Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 3
54. blað TÍMIM, föstndagliui 20. |úlí 1945 BERNHARÐ STEFÁNSSONs „Áttavilla“ Jóns Pálmasonar ii. Viðsklpti flokkanna og stjórnar- myndunin. Mér var ekki kunnugt um það fyrr en nú nýskeð, að framhald af svari Jóns Pálmasonar til min, sem hann hóf í Morgun- blaðinu 13. júní sl., hefði birzt í ísafold 20. s. m. Þess vegna hefir dregizt fyrir mér að ljúka við framhald gagnsvars míns. Get ég vel skilið, að Morgun- blaðið kærir sig ekki um þessar ritsmíðar Jóns, því að ekki munu þær bæta málstað „Sjálfstæð- isflokksins“, en auðvitað er, að „ritstjóri" ísafoldar hefir að- gang að því blaði með ritsmíðar sínar. í upphafi „áttavillugreinar“ sinnar í Morgunbl., er Jón að bollaleggja um mig persónulega í sambandi við blöð Framsókn- arflokksins. Géngur hann út frá því sem gefnu, án þess að færa nokkur rök fyrir, að blöð þessi fari með eintómar lygar og fleip- ur. Mér hrósar hann aftur að ýmsu leyti og þykist svo vera al- veg hissa á því, að mér, jafn heiðarlegum manni, skuli í nokkru geta borið saman við flokksblöð mín. En þetta er ofur einfalt: í þessum efnum hafa nefnd blöð sagt það eitt sem satt er. Þess vegna er það næsta skiljanlegt að mér beri saman við þau. í svari Jóns Pálmasonar kem- ur loks skýringin á því, hvers vegna núverandi stjórn á að vera friðheilög og gagnrýni á hana óheimil, jafnvel stappa nærri landráðum, þó stjórnar- andstaða hafi jafnan þótt nauð- synleg og sjálfsögð og þyki það enn meðal frjálsra þjóða, nema þá þegar þær berjast fyrir lífi sínu í styrjöld. Skýring Jóns er þessi: Núver- andi stjórn var „ekki mynduð gegn nokkurri stefnu. Ekki held- ur gegn nokkurri stétt þjóðfé- lagsins“. Þetta er næsta nýstár- leg kenning og frumleg að nokkru leyti. Ég held nú að það hafi aldrei verið siður hér á landi áður, nema ef vera skyldi 1942, að mynda stjórn „gegn“ einhverjum hluta þjóðfélagsins og að allar fyrrv. stjórnir hafi talið sig bera hag þjóðarheild- arinnar fyrir brjósti, þó sjónar- mið þeirra hafi verið misjöfn á því, hvernig þjóðarhagurinn yrði bezt tryggður. Sé stjórnarand- staða óheimil nú af þessum á- stæðum, held ég því að hún hafi alltaf verið það. En sitt sýnist hverjum og þó stjórn telji sig vera að vinna að þjóðarhag, virðist öðrum gjörðir hennar leiða til hins gagnstæða, m. ö. o.: þeir hafa aðra skoðun á því, hvað sé þjóðarhagur og af því hélt ég að stjórnarandstaðan hefði komið hingað til. f sam- bandi við þetta mótmælti ég því algerlega sem Jón gefur í skyn, að stjórn „Sjálfstæðis“- og Framsóknarmanna, ef til hefði komið, hefði verið mynduð „gegn“ verkalýðnum, að minnsta kosti frá hendi Framsóknar- flokksins, því að þó hann vilji stöðva dýrtíðina, þá lítur hann svo á, að það sé hagur allrar þjóðarinnar, verkamanna ekki síður en annarra. Ég sé ekki að núverandi stjórn geti haft meiri helgi á sér en aðrar stjórnir af þéssum ástæð- um né að þetta geti á nokkurn hátt réttlætt landráðabrigzlin í garð stjórnarandstæðinga. Þvert á móti: Hafi nokkur stjórn nokkurn tíma verið mynduð „gegn“ nokkurri stétt þjóðfélagsins, þá væri það helzt núverandi stjörn, sem mynduð væri gegn bændastétt landsins og öðrum smærri framleiðend-. um. Andstaða gegn henni er því, samkvæmt þessari kenningu Jóns, réttmætari en gegn nokk- urri stjórn, að undantekinni stjórn „Sjálfstæðisfl.“ 1942. • Bandalag „Sjálfstæðismanna" og sósíalistaflokkanna byrjaði 1942 með því, að rýra áhrif sveit- anna og landsbyggðarinnar ut- an Reykjavíkur yfirleitt, á lög- gjöf og stjórn landsins og síðan heíir verið haldið áfram í sama dúr. Allur landslýður heyrði hót- anir eins af ráðherrum núver- andi stjórnar, Áka Jakobssonar, til bænda í útvarpsumræðum í vetur. Öll þau mál, sem bændur bera sérstaklega fyrir brjósti, voru ýmist svæfð eða vísað frá af stjórnarliðinu á síðasta þingi. Kauphækkunarstefna stjórnar- innar, sem á ýmsan hátt stór- eykur útgjöld bænda, á sama tíma sem þeir sjálfir hafa stöðv- að allar verðhækkanir til sín. Allt þetta er beinlínis gert gegn hagsmunum bænda. Þeir finna það líka vel sjálfir. Það sýna samþykktir þeirra víðs vegar um land nú í vor. Jón Pálmason játar það í svari sínu, sem sumir flokksbræður hans hafa neitað, að „Sjálfstæð- isflokkurinn“ hefði getað mynd- að stjórn með Framsóknar- flokknum. Hann segist bara vita rpeira, og það sé, að við höfum verið fúsir til sliks samstarfs með því skilyrði, að við „réðum einir kostunum". Þetta er auð- vitað hrein fjarstæða. Slíkt datt engum Framsóknarmanni í hug. Við settum að vísu fáein skil- yrði, en þau viku sízt lengra frá stefnu Sjálfstæðisfl., heldur en þau skilyrði, sem hann gekk að frá Sósíalistaflokknum. Að sjálf- sögðu gerðum við svo ráð fyrir, að taka yrði ýmsar óskir „Sjálf- stæðismanna“ til greina á móti. En skiíyrði Framsóknarflokks- ins fyrir þátttöku í stjórn voru einkum þessi: að reynt yrði að stöðva dýrtíðina, að fjárlög yrðu afgreidd tekjuhallalaus, að jarð- ræktarlagafrv. það, sem fyrir þinginu lá og stéttarsamtök bænda hafa einum rómi mælt með, yrði samþykkt, að sett yrðu lög um áburðarverksmiðju og tillögum meiri hluta raforku- málanefndar, sem Jón Pálmason stendur sjálfur að með Fram- sóknarmönnum, yrði hrundið í framkvæmd. Ég held þessi skilyrði hefðu verið alveg eins aðgengileg fyrir „Sjálfstæðisflokkinn", ef hann hefði haft þjóðarhagsmuni í h'uga, eins og þau, sem hann gekk aö hjá hinum. Jón er í öðru veifinu ennþá með það, að það hafi einnig ver- ið skilyrði að dr. Björn Þórðar- son yrði forsætisráðherra. Hins vegar segir hann þó, að Her- mann Jónasson háfi átt að verða það og ber Jónas Jónsson fyrir því. Þetta stangast auðvitað al- veg.. Ekki gat Framsóknarflokk- uriim ætlað að gera þá báða að forsætisráðherrum. Ég hefi sagt það áður og segi það enn, að flokkurinn setti ekk- ert skilyrði um dr. Björn, eins og bréf hans til Sjálfstæðisflokks- ins sýnir, heldur var það aðeins uppástunga óg „Sjálfstæðisfl." heföi getað svarað með annarri uppástungu, ef honum hefði verið nokkur alvara um sam- starf. Annars, er tal Jóns um dr. Björn nsesta undarlegt og reynd- ar óskiljanlegt. Hann viðurkenn- ir það^em ég hefi sagt um hann, og bætir ýmsu lofi við. Samt á það að vera „hnefahögg framan í Sjálfstæðismenn“ að stinga upp á dr. Birni spm forsætis- ráðherra. Hver skilur annað eins? Reyndar segir Jón rétti- lega, að dr. Björn hafi (fyrir löngu) verið í framboði fyrir Framsóknarflokkinn, en eftir það varð hann bara Bænda- flokksmaður eins og t. d. Stefán í Fagraskógi og Sveinn á Egils- stöðum o. fl. og hvar eru þeir nú? Ég held því að ómögulegt sé að líta svo á, að dr. Björn hafi verið pólitískt hlutdrægur Framsókn i vil. Hvað Jónas Jónsson kann að hafa sagt veit ég ekki, því að ég hefi i ekki séð tvö síðustu hefti Ófeigs. Hitt veit ég, að hann sótti yfirleitt ekki flokksfundi okkar Framsóknarmanna í vet- ur, en það gerði ég, og á því tímabili, sem við bjuggumst all- ir við samstjórn „Sjálfstæðis- manna“ og okkar, heyrði ég Her- mann oft segja, bæði á flokks- fundum og í viðtali, að hann hvorki teldi rétt að hann tæki sæti í þeirri stjórn, né heldur vildi það. Með allri virðingu fyr- ir Jónasi Jónssyni að öðru leyti, verð ég að trúa betur mínum eigin eyrum, heldur en því, sem Jón Pálmason hefir eftir honum um þetta, sem auk þess er senni- lega úr lagi fært. F^ránlegasta fjarstæða Jóns út af stjórnarmynduninni er þó sú, að Framsóknarmenn hafi farið fram á, að „flokkarnir bættu sínum manninum hvor í utanþingsstjórnina“. Fyrrv. stjórn var búin að segja af sér og ný stjórnarmyndun lá fyrir. Tillaga Framsóknarflokksins var, að dr. Birni Þórftarsyni yrði falin ný stjórnarmyndun, en flokkarnir tilnefndu sína tvo mennina hvor. Þetta er skjal- lega sannað og viðurkenpt af öllum nema J. P. Jafnvel þó Framsóknarflokkurinn hefði til- nefnt Vilhjálm Þór í stjórnina, sem ekkert lá fyrir um, var það alls engin krafa til „Sjálfstæð- ismanna" um að tilnefna Björn Ólafsson. Flokkurinn hefði á- ^eiðanlega verið látinn sjálfráð- ur í því efni. Jón Pálmason þarf ekki að álíta sig neinn Sherlock Holm- es, þó hann þykist hafa komið því ódæði upp um sig, að ég hafi heldur viljað hafa fyrrv, stjórn kyrra, heldur en fá þá, sem nú er. Ég hefi nefnilega aldrei gert neina tilraun til að leyna þessu. Það er sjálfsagt að meiri hluti Alþingis reyni að koma sér sam- an um þingræðisstjórn til að vinna að heppilegri lausn mála, þó hvorki sé sjálfsagt né nauð- synlegt að allt þingið styðji hana. Hitt er og jafn víst, að jafnvel þingræðisstjórn getur verið of dýru verði keypt. Svo er þegar hvers konar upplausn í þjóðfélaginu er studd af sjálfu ríkisvaldinu, eins og nú á sér stað. Þá er» utanþingsstjórn þjóðhollra og mikilhæfra manna, eins og fyrrv. ráðherra, skárri. Tal ýmsra' lýðskrumara um það, hvaða voði virðingu A1 þingis og þjóðinni allri væri bú- inn af því að hafa utanþings- stjórn, var líka yfirdrifið og fjar stæðukennt, enda ekki sagt í þeim tilgangi að flytja rétt mál, heldur til að æsa fávísa menh. Hefir og oft komið fyrir í lýð ræðislöndum, að slíkar stjórnir hafa verið myndaðar 1 bili og enginn þjóðarvoði af hlotizt. En hvað sem um þetta er og hversu velviljaður sem ég kann að hafa* verið fyrrv. stjórn, þá kemur slíkt ekki til greina, eftir að hún sagði af sér í sept. sl., þá var hún úr sögunni og þá þurfti að mynda aðra stjórn í stáðinn. Það viðurkenndu Framsóknar- menn eins og aðrir. Á meðan viðræðurnar um fjögurra flokka stjórn stóðu yfir, urðu ekki verulegir árekstrar á milþ „Sjálfstæðisflokksins“ og Famsóknar. Þeir urðu milli Framsóknar. Þeir urðu milli Eftir að þeim viðræðum lauk, álti „Sjálfstæðisflokkurinn“ um tvo kosti að velja: að mynda stjórn með Framsóknarmönnum og tryggja með því afkomu at- vinnuveganna og ríkisins, eða mynda stjórn með sósíalista- flokkunum, sparka i bændur landsins, en gefa öðrum stéttum að vísu gullin loforð, sem þó eru ekki nein sjáanleg tök á að efna sökum þess, að fjárhagsgrund- völlinn vantar. Átök munu hafa orðið um það í flokknum hvora leiðina skyldi velja, enda lék hann tveim skjöldum um tíma, en niðúrstaðan varð sú, sem allir vita, að síðari kosturinn var valinn, sá, sem Gísli forseti Sveinsson kallar „kollsteypu“, i bréfi til kjósenda sinna og tel- ur afneitun á allri fyrri stefnu flokksins, sem og er. í frau^haldi áttavillugreinar sinnar í ísafold, minnist Jón Pálmason á myndun „þjóð stjórnarinnar“ 1939 og það, aö ég hafi átt nokkurn þátt í þeim aðgerðum. Það er rétt og Jón átti líka góðan þátt í því máli. Mér er og ekki grunlaust um, að samtal, sem við Jón áttum all- löngu áður, hafi kannske átt einhvern þátt í því að koma við- ræðum flokkanna af stað. Ég varð að vísu fyrir miklum vonbrigðum frá hendi „Sjálf- stæðismanna“ 1942, þegar þeir rufu samstarfið og gerðu banda- lag við sósíalistaflokkana, bein- línis til að reyna að eyðileggja Framsóknarflokkinn. Þýðir ekki „Mannþekking — niðurstaða mitíimi sálvísiuda. — íí „Mannþekking“ heitir stórt rit, sem er nýkomið út. Er það eftir dr. Símon .Jóh. Ágústsson og fjallar um sálfræðileg efni. Sjálfur kemst höfundur svo að orði í formálsorðunum, sem bók- inni fylgja, að hún fjalli „um gagn það, sem sálarfræðin veitir okkur í umgengni við aðra menn og í viðleitni okkar til betri sjálfsstjórnar“. Er hún safn er- inda, sem höfundurinn hefir flutt á kennaranámskeiðum í háskólanum, en mynda þó sam- stæða lieild, enda mun sum- neitt fyrir Jón Pálmason að vera að reyna að vera á móti þessu og afsaka það, því að þetta er margsannað og þarf ekki að fara fleiri orðum um það. En þrátt fyrir þetta iðrast ég ekkert eftir það, að ég studdi að myndun „þjóðstjórnarinnar“. Hún gerði mikið gagn á sínum tíma og var nauðsynleg. Ekki fyrir það, að Framsóknarflokk- urinn hafi verið búinn að koma öllu í strand og því orðið að biðja „Sjálfstæðisflokkinn“ hjálpar, eins og Jón segir, heldur vegna ástandsins í alþjóðamál- um. Stríðið var yfirvofandi allt frá haustinu 1938 og enginn vissi hvað að höndum kynni að bera (en sl. hau:st voru úrslit- in fyrirsjáanleg). Af þessum á- stæðum var þörf á víðtækara samstarfi, heldur en áður hafði verið. 1 Atburðirnir 9. apríl 1940 komu með öllu óvænt og það var á- reiðanlega meiri vandi, heldur en ýmsir gera sér grein fyrir nú, að snúast við þeim á réttan hátt, svo að hvorki yrði of né van. Það tókst svo giftusamlega, að fyrir það eitt mundi þjóð- (Framhald.á 6. síðu) um köflunum hafa verið breytt og aukið við, eftir því sem bezt þótti á fara. Þetta rit, Mannþekking, mun vera hið fyrsta, er skrifað hefir verið á íslenzku, þar sem gerð sé heildargrein fyrir niðurstöð- um nýtíma sálvísirfda. Er þvi í því margt það, sem eigi aðeins er fróðlegt og menntandi, held- ur hefir og hagnýta þýðingu, og má þar nefna kaflann um stöðu- val. Þetta er því bók, sem opnar þeim manni, er hana les af gaumgæfni, mörg ný sjónarsvið, glæðir hann skilningi á sér og öðrum mönnum og þroska hann í hugsun og athöfn, ef hann megnar að tileinka sér sitthvað af því, sem honum hefir verið sýnt. Um sannfræði einstakra kenn- inga eða l^enningaratriða skal ekki dæmt, enda úr vöndu að ráða, þar sem um er að ræða deiluatriði hinna hálærðustu sálfræðinga. En efni virðist víða að dregið og unnið úr þvi af natni. Ritið er gefið út af bókaút- gáfufyrirtæki, sem nefnist Hlaðbúð, og er ætlun þess áð gefa . út ýmsar bækur, sem fjalla á alþýðlegan hátt um ýms þau efni, sem efst eru á baugi í vísindum, listum og hugsun samtíðarinnar“. Er það hlutverk, sem þetta útgáfufyrirtæki hefir tekið að sér, fyllilega þéss vert, að það sé vel og ötullega rækt, því að hér er um að ræða málefni, sem alþýða manna ætti að vita sem bezt skil á. Auk þess hefir slík- um efnum fremur lítið verið sinnt af bókaútgefendum hér, nema í hálfgerðum brotum, sem vafalaust stafar af því, að þess- háttar útgáfa hefir ekki þótt gróðavegur hingað til. Asmnndnr Helgason: Ferð tíl Seyðisfjarðar 1896 Ásmundur Helgason frá Bjargi við Reyðarfjörff rif jar hér upp ferð, sem hann fór með gufuskipi fyrir nær fimmtíu árum. Var þá verið að hefja hér fastar strandferðir með gufuskipum. En heldur munu þær ferðir hafa verið taf- samar, miðað við það, sem nú er, og aðbúð ekki sem bezt, fremur en lýsing Einars Benediktssonar í hinu fræga kvæði hans um meðferðina á farþegunum ber með sér. Fyrsta tilraunin í þá átt að ! halda uppi ferðum með strönd- j um landsins allt í kring, var i þegar Alþingi tók á leigu gufu- 1 skipið „Vestu“. hjá hinu „Sam- einaða gufuskipafélagi.“ Framkvæmdastjóri útgerðar- innar var ráðinn af Alþingi Ditlev Thomsen. Það var haft orð á því, að hann hefði gert það að óvilja föður síns H. Th. Thomsen, sem var danskur kaupmaður í Reykjavík og hafði hið nafnkennda „magasín“, er letrað var á yfir dyrum: „Allt fæst í Thomsensmagasín“. Þá var það eitt sinn, að sjó- maður einn kom inn þbúðina og falaði kútmaga til káups. „Kútmagar fást hér ekki,“ var svar búðarmannsins. „Þá má strika yfir orðið allt á spjaldinu", svaraði sjómaður- inn. Fram yfir miðgóu 1896 var góð tíð og jörð auð, svo lítið þurfti að hirða um sauðfénað. Við Þór- ólfur P&ursson, sem þá vorum báðir vinnumenn hjá bænda- öldungnum Eiríki Björnssyni á Karlsskála, fengum leyfi hjá honum að taka okkur gaman- ferð til Seyðisfjarðar með gufu- skipinu Vestu, sem þá var#að koma hinu fyrstu ferð sína frá Kaupmannahöfn upp til Aust- fjarða í hringferð norður um land til Reykjavíkur. Að þessari ferð lokinni átti að taka við hin vanalega Seleyjarvera okkar á vorin. Með Vestu komu margir far- þegar af suðurfjörðunum. Við samræður okkar ferða- langanna, kom fram hjá öllum sú ákveðna skoðun, að þar sem þetta væri skip, sem landsjóður kostaði, væri ekki nema sjálf- sagt að nota það sem bezt. Mátti vel heyra á öllum þeim ungu mönnum þá (sem nú eru flestir komnir yfir landamperin), að þeir töldu sig sanna íslendinga. En það leit svo út sem skips- menn á „Vestu“ hefðu ekki þá skoðun, að við værum jafn hátt settir í mannfélaginu eins og þeir. Enda voru þeir danskir. Á leiðinni norður fengum við suðvestan kalda. Mér fannst sjór ekki vera mikill. Þó tók „Vesta“ sjó á þilfar, svo maður var ekki þurr í fætur þar nema að vera 1 sjóstígvélum. „Vesta“ fór inn á Norðfjörð. Meðal farþega, er þar fóru á land, var Ingvar Pálmason, nú alþingismaður í Suður-Múla- sýslu, með heitmey sína, Mar- gréti Finnsdóttur frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Þegar komið var í Seyðisfjarð- arkaupstað, fengum við Sunn- mýlingarnar átta okkur gistingu í „hóteli“ á Fjarðaröldu, sem talið var bezta gistihús kaup- staðarins þá. ^ Eigandi þess og stjórnari var Kristján Hallgrímsson, maður í góðum holdum. Hqnn reyndist okkur hinn bezti gistivin: spil- andi kátur og hús, rúm og mat- ur í bezta lagi. Spil og biljarð höfðum við til afnota eftir vild. Verð á öllu hjá honum var af fyllstu sanngirni. Með „Vestu“ komu nokkrir ís- lendingar fra útlöndum. Einn af þeim var dýravinurinn og þjóð- skáldið góða og ódauðlega, Þor- steinn Erlingsson, sem ráðinn var til að taka við ritstjórn á blaðinu Bjarka, sem þá var ný- byrjað að gefa út á Seyðisfirði á móti „Austra“, sem þá var bú- inn að koma þar út í nokkur ár undir ritstjórn cand. phil. Skapta Jósepssonar læknis að Hnausum í Húnavatnssýslu. Það var almenn ætlun manna, að Ottó Wathne hefði borið stofnkostnað „Austra“. En hann þótti ráðríkur í sínu byggðarlagi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.