Tíminn - 14.08.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.08.1945, Blaðsíða 8
Þeír, setn viljja Uynna sér þjfóðfélatjsmál, Ínn- DAGSKRÁ er bezta íslenzUa tímaritið uwn Jtjjóðfélatfstnál. 8 REYKJAVÍK lend ofi útlend9 Jturfa að lesa DaqsUrá. 14. AGÉJST 1945 60. blað Rangfærslum hnekkt (Framhald af 1. slðu) lega ólögmætar og brjóta í bág við heilbrigða og eðlilega rétt- armeðvitund. Aðalfundur kaup- félags er yfir stjórn félagsins. Þess vegna kemur auðvitað ekki til mála að stjórn geti vikið að- alfundarfulltrúum úr félagi eða svipt þá umboði þeirra. Ef slík regla væri talin gilda, mundu afleiðingar hennar verða þær, að ómögulegt gæti verið að koma stjórn frá, því að hún gæti rek- ið þá fulltrúa, sem væru á móti henni rétt fyrir aðalfundínn. Þó að fulltrúarnir gætu fengið sig dæmda inn í félagið, kæmi það ekki að gagni, þar eð aðal- fundurinn væri um garð geng- inn, þegar slíkur málarekstur væri á enda. Svo mætti reka þá aftur fyrir næsta fund og svo koll af kolli. Slík regla stangast á við heilbrigða skynsemi og viðteknar réttarreglur. Hins vegar gæti hún óneitanlega ver- ið handhæg fyrir stjórnir, sem hafa talsverða einræðishneigð í pokahorninu. Jafnframt hinum 29 fulltrúum rak svo stjórnin 41 félagsmann úr félagmu og síðast vék hún kaupfélagsstjór- anum frá störfum. Hvað átti Sambándið að gera, þegar þessu fór fram? Átti það aíð horfa aðgerðalaust á aðfarir þessar og horfa á sambandsfé- lag lagt í rústir á þennan hátt? Spurningum þessum má I vissu- lega svara neitandi. Ef Sam- bandið hefði gert slíkt, hefði það tvimælalaust brugðizt skyldu sinni. Ekki hafði þó fyrr- verandi stjórn séð neina ástæðu til að leita til Sambandsins um aðstoð til að leysa þessa deilu. Hin fyrstu afskipti, er sam- bandsstjórn hafði af máli þessu, voru þaur að hún kvaddi á sinn fund Sigurð Tómasson kaupfé- lagsstjóra og gaf hann stjórn- inni skýrslu um atburði þá, sem fram höfðu farið í K. F. S. að undanförni}. Að þeirri skýrslu fenginni ákvað stjórnin að senda lögfræðing Sambandsins norður til þess að kynna sér allar aðstæður, enda þótt hún gæti eftir skýrslu Sigurðar ekki verið í vafa um, að stjórn fé- lagsins hefði með framkomu sinni brotið lög. þess og reglur og fyrirgert rétti sínum til að vera stjórn. Lögfræðingur Sambandsins fór síðan norður og ræddi við báða deiluaðila. Jafnframt sat hann á framhaldsaðalfundi fé- lagsjns hinn 21. júní og fylgdist með því, sem þar fór fram. En á fundi þeim mættu 46 fulltrif- ar, ýmist aðalfulltrúar eða vara fulltrúar með umboði. Enginn vafi gat því á því leikið, að þar væri um löglegan aðalfund fé- lagsins að ræða. Eftir að hafa gefið Sambandsstjórn skýrslu og rætt við hana um þessi mál, fór lögfræðingur Sambandsins enn á ný norður og lagði þá, að til- hlutan stjórnar Sambandsins, ákveðin frumdrög að sáttum fyrir deiluaðila. Tillögur þær voru á þessa leið: 1. Fulltrúar þeir, sem sæti áttu á aðalfundi félagsins 7. júní s.l., verði viður- kenndir lögmætir aðal- fundarfulltrúar 1945. 2. Gerðir fulltrúafunda á tímabilinu 10. til 21. júní s.l. falli niður og nauðsyn- legar ráðstafanir gerðar til þess að afturkalla þær. 3. Gerð verði breyting á sam- þykktum félagsins á þá leið, að fjölgað verði um • tvo menn í stjórn. 4. Niður falli allar brottvikn- ingar á félagsmönnum, er átt hafa sér stað eftir 7. júní s.l. 5. Tryggt verði að meirihluti stjórnar og aðalfundar- fulltrúa standi að kosningu formanns og ráðningu kaupf élagsst j óra. i Eins og allir sjá, er með sam- komulagstillögum þessum geng- ið mjög til móts við minnihluta | fulltrúanna og hinn gamla 'stjórnarmeirihluta, einkum þeg- i ar tillit er tekið til hinna óhæfi- j legu aðferða þeirra. Hin nýja jstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að ganga að tillögum þessum til samkomulags. Hins vpgar hafnaði minnihlutinn þessum tillögum algerlega. Hafði þó fyrrverandi stj órnarmeirihluta verið rækilega bent á það, að Sambandið mundi gera sínar ráðstafanir, ef samkomulags- tilraunum þessum yrði með öllu hafnað, þar á meðal að það mundi ekki halda áfram við- skiptum við stjórn, er það teldi algerlega ólögmæta. Þegar málum var þannig kom ið taldi Sambandið rétt að reyna að aðstoða hina nýju stjórn og meirihluta félagsmannanna til að ná rétti sínum gegn ofbeldi hins gamla stjórnarmeirihluta. Jafnframt taldi það skyldu sína að hætta viðskiptum við félag- ið á meðan óvissa var um það, hvaða stjórn ætti að fara með völd í félaginu. rANNÁlJL TÍiHAiVIS 9. ágúst, fimmtudagur: Ræða Trnman/ forseta Bandaríkin: Truman forseti hélt ræðu, sem útvarpað var um öll Bandarikin. Hann sagði að Bandaríkjamenn ætluðu að halda öllum herstöðvum sínum í framtíðinni og kvað hann það nauðsynlegt til þess að öryggi Bandaríkjanna yrði tryggt í framtíðinni. Hann kvað Rússa hafa farið í styrjöldina við Jap- ani, án þess að gera kröfu til að komast að Jeyndaripálinu um kj arnorkusprengj una. Mansjúría: Rússar eru sagðir sækja fram, en >mæta þó harðri mótspyrnu Japana. 10. ágúst, föstudagur: Japan býður uppgjöf Japan: Bandamönnum barst uppgjafartilboð frá Japönum með því skilyrði að keisarinn fái að halda völdum og vald hans verði. að engu skert. Upp- gjafartilboði þessu var komið til Bandamanna fyrir milligöngu stjórna Svíþjóðar og Sviss. 11. ágúst, laugardagur: Bandamenn svara Bandaríkin: James Byrnes ut- anríkismálaráðherra Bandaríkj - anna afhenti svissneska sendi- herranum í Washington svar Bandamanna við uppgjafartil- boði Japana. Taka þeir upp- gjafartilboðinu með því skilyrði, að keisarinn hlýðnist fyrirskip- unum frá yfirherstj órn Banda- manna, meðan herir þeirra eru í landinu. Annars gera þeir kröfu til að allt fari fram samkvæmt uppgjafaráskoruninni, sem gefin var út frá Potsdamráðstefn- unni. / * 12. ágúst, sunnudagur: Pólland á lieljarþröm Ítalía: Anders hershöfðingi, yfirforingi pólsku hersveitanna við Miðjarðarhaf, hefir yarað hermenn sína við að snúa aftur til Póllands að stríðinu loknu. „Ef þið snúið aftur heim, þá komið þið ekki til Póllands, held- ur til Rússlands. Það verður ekki frelsi, sem tekur við, heldur fangelsi og nauðungarvinna.“ Rússland: EisenhoWer er nú í Moskva og var viðstaddur hóp- sýningu íþróttamanna þar í borg og auðnaðist honum sá heiður við það tækifæri, að standa næst Stalin, meðan skrúðgang- an fór fram hjá. Japan: Ekkert svar barst frá Japönum viðvíkjandi uppgjaf- artilboðinu og svarinu frá Banda mönnum. Hernaðargerðir halda áfram, eins og ekkert hafi í skorizt. Af framanrituðu ætti að vera ljóst, hversu aðdróttanir Þjóð- viljagreinarinnar frá 2. ágúst, eru óréttmætar og ástæðulaus- ar. En í grein þessari er því m. a. haldið fram, að framkoma S. í. S. í máli þessu hafi verið „frek og svívirðileg valdamis- beiting í þágu Framsóknaraft- urhaldsins,“ að S. í. S. hafi reynt „að svelta Kaupfélag Siglfirð- inga til hlýðni," að stjórn S. í. S. hafi tekið sér dómaravald og að Sambandið „ætli að stela þeim innflutningsleyfum, sem það hefir fengið vegna Kaup- fplags Siglfirðinga og afhenda þau hæfilega þægum framsókn- arkaupfélögum.“ Þetta eru að- eins nokkur sýnishorn af orð- færi og sannsögli Þjóðviljans í þessu máli. í Þjóðviljánum 3. ágúst birtist ritstjórnargrein um þessi efni undir fyrirsögninni: „ InnflutnT ingsleyfin verða að komast beint í henáur kaupfélaganna.“ í grein þessari er það staðhæft, að stjórn Sambandsins hafi snúið sér til Viðskiptaráðs og farið fram á það við ráðið, að Kaup- félagi Siglfirðinga yrðu engin innflutningsleyfi veitt. Um þetta segir svo orðrétt í Þjóðvilja- greininríi: „Stjórn S. í. S. grun- aði að þessi leið yrði farin (þ. e. að Kaupfélag Siglfirðinga sækti um innflutningsleyfi til Við- skiptaráðs) og það var ekki hætt við öðru'en hún vildi setja undir lekann. Og hún skrifaði Við- skiptaráði og fór þess á leit, að Kaupfélagi Siglfirðinga yrðu engin innflutningsleyfi veitt.“ Þetta éru alger ósannindi. Sannleikurinn í málinu er sá, að hinn 24. f. m. sendi Viðskipta- ráðið Sambandinu til umsagnar bréf, er ráðinu hafði borizt frá Kaupfélagi Siglfirðinga, þar sem félagið fer fram á að sér yrði veitt innflutningsleyfi og skýrt var frá viðskiptum Sambandsins við það út frá sjónarmiði hins fyrrverandi stjórnarmeirihluta kaupfélagsins. Þessu svaraði Sambandið 26. s. m. í niðurlagi bréfs þess segir orðrétt svo: „Oss virðast því allar ástæður mæla með því, að Viðskiptaráð- ið fresti að taka ákvörðun um, hvort Kaupfélag Siglfirðinga sku,li fá sérleyfi fyrir innflutn- ingi sínum, þar til fógetaréttur hefir fellt úrskurð um hvort stjórnin sé lögleg." Af þessu er augljóst, að það er fjarri sanni, að Sambandið hafi að fyrra bragði snúið sér til Viðskiptaráðs og farið þess á leitÁð Kaupfélagi Siglfirðinga yrðu engin innflutningsleyfi veitt. Það er yiðskiptaráðið, sem ótilkvatt snýr sér til Sambands- ins og leitar eftir umsögn þess um málið, og verður slíkt tæpast talið óeðlilegt. í öðru lagi er það alrangt að Sambandið hafi lagt á móti því að Kaupfélagi Sigl- firðinga yrðu veitt sérleyfi fyrir innflutningi. Það leggur aðeins til að ákvörðun um þetta efni sé frestað þar til fógetaréttúr hefir fellt úrskurð um hvor stjórnin sé lögleg. í umræddri Þjóðviljagrein seg- ir ennfremur orðrétt svo: ,:,Viðskiptaráðið hefir veitt Kaupfélagi Siglfifðinga þau inn- flutningjsleyfi, sem það bað um, svo það þarf ekki að vera upp á S. í. S. komið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Viðskiptaráði er hér skýrt alger- lega rangt frá. Viðskiptaráðið hefir enn ekki veitt Kaupfélagi Siglfirðinga nein sérstök inn- flutningsleyfi. Það frestaði ein- mitt að gera slíkt, þar til úr- skurður fógetaréttar lægi fyrir. Sýnist sú afgreiðsla málsins sjálfsögð og eðlileg, eftir öllum atvikum, Hitt er auövitað að það mun ekki neita löglegri stjórn félagsins um þau inn- flutningsleyfi, sem því ber. Þá er því haldið fram í Þjóð- viljagreininni, að stjórn S. í. S. dragi undir sig leyfi kaupfélag- anna og mismuni þeim svo í vöruúthlutúnum eftir því sem henni þykir henta. Út af þessari ósvífnu aðdrótt- un, er vert að taka það fram, að hjá Viðskiptaráðj liggja fyrir innkaupsskýrslur kaupfélag- anna, sem innfJutningskvóti fyrirtækja er nú reiknaður eftir. Við úthlutanirnar á því að vera útreiknað hverju sinni hvað hverju kaupfélagi ber af inn- flutningsleyfum. Hvert kaupfé- lag hefir ótvíræðan rétt til að krefjast þess að sér sé afhent það innflutningsleyfi, sem því ber. Sambandið hvorki getur né vill koma í veg fyrir slíkt. Allar bollaleggingar um það að nú þurfi að fara að úthluta leyfun- um beint eru því út í bláinn, af því að í raun og veru hefir það alltaf verið gert, þó að félögin hafi svo ávísað leyfum sínum til S. í; S., af því að slíkt hefir þótt þægilegra og af því að á milli Sambandsins og sambandsfélag- anna ríkir yfirleitt fullkomið gagnkvæmt traust, sem engar Þjóðviljadylgjur eða aðdrótt- anir munu fá haggað við. Af þessu ætti að vera ljóst, áð Sam- bandið leggur síður en svo á móti því að Kaupfélagi Siglfirðinga séu afhent innflutningsleyfi þess, ef ósk um slíkt kemur fram. En vitaskuld verður ósk um slíkt að koma frá löglegri stjórn félagsins, en ekki einstökum fé- lagsmönnum, sem með fram- komu sinni hafa tvímælalaust brotið lög félágsins og unnið til brottreksturs úr félaginu. Með framanrituðu hafa hinar helztu aðdróttanir áðurnefndrar Þjóðviljagreinar verið hraktar og samvinnumönnum gefnar hugmyndir um baráttuaðferðir blaðs þessa og grandvarleik. Hins vegar yrði oflangt mál að eltast við hvað eina sem úr þessari átt hefir komið þessu máli viðvíkjandi. Þess vegna verður ekki út í slíkt farið hér á þessu stigi málsins. En þegar yfirstandandi málaferlum í fé- laginu er lokið mun verða birt rækileg greinargerð um mál þetta. Það er vissulega þess vert, að landsmönnum sé gefinn kost- ur á að fylgjast með í því og margt má af því læra. (jatnla Síó Búnaðarfél. íslamls beitir sér-fyrir stéti- arsamtökum (Framhald af 1. síðu) Stéttarsambands bænda og felld inn í lög Búnaðarfélags íslands á næsta reglulega Búnaðar.- þingi.“ Þessi lagabreytingin var sam- þykkt siðdegis í gær með 22:2, en þá var einn þingfulltrúi far- inn af stað heimleiðis. Með þessari lagabreytingu er lagður grundvöllur að öflugum stéttarfélagsskap bænda í nánu sambandi við búnaðarfélags- skapinn i landinu. — Verður að telja öruggt, að um þetta sameinist allir bændur landsins, hvar sem þeir standa í stjórnmálum og hvaða skoð- anir, sem þeir kunnrí að hafa haft um einstök fyrirkomulags- atriði stéttarsamtaka bænda. Éins og samþykktirnar bera með sér er Búnaðarfélagi íslands heimilt að löggilda fulltrúafund búnaðarfélagamna, er boðað hef ir verið til 7. september sem stofnfund stéttarsambandsins. Er því áríðandi, að þangað sæki bændur af öllu landinu og þátt- taka í kjöri fulltrúa heima í sveitunum og á fulltrúafundum í sýslunum verði sem almennust. UR BÆNUM Bálför Teits Símonarsonar frá Grímarstöð- um fór fram á bálstofunni í Edinborg þ. 28. júlí. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Steinvör Fjóla Guölaugsdóttir Þrastargötu 3 og Kristinn Magnússon húsasmíðanemi, Fálkagötu 14. Rigningarnar. Miklar rigningar hafa verið að und- anförnu sunnan lands og vestan og hafa sums staðar orðið miklir vatna- vextir. Verulegt tjón hefirJþó ekki hlotist af þessu. nema á stöku stað hefir skolazt burt talsvert af heyi, þar sem ár og vötn hafa flætt yfir bakka sína. Hins vegar horfir víða mjög illa um heyskapinn, sökum votviðranna. tJtbreiðið Tímann! „Þú ein4t Söngvamynd með Benjamino Gigli, Carla Rust og Paul Kemp. Sýnd kl. 9. \ alsakénguriim The Great Waltz) Fernand Gravey, Louise Rainer, Miliza Korjus. Sýnd kl. 5. Wýja Síq Þeir gerðn garðinn frægan OG I Dáðlr vorn drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að vera ódýrar. Sá á kvölina seni á völina (Uncertain Glory). Mikilfengleg stórmynd Errol Flynn, Paul Lukas, Jean Sullivan. i Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri 14 ára. Jjatnafbíó A fleygiferð (Riding High) Söngva- og dansmynd í eðlilegum litum, frá Vestur-slé.ttunum . DOROTHY LAMOUR DICK POWELL VICTOR MOORE GIL LAMB Sýning kl. 5, 7 og 9. T ilkynnmg ^ frá KJötverðlagsnefnd Heidsöluverð á dilkakjöti i sumarslátrun, hefir verið ákveðið fyrst um sinn kr. 12,70 hvert kíló. Smásöluálagning óbreytt frá þvi sem verið hefir eða 13% á súpukjöti. Vegna þess, að birgðir af frystu dilkakjöti eru nú mjög litlar, vill Kjötverðlagsnefnd hvetja sláturleyfishafa til að byrja slátrun nú þegar. Kjötverðlagsnefnd Finnar þakka Finnska aðalkonsúlatið hefir fengið svohljóðandi skeyti frá utanrikisráðuneytinu í Helsing- fors: „Gjörið svo vel að koma á framfæri, i blöðum eða á annan viðeigandi hátt,' þakklæti frá finnsku stjórninni og þjóðinni í heild, fyrir hina velviljuðu og mjög rausnarlegu gjöf, er „Barnahjálp“ Sambands ís- lenzkra barnakennara sendi finnskum börnum og er mjög þakklátlega móttekin af þeim og aðstandendum þeirra.“ Rockefellersjóður- inn gefur stórfé (Framhald af 5. siðu) til NeW-York af ríkisstjórninni til að fjalla þar um málið, átti sinn mikilsverða þátt í, að málið fékk þessa endalykt. Rockefellerstofnunin ver miklu fé árlega til eflingar vísindum í ýmsum löndum víðs vegar um heim. Hafa margar af stofn- unum þeim, sem hlotið hafa stuðning Rockefellersjóðsins, reynzt giftdrjúgar, og er vdn- andi, að svo verði einnig um þá stofnun, sem nú er svo rausn- arlega til stofnað. Háskólinn hefir að sjálfsögðu þakkað þessa iríiklu gjöf og virðir mikils það traust, sem Rockefellersjóðurinn hefir sýnt honum. Skipuð hefir verið nefnd til að undirbúa byggingu þessarar stofnunar, og eru horfur á, að húsagerðin geti hafizt á næsta ári. Treg síldveiði Bátanna von heim, ef ekki glæðist veíði. Síldveiðarnar fyrir Norður- landi ganga enn treglega. Sam- kvæmt skýrslum, sem blaðið hefir fengið frá Fiskifélagi ís- lands, hafði síðastl. sunnudag Verið alls landað í bræðslu á öllu larídinu 390.608 hl. En á sama tíma í fyrra var búið að landa í bræðslu 870.429 hl. Aflahæstu skipin eru Freyja frá Reykjavík með 5454 mál, Snæfell frá Akureyri með 5296 mál og Dagný frá Siglufirði með 5008 mál. Þegar blaðið átti tal við frétta- ritara sinn í Siglufirði í gær, höfðu alls verið saltaðar þar 23 þús. tunnur, en 27 þús. tunnur á öllu landinu. í gær var allgott síldveiði- veður en sama og engin síld. Skipin voru úti að leita síldar. Allmikill hafís er báðum megin Skagans og ipn á Húnaflóa og hafa borizt fregnir um að nokk- ur síld sé í nánd við hann. í gær var mikill straumur fyrir Norðurlandi' og spillti það mjög fyrir síldveiði. Líklegt er, að margir bátar muni hætta herpinótaveiðum í næstu viku og ef til vill fyrr, ef ekki rætist úr síldveiðinni. Sænskir og norskir rekneta- bátar, sem verið hafa undan- farið á veiðum fyrir Norðurlandi hafa aflað allvel undanfarið. Bátar, sem nota herpinætur geta ekki skipt um veiðiaðferð, því að reknet munu ekki vera til i landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.