Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstndagiim 20. jiilí 1945 A 54. blað Á auðmönnum Reykjavíkur að leyíast að kaupa upp hlunnindajarðir sveitanna ? Eitt af merkustu lögum, sem Alþing samdi og vakti mikla at- hygli, voru lögin um innlausn á veiði undir jarðir, sem seld hefði verið undan jörðunum. Með þessum lögum var heimilt, með leyfi veiðimálanefndar og landbúnaðarráðherra, að láta meta veiðina. Að vísu var ýmis- legt, sem gerði þessi lög þung-, lamaleg, en urðu samt til þess að margir náðu undir jarðir sín- ar víði, sem búið var að selja undan. Alþingi sýndi með þessum lög- um, að fyrst og fremst ætti veiði að fylgja þeim jörðum, sem veiðin lá undir. Það var ekki að- ggins það, að heimild um eignar- nám á þeirri veiði fengist, held- ur hitt, að Alþingi bannaði alveg að skilja veiði frá jörðunum. Það hafði borið mikið á því, að efnamenn úr kaupstöðum tækju veiði undaji jörðum bænda. Þótt þingið sýndi skilning góðu máli með þessum lögum, þá kom það brátt á daginn, að þeir, sem vildu sölsa undir sig veiði bænda, voru ekki af baki dottn- ir. Á næstu árum voru gel'ðar breytingar á veiðilögunum. Var þá sett þar inn, að banna veiði í sjó með nokkrum undantekn- ingum. Virtust Reykvíkingar mest beita sér fyrir þessum breytingum, að banna sjávar- veiði. Þegar gerð var tilraun til þess að fá þessu breytt, og mönnum væri leyft að leggja upp við land, þá var það landbúnaðarnefnd neðri deildar, sem klofnaði um það. Bændurnir, sem í nefnd- inni voru, Vildu leyfa það, en Reykvíkingarnir vildu fella það, og tókst það, ekki sízt vegna á- huga hinna búsettu Reykvíkinga á þingi. Mörgum þótti æði hart að banna að leggja net t. d. fyrir opnu hafi, eða í breiðum fjörð- um. Nú mun vera réttur al- mennt til að leggja net við land til þess að veiða fisk, en hér var lax undanskilinn.' Nú er það vitanlegt öllum, sem nokkuð þekkja til slíkra veið^., að þvílíkt getur aldrei haft áhrif á göngu laxa í árnar, enda illt að skilja, að land, sem liggur að ám, eigi' að vera nokk- uð rétthærra en land, sem liggur að sjó, að njóta veiðihlunnind- anna. Þessi lög virðast ganga nokk- uð nærri eignarrétti einstakl- inga, sem stjórnarskráin á að vernda. Ég hefi heyrt þess getið, að hæstiréttur teldi sér skylt að vísa máli frá í mati á veiðirétti, þar sem honum hefir ekki þótt séð nógu vel fyrir rétti þeirra, sem veiðirétturinn var tekinn af. Sé skertur sá réttur, sem stjórnarskráin á að vernda, þótt matsmenn og öll meðferð væri samkvæmt lögum, hvað má þá segja um það, þegar réttur manna er tekinn með öllu, án minnstu bóta, að leggja net við land sitt. Er þetta ekki stjórn- arskrárbrot? Brátt kom í ljós hvar fiskur lá undir steini. Það fór að bera á því, aö efnamenn úr kaupstöð- um fóru að sniðganga vgiðilögin og anda þeirra, kaupa jarðirnar, taka veiðina undan, eða bara leggja jarðirnar í eyði. Þess vegna þótti þessum mönnum mikils virði að geta komið í lög að banna svo og svo mörgum veiði fyrir jörðum sínum. Með því var veiðinni þjafoað sem niest saman. Þeir þurftu því að kaupa færri jarðir með aðstoð þessarra laga. Það hafa orðið dálitlar um- ræður í blöðunum um laxveiði, nú upp á síðkastið, og hafa um- ræðurnar að mestu verið frá sjónarmiði kaupstaðabúa, t. d. um það, hvort þeir ættu að sturrda veiðina í ánum eða út- lendingar. Þá var grein í Morgunblaðinu eftir einhvern Sigbjörn, að mig minnir. Þessi maður er víst Reykvíkingur, en virtist hann tala eins og sá, sem vald- ið hefir. Hann var með slettur um að veitt væri þar sem það væri forboðið og fleira þessu líkt. Það virtist sem hann teldi sig yfireftirlitsmann yfir ánum. Þessi maður taldi, að lax væri seldur allt of lágu verði. Það virðist helzt vera ætlun manna af þessu tagi, að aðrir ættú ekki að stunda laxv.eiðar í ám lands- ins en auðmenn kaupstaðanna, og að laxinn skyldi seldur svo dýrt, að aðrir en efnamenn gætu ekki keypt hann. Enginn af þessum mönnum, sem um laxveiðina hafa ritað í vetur, minnast á, að laxveiðin sé hluti af jörðunum, sem þeir heyra undir. En bændur, sem hér eiga hlut að máli, þurfa sjálfir að varð- veita og auka veiðina, ekki með því að ræna menn því að geta veitt fyrir jörðum sínum, held- ur að vinna að hyggilegum friðunartíma, laxaklökum, sem allir yrðu að leggja í eftir veiði- magni, og umfram allt að vísa öllum utanaðkomandi áhrifum á bug. Eftirspurn eftir veiðijörðum hefir aukizt mjög, eftir að efna- mönnum fjölgaði í kaupstöðun- um, og er þetta að verðg, stór plága í sumum sveitum. Sá, sem þetta ritar, getur ekki stillt sig um að minnast á tvö dæmi til sönnunar úr sínu um- hverfi. Það var seld jörð hér í hrepp árið 1942. Reykvíkingur keypti jörðina, því það var von um r/ð undir hana gæti fallið veiði. En jörðin var lögða eyði. Þegar hún hafði verið í eyði í tvö ár, þá vildi maður, sem vant- aði jarðnæði í sveitinni, f á jörðina byggða, en þess var eng- inn kostur, nema með okurleigu, sem náði engri átt. Þá var jörð- in látin vera í eyði þriðja árið. Annað dæmi er það, að hér var góð veiðiá, sem ríkur Reyk- víkingur hefir komizt yfir. Þessi maður hefir unnið að því að kaupa upp jarðirnar með ánni, til þess að tryggja sér veiðina í framtíðinni. Sumar þessar jarð- ir hafa verið lagðar í eyði. Fyrsta verk þessa manns var að kæra útsvarið í hreppunum, sem búið var að leggja á, þegar hann keypti ána. Hann krafðist þess að vera útsvarslaus. Þetta mundi hafa þýtt fyrir sveitirnar, að það hefði orðið að leggja aukaniður- jöfnun á hreppsmenn, fyrir það, að auðugur Reykvíkingur hefði keypt verðmestu eignina í hrepþunum. Annað afrek hefir þessi maður unnið hér, þá fáu mánuði, sem hann hefir talið sig eiganda að ánni. Hann kærði yfir veiði, sem maður einn hér í nágrenninu hafði iSlundað í mörg ár og hvorki eftirlits- maður veiðinnar í héraðinu, eða aðrir höfðu neitt við að at- huga. Allir, sem til þekkja, líta á aðfarir mannsins með mestu andúð og fyrirlitningu. Hér verður löggjöfin að taka í taumana og verja sveitirnar fyrir þessum ófögnuði, og andi laganna frá 1932 á að fá að njóta sín og veiði og önnur gæði jarðanna sé ófrávíkjanlegt fylgi þeirra. Sá ófögnuður, sem hér hefir vefið minnzt á, er sönn plága á þeim sveitum, sem fyrir honum verða og ekkert er eins lítillækk- andi og særandi, og að sjá þessa ríku aðkomumenn hrifsa undir sig það, sem skárst er og eftir- sóknarverðast í sveitinni og gera Opið bréf til 9Politiken‘ frá dr. Mattliíasi Jónassyni. Daginn eftir að Esja lagði af stað frá Kaupmannahöfn, birti „Politiken“ grein undir fyrir- sögninni: „Islandsbaaden nægt- et Afrejse i gaar“. í grein þess- ari er farið þeim orðum um far- þega, að ekki þykir rétt að láta hana liggja í þagnargildi. Tilefni.þessara ummæla mun vera handtaka 5 íslendinga, sem gerðist á Esju í Höfn og kunn er orðin hér á landi. Um það skrifar „Politiken": „Það sýndi sig sem sé, að ástæður nokk- urra farþega voru þannig, að Englendingar gátu ekki án nánari athugunar leyft þeim að ferðast til íslands. Hér var um að ræða 25 farþega, og átti að rannsaka fortíð þeirra út í yztu æsar (intil de mindste En- keltheder). Og vér getum sagt það hreint og beint: Þetta voru íslendingar, sem á stríðsárunum hafa dvalið lengri eða skemmri tíma í Þýzkalandi. Það vakti þegar nokkra undrun á hátíð ís- sér það að leikfangi. Þeir gera svo bændur að leiguliðum, oft með okurleigu, að öðrum kosti að leggja jarðirnar í eyði, eins og reynslan hefir sýnt. Þennan ófögnuð verður að kveða niður af ráðamönnum þjóðarinnar. Fyrst og fremst þyrfti að banna að taka nokkrar nytjar undan jörðum, sem byggðar væru, að enga jörð mætti leggja í eyði, ef þess væri nokkur kost- ur, að þeir, sem ættu jarðir og stunduðu ekki landbúnað, og gætu ekki notað sér þær næstu ár, væru skyldir til þess að selja þær ríkinu með matsverði og ríkið seldi eða leigði bændum svo jarðirnar. Hitt er svo annað mál, þótt menn leigi eða láni kunningjum sínum veiði yfir stuttan tíma. Bændur verða að muna það, að þeir, sem eiga veiðiréttindi eða önnur gæði, sem fylgja jörðum þeirra, að láta slíkt aldrei af hendi, nema hafa fullkominn húsbóndarétt yfir því. Það er ekki aðeins að sómi hvers og eins sé í veði, ef út fef er brugð- ið, heldur sæmd bændastéttar- innar í heild. Hitt væri ekki nema gott til'að vita að kaup- staðamenn keyptu jarðir í sveit til að búa á, nytja og lifa á, á sama hátt og sveitafólk gerir, á gróðri jarðar og þeim nytjum, sem hverri jörð fylgir. J. G. j lendingafélagsins í Höfn 17. júní, að einn ræðumannanna var íslendingur, sem í byrjun þessa árs kom hingað sem dokt- or frá Leipzig, eftir 5 ára dvöl í Þýzkalandi. Og þeir eru fleiri, sem á ófriðarárunum hafa orð- ið doktorar og kandidatar í Þýzkalandi." Svo mörg eru þessi orð. E. t. v. leyfist mér að svara því fyrst, sem mér. er sjálfum skyld- ast. Því að ummælin um ræðu- manninn á íslendingamóti 17. júní munu eiga við mig. Ræða sú, sem ég flutti þar, birtist í næsta hefti Fróns, svo að bæði íslenzkum lesöndum og frétta- ritara „Politikens" gefst kostur á að rannsaka, hve mjög þessi nýbakaði doktor(!) hafi dregið taum nazismans. En um dvöl mína í Þýzkalandi er sízt of- sögum sagt, og doktorinn jafn- vel ekki svo glænýr, sem „Poli- tiken“ heldur, því að mér á- skotnaðist þessi titill 1936, fyrir ritgerð um siðfræði svissneska menntafrömuðarins og mann- vinarins Pestalozzi, og tók ég þar eindregna afstöðu gegn siðaboðskap nazismans. Þetta gerðist tveim árum áður en stjórn Dana sæmdi Hermann Göring æðsta heiðursmerki, sem hún hafði að veita. Líklega hefði fréttaritari „Politikens" undrazt enn þá meir, ef hann hefði vitað þetta. Þegar Esja lagði frá bryggju í Höfn, var það á allra vitorði, að einhverja rannsókn á högum farþega átti að gera. Það er því ekkert við því að segja, þó að blaðið gæti þess. Hins vegar er það rangt, að rannsókn þessari hafi einungis verið beint gegn 25 Þýzkalandsförum. Enginn þeirra 5 manna, sem teknir voru höndum á Esju í Höfn, hafði dvalið í Þýzkalandi, og á leiðinni heim voru hvorki allir yfir- heyrðir, sem komu frá Þýzka- landi, né heldur þeir einir. Ekki munu heldur yfirheyrslur þessar hafa leitt neitt grunsamlegt í ljós um nokkurn farþega. Um- mæli „Politikens" eru því með öllu gripin úr lausu lofti. Af því að ég geri ráð fyrir, að fréttaritara „Politikens" þyki leitt að hafa gert okkur rangar getsakir, vil ég honum til leið- beiningar geta þessa: Vér íslendingar erum fremur ótalhlýðnir. Vér getum árum saman lifað í trássi við þá skoð- un og þá siði, sem almennt ríkja í umhverfi voru. Vér þykj- umst því vera færir um að halda sannfæringu vorri, þó að vér dveljumst langdvölum erlendis og á oss mæði þrotlaus áróður og jafnvel skoðanakúgun. Nazism- inn gat ekki svipt oss þessari öryggistilfinningu. Hvar sem við erum í heiminum og á hverju sem gengur, finnum vér ávallt óbrigðult traust heiman frá Fróni. Enginn íslendingur, sem dvalið hafði í þriðja ríkinu.ótt- aðist, að sér yrði tekið með á- sökunum eða tortryggni, þegar hann kæmi heim. Vér þökkum þetta frjálslyndi þjóðarinnar og erum hreyknir af því. Vér ósk- um ekki, að sú tortryggni gagn vart sannfæringu manna, sem var svo ríkur þáttur í eðli naz- ismans, dafnaði með íslending- um. En ef þjóðin hefði til- hneigingu í þessa átt, þá hlyti hún að koma fram nú. Viðkvæði nazista var þetta: Þekkir þú Gyðing? Ert þú í vináttu við Gyðing? Hefir þú hjálpað Gyð- ingi? Ef svo er, ert þú tortryggi- legur og útskúfaður. Auðvitað mætti beita sömu aðferð gegn þeim, sem dvalið hafa í Þýzka- landi, og vér vitum næg dæmi þess, að henni er beitt annars staðar. En á íslandi á hún sér ekkert fylgi. Nazisminn hefir ekki smitað oss. Vér skildum eðli hans nógu fljótt og nógu rækilega til þess að varast hann. Þessar línur eru ekki fyrst og fremst skrifaðar til að bera hönd fyrri höfuð mér. Á íslandi myndi það líka óþarfi. Enginn, sem þekkir mig, getur grunað mig um samúð með nazisman- um. En „Politiken" veit fullvel, hve gott nazismanum hefir ann- ars staðar orðið til vikapilta og flugumanna, sem hafa jafnvel ekki skirrzt við að ofurselja samlanda sína réttlausu of- beldi þýzku leynilögreglunnar fyrir fáeinar krónur. Blaðinu væri því nauðsynlegt að kunna betur að greina milli þeirra og heiðarlegra manna. Ef fréttaritari „Politikens“ hefði strax eftir 17. júní — hann heyrði ræðu mína — látið í ljós undrun sína yfir því, að stjórn íslendingafélagsins skyldi fela mér að mæla fyrir minni ís- lands, hefði ég getað beðið blað- ið sjálft fyrir svarið. Nú skilja okkur breiðir álar, en póstsam- göngur frekar erfiðar ennþá. Því bið ég íslenzk blöð að birta þetta svar. Reykjavík, 18. júlí 1945. Vinir Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita m það sem fyrst. og svo Skapti óvæginn. Mig minnir, að séra Geir Sæ- mundsson kæmi • líka með „Vestu“. Hann var þá útlærður guðfræðingur, en mun hafa ver- ið óvígður. / Seyðfirðingar þeir, sem orðið höfðu saupsáttir við séra Björn Þorláksson á Dvergasteini, höfðu fengið sr. Geir fyrir prest sinn um tíma. í þann tíð var mikill efnaleg- ur uppgangur manna á.Seyðis- firði. Voru þar margir framtaks- og dugnaðarmenn, sem sköpuðu margbreytt og blómlegt at- vinnulíf þar, byggðu-bryggjur, reistu mörg hús, stór og smá, bæði íbúðar- og verzlunarhús. En ekki mun samlyndið hafa veriiS nein fyrirmynd á milli íbúanna, eftir því sem Páll Ól- afsson lýsir því í ljóðabréfi, sem hann skrifaði Árna Halldórssyni bónda á Högnastöðum. Vísurnar voru fjórar, en ég heyrði aldrei nema tvær og lærði, læt þær fljóta hér með. Margt er Seyðisfirði frá fréttalegt um þessár mundir. Þar fljúgast nú allir á og engum tekst að skilja þá, svo stundum tvo og stundum þrjá sterki Björn þá leggu^ undir. Margt er Seyðisfirði frá fréttalegt um þessar mundir. Sýslumaður sækir á, sagt er Skapti þykist góður. Höggin dynja hvergi smá svo hrekkur Einar til og frá. Kominn sjötugs aldur á er nú Skapti og gerist móður, Sýslumaður sækir á, sagt er Skapti þykist góður. Bréfið endaði með þessari vísu: Sterki Björn hann festi fót og féll á sjálfs síns bragði á Seyðisfirði í síldarnót, sem hann Wathne lagði. Tvo fyrstu dagana, sem við dvöldum á Seyðisfirði voru ágæt veður, suðvestan hægviðri, hiti og sólskin. Notuðum við þá daga til að skoða okkur um í kaup- staðnum. Við fórum átta í hóp úf á Vestdalseyri. Skapti Jósepsson bjó þar þá og hafði Prentsmiðju Austra í næsta húsi. ^nn okkar félaga, Gisli Þor- varðsson frá Krossstekk á Beru- fjarðarströnd, átti erindi við Skapta ritstjóra og fór því heim til hans, en við hinir héldum lengra áfram allt út að Dverga- steini, er við höfðum mælt okk- ur mót að hittast aftur. Þegar við komum til baka og fundum Gísla, bar hann okkur þau boð frá Skapta að koma heim til sin og drekka með sér kaffi. Sumir okkar töldu þetta gam- angabb hjá Gísla og vildu ekki fara, en við, sem gjarnan vildum þiggja kaffi og óskuðum að fá að sjá prentvélina, réðum. Skapti, tók á móti okkur við húsdyr sínar, með mesta glensi, líkti okkur við sendimenn Móse til fyrirheitna landsins. Hann var hinn skemmtileg- asti sagði okkur sögur frá Hafn- arárum sinum og erjum þá á Seyðisfirði. Þegar við höfðum drukkið kaffið, bauð Skafti að láta sýna okkur prentsmiðju Austra, sem við tókum með þökkum. Þegar þangað kom, voru þar fyrir tveir menn, Þorsteinn son Skapta og unglingspiltur, sem hann nefndi Guðmund Magnússon og sagði að sýna okkur prentsmiðjuna og' allt, sem að prentverkinu laut. Pilturinn gerði þetta af mestu trúmennsku. Man ég að mér þótti hann greinagóður á allt, sem hann sýndi okkur. Ekki kom mér þá í hug að þarna væri að vaxa upp eitt mesta sagnaskáld, sem ísland hefir eignazt, því að þetta var Jón Trausti, er síðar nefndi sig svo. Þegar við höfðum skoðað að vild prentverkið, þökkuðum við fyrir okkur, kvöddum að íslenzk- um sveitasið og héldum til KrfStjáns í gisthúsið. Þegar við fórum að heiman var gert ráð fyrir að ekki þyrfti að dvelja nema tvo eða þrjá daga á Seyðisfirði, því að gufu- skipið* „Hjálmar" sem Tulinius hafði á le'tgu, var um’sama tíma sem „Vesta“ á Eskifirði, en það átti aðeins að fara til Borgar- fjarðar, var svo ráð fyrir gert að koma til baka með „Tudda“. Það stóð heima, að „Hjálmar" kom að kvöldi hins þriðja dags að norðan. Skipstjóri gerði ráð fyrir að leggja af stað klukkan 10 morg- uninn eftir, ef veður leyfði. Átt- um við þá að vera komnir um borð. s Morguninn eftir var kominn' norðaustan kafaldsbylur svo lít- ið sást frá sér. Sagði skipstjóri, aö' hann hreyfði ekki skip sitt fyrr en veður batnaði og birti. En það hélzt að mestu óbreytt í fimm sólarhringa. Urðum við því að snauta í land og leita á náðir Kripíjáns aftur og fá gistingu áfram. Hann tók okkur vel, sagðist láta okkur ganga fyrir plássi hjá sér, þó að nokkrir menn hefðu komið með „Hjálmari" af Borg- arfirði og beðið um húsrúm, en svefnpláss þraut. Það var þvi á hverjum degi mannmargt á gistihúsinu, eink- um á kvöldin, bæði af aðkomu- mönnum og líka af seyðfirzkum sj ómönnum. Var því oftast glatt á hjalla i salnum. Voru sumir stundum góðglaðir af víni, en ekki man ég eftir að neinn yrði miður sín þar. Margt var þar haft til dægra- styttingar. Gömlu formennirnir voru ólatir að segja sögur af sjó- ferðum sínum. Voru sumar þeirra svo stórfenglegar og sagðar með þeim sannfæringar- krafti, að hárin hálfrisu á koll- um okkar yngri mannanna af taugaspenningi og ævintýraþrá, að eiga máske eftir að fá að reyna slikar svaðilfarir, þegar við værum orðnir formenn, eins og t. d. að lenda í slagsmálum við Frakka út af kvenfólki, brauði og vettlingum, ná línum með afla á frá Bretum, skera á uppistöðu við hnífilinn á bát Færeyinga, sem sváfu, en höfðu belginn í barka, og draga síðan línur þeirrra, sigla svo djarft í beitivindi, að hlésíðan kæmi aldrei upp úr sjó og annað þar fram eftir götunum. Drýgstur að segja þessar sög- ur af sér, var Jón Þorsteins- son fótalausi, sem Valdimar Snævarr kennari ritaði frá- sögu um í „Eimreiðina“ og lýsti hvernig hann hefði misst fæt- urna. Mörgum öðrum svaðilför- um hafði,Jón lent í, að sjálfs sögn, og mun ein þeirra verða sögð hér á eftir. Annar drýgsti sögumaðurinn var hár og þrekinn karl að nafni Sigurður, kallaður Rauðalækj - ar-Siggi. Hann taldi sig æði oft hafa komizt í hann krappan við útlenda sjómenn, en alltaf komizt klakklaust frá þeim við- skiptum, þótt stundum stæði tæpt. En alltaf báru landar hærra hlut. Þarna var þvi enginn lefð- indabragur á ferðamönnunum, þó að þeir kæmust ekki á tilsett- um tíma heim til sín. Við vorum þarna einn sunnu- dag. Þá messaði séra Geir í Góð- templarahúsinu og framkvæmtii þar allar lögskipaðar helgiat- hafnir lúthersku kirkjunnar á íslandi. Það var í fyrsta sinn, sem ég man eftir, að ég yrði hrifinn af því að heyra prest tóna. Það var reglulega guðdómlegt að hlusta á söng hans og tón, sem hann framkvæmdi þvingunarlaust, án hnykkja og tilgerðar. En ekki man ég, að ræðan hrifi mig sér- staklega. Tvisvar horfðum við á sjón- leiki þar. Annar var „Ævintýri á gönguför“, og var vel leikið. Hitt var norskt leikrit, þar sem allt samtal fór fram á norsku, enda var það sizt furða, því að eftir tali fjöldans þar, gat maður sér þess til, að um helmingur íbúa kaupstaðarinfe væru fæddir útlendingar. Morgun hins sjötta dags frá byrjun óveðursins þótti skip- stjóranum á „Hjálmari" nógu bjart til að leggja á djúpið, sá þá allt til hafs, en land allt snjóhvítt nema fjöruborð. Akk- erum var létt kl. 8 og haldið af stað. Fyrir utan land var norðaust- an kaldi og töluverð alda, sem lá beint á eftir, en engin óða- ferð var á„ Hjálmari“ fyrir það, enda var sagt að hans mesta ferð í logni væri sex mílur á vöku. Það var farið inn á Norðfjörð með iy2 tíma viðstöðu þar. Frá Neseyri út fyrir Barðsnes- horn var „Hjálmar“ að berja í tvo klukkutíma, og þótti okkur það ærið hæg ferð, því að sagt var, að þá vegalengd mætti róa á 1 Vz klukkutíma af þrem mönn- um á báti í logni. Til Eskifjarðar var komið kl. 101/2 um kvöldið eftir að hafa verið á ,,stími“ í 13 klukkutíma og haft þó meiri hluta leiðar- innar kalda ög öldu á eftir sér. Urðum við því mjög fegnir, er við höfðum fast land undir fót- um og vorum lausir við „fjósið“. Daginn eftir var kafað út alla byggð 15 kílómetra. Fannst okk- (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.