Tíminn - 03.08.1945, Qupperneq 8
DAGSKttÁ er bezta íslenzha tímaritlð um
þjóðf élagsmál.
8
REYKJAVÍK
Þelr, sem riljfa kgnna sér þjfóðféiagsmál, inn-
lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá.
3. ÁGÍIST 1945
58. blað
y ANIVÍIX, TÍHANS S*
25. júlí, miðvikudagur: ,
Dellt um Leopold. j
Belgía: Harðar deilur urðui
enn í þinginu út af afstöðunni
til konungsins. Hinn kunni
belgiski stjórnmálamaður Spaak
réðist allharkalega á konung^
inn, einkum fyrir heimsókn
hans til Hitlers og viðræðurnar
við hann.
Þýzkaland: Þeir Churchill,
Attlee og Eden fóru heim til
Englands af ráðstefnunni til
að vefra við, þegar kosninga-
úrslit yrðu tilkynnt. Truman
fór til Frankfurt við Main til
viðræðna við Eisenhower.
26. júlí, fimmtudagur:
Kosuingasigur
Verkamannaflokksins
í Bretlandi.
England: Kosningaúrslit voru
tilkynnt. Verkamannaflokkur-
inn vann mikinn sigur í kosn-
ingunum og fékk hreinan þing-
meirihluta. _
Kyrrahafsstyrjöldin: Bretar,
Bandaríkjamenn og Kínverjar
sendu Japönum tilkynningu með
uppgjafarskilyrðum. V
^ \ m.
27. júlí, föstudagur:
Ný stjórn í Bretlandi.
England: Clement Attlee birti
ráöherralista sinn. Hánn verður
forsætis- og landvarnamála-
ráðherra, Hugh Dalton verður
fjármálaráðherra, Sjir ,Stafford
Cripps verður viðskiptamála-
ráðherra og Sir Herbert Morri-
son verður varaforsætisráðherra
og talsmaður rikisstjórnarinnar
í neðri málsstofu þingsins.
Japan: Uppgjafarskilmálum
Bandamanna hafnað.
28. júlí, laugardagur:
Attlee fer til Potsdam.
England/ Hinn nýi forsætis-
ráðherra Bretlands fór til ráð-
stefnunnar í Potsdam. Áður
höfðu hinir nýkjörnu þingmenn
Verkamannaflokksins endurkos-
'ið hann sem formann flokksins.
Attlee hefir lýst ýíir því, að
hann muni standa við öll þau
loforð og skuldbindingar, er
Churchill gaf, á meðan hann
sat ráðstefnuna. Churchill hefir
hafnað tilmælum Attlee um að
fara aftur til ráðstefnunnar.
Japan: Mikil loftárás var gerð
á Tokio og stóð hún yíir í eina
klukkustund.
Bandar íkin: Sprejigjufugvél
r§ikst á aj^erstu byggingu í
heimi, Empire State bygging-
una í New York, sem er 102
hæðir. Fór flugvélin í gegnum
bygginguna á 78. hæð og brunnu
7 hæðir^og fjöldi fólks fórst.
29. júlí, sunnudagur:
Hörð árás á
Japanseyjar.
Brezk og amerísk herskip og
flugvélar gerðu mjög harða áráis
á ýmsa staði í Japan. Einkum
var árásunum beint gegn leifum
japanska flotans og flotahöfn-
inni á Hamamatsu. Herskip
skutu meira en 1000 smál. af
sprengjum á borgir á eyjunum.
Fjöldi herskipa ■ sukku í .höfn-
inni á Hamamatsu.
Frakkland: Tilkynnt að ráð-
gjafarsamkundan hafi fellt til-
lögur frá de Gaulle um breyt-
ingar á stjórnarskránni. Ýmsar
aðrar -tillögur, er hann bar fram,
voru einnig felldar.
30. júlí, mánudagur:
EftirlitsnefMd Bsanda-
maima og Rússa.
Þýzka.land: Ef tirlitsnef nd
Bandamanna og Rússa í Þýzka-
j landi kom saman i fyrsta fund
isinn. í nefndinni eiga sæti
Montgomery marskálkur, Eisen-
hower hershöfðingi, Köning
hershöfðingi og Zhukov mar-
skálkur. Nefndin mun koma
saman framvegis á tíu 'daga
fresti.
Spánn: Laval var vísað úr
landi af spönsku stjórninni og
lagði hánn. af stað í flugvél á-
samt konu sinni til Norður-íta-
líu, en sneri aftur vegna flug-
vélabilunar.
31. júlí, þriðjudagur:
St j órnar skipti
I Svíþjóð.
Svíþjóð: Samsteypustjórnin,
sem verið hefir við völd'styrj-
aldarárin, baðst lausnar. Per
Albin Hanson verður fórsætis-
ráðherra hinnar nýju stjórnar,
eins og fráfarandf stjórnar.
Stjórnin er hrein jafnaðar-
mannastjórn.
Þýzkaland: Tilkynnt var frá
Potsdam, að vegna lasleika Stal-
ins væri ekki hægt að halda
fundi og hefir enginn fundur
verið síðan á sunnudag. Frétta-
ritarar fengu ekki að birta
fregnir af veikindum hans fyrr,
vegna strangrar fréttaskoðunar
í Potsdam.
Austurríki: Pierre Laval kom
til Austurríkis í flugvél með
konu sinni frá Spáni. Hann gaf
sig þegar í stað fram við her-
stjórn Bandaríkjamanna, er af-
henti hann frönskum yfirvöld-
um. ...
Fáheyrð spellvirki
í Fossvogskirkju-
garði ' .
Nú í sumar hafa verið talsverð
brögð að spellvirkjum, sem kall- \
ast mega eins dæmi hér á landi.
í vor meðan þurrkar voru mest-
ir var hvað eftir annað kveikt í
kvistlendi, svo að af hlutust
stórbrunar, eins og til dæmls
á Þingvöllum, Heiðmörk og
við Krýsuvíkurveginn. Nokkru
síðar voru gerðar ítrekaðar til-
raunir til þess að kveikja í hús-
um hér í bænum á næturþeli,
og einu sinni var ráðizt á vatns-
geymana á Öskj uhlíð og gerð
þar mikil spjöll.
Nú um helgina siðustu var enn
unnið hermdarverk af þessu
tagi, furðulega ógeðslegt. Að
þessu sinni var borið niður í
kirkjugarðinum í Fossvogi. Voru
þar framin margvísleg spjöll á
stóru svæði í vesturhluta garðs-
ins. Leiði voru skemmd á ýms-
an hátt. Steingirðingar voru
laskaðar með grjótkasti, gler-
hlífar brotnar á tveimur leið-
um og mynd af barni rifin burt
af öðru, trékross brotinn, tveir
krossar rifnir upp úr leiðum er-
lendra hermanna og fluttir á
Búnaðarbankinn
undirbýr
önnur leiði, kransar teknir af
nýjum leiðum, töluspjöld í her-
mannagrafreitnum færð til og
greinar rifnar af hríslum, sem
plantað hefir verið meðfram
aðalgirðingunni.
Það er venjulegum mönnum
torskiljanlegt, að til skuli vera
þeir óþokkar og vesalingar, er
geta lagt sig niður við annað
eins athæfi og þetta. En hér er
ekki um að villast. Það er sýni-
legt, að hér er að verða til í
þjóðfélaginu botnsori, sem við
höfum fram til þessa lítil kynni
haft af.
Vonandi tekst lögreglunni að
hafa upp á þessum lítilsigldu
auðnuleysingjum, og ættu allir
þeir, sem pinhverjar bendingar
gætu gefið, að láta henni þær
tafarlaust í ,té. Á skal að ósi
stemma. Ella kann verr að fara.
Búnaðarbanki íslands hefir látið hefja undirbúning að bygg-
ingu stórhýsis á lóð, sem nær alveg á milli Austurstrætis og
Hafnarstrætis, skammt vestan við núverandi aðsetursstað bank-
ans. Var byrjað að grafa fyrir grunni þessarar miklu bygging-
ar nú fyrir fáum dögum, og eru við þá vinnu notaðar mjög
stjórvirkar og fljótvirkar vélar. Hefir verkið sótzt óvenju-
lega vel.
Tíminn hefir snúið sér til Hílmars Stefánssonar bankastjóra,
ög spurzt fyrir hjá honum um þessar framkvæmdir. Fer hér
á eftir frásögn hans. >
n G A M L A BfÓ #
OBAUMURINN
HANS JÓA
Cabin In The Sky)
Amerísk söngvamynd.
Rochster,
Lena Horne,
Ethel Waters,
Duke Ellington
og hljómsveit.
Sýning kl. 5 og 9.
Börn innan 12 ára
fá ekki aðgang.
í
- I ' "
m ' . 7TT
r..* i, i "'T T—‘i' 'I -1 Ti'
...L. L ■ i: - v,; 1' , i -.i L±r
Uppdráttur að bankahúsinu nýja.
I
Hjúskapur.
Fyrra laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband á Akureyri ungfrú
Hrafnhildur Einarsdóttir skrifstofu-
stúlka og Karl Sveinsson sölumaður,
bæði starfandi hjá Sverri Bernhöft h.f.
Hjúskapur..,
Laugardaginn hinn 24. júnímánaðar
gifti séra Böðvar Bjarnason brúðhjón-
in Sólveigu Halldórsdóttur og Stefán
Jónsson skrifstofumann. Helmili þeirra
er á Njálsgötu 13 A.
Búnaðarbanki íslands hefir
fram til þessa haft aðsetur í
leiguhúsnæði. Var það upphaf-
lega tekið á leigu til tíu ára, og
er nú langt liðið á þann tíma,
en engar líkur eru til þess, að
leigusamningurinn fáist fram-
lengdur. Var því ekki um annað
að ræða en vinda bráðan bug
að byggingu bankahúss. Tókst
bankanum að /ná eignar-
haldi á ágætri lóð, þar sem unnt
er að reisa stórhýsi, er fullnægi
öllum þörfum stofnunarinnar
og þeim kröfum, sem gerðar eru
til húsnæðis, þar sem slíkur
rekstur sem umfangsmikil
bankastarfsemi á fram að fara.
Þetta hús verður talið Austur-
stræti 5, en annars nær lóðin
alveg milli gatnanna Austur-
strætis og Hafnarstrætis. Verð-
ur grunnflötur byggingarinnar
430 metrar, hæðirnar fimm, auk
kjallara, og stærð hússins alls
um 7700 teningsmetrar. Hefir
Gunnlaugur Halldórsson húsa-
Hilmar Stefánsson.
meistari gert uppdrættina að
byggingunrii,-
Ráðgert er að á neðstu hæð
verði afgreiðslusalur bankans,
og verður þægt að ganga inn í
salinn frá báðum götunum, en
aðaldyrnar eiga að snúa út áð
Hafnarstræti. Á þessari hæð á
bókhaldið einnig að fara fram.
í kjallaranum verða svo fjár-
hirzlur bankans, geymsluhólf
viðskiptafólks, kaffistofur fyrir
starfsfólk og hitunar- og loft-
ræstitæki.
Á annarri hæð verða húsa-
kynni bankaráðs, bankastjóra,
lögfræðings bankans, endur-
skoðunarskrifstofa og teikni-
stofur Byggingar- og landnáms-
sjóðs.
í þriðju, fjórðu og fimmtu
hæð verða aðallega skrifstofur
og munu sumar þeirra verða
leigðar öðrum fyrst um sinn,
meðan bankinn þarf ekki sjálf-
ur á þeim að halda til sinna
nota.
Jón Bergsteinsson múrara-
meistari hefir tekið að sér að
reisa húsið og mun öll áherzla
lögð á það að flýta byggingunni
eins og Jaægt er.
Loftleiðir eign-
ast nýja flugvél
Fær aðsetursstað á
flugvelllnum.
Loftleiðir h.f. hafa fest kaup
á nýrri flugvél. Er það Norse-
man-vél, sem félagið fær hjá
hernum, nýleg og traust. Eru
slíkar flugvélar mjög notaðar til
fólksflutninga í Kanada og
Alaska.
Flugvél þessi tekur 8—9 far-
þega. Er ætlun félagsins að nota
hana til flugferða til Vestfjarða
og Siglufjarðar, og lét það setja
undir hana báta í stað hjól-
anna.
Loftleiðir eiga nú fjórar flug-
vélar, Grumman-flugbát, tvær
Stinson-flugvélar og svo þessa
nýju vél. Önnur Stinson-flug-
vélin er litií landvél, sem félagið
keypti nýlega af ameríska fTug-
hernum, og hefir það í hyggju
að útbúa hana sérstaklega sem
sjúkravél, enda er hún hentug
til þess, þar eð hún getur lent
og hafið sig til flugs á litlum
velli.
Þá hefir félagið mikinn hug
/
á að eignast fleiri flugvélar, og
hefir einn af flugmönnum þess
dvalið vestan hafs til þess að
leitast fyrir um flugvélakaup.
Má fastlega gera ráð fyrir, að
félagið fái fleiri vélar innan
skamms. >
Þá hefir aðstaða félagsins
stórbatnað við það, að það fékk
nýlega til afnota flugvélaskýli,
er herinn var að hverfa úr, á
Reykjavíkurflugvellinum. Áður
var það einvörðungu háð lend-
ingarskilyrðum á sjónum, en
hér eftir getur það notfært sér
flugvöllinn, eftir því sem hent-
ugt er og gerð flugvéla þess
leyfir.
Úrval,
3. hefti 4 árg., er nýkomiS út. Meðal
efnisins eru þessar greinar: Franklín
D. Roosevelt, Einn af mörgum, Far-
þegaflug með rakettu?, Tilhugalíf dýr-
anna, Starfsemi UNRRA, Vinnukonu-
vandræðin, Útlit mannsins eftir 500
000 ár, Spánn síðasta stríðsveturinn,
Er hjónaband þitt f^rsælt fyrirtæki?
Staðreyndir og þjóðtrú um álinn, And-
stæður í sálarlífi manna, Aðferðin til
að hita upp Norðurheimskautslöndin,
Ertu gleyminn? Loftkastalar, Heimur-
inn- er lítill, Lækningamáttur moldar-
innar, Eðli orustunnar, Það, sem við
vitum um langlífi, Hann féíl 2000 fet
— og hélt lífí og margt fleira.
Bsendnr byrjaðir ....
(Framhald af 1. síöu) -
ness, sem verða þrjú jarðræktar-
svæði, Dalasýsla tvö svæði,
en Snæfellsnessýsla eitt. Bún-
aðarsamband Austur-Húnvetn-
inga, 7sem verður eitt samþykkt-
arsvæði, og Búnaðarsamband
Skagfirðinga, sem einnig verður
eitt samþykktarsvæði.
En svo eru önnur búnaðar-
sambönd, sem hafa málið í und-
irbúningi og háfa ákveðið að
setja hjá sér jarðræktarsam-
þykktir, en hafa hins vegar ekki
enn að fullu gengið frá öllum
atriðum. Má þar nefna Búnað-
arsamband Kjalarnesþings. Þá
hefir og Búnaðarsamband Vest-
fjarða málið í undirbúningi, en
þar er við mi£la örðugleika að
etja, vegna þess hve byggðirnar
eru dreifðar og aðskildar og því
erfitt að sameina þær í stór
j arðræktarsvæði.
Jarðræktarráðunautur Búnað-
arfélagsins er nú á förum til
Vestfjarða, til þess að vera stjórn
búnaðarsambandsins þar hjálp-
legur við að koma skipulagi á
þessi mál. Þá hefir Búnaðar-*
samband Strandamanna, sem
áður hefir verið í Vestfjarða-
sambandinu, en nú er orðið að
sjálfstæðu búnaðarsambandi, á-
kveðið að koma á jarðræktar-
N Ý J A B t Ó
LIÐÞJÁLFINN
ÓSIGRANDI
(„Immortal Sergeant“)
Spennandi og ævintýrarík
mynd.
Aðalhlutverkin leika:
Henry Fonda,
Maureen O’Hara.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJABNABBÍÓ
ÞRENNT I
HESMILI
(3 Is A Family)
Sprenghlægilegur
amerískur gamanleikur.
Marjorie Reynolds
'Charlie Ruggles
Sýning kl. 5, 7 og 9.
samþykktum hjá sér og vinnur
nú að undirbúningi málsins. Þá
má riefna Búnaðarsámband
Austurlands, sem er eitt af
stærstu samböndunum. Þar er
málið einnig í undirbúningi, en
þar er að nokkru leyti við svip-
aða örðugleika að etja og á
Vestfjörðum hvað snertir að
koma öllu sambandssvæðinu
niður i skipuleg jarðræktar-
svæði. Búnaðarsamband Norður-
Þingeyinga vinnur einnig að
undirbúningi málsins.
— Var ekki orðin ákaflega
brýn og aðkallandi þörf fyrir
setningu þessara laga?
— Jú, það er óhætt að fullyrða
það. Það leikur ekki vafi á þvi,
að þessara laga var fyllilega
þörf. Eins og undirtektirnar hjá
búnaðarsamböndunum sýna, þá
var mjög mikill áhugi fyrir
hendi hjá bændum, til að taka
upp stórfeldar ræktunarfram-
kvæmdir með nýtízku vélum á
félagslegum grúndvelli, eins og
þarna er gert ráð fyrir.
Búnaðarfélag íslands er stað^*
ráðið í að vinna að því að slíkt
fyrirkomulag í ræktunarmálum
sveitanna verði tekið upp um
allt land, nú sem allra fyrst.
Byrjunin hefir gengið svo vel,
að við væntum þess, að þetta
geti tekizt á þessu ári og því
næsta. En til þess að löggjöf
þessi geti komið að þeim notum,
sem ætlazt er til, er það sér-
staklega tvennt, sem er nauð- \
synlegt: í fyrsta lagi það, að
nægilega mikið af beztu rækt-
unarvélum fáist innfluttar til
landsins og í öðru lagi, að það
fáist sajnþykktar þær breyting-
ar á jarðræktarlögunum, sem
Búnaðarfélag íslands undirbjó
á sínum tíma, ásamt lögunum
um jarðræktarsamþykktir. En
þessar breytingar á jarðræktar-
lögunum fengust ekki samþykkt
ar, er þær lágu fyrir seinasta
Alþingi.
Það er hin mesta nauðsyn, að
slík breyting um hækkaðan
styrk til ræktunarframkvæmda
fáist samþykkt þegar á næsta
Alþingi, því að fyrr en sú breyt-
ing fæst, koma lögin um jarð-
ræktarsamþykktirnar ekki að
tilætluðum notum.
Hjónaefni.
Nýlega opinberuðu trúlofun sína i
Hafnarfirði ungfrú Auður Guðmunds-
dóttir og Magnús Randrup, hljóðfœra-
leikari.
Hjúskapur. .
Fyrra laugardag voru gefin saman ’
í hjónaband af síra Jóni Thorarensen,
Sigurveig Halldórsdóttir og Pétur Thor-
steinsson. Heimili þeirra verður á
Öldugötu 55.
Trúlofun.
Nýlega opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Erla Stefánsdóttir, Bergþóru-
götu 41, og Vilmundur Stefánsson,
starfsmaður að Álafossi.
/
/
V