kallaður hér á
landi, þótt hann tæki í sínar
hendur fé það, er danski kóng-
urinn átti hér. En hins vegar
þótti landsmönnum lið hans
heldur ósvífið og þjófgefið.
Áður en hér var komið sögu
höfðu nokkrir menn Gilpins
tekið silfur og smíðisgripi á
Bessastöðum og* Brekku.
Þegar Gilpin var kominn úr
Viðey og var lagstur til hvílu á
skipi sínu, stálu tveir manna
hans litlum, íslenzkum báti, og
fóru um nóttina til Viðeyjar.
Gerðust þeir þar miklir fyrir sér
og gengu rakleitt inn í bæ að
opnum dyrum með skammbyss-
ur og höggkorða, allt að rekkju
þeirri, þar sem Ólafur gamli
hvíldi í skyrtu sinni einni sam-
an. Aðkomumenn voru háværir
og miklir fyrir\ér og höfðu uppi
ógnanir, svo að Ólafur varð upp
að standa og sýna þeim silfur
sitt og peninga. Rændu þeir þar
af honum sem svara’ muneii til
200 ríkisdala. Ráðsmaður Ólafs,
Auðunn að nafni, sá þessar að-
farir við húsbónda sinn, en þorði
ekki að aðhafast, fyrr en seggir
þessir voru farnir. Þá bjóst hann
til Reykjavíkur og fékk þar Mit-
shell, kaupmann nokkurn skozk-
an, til að fara með sér fram á
skipið. Vöktu þeir þar upp stýri-
mann og svo skipstjórann sjálf-
an, Gilpin, til þess að vita, hvað
um væri að vera hjá piltum
þeirra. Gilpin féll tiltæki manna
sinna illa, og er hann hafði feng-
ið fulla sönnun fyrir því, fór
hann strax um morguninn í land
til Reykjavíkur með lækni sín-
um og ætlaði þaðan yfir í Viðey,
til þess að friða Ólaf og lækna,
ef með þyrfti, því að hann bjóst
við, að svo gamall maður, er Ól-
afur var þá orðinn, hefði tekið
aðför þessa mjög nærri sér. En
í sama mund og Gilpin kom í
land í Reykjavík, var Ólafur
sjálfur kominn þar og var hinn
sprækasti. Gilpin skila^fi honum
þá fé því, er ofbeldismennirnir
höfðu af honum tekið, og hét að
refsa hinum seku stranglega, en
Ólafur bað þeim friðar,
Gilpin var enn hinn versti í
garð kaupmanna og ógnaði þeim
sífellt og hótaði öllu illu. Hann
fékk loks hjá þeim 2000 ríkis-
dali fyrir seðlana, en gaf þeim
síðan fimm daga frest til inn-
lausnar afganginum og kvaðst
eigi lengur dvelja þar að sinni,
en koma mundi hann aftur að
tveimur dögum liðnum.
Að því loknu lagð^hann á haf
út á skipi sínu. Var það ætlun
manna, að hann hefði óttazt
siglin^íu og áhlaup franskra
manna hér við land og viljað
njósna um ferðir þeirra og sjá
hvort þeir væru nálægir. Hann
kom við í Vestmannaeyjum og
var fólk þar þá flúið til fjalls.
Þar tóku þeir sem sauðkindur og
guldu mönnum, er þeir fundu,
fullt verð fyrir þær, en gerðu
annars engar óspekktir.
Meðan Gilpin var á hafi úti að
njósna um ferðir franskra skipa,
sendu kaupmenn í Reykjavík í
allar áttir til viðskiptavina
sinna og hétu á þá sér til hjálp-
ar, því að þeir óttuðust aftur-
komu Gilpins, þar eð hann
hafði, eins og fyrr segir, hótað
þeim öllu hinu versta. Söfnuðust
þannig 6700 daiir, er kaupmenn
fengu Gilpin, þá er hann kom
aftur.
Þar sem hann taldi þá ekki
svara kostnaði að bíða lengur
og standa í erjum við kaup-
menn, fór hann að búast til
brottferðar af íslandi. En áður
en hann fór alfarinn, fór hann
til Viðeyjar og heimsótti Ólaf.
Hann færði honum aftur úrið, er
menn hans höfðu rænt af hon-
um. Síðan bætti hann fleirum
íslendingum tjón það, er þeir
höfðu biðið af viðskiptum við
menn hans og lét lausar aftur
fiskiskútur Bjarna kaupmanns í
Hafnarfirði., Að afliðnu nóni
þann 8. ágúst lögðu þeir loks í
haf og sáust eigi hér við land
síðan.
Er til Englands kom varð
Gilpin fyrir allharðri gagnrýni
fyrir gerðir sínar hér, og þótti
Englendingum það ómannlegt
að ræna varnarlaust land. Þótti
þeim sér minnkun að óskunda
þeim, er Ólafi Stefánssyni hafði
verið gerður, hátt á áttræðis-
aldri. En harðastri gagnrýni
sætti hann þó fyrir að hafa rænt
kirkjunnar fé í Færeyjum. Hann
mátti ræna kóngsins fé, bæði í
Færeyjum og hér, en ekki kirkj-
unnar, á því tóku Englendingar
mjög hart. Endirinn varð sá, að
Gilpin var sviptur víkingabréfi
því, er hann hafði frá Englakon-
ungi og var þar með lokið vík-
ingaævintýrum hans.
Lýkur svo frásögn þessari af
komu víkingsins Gilpins til ís-
lands sumarið 1808.
Vilhelm Moberg:
Eiginkona
FRAMHALD
við og halda hlifiskildi yfir henni .... hafa hana á brott með
sér ....
Nei, nú hefir hann gleymt því, að hann á Margréti ekki lengur.
Hér eftir á Páll hana einn. Og það er að frjálsum vilja hennar.
Og það er ekki hans verk að halda hlífiskildi yfir þvi, sem hann
á ekki. Hann getur ekki heldur gert það gegn vilja hennar. Hún
verður hjá Páli og gefur sig undir hann og hans hefnd. Við
því getur hann ekkert gert.
Þannig er það. Og samt sem áður ætlar Hákon að snúa við,
snúa til baka, snúa aftur og verja Margréti fyrir manni hennar.
Og það vaknar í brjósti hans logandi hatur til þess manns, sem
nú nýtur hennar einn, en lætur hefnd sína ef til vill bitna á
henni. Já, hvað gerir hann við hana? Ef hann blakar hendi við
henni — ef hann slær hana, þá er það hann, sem hann beitir
ofbeldi. Hún er í honum, og hann kennir til, þótt hann gruni að-
eins hættuna: Skyldi hann gera henni eitthvert mein?
En hún vildi, að hann færi og skildi hana eina eftir hjá mann-
inum. Og hann getur ekki snúið við og beitt valdi við þau bæði,
mann og konu. Hann hefir sem sagt ekki fleira við þáu að tala.
Hann getur ekki tekið hana með sér. Hann vildi ekki kúga konu
til þess að þýðast sig.
Svo heldur Hákon áfram heim til sín. Útidyralykillinn er ekki
undir lausu fjölinni við þröskuldinn, eins og vant er, þegar hann
er úti á næturþeli. Hann stendur í skránni. Hvernig getur staðið
á þvi? Og eldhúsdyrnar eru galopnar, og þegar hann hefir kveikt,
sér hann, að rúm vinnukonunnar er autt. Og kistan hennar er
opin og lokið hallast upp að þilinu. Kistan er tóm.
Elin hefir farið meðan hann var burtu. Hann sagði henni, að
hún gæti farið, hvaða dag sem henni hentaði, því að hann þyrfti
hennar ekÉi lengur. En hún hefir fanð í mesta flýti og skilið
kistuna sína eftir. Og hvers vegna fór hún, án þess að minnast
á það áður?
Elín — það var satt, sem hún sagði — já, auðvitað! Hann
minntist orða Páls. Hann hefir ekki hugsað um það fyrr: Hver
kom upp um þau? Það var Elín. Hún hefir gengið hér jim hler-
andi og njósnandi og s^iuðrandi og snapandi, og hún hefir aldrei
getað að sér gert að vera með nefið niðri í öllu, sem honum kom
við. Og svo gat hún ekki heldur þagað yfir því, sem hún komst
á snoðir um. Ætlaði hún að hefna sín á honum fyrir það, að hún
fékk ekki að vera kyrr? Eða hvað varðaði hana um þetta? Hún
fór til Páls, og svo þorði hún ekki að láta hann sjá sig. Hún hefir
verið undarleg upp á síðkastið, hann botnaði ekkert í henni.
Hákon er henni alls ekki reiður. Henni var sagt upp vistinni,
kaup sitt hafði hún fengið reiðulega, allt var eins og það átti
að vera. Já, það er líka bezt, að fór sem fór, því að nú getur
hann gengið frá tónfum kofunum, þegar hann yfirgefur þetta
þorp. í þessu húsi á nú enginn heima.
Hús Hákonar hefir orðið snauðara með hverjum degi, nú er
hann einn eftir, og hann finnur einkennilegan eyðiþef leggja á
móti sér. Þess^ lykt mun einnig leggja á móti sýslumanninum,
þegar hann, kemur innan skamms til þess að gera fjárnám. En
sjálf húsin eru þó þarna og jörðin, og jörð og hús munu bráð-
lega kalla til sín nýjan bónda, sem situr býlið betur en hann.
Hákon lét býli sitt aldrei verða húsbónda sinn, hann þolir
nefnilega engan húsbónda eða drottnara yfir sér. Hann hefir ver-
ið frjáls maður í skiptum sínum við jörðina, og þess vegna var
hann enginn bóndi — hann var ekki einn af þeim, sem beygja
s:g í duftið fyrir jörðina, i stað þess að drottna yfir henni.
Og hani} finnur ekki til saknaðar né trega, þegar hann á nú
að hverfa úr þeirri sókn, þar sem hann hefir goldið tíund sína.
Hann hefir aðeins barizt fyrir eign sinni gegn tíundum og vöxt-
um og öllum þeim lögum, sem mennirnir hafa sett — það hefir
enga gleði veitt honum. Hann vill ekki vera lengur þræll, hann
forð^r sér til skógar, til þess að geta verið frjáls maður. Er hann
ekki kominn af frjálsum mönnum? Er hann ekki niðji Ingjalds
sterka? Rennur ekki blóð hinna frjálsu bændahöfðingja í æðum
hans?
Ingjaldur sterki sökk niður í botnlaust dý og dó þar, en hann
hefði getað bjargazt, ef hann hefði viljað hrópa á fólkið í byggð-
inni sér til hjálpar. En hann hrópaði ekki, hann var of stór-
látur. Hann vildi sjálfsagt ekki þiggja af neinum manni það líf,
sem hann hafði ávallt notað eins og ósveigjanlegur vilji hans
bauð. Ingjaldur sterki hélt til skógar á annarri öld, þegar völd
jarðeigendanna í borgunum bitnaði ekki jafn þunglega á ein-
stæðingnum og nú á dögum. Það er ekki lengur leikur að lifa í
óbyggðinni, án þess að troða á réttindum einhvers. Heiðarlegur
maður getur ekki gengið i flokk með bölvuðu þjófahyskinu.
Dirfska hans mun baka honum mikla erfiðleika og þungbærar
þjáningar. En í skóginum er þó enn hægt að draga andann og
láta sólina verma sig, og þar eru tré, sem eru fallin og enginn
hirðir um og geta logað og yljað, og þiðrar og orrar, sem vega
margar merkur, eiga enn heima i grenitrjánum. Og eitthvað verð-
ur þó að leggja í sölurnar fyrir æðsta og dýrðlegasta rétt manns-
ins: að ráða sér og lífi sínu sjálfur.
Maður yfirgefur hið einskorðaða' og háða líf í þorpinu og ger-
ist skógarmaður. Því að hann þolir ekki þau bönd, sem marg-
mennið leggur á hann, því að hann þekkist ekki arfbundna lífs-
hætti þess, því að hann vill ekki hlíta því dómsorði, sem háð ej.
atkvæði fjöldans.
Slíkir menn hafa líka verið uppi áður, einstaka menn af þess-
ari gerð fæð^gt á öllum tímum.
*
Og Hákon tínir saman allt laust, sem enn er í húsinu, áður en
hann yfirgefur það fyrir fullt og allt. Hann er svangur, hann
finnur brauðskorpu og naslar hana. Og öðru hverju reikar hann
að glugganum og gægist út — í áttina að öðru húsi. Þar er enn
ljós. Hvað er þar að gerast? Hvað gerir hann við hana?
Er hann ekki auli, rati? Páll sigraði hann og hélt konu sinni.
Margrét er hér eftir kona annars manns — en ekki hans. Hvað
korpa eignir annarra honum við?
Það er fullkomnað. Far vel — þennan endi hlaut þá gleði hans.
Þessa vissu fær hann í veganesti, þungbærustu vissuna: Hann
hefjr misst hana. Hvernig »á hann að verða svo frjáls, að yfir
hana fyrnist? Nú er allt autt umhverfis hann, hann skynjar þessa
auðn í sál sinni, allt lífið er ein eyðimörk. Á morgun á hann að,
vera án hennar — og daginn þar á eftir líka — og þriðja daginn
Fangá konungsms
(Saga frá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs).
* Sigríður Ingimarsdóttir þýddi.
en ísabella og drengirnir stóðu í hvirfingu í kring, tal-
andi og hlæjandi.
„En hvað hann er fallegur,“ sagði stúlkan og strauk
bakið á fuglinum ástúðlega. „Segðu eitthvað, gauksi!
Svona þorparinn þinn, haltu nú áfram að tala!“
„Gauksi drekka,“ gargaði fuglinn hásum rómi. Börnin
ráku upp skellihlátur.
ísabella sótti skál með vatni og þegar páfagaukurinn
hafði lapið það, hrópaði hann:
„Perronne! (frb. Perrónn), Perro.nne drekka! Per-
ronne!“
„Nei, nú færðu ekki meira að drekka, fyllirafturinn
þinn,“ svaraði Leó, eldri drengurinn.
„Perronne!“ kvakaði fuglinn á ný.
„Hvað á hann við með þessu „Perronne“?“ spurði ísa-
bella-
„Nú, það hlýtur að vera borgin Perronne, þar sem Karl
hertogi tók kommginn okkar til fanga,“ svaraði Georg.
„Konungurinn hefir annars bannað fólki að nefna það
nafn. Einhver hlýtur að hafa kennt gauksa það, en hann
ætti nú helzt að þegja yfir því eða hann verður settur
i svartholið!“
Hin hlógu að þeirri hugmynd, að gauksi mundi lenda
í svartholinu hjá kónginum, og ísabella spurði: „Hvar
fannstu hann?“
„Hann sat niðri við ána, en hann var svo skelkaður,
að hann þorði ekki niður að ánni, þó að hann væri sí
og æ að hrópa á vatn að drekka. Þá sótti ég vatn í húf-
una mína, gaf greyinu að drekka og tók hann svo með
mér. Það lítur út fyrir, að hann sé nú kominn í bezta
skap!“
„En hvað eigum við að gera af honum?“ spurði Adólf
litli. Má ég eiga hann?“
„Nei, hann er ekki okkar eign,“ svaraði Georg. „En
það er auðséð, að hann er góðu vanur. Við hljótum að
linna vini hans áður en langt líður. En ég veit ekki,
hvar við eigum að hafa hann á meðan.“'
„Það er gamalt búr uppi á lofti,“ svaraði ísabella.
„Hlauptu upp og sæktu það, Adolf. Mamma hafði fjóra
litla kanarífugla í því, svo að það hlýtur að vera nógu
stórt fyrir „herra Perronne“-“
Adolf þaut upp á loft, en hin hlógu að því uppátæki
ísabellu, að kalla fuglinn Perronne.
Við getum skírt hann Perronne til bráðabirgða," sagði
Adolf. „Við vitum hvort sem er ekki hvað hann heitir.“
„Perronne, Perronne," kvakaði fuglinn enn á ný.
Nú kom Adolf ofan af loftinu með gamla búrið, sem
reyndist v|ra nógu rúpgott. Perronne geðjaðist það
augsýnilega vel og hann hreiðraði sig makindalega inni
í því.
„í rúríiið, snáðar!“ sagði ísabella. „Það er komið langt
fram yfir ykkar háttutíma.“
„Má Perronne vera uppi hjá okkur?“ spurði Adolf litli.
„Nei, það er ófært,“ svaraði systir hans. „Við látum
hann fram í búð, annars vekur hann okkur fyrir allar
aldir.“
Drengirnir sofnuðu von bráðar. ísabella bjóst við föð-
ur sínum á hvérri stundu og flýtti sér því að matbúa
handa honum.
Morguninn eftir reis hún árla úr rekkju, tók til í búð-
mni og stofunum og var húin að bera á borð áður en
þeir Georg og faðir hennar komu ofan.
Veðrið var fagurt, sólskin og heiðríkja. Þegar ísabella
var búinn að gefa nýja „meðlim fjölskyldunnar", Per-
ronne- brauðbita og ferskt vatn, hengdi hún búríð á
krók, er stóð út úr húsveggnum utanverðum.
„Þarna Perronne litli,“ sagði hún glaðlega. „Nú get-
i.rðu skemmt þér við að horfa á umferðina, þangað til
ég sæki þig og fer með þig inn til krakkanna!“
Skömmu síðar voru allir setztir að morgunverði, en
fyrst urðu drengirnir að heilsa upp á litfagra páfagau>-
inn, sem gladdist mjög við komu þeirra og æptu há-
stöfum:
„Góðan daginn — Perronne! Góðan daginn!“
Meistari Húbertus þafði ekki séð fuglinn kvöldið áður,
og hlustaði með athygli á frásögn Georgs.
„Við verðum að reyna að hafa upp á eigandanum,“
sagði gullsmiðurinn. „En við verðum að hýsa greyið,
meðan á því stendur. Hvað kallið þið hann annars?“
ísabella hló.