Tíminn - 03.08.1945, Side 3
58. blað
TtMlM, föstadaginn 3. ágúst 1945
3
BJ_ARN_l aSGC/RSSON: '
Stéttarsamtök bænda
I
Allsherjar félagsskapur ís-
lenzkra bænda — Búnaðarfélag
íslands, er ein af elztu félags-
stofnunum í landinu — og þó
eru bændurnir á íslandi líklega
orðin eina starfsstéttin, sem
ekki hefir enn fastmótað stétt-
arsamtök sín í því formi, sem
nú tíðkast í hagsmunabaráttu
hinna ýmsu stéttafélaga þjóð-
arinnar. íslenzka þjóðfélagið
hefir frá öndverðu verið bænda-
þjóðfélag og bændurnir höfðu
vanizt því að líta á sig sem eina
þjóð, en ekki sem eina stétt.
Þess vegna hafa félagssamtök
þeirra jafnan beinst fyrst og
fremst að almennum umbótum
á atvinnuháttum, leiðbeining-
um og fræðslu. Hin þrengstu
stéttarhagsmunasjónarmið hafa
lengstaf verið þeim framandi.
Nú á síðari árum finna bænd-
ur, að viðhorfið er að breytast.
Nú sjá þeir, að þeir eru orðnir
aðeins ein starfsstétt í þjóðfé-
laginu, ein af mörgum — og fé-
lagsskapur annarra stétta hef-
ir þegar brynjað sig með harð-
snúnum samtökum til sóknar
og varnar í hagsmunabaráttu
þeirri, sem hér er háð af öllum
gegn öllum. Nú sjá þeir, að svo
búið má ekki standa, ef þeir
eiga ekki að verða troðnir undir.
Fulltrúum Búnaðarfél. íslands
á Búnaðarþingi og stjórn félags-
ins hefir verið það vel ljóst und-
anfarið, að sú þróun, sem orðið
hefir nú um skeið í stéttafé-
lagsmálum hér á landi, hlyti að
leiða til þess, að einnig bænd-
urnir efldu og treystu hags-
munasamtök sin frá því sem
verið hefir til þessa. Og sú þörf
verður brýnni með hverju líð-
andi ári, ekki aðeins fyrir
bændastéttina sjálfa, heldur og
íslenzka þjóðfélagið, sem nú
orðið mætti nefna „landssam-
band íslenzkra stéttarfélaga.“
Það væri of veikur hlekkur í
þeirri keðju, ef hagsmunasam-
tök stærstu atvinnustéttar þjóð-
arinnar — bændastéttarinnar
— væru ekki fastar mótuð en
verið hefir til þessa. Og þessi
þörf þjóðfélagsins fyrir viður-
kennd hagsmunasamtök af hálfu
bændastéttarinnar, hefir greini-
lega komið fram í því, að Al-
þingi hefir hvað eftir annað á
undanförnum þingum orðið að
lögfesta Búnaðarfélag íslands
sem fulltrúa fyrir stéttasamtök
bænda. — Og félagið hefir að
undanförnu hvað eftir annað
orðið að taka á sig að koma
fram sem hagsmunaaðili bænda
gagnvart ríkisstjórn, Alþingi og
einstökum stéttarfélögum, þó að
það hlutverk hafi ekki verið
beinlínis skráð í lög þess eða
samþykktir.
' Fulltrúar B. F. í. munu flestir
hafa litið svo á að félaginu bæri
siðferðileg skylda til að taka að
sér þetta hlutverk, þar sem það
er eina félagsstofnunin á land-
inu, sem telur svo að segja alla
bændur þess innan sinna vé-
banda. Hitt mun þeim svo öllum
hafa verið nokkuð ljóst, að þess-
ari starfsemi yrði fyrr eða síðar
að skapa fastara og ákveðnara
form innan búnaðarsamtak-
anna, heldur en ennþá eru fyr-
irmæli um í lögum þeirra.
Milliþinganefnd sú, er skipuð
var á Búnaðarþingi 1943 til at-
hugunar á ýmsum skipulags-
málum landbúnaðar, ræddi mál
þessi allmikið, og hvernig þeim
yrði bezt fyrir komið.
Meðal þeirra mála, er hún
sendi frá sér, voru tvö, sem
beinlínis fjölluðu um þennan
þátt í framtíðarstarfsemi fé-
lagsins. Annað var frumvarp
um Búnaðarmálasjóð, sem nú
er orðið að lögum. Enda þó að
þeim lögum væri spillt í einu
atriði i meðferð þingsins, verð-
ur að treysta því, að eigin
fé, sem Búnaðarfélaginu er þar
tryggt sem tekjur frá félags-
mönnum þess, bændunum í
landinu, geti það í framtíðinni
varið, meðal annars til þess að
standa straum af kostnaði þess
í þágu hagsmunasamtaka
bændastéttarinnar. En milli-
þinganefndin leit svo á, að eitt
undirstöðuatriði þessarar starf-
semi væri það að tryggja henni
fjárhagsgrundvöll með eigin
framlögum félagsmanna. Fyrir j
Bjarni Ásgeirsson,
formaður Búnaðarfélags íslands.
þessu gerði hún nokkra grein í
skýringum þeim, er hún sendi
búnaðarsamböndunum, ásamt
frumvarpi um búnaðarmála-
sjóð — og virtust öll sambönd-
in fallast á málið og veittu þvi
sín meðmæli. Þessa tilgangs
búnaðarmálasjóðs var einnig
getið við flutning málsins á Al-
þingi og var þar engin athuga-
semd gerð við' það út af fyrir
sig. — Hitt málið, sem milli-
þinganefndin sendi frá sér var
tillögur um breytta skipan á
stjórn afurðasölu landbúnaðar-
vara — og verðlagsákvörðun —
en það hvoru tveggja hlýtur
jafnan að verða talinn innsti
kjarni í hinni svonefndu hags-
munabaráttu bændastéttarinn-
ar. —
Tillögur þessar voru ræddar
ýtarlega á Búnaðarþingi, og
voru gerðar á þeim ýmsar breyt-
ingar þar.
Síðan voru þær sendar öllum
búnaðarsamböndum landsins til
athugunar og umsagnar, og hafa
nú flest samböndin sent félags-
stjórninni álit sitt og breyting-
artillögur, er síðan verður unnið
úr og lagt fyrir Búnaðarþing
það, sem bráðlega kemur sam-
an.
Með öðrum orðum: Búnaðar-
félag íslands, þ. e. stjórn félags-
ing, milliþinganefnd Búnaðar-
þings, Búnaðarþing og búnaðar-
samböndin, allir þessir aðilar
hafa nú undanfarið verið að
grundvalla og móta hagsmuna-
samtök bændastéttarinnar inn-
an búnaðarsamtakanna, stig af
stigi, og er nú komið að því að
ganga frá þeim tillögum til
fullnustu. Það er m. a. eitt af
þeim verkefnum, sem liggur
fyrir Búnaðarþingi því, sem nú
er að koma saman. í
Ég taldi rétt og skylt að rekja
hér þennan aðdraganda máls-
ins, og hvað undirbúningur
þess er kominn langt áleiðis,
vegna þess að mér virðist, sem
hinn mikli áhugi, sem gripið
hefir ýmsa nú upp á síðkastið
um að hrinda þessum samtök-
um sem fyrst í framkvæmd —
hinn mjög svo skiljanlegi og
að mörgu leyti ánægjulegi áhugi
— hafi beint athygli þeirra frá
því, sem búið er að gera til und-
irbúnings þessu nauðsynj amáli
og því, sem þess vegna næst
liggur fyrir. Ég tel, að Búnað-
arþing það, sem kemur saman
eftir örfáa daga, hljóti að láta
mál þetta til sín taka til áfram-
haldandi aðgerða. Verður það
þá verkefni þess að vinna úr
þeim tillögum, sem fyrir liggja,
það sem hagkvæmast og vitur-
legast þykir, að beztu manna
yfirsýn. Tel ég auðsætt, að sam-
ráðs verði leitað við ýmsa
áhugamenn félagsskaparins,
einnig utan Búnaðarþings, til
þess að freista þess að reyna að
eyða þeim ágreiningi, sem enn
kann. að vera fyrir hendi um
einstök fyrirkomulagsatriði. Hér
þurfa allir, sem máli þessu vilja
vel, að leggj ast á eitt um að leita
hinna beztu úrræða. — Aukin
sundrung er ekki leiðin til að
efla samtökin.
„Stígandi^.
Tímaritið „Stígandi“, sem þeir
Bragi Sigurjónsson og Jón Sig-
urgeirsson gefa út á Akureyri,
er eitt snotrasta tímaritið, sem
kemur út hiér á landi. Það er
fjölbreytt og vandað að efni og
ræðir jöfnum höndum fagur-
fræðileg efni og mikilvæg mál,
sem uppi eru í það og það skipt-
ið með þjóðínni. Eru þær greinaf
venjulega skrifaðar af sann-
girni og rökvísi og ekki gengið
á hönd neinum flokki eða
stefnu. Er það í rauninni orðin
nýjung í okkar góða þjóðfélagi
að sjá slíkar greinar.
Fyrir fáum dögum barst Tím-
anum annað hefti þriðja ár-
gangs ritsins. Hefst það á kvæði
eftir Sigurjón Friðjónsson, og
heitir það Morgunblær. Var það
flutt á listamannaþinginu i vor.
Næst er svo grein eftir Jakob
Kristinsson, fyrrv. fræðslumála-
stjóra. Nefnist hún „Hugr einn
þat veit“. lýsir höfundur þar í
fáum orðum dvöl sinni vestan
hafs og kynnum af fáeinum
Vestur-íslendingum og þeim
hug, sem þeir bera til heima-
lands og heimaþjóðar. Eru í
þessari stuttu grein dregnar
upp ógleymanlegar myndir.
Næsta grein er eftir Brynleif
Tobíasson menntaskólakennara,
um Indriða Einarsson. Er þess-
um merkilega manni þar fall-
ega lýst.
Þá er kvæði eftir Sigurð Jóns-
son á Arnarvatni, Brynjan, ort
út af sögninni um skyrtu Örvar-
Odds.
Síðan komu Æskuminningar
eftir Sigurjón Friðriksson, at-
hyglisverð grein.
Þessu næst kemur kvæði eft-
ir Grím. Sigurðsson, Kannske
breytt, saga eftir Sigurð Ró-
bertsson, Veðmálið, myndir af
þrem málverkum Örlygs Sig-
urðssonar, ásamt nokkrum orð-
um um hann, og kvæði eftir
Sverri Áskelsson, Þegar skó-
hljóðið hverfur.
Enn eru í ritinu þrjár merkis-
greinar: Ólafur í Kálfagerði
eftir Kristínu Sigfúsdóttur,
Fyrstu göngurnar mínar eftir
Þormóð Sveinsson, Búendatal
Sands í Aðaldal eftir Indriða
heitinn Þórkelsson á Fjalli.
Auk þes$a er svo þýdd smásaga
í ritinu, eftir O’Henry, þýdd af
Maju Baldvins, og nokkrar
greinar um bækur, skrifaðar af
ritstjóranum, Braga Sigurjóns-
syni.
„trval.“
Einnig er Nýlega út komið
nýtt hefti af „Úrvali," 3. hefti
4. árgangs.
„Úrval flytur sem kunnugt er
stuttar þýddar greinar um
margvísleg efni. Fyrirsagnir
eins og Tilhugalíf dýranna,
Starfsemi UNRRA, Útlit manns-
ins eftir 500.000 ár, Er hjóna-
band þitt farsælt fyrirtæki? og
Lækningarmáttur moldarinnar
gefa fjölbreytnina til kynna,
enda eru greinar sóttar í fjölda
blaða og tímarita. En fyrirsagn-
ir eru teknar af handahófi úr
síðasta heftinu.
Hvert hefti „Úrvals“ er átta
arkir, 128 blaðsíður, og kostar
krónur 8,50.
Verkstjjóraritið.
Nýtt hefti af Verkstjóraritinu
er komið út. Er það vel úr garði
(Framhald á 5. síðu)
Pétur Wigelund:
Ólaf ur á Heygum
Höfundur greinar þessarar, Pétur Wigelund skipasmíða-
meistari, er formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík.
Flutti dóttir hans, Erla, hana sem erindi á útvarpskvöldi
Færeyinga á þjóðhátíðardaginn, Ólafsvökunni. Maður sá,
sem hér segir frá, er faðir frú Herborgar frá Heygum,
konu Magnúsar Sigurðssonar lögregluþjóns, sem mörgum
er kunn hér á landi og hefir meðal annars nokkrum sinn-
um sungið færeyska söngva í útvarpið, og Brynjólfs á
Heygum, er dvalið hefir hér á landi bæði við nám og störf.
Á norðvesturströnd Straum-
eyjar, sem er stærsta eyja Fær-
eyja, er Vestmannahöfn, sem frá
náttúrunnar hendi er ein ákjós-
anlegasta höfn, sem hugsazt
getur, hringmynduð, umlukt
fjöllum á þrjá vegu, og er
innsiglingin frá vestri. En and-
spænis innsiglingunni er Vogey
skammt frá, og hamlar því, að
úthafsöldurnar nái inn í höfn-
ina.
í þorpinu í Vestmannahöfn
fæddist Ólafur á Heygum, sá
sem þessi stutta grein fjallar
um.
Ólafur fæddist 4. ágúst 1866.
Hann er kominn af einni beztu
bændaætt í Færeyjum.
Á fyrri öldum komu sjóræn-
ingjar til Færeyja, eins og hing-
að til lands, og flúði þá fólkið
upp til fjalla. Þegar síðasta rán-
ið, sem öruggar sögur fara af,
var framið, var gamli bóndinn,
sem þá bjó á Heygum, svo ör-
vasa, að hann gat ekki yfirgef-
ið hús sitt, þegar hitt heimilis-
fólkið flúði. Náði hann sér þá í
vel brýnda öxi til varnar. Eftir
það. hafa menn engar sannar
fregnir um hann, aðrar en þær,
að hann var fluttur út í ræn-
ingjaskip. En þetta sýnir, að
hann, þrátt fyrir ellina, vildi
verjast í lengstu lög. Þetta er
sannur viðburður. Af ættstofni
þessa manns er Ólafur á Heyg-
um komtnn.
Þótt hann væri bóndasonur
og erfingi að góðri jarðeign,
stóð hugur hans til annars en
að stunda landbúnaðarstörf. 16
ára gamall fór hann til sjós á
íslandsmið og 6 árum síðar
sigldi hann til Danmerkur til
þess að vera viðstaddur fjöl-
breytta sýningu, sem þar fór
fram árið 1888. Þar var sýnt
ýmislegt, sem að fiskveiðum
laut.
Síðan gerðist Ólafur verzlun-
armaður hjá dönsku verzlunar-
félagi í Þórshöfn og varð nokkru
síðar verzlunarstjóri fyrir sama
félag heima í 'byggðarlagi sínu.
Um aldamótin stofnaði hann
sjálfur verzlunarfyrirtæki og
sýndi þá mikinn dugnað og
stórbrotnar hugmyndir, og verð-
Pétur Wigelund,
formaður Færeyingafél. í Reykjavík.
ur það honum ávallt til sóma,
en því miður samtíðarmönnum
hans til minnkunar.
Hann byrjaði með þvi að
að byggja dráttarbraut, sem tók
upp 100 smálesta skip. Til sam-
anburðar má geta þess, að fyrsta
dráttarbrautin hér á landi var
byggð í Reykjavík 12 árum síð-
ar. Hann byggði verzlunarhús
og bryggju, sem útlendir tog-
arar, er oft leituðu hafnar í
Vestmannahöfn, gátu lagzt við
og fengið afgreiðslu kolum og
salti og öðrum nauðsynjum.
Árið 1904 var Ólafur kjörinn
þingmaður fyrir byggðarlag sitt.
Sýndi hann strax mikinn dugn-
að og skörungsskap. Meðal
fyrstu mála, sem hann barðist
fyrir á þingi, var stofnun fær-
eysks banka og að sími yrði
lagður til Færeyja. Honum var
falið að afla nauðsynlegrar
þekkingar á þessum málum er-
lendis.
Þrátt fyrir baráttu Ólafs voru
bæði málin felld í lögþinginu, en
Ólafur lét þó ekki hugfallast,
heldur lét hann leggja á eigin
kostnað síma frá heimabyggð
sinni til Þórshafnar. En þetta
er 30 kílómetra vegalengd. Þeg-
ar • hér var komið sögu, fara
samtíðarmenn Ólafs yfirleitt að
vinna gegn honum. Mun þeim
hafa fundizt hann of djarfhuga,
enda mun það nokkru hafa
valdið, að hann var sjálfstæðis-
maður, en sú stefna átti örðugt
uppdráttar í þá daga, því að
þetta var um sama leyti, sem
Jóannes Patursson byrjaði sjálf-
stæðisbaráttu sína og fékk í
byrjun daufar undirtektir.
Næsta viðfangsefni Ólafs var
að beita sér fyrir virkjun Foss-
ár, sem er stærsta vatnsfall i
Færeyjum og fellur út af bergi
í Vestmannahöfn. Um þetta
segir Ólafur meðal annars: „Við
eigum að virkja Fossá og reka
sögunarmyllu, ullarverksmiðju,
fiðurhreinsunarstöð og allan
þann iðnað, sem okkur hentar
bezt, og ennfremur að nota raf-
magnið til ljósa og hita.“
Þessari uppástungu var frem-
ur fálega tekið. En Ólafur lét
rannsaka vatnsmagnið og ýmis-
legt annað í sambandi við virkj-
unina á eigin kostnað og stofn-
aði svo hlutafélag til þess að
hrinda þessu mikilvæga máli í
framkvæmd.
Árið 1910 sótti hann um styrk
til Lögþingsins til þessara fram-
kvæmda, en umsókninni var
vísað á bug. Menn virtust enn
ekki almennt hafa áttað sig á
þessum hugmyndum Ólafs eða
var það öfund eða hræðsla, sem
vakti mótspyrnu? Hann vildi
láta höfuðborgina fá rafmagn
frá Fossárvirkjuninni, en ráð-
andi menn þar í borg sáu s$r
ekki fært að styðja Ólaf, og út-
koman varð sú, að meðan hann
fór til útlanda til að vinna að
þessu máli, fengu mótstöðu-
menn hans því til leiðar komið,
að þeir, sem höfðu skrifað sig
fyrir hlutafé í félaginu, sviku
Ólaf, svo að hann stóð einn
eftir.
Á þessum ferðum sínum hefir
Ólafur kynnzt mörgum íslend-
ingum, þar á meðal Hannesi
Hafstein ráðherra, sem í einu
bréfi til Ólafs þakkar honum
fyrir góð ráð og bendingar og
ennfremur segir hann, að margt
af því, sem þeir hafi talað um,
hafi sér heppnast betur að
framkvæma á íslandi, heldur en
Ólafi í Færeyjum.
Þótt Ólafi auonaðist ekki að
sjá heitustu ósk sína, um virkj-
un Fossár, rætast, auðnaðist
honum þó að sjá bankann rísa
upp í Færeyjum og- síma lagðan
um allar eyjarnar, og ýms önn-
ur áhugamál, sem hann barðist
fyrir.
Ólafur á Heygum var mikill
að vallarsýn og glæsilegastur
allra Færeyinga, sem ég hefi
séð. Hann var heljarmenni að
burðum, og fara margar sögur
af aflraunum hans.
Hann eyddi meginhluta ævi
sinnar og fórnaði starfsþreki,
sínu i baráttu fyrir þau fram-
faramál, sem hann taldi nauð-
synlegust Færeyjum og fær-
eysku þjóðinni. En samtíðar-
mennirnir skildu hann ekki.
Hann var of langt á undan þeim,
eins og hent hefir fleiri mikil-
menni. Hann reyndi að sameina
landa sína til baráttu fyrir vel-
ferðarmálum, eins og Fossár-
virkjuninni, en það tókst ekki.
Okkur, sem horfum úr fjar-
lægð heim til Færeyja, finnst
Ólafur á Heygum
það lítt skiljanlegt, að svona
hefir farið, en skýringin mun
vera sú, að baráttan milli
stjórnmálaflokkanna hefir tek-
ið mestalla orku beztu manna
þjóðarinnar, og fyrir pólitískum
hagsmunum og viðhorfum hafa
velferðarmálin orðið að víkja.
Framtíðarviðleitni öll og hinar
stórbrotnu framtíðarhugsjónir
Ólafs á Heygum hafa lent í
skugga hinnar harðsnúnu
st j órnmálabaráttu.
Ólafur á Heygum, maðurinn,
sem hér hefir með örfáum orð-
um verið minnzt á, dó árið 1923.
Banamein hans var hjartaslag.
Hin fjölþætta og harða lífsbar-
^tta hans bugaði að lokum
þennan harðsnúna, hugdjarfa
og þróttmikla mann.
Honum auðnaðist ekki að
koma í framkvæmd hinni glæsi-
legu hugsjón sinni: virkjun
Fossár. Hún rennur ennþá, þótt
22 ár séu liðin frá andláti hans,
óbeizluð til sjávar i Vestmanna-
höfn.