Tíminn - 10.08.1945, Blaðsíða 4
4
'itMlM, föstndagiim 10. ágúst 1945
59. blatf
Sigurður Jónsson á Arnarvatni:
MÆDUMÁL
Tilraunir að útrýma mæði-
veiki með niðurskurði og fjár-
skiptum hafa aðallega verið
gjörðar í Suður-Þingeyjarsýslu.
Gildandi heimildarlög um það
efni voru samin 1941 og strax
sama ár hafin fjárskipti í
Reykjadal og hreppurinn gjörð-
ur að sérstöku sóttvarnarhólfi
með v^rnargirðingu bæði á suð-
ur og norðurmörkum hreppsins.
Var þá lögð hin svo nefnda Mý-
vatnsgirðing, milli skjálfanda-
fljóts og jökulsár á Fjöllum, sem
er tvöföld girðing að mestu leyti
á takmörkum landa Mývetninga
og Bárðdæla annars vegar og
Reykdæla hins vegar. Haustið
1944 fóru svo einnig fram fjár-
skipti í þeim fimm hreppum
sýslanna vestan Jökulsár, sem
liggja norðan Reykjadals. Fjár-
veiting eða meðmæli til að fram-
kvæma fjárskipti þá samtímis
sunnan Mývatnsgirðingar — í
Mývatnssveit ög Bárðardal aust-
an fljóts — fékkst þá ekki, enda
þótt svo ætti að heita að til þess
væri þá fengið samþykki innan
héraðs.
Þótt sauðfjársjúkdóma-varn-
arnefnd veitti meðmæli sín til
þessara aðgerða hér í sýslu* í
fyrra, hafðjst málið ekki fram
hjá henni né ríkisstjórninni
nema fyrir þungSn og mjög
harðvítugan áróður við nefnd-
ina og ríkisvaldið. Ég hygg, að
óhætt sé að fullyrða, aðinefndin
hafi þá, eða a. m. k. meiri hluti
hennar, verið mótfallinn niður-
skurðar og fjárskiptaleið sem
stefnu í málinu, enda skjalfest
í bókum hennar, að hún lýsti
því yfir, að með meðmælum
hennar um fjárskipti í framan-
greindum fimm hreppum væri
engin ákvörðun tekin um heild-
ar útrýming sjúks fjár milli
Skjálfandafljóts og Jökulsár.
Þetta var fulltrúum Þingeyinga
gert kunnugt. Ásakanir í garð
nefndarinnar, sem mjög hefir
borið á hér í sveitum í vetur og
vor, um að hún sé að bregðast
héraðsbúum í þessu máli, jafn-
vel að svíkjast frá loforðum eða
yfirlýstri stefnu, þegar nefndin
færist undan að styðja að því
að haldið sé lengra á niðurskurð-
arleiðinni, eru því með öllu ó-
réttmætar, og sennilega sprottn-
ar af ókunnugleika. Er því rétt
að þetta áé upplýst.
Ein af þeim skyldUm, sem
sauðfjársjúkdóma - varnarnefnd
er lögð á herðar með fjárskipti-
lögunum er að sjá mönnum fyrir
nýjum, ósýktum fjárstofni. Nú
hefir það'svæði, sem hugsanlegt
væri að taka fé af, þrengst og
minnkað með hverju ári sem
leið. Og þar sem reynslan er
einnig þannig, að mæðiveikinni
skýtur upp hér og þar án þess
mögulegt reynist að rekja feril
hennar svo sem t. d. á,Snæfells-
nesi og i Rangárvallasýslu, þá er
vafamál, að nefndin, eða aðrir,
geti talið nokkurt byggðarlag
landsins öruggt að því leyti, að
þar sé ekki einhver hinna
þriggja fjárpesta, sem verið er
að venjast, komin í fjárstofninn.
Trúleysi nefndarinnar, og ann-
arra, að halda áfram með niður-
skurð og Hárskipti, vitandi ekk-
ert um hvað hægt er að láta
bærrdum í té í staðinn er því
skiljanleg. Rejmslan í þessu máli
er ekki hvetjandi til áframhalds:
Á Heggstaðanesi var vetkin
flutt inn með aðflutta fénu. í
Reykdælahrepp sömuleiðis —
það sannaðist í fyrrahaust, og
var áður grunað. Enn getur eng-
inn sagt um hvernig innflutn-
ingnum í fyrri í norðurhVepp-
ana fimm reiðir af. Féð var tek-
ið á líklegasta og tryggasta
staðnum, sem nú er um vitað:
Norður-Þingeyjarsýslu. En í
þremur jaðarhreppum, sem að
henni liggja og teljast Norður-
Múlasýslu, er garnaveiki í öllum
hreppunum, seilst var þó eftir
fé austur að sýslumörkum. Ekk-
ert er til hindrunar sumarsam-
gangi fjár á svæðinu milli Jök-
ulsár á Dal allt norður að girð-
ingu á Melrakkasléttu. Þannig
er nú háttað um þetta svæði
landsins, sem helzt er værfzt, að
lagt gæti til ósjúkan stofn.
Ég hefi farið svo mörgum orð-
um ástandið í landinu að þessu
leyti, af því að þýðingarlaust er
að ræða um fjárskipti, ef menn
mega eiga víst, að allt sé komið
í sama far, eða verra eftir fá ár.
Verra segi ég, ef t. d. reynslan
yrði sú, að garnaveikin væri
flutt inn um leið og mæðiveik-
inni væri útrýmt — eða mönn-
um tryggt hvort tveggja til
frambúðar. Þessir erfiðleikar og
áhætta eru auðvitað augljósir
öllum athugulum, ábyrgum
mönnum, og þá að sjálfsögðu
sauðf j ársj úkdómanefndinni.
Upp úr miðjum vetri voru
í Mývatnssveit og víðar hér
í sveitum gerðar víðtækar lækn-
ingatilraunir á mæðiveiku fé.
Nálega samtímis var stofnað til
atkvæðagreiðslu um fjárskipti í
Bárðardal austan Fljóts og Mý-
vatnssveitar. Niðurstaðan varð
sú, að lögmætur meirihluti
fékkst fyrir ósk um fjárskipti.
Menn voru þannig nelgdir við
þá stefnu, áður en tími var kom
inn til að nokkuð sæist um á-
rangur eða árangursleysi lækn-
ingatilraunanna, eða hvernig
heilbrigðisástand fjárins reynd-
ist yfirleitt að vetri loknum.
Síðan var málið lagt fyrir
sauðfjársjúkdómanefnd, en hún
synjaði um meðmæli með því.
Seinna éom einnig yfirlýsing
fjármála- og landbúnaðarráð-
herra um að hann sæi sér ekki
fært að heimila ríkisfé til kostn-
aðar við fjárskiptin. En þá
harðnaði áróður héraðsbúa fyrst
fyrir alvöru. Um skeið í vor,
var varla haldinn svo almennur
fundur í héraðinu, að þar væri
ekki borin upp til samþykktar
harðorð áskorun til nefndar-
innar og ríkisvaldsins um að
láta ljúka hreinsuninni milli
áðurnefndra vatna, eins og það
væri ákveðið eða umsamið mál.
— Hefi ég áður tilgreint hvern-
ig nefndin gekk frá málinu að
þessu leyti i fyrra, þegar fund-
arsamþykktir voru birtar í út-
varpi og blöðum til að sýna
þann mikla þunga, sem lagður
væri á málið í héraði, vegna al-
mennrar nauðsynjar búenda, og
þó einkum vegna þeirrar sýk-
ingarhættu, sem öðrum hrepp-
um stafaði frá Mývatnssveit og
Bárðardal. Hliðin, sem að þeim
sveitum veit, er þó sú eina, isem
varin er tvöfaldri girðingu, og
tvöföld girðing er sú traustasta
vörn, sem enn er þekkt, að hægt
sé að veita 1 þessum efnum. En
hugsanlegt er, að allar varnir
geti ef til vill brugðizt. Við því
verður ekki séð. Þá hættu leggja
allir í, sem til fjárskipta ganga,
og verða að bera hana sjálfir
sem ábyrgir menn. í þessu um-
rædda efni var búið að veita
norðurhéraðimr það fyllsta ör-
yggi með varnarlínu gegn suðri,
sem hægt er að veita. Það áttu
þeir að láta sér nægja, en ekki
að heimta að aðrir skæru niður
bústofn sinn þeim til öryggis —
þeim, sem ef til vill hafa veik-
ina í sínu eigin sauðfé.
Tillögur í málum, sem ekki
eru á dagskrá funda og þannig
vaxnar, að þær eru alveg óvið-
konandi aðalverkefnum fundar-
ins og bornar fram í fundarlok,
þegar ekki er lengur tími til
umræðna, og hverjum háttvís-
um manni þykir ekki viðeigandi
að stofna til deilu eða harðra
átaka af því það er óviðkom-
andi verkefni fundarins, sem
þeir voru kvaddir saman til
að vinna að —' slikar tillögur
eru í rauninni þannig, að maður
verður að leiða þær hjá sér til
að valda ekki spjöllum á góðum
og þörfum fundi. Þó ekki kæmi
fram mótmæli eða mótatkvæði
gegn þeim, eins og í pottinn var
búið, bæði á aðalfundi kaupfé-
lagsins og búnaðarsambandsins
— svo dæmi séu nefnd, sannar
það lítið um eindregið fylgi
fundarmanna við þær.
Þessi endurnýjaða sókn bar
þann árangur að nefndin tók
fjárskiptamálið aftur til með-
ferðar og kom saman á fund í
Laugaskóla nú snemma í júlí.
Mætti þar framkvæmdaráð fjár-
skipta frá viðkomandi hreppum,
fulltrúi frá hendi norðurhrepp-
anna fimm, fulltrúi N.-Þingey-
inga, valdsmaður héraðsins og
nokkrir héraðsbúar aðrir. Urðu
þar allvíðtækar umræður um
málið, sem stefnumál, um
ástandið í héraðinu og þær ör-
yggisráðstafanir og varnarlín-
ur, sem gera þarf samhliða fjár-
skiptunum, ef til fteirra kæmi.
Að loknum sérfundi nefndar-
innar um málið gerði hún þá
yfirlýsingu, að hún veitti fjár-
skiptum í Mývatnssveit og Bárð-
ardal meðnMeli sín að því til-
skildu að sérstök og nægileg
fjárveiting sbr. fjárskiptalögin
fengist til að framkvæma fjár-
skiptin, án þess að kostnaður við
þau yrði til að rýra það fé, sem
þegar er ákveðið til varnarmál-
anna og uppeldisstyrks. Jafn-
framt tók nefndin fram, að hún
tæki ekki að sér milligöngu við
ríkisvaldið um fjáröflun til
þessara framkvæmda. Um það
yrðu héraðsmenn að annast
sjálfir. Þá lýsti hún einnig yfir,
með hvernig löguðum girðing-
um hún myndi mæla vegna sótt-
varnarhólfs þess, er þannig
myndaðist sunnan Mývatns-
girðingar. Er, í sem fæstum orð-
um sagt, með þeim tillögum al-
gerlega horfið frá áður kunnum
aðferðum að verja sóttvarnar-
svæði með varnargirðing á út-
jöðrum. Báðar sveitirnar eiga að
standa opnar fyrir aðrennslisfé.
Skal því nánar lýst síðar.
Hér hefir áður verið lýst ótta
nágrannasveita okkar um sýk-
ingarhættu, sem þeim gæti bor-
izt frá Mývatnssveit og Bárðar-
dal, enda þótt tvöföld girðing
sé í milli. Sömuleiðts hefi ég
vikið að ótta N.-Þingeyinga,
enda þótt girðing sé með Jök-
ulsá, sem sjálf er eitt allra erf-
iðasta og hættulegasta sundvatn
landsins. Að niðurskurði og fjár-
skiptum hér hefir mjög verið
róið af þessum aðilum báðum, og
sá áróður rökstuddur með
nefndri sýkningarhættu.
En Svo undarlega brá við á
fundinum á Lau^um, að svo
virtist sem þeim riorðanvérum
væri fullnægt með meðmælum
og girðingartillögum nefndar-
innar, þótt í þeim felist engin
vörn né frambúðaröryggi gegn
aðrennslisfé fyrir sveitirnar
sunnan Mývatnsgirðingar, þar
sem þær standa opnar og ógirt-
ar á útjöðrum, samkvæmt til-
lögunum. Og í þeim felst þá ekki
heldur trygging fyrir sveitirnar
norðan við, frekar en nú er, þar
sem hættulegt fé getur komizt
hindrunarlaust í gegnum hólf
okkar norður að Mývatnsgirð-
ingu, og þá sennilega yfir hana
og gegnum líka, eins og óttast
er um fé okkar nú. Á fundinum
bólaði ekki á því, að þeim fynd-
ist samt nauðsynlegt að auka
öryggi okkar né sjálfra sín gegn
þessu. Sú eina athugasemd, sem
ég minnist að fram kæmi á
fundinum frá þeirra hendi
snertandi yfirlýsingu nefndar-
innar voru endurtekin og ákveð-
jn tilmæli fulltrúa fimm-hrepp-
anna um að nefndin bætti því
í yfirlýsingu sína, að hún féll-
ist á, og mælti með fjárskipta-
frumvarpinu, eins og það var
samþykkt af meiri hluta Bárð-
dæla og Mývetninga í vetur. En
í því frumvarpi var ekki — eins
og nú er orðið almenningi Ijóst
— minnst neitt á varnir eða
girðingar til öryggis þessum
sveitum. Þetta öryggisleysi virt-
ist fulltrúanum sérstakt áhuga-
mál að nefndin gerði að sinni
tillögu, lík'lega til að léttara væri
að þagga niður og kefja vand-
fýsi og kröfugirni okkar minni-
hlutamanna. Ég tel rétt, að
draga þetta fram, svo að sveit-
ungar mínir sjái og finni hverju
andar í þeirra garð frá umhverf-
inu.
Síðan fundinum lauk á Laug-
um er svo meirihlutinn að afla
yfirlýsingar atkvæðisbærra
manna í fjárskiptamálum, að
þeir fallist á tillögur nefndar-
innar um girðingar og varnir
og endurtaki ósk sína um fjár-
skipti. Ekki er þó stofnað til
leynilegrar atkvæðagreiðslu um
málið, enn á ný, sem þó mun
hin rétta lögformlega leið, eins
og nú er komið, heldur er safn-
að undirskriftum á umburðar-
skjal. Sennilega kunna menn
ekki við að ganga frá fyrri yfir-
lýsingum sínum, en áreiðanlega
er gagnrýni, óánægja og hik
með áframhald málsins rík í
hugum ýmsra nú, sem áður voru
þó ekki hikandi í þessu máli.
En þó að meirihluti í máli geri
sig líklegan til að knýja fram
vilja sinn, jafnvel með valdi, má
á það minna, að hver okkar,
sem er, á þann rétt, að leita
sér þeirrar verndar, sem gild-
andi landslög veita. í lögum um
varnir gegn útbreiðslu búfjár-
sjúkdóma og heimild um útrým-
ingu þeirra með fjárskiptum
(lög nr. 88 frá 9. júlí 1941) er
svo ákveðið, að landinu skuli
skipt í sóttvarnarhólf, sem að-
allega takmarkast af stórám
landsins, sem jafnframt skulu
tryggðar með varnargirðingum.
Sapikvæmt 2. gr. og 14 tölulið
laganna skal ein sú yarnarlína
vera með Skjálfandafljóti til
upptaka, en austurmörk þess
sóttvarnarhólfs með Jökulsá á
Fjöllum. Þá er ennfremur á-
kveðið í 19. gr. laganna, að sauð-
fjársjúkdóma-varnarnefnd sé
skylt að tryggja að útrýmingar-
svæði sé, áður en til fjárskipta
sé gengið, tryggt gegn því að að-
komandi fé komizt þangað inn.
Hvorug þessi undirstöðutrygg-
ing, sem verður að vera til stað-
ar, áður en til fjárskipta er hægt
að ganga samkvæmt gildandi
landslögum, er enn til og ekki
lagt til af nefndinni í tillögum
hennar frá Laugafundinum, að
þessar tryggingar eða varnir séu
settar. Meirihluta samþykktir
eða fyrirmæli, sem ríða í bág
við gildandi lög, eru því þýð-
ingarlausar, og verða ekki fram
kvæmdar af því að þær eru lög-
leysa.
Áætlun sú um girðingar, sem
nefndin mælir með, er á þá leið,
að nefndin hverfur frá því að
leggja girðingu með Skjálfanda-
fljóti í Bárðardal til varnar gegn
sýkta svæðinu að vestan, heldur
skal hún liggja eftir heiðinni
austan heimalanda á mörkum
Bárðdæla og Skútustaðahrepps.
Sóttvarnarhólfið þannig klofið
sundur, en opið á vesturjaðri
gegn hættusvæðinu. Að sunnan
girðing sem myndar gafl norð-
austur í Bláfjall, en svæðið það-
an austur að Jökulsá ógirt og
opið. Mun það rúmlega 30 km.
vegalengd, og þar norðan við
liggur aðalafréttur Mývatns-
sveitar, Austurfjöll. Báðar sveit-
irnar verða því samkvæmt þessu
varnarlausar gegn aðrennslisfé
vestan yfir Skjálfandafljót, eins
og ég hefi áður tekið fram.
Með þessu er gengið fram hjá
að fullnægja fyrirmælum gild-
andi laga. Úr varnargirðingu á
útjöðrum sóttvarnarhólfs, gerð
girðing, að vísu hagkVæm, mið-
að við búrekstur í Bárðardal, en
nær þýðingarlaus til varnar sótt-
varnarhólfi. Þeir aðilar, sem
hæst hafa hampað kröfum um
öryggi fyrir sig, virðast láta sér
þetta vel líka. Hver skilur nú
þetta samræmi? Eða er þeim það
fró — og fullnægja — að bara
sé skorið niður í Bárðardal og
Mývatnssveit, þótt veikin kom-
izt um leið inn í þær sveitir aft-
ur? Við viljum nú samt hérna
líka trygga okkur öryggi, og lái
það hver sem vill. En mótmæla-
laust verður minnahluta máls-
ins hér ekki boðið allt. —
Með þessari lýsingu minni og
frásögn allri, er ég ekki og vil
ég ekki kasta neinum steini eða
hnútum að sauðfjársjúkdóma-
varnarnefnd. Ég tel að meðferð
(Framhald á 7. síðu)
±
jöfnu standa betur að vigi að
rita góða ensku, sem kann vel
íslenzku og hefir gert sér sem
ljósastan uppruna hins germ-
anska og norræna orðaforða
enskunnar. 4
En mest er samt um vert að
íslenzkan er lykill að íslenzkum
bókmenntum og íslenzkri menn-
ingu, sem kynnzt verður af bók-
um. Samhengi fornrar og nýrr-
ar tungu er svo náið og órofið,
að þetla gildir eigi síður um
fornbókmenntirnar, allt aftur til
elztu Eddukvæða og dróttkvæða,
en hinar í^ýrri bókmenntir. Efni
og búningur, andi og stíll þess-
arra bókmennta er svo samgró-
ið, að þeirra verður aldrei notið
að gagni né þær skildar út í
æsar, nema þær séu lesnar á
frummálinu, fremur en hinar
klassisku bókmenntir Grikkja
og Rómverja.“
Víst er um það, að við mynd-
um leggja fram allstórt tillag til
menningar kanadisku þjóðar-
innar ef við kæmum því í fram-
kvæmd, að íslenzka yrði kennd
við Manitoba háskólann. Ekki
er ólíklegt áð margir annarra
þjóða námsmenn myndu velja
íslenzkuna sem eina af náms-
greinum sínum. íslenzka var
kennd við 31 háskóla í Banda-
ríkjunum árið 1934 og er e. t. v.
kennd við fleiri háskóla þar. Hér
ætti ekki síður að vera áhugi
hjá annarra þjóða mönnum fyr-
ir íslenzkunni þar sem þeir eru
i svo nánu sambandi við ís-
lendinga.
En sérstaklega yrði þó
ánægjulegt að sjá fjölpiennan
hóp íslenzkra ungmenna stunda
íslenzkunám og íslenzk fræði
við háskólann. Til þess að það
geti orðið, verðum við að leggja
meira á okkur en það að stofna
háskólastólinn. Við ættum á
allan hátt að reyna að hvetja
börnin og unglingana til þess að
læra íslenzku, kenna þeim mál-
ið í heimahúsum, laugardags-
skólum og kvöldskólum þannig,
að þau hafi nokkra undirstöðu
í málinu þegar þau innritast í
háskólann og þau velji því ís-
lenzkuna sem eina af náms-
greinum sínum. Enn er íslenzk-
an svo lifandi mál á mörgum
heimilum að auðvelt er fyrir
foreldrana að gefa börnum sín-
um þá menntun að kunna full-
komlega tvö tungumál. Margt
auðugt fólk borgar út stórfé til
að láta kenna börnum sínum í
heimahúsum, frönsku, þýzku
eða önnur tungumál. íslenzkan
hefir ekki minna gildi en þessi
mál. Því betur sem ungmennin
kunna íslenzkuna þegar þau
koma í háskólann því betur mun
þeim ganga að fullkomna sig í
málinu, og því betur njóta þau
þeirra íslenzku fræða, sem þar
munu væntanlega verða kennd.
II.
í samsæti, sem merkum Kan-
ada-íslending var haldið nýlega
í viðurkenningarskyni fyrir
þann skerf, sem hann hefir lagt
til þekkingarinnar á efnafræð-
issviðinu, komst hann að orði
eitthvað á þá leið að hans kyn-
slóð, börn landnemanna, hefði
þrátt fyrir efnalega örðugleika,
staðið betur að vígi ’ en yngri
kynslóðin að því leyti að kunna
vel tvö tungumál og hafa þann-
ig aðgang að tveimur menning-
arheimum, hinum enska og hin-
um íslenzka. Þetta gaf þeim víð-
ara viðhorf og varð þeim þar af
leiðandi styrkur í framsókn
þeirra. Hann lýsti einnig háétt-
unni, sem stafaði af því að slíta
þjóðernisræturnar, hinni and-
}egu lömun, sem þvi gæti verið
samfara.
Þeir, sem kunnugir eru sögu
Vestur-íslendinga vita það, að
úr hans hópi, börnum íslenzku
landnemanna, fengu Kanada og
Bandaríkin marga merka borg-
ara, leiðtoga og áhrifamenn;
hinar yngri og komandi kyn-
slóðir íslendinga hér í álfu verða
að herða sig til þess að standa
þeirri kynslóð á sporði.
Frá því að íslendingar komu
til þessa lands, hafa þeir mikið
á sig lagt til þess að vernda ís-
lenzkuna og íslenzk menningar-
verðmæti hérna megin hafsins.
Þetta hafa þeir ekki einungis
gert vegna ræktarsemi við upp-
runa sinn og vegna þess að þeir
unna íslenzkri tungu, íslenzkri
sögu og bókmenntum, þó hafa
þessar tilfinningar sennilega
verið sterkasta hreyfiaflið í
þjóðræknistarfsemi þeirra. En
þeir hafa einnig haft það á
meðvitundinni að þannig gætu
þeir veitt börnum sínum þroska-
skilyrði og aukið á manngildi
þeirra og gert þau að sem bezt-
um borgurum.
Að þessi afstaða er rökfræði-
lega rétt styrkist ekki einungis
af ofangreindum ummælum hins
merka vísindamanns og fleiri
manna af hans kynslóð, heldur
er það viðtekið af flestum menn-
ingarfrömuðum að það efli og
skýri hugsunina og rýmki sjón-
deildarhringinn að læra auka-
turigu til hlýtar. Þess vegna er
áherzla lögð á tungumálanám í
hinum beztu skólum. Þar, sem
aukatungumálið er talað á heim
ilinu, stendur nemandinn betur
að vígi en hinn, sem verður að
nema það algerlega í skólanum.
Hinum fyrri verður tungan svo
miklu auðsóttari, hún verður
honum lifandi tungumál og
hann nýtur hennar til fulls. -
íslenzka menningar-veganest-
ið að heiman hefir verið mörg-
um mönnum og konum lyfti-
stöng á lífsbrautinni. Vilhjálm-
ur Stefánsson, landkönnuðurinn
og rithöfundurinn mikli er son-
ur íslenzkra landnema. Hann
ólst upp á heimili og byggðar-
lagi, þar sem menningaráhrif
þau, er lifa í íslenzku þjóðerni og
eðli voru sterk. Úr föðurgarði
fékk hann ekki njikla efnalega
fjármuni, en hann fékk þann
fjársjóð, sem meira var virði:
virðingu og ást á íslenzkum
mennin(garverðmætm, óslökkv-
andi þekkingarþrá og þá hug-
sjón að verða maður með mönn-
um. Eftirfylgjandi kafli úr bók
hans, „Hunters of the Great
North,“ gefur til kynna hvernig
arfurinn íslenzki og bernsku-
áhrifin mótuðu ævi hans:
„Méðan ég var kúahirðir (cow
boy) voru nágrannar okkar af
venjulegri amerískri tegund, en
bændafólkið í byggðarlaginu, þar
sem ég dvaldi í æsku, var frá
mismunandi þjóðum í Evrópu,
þar sem bókmenntalöngunin
skipaði fyrirrúm fyrir draum-
unum um peninga, sem nú eru
svo algengir.
Meir en helmingur af drengj-
unum í nágrenninu töluðu um
það sín á milli að komast í lærð-
an skóla, þrár þeirra beindust
í þá átt, að verða lögmenn, rit-
höfundar og stjórnmálamenn.
Ég fyrir mitt leyti hafði ráðið
það við mig að verða skáld, en
til þess að svo mætti verða.skild-
ist mér að háskólamenntun væri
fyrsta skilyrðið sem fullnægja
þyrfti. Vegna kringumstæðna,
sem ekki verður hér lýst, þá fór
hin fyrsta viðskiptatilraun mín
(stofnun nautgripabús), út um
þúfur, 'svo hugur minn beindist
nú aftur að draumum um há-
skólanám. Á leið minni til ríkis-
háskólans ferðaðist ég í fyrsta
sinn á ævinni með járnbrautar-
lest, þótt ég að vísu hefði séð
slíkar lestir nokkrum sinnum
áður. Ég hafði 35 dollara í vas-
anum, gekk í 7 dollara fötum og
efaðist í engu um hæfileika mína
til þess að komast gegn um há-
skólann, þetta varð staðreynd.
Ég stundaði fyrst nám við ríkis-
háskólann í North-Dakota, það-
an fór. ég til háskólans í Iowa
og lauk þar stúdentsprófi, stund-
aði svo þriggja ára framhalds-
nám við Harvard.
Á háskólaárum mínum voru
áætlanir mínar sífelldum breyt-
ingum háðar. Löngun mín til
þess að verða skáld entist nægi-
legalengi til þess að ég læsi ljóð
eftir flest ensk skáld og ljóða-
bækur á þremur öðrum tungu-
málum. Ég jafnvel samdi nokk-
ur kvæði, sem prentuð voru í
háskólablöðunum. Menn geta
litið þannig á, að þetta væri allt
annáð en viðeigandi undirbún-
ingur fyrir það lífsstarf að veiða
ísbirni og kanna íshafslöndin.
En ég er ekki viss um að sú á-
lyktun sé rétt. Landkönnuðurinn
er skáld athafnanna, og mikið
skáld í hlutfalli við hvað hann
er mikiil landkönnuður. Hann
þarf engu síður hugsjónir, sem
skyggnast inn í framtíðina, en
líkamlegt þrek til að stríða út í
blindbyl.
Um það leyti sem ég var hálfn-
aður með háskólanámið, fór ég
að koma auga á það, að til væri
eigi aðeins skáldskapur hins
skráða orðs, heldur einnig skáld-
skapur í afrekum. í sjóferðum
Magellans fann ég engu síður
mikla lífsspeki en í sjónleikjum
Shakespeares. Náttúrulögmálið
er ódauðlegt ljóð,
Hugsanir af þessu tagi urðu
þess valdandi að ég afréð að
leita fremur fyrir mér á sviði
vísinda en bókmennta.“
Hvaðan fékk Vilhjálmur ást
sína á ljóðum, tilhneiginguna til
ljóðagerðar og hina ríku frá-
sagnargáfu sína? Það var arfur
hans frá skálda- og söguþjóð-
inni, ættþjóð hans. Ekki er ólík-
legt, að hann hafi iðulega heyrt
farið með íslenzk kvæði og heyrt
fornsögurnar lesnar á bernsku-
heimili sínu. Eitt er víst,.,*að svo
var mikill áhugi hans fyrir ís-
lenzkum bókmenntum, þegar á
unga aldri, að hann ásamt öðr-
um íslenzkum námsmönnum við
North-Dakota háskólann, beitti
sér fyrir því að stofna þar ís-
(Framhald á 7. síöu)