Tíminn - 10.08.1945, Blaðsíða 1
4
KITSTJÓRX:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Símar 2353 oe 4373.
PRENTSMIÐJAN EDDA hX
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A.
Síml 2323.
29. árg.
Reykjavík, föstudaginn 10. ágúst 1945
59. blað
Mænuveikifaraldur i Reykjavíkvajj er j vændllfll í verölagsmálunum?
Mænuveikisfaraldur hefir komiff udd í Reyk.iavík oe' ná-
Mænuveikisfaraldur hefir komiff upp í Reykjavík og ná-
grenni og -náff nokkurri útbrelffslu. Veikinnar varff fyrst vart
í Hafnarfirffi, en fyrir nokkru veiktist veitingamaffurinn aff Sel-
fossi og síffan hafa orðiff nokkur tilfelli í Reykjavík og nágrenni.
Tíffindamaður blaðsins hefir snúið sér til Magnúsar Péturssonar,
héraffslæknis í Reykjavík, og fengiff hjá honm eftirfarandi upp-
lýsingar um veikina:
Mænusótt hefir komið upp i
Reykjavík og nágrenni og þegar
náð nokkurri útbreiðslu þannig,
að þegar er vitað með vissu um
milli 10 og 20 sjúklinga. Veikin
virðist. yfirleitt væg ennþá, þó
hefir ein kona látist úr henni.
Um mænusótt yfirleitt er þetta
helzt að segja:
Hún er smitandi sjúkdómur,
sem gengur oft sem farsótt með
nokkurra ára bili. Þó verður oft
vart við einstök tilfelli á víð
og dreif einnig þau árin, sem
hún ekki getur talizt faraldur.
Sjúkdómur þessi telst til
hinna svonefndu vírussjúk-
dóma, en sýkillinn hefir fund-
izt og tekist að einangra hann.
Hefir verið hægt að sýkja apa
með honum og hagar veikin sér
þá líkt þar og á mönnum.
Ekki hefir tekizt að færá sann-
anir fyrir því, að sýkillinn ber-
ist með dauðum munum, svo
sem fatnaði eða öðru því um
líku.
Það er mjög sjaldgæft, að hægt
sé að rekja feril sjúkdómsins
og má heita hreinasta undan-
tekning, né heldur finna sam-
band-milli hinna einstöku sjúk-
linga.
Talið er, að þegar um farald-
ur sé að ræða, þá taki fjöldi
manna í sig sýkilinn, án þess
að veikjast, og margir sýkist
svo vægt, að ekki sé neitt mark
á því tekið, en slík sýking er þó
Gísti Gudm.undsson
lætur af f)ingmennsku
Björn Kristjánsson
verður í kjöri
Gísli Guðmundsson, alþingis-
maður Norður-Þingeyinga, hefir
sagt af sér þingmennsku sökum
vanheilsu og verða alþingis-
Gísli Guömundsson.
kosningar látnar fram fara í
kjördæminu þriðjudaginn 18.
september næstkomandi. Fram-
boðsfrestur er til 17. ágúst, og
hafa Framsóknarmenn þegar
ákveðið, að Björn Kristjánsson,
káupfélagsstjóri á Kópaskeri,
verði í kjöri af þeirra hálfu í
stað Gísla.
Samkvæmt heimild í lögum
hefir auglýsingafrestur verið
felldur niður og frestur til þess
að leggja fram kjörskár verið
styttur. Skulu þær hafa verið
lagðar fram fimm vikum fyrir
kjördag.
Gísli Guðmundsson hefir ver-
ið þingmaður Norður-Þingey-
inga í ellefu' ár, en hinn nýi
frambjóðandi, Björn Kristjáns-
son, var áður þingmaður kjör-
dæmisins í þrjú ár, 1931—1934.
nægileg til þess að gefa ævi-
langt ónæmi, enda fær enginn
þessa veiki nema einu sinni.
Veiki þessi fylgir mjög ákveð-
ið árstíðum og hefur jafnan
göngu sína um heitasta tíma
ársins.
Mjög oft byrja faraldrar
þannig, að veikin blossar allt.
í einu upp nær samtímis á
ýmsum stöðum, án þess nokkur
saínband finnist milli sjúkling-
anna.
Af þessu, sem sagt •hefir verið,
má ráða, að allar sóttvarnir
gegn veiki þessari hafa reynzt
gagnlausar, enda munu þær
hvergi viðhafðar. Þó er venju-
lega reynt að einangra nokkuð
sjálfa sjúklingana eftir því sem
við verður komið, þótt það einn-
ig megi teljast oftast unnið fyr-
ir gýg, vegna hinna mörgu, sem
sýkjast án þess, að vitað sé um.
Engin lyf þekkjast, sem læknað
geta veiki þessa.
Til þess að reyna að forðast
veikina, er fyrst og fremst hrein-
læti og líkamlegur þrifnaður út
í yztu æsar, forðast^ eftir megni
of mikla áreynslu, ekki sízt í-
þróttir. Einnig allt, sem getur
veikt mótstöðuafl líkamans, svo
sem kulda og vosbúð. Einkum
ber að varast sund og böð
köldu vatni eða sjó. Þá er það
afaráríffandi, að fólk, sem veik-
ist af hitaveiki, sem ekki væri
óhugsandi, að gæti verið þessi
veiki, fari þegar í stað í rúmið,
leiti læknis og liggi af sér allan
grun, því að fullkomin hvíld
sjúklingsins nógu lengi, er talin
að geta varnað slæmum afleið-
ingum.
Allmargir faráldrar af veiki
þessari hafa áður gengið hér
landi, einkum norðanlands. Síð-
asti faraldurinn mun hafa verið
1938 og bar þá einna mest
honum í Vestur-Húnavatns-
sýslu.
Það hefir nú verið upplýst, að
veiki þessarar varð vart í Hafn-
arfirði í síðastliðnum júnímán-
uði. En hér í Reykjavík fæ ég
fyrst vitneskju um hana þ. 21
júlí síðastl., er einn af læknum
bæjarins tilkynnir mér, að hann
hafi komið til sjúklings með
þessa veiki. Reyndist svo, að
sjúklingur þessi var nýlega kom
inn, lasinn* austan frá Selfossi
án þess að veiki hans væri fyrr
ákveðin.
Síðan verður hennar vart
næstu daga á víð og dreif um
bæinn nær samtímis, bæði
Austur- og Vesturbænum, inni
í Kleppsholti og fram á Sel-
tjarnarnesi. Og nú hafa fundist
sjúklingar, sem vafalaust hafa
sýkzt fyrir hálfum mánuði. Má
því jafnvel gera ráð fyrir, að
léttasta tegund veikinnar hafi
þegar verið hér í bænum um
nokkurn tíma.
Af varnaraðgerðum hér
Reykjavík mun fyrst um sinn
aðeins verða reynt að sjá þeim
sjúklingum fyrir sjúkrahúsvist
sem mesta þörf verða taldir að
hafa fyrir hana, en hinum leyft
að vera heima undir sérstökum
varúðarreglum, án þess þó, að
heimilin eða heilbrigt fólk verði
einangrað.
Hvaðan kemui* lionuÉ heimild til þessa
ltverjir ætla að kanpa þessa báta?
í dag ,
birtist á 3. síffu ræða herra
Sveins Björnssonar, forseta fs-
iands, viff embættistökuna.
Neffanmáls er grein eftir
Ingibjörgu Jónsson um kenn-
arastól í íslenzkum fræðum við
Manitobaháskóla.
Ríkisstfórnin semur um
smíði 31 báts
og
Sú frétt hefir borizt frá ríkisstjórninni, aff hún hafi
gert samninga viff fáeinar innlendar skipasmíðastöffvar
um smíffi 31 báts. Verffa þeir af tveimur stærffum, 35 rúm-
lestir og 55 rúmlestir, og kosta þeir fyrrnefndu 265 þúsund
krónur, án aflvéla, en þeir stærri 423.500 krónur.
Þessi frétt hefir vakið tals-
verða furðu.
Það verður að teljast meira
en vafasamt, að ríkisstjórnin
hafi nokkra heimild til þess að
gera slíkar ráðstafanir. Þegar
samþykkt var heimild um báta-
kaup á siðasta þingi, var það
að gefnu tilefni skýrt fram tek-
ið af hálfu ríkisstjórnarinnar,
að sú heimild næði aðeins til
kaupa á ákveðinni tölu Svíþjóð-
arbáta, sem þá voru ráðin.
En það er annað, sem menn
spyrja þó jafnvel enn meira um
í sambandi við þetta mál. Hverj-
ir hafa 'keypt þessa báta af rík-
isstjörninni? Hvaða tryggingu
hefir hún fyrir því ,að losna við
bátana, þegar þeir eru tilbúnir?
Bátarnir fullgerðir kosta rík-
issjóð milli tíu og tuttugu millj.
króna. Hér er því ekki um neina
smáupphæð né smávægilega á-
hættu að ræða fyrir ríkissjóð,
ef bátarnir eru ekki seldir með
öruggum hætti fyrirfram. En
svo mun ekki vera. Hefði svo
vej-ið, gat nýbyggingarráð haft
milligöngu og látið smiða þá
á ábyrgð kaupenda.
Það, sem verður að teljast
óverjandi ábyrgðarleysi, er það,
ef ekki hefir fyrirfram verið
leitað til útgerðarmanna og þeir
um það spurðir, hvort þeir vildu
þessi bátakaup eða keyptir væru
nýir bátar eða nýlegir frá út-
löndum, til dæmis Svíþjóð, þar
sem verðið er nú talið allhag-
kvæmt og lækkandi, að því er
Óskar Halldórsson hefir talið.
Skipa og aijnarra framleiðslu-
tækja er auðvitað nauðsynlegt
að afla, en það verður að gerast
með skynsamlegum hætti, svo
að atvinnuvegunum sé ekki í-
þyngt að óþörfu
Vitanlega eru það útgerðar-
mennirnir og sjómennirnir, sem
bera þungann af þvi, hvað þessir
bátar kosta (nema skellurinn
verði látirin lenda á ríkissjóði
og óbeint á atvinnuvegunum),
sem eiga að ráða því, í samráði
við nýbyggingarráð, hvar bát-
arnir eru smíðaðir eða keyptir.
Þessar bátasmíðar, sem virð-
ast vera gerðar í heimildarleysi,
sýnast því vera eitt af því ráð
leysisfálmi ríkisstjórnarinnar,
sem ósýnt er til hvers leiðir.
Sett sérstakt sumarverð afurða,
er eigi hafi áhrif á vísitöiuna
í síðari hluta síðustu viku gaf ríkisstjórnin út bráffabirgffa-
lög um sérstakt sumarverff á landbúnaðarafurffum, er eigi hafi
áhrif á vísitöluna. Samkvæmt þeim á ekki að taka til greina við
vísitöluútreikning verfflag á kindakjöti og kartöflum, er á boff-
stólum verður fram til haustsins. Jafnframt er í þessum bráða-
birgffalögum gefin heimild til þess aff hafa í framtíffinni tvenns
konar verff á landbúnaðarafurðum,. án þess aff tekiff sé tillit til
nema lægra verffs, þegar vísitala skal fundin.
í uppha’fi fyrstu greinar þess- ar þessara aðila ræddust við og
ara laga er gert ráð fyrir heim- reyndu að komast að samkomu-
ild ríkisstjórninni til handa um lagi um það, hvernig framan-
Fastar flugferðir hafnar
mílli íslands og Svíþjóðar
Fyrsta flas’vél ít*r til SviþjóSar í dag,
* ef veðrn* leyfir
■ -> -<• »•—9 ** m • •*» • • -
Svíar eru um þessar mundir aff hefja reglubundnar flug-
ferffir milli Svíþjóffar og Bandaríkjanna með viffkomu á íslnadi
Vei’ffa fluttir íslenzkir farþegar frá Stokkhólmi hingaff og h^ðan
til Svíþjóðar. f ráði er einnig, aff flugferffir hefjist frá Svíþjóff
til Reykjavíkur, sem endastöð. Frá því 13. júlí hafa verið farin
þrjú tilraunaflug frá Svíþjóff til Amerjjtu meff viðkomu á íslandi
Hafa þær ferffir gengið aff óskum og lofa góðu um framtíffina,
Hingað til landsins er fyrir j— New York og til baka. Hafa
nokkiru kominn umboðsmaður
flugfélags þess í Svíþjóð, er
annast mun þessar ferðir. Heit-
ir hann Berthil Björkman verk-
fræðingur. Sendifierra Svía hér,
Otto Johansson bauð nýlega
blaðamönnum á heimili sitt til
viðræðna við Berthil Björkman
um millilandaflug það, sem nú
er að hefjast á vegum sænsku
flugfélaganna.
Verkfræðingurinn lét i ljós
þakklæti sitt fyrir samninga-
lipurð þeirra íslendinga og
amerískra hernaðaryfirvalda er
hann hefði haft viðskipti við.
Hann sagði, að fyrst í stað
myndi fargjaldið með flugvél-
unum milli íslands og Svíþjóðar
verða rúmar 1500 krónur, en gat
þess, að von væri lækkunar,
þegar stærri flugvélar yrðu
teknar til notkunar á flugleið-
inni. Þær flugvélar, sem fyrst
um sinn verða notaðar taka að-
eins 12 farþega.
Félagið SILA, sem á íslenzku
myndi heita „Sænskt megin-
landsflug h.f., hefir undanfarið
haldið uppi flugferðum á leið-
inni Stokkhólmur — Keflavík
starfsmenn félagsins nú aflað
sér mikillar og haldgóðrar
reynslu í flugi á þessum leiðum
að verja fé til niðurgreiðslu á
tilteknum neyzluvörum . „eða
á annan hátt“ í þvi skyni að
halda dýrtíðarvísitölunni niðri
frá 15. september 1945 til jafn-
lengdar 1946.
Síðan segir svo í niðurlagi
þessarr greinar:
„Ef vara er seld tvenns kon-
ar verði og niðurgreiðsla hefir
farið fram á hæfilegu neyzlu-
magni vörunnar að dómi ríkis-
stjórnar, skal vísitalan eingöngu
miðuð við lægra verðið.“
í annarri grein er ákvæðið
um sumarverð á landbúnaðar-
afurðum, ,er eigi hafi áhrif á
vísitöluna:
„Verðlag á kjöti af sauðfé,
sem slátrað er áður en venju-
leg haustslátrun hefst og á
kartöflum, sem teknar eru upp
fyrir venjulegan uppskerutíma,
skal eigi hafa áhrif á dýrtíðar-
víisitölu.“
Undanfarið hefir orðrómur
gengið um það, að ríkisstjórnin
hugsi sér að fara út á þá braut,
að borga niður aðeins nokkurn
hluta þess magns, sem neytt
hefir verið af landbúnaðaraf-
urðum, en láta útsöluverð hins
svo hækka — með öðrum orð-
um taka upp skömmtun á þess-
um vörum að nokkru leyti.
Ákvæði það, sem lætt hefir
verið inn í síðari hluta fyrstu
greinar þessara bráðabirgða-
laga, bendir í þá átt, að ríkis-
stjóriiin búi yfir slíkum ráða-
gerðum, þótt vandlega sé hjá
því sneitt, að minnast á slíkt
í greinargerð þeirri, sem fylgir
lögunum eða í blöðum ríkis-
stjórnarinnar.
Enginn vafi er á því, að slík-
ar örþrifaráðstafanir myndu
verða til þess að draga úr sölu
innlendra afuröa og valda land-
búnaðinum stórtjóni og jafn-
framt verða neytendum til
skaða, þar sem þeir verða að
greiða miklu meira fyrir sama
eða jafnvel stórum minna magn
af nauðsynlegum neyzluvörum,
án þess að fá neinar bætur.
Fyrir fáum dögum skrifaði
ríkisstjórnin Búnaðarfélagi ís-
lands og Alþýðusambandi ís-
lands og óskaði þess, að fulltrú-
greiindum verðlagsmálum yrði
há^ttað. Út af fyrir sig er ekki
aö lasta slíkt. Þessir aðilar hafa
ræðzt við áður og komið sér
saman um, hvaða verð bændúr
þurfi að fá fyrir landbúnaðar-
afurðirnar til þess að lífskjör
þeirra séu sambærileg við kjor
annarra vinnandi stétta. Þetta
var hið svonefnda sexmanna-
nefndarálit 1943.
Það á eftir að sýna sig, hvort
þessi tilmæli ríkisstjórnarinnar
eru aðeins hráskinnaleikur og
undirbúningur að öðru verra.
En vitað er það, að þessar tvær
stéttir geta ekki,. eins og mál-
unum er nú komið, einar ráðið
þessum málum til lykta. Vegna
þeirrar óstjórnar, sem ríkt hef-
ir í fjármálunum síðari 1942 og
þar af leiðandi verðbólgu og
dýrtíðar, verður þetta vanda-
mál ekki leyst, nema stríðs-
gróðamennirnir færi sínar fórn-
ir og til þess þarf að sjálfsögðu
löggjöf frá Alþingi. Þar er vald-
ið, og þaðan verða að koma á-
kvarðanirnar um það, að taka
stríðsgróðann til þess að jafna
metin, þannig, að niðurfærsla
kaupgjalds og verðlags verði
hinum vinnandi stéttum ekki
of 'tilfinnanleg fórn.
En vegna þess, hve ofan-
greindar viðræður Búnaðarfé-
lagsins og Alþýðusambandsins
virðast tilgangslitlar af ástæð
um, sem þegar hafa verið rakt-
ar, eru margir farnir að geta
sér þess til — reynslan verður
að skera úr, hvað rétt er —, að
þetta sé undirbúningur þess, að
ríkisstjórnin hrifsi til sín valdið
að ákveða afurðaverðið. Það eigi
að hafa það að skállpskjóli, að
samkomulagstilraunir Búnaðar-
féíkgsins og Alþýðusambandsins
hafi strandað.
En hvað sem þessu líður, þá
(Framhald á 8. síðu)
Berthil Björkman, fulltrúi SILA.
og er þess vænst að nú verði
hægt að taka upp reglubundn-
ar flugferðir, að minnsta kosti
einu sinni í viku. Nú þegar verð-
ur byrjáð á að taka farþega á
(Framhald á 8. siðu)
Fyrstu fundir
Búnaðarþings
Búnaðarþing kom saman til
fundar á þriðjudaginn var, og
eru forsetar þess Bjarni Ás-
geirsson, formaður Búnaðarfé-
lags íslands, Pétut' Ottesen og
Jón Hannesson, en skrifarar
Hafsteinn Pétursson og Þor-
steinn Þorsteinsson.
Voru nefndir kosnar hinn
fyrsta fundardag. Síðan hafa
þingfundir ekki verið haldnir
fyrr en í gær, heldur verið starf-
að í nefndum að undirbún-
ingi mála, er þingið mun fjalla
um.
Nýtt Dag-
skrárhefti
Fjórða hefti hins fyrsta ár-
gangs Dagskrár kemur út eftir
fáa daga. H«fst það á grein um
lýðræði og samvinnu eftir Ólaf
Jóhannesson. Þá er ávarp, er
Vilhjálmur Þór flutti ísiending-
um í New York, kvæði eftir Hörð
Þórhallsson og Vanrækt verk-
efni, grein eftir Jens Hólmgeirs-
son. Þá kemur ýtarleg grein um
endurreisnaráformin í Bret-
landi, grein um skólamál eftir
Pál Þorsteinsson og grein um
James Monroe.'Loks er kvæði
eftir Hörð Þórhallsson, ferða-
saga frá Ítalíu eftir sama, frá-
sögn um þriðja þing S. U. F. og
lausavísur eftir Jónas Tryggva-
son.
Ritið er hið bezta úr garði
gert. Með þessu hefti verða
sendar póstkröfur til þeirra, er
eigi hafa greitt árgjaldið, og er
þess vænzt, að þeir innleysi þær
sem fyrst.
\