Tíminn - 24.08.1945, Qupperneq 7

Tíminn - 24.08.1945, Qupperneq 7
63. blað llMlM, föstudagiim 24. ágúst 1945 7 Erlent yfirlit (Framhald af 2. síðu) anna á að verða. Varaforsætis- ráðherra stjórnarinnar í Júgó- slavíu hefir einnig sagt af sér nýlega af sömun ástæðu. Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hafa bersýnilega mikl ar áhyggjur út af því, hvernig stjórnarfarinu er háttað í þess- um löndum. Á Krímarfundinum i vetur varð að samkomulagi milli stórveldanna, að stjórnar- far ríkis, sem eitt þeirra hefði hernumið, skyldi rætt á sérstök- um viðræðufundi, ef eitthvert þeirra óskaði þess. í samræmi við þetta, óskaði Roosevelt for- seti skömmu siðar eftir viðræðu- fundi um stjórnarfariö í Rúmen- íu i tilefni af stjórnarskiptun- um, sem urðu þar. Þessar við- ræður hafa þó aldrei farið fram. Á Potsdamráðstefnunni áttu Balkanmálin að vera eitt helzta umræðuefnið, en henni lauk án þess að nokkurt samkomulag næðist um þau. Var því lýst yfir í lok ráðstefnunnar, að þau yrðu nánar rædd á ráðstefnu, sem stórveldin myndu halda síðar. Þaðsem Bretar og Bandaríkja- menn leggja áherzlu á, er að stjórnarháttum þessara landa verði komið í lýðræðishorf og frjálsar kosningar undir sameig- inlegu eftirliti stórveldanna látnar fara fram þar. Banda- menn halda því réttilega fram, að þeir telji annað ósamríman- legt hinum yfirlýsta striðstil- gangi sínum. Einna skýrast hef- ir þetta verið orðað af Bevin utanrikismálaráðherra Breta, er hann komst svo að orði í þing- ræðu á mánudaginn, að Banda- menn hefðu ekki háð styrjöld- ina til að láta nýtt einræði leysa nazismann af hólmi, eins og virtist eiga sér stað í Rúmeníu, Búlgaríu og Ungverjalandi. Stjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna hafa sýnt það nú í vikunni, að þeir ætla að halda þessu máli til streitu. Banda- ríkjastjórn lýsti yfir því um helg ina, að hún myndi ekki semja frið við Búlgaríu meðan núver- andi stjórn færi þar með völd,og hún myndi ekki heldur semja við stjórn, sem yrði mýnduð þar að afstöðnum kosningum, ef þær færu fram eins og núverandi stjórn hefði fyrirhugað. Brezka stjórnin birti skömmu síðar sams konar yfirlýsingu, en hvorki Bretland eða Bandaríkin hafa enn gert friðarsamning við Búlgaríu. Þessi yfirlýsing brezku stjórnarinnar þykir ekki sízt at- hyglisverð vegna þess, að hún sýnir glöggt að stjórnarskiptin þar hafa ekki að neinu leyti breytt stefnu Breta i þessu máli, eins og kommúnistar virðast hafa gert sér vonir um. Á víðavang i (Framhald af 2. slðu) stjórnin ætli að nota sér þetta ákvæði laganna í stórum stíl í sambandi við kjöt- og mjólkur- söluna eftir 15. september. En Þjóðviljinn þegir. Alþýðu- sambandið þegir. Bandalag op- inberra starfsmanna þegir. Þeir hafa svo ekki sezt til einskis, hann Brynjólfur og hann Áki, í ráðherrastólana". Leikið á launamennina. Verkamaðurinn heldur áfram: „Ég er oft að hugsa um það, að forsprökkum kommúnista og í- haldsmanna sé vissulega ekki varnað hygginda í skiptunum við okkur, sem erum í launa- stéttunum. Þeir eru alltaf að hækka hjá okkur kaupið og margir okkar eru þeim ákaflega þakklátir fyrir allar þær kjara- bætur. Okkur sézt nefnilega yf- ir það, hve leiknir þeir eru i því að riá þessum kjarabótum af okkur aftur í hærri sköttum, tollum og vöruverði og nú sein- ast' með falsaðrí vísitölu. Ef við hugsuðum málið betur niður í kjölinn, held ég, að flestum okkar kæmi saman um að slá hendinni á móti þessum kaup- hækkunarkjarabótum, sem allt- af er verið að skenkja okkur, ef við fengjum í staðinn að vera lausir við skáttahækkanirnar, verðlagshækkanirnar og fölsuðu vísitöluna. Og slík íhugun, held ég, myndi líka fækka æðimikið atkvæðunum, sem þessir herrar hafa fengið fyrir hinar fölsku kjarabætur". 1 f)róttaafrek Svía (Framhald af 4. síðu) Herman Kristoffersson 14.7 sek. Rendin 15.0 sek. 400 m. grindahlaup: Westman 53.9 sek. Karlsson 54.7 sek. Bjelkholm 55.0 sek. Stangarstökk: Suridkvist 4 metra. Olsson 3.90 metra. Andersson 3.90 metra. 800 m. hlaup: Hans Liljekvist 1:51.4 mín. Sven Malmberg 1:52.1 mín. Olle Ljunggren 1:52.9. mín. 100 m. hlaup: Lennart Strandberg 10.7 sek. Stig Hákansson 10.9 sek. Olle Laesker 11.0 sek. Fyrsta meistaramót Svía í frjálsíþróttum fór fram 1896. Til gamans skal nefndur árangur meistaranna frá þeim tlma. Þess skal getið, að þá var keppt í færri greinum: 100 m.: H. And- ersson 10.8; 1500 m.: P. M. Pehrsson 4:57.4; 10.000 m.: P. M. Pehrsson 38:20.8; langst.: H. Andersson 6.03; hástökk: Eriks- son 1.58; kúluvarp(samanlagt): Helgeson 18.28; kringlukast: Helgeson 29.70. Þetta virðist nú fremur fá- tæklegt mót. Keppendur voru fáii- og árangurinn fátæklegur, en á 50 árum hafa Svíar með markvissri þjálfun náð fremsta sæti meðal þjóðanna í íþróttum. Við íslendingar getum ýmislegt af þessu lært. Við erum enn langt á eftir flestum öðrum þjóðum, en sá tími getur komið, ef æskan vill og er samtaka, að við verðum samkeppnisfærir við aðrar þjóðir. En þó því aðeins, að unga fólkið nenni að leggja á sig erfiðar æfingar. Eins og sjá má með því að bera saman afrek Svia og ár- angurinn á meistaramóti ís- lands, þá hefði aðeins einn ís- lendingur komizt í úrslit á meistaramóti Svíanna. Það er Skúli Guðmundsson. Hann hefði orðið annar maður í hástökki. 4. ársfundur presta (Framhald af 6. síðli) ar fundurinn því á þing og stjórn að láta lögin um héraða- bönn koma strax til fram- kvæmda, svo að reynt verði og séð, hvað þjóðin sjálf vill í þess- um efnum. (Flm. Pétur Sigurðs- son). 6. Fundurinn telur dýra- verndunarmálið mikilvægt mannúðar- og uppeldismál, á- lítur það mikilsverðá skyldu allra uppalenda að vinna fyrir það mál í lífi og starfi. (Flm. Jón Þ. Björnsson). 7. Fundurinn ákveður að skipa þriggja manna millifundanefnd til að íhuga hver þörf er því að gefa út leiðarvísi fyrir mæður, er innihaldi vers og bænir, sem kenndar séu börnum, einkum innan skólaskyldualdurs. (Flm. séra Friðrik A. Friðriksson og Kristján Sigurðsson). Allar þessar tillögur og álykt- anir voru samþykktar í einu hljóði. Snorri Sigfússon fundarstjóri. Hannes J Magnússon fundarritari. Bólusetninga- sprautur» sem stilla má, sórstaklega vandaðar kr. 15,00 hólnálar, ryðíriar — 1,00 varagler — 2,50 Sendum um land aílt. Seyðisf jarðar Apótek. Þurrkaður og pressaður SALTFISKUR ódýr og góður, í stærri og minni kaupum. Hafliði Baldvinsson Sími 1456. — Hverfisg. 123. Reykjavík, 22. ágúst 1945. Tollstjóraskrifstofan Hafnarstræti 5. Dráttarvextir falla á tekju- og eignarskatt og tekjuskattsvið- * auka ársins 1945, svo og veltuskatt fyrir fyrri árshelming 1945, hafi gjöld þessi ekki verið greidd að fullu í síðasta lagi föstu- daginn 7. septemt^er næstkomandi. Á það, sem þá verður ógreitt, reiknast dráttarvextir frá gjald- daga, sem var 15. júní síðastliðinn, að því er snertir tekju- og eignarskatt ásamt viðauka, en 1. ágúst að því er snertir veltuskatt. ,Dráttarvextir Fáir hermenn munu fagna stríðslokum meira en þeir, sem börðust í Burma. Þeir hafa ekki aðeins þurft að eiga í höggi við skæða fjandmenn, heldur einnig miklar náttúruhindranir. Hér á myndinni sést indverskur hermaður, sem ber vopn sín og farangur yfir eina af kvíslum Irrawaddyfljótsins. títl •M ífeoiw | A jw® ,/• * ÍSÖXCVARAk i 0 ÍBMftfýföJfíVI ' ..>■*<« VK SJÓXAKHÚlÍ NlMUHirvblNí mg&Q ' »« 'V:í6ílb!í,í<*“riwW-Á' Oikfmi í ‘vOvAVíSt S ym D A G U R, f jölbreyttasta vikublað landsins, 8 tU 10 síður lesmál, kost- ar aðeins 15 krónur á ári. — Allir, sem vilja fylgjast með tíðindum utan af landi, þurfa að lesa DAG. f Reykjavík tekur afgreiðsla Tímans á móti áskriftum, en blaðið fæst I lausasölu í Bókabúð KRON. — DAGUR, Akureyri. Félag Kjötverzlana í Reykjavík t iiky nn ir Nýtt dilkakjöt verður framvegis til sölu í búðum vorum. HAMILTON’S MÁLNINGARPENSLAR í öllum stærðum og gerðum MÁLARINN IVIeðan sumar- slátrun helzt, vill Kjötverðlagsnefnd vekja athygli sláturleyfishafa á því að nýrnmör verði ekki hafður í skrokkunum, frekar en verið hefir úr sumarslátrun áður, þar sem ekki er um útflutning á því kjöti að ræða. Nefndin mun ekki gefa fyrirmæli um afslátt frá heild- söluverði, en hefir þó ekkert við það að athuga, fremur en áður, og mælir með því, að afsláttur sá frá heildsölu- verði, 2%, sem oft hefir verið gefinn, verði gefinn nú með- an sumarslátrun helst. Reykjavlk, 20. ágúst 1945 Kjötverðlagsnefndin Orðsending til kaupenda Tímans Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. útbreiðTðtíívÍann til að kæra til yfirskattanefndar út af úrskurðun skattstjóra á veltu- skattinnm rennnr út 30. þ. m., sbr. \ reglngerð 9. júlí síðastl. Yfirskattanefnd Reykjavíkur óskar eftir skipasmiðum og trésmiðnm nú þegar. — Upplýsingar hjá fulltrúa, Páli Púlssyni, símar 4807 og 1683 eða for- stjérannm. i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.