Tíminn - 10.08.1945, Blaðsíða 7
59. blað
TÓIirVA1, föstndagiim 10. ájgiist 1945
7
IVEæðumál
(FramhalcL af 4. síðu)
hennar á þessu máli og tillögur,
sýni það, sem ég hefi áður sagt,
að nefndin er trúlaus á fjár-
skiptabeiðnina og mótfallin því,
að stórfé sé varið til kostnaðar,
sem hún býst ekki við að beri
tilætlaðan árangur. En fyrir á-
kafan áróður héraðsbúa vill hún
ekki neita um allt liðsinni, og
miðar sínar tillögur því við það,
sem henni virðist að *gæti verið
einhver bót rétt í svip. Af gangi
málsins er líka auðséð að nefnd-
in er orðin leið og þreytt á Þing-
eyirigum og róðri þeirra í mæði-
veikimálunum, og vill hafa þá
af sér, ef vera mætti með ein-
hverjum smáfríðindum, eins og
t. d. að hjálpa Bárðdælum við
að koma upp fullkomnari heima
landagirðingum. Er skiljanlegt,
að þeim þyki óbúmannlegt að
slá slíku úr hendi sér, þegar það
býðst.
Þetta er ekki sagt út í bláinn
eða neinar getgátur — og skal
rökstutt. Á fundinum á Laugum
fann framsögumaður nefndar-
innár ástæðu til að lýsa yfir
því í ræðu, að nefndina furðaði
á þvi kappi og ásókn^ sem sýnd
hefði verið við málflutning hér-
aðsbúa, og á fleira benti'. hann
í aðfinnslutón. Og ákveðin neit-
un nefndarinnar í fundarlok um
að hún tæki að sér að sækja
fyrir hönd héraðsbúa um fj ár—
veitingu til að kosta fjárskiptin,
talar svo skýru máli, að óþarft
er að útskýra hana.
Nú býst ég við að lesendur
spyrji:
Á þá ekkert að gera í þessum
málum?
Telur þú ástandið í bessum
málum svo gott hjjá ykkur Mý-
vetningum,. að rétt sé að vinna
bara á móti niðurskurði og fjár-
skiptum og láta þar við sitja?
Ég skal að síðustu víkja nokk-
vuð að efni þessara spurninga.
Sauðfjársjúkdómanefnd ' er
ekki ein um þá skoðun að fjár-
skiptaleiðin muni reynast ó-
framkvæmanleg — og haldlaus.
Ég á þess árlega kost, að kýnn-
ast nokkuð skoðunum bænda
víðs vegar að af landinu ,og nú
í seinni tíð verið ég, utan Þing-
eyjarsýslu, þess naumast var,
að bændur hafi trú á að fjár-
pestunum verði útrýmt með
niðurskurði og fjárskiptum, og
landið hreinsað á þann hátt. Ég
er sannfærður um að ómögulegt
er nú, og hefir líklega alltaf ver-
ið ómögulegt, að vekja þá öldu,
sem komi af stað þeim straumi,
sem gripi um landið allt, eins
og ýmsir Þingeyingar hafa fyrr
og síðar hugsað sér. Og mér þyk-
ir næsta ólíklegt, að nokkur
stjórnmálamaður fengist til að
bendla sig við málið á ábyrgan
hátt, þannig, að be^jast fyrir
því á löggjafarþinginu að fá
' ríkisfé þil þess óhemju kostn--
aðar, sem af allsherjar fjiár-
skiptum myndi leiða. ’ (
Á fundum og i daglegum um-
ræðum viðurkenna sjálfir fjár
skiptamennirnir að samkvæmt
reynslu og öllum líkum, verði
að reikna' með því, að veikin
komi upp aftur éftir fá ár, þó
að henni sé útrýmt með niður-
skurði. Veikin er í rauninni orð-
in landlæg, og menri búast yfir-
leitt við að hún verði landlæg
áfram. En þá er líka jafnvíst,
að það væri glapræði hið mesta
að drepa nú niður þann stofn,
sem veikin er búin að herja á og
drepa úr það næmasta og veik-
byggðasta gagnvart veikinni. Þá
myndu menn aftur á ný verða
að mæta veikinni með óreynd-
an fjárstofn og endurtaka á sig
tjónið af byrj unhruninu, sem
venjulega reynist langtilfinnan-
legast. Við landlægan sjúkdóm
verður að beita lækningum og
úrvali eftir því sem ættstofnar
reynast. Þessá leið verður að
fara hér, og ég tel að reynsla
síðustu missira gefi strax miklar
vonir um þolanlega niðurstöðu.
En hér er ég kominn að víðtæku
úmræðuefni, sem ég tel vekki
fært að lengja skrif mitt með
að þessu sinni ,og bíður því betri
tíma. En því tvennu vil ég þó
bæta við, að lækningatilraun-
irnar þarf að skipuleggja meira
5 en nú er gert og hafa meira
eftirlit með þeim, og ennfremur
má nú þegar telja fullsannað,
að skozki fjárstofninn, sem inn
var fluttur og blendingar af
þeim stofni standast veikina
mikið betur en innlenda féð.
F I u g f e r ð
REYKJAVÍK—STOCKHOIM
með
Svensk Intercontlneiital LiiMraí'ik AII.
99
S I L A“
verður væntanlega S.—IO. ágiíst.
Þeir, sem óska eftir fari með 'þessari eða seinni flug-
ferðum, setji sig í samband við skrifstafu FLUGFÉLAGS
ÍSLANDS H.F., Lækjargötu 4, sími 6440, sem gefur nánari
upplýsingar. Til slíkrar ferðar þarf sænska veg^bréfs-
áritun. Seinna verður auglýs^ hvenær næstu flugferðir
verða.
Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla
Leonardo da Vinci
eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingn
Björgúlfs læknis Ólafssonar
er k'omin í bókaverzlanir
Leonardo da Vinct var furðulegur maður. Hvar sem hann er nefndur i bókuði, er
eins og menn skorlt orð til þess að lýsa atgerfi Jians og yfirburðum. í „Encyciopeedia
Brilanmca" (1911) er sagt, nð sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningi ti 'sviði
visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði enzt tíi að afkasta hundtaðnsta
parti af öllu þvi, sejn hann fékkst við
Leonardo da Vinct var óviðjafnnnlegur mtílari. En hann var lika uppfinningnmaðnr
d við Edison, eðlisfraðingur, stœrðfrœðingni, stjörnujraðingur og hervélaf%/eÖingur
Hann fékkst við rannsóknir i Ijósfraði, liffarafraði og stjórnfraði, andlitsfall manna og
fellingar i klaðum athugaði hann vandlega. ^
Söngmaður var Leortardtx góður og ték sjdlfur d hljóðfart Enn fremur ’ritaðí hann
kynstrin-öll af dagbókum, en - 1
list háns hefir gefið hpnum orðstír, sem aldrei deyr.
Þessi bók um Leonardo da Vinci er saga um manntnn, er fjöthafaslur og afkasta-
méstur er talinn allra manna, er sögur fara af. og einn af mestu listamðnnum veraldar.
*
í bókinni eru um 30 myndir af listaverkum.
H.F. LEIFTUR, Reykjavík.
Væri því blátt áfram heimska
að brytja það fé niður, en flytja
svo hingað inn fé, sem búast
má við að liggi alveg flatt fyrir
mæðiveikinni. Af hverju eiga
menn að læra, og hvað skal taka
sem fyrirmynd, ef á að virða
staðreyndir að engu?
Veikin hefir valdið miklu
tjóni hér í sveitum. Þó hygg ég
að þeir bændur í Mývatnssveit,
sem ekkert eða mjög lítið tjón
hafa beðið af veikinni, séu eins
margir og hinir, sem mjög eru
illa komnir sökum fjármissis.
Þarna er á gagnstæða hagsmufíi
að líta. Báðir eiga sinn rétt,
þeir fyrrtöldu alveg eins og hin-
ir. Og vist er það, að þeir, sem
búa við fullan fjárstofn dfe ó-
kreinkta búskaparaðstöðu geta
hvorugu hent frá sér nú, vegna
þessara veikindamála, nema sér
til verulegs fjárhagstjóns auk
þeirrar truflunar á atvinnu-
rekstri og kannske heimilaupp-
lausnar, sem af því leiðir, ef
menn verða nauðugir að leggja
niður bústofn sinn, en hafa
enga trú á að byrja aftur með
þann stofn, sem á að fá þeim
í staðinn — stofn af grunuðu'
svæði.
Verðlagshlutföll .dilkakjöts og
mylkærkjöts eru nú orðin þann-
ig, að heilbrigður, gagnsamur
ærstofn verður ekki felldur, og
endurnýjaður aftur með líflömb
um keyptum við gangverði dilka-
kjöts, nema af því verði tilfinn-
anlegur halli fjármunalega,
enda þótt ríkisstyrkurinn þætti
ríflegur og væri það 1941. En
mylkærkjöt reynist okkur verð-
lág vara — og svo er allt afurða-
niðurfallið meðan beðið er eft-
ir að stofninn vaxi og komi til
gagns. Engan þarf því að undra,
þótt menn kunni að finnast,
sem ekki fleygja hiklaust frá
sér sinni búskaparaðstöðu, ef
þeir sjá og eru sannfærðir um,
að þess er ekki hægt aö krefjast
af þeim, nema gildandi landslög
séu að engu höfð.
Nú, meðan baráttan við veik-
ina stendur sem hæst, óg þegar
talsvert _ margir bændur geta
varla talizt búfærir sökum fjár-
fæðar, tel ég að bæði sé rétt-
mætt og nauðsynlegt að veita
þessum mönnum þá uppörvun
og hjálp, sem sauðfjársjúkdóma
nefnd hefir bent á og hvatti til
nú seinast á fundinum að Laug-
um, neínilega þannig, að þeir
séu styrktir ríflega til að fá sér
viðbótarstofn af því líklegasta
fé til frambúðar, sem völ væri
á í hverj um stað. Enn er svo á
vegi statt með heilsúfar fjár á
nokkrum bæjum hér í sveit, aö
ég tel mjög áhættulítið að reyna
þetta, og fjártala nóg til að bæta
úr fjárfæð hinna verst stöddu.
Þessi úrræði virðist mér að séu
í fullu samræmi við það, sem
ráðgert er í lö^um nr. 75 frá
1941, 36 og 37. gr., að því við-
bættu, að sauðfjársjúkdóma-
nefnd fengi heimild til að
styrkja þessa menn eftir nánari
reglum, sem um það væru sett-
ar.
En nú brosir víst einhver að
þeim barnaskap af anér að láta
sér detta í hug, hvað þá að talá
það, að þetta þýði nokkuð. Auð-
vitað verði þetta kaupandanum
kostnaður einn. Féð verði hon-
um einskis virði, drepist niður
í höndum hans á fyrsta eða öðru
ári.
En hér skilur á milli. Ég er
sannfærður um, og reynsla mín,
stutt að vísu, bendir til þess, að
ef vel er yfir öllu vakað, og gætt
varúðar, svo sem að hafa ekki
vísvitandi sjúkt og heilbrigt fé
undir sama þaki hinn langa
húsvistartíma.nota Yarnarmð’ðöl
og bíða ekki með það fram í
ótíma o. s. frv., þá má hamla á
svo á móti veikinni, að vanhöld
þurfa ekki að verða í stórum
stil. Kunnugir geta naumast
véfengt að þetta er sannfæring
mín, bví að þeir vitk, að í verki
haga ég mér svona og vegnEÍr
a. m. k. skár en ýmsum öðrum.
Ég hefi aðallega rætt hér um
þann þátt þessara mæðiveikis-
mála, sem veit að íjárskiptum
hér hjá okkur Þingeyingum, og
þykist hafa fært að því full rök,
að það skortir á um margt, sem
samkvæmt, lögum þarf að vera
fyrir hendi svo að fjárskipfci sé
framkvæmanleg. Þau eru því
ótímabært framkvæmdamál á
þessu ári, en á þvi atriði -virð-
ist meirihlutinn, sem upp kom
við atkvæðagreiðsluna í vetur,
ekki vera. búinn að átta sig enn.
Og virðist mér það furðulegt.
Þótt sýnt sé af því ýmsu, sem
ég hefi sagt, að ég er andvígur
fjárskiptum — er- minnihluta-
maður, þá er það aðallega hin-
framkvæmdalega hlið málsins
og löglegur eða ólöglegur undir-
búningur, sem ég hefi rætt. Og
ég vænti þess, að menn í 'ná-
grannasveitum, sem harðastir
eru, í kröfum um vörzluöryggi
sér til handa, sjái af þessari lýs-
ingu allri, að það er ómögulegt
að ætlast til að við Mývetningar
og ^árðdælingar göngum að því
sem við eigum nú völ á, ef við
viljum starfa sem ábyrgir menn
fyrir sjálfa okkur og aðra — og
meina ég þá sveitirnar norðan
Mývatnssveitar. Um málið sem
stefnumál: fjárskipti og útrým-
ing veiki með niöurskurði eða
lækningar og úrval — eða enn
önnur úrræði, er efni í langt mál
og að þessu sinni blanda ég því
ekki hér inn í.
Enn er eftir síðasti þáttur
málsins: að útvega fé.hjá ríkis-
valdinu. Ef það er alvará að
fara með málið eins lan^t og
komizt verður, hvað sem líður
með framkvæmdamöguleikana,
væri sjálfsagt öllum bezt að
máli bessu sé ekki haldið í al-
gerðri óvissu lengur. Það átti að
vera ráðið og. afgert áður en
bændur ákvörðuðu hvernig-þeir
notuðu vinnukraft sinn á þessu
sumri.
ÞjóðhátíðLn í Rvk.
(FramhalcL af 5. síðu)
stjórnarskrá og sagðist vona að
hún gæti orðið, þjóðinni til
heilla. Hann lauk ræðu sinni
með þessum orðum: „Lifi ís-
land! Lifi hin íslenzka þjóð!“
Kváðu þá við áköf og innileg
fagnaðarhróp frá ölllim miann-
fjöldanum og var gerður góður
rómur að ræðu konurigsin® á
eftir. k
Þegar konungur hafði ávarp-
að þjóðina þarna í Öskjuhlíð-
inni hófust ýms ræðuhöld. Fýrst
flutti skáldið Matthías Joch-
umsson minni1 Noregs og Norð-
manna, en norska skáldið Nor-
dal Rolfsen svaraði. Jó'n Þor-
kelsson rektor mælti fyrir
minni Svía, en Lagerkranz að-
míráll svaraðí. Eiríkur Magnús-
son bókavörður í Cambridge
mælti fyrir minni Ameríku-
manna, en Bayard Taylor skáld
frá t Ameríku svaraði. Helgi
Helgason kennari mælti fyrir
minni Kleins ráðherra og hann
svaraði fyrir sig. Að lokum
mælti Gísli Magnússon fyrir
minni kvenna og var þá sung-
ið minni allra gestanna.-
Þegar minni höfðu verið mælt
var konungi bofeið inn í tjald og
fékk hann sér þar hressingu og
gekk síðan burt með sveit sína.
Hóþurinn tók þá að syngja
kvæði og að lokum hófst dans
sem stiginn1 var af miklu fjöri
um langa hrið.
Um miðnætti átti að 'slíta
hátiðinni með flugeldasýning-
um, en það slys hafði viljað til
um daginn, að. dönsku her-
mennirnir, en þeir yoru tveir,
er áttu að sjá um '‘'flugeldana,
höfðu af vangá skotið af sér
vinstri hendurnar, í skothríð
þeirri, er gexð' var til fagnaðar
konungi, þá er hann kom til
skemmtistaðarins í Öskjuhlíð.
Flugeldarnir féllu því, niður og
fiátíðinni var því aldrei form-
lega slitið.
Þegar kvölda tók fór fólk
smátt og smátt að tínast heim,
en mafigir urðu þó eftir í hlíð-
inni og skemmtu sér langt fram
á nótt ýið söng og dans.
Keimarastóll í
ísl. fræðum ...
(Framliald af 4. síðu)
lenzkt bókasafn, mun það hafa
verið vísirinn að kennarastóln-
um þar í norrænum fræðum.
Þekking hans og áhugi fyrir ís-
lenzkum fræðum varð til þess,
að hann fór tvær rannsóknar-
ferðir til íslands á vegum Har-
vard háskólans. Meðan hann
stundaði nám við þá mennta-
stofnun, skrifaði hann ritgerð
um það, hvernig norrænir menn
fundu Grænland fyrir meira en
9 öldum síðan og urðu fyrstir
Evrópumanna til að komast í
kynni við Eskimóa.
Framhald.
Það tilkynnist að jarðarför elsku litla ðrengsins okkar
Bipgis Itrjáus,
er lézt 3. þ. m., fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 1. þ. m., kr. 2 eftir hád.
Arndís Jónsdóttir. Rafn Guðmundsson.
Tilkynning
frá húsmæðraskóla
Reykjavíkur
Stúlkur þær, sem fengið ,hafa loforð um skólavist í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur næsta skólaár, eru beðn-
ar að tilkynna fýrir 1. sept. n. k. á skrifstofu skólans,
hvort þær geta sótt skólann eða ekki. Skrifstofan er
opin alla virka daga, nema laugardaga, kl-. 11—12 f. h.
Þar er hægt að fá allar nauðsynlegar upplýsingar varð-
andi skólann. Sími 1578.
1 1
Forstöðukonan
r~----r- —— — - -------------——~
Höfum margskonar
SMIÐAVIÐ, svo sem: '
0
Húsgagnaeik
Hlyn
Krossvið
Spón, ýmsar teg.
Jón Loftsson h.f.
_______________
Nýjar bækur,
édýrar
Síðustu dagana hafa eftirtaldar bækur komið í bókaverzlanir:
1. ísland í myndum, endurprentun síðustu útgáfu. t>að er öllum
kunnugt, og ekki sízt íslenzkum kaupsýslumönnum, að þessi
bók hefir á undanförnum árum Verið bezti landkynnirinn,
sem ísland hefir haft á að skipa, og hefir gert íslendingum
ómetanlegt gagn. Upplag bókarinnar er, vegria pappírseklu,
mjög lítið að þessu sínni.
2. Lífsgleði njóttu. Eftir Sigrid Boo. Bækur Sigríðar Boo (svo
sem „Við, sem vinnum eldhússtörfin“, „Allir hugsa um sig“
0. f 1.), eru orðnar svo kunnar hér á landi, að ekki þarf að
mæla sérstaklega með þessum höfundi. En hitt er flestra
dómur, ,að* bókin „Lífsgleði njóttu“ sé ein af beztu bókum
hennar, og þýðing Axels Guðmundssonar er afburða góð.
3. Kímnisögur. Þorlákur Einarsson frá Borg á Mýrum safnaði og
tók saman. Þorlákur og faðir hans, séra Einar á Borg, voru
áður þjóðkunnir fyrir skemmtilega frásögn og ótæmandi
birgðir skemmtilegra sagna. Hér kemur i dagsljósið fyrsta
hefti Kímnisagna, sem mun verða lesið með óblandinni
sánægju um land allt.
4. Kennslubók í sænsku, örinur útgáfa kennslubókar þeirra Péturs
G. Guðmundssonar og Gunnars Leijström. En þessa útgáfu
bjó Jón Magnússon fil. cand. undir prentun.
5. Hjaj;tarfótur. Indíánasaga eftir Edward S. Ellis, en hann og
Cooper eru taldir slyngustu höfundar Indíánasagna nú á
tímum.
I , \
6. Meðal Indíána. Spennandi saga eftir Falk Ytter. Sá, sem byrj-
aö lesa þessar bækur, leggur þær ógjarna frá sér, fyrr en
hann hefir lokið bókinni.
7. Dragonwyck, eftir Anya Seton og
'8. í leit að lífshamingju, eftir W. Sommerseth Maugham, birtust
neðanmáls í Morgunblaðinu, en mikill fjöldi kaupenda blaðs-
ins óskaði þess, að þær væru sérprentaðar, enda er hvort
tveggja ágætar bækur.
9. Grænmeti og ber, fjórða útgáfa, eftir Helgu. Sigurðardóttur,
\ forstöðukonu Húsmæðrakennaraskóla íslands, er nú komin
í bókaverzlanir. Bókin hefir verið uppseld um tíma, en hana
þarf hver húsmóðir að eiga.
10. Lísa í undralandi. Eftir Lewis Carrol. Prentuð með stóru og
fallegu letri og prfdd fjölda mynda. Bókin er prentuð 1937,
en dálítið af upplaginu vaí geymt óbundið, og því er bókin
nú svo ódýr, að þótt hún sé'200 blaðsíður, prentuð á falleg-
an papþír og í laglegu bandi, kostar hún aðeins 10 krónur.
Lísa í undralandi er barnabók, sem prentuð hefir yerið
oftar og ef til vill fleiri eintök en af nokkurri annarri barna-
bók í enskumælandí löndum.
- j
Fæst hjá bóksölum um allt land.
Bókavcrzlun ísafoldarprcntsmiðjii.