Tíminn - 14.08.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.08.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ) ÚTGEFFANDI: \ FRAMSÓKNARFLOKKURINN. ’> ( Símar 2353 oe 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA hj. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Siml 2323. 29. árg. Reykjavík, þrlðjudagmn 14. ágúst 1945 60. blað Rangfærsium Þjóðviijans Búnaðarfélag ísfands beitir sér fyrir umSigiufj.deiiuna hnekki stofnun stéttarsamtaka innan vébanda Greinargerð Slgurðar Kristinssonar, forstjóra Sambands íslenzkra samvinnufélaga 0 Forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Sigurður Krist- insson, hefir beðið Tímann fyrir eftirfarandi greinargerð frá sambandinu, varðandi kaupfélagsdeiluna á Siglufirði, og atburði þá, sem gerzt hafa í sambandi við hana. Er hér saga málsins rakin nokkuð, og skýrt allrækilega frá skiptum S. í. S. við gömlu kaupfélagsstjórnina í Siglufirði. í Þjóðviljanum 2. og 3. ágúst eiga viðskipti við slíka stjórn. s.l. birtust ósvífnar árásargrein- ar á Samband ísl. samvinnufé- laga og stjórn þess í sambandi við deilu þá, sem upp hefir kom- ið í Kaupfélagi Siglfirðinga og afskipti S. í. S. af því máli. Þar sem greinar þessar eru fullar af aðdróttunum, ósannindum óg rangfærslum þykir rétt að gera við þær nokkrar athugasemdir, enda þótt slíkum greinum Þjóð- viljans um S. í. S. og starfsmenn þess hafi hingað til oftast nær verið látið ósvarað. Jafnframt verður að minnast á nokkur at- riði í gangi hins svokallaða Sigluf j arðarmáls. í Þjóðvilja'num 2. ágúst er rætt um bréf Sambandsins til Kaupfélags Siglfirðinga, þar sem S. í. S. tilkynnti kaupfélag- inu, að það sæi sér ekki fært að eiga viðskipti við félagið, á með- an sú stjórn, sem nú starfar í félaginu, færi með völd í því. í Þjóðviljanum er ákvörðun þessi rangfærð og skýrt frá henni á villandi hátt. Ákvörðun sína byggði sambandið á því, að það telur þá stjórn, sem nú fer með völd í félaginu ekki lögmæta stjórn þess. Við slíka stjórn tel- ur sambandið sér óheimilt að eiga viðskipti. Fari það svo, að hin nýja stjórn verði sett inn í umráð félagsins, sem frá sjón- armiði Sambandsins sýnist vafa laust ,mundu samningar þeir, sem stjórn þejrra O. Jörgensens, Þórodds Guðmundssonar og fléiri gera, ekki vérða taldir bindandi fyrir félagsheildina. Sjá allir hvílík fásinna væri að Hin starfandi stjórn hefir ekki fylgi nema HtiLs hluta félags- manna. Það væri beinlínis brot á móti miklum meirihluta fé- lagsmanna, að eiga viðskipti við hana og auðvelda henni á þann , hátt að ráðstafa eignum félags- ! ins. j Ástæðurnar fyrir þvi að stjórn Sambandsirís telur hina starf- | andi stjórn Kaupfélags Siglfirð- inga ólögmæta, eru m. a. þessar: Meira en tveir þriðju hlutar aðalfundarfulltrúa Kaupfélags Siglfirðinga hafa á framhalds- aðalfundi félagsins hinn 21. júní s. 1. gert breytingar á samþykkt- um félagsins, er höfðu það í för með sér, að fyrrverandi stjórn var svipt umboði sínu og ný stjórn kosin í hennar stað. Hin gamla stjórn hefir samt ekki vjilj að víkja fyrir hinni nýju stjórn, heldur gerði hún sér hægt um hönd og rák 29 aðal- fundarfulltrúa úr félaginu, eftir að henni þótti sýnt, að fulltrú- unum var alvara með að víkja henni frá völdum í félaginu. Síðan hélt gamla stjórnin gervi- deildarfundi, sem hún þó fékk sárafáa félagsmenn til að mæta á og lét á þessum deildarfund- um kjósa nýja fulltrúa í stað þeirra, sem hún taldi sig hafa vikið úr félkginu. Með þessum gervifulltrúum hélt svo gamli stjórnarmeirihlutinn fund, sem hanA kallaði aðalfund Kaupfé- lags Siglfirðinga. Þessar aðgerðir fyrrverandi stjórnarmeirihluta eru bersýni- (Framhald á 8. síðu) Sýnfshorn IV. Barátta Ólafs Thors gegn dýrtíðinni Hver treystir slíkum manni? Þegar hin „frjálsa leið“ Sjálfstæðisflokksins í dýrtíðar- málum hafði ríkt i fáeina mánuði, hafði hún aukið vísitöl- una um rúmlega 50 stig. Var hún orðin 183 stig í janúar 1942, þegar stjórnin gaf út bráðabirgðalög um gerðardóm í kaup- gjalds- og verðlagsmálum. Við það dró Alþýðuflokkurinn ráð- herra sína úr stjórninni. Þegar gerðardómslögin voru rædd í þinginu var Ólafur Thors aðalforsvarsmaður þeirra. Hélt hann um þau langa ræðu 11. marz 1942 og sagði m. a.: „Þetta er merkasta löggjöf síðari ára og sú lagasetning, sem öllu öðru fremur stefnir að því að bægja vá frá dyrum verkamanna og annarra launastétta landsins.Allt frairí til þess, að þessi löggjöf var sett, hefir enginn dirfzt að and- mæla því, AÐ VAXANDI VERÐBÓLGA VÆRI GEIGVÆN- LEGT ÞJÓÐARBÖL....... Allir flokkar töldu höfuðnauðsyn að stemma stigu við vexti dýrtíðarirínar, en frumskilyrði þess er AÐ STÖÐVA KAPPHLAUPEÐ MILLI AFURÐAVERÐS OG KAUPGJALDS, þ. e. a. s. hindra allar hækkanir, jafnt á afurðaverði sem grunnkaupi.“ .... Ólafur lætur Mbl. svara þefesu 31. júlí 1945 þannig: „Flestir bændur eru orðnir skuldlausir af því að Fram- sóknarmönnum tókst ekki að halda óbreyttu kaupgjaldi og afurðaverði. Framsóknarvaldið hefir verið brotið á bak aftur á Alþingi.“ Hér finna menn heilindin í málfærslunni. Eisenhower heíbrabur Þegar Eisenhower yfirhershöfðingi kom til Lundunaborgar um miðjan júni var hann heiðraður og honum sýndur mikill sómi á margvislegan hátt. Myndin er tekin við liátíðlega athöfn er fram fór i Guildháll í Lundúnum. Rockefellersjóðurinn gefurstór- fé til tilraunastofnunar Aðalverkcfnið rannsóknir á búf jársjúkdómum Stjórn Rockefellersjóðsins í New York hefir nýlega ákveð- ið að gefa Háskóla íslands allt að 150.000 dollara, gegn jafn miklu framlagi annars staðar frá, til að koma upp tilraunastofn- un í sjúkdómafræði og kaupa áhöld til hennar. Er gert ráð fyrir, að stofnun þessi starfi aðallega að rannsóknum á búfjársjúk- dómum. Þar sem síðasta Alþingi veitti 1.000.000 kr. í sama til- gangi, ef framlag fengizt annars staðar frá, eru nauðsynleg skil- yrði fengin til að þetta mál komizt í framkvæmd. búnaöarfélaganna • « 1 \ Breytingar á lögum Búnaðarfélags íslands samþykktar í gær á Búnaðarþingi Búnaðarþingið hefir undanfarna daga setið á rökstólum og fjallað um vandamál þau, er fyrir því lágu — verðlagsmálin og stéttarsamtök bænda. Síðara málið var að fullu afgreitt frá Bún- aðarþingi í gær með viðauka við lög Búnaðarfélags íslands, þar sem kveðið er á um stofnun og tilgang hinna nýju stéttarsam- taka. Síðar verður sagt frá öðrum málum, sem Búnaðarþing af- greiddi, en þvi lauk í gærkvöldi. Hér á landi hefir lengi verið vakandi áhugi fyrir að koma upp sérstakri stofnun til rann- sókna búfjársjúkdóma, einkum vegna skæðra sjúkdóma, sem undanfarinn áratug hafa hrjáð bústofn landsmanna. Nú getur þessi hugmynd komizt í fram- kvæmd með þeim myndarskap, sem æskilegt er um slíka stofn- un, og verður væntanlega ekki langt að bíða, unz unnt verður að hefja framkvæmdir í málinu Afskipti Rockefellersjóðsins byrjuðu 1941, er dr. George K. Strode, forstjóri alþjóða-heil- brigðisdeildar Rockefellersjóðs- ins, kom hingað til lands, bein- línis í þeim tilgangi að kynna sér, með hverjum hætti Rocke- fellerstofnunin gæti helzt orð- ið- íslendingum að gagni. Kynnti hann sér ýmislegt í sambandi við læknamenntun og heilbrigð- ismál og átti tal við þáverandi landbúnaðarráðherra og heil- brigðismá,laráðherra, Hermann Jónasson, kennara læknadeildar Háskólans, landlækni og aðra, er forustu höfðu í heilbrigðis- málum og búnaðarmálum þjóð- arinnar. Var af öllum þessum aðilum lögð mest áherzla á, að unnt væri að koma upp vand- aðri tilraunastofnun fyrir bú- fjársjúkdóma, auk þess sem bent-1 var á ýmislegt fleira, sem vant- aði; m. a. til að bæta kennslu í lífeölisfræði, lyfjafræði og heilbrigðisfræði. Skömmu eftir þessa heimsókn barst Háskóla íslands 15.000 dollara gjöf til kaúpa á tækjum handa læknadeild, og var með því fé unnt að bæta úr áhalda- skorti kerínaranna í lífeðlis- og lyfjafræði. Fjárframlag til búfjársjúk- dómastofnunar kom til mála, en frestað var að taka ákvörðun um það, að nokkru vegna þess, hve tímar voru erfiðir. Málinu hefir samt verið haldið yak- andi, og mun ákvörðun Alþing- is um framlag í þessum tilgangi hafa valdið miklu um, hve rausnarleg gjöf Rockefeller- sjóðsins varð. Björn Sigurðsson læknir, sem í sumar var sendur (Framhald á 8. síðu) Ekki orö Skúla Illmæfinu um Gunnar Gunnarsson hnekkt Fyrir nokkru síðan var hér í blaðinu skýrt frá einkennilegu viðtali við Skúla Skúlason rit- stj óra, er birtist í daríska blaðinu „Politiken,“ skömmu eftir komu Esju til Kaupmannahafnar. Var þar vikizt að Gunnari Gunnars- syni rithöfundi með furðulegum aðdróttunum, er hérlendur mað- ur hefði vart getað látið sér detta í hug. Nú hefir formanni Blaða- mannafélags íslands borizt sím- skeyti frá Skúla Skúlasyni, þar sem hann ber algerlega til baka öll þau ummœli, sem eftir hon- um eru höfö í téðu viötali í „Politiken,“ varðandi Gunnar Gunnarsson, og segir þau upy- spuna. einn. Það mun vekja almenna ánægju, að Skúli hefir rekið af sér það ámæli, sem hann sætti fyrir þau orð, sem hinn danski blaðamaöur hafði eftir honum, svo að bert má verða, hver var hinn sanni höfundur þeirra. Hér á landi munu fáir hafa trú- að því, aö Skúli hefði nokkurn tíma látið sér slíka fjarstæðu og álygar um munn fara og þær er þarna voru kinnroðalaust bornar á borð fyrir danska les- endur í fjöllesnu blaði. Viðauki sá, er Búnaðarþing samþykkti við lög Búnaðarfé- lagsms, er á þessa leið: „Á eftir 22. grein komi ný grein, sem verði 23. grein. Bráðabirgöaákvœði. I. Til viðbótar deildum Búnað- arfélags fslands, þeim sem um getur í 2. grein I., stofnar Bún- aðarfélag íslands, með ákvæðum þessum, sérstaka deild, er nefn- ist Stéttarsamband bænda, og hafi það með höndum eftir- greind verkefni: a) Að vera fulltrúi bændastétt arinnar um verðlag og verð- skráningu landbúnaðarvara, gagnvart Alþingi og ríkisstjórn og öðrum aðilum, sem um þau mál kunna að fjalla. b) Koma fram fyrir hönd bænda við samninga um kaup Tveir sænskir blaða- menn á ferð Taka myndir og skrifa um landið. Hér eru staddir um þessar mundir tveir sænskir blaða menn, er starfa á vegum sex- tán sænskra blaða og tímarita. Heita þeir Bohman og Gey, og er hinn fyrrtaldi ritstjóri, en sá síðarnefndi ljósmyndari. Komu þeir hingað til lands fyrstu dag- ana í ágúst á vélbátnum „Skeggja,“ er keyptur var hing- að til lands í sumar frá Svíþjóð. Erindi þessara blaðamanna er að kynnast landi og þjóð, og mun Bohman skrifa um það, er honum ber fyrir sjónir, en Gey taka myndir, jafnt af atvinnu- háttum og mannvirkjum serri landslagi. Nú fýrir fáum dögum fóru þeir félagar norður um land með Esjunni til Sigluf j arðar, þar sem þeir ætluðu að kynnast síldveiðunum. En því miður er þar/nú lítið um að vera. Þaðan munu þeir halda til Akureyrar, og víðar um Norðurland ætla þeir að ferðast. Þessir Svíar eru fyrstu sænsku blaðamennirnir, er hingað koma um langt skeið, og eru þeir au- fúsugestir hinir mestu. Koma þeirra er tákn þess, að norræn samskipti eru að hefjast á nýjan leik eftir langt hlé, og það hafa íslendingar sannarlega þráð. Blöð þau, sem fá myndir og efni frá Bohman og Gey eru: Se, Vecko-Journalen, Vár Byggd, Husmoderen, Hele Várlden, Nu, Folket i Bild, Vi, Reformatorn, Dagens Nyheter, Expressen, Göteborgs-Posten, Göteborgs IJandels og Sjöfarts-Tidning, Till Rors, Sáningsmannen og Svem-Journalen. og kjör verkafólks við landbún- aðarstörf, s. s. Ráðningarstofu landbúnaðarins og annars stað- ar, eftir því sem þörf krefur. c) Vera málsvari og samnings- aðili bænda gagnvart öðrum stéttarfélögum og stófnunum þjóðarinnar og gæta í hvívetna hagsmuna þeirra. d) Að hafa forustu um að bændul beiti samtakamætti sin- um, til að fá framgengt sameig- inlegum kröfum þeirra, í verð- lags og viðskiptamálum, eftir því sem ástæður eru til á hverjum tíma. II. Um kosningarétt og kjör- gengi, innan stéttarsambands bæhda, gilda sömu ákvæði og um kosningu fulltrúa til Búnað- arþings. Kjörgéngir í fram-t kvæmdaráðið ,» eru aðeins þeir menn, sem stunda landbúnað, eða hafa mikilvæg trúnaðar- störf, í þágu bændastéttarinnar, að dómi aðalfundar sambands- ins. III. Formaður Búnaðarfélags fs- lands stýrir aðalfundum Sam- bandsins og hefir, ásamt öðrum stjórnarnefndarmönnum félags- ins og búnaðarmálastjóra, mál- frelsi og tillögurétt, en atkvæðis- rétt hafa þeir því aðeins að þeir séu kjörnir fulltrúar. IV. Aðalfundur Stéttarsam- bandsins kýs 5 menn í fram- kvæmdarráð er fer með verð- lagsmál varðandi framleiðslu- vörur bænda, í umboði aðal- fundar Sambandsins og annast framkvæmdir á öðrum málum samkv. I. b.—c. V. Kostnað við fundi og fram- kvæmdarráð stéttarsambands- ins skal greiða úr Búnaðarmála- sj óði. VI. Stjórn Búnaðarfélags ís- lands staðfestir lög Stéttarsam- bands bænda. VII. Stjórn Búnaðarfélags ís- lands boðar til fyrsta fundar, en hefir heimild til að löggilda full- trúafund búnaðarfélaganna, sem bóðað hefir verið til þann 7. september n. k., sem stofnfund Stéttarsambands bænda sam- kvæmt ákvæðum þessara laga. VIII. Ákvæði þessi skulu end- urskoðuð að fengnum tillögum (Framhald á 8. síðu) Kjötverðið Kjötverðlagsnefnd ákvað í gær, að heildsöluverð á kjöti af sumarslátruðupi dilkum skuli fyrst um sinn vera kr. 12,70 hvert kíló- gramm. Smásöluálagning má síð- an vera 13% á súpukjöti. Mjög lítið mun vera til af dilkakjöti frá síðastl. hausti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.