Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 7
54. blað TtMmny, föstndagiim 20. jjúlí 1945 7 Ferð til Seyðís- fjarðar 1896 ('Framhald af 4. síSu) ur færðin þung, enda vorum við orðnir hálfgert óvanir göngu frá „hótelinu" hans Kristjáns á Seyðisfirði og stirðir eftir koppaköst „Hjálmars“ daginn áður. Síðari hluta dagsins kom- umst við svo heim. Mér fannst við endilega verða að ná heim fyrir kvöldið, því að nóttina eftir átti að verða yngis- mannaball, og taldi mig þd í þeim' hóp og lét mig aldrei vanta á samkomur í minni sveit, hvorki í þann tíð eða siðar, með- an heilsan leyfði slíkt. Ég var á ballinu og hefi aldrei þurft að hafa samvizkutait af því, að ég dansaði minna um nóttina og morguninn en þeir, sem heima voru. Hér fer svo á eftir sagan, er ég lofaöi að segja eftir Jóni fóta- lausa og gef honum orðið eins og ég minnist frásagnar hans: „Það var fyrri part sumars, að ég var á skektu með unglings- pilti með handfæri við Húsavík- urklett. Blæjalogn var. Sáum við þá, hvar enskur línuveiðari kom að utan og tayrjaði að leggja línu sína stutt fyrir utan okkur og lagði út og suður. Nokkru síðar fór þoka að fær- ast inn að landi Sagði ég þá piltinum að andæfa skektunni að bóli Breta. Þegar þar var komið, var þokan orðin biksvört. Tók ég þá bólið og dró upp, leysti þar sundur, renndi stjóranum aftur niður, en byrjaði að draga grunnslóðina og dró þangað til mér þótti hæfileg hleðsla á skektunni af strengjum og afla. Þá skar ég í sundur, sleppti enda og hélt í land. Fáum dögum síðar, er við vor- um með færi á sama stað sáum við skip koma og stefna til okk- ar, þekktum við, að þetta var sama skipið, sem við höfðum náð línunni frá. Drengurinn vildi þá strax halda í land, en ég sá, að þeir mundu ná okkur og sagði því: Við hreyfum okkur ekkert, þrætum fyrir allt, látum aldrei sjá hræðslu á okkur, hverju svo sem þeir ógna okkur með. Skipið renndi að skektunni og kræktu skipsmenn í hana tveim króksjökum. Ég spurði, hvað þetta ætti að þýða. Skipstjóri svaraði og var hast- ur og illorður. Sagði að við hefð- um stolið líriu frá sér þann dag, er hann tiltók. Ég sagði það ósatt. Skipaði hann þá að taka skektuna á þilfar með okkur í. Sneri sér svo að okkur og sagð- ist láta drepa okkur, ef við með- gengum ekki línustuldinn. Ég svaraði þVí, að auðvitað hefði hann ráð á að drepa okk- ur, en það væri á hans ábyrgð, ef hann léti drepa saklausa menn. Skipinu var svo stímað til hafs í fulla tvo klukkutíma. Þá var hægð ferð og haldið í norðaust- ur. En skipsmenn fóru að borða. Spurði skipstjóri, hvort við vild- um fá mat. Ég tók því með þökk- um og sagði við piltinn, að nú skyldum við borða eins og við gætum. Hann skildi ekkert orð í ensku. Meðan við vorum að borða, var skipstjóri þar og hvessti aug- un á okkur. Síðast sagði hann: Það er mikið, hvað þið eruð lyst- argóðir og vita þó, að það á að fara að drepa ykkur. Ég svaraði því svo, að það væri ekki verra að deyja saddur en svangur. Líka sýndist mér hann ekki neitt líklegur til þess að myrða saklausa menn. Ég sá ekki betur eh hann kímdi, er hann gekk út. Þegar við komum upp, voru skipsmenn að leggja línur sínar út af Vopna- firði. Við fengum koju að sofa í. Morguninn eftir, þegar ég kom upp, voru þeir farnir að draga línur sínar og vár nokkur afli kominn á þilfar. Voru sumir að gera að aflanum Ég tók hníf, er ég sá þar og fór að hjálpa þeim tiL Sá ég, að þeim þótti það gott. Alltaf þegar skipstjóri gekk fram hjá mér hótaði hann mér einhverju illu, ef ég vildi ekki meðganga línustuldinn. En ég svaraði honum aftur fullum hálsi á móti og sagðist saklaus. Á þriðja degi sá ég að skipinu var haldið að’landi út af Húsa- vík. Þegar við vorum komnir á » þann stað, er þeir tóku okkur á, stöðvuðu þeir skipið. Skipstjóri skipaði þá að láta skektuna nið- ur og lét fleygja í hana vel eins mörgum fiskum og voru í henni, er hann tók okkur. Segir svo: Farið þið nú í bátinri og heim. þú nýtur þess, hvað þú varst óhræddur, en taktu ekki línu frá mér aftur. Þá fer ver fyrir þér, Ég þakkaði fyrir mat okkar. Síðan kvöddum við og héldum heim. Mér fannst, eftir þvi sem ég var vanur, það vera líkara því, að við værum í veizlu meðan við dvöldum á skipsfjöl heldur en við værum í fangelsi." Erl. yfirlit. (Framhald af 2. síðu) á Ítalíu, sem getið hefir sér betra orð í baráttunni gegn Mussolini, en Parri. Hann hefir setið árum saman í fangelsum Fasista, sumir segja sex ár, aðrir segja níu. Hann hefir gefið út leyniblöð, skipu- lagt andfasista-áróður og bar- izt við þá á vígvöllunum. Hann er ekki einungis stofn- andi athafnaflokksins á Norð- ur-ítaliu, heldur var hann einn- ig einn virkasti þátttakandinn og stjórnandi í mótspyrnuhreyf- ingunni á Norður-Ítalíu á sínum tíma. Parri er því einn af á- kveðnustu andstæðingum ein- ræðissinna á Ítalíu og jafnvel þótt víðar væri leitað. skrifstofubygginguna „Arnarhváll“, vitji uppdrátta og Hér er 'eitt af stœrstu og frœgustu orrustuskipum Þjóöverja, Prinz Eugen. Þaö er 10 þús. smál. aö stœrð. Prinz Eugen var i Kaupmannahöfn, þegar þýzki flotinn gafst upp fyrir Bretum og Bandaríkjamönnum og er myndin tekin þar. útboðslýsingar á teiknistofu húsameistara ríkisins. Reykjavik, 16. júlí 1945. Myndairéttir Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Helgn A. IngimarsdótÉur. Björgvin Sigurjónsson, synir, foreldrar og systkini. Þvottalaugarnar Þvottahúsið verður eftirleiðis opið til almennings- nota alla virka daga frá klukkan 7 f. h. til kl. 10 e. h. Á sunnudögum verður opið kl. 8 f. h. til kl. 10 e. h. 16. júlí 1945. Hæjarverkfræðingur. Utboð Þeir, sem gera vilja tilboð í að reisa viðbyggingu við Á vlðavangi. Framhald af 2. síðu) Þjóðviljinn gaf þá skýringu, að Jónas Guðmundsson banka- ráðsmaður væri stjórnarsinni að 7i<>. og því væri ekki við góðu að búast af Landsbankanum. Nú héfir Pétur Magnússon beðið opinberlega afsökunar á þessu frumhlaupi kommúnista ó*g telur ummæli þeirra ekki hafa við neitt að styðjast. Hér sé sök sín eða stjórnarinnar, ef um sök sé að ræða. Og áður en þessi festing á gjaldeyri fari fram, þurfi að standa skil á skuldbindingum í Danmörku og Svíþjóð. Hann lofar þó að binda eitthvað af frjálsum gjaldeyri áður en hann verður þrotinn. Hefir þetta högg kom- múnista, sem svo hátt var reitt, lent á þeim sjálfum og nán- ustu stuðningsmönnum þeirra. Breyting á ríkís- skattanefnd Fjármálaráðherra hefir veitt Jónatan Hallvarðssyni, hæsta- réttardómara, lausn frá starfi sínu í ríkisskattanefnd frá 1. júli að telja, en hann hefir verið formaður nefndarinnar um nær 10 ára skeið. í hans stað tekur sæti í nefndinni Baldvin Jóns- son, héraðsdómslögmaður. Jafn- framt var Gunnar Viðar, hag- fræðingur, skipaður frfrmaður nefndarinnar. Þriðji nefndar- maðurinn er Páll Zophoníasson alþingismaður. Tveir hinir síð- asttöldu hafa átt sæti í nefnd- inni frá stofnun hennar árið 1932. Mynd þesísi er af aðalfangaverðinum í hinum illrœmdu Dachau fanga- búðum í þýzkalandi. Hann situr nú í fangabúðum Bandamanna i Þýzka- landi og er hér gœtt af brezkum hermönnum. Nýr hagfræðingur Fólk það er Þjöðverjar fluttu til nauðungarvinnu í Þýzkalandi fær nú að lwerfa heim aftur. Hér sjást tvœr pólskar fjölskyldur vera að taka á móti vegabréfum sinum frá hernaðaryfirvöldum Bandamanna i Hamborg. Húsamefstari ríkisins. ¥ f ir kenuar a- staðan við Laugarnesskólann er laus til umsóknar. — Um- sóknarfrestur er til 15. ágúst n. k. og sendist umsóknir til skrifstofu minnar fyrir þann tíma. Borgarstjórimi I Reykjavík, 14. júll 1945. Bjarni Benediktsson. Dáðir vovu drýgðar Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna, segir frá margvíslegum mannraunum, ævintýrum, svaðilförum og hetjudáðum. Sögurnar gerast á hinum ólíkustu stöðum og umhverfi, allt frá hjarnbreiðunum á nyrztu slóðum jarðarinnar til fjallavatnanna i Sviss, háfjatlanna í Tí- bet og sólheitra stranda Arabíu. Allir, sem unna stórfenglegum hetjusögum og ævin- týrum, lesa „Dáðir voru drýgðar“. Kaupið bókina hjá næsta bóksala, eða pantið hana beint frá útgefanda. • Bókaúígáfan Fram LindargöÉu 9 A — Reykjavlk — Sími 2353 Birgir Möller, Hverfisgötu 29 í Reykjavík, hefir nýlega lokið A. B. prófi í hagfræði við Brown háskólann í Bandaríkjunum. — Birgir þykir ágætur námsmaður og minntist skólastjórinn hans sérstaklega. Hlaut hann verð- laun, sem veitt eru fyrir beztu ritgerðina í hagfræði. Sundmót Ungmennasamband Vestfjarða heldur sundmót á Flateyri sunnudaginn 5. ágúst næstkom- andi. Þar verða þreytt 9 sund mis- munandi löng, af piltum og stúlkum, í tveimur aldursflokk- um. % I . Myndin sýnir eina af nýjnstu orrustuflugvélum Breta. ÁskrifÉargjald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurlnn. ORHSENDING TIL KALPEADA TÍMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. Orðsendiu^ til innheímtamanna Tímans Skilagreinir fyrir síðasÉa ár eru enuþá ókomiiar frá iiokkruin iimkeimÉumöim- um Tímans. Eru þeir vinsamlega beðnir að senda þær hið allra fyrsÉa. IJVJVHEIMT4 TÍMAAS. Raítækavinnustoían Selíossí framkvæmir allskonar rafvirkjasÉörf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.