Tíminn - 14.09.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.09.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, föstndagiim 14. sept. 1945 69. blað Föstudagur 14. sept. Stéttasambandið nýja Bændafundurinn á Laugar- vatni hefir valdið andstæðing- um bænda miklum vonbrigðum. Þeir höfðu vænst þess, að fund- urinn myndu enda með óein- ingu og klofningu. í skjóli þeirr- ar óeiningar höfðu þeir ætlað að hamra fram búnaðarráðslög- in, því að ekki væri að ræða um annað heppilegra skipulag fyrir bændur, þar sem þeir gætu ekki komið sér saman sjálfir. Og vissulega hefðu bændur lagt for- mælendum þessara kúgunar- laga allgott vopn í hendur, ef Laugarvatnsfundinum hefði lyktað með slíkum hætti. Þessar vonir andstæðinga bænda hafa síður en svo ræzt. Þegar sleppt er ágreiningi um formsatriði, sem allir voru að lokum sammála um að leggja undir endanlegan úrskurð bún- aðarfélaganna, ríkti fullkominn samhugur og eining á fundin- um. Það voru allir einhuga um að stofna stéttasambandið. Það var fyllsta samkomulag um kosningu framkvæmdastjórnar- innar. Það var fyllsta eining um að mótmæla skipun búnaðar- ráðs og að krefjast þess, að framkvæmdastjórn Stéttasam- bandsins yrði falin verðlagning landbúnaðarafurða. Það var fullkominn samhugur um að berjast fyrir því til þrautar, að bændasamtökin . fengju þetta vald í sínar hendur, og láta hart mæta hörðu, ef þrengja ætti kost bænda í verðlagsmálunum. Það verður sannarlega ekki séð, að landbúnaðarráðherra geti neitað framkvæmdastjórn Stéttasambandsins um verðlags- valdið, ef hann ætlar að vera í nokkru samræmi við þá yfirlýs- ingu sína, að hann vilji, að þetta vald sé í höndum fulltrúa bænda sjálfra. Þeirri viðbáru verður ekki lengur haldið á loft, að bændur hafi ekki frambæri- legan aðila til að fara með þet'ta vald, því að frambærilegri aðili getur ekki hugsast en stjórn Stéttarsambandsins,sem er kos- in einróma af landsfundi bún- aðarfélaganna og sem fundur- inn krefst einróma að fái þetta vald. Ekki getur ráðherrann heldur skotið sér bak við það, að ósann- gjarnir stjórnarandstæðingar skipi meirihluta í stjórninni, þar sem flokksbræður hans eru þar í meirihíuta. Verði landbúnaðarráðherrann ekki við þeirri kröfu stéttarsam- bandsins, að stjórn þess fái verðlagsvaldið, getur það ekki stafað af öðru en þvi, að hann vill ekki láta bændurna hafa þetta vald, hversu fagurt, sem hann talar um það. Synjun hans getur .ekki stafað af öðru en því, að hann vill hafa þetta vald áfram í höndum „gerfifull- trúa“, sem séu eins háðir og þénustuviljugir ríkisstjórninni og konungsfulltrúarnir á Alþingi voru konungsvaldinu áður. Reynist hin raunverulega af- staða ráðher-rans á þessa leið* verður það fyrsta verkefni hins nýja stéttarsambands að undir- búa harðari baráttu fyrir þessu réttindamáli bænda og vera jafnhliða viðbúið að geta látið hart mæta hörðu, ef nota á „gerfifulltrúana" til að þrengja kjör bænda. Vissan um slíka mótspyrnu Stéttarsambandsins getur verið „gerfifulltrúunum“ veigamikið aðhald, unz því rétt- lætismáli er komið fram, að bændur sjálfir fá verðlagsvaldið í hendur samtaka sinna. • Utanríkismálin og Balkanbaróninn Athyglisverðar viðræður hafa átt sér stað milli Alþýðublaðsins og Þjóðviljans undanfarnar vik- ur. Alþýðublaðið hefir sýnt fram á hin margvíslegustu mistök við framkvæmd færeyska skipa- leigusamningsins og fært óyggj- andi rök fyrir máli sínu. Er ó- þarft að geta þeirra hér, því að mál þetta hefir verið ýtarlega A í í i a ð a h a i Þegnskaparskrif Mbl. Það hefir verið lærdómsríkt fyrir bændur að lesa Morgun- blaðið undanfarna daga. Þar hefir verið skrifað hvert Reykja- víkurbréfið og hver forustu- greinin á fætur annarri, þar sem brýnt hefir verið fyrir bændum að sýna þegnskap og slá af kröfum sínum vegna þess, að halli hafi orðið á síldveiðun- íim. Þannig eigi bændur að bregðast við til að taka þátt í óförum útvegsins og létta hon- um byrðarnar. Hins vegar minnist Mbl. ekki á það einu orði, að aðrar stéttir þurfi að sýna þegnskap- og slá af kröfum sínum. Það er ekki minnst á það, að heildsalarnir, sem hafa safnað offjár, þurfi að sýna þegnskap og lækka á- lagninguna. Það er ekki minnst á það, að hálaunamennirnir þurfi að sýna þegnskap og lækka laun sín. Nei, það eru bara bændurnir, sem eiga að sýna þegnskap og lækka verðlagið! Bændur geta vel gert sér þess grein, hvort kjör þeirra séu þannig, að rétt muni að krefj- ast slíks þegnskapar af þeim einum og það eftir óþurrkana í sumar, sem Mbl. minnist ekki á einu orði, en hafa þó valdið fjöl- mörgum bændum sízt minna tjóni en síldarleysið útveginum. Bændur munu einnig geta gert sér ljóst, hvort sérstaklega, þurfi að brýna þá um þegnskap, þar sem þeir eru eina st’éttin, sem hafa veitt fordæmi um tilslök- un, en því var svarað með hækk- unum hjá flestum öðrum. Að þessu athuguðu mun bændum áreiðanlega vel ljóst, að hér er ekki verið að skora á þá að sýna þegnskap, heldur að gerast und- irlægjur annara stétta og taka á sig eina þær byrðar, sem allir landsmenn eiga að bera í sam- einingu. Morgunblaðið hefir hér enn sýnt þann rétta hug, sem for- ingjaklíka Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ber til bænda. Smjörlíkiskóngur flytur til Ameríku. Fátt virðist hafa verið arð- vænlegra í þessu landi en að framleiða smjörlíki, sem er þó ein helzta neyzluvara bæjarbúa. Af öllum hinum mörgu nýríku auðmönnum hér standa því smjörlíkiskóngarnir í fremstu röð. Fyrir nokkru síðan vakti einn af smjörlíkiskóngunum á sér verulega athygli með því a.ð halda veizlu, þar sem réynt vár með margskonar útbúnaði að fá veizlugestina til að ímynda sér, að þeir væru staddir á hafs- botni! Veizlan er sögð hafa kostað nokkra tugi þúsunda og veizluhaldarinn hefir oft verið nefndur Þangbrandur síðan. Ný- lega hefir þó öðrum smjörlíkis- kónginum tekizt að vekja á sér enn meiri athygli. Hann hefir flutt með fjölskyldu sína til Ame ríku og hyggst að dvelja þar um lengri tíma, án þess að hafa noklmð sérstakt annað fyrir stafni en að eyða smjörlíkis- gróðanum. Áður en hann fór vestur, hafði hann einskonar uppboð á húsmunum sínum og var samkeppnin af hálfu hinna auðkónganna svo mikil, að slíks munu fá dæmi, því að allir vildu fá einhvern hlut til minja úr innbúinu, sem talið hafði verið einna fínast í Reykjavík! Þó Mbl. hafi þetta dæmi fyrir augunum, og reyndar mörg svipuð, minnist það ekki á það einu orði, að smjörlíkiskóngarn- ir þurfi að sýna þegnskap og lækka smjörlíkisverðið og aðrir auðkóngar eigi að feta í þeirra fótspor. Nei, þessir menn þurfa ekki að sýna þegnskap og slá af kröfunum. Það eru bara bændurnir, sem eiga að gera það! Mbl. afneitar flokksmönnum sínum! Morgunblaðið hefir hingað til ekki viljað gera mikið úr fylgi Framsóknarflokksins meðal bændastéttarinnar. Nú virðist þetta hins vegar breytt, því að blaðið virðist nú telja alla bændur Framsóknarmenn. Þeg- ar blaðið er að segja frá mót- mælunum ^egn búnaðarráðslög- unum, tekur það jafnan fram, að hér séu aðeins Framsóknar- menn að verki. Á öllum fund- unum, þar sem þetta mál hefir rakið hér í blaðinu. Þjóðviljinn hefir hins vegar sýnt fram á veruleg mistök í sambandi við viðskiptasamninginn, sem gerð- ur var við Svíþjóð. Þar er t. d. gert ráð fyrir, að íslendingar káupi af Svíum mikið af vörum, sem engin sérstök þörf er fyrir, t. d. rakblöð, en hins vegar hefir litið fengizt af ýmsum nauð- synlegum vörum. Þannig er líka frá samningnum gengið, að íslenzk stjórnarvöld verða skil- yrðislaust að veita gjaldeyris- leyfi fyrir öllum þeim sænskum vörum, sem getið er um í samn- ingnum, ef um þau er beðið, en hins vegar þurfa Svíar ekki að veita innflutningsleyfi fyrir ís- lenzkum vörum, sem rætt er um í samningnum, nema þeim líki verðið. Með þessu ákvæði er gerður slíkur munur á rétti samningsaðilanna, að slíks munu tæpast dæmi í samn- ingum milli frjálsra þjóðá. Alþýðublaðið kennir Áka Jakobssyni fyrst og fremst um mistökin í viðskiptunum við Færeyinga, en Þjóðviljinn eign- ar Stefáni Jóhanni Stefánssyni, er var formaður samninga- nefndarinnar, gallana á Sví- þjóðarsamningnum. Hvort- tveggja getur að því leyti talizt rétt, að aðalframkvæmdirnar hafa verið í höndum þessara manna. En hins ber þó jafn- framt að gæta, að á starfi þeirra hefði átt að hvíla vökult auga manns, sem hafði vald og sfeyldu tll að grípa í taumana, ef hon- um fannst óheppilega og rang- lega á málum haldið. Þessi mað- ur var utanríkismálaráðherr- ann. Hefði sæti utanríkismálaráð- herre^is verið skipað manni, er var vandanum vaxinn, myndi ekki hafa hlotizt slík-mistök af starfi þeirra Áka og Stefáns og raun ber vitni. Utanríkismála- ráðherrann hefði þá fylgzt með starfi þeirra og leiðbeint þeim í tæka tíð. í stað þess hefir utan- ríkismálaráðherrann setið auð- um höndum og eftir því, sem bezt verður séð, lágt blessun sína yfir vanskilin við Færey- inga og Svíþjóðarsamninginn. Þessi framkoma núv. utanrík- ismálaráðherra er ekki heldur nein nýjung. Allur ferill hans sem utanríkismálaráðherra er markaður slíku sinnuleysi og stjórnleysi, sem framangreind mál eru aðeins lítilsháttar dæmi um. Þaning mætti halda áfram að nefna fjölmörg dæmi um seinlæti, eftirlitsleysi og van- rækslu í utanríkismálaþjónustu hans. Olíuverðhækkun er t. d. einn ávöxturinn af þvílíkri stjórn hans. Þetta undrar heldur engan, sem gerir sér einhverja grein fyrir hinni andlegu frændsemi hans við Balkanbarónana. Balk- anbaróninn er manna tungu- mýkstur og ítnastur, /þegar hann er að ná sér í metnað og fjármuni, og hann veigrar sér þá ekki við að taka hverja „koll- steypuna“ eftir aðra, ef það hjálpar honum áleiðis. En jafn- framt er hann manna væru- gjarnastur og kærulausastur um það að vinna fyrir aðra. Þess vegna er óreiða og stjórnleysi jafnan gr^nilegustu eyrna- mörkin á stjórn Balkanbaróna. Vanskilin við Færeyinga og Svíþjóðarsamningurinn mætti yera þjóðinni góð leiðbeining um, hvernig það er að hafa Balkanbarón til að stjórna ut- anríkismálum hins nýstofnaða lýðveldis og hversu líklegt það er til að auka álit þess og heið- ur út á við. Ef þjóðin vill fá meira aJ slíku, lætur hún Balk- anbaróninh sitja áfram við stjórnvölinn. En vilji hún fá tryggingu fyrir því, að slíkt end- urtaki sig ekki, víkur hún Balk- anbaróninum og klíku hans til hliðar og lætur hana ekki fá neina aðstöðu til að setja svip- mót sitt á utanríkismálastjórn hins unga lýðveldis. borið á góma, hafa bændur hins vegar staðið einhuga að þeim, þegar einir 3—4 menn eru und- anskildir af nokkrum hundr- uðum. Meðal þessara manna eru fjölmargir, sem hingað til íiafa talið sig Sjálfstæðismenn. Bændur hafa þannig sameinazt gegn þessu ofbeldisverki, án nokkurs tillits til pólitískra flokka, og þá einingu munu þeir láta haldast, unz ólög þessi hafa verið afnumin, þótt Mbl. sé'að reyna að draga þá í dilka. Mbl. eykur aðeins ófarir sínar og flokks síns í þessu máli með því að afneita þannig eigin flokksmönnum. Nýsköpunin í Vestmanna- eyjum. Mbl. birti nýlega. grein eftir Vestmannaeying, þar sem gefin er heldur óglæsileg lýsing af framtíðarhorfum í Vestmanna- eyjum. Margir bændur hafa al- veg gefizt upp við að reka þar búskap og bærinn hefir því sett upp kúabú, en stórkostlegur halli hefir orðið á reksri þess og það þó hvergi nærri bætt úr mjólkurskortinum. Á ýmsum fleirum sviðum er svipaða sögu að segja. Afleiðingin er svo sú, að fólk flytur í stórum stíl frá Vestmannaeyjum. Þannig munu um 20 fjölskyldur hafa flutt þaðan frá þvi á .síðastl. hausti eða á þeim tíma, sem Nýbygg- ingaráð hefir starfað. Mörgum þeim, sem hafa lesið þessa lýsingu, mun vissulega hafa fundizt það .nær fyrir for- mann Nýbyggingaráðs að miðla Vestmannaeyjum einhverju af „nýsköpun“ sinni en að vera að fara til ýmsra annarra staða og boða allskonar kraftaverk þar. En þannig er það samt, að hann hefir ekki viljað sýna sig í Vest- mannaeyjum síðan hann komst í þessa stöðu og fundi, sem stjórnarliðið hafði boðað, var beinlínis aflýst vegna þess, að hann vildi ekki koma þangað. Skyldi hann kannske óttast, að kjósendur hans muni heimta full reikningsskil og krefjast „nýsköpunar“, sem er meiri en orðin ein! Undirlægjur kommúnista. Undirlægj uháttur Mbl. við (Framhald á 8. síöu) E R L E N T Y F I R L I T Stjórnarfarið í Balkanlöndunum Á fundi utanríkismálaráð- herra Bretlands, Bandaríkj anna, Rússlands og Frakklands, sem nýlega er hafinn í London, mun friðarsamningurinn við Ítalíu verða fyrsta umræðuefnið. Næst mun verða tekið fyrir að ræða um friðarsamninga við Rúmeníu Búlgaríu, Ungverjaland og Finn- land. Það er nokkurn veginn aug- ljóst mál, að stjórnarfarið í þremur fyrstnefndu löndunum mun mjög dragast inn í þessar umræður og geta valdið alvar- legum ágreiningi. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa neitað að viðurkenna stjórnirnar, sem Rússar hafa sett á laggirnar í Rúmeníu, Búlgaríu og Ungverja- landi og að gera við þær friðár- samning .Öðru máli gegnir urh Finnland, því aö stjórnin þar hefir bæði fengið viðurkenningu Breta og Bandaríkjamanna. Seinustu vikurnar hefir heims- blöðunum orðið alltíðrætt um stjórnarfarið í Búlgaríu í tilefni af kosningum þeim, sem lepp- stjórnin þar hafði undij-búið. Leppstjórn þessa hófu Rússar til valda, þegar þeir hernámu Búl- garíu á síðastl. hausti. Svo á að heita, að hún styðjist við bandalag fleiri flokka, er nefna sig Föðurlandsfylkinguna, en raunverulega eru það kommún- istar, sem ráða öllu í þessum félagsskap. Fram að þessum tíma, voru kommúnistar fylgis- litlir í landinu. Stærstu stjórn- málaflokkarnir, eins og t. d. bændaflokkurinn, eru utan Föð- urlandsfylkingarinnar og hefir leppstjórnin reynt að hamla starfsemi þeirra á allan hátt. Skömmu eftir, að hún hófst til valda, hóf hún málaferli gegn ýmsum þeim stjórnmálamönn- um, er haft höfðu samstarf við Þjóðverja, én jafnhliða voru einnig hafin málaferli gegn mörgum forustumönnum and- stöðuflokkanna, sem höfðu veitt Þjóðverjum mótspyrnu alla tíð. Þessir menn voru svo dæmdir til dauða og fangelsisvistar engu síður en nazistarnir. Þegar stjórnin hafði þannig lamað andstöðuflokka sína og gert þá forustulausa, hugðist hún að efna til almennra þing- kosninga og áttu þær að fara fram seint í næstliðnum mán- uði. Kosningatilhögunin var á- kveðin þannig, að enginn flokk- ur gat boðið fram, nema hann gerðist áður aðili í Föðurlands- fylkingunni, en hún skyldi ganga til kosninganna sem einn flokk- ur og skyldi vera samið um það fyrirfram, hvernig þingmenn- irnir skyldu skiptast milli flokk- anna innan hennar. Með þessum hætti gátu kommúnistar tryggt sér meirihluta þingmanna, án þess að það þyrfti að koma í ljós, hvert raunverulegt fýlgi þeir hefðu hjá þjóðinni. Ýmsum þeim mönnum, sem gerst höfðu meðlimir í Föðurlandsfylking- unni í góðri trú, varð líka ljóst af þessu atferli kommúnista, að þeir ætluðu sér öllu að ráða með ofriki og ofbeldi, og fóru því fjórir ráðherrar úr stjórninni í mótmælaskyni gegn þessum fyr- irætlunum. Stjórnin ætlaði þó ekki að hafa þau mótmæli að neinu, en þá var það, sem Banda ríkjamenn og Bretar skárust í leikinn og lýstu yfir því, að þeir myndu ekki viðurkenna núver- andi stjórn né nýja stjórn, sem yrði mynduð á slikum kosninga- ’ grundvelli. Stjórnin sá þá það ráð vænst að aflýsa kosningun- um um ótiltekinn tíma. í Rúmeníu hefir stj órnarfarið verið á svipaða leið og í Búlgar- íu. Þar voru myndaðar tvær rík- isstjórnir með stuttu millibili á síðastl. vetri, en kommúnistar töldu sig hafa of lítil ítök í þeim báðum, og steyptu þeim af stóli með aðstoð Rússa. Var þá mynd- uð þriðja stjórnin undir forustu Groza baróns og mega kommún- t istar heita þar einvaldir. Stjórn ' þessi hefir ofsótt forustumenn' aðalflokkanna, bændaflokksins og frjálslyndaflokksins og hindr að starfsemi þeirra á allan hátt. Michael konungi hefir svo mjög blöskrað framferði hennar, að hann lagði sig nýlega í þá hættu að snúa sér beint til Banda- manna og • óska eftir aðstoð þeirra til að koma’ á lýðræðis- stjórn í landinu. Frá Ungverjalandi er ábmu söguna að segja. í leppstjórn- inni þar eiga sæti ýmsir aðals- menn, sém áður voru samverka- menn Hortys ríkisstjóra. Eftir (Framhald á 7. síðu) . I forustugrein Vísis 8. þ. m. er rætt am deilur þærN sem undanfarið hafa verið milli Alþýðublaðsins og Þjóð- viljans um Pæreyjaviðskiptin og Sví- þjóðarsamninginn. Segir þar m. a.: „Síðustu dagana hefir almenn- ingur með undrun fylgst með vopnaviðskiptum sem munu vera einstök í sinni röð milli tveggja flokka er samvinnu hafa um ríkis- stjórn og verður ekki annað skilið en að kommúnistar séu að reyna þolrifin í stjórnarsamvinnunni. Ef samvinnan þolir þá pólitísku mannasiði er sýndir hafa verið undanfarna daga, og sérstaklega í gær í þjóðviljanum, þá verður ekki séð, að til séu þær svívirðingar, sem Alþýðuflokkurinn getur ekki kyngt svo lengi sem hinir fiokkarn- ir þola hann í stjórninni. í gær í Þjóðviljanum, er ráðist á formann Alþýðuflokksins með svo óvenjulegri fúlmennsku að fá- títt er hér á landi að sjá slíkar æru- meiðingar á prenti. Er honum lýst sem afbrotamanni og braskara, sem veltir sér í ósómanum og ætti aldrei framar að sjást á opinberum vett- vangi. Heimtar blaðið að umboði hans í samninganefndinni við Dani,- verði afturkallað og „heiðarlegur" maður settur í hans stað. — Áður hafðl blaðið heimtað að hann yrði dæmdur samkvæmt ákveðinni grein hegningarlaganna. Eftir slíka fúlmennsku árás, sem fer langt fram úr öllu sem hér hefir sést á pólitískum vettvangi, er ekki ólíklegt að draga kunni til einhverra tíðínda í hvita húsinu við Lækjartorg. Munu fáir geta skilið að Alþýðuflokkurinn þoli lengur slíkar ærumeiðingar um for- mann sinn af hendi samstarfs- flokks í ríkisstjórn, nema hann hafi hugsað sér að kasta formanninum fyrir borð og leggja sig á þann hátt flátan fyrir dólgshætti komm- únista. Að flestra dómi hefír hann ekki nema um tvær leiðir að velja að láta kommúnista éta ofan í sig svívirðingarnar eða slíta sam- vinnunni við þá. Geri hann hvorugt, er erfitt að sjá hvað ekki má bjóða honum. Dómsmálaráðherra Alþýðuflokks- ins fer heldur ekki varhluta af því sem fram er boriö í Þjóðviljanum. Ber blaðið honum á brýn að hann standi á bak við „eina svívirðileg- ustu rógsherferð sem hafin hefir verið gegn ríkisstofnun og eina hina lævísustu tilraun, sem gerð hefir verið til að spilla stjórnar- starfinu.“ Eftir þessu að d::ma eru báðir aðilar að reyna að finna leið til að „spilla stjórnarstarfinu" og verour fróðlegt að sjá hverju fram vindur." Vissulega mun mönnum þykja fróð- legt að sjá hverju fram vindur og þó ekki sízt, hvort engin takmörk muni fyrir því, sem kommúnistar geta boð- ið Alþýðuflokknum, án þess að hann reyni að rétta hlut sinn með ráðstöfun- um sem um munar. * * * í forustugrein Vísis 7. þ. m. segir svo um ,.nýsköpunina:‘, 1 „Þótt mörgum sé nú orðið ljóst, hvert stefnir i framleiðslumálum landsmanna, eru þeir þó fleiri, sem litla grein gera sér fyrir því, hvað framundan er. Slíkt verður þó að teljast mjög eðlilegt, þegar þess er gætt, að þrír fjölmennir flokkar í landinu, sem standa að ríkis- stjórninni, hafa um langt skeið lagt sig alla fram um að telja þjóðinni trú um að engin þörf sé enn að snúa við á verðbólgubraút- inni. Þessir' flokkar hafa lofað landsmönnum, að allir skuli hafa atvinnu við sem arðsamastan at- vinnurekstur, og peningavímunni er haldið vlð með loforðum 'um ný- sköpun atvinnulífsins, sem muni gera fært, að allir haldi þeim tekj- um, er þeir hafa nú. Þegar þjóð- inni er talin trú um slíkt, er engin furða þótt lítilli gagnrýni sé beitt x af almenningi gegn fjármálastefnu stjórnarinnar. Engum þykir hæfa að gagnrýna það, hvað nýsköpunin kostar, meðan allt leikur 1 lyndi Stjórnarflokkarnir hafa nú skuld- bundið ríkissjóð fyrir skipakaupum, er nemur yfir 100 milljónum króna. Það þykjr ekki mikið nú. Það er nokkru lægra en fjárlögin og miklu lægra en seðlaveltan. Öll skipin eru keypt fyrir mjög hátt verð, og sum fyrir .gífurlegt verð. Um togara- kaupin, sem er stærsti liðurinn, hefir lítið verið upplýst ennþá, en Jpó hefur frétzt, að skipin fullbúin verði miklu dýrari en tilkynnt var, þegar kaupin voru samþykkt, eftir . þriggja daga athugun. Mótorbáta- kaupin verða með hverjum mán- uði sem líður hverjum hugsandi manna vaxandi áhyggjuefni, því að verðið er í engu samræmi við þá •afkomu, sem sjávarútvegurinn get- ur búizt við að hafa á næsta ári. Veröbólgu-víman er ekki enn runn- in af stjórnmálaflokkunum, en þó er mörgum manni að verða það ljóst, að þessi umfangsmiklu skipa- kaup ríkissjóðs, á þeim tíma, sem skipaverð er á hámarki, geta snúizt svo í höndum núverandi ríkis- stjórnar, að ríkissjóður verði fyrir stórkostlegu áfalli. Og ef haldið er á þessum málum eins og vitanlegt er að kommúnistar vilja, þá geta þessi skipakaup orðið til þess, að alger röskun verði á þeim grund- velli, sem fjármálakerfi landsins nú byggist á, með ófyrirsjáinlegum af- leiöingum. Þetta kann sumurn að finnast stór orð, en þau eru ekki staðlausir stafir." Þetta finnast. þó „kollsteypuforingj- unum“ í Sjálfstæðisflokknum staðlaus- ir stafir, enda er því lýst yfir af Ólafi Thors, að ríkisstjórnin ætli að tryggja það með hinum nýju skipum, að kaupið þurfi ekki að lækka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.