Tíminn - 10.08.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.08.1945, Blaðsíða 5
59. folað TlmAIV. föstwdaginn 10. águst 1945 5 Um þetta leyti fyeir 71 ári: I Þjóðhátíð i Reykjavík 1874 Á þúsund ára afmæll íslands- byggðar voru haldin mikilfeng- leg hátíðahöld víðs vegar um land, auk þess sem vegleg þjóð- hátíð var haldin á Þingvöllum 5.—7. ágúst að viðstöddum danska konunginum og fjölda annarra stórmenna. Þjóðhátíð Reykvíkinga var haldin 2. ágúst og var konung- urinn þá nýkominn til bæjar- ins og var viðstaddur hátíða- höldin. Skal hér nú að nokkru sagt frá helztu atriðum þessara hátíðahalda í Reykjávík fyrir 71 ári. Slík hátíðahöld voru í þá daga sögulegir viðburðir, ekki síður en nú, Hátíðahaldið byrjaði um morgunánn með guðsþjónustu og voru alls haldnar 3 guðsþjón- ustur um daginn. Dómkirkjan var öll prýdd hiS skrautlegasta og ljósum ljómuð. Auk þeirra ljósa, sem vanalega brenna á háaltarinu voru reistir tveir ljósaStjakar í utanverðan kór- inn, báðum megin skírnarfonts- arins. VorU þeir klæddir með grænum dúk og vafðir blóm- sveigum. Tveir stjakar með sama umbúnaði voru fyrir neðan kór- tröppurnar. Hringinn í kring- um altaristöfluna voru dregn- ar laufgjarðir og fagurt blóm- skraut, sem einnig var komið fyrir um loftsvalirnar. Stóll sá 1 kirkjunni, er landshöfðingi notaði venjulega, var nú setinn af konungi. Meðfram stólnum var komið fyrir rauðum tjöld- um með laufgjörðum og blóm- sveigum, sem komið var fyrir af miklum hagleik og smekkvísi. Það voru sömu konurnar, er séð höfðu um skreytinguna á bryggj unni við konungskomuna, sem nú höfðu skreytt kirkjuna. Var sagt, að margir útlendinganna hefðu dáðst mjög að handbragði þessara reykvísku kvenna. Hámessan, er var aðalguðs- þ'ónusta dagsins, stóð frá kl. 10y2—12. Við hana voru kon- ungurinn, sonur hans og fiest þeirra stórmenna, sem voru í fylgd með þeim, auk annarra tiginna gesta erlendra. Um morguninn kl. 9 y2 kom sveit vopnaðra danskra her- manna frá konungsskipinu Jylland og gekk með miklum myndugleik undir hornablæstri til dómkirkjunnar og nam stað- ar við hana. Nokkru á.eftir þess ari fylkingu kom sveit kadetta og sjóforingjaefna af herskip- inu Heimdal og hélt til kirkju á eftir hinum. Hermenn þessir röðuðu sér þvínæst í kirkjuna í tvær raðir innan frá kór og fram að kirkjudyrum, beggja vegna við ganginn, þar sem konungur átti að ganga. Fólk streymdi stöðugt að kirkjunni og var lög- reglustjóri bæjarins þar kominn með lögreglúþjóna sína tjl að halda uppi röð og reglu, og sjá um að menn sýndu konungí ekki neinn, óskunda og að ekki yrða mikill troðningur. Um kl. 10y2 var koma konungs til kirkjunnar tilkynnt með lúðrablæstri og kom 1iann þá sjálfur innan stundar með mikla sveit stórmenna inn í kirk>una. Biskupinn, er var áður genginn í kirkju, tók á móti konungi í fullum embættisskrúða. Gekk hann til móts við konung fram að kirkjudyrum og ávarpaði hann þjir og fylgdi honum því næst inn kirkjuna og í kór. Kon- ungurinn tók sér svo sæti á fyrrnefndum stól er var innan- vert á loftsvölunum, við hlið hans sat prinsinn og þá yfir- foringjar herskipanna. Á innstu bekkjunum niðri var skipað hin- um helztu erlendu og innlendu stórhöfðingjum, en þar næst sátu borgarbúar, þeir er í kirjtj- una komust, því að hún var yfir full, og urðu nokkrir að standa úti fyrir. Guðsþjónustan fór fram með líku sniði og^venja er til, nema hvað meiri viðhöfn var höfð við en venjulega. Biskupinn, herra Pétur Pétursson, flutti ræðuna. Söngur allur var hinn hátíðleg- g,sti og stóð Pétur Guðjohnsen fyrir honum og organslætti.. Við þetta tækifæri voru ‘sungnir nýir sálmar ortir af Helga Hálf- dánarsyni og svo lofsöngur Matthíasar Jochumssonar, „ís- land þúsund ár“, sem þarna var í fyrsta sinn sunginn opinber- lega með lagi eftir Sveinbjöm Sveinbjörnsson. Þegar guðSþjónustunni lauk gullu við lúðrar á ný fyrir utan kirkjuna og gekk þá konungur út ásamt fylgdarliði sínu. Allar þrjár guðsþjónusturnar fóru fram á íslenzku. Síðar um daginn, eða kl. 3y2 hófst útisamkoma á Austurvelli, er þá þegar var orðinn að- alsamkomustaður Reykvíkinga. Þar munu allir bæjarbúar, er pað gátu vegna heilsu sinnar, hafa verið samankomnir og auk þess fjöldi manns úr nágrenni bæjarins, auk útlendra manna, Dana, Norðmanna, Svía, Þjóð- verja, Englendinga, Frakka, Ameríkumanna og manna af fleiri þjóðernum. Mun sjald- an og sennilega aldrei hafa ver- ið saman komið eins mikið af útlendingum og frá jafnmörg- um þjóðum á samkomu á íslandi og þessari hátíð í Reykjavík. Allir voru klæddir hátíðabún- ingi, konur og menn, börn og gamalmenni. Þegar fólkið hafði safnast saman var raðað upp til hátíðagöngu og voru sex menn í hverri röð. Hélt hópurinn því næst upp úr bænum til Öskju- hliðar, en þar var ákveðinn þjóðhátíðarstaður Reykvíkinga. Allstór slétta hafi verið rudd og búin eftir beztu föngum. Tjöld voru reist og sölubyrgi til veitinga. Ræðustól hafði verið komið fyrir á grundinni og á hann var hengdur danskur fáni. Fyrstur tók til máls og sté í stólinn,bæjarfógetinn ,er þá var Lárus Sveinbjörnsson. Setti hann samkomuna og mælti fyr- ir minni konungsins’. Næstur tók til máls Halldór Friðriksson yfirkennari latínuskólans og mælti fyrir minni íslands. Síðan voru flutt ýms minni og kvæði sungin eftir þjóðskáldin Matt- hías Jochumsson og Steingrím Thorsteinsson. Um daginn hafði konungur boð mikið og sátu það flestir hinir tignu höfðingjar, útlendir og innlendir. Boð þetta var hald- ið í stórum sal í skólahúsinu og hafði hann verið tjaldaður inn- an með dýrum tjöldum og prýddum fánum og skjaldar- merkjum. Konungur sat sjálfur í hásæti fyrir miðju horni og út frá honum prinsinn og höfð- ingjar ýmsir á báðar hendur. Gegnt konungi sat stallarinn og hafði umsjón með öllu er fram fór. Borðbúnaður var allur hinn vandaðasti úr gulli og silfri og annar veizlubúnaður var eftir því, svo veizla þessi var í alla staði hin veglegasta og íburð- armesta. Undir borðum voru ýms minni drukkin og konungur mælti fyrir minni íslands. Þá er hann gerði það kváðu við 101 fallbyssuskot frá herskipunum á höfninni. Að veizlu þessari lokinni gekk konungur með fylgd manna til hátíðarstaðarins við Öskjuhlíð. Skömmu eftir að hátíðahöld- in hófust þar tók veður að spill- ast og gerði brátt hvassviðri af norðri og fylgdi því moldrok mikið og fóru margir þegar til bæjarins vegna þess. En þegar konungur kom til staðarins tók veður gtftur að lægja og gerði brátt gott veður. Var útsýni þá hið fegursta þarna af hæðinni yfir umhverfi bæj- arins og út fyrir nesin og höfn- ina. Fjöllin glitruðu í kvöldsól- inni. Þegar- konungur kom til há- tíðarinnar var honum fagnað með skothríð og fagnaðarhróp- um af mannfjöldanum. Árni Thorsteinsson íandfógeti mælti til hans nokkur orð og bauð hann velkominn, en því næst var honum flutt kvæði það, er Matt- hías hafði orkt til hans í tilefni af komunni hingað. Strax og þessum móttökuathöfnum lauk, hóf konungur mál sitt og þakk- aði viðtökur þær er hann hafði hlotið. og lýsti gleði sinni yfir landi ög þjóð og kvað sér kær- komið að geta tekið þátt í gleði hennar á þúsund ára afmæli íslands byggðar. Hann minnt- ist einnig að nokkru á hina nýju (Framhald á 7. síöu) Vilhelim H/íchet^i CifinkpHa NIÐURLAG N- fe er honum innanbrjósts, þegar hann er risinn upp og byrjaður að ambra um í náttmyrkrinu? Hann er frjáls, hann hefir komizt upp úr kistunni, áður en lokið var látið yfir hana og áður en hún var látin síga niður í jörðina. Um líkama hans streymir sá lifandi ylur, sem nú er aftur búinn að fá yfirhöndina, og aldrei hefir hann fundið það eins innilega og nú: Ég er ekki dauður! Það er þetta skran í kringum mig, sem er dautt — það er ekki ég! Ég'get hreyft mig. Margrét hreyfir sig og steðjar fram og aftur, eins og hún ætli til dansleiks. Og hún ætlar líka að dansa, dansa berfætt — það er léttasti og unaðslegasti dansinn og sá eini dans, sem hæfir konu, er skyndilega rís upp og finnur, að líkami hennar hlýðir henni. Enginn limur er þrjóskur né þungur í vöfum, og hún er ekki leng- ur hrædd við sárin, sem hún getur fengið á nakta fæturna, þegar hún k|mr í dansinn, því að lítil skeina er ekki mikilvæg i augum þess, sem er nýrisinn upp frá dauðum. Gleðin bylgjast um hana, lykst um hana: Hún er kona manns — kona manns. Og það er manninum að þakka, að hún getur hreyft sig og gengið sinn veg, án þess að torfærur tálmi henni. Meðan hann gat. ekki beitt allri orku sinni, vegna þess að hann var ekki al- frjáls sjálfur, gat hann ekki frelsað hana. En þegar hann ein- beitti öllum mætti sínum og hélt leiðar sinnar frjáls maður — þá varð hún einnig frjáls. Þá varð hún kona manns. Og þá sætti hún sig ekki lengur við það að láta býli eða aðra dauða hluti, sem kringum hana voru, eiga sig. Þá vaknaði hún fyrst til lífsins til fulls. Það virðist óskiljanlegt, en það er þó fölskvalaus sannleikur: Það er ekkert, sem heldur lengur aftur af henni. Hún opnar dyrnar í þeim vændum að yfirgefa þetta hús, og hurðin er henni ekki til trafala, hún leikur léttilega á hjörunum. Hún lýkst upp hljóðlaust, hún svíkur hana ekki. Blessaða hurð — fyrst þú ert mér ekki heldur til trafala, þarf ég ekkert að óttast framar. Þarna úti er ég hólpin. Og Margrét er þakklát — hún fer mjúkum höndum um dyra- lykilinn og síðan hraðar hún sér brott. SÖGULOK. Bjartsýni og trú á land og |>jóð (Framhald af 3. síöu) höndum. Verk, sem verða mun til þess að efla og auka trúna á land og þjóð, ef vel tekst. Við verðum í þessu sambandi að gera okkur ljóst, að þeir ó- venjulegu tínlar, sem verið hafa undanfarið, geta ekki haldið á- fram. Vegna mikillar eftirspurn ar eftir vinnuafli, hefir verið slakað til á kröfunum um kunn- áttu á ýmsum sviðum. Fólk, sem ekkert eða lítið hefir lært til þeirra verka, sem því hefir boð- ist hefir tekið boðinu um vinnu, sem þekkingu þarf til, án þess að hafa þá þekkingu. Þetta er ekki nema mannlegt. En af þessu getur leitt hættu, ef ekki er við gert í tíma, ekki sízt, fyrir yngri kynslóðina, sem á það göf- uga hlutverk að byggja upp ör- yggi lýðveldisins. Sumir, sem eru áhugasamii' og námfúsir munu læra verkin smátt og smátt. Aðrir dragast aftur úr og missa máske af þeim dýr- mætu árum, sem auðveldast er að læra. Auk þess verður margs konar vinna óeðliiega dýr af þessum ástæðum og á sinn þátt í að auka dýrtíðarbölið. Á öðrum sviðum er hætta á að menn séu of fastheldnir við gamlar venjur og meira eða minna úrelt vinnubrögð, sem ekki standast í nútíma keppni. Og sú óhagsýni fær ekki stað- ist til lengdar, að afla sér nýrra tækja, sem annað hvort koma ekki að fullum notum vegna þekkingarskorts á meðferð. þeirra eða endast miklu skem- ur en ella af sömu ástæðum. Á meðan þetta millibilsástand stendur, meðan við erum að afla nýrra nútímatækja og læra að fara með þau, má búast við því, að við verðum að leggja meira að okkur en undanfarið ,svo að við getum staðið öðrum á sporði. Eitt af því, sem aukin tækni nútímans hefir leitt af sér, er það, að færa lönd og þjóðir nær þver annarri. Það er ekki senni- le’gt að menn taki upp aftur kjörorðið um að löndin eigi að reyna að „vera sjálfum sér nóg“ um allar þarfir, eins og vildi bi-ydda talsvert á milli styrjald- anna.Jafnvel ekki lönd.sem eiga svo margs konar náttúruauðæfi, að möguleiki væri á að afla allra þarfa þjóðarinnar í landinu sjálfu. Því fjær er þetta okkur, sem byggjumx eyland, sem að visu á ýms náttúruauðæfi, en þarf nú og mun ávallt þurfa að afla sér frá öðrum löndum tals- vert mikils af þörfum sínum. Til þess að geta það%n þess að eyða fjármunum, þarf viðunandi markaði fyrir útflutningsfram- leiðslu okkar. Vöruvöndun og framleiðslukostnaður, sem sé svo stillt í hóf að hann sé sam- bærilegur við framleiðslukostn- að þeirra annarra, sem leita sömu markaða, er óumflýjanlegt skilyrði fyrir þessu. Engin þjóð mun telja sig hafa efni á því að kaupa okkar framleiðslu hærra verði en^ams konar vör- ur eru fáanlegar annars staðar. Við mundum ekki fara fram á slíka greiðasemi, enda væri það óvænlegt til þess að tryggja sjálfstæði okkar og öryggi í framtíðinni, að vera háðir slíkri *■ hjálp frá öðrum. Ég tek nú við forsetastarfinu með óbreyttum ásetningi um að rækja störf mín samkvæmt við- urkenndum venjum nútímans í lýðfrjálsum ríkjum, þar sem þjóðhöfðingjavaldið er þing- bundið. Þjónustuhugur minn við heill og hag allrar þjóðar- iniiar er og óbreyttur. í þeim anda mun ég með guðs hjálp reyna að rækja störf mín þann tíma, sem mér er ætlað, meðan mér endist heilsa og líf. Bólusetninga- sprautur» f > sem stilla má, sérstaklega vandaðar kr. 15.00 hólnálar, ryðfríar — 1.00 varagler — 2.50 Sendum um lanð allt. Seyðisfjarðar Apótek. Fangi konungsins i (Saga írá dögiun Loðvíks XI. Frakkakonungs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. • Börn gullsiniösins ætluðu nú að fara til þess aö sjá xööur sinn,, því að þau álitu að lionum kynni að vera iiuggun i þvi aö sjá þau, endajpótt þau gætu ekki talað viö iiarni. „Eg vildi óska, að við gætum látið hann vitá, að við höfum von um að geta frelsað hann!“ andvarpaði Georg. „Þá mundi hann þó öðlast von í óvissunni. En það er víst ómögulegt, því miður.“ Við þessi orð leit Leó snöggvast upp og blístraði lágt. „SkeÖ gæti það þó,“ sagði hann, leyndardómsfullur á svip. „Svona, hættu nú þessu leynimakki,“ sagði systir hans, „þú ert með eitthvað ráðabrugg á prjónunum, hvað er það?“ En drengurinn hafði tekið það i sig að þegja yfir ráðagerð sinni, og hin urðu að láta sér það lynda. Morguninn eftir lögðu þau af stað til hallarinnar, en þar var búrunum raðað á grasvöllinn. Þegar þau voru að leggja af stað kohi Leó askvaðandi í fáránlegum klæðum. Hann var í gömlum buxum gauðrifnum, bættri treyju, botnlausum skóm og með beyglaðan hattkúf á höfði. „Hvers kyns útbúnaður er þetta?“ spurði ísabella. „Þú ætlar þó ekki að fara í þessum lörfum?“ „Nei, blessuð góða! Þið getið ekki fylgst með svona leppalúða,“ sagði Leó hlæjandi. „Farið þið bara af stað, ég kem á eftir.“ Að svo mæltu fór hann út í eldiviðarskýlið og sótti þangað fjölina góðu. Hann var nú búinn að negla við hana langa stöng, svo að hún líktist einna helst fána, og hann sýndi þeim nú að á miðri fjölinni stóð með marglitum stöfum: „Kaupi gömul föt og tuskur!“ Þetta hafði hann þá gert við mislitu bókstafina. „Til hvérs í ósköpunum ertu nú að þessu?,“ spurði systir hans. „Heldurðu, að venjulegur skransali fái að koma nær föngunum en aðstandendur þeirra? Þar skjátl- ast þér drengur minn!“ „Þú færð nú að sjá,“ sagði stráksi, og brosti með sjálf- um sér að uppátæki sínu, sem var svo snjallt, að enginn gat getið upp á því^ Hann axlaði rösklega stöngina með spjaldinu og tók stóra eldiviðarkörfu á hinn handlegginn. „Þá er ég tilbúinn!“ hrópaði hann. „Leggið þið nú af stað! Litli skransalinn kemur á eftir.“ „Hvað ætlar hann sér?,“ spurði Georg, en hugsaði þó með sér, að bezt væri, að strákurinn fengi að fara sínu fram. Svo lögðu þau af stað þrjú saman. „Skransalinn“ kom á eftir og hélt fánanum hátt á loft. En um leiÓ og hann sneri honum við sáu þau sér til mikillar furðu að yfir hina hliðina var límd þunn pappírsörk. Var þetta tugsýnilega mjög lauslega gert, því að örkin bungaði út í miðjunni. Litli skransalinn skundaði rogginn eftir götunni með t. éfána sinn og söng hástöfum: Járn og klúta kaupi ’ég hér ‘ ' Hver vill selja tuskur? Konur, stúlkur, komið hér! Klúta og druslur seljið mér. Þegar til hallarinnar kom, — en sú höll var ramger kastali umkringdur hraustum skozkum varðmönnum, er vöktu dag og nótt yfir lífi konungsins — var búið að setja fram búrin og flokkur áhorfenda hafði safnazt þar í kring. Búrin stóðu í röðum — þau voru yfir 20 að tölu — og fyrir framan þau spígsporuðu tveir vopnaðir varðmenn fram og aftur. „Guð minn góður, hvað búrin eru lág,“ hvíslaði ísa- bella. „Menn geta ekki staðið uppréttir inni í þeim.“ „Þvílík hegning er hróplegt ranglæti,“ var sagt rétt hjá henni. „Guð mun einhverntíma úthella reiði sinni j fir hinn óréttláta konung vorn.“ Fangarnir sátu í búrunum og horfðu kvíðafullir út’ til þess að reyna að koma auga á frændur og vini í hópi áhorfendanna. „Þarna er pabbi,“ hrópaði ísabella með grátstafinn í kverkunum. Já, þarna sat vesalings; faðir þeirra. Hann var fölur og sorgmæddur, en svipurinn var hreinn og fagur eins og svipur þeirra manna, sem góða samvizku hafa er ævinlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.