Tíminn - 10.08.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.08.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMIM, föstndaginn 10. ágiist 1945 59. blað PÁNARMIMPíG: Finnbogi G. Lárusson kaupmaður i Ólafsvík Laugardaginn 28. júlí var til moldar borinn að Búöum á Snæ- fellsnesi Finnbogi G. Lárusson kaupmaður í Ólafsvík og fyrr- verandi stórbóndi að Búðum. Finnbogi var fæddur 2. des. 1866 að Mánaskál í Húnavatns- sýslu. Ungúr fluttist hann til Akraness og ólst' þar upp hjá fósturforeldrum sínum, sem bjuggu á Kringlu á Akranesi. Strax um fermingu fór Finnbogi að stunda sj ómen’hsku og þótti þá strax koma í ljós, óvenjuleg- ur dugnaður og atorka við öll störf, sem hann tók sér fyrir hendur. Á Akranesi kynntist Finnbogi fyrri konu sinni Björgu Einars- dóttur og giftist hann henni árið 1896. Frá Akranesi fluttist Finn- bogi að Gerðum og rak hann þar verzlun og útgerð til ársins 1906, er hann keypti stórbýlið Búðir á Snæfellsnesi og fluttist þang- að. / Á Búðum rak Finnbogi útgerð, verzlún og búskap af miklum myndarskap. Byggði hann upp öll hús jarðarinnar. Bætti engjar og tún, og gjörðist brátt mestur bóndi á Snæfellsnesi, og þótt víðar væri leitað. Var búið bæði stórt og arðsamt, enda var vel farið með allar skepnur, og í engu sparað um fóðurföng. Árið 1914 fluttist Finnbogi aft- ur að Gerðum. Mun því áformi hafa valdið að eignir sínar þar gat hann eigi selt, auk þess sem vorharðindin og fjármissir árið 1944 sló óhug á marga til bú- skapar, einkum þó þá, sem ann- ars áttu úrkostar. Fullum at- vinnurekstri og búskap hélt þó Finnbogi áfram á Búðum. Kom hér fram stórhugur hans og framsýni sem og oftar. Hann vildi eiga tvær leiðir opnar — byr í bæði segl — hvað sem í slægist. , En hér sem oftar sannaðist hið fornkvéðna: ,,að lífið fáum vér aftur en eigi fram, skyggir Skuld fyrirsjóri.“Árið 1915 flytur Finn- bogi konu sína heim til Búða liðið lík og lagði hana í graf- reit, sem hann bjó henni þar, ásamt ungbörnum tveim, sem þau höfðu misst þar áður. Ofsnauður af ástvinum sneri Finnbogi aftur til Gerða, en festi þar eigi yndi eftir þetta. Hugur- inn var heima á Búðum, þar sem hinn slitni snari þáttur, af hon- um sjálfum og lífi hans, hafði verið lagður til hinztu hvíldar. Fluttist Finnbogi því aftur til Búða árið 1916 og átti þar heima til ársins 1926 en þá fluttist hann til Ólafsvíkur og bjó þar til dauðadags.' Árið 1920 kvæntist Finnbogi síðari konu sinni Laufeyju Ein- arsdóttur, Þorkelssonar skrlf- stofustjóra Alþingis, og lifir hún mann sinn, ásamt fjórum upp- komnum börnum þeirra, en eitt barn misstu þau í æsku. Með fyrri konu sinni eignaðist Finnbogi 11 börn, þar af eru nú 7 á lífi. Öll eru börn þessi vel gefin og mannvænleg. Með Finnboga G. Lárussyni er fallinn í valinn merkur at- orku- og dugnaðarmaður, sem tók virkan þátt í störfum á því tímabili, sem orðið hafa mestar breytingar á efnalegum og and- legum högum landsmanna. Sem 8 ára drengur mundi Finnbogi eftir þjóðhátíðarárinu 1874. Með þverrandi líkams- kröftum, en óbilaðri sál, fylgdist hann með hátíðahöldunum 17. júní 1,945. Milli þessara ára liggur hin langa og athafnaríka ævi, þrungin afköstum hins 'sístarf- andi manns. Á farsælan hátt sótti Finnbogi, um margra ára skeið, út á feng- sæl en áhættusöm fiskimið, með- ,an segl og árar og siggaðar hendur sjómannsins voru hreyfi- afl fleytunnar. Þótti stjórn hans jafnan örugg og góð, svo að orð var á gert. Og er árar og segl véku um set fyrir vélaaflinu, þá stjórnaði Finnbogi hinu nýja afli með auknum þrótti og karl- mennsku, enda gjörðust þá störfin hvort tveggja í senn, aflastærri og áhættuminni. — Á þeim árum, sem enskir farandkaupmenn fóru um sveit- ir landsins, og keyptu fé bænda fyrir vanmetið verð, sem greitt var í ensku gulli, var Finnbogi að hefja kaupmennsku sína, sem hann stundaði alla tíð síðan Finnbogi G. Lárusson. jafnframt sjómennsku og bú- skap. Þóttu landsmönnum þessi ensku gullviðskipti góð, borið saman við það, sem þeir áttu að venjast í því efni áður. En það sagði Finnbogi mér, en hann kynntist viðskiptum þessum til nokkurrar hlýtar, að þá hafi hann fyrst skilið hversu félags- leg verzlunarsamtök bænda og hins vinnandi fólks væru nauð- synleg. Má nokkurn lærdóm af þessu draga. En ekki varð það þó hans hlutskipti að leggja þeim samtökum beint lið fyrr en undir lok ævi sinnar. En alla tíð skildi Finnbogi nauðsyn þessara sam- taka. Má ætla að hér sé fólgin ástæðan fyrir þvi, að í verzlun Finnboga G. Lárus^onar voru jafnan vandaðar og ódýrar vör- ur. Ég hygg að enginn hafi fund- ið það betur en hann sjálfur, hversu hann stóð jafnan nærri þeim, sem ruddu brautina, að samvinnuféiágsskafo samítíðar- manna hans. Og hér er það, að finna má tildrög þess, að Finn- bogi, þegar hann veit að senn liður að þáttaskiptunum miklu, selur allar fasteignir sínar fél- agslegum samtökum verkafólks og sjómanna til starfrækslu samvihnukaupfélagsins Dags- brúnar í Ólafsvik. Hika ég ekki við að fúllyrða, að með þessu hafi Finnbogi G. Lárusson lagt meiri og stærri skerf til styrktar samvinnustarfsemi hér á Snæ- fellsnesi, en hægt sé í dag að meta til fulls, né þakka að verð- leikum. — Það duldist engum, sem kyrintist Finnboga G. Lárussyni, að þar fór góður drengur i fyllstu merkingu þess orðs. Hann var vel gefinn, en naut lítillar menntunar í æsku, svo serri þá var.títt. En sjálfsmenntun hans var ágæt. Hann skrifaði fagra rithönd; las mikið og var fjöl- fróður um menn og málefni. Mitt í önnum dagsins gat hann hugsað eins og heimspekingur, og rætt um hin fjarlægustu og torskildustu viðfangsefni, og þótti þá þeim stundum biðin löng fyrir framan búðarborðið, sem asklokið áttu að himni. Ekki held ég^að Finnbogi hafi getað aumt séð, án þess að rétta hjálparhönd, enda eru til marg- ar sögur af brj óstgæðum hans og nærgætni. Hér set ég eina. Það er haustkvöldíBorgarnesi, rétt eftir aldamótin síðustu. Lít- ill flóabátur liggur á höfninni ferðbúinn til Reykjavíkur. Allar smugur, dekk og lest, eru fullar af fólki á leið til höfuðstaðarins, þar á meðal börn og gamal- menni. Það dimmir óðum, og veðrið er hið versta; sunnan rok og rigning. Loks kveður skip- stjórinn upp þann úrskurð, a| allir verði að fara í land aftur, því að í slíku veðri sé ekki fært til Reykjavíkur, og að hann taki ekki á sig þá ábyrgð, að láta far- þegana vera um borð í skipinu í slíku veðri um nóttina, hvað sem fyrir kynni að koma. Skipsflaut- an kallar á afgreiðsluna, og allir farþegar eru fluttir í land í snatri. En hvað tekur þar við. Ekkert gistihús þá á staðnum. Fólkið stendur úti og leitar sér skjóls undir klettum og þeim fáu húsúm, sem þá voru í EJorgar- nesi, og býr sig undir ömurlega útilegunótt. Meðal farþeganna var Finnbogi G. Lárusson, þá á bezta aldri og viðbragðsfljótur að vanda. hér var tækifæri að leysa vandkvæði margra í einu, og þaö skal gjört. Hann útvegar öllu fólkinu húsaskjól í vöru- geymsluhúsi, þrátt fyrir allmikla tregðu hins erlenda húsráðanda, sem óttaðist skemmdir á vörum sínum, ef hann hleypti svo mörgu fólki inn. en þá gengur Finnbogi ejjm í ábyrgð fyrir hið húsvillta fólk. Fékk húsráðanda nokkur hundruð krónur til tryggingar skemmdum, og lét siðan fólkið búa um sig, svo sem bezt mátti. Að því loknu reið .hann heim til Borgar. og þáði þar góða gistingu. Þetta er ein svipmynd, sem sýnir vel innræti Finnboga. En til eru margar slíkar, þótt hér verðj eigi sagðar. Mörgum opinberum trúnaðar- störfum gegndi Finnbogi. Hann var hreppstjóri og oddviti Stað- arsveitar lengst af meðan hann dvaldi þar. í Ólafsvík gegndi hann hreppstjórastörfum um 12 ára skeið. Formaður skólanefnd- ar var hann þar og lengi. Öll þessi störf rækti Finnbogi með kostgæfni og trúmennsku. Enda eru þau ummæli höfð eftir Páli Vídalín sýslumanni Snæfellinga, að Finnbogi G. Lárusson bæri af öðrum opinberum starfsmönnum vegna reglusemi og vandvirkni í starfi. Eru þessi ummæli eftir- tektarverð, og það því fremur, sem Páll Vídalín var að allra dómi hinn ágætasti embættis- maður, sem gerði miklar kröfur bæði til sín og annarra. Fimmbogi G. Lárusson var á ýmsan hátt mikill gæfumaður. Honum voru gefnar tvær ágæt- ar eiginkonur, sem á tvennan hátt urðu honum ómetanlegir förunautar í lifinu. Hin fyrri, meðan ólgandi fjör æsku og at- hafnamannsins svall í brjósti. — Þegar vonir og yndisleiki lífsins blasti við í þróttmiklu og atorku- sömu starfi. —i « Hin síðari er græða þurfti hjartasár hins helsærða tilfinn- ingamanns, sem skalf og nötraði mitt í styrkleika sínum og þrótti. Það varð og hennar hlutskipti, að veita líkn, hjálp og umhyggju hinu örþreytta gamalmenni, þegar það hafði lokið miklu lífs- starfi og þarfnaðist hvíldar og hjúkrunar. Slíkar gjafir eru þeim einum gefnar sem hlotið Kristin bórnli að Kollale Kristinn Beck bóndi að Kolla- leiru í Reyðarfirði andaðist i júlí í sumar og var jarðsunginn þann 11. júlí að viðstöddu fjölmenni. Kristinn var fæddur 2. jan. 1866 og hefði því orðið áttræður Kristinn Beck. t um næstu áramót, ef hann hefði lifað. Kristinn var sonur Hans J. Beck á Sómastöðum í Reyðar- firði og konu hans Steinunnar Pálsdóttur frá Karlsskála. Kona Kristins var Þuríður Eyjólfs- dóttir frá Seljateigi í Reyðar- firði. Lifir hún mann sinn og á heima á Kollaleiru hjá börnum hafa náð fyrir augliti guðanna. Þeir, sem komið hafa að Búð- um á Snæfellsnesi, hafa sjálf- sagt tekið eftir lítilli útbyggingu við miðja suðyrhlið hins gamla ibúðarhúss. Var útbygging þessi áður fyrr einn glersalur, því að þær hliðar hans, sem að sólu sneru, voru samfelldir gluggar. Útbygging þessi er nú mjög hrörleg orðin, eins og fleira á Búðum, en hún geymir þó sína sögu. Sólbyrgi þetta lét Finnbogi reisa í því skyni að lina þjáning- ar ungrar dóttur sinnar, og frelsa hana úr greipum hvíta dauðans, eftir að innlendir og útlendir læknar höfðu veitt þá hjálp, sem þeir gátu í té látið. Ekkert var þar sparað og hörð var sú barátta, sem þar var háð. En hér var við ofurmátt að tefla, og hin unga stúlka hné í blóma æsku sinnar fyrir sigð dauðans. Þetta einstæða vígi, sem hinn umhyggjusami faðir reistl, talar sínu máli. Og vel færi á því, að þetta litla sólbyrgi mætti nú með nýjum eigendum frelsast frá meiri eyðileggingu en orðið er. Hér er það sem við sjáum skýrasta mynd af Finnboga sem föður. Þánnig reyndist hann hinum mörgu börnum sínum í mótlæti þeirra, gleði og sorgum. Hér sjáum við föðurinn, sem spennti vilja sinn og krafta til hins ýtrasta, barni sínu til hjálpar. Slík mynd er litsterk og fögur. Hún er og lærdómsrík nú, þegar skyldur blóðtengsla og ættbálks virðast vera að stöðv- ast við veskislásinn. — Nú er athafna- og við- burðaríkri ævi þessa manns lok- ið.'Langur vinnudagur að kvöldi kominn. Hið mjúka hvílurúm er sveipað sólgeislum miðsumars. Við báruvota ströndina' hvíslar lognsærinn angurvær minning- arljóð, sem veita hinum fram- liðna frið og ró. En við samferðamennirnir, bæði vinir og vandamenn, stönd- um hljóðir við flóðborð hins mikla sævaf, og geymum í hjörtum okkar minninguna um hinn trygga vin og förunaut, sem nú siglir fleyi sinu yfir að ströndinni ókunnu. Jónas Þorvaldsson. n Beck íru í Reyðarfirði þeirra Kristins. Kristinn og Þu- ríður bjuggu allan sinn búskap á Kollaleiru og sátu þá jörð með sóma. Þau hjón eignuðust tíu börn og eru átta þeirra á lífi. Kristinn á Kollaleiru var álveg óvenjulega heilsteyptur maður. Mjög hlédrægur um afskipti af opinberum málum, en eindreg- inn í stuðningi sínum við þau mál er hann veitti brautargengi og þá lifsskoðun, sem hann hafði myndað sér eftir vandlega íhug- uri. Það var unun-að kynnast því hvernig Kristni á Kollaleiru tókst að sameina óvenjulega stillingu og hógværð þeirri inni- legu glaðværð, sem honum var í brjóst borin. Kristinri á Kollaleiru var ein- dreginn samvinnumaður og studdi samvinnustefnuna og samvinnufélögin af alefli. Það var sannfæring hans, að menn ættu að styðja hver annan eftir mætti og vinna hver með öðrum en ekki hver á móti öðrum. Hann hafði ríka löngun til þess að láta gott af sér leiða. Hann vann störf sín í kyrrþey og hafði ekki hátt um sig, en víst er um það, að þvi þjóðfélagi væri vel borgið, sem ætti marga slíka þegna sem Kristinn var, að dugnaði, hátt- prýði og góðvild. Blessuð sé minning hans. Austfirðingur. Héraðsskólinn í Reykjanesi starfar næsta vetur eins «sf að umlaiifömu. IVemendur frá fyrra ári sitja fyrir skólavist að öðru jöfnu. Umsóknir sendist undirrit- uðum sem fyrst. Þóroddur Guðmundsson Sumband ísl. samvinnufélaga. » SAMVINNUMENN! y • Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna nálega í hvert sinn óvátryggðir innanstokksmunir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Hjartanlega þakka ég þeim vinum mínum, sem heiðruöu mig og glöddu með heimsókn, gjöfum og veglegri veizlu á 25 ára starfsa,fmœli mínu. Guð ölessi framtíð þeirra og barna þeirra. Hóli í Kelduhverfi, júlí 1945 Sigurbjörg ísaksdóttir Ijósmóðir. Borðið meiri TÓ IVI AT A garðyrkjumanna Ullarverksmiðjan GEFJdlí framleiðir fyrsta flokks vörur. Spyrjið þvi jafnan f y r s t eftir Crefj ii nar vöm m þegar yður vantar ullarvörur. MJALTAVÉLAR Á komandi hausti og vetri munum vér hefja sölu og upp- setningu hinna heimskunnu Alfa-Laval mjaltavéla frá Svíþjóð. Eins og kunnugt er, eru Alfa-Laval vélarnar útbreiddastar allra slíkra véla. Þær eru framleiddar með mLsmunandi út- búningi, er hentar við misjafna staðhætti, en það eí sameiginlegt við allar Alfa-Laval vélar að aðrar vélar verða eigi fengnar, er taki þeim fram, hvernig sem til háttar. Vér teljum venjulega eigi ráðlegt að nota mjaltavélar í minni fjósum en þar sem eru 8—10 mjólkandi kýr. Þeir bændur, sem hafa hug á að fá góðar og vandaðar mjaltavélar, ættu að senda oss sem allra fyrst upplýsingar um staðhætti hjá sér, helzt riss af fjósinu, er sýni básafj£lda og fyrirkomulag, einnig mjólkurgeymslu eða kælistað, ef slíku er til að dreifa í fjósinu. Ennfremur óskum vér að fá upplýsingar um, hvort afl er fyrir hendi til þess að reka vélarnar, og ef svo er, hvers konar afl það er. Athugið, að þegar um mjaltavélar er að ræða, á það við, frekar en um allar aðrar vélar, að ekk- ert er nógu gott nema það allra bezta, sem völ er á. Fullkomnar vélar, sem mjólka vel, eru léttar í vöfunum og öruggar að öllu leyti. En jafnvel beztu vélar verða eigi að fullu gagni nema notkun þeirra sé kennd og æfð af þekkingu og kostgæfni. Vér munum eigi selja eða setja upp eina einustu mjaltavél, nema að þvi vinni æfður fagmaður, er gefi um leið fyrir vora hönd fyllstu upplýsingar um notkun vélanna, kenni vélmjaltir og allt, er lýtur að hirðingu vélanna og viðhaldi. Bændur, dragið ekki að senda hinar umræddu upplýsingar, með því greiðið þér fyrir því, að fljótt og vel verði á þessu v&nda- sama máli tekið af öllum aðilum, er hlut eigi að máli, við fram- leiðslu vélanna, innflutning og uppsetningu. Samb. ísl. samvinnufálaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.