Tíminn - 03.08.1945, Síða 6

Tíminn - 03.08.1945, Síða 6
6 TÍMPVI¥, fftstndagtim 3. ágnst 1945 58. blaff FIMMTUGIJR: Stefán Pálsson bóndi á Klrkjubóli í Korpudal Stefán Pálsson, bóndi á Kirkjubóli í Korpudal í Önund- arfirði, varð 50 ára s.l. mánud. Hann er fæddur að Kirkjubóli 30. júlí 1895. Foreldrar hans voru Páll Rósinkranzson og Skúlína Stefánsdóttir, kona hans. Páll var bóndi á Kirkju- bóli 1891—1924, en stundaði jafnframt sjó og var lengi skip- stjóri. Var hann kappsamur mjög, en lánaðist þó jafnan vel, og er hann víða kunnur. Páll sinnti einnig ýmsum félagsmál- um í sveit sinni, var lengi í hreppsnefnd og ýmsum félags- stjórnum. Hann var m. a. einn af stofnendum Kaupfélags Ön- firðinga og átti sæti í stjórn þess. Páll var maður bjartsýnn, fylginn sér og hinn drengileg- asti. Hann andaðist 21. ágúst 1930. Skúlína, ekkja hans, er enn á lífi, hátt á áttræðisaldri. Er hún furðu ern og gengur rösklega til verka, og er þó vinnudagur hennar orðinn langur og var stundum erfiður, sem nærri má geta, þegar hún þurfti að sjá um búskap allan, þegar Páll var fjarverandi við sjósókn. Þau hjón komu upp 11 börnum, en misstu nokkur ung. Er því auðséð, að Skúlína hefir löngum þurft að halda á dugn- aði sínum og tápi. Stefán Pálsson hefir fengið góðar erfðir frá foreldrum sin- um: bjartsýni, kapp, dugnað og drengskap. Faðir hans vildi venja hann við sjómennsku á unga aldri, en Stefán var svo sjóveikur að frá því var horfið. En kapp og seigla hins vest- firzka sjómanns var Stefáni þó í blóð borið, og hefir það komið fram í öllum störfum hans. Stefán stundaði nám í tvo vetur við unglingaskóla séra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi. Naut hann þar kennslu og áhrifa frá hinum ágætustu mönnum og hefir síðan á þeim hinar mestu mætur. Síðar nam Stefán söðlasmíði í Reykjavík og lauk prófi með ágætum vitn- isburði. Stefán Pálsson hóf búskap á Kirkjubóli vorið 1924. Tók hann þá við þeim hluta jarðarinnar, er faðir hans hafði búið á, en vorið eftir keypti hann hinn hluta jarðarinnar og hóf bú- skap á allri jörðinni. Gerðist hann athafnamaður í búnaði, gerði sléttur stórar og reisti myndarleg hús. Kirkjuból er nú ■það býli, sem er metið dýrast í Önundarfirði. Tún er þar mjög stórt og gott, og flæðiengj- ar miklar liggja þar niður af. Jafnhliða búskap sínum hefir Stefán stundað söðlasmíði, ak- tygjagerð og ýmsan annan iðn- að. Er hann bráðlaginn og hag- sýnn og afkastamaður mikill við iðnað sinn og mundi vel til þess fallinn að lifa sem iðnaðarmað- ur og þykja þar sómi í stéttinni. En hann hefir ekki viljað yfir- gefa hina gróandi jörð, þrátt fyrir kreppur og erfiðleika. Glæsilegt myndi Stefáni hafa þótt að gerast stórbóndi að gömlum hætti með mörg hjú og margbreytt verkefni. Þai; hefði hann staðið í fremstu röð. En hann hefir einnig orðið glæsi- legur bóndi á tímum hinna nýju tækja, þar sem sláttuvélin og rakstrarvélin vinna margra manna verk. Þrátt fyrir fólksfæð og ann- ríki hefir Stefán gefið sér tíma til að sinna ýmsum félagsmál- um. Þannig er hann ennþá for- maður í ungmennafélaginu Ön- undi, en þar hóf hann félags- störf sín innan við fermingar- aldur. Hann hefir verið í stjórn Búnaðarfélags Mosvallahrepps í rúm 20 ár og á nú sæti í skóla- nefnd. Hann heldur fast á mál- um sínum og er þók drengilegur í allri samvinnu. Stefán hefir alltaf verið ör- uggur bindindismaður á vín og tóbak. Hefir hann í þeim efnum haft svo góð áhrif í sveit sinni, að þau verða seint fullþökkuð. Stefán kvæntist vorið 1931 Guðrúnu Össurardóttur frá Kollsvík, og er hún ágæt kona og samhent mánni sínum. Það hefir þó orðið þeim til raunar, að bæði hafa átt við nokkra vanheilsu að búa, og hefir það gert þeim erfiðara að vinna störf sín og koma fram þeim umbótum og framförum, sem þau höfðu hug á. Þrjú eru börn þeirra hjóna og öll mannvænleg. Skúlínu er gefið táp og kapp og skjótur hugur, Kjartan er hagsýnn og handlaginn og gott efni í iðn- aðarmann eða vélfræðing, en Höskuidur er enn smásveinn, mjög efnilegur. Stefán Pálsson liggur nú á sjúkrahúsi í Reykjavík, en von er um að hann komi heim áður en langt líður. Sveitungar hans harma það, að þeir gátu ekki tekið í hendi hans á afmæli hans og óskað honum góðra og langra lífdaga. En allir hafa þeir sent honum óskir sínar og kveðjur, sumir bréf, 'sumir skeyti, en allir hlýjan hug. Guðm. Ingi Kristjánsson. Rausnarlegur stuðn- ingur við skógrækt Hjalti Jónsson ræðismaður er, eins og kunnugt er, öðlingur hinn mesti og drengilegur stuðningsmaður allra gagnlegra framkvæmda. Hann er fæddur Mýrdælingur og ann þeirri sveit, svo sem vonlegt er. Fyrir nokkr- um árum, þegar víðast var þröng í búi, lagði hann 500 krónur til skóggræðslu í Mýrdal, sem þá var gerð byrjun að af einu ung- mennafélaginu þar. En á síðastliðnu ári, eða vorið 1944, var fyrir forgöngu Gísla sýslumanns Sveinssonar stofnað Skógræktarfélag Mýrdælinga í minningu lýðveldisins, við mikla hrifningu almennings, ekki sízt ungmennafélaga. Varð Skóg- ræktarfélagið þegar fjölmennt,' bæði að ársfélögum og ævifélög- um, og hefir síðan undirbúið og hafið framkvæmdir. Gerðist það deild í Skógræktarfélagi íslands og hefir Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri veitt því mikils- verðan stuðning. Meðal þeirra, sem 1 upphafi, óskuðu að verða ævifélagar í Skógræktarfélagi Mýrdælinga og greiða ævitillag, var Hjalti Jónsson. Auk þess lagði hann enn 500 krónur til starfsemi fé- lagsins. Þótti félagsstjórninni vel við eiga, af öllum ástæðum, að leggja til á síðasta aðalfundi, að félagið gerði þennan styrkt- armann þess og mæta Skaft- felling áð heiðursfélaga, sem samþykkt var einróma. Nú hefir Hjalti Jónsson ný- lega verið á ferð á æskustöðvum sínum hér i Mýrdal, og afhenti hann þá enn félaginu hina höfðinglegustu gjöf, 5000 krón- ur í peningum, og lét þau um- mæli fylgja, að hann gerði það í heiðursskyni við Gísla Sveins- son sýslumann og alþingisfor- seta, vegna atorku hans og starfa að velferðarmálum hér- aðsins ín. m. Að sjálfsögðu fá héraðsbúar ekki fullþakkað rausn og rækt- arsemi Hjalta Jónssonar. En sem formaður Skógræktarfél. Mýr- dælinga vil ég fyrir hönd fé- lagsins færa honum alúðarþakk- ir fyrir hina miklu og ógleym- anlegu góðvild hans og óska honum allra heilla. Vík í Mýrdal, 23. júlí 1943. Óskar Jónsson. FYLGIST MEÐ Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. íslenzkt menningar- ráð alþjóðaviðskipta íslenzkt menningarráð al- i þjóðaviðskipta, sem stofnað var j haustið 1937 af landkynni og þáverandi formanni „Bandalags íslenzkra listamanna“, ásamt stjórnarmönnum úr „Norræna félaginu“ og félögunum„Alliance Francaise,“ „Anglia“ „German- iu“ og „Sovétvinafélaginu,“ hélt aðalfund í Reykjavík síðastlið- inn fimmtudag. Samþykktar voru lagabreytingar til að geta stækkað ráðið að miklum mun og boðið 30—40 íslenzkum félög- um og stofnunum að tilnefna fulltrúa i ráðið, Framhalds- aðalfundur skal haldinn í Reykjavík í haust. % Tilgangur ráðsins er „að vinna að menningarviðskiptum milli íslands og annara landa og að kynningar- og álitsauka lands- ins erlendis.“ Ráðið hefir á starfsökrá sinni þessi málefni: 1. Skipti á listsýningum og öðrum menningarlegum sýning- um. 2. Að styðja útgáfu greina, rit- gerða og bóka um ísland erlend- is og að styðja á sama hátt að aukinni þekkingu á einstökum öðrum löndum hér. 3. Að greiða. erlendis fyrir ís- lenzkum fræði- og listamönnum og sömuleiðis fyrir slíkum mönn- um erlendum hér. 4. Að greiða fyrir þátttöku ís- lendinga í alþjóðamótum er- lendis og því að haldin séu slík mót hér. 5. Að stuðla að því að endur- iskoðuð sé fræðsla sú um ísland, j sem veitt er í erlendum kennslu- bókum og um útlönd í íslenzluim kennslubókum og að greiða fyrir annari samvinnu um skólamál. 6. Að greiða fyrir því að er- lendar útvarpsstöðvar flytji efni varðandi ísland og sömuleiðis að því að íslenzka Ríkisútvarpið starfi á líkan hátt að því er snertir einstök önnur lönd. 7. Að stuðla að leiðréttingu rangra frásagna um ísland er- lendis og um útlönd hér. Samþykkt var á aðalfundinum að bjóða þessum félögum og stofnunum að tilnefna fulltrúa í ráðið: Bókmenntafélaginu, Rit- höfundafélaginu, Fél. íslenzkra rithöfunda, Fél. isl. myndlistar- manna, Fél. ísl. tónlistarmanna, Tónskáldafélagi íslands, Fél. ísl. leikara, Blaðamannafél., Háskól- anum, Útvarpsráði, Tónlistarfél., Ferðafél., Þjóðræknisfél., Kenn- arafélaginu, Fél. Menntaskóla- kennara, Samband ísl. barna- kennara, Norræna fél., Angliu, Alliance Francaise, Mennta- málaráði, Kennslumálaráðu- neytinu, Utanríkismálaráðu- neytinu, Kirkjunni, Prestafélag- inu, Lögfræðingafélaginu, Verzl- unarráði, Fél. verzlunarmanna, Verkfræðingafélaginu, Vísinda- félaginu, Læknafélaginu. Bók- salafélaginu, Fél. ísl. útgefanda, Landssambandi stúdenta, Forn- leifafélaginu, Sögufélaginu, íþróttasambandinu, Bandalagi skáta, Fél. „Mál og menning. Samband ísl. samvtnHufélaam. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna nálega í hvert sinn óvátryggðlr innanstokksmunir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Hjartanlega þakka ég börnum mlnum barnabörnum j og öörum vinum, er heiðruðu mig á 75 ára afmœlisdegi j minum 30. júní s. I. með heimsóknum, kvœðum, skeytum, I blómum og gjöfum. j Guð blessi ykkur öll. j Hólmfríð Beck j Litlu-Breiðuvík j i-------—------——------------—~—-------------------——------* U Cý l Kvennaskólinn við Blönduós, tekur til starfa 1. okt. n. k. og stendur til 12. maí 1946. Þær námsmeyjar, sem ekki eru mættar við skólasetningu, eða hafa gert forstöðukonu skólans fullnægjandi grein fyrir fjar- veru sinni, mega búast við að missa rúm sitt í skólanum, þar sem jafnan bíða margar stúlkur skólavistar. F. h. skólaráðsins. Kornsá, 25. júlí 1945. Runólfur Björnsson. Björgunarsveitir kvenna Laus staöa Útibússtjórastaðaii á Arnursíapa er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur Sigurður Steinþórsson, ktmpfélaqsstjóri. Kaupfélag Stykkishólms Frá Barnavinafélaginu SUMARGJÖF FRIÐGEIR SVEINSSON Skrifstofa félagsins, SKÁLHOLTSSTÍG 7, II. HÆÐ, er opín kl. 9,30 til 12 f. h. og klukkan 4 til 5 e. h. alla virka daga, nema laugardaga kl. 3,30—12 f. h. Þeir, sem þurfa að fá reikninga áritaða, eru vinsamlega beðnir að koma með þá til skrifstofunnar á nefndum tíma. — Skrifstofusíminn er 6479. F. h. stjórnarinnar. •• Konurnar hafa lagt sinn skerf af niu, ..um til þess, að Bandamenn ynnu sígur. Þœr hafa unnið í verksmiðjunum og við matvœlaframleiðsluna og haft á höndum mörg borgaraleg störf, og þœr hafa skipað fjölmennar sveitir í herjunum, bœði lijúkrunarsveitir, varösveitir og björgunarsveitir. Efri myndin sýnir konu á björgunarbát við strendur Englands kasta út línu, en á neðri myndinni er blómarós með tal- og hlustunartœki. — Ullarverksmidjan (r E F J (HV \ ✓ framleiðir fyrsta flokks vörur. Spyrjjið því jafnan f y r s t eftir Cref j iinai*vöriiin þegar yðnr vantar ullarvörur. ORÐSENDING m KAUPENDA TÍMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- Raitækj avinnustoian Selfossi framkvæmir allskonar rafvirkjastörf. samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. TÍMINN er víðlesnasta autflýslngablaðiðl

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.