Tíminn - 14.09.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.09.1945, Blaðsíða 4
4 TÓIIAX. föstuclagmn 14. sept. 1945 69. blað Austan hafs og vestan Pyrir nokkru barst mér upp í hendurnar Almanak Ólafs Thorgeirssonar fyrir árið 1944, en þetta er fimmtugasti árgang- ur Almanaksins og er Richard prófessor Beck ritstjórinn. Eins og við' átti, er þessi árgangur með sérstöku hátíðasniði og er hin eigulegasta bók. En ekki var það hann út af fyrir sig, sem ég vildi gera hér að umtalsefni, heldur minnast á Almanakið al- mennt. Meginið af fimmtíu ár- göngum þess er nú að vonum með öllu ófáanlegt, og lítt hugs- anlegt, að ná saman heilum ein- tökum, hversu mikla elju sem menn vildu við það leggja og hverju sem þeir vildu til þess fórna. En Almanakið er alveg einstætt merkisrit fyrir sögu ís- lendinga vestan hafs, auk mikils fróðleiks annars, sem það geym- ir og almennt gildi hefir. Það er sá minnisvarði, sem lengi mun standa óbrotinn á gröf Ólafs. Það er slíkt undirstöðurit, að hverjum íslenzkum fræðimanni er það stórtjóm að vera, eða verða að vera, án þess. Er ein- sætt, að fyr eða síðar hlýtur það að verða prentað upp, og þá vita- skuld ljósprentað. Því fyr sem þetta er gert, því betra. Hygg ég að hér væri nú verkefni fyrir framtakssaman forleggjara, sem vinna vildi gagn, og ekki er ég í vafa um það, að ef nú væri leit- að eftir áskrifendum að útgáf- unni, þá mundi fjöldi manna þegar í stað gefa sig fram. Út- gáfan kynni að taka nokkur ár, en auðveldlega ætti að mega koma út á fimm árum þeim 50 árgöngum, sem til eru orðnir. Þyrfti að vinna bráðan bug að því, að semja við þá, er útgáfu- réttinn eiga, og jafnframt um stækkun upplagsins. Ef ekki er að svo stöddu unnt að fá ritið ljósprentað hér, mundi þess vafalaust kostur vestan hafs. En svo er það annáð, sem ég vildi minnast á um leið. Allt frá því er íslendingar tóku að setj- ast að í Vesturheimi, hafa þeir rekið þar nokkra útgáfustarf- semi — um eitt skeið stórmikla. Undantekningarlítið eiga blöð þeirra og bækur erindi til okkar hér heima. En þrjá síðustu ára- tugina hefir mjög lítið af þessu sést hér á markaðinum, eða öllu heldur hart nær ekkert. Nokkru skárra var það áður, meðan fáir gátu keypt hér bók. Þetta er bersýnilega ekki eins og það ætti að vera, enda mætti ætla að fyrir bækurnar a. m. k. væri nú aðalmarkaðurinn hér. Nú er mikið talað um skipulagningu, en á þessu sviöi er augljóslega engin skipulagning til. Hér er hennar þó þörf. Og hér hlyti að mega koma henni á, ef góðir menn báðum megin hafsins ’ildu taka höndum saman. Ég gæti hugað mér einhverja mið- stöð vestra, ef til vill Þjóðrækn- isfélagið sjálft, en annars fyrir þess aðgerðir, sem annaðist fyr- ir forleggjarana heimsendingu bókanna til íslands, eða a. .m. k. vekti yfir því, að bækur væru sendar hingað. Hér yrði alveg óumflýjanlega að vera önnur miðstöð, sem veitti þeim við- töku, sæi um sölu þeirra til ís- lenzkra bóksala og annaðist reikningsskil. En bóksalarnir geri ég ráð fyrir, að keyptu bæk- urnar hreinlega, í stað þess fyr- irkomulags, sem nú tíðkast hér, sem sé eilífra reikningsvið- skipta. Þau eiga líka vonandi eftir að hverfa að miklu leyti, enda þyrfti margt að breytast í íslenzkum bíksöluháttum, ef vel ætt'i að vera. Tilvalin miðstöð hér virðist mér að ætti að vera skrifstofa sú, er bókadeild menningarsjóðs hefir nú, enda mundu forleggjarar vestra sennilega telja hana tryggari en einhvern máske lítt kunnan bóksala. Er það og opinbert leyndarmál, að viðskipti við þá hafa ekki alltaf gefizt sem skyldi. Ef ástæða þætti til, held ég ekki að misráðið væri að veita henni nokkurn fjárstyrk bein- línis í þessu skyni. Þessi tvö mál vildi ég nú fela góðum mönnum til athugunar. Mér virðast bæði þess verð, að þeim sé hrundið í framkvæmd. Sn. J. íslenzk byggð vestan- hafs minnist 70 ára afmælis DÍMRMmilVG: Sigurbjörn Andrésson bóndi á Þórisstöðum í Þorskafirði Á þessu sumri áttu íslenzku byggðirnar í Minnesota-ríki 70 ára afmæli, og var þeirra tíma- móta í sögu þeirra minnzt pieð fjölsóttri útiskemmtun í Minne- sota þ. 12. ágúst. Séra Guttormur Guttormsson, sem um langt skeið var sóknar- prestur byggþanna, stjórnaði samkomunni. Dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélags íslend- inga í, Vesturheimi, hélt aðal ræðuna. Flutti hann kveðjur frá forseta íslands, ríkisstjórn og íslenzku þjóðinni, lýsti lýðveld- isstofununinni, hinum miklu framförum síðari ára og fram- tíðarhorfum, og lagði sérstaka áherzlu á skerf íslands til heimsmenningarinnar. Aðrir ræðumenn voru Valdi- mar Björnsson liðsforingi, er sagði nýjustu fréttir af íslandi, Jón B. Gíslason (einn af sonum Björns Gíslasonar frá Hauks- stöðum í Vopnafirði), sem í mörg ár var ríkisþingmaður í Minnesota, er minntist sérstak- lega frumbyggjanna íslenzku; og Gunnar B. Björnsson, for- maður skattanefndar ríkisins og fyrrum ríkisþingmaður, er skýrði frá ýmsu frá hinum fyrri árum. Hópur íslenzkra námsmanna, sem eru við nám í ríkisháskól- anum í Minnesota, sungu ís- lenzkra söngva, og einnig var almennur söngur. Þóttu hátíða- höld þessi takast hið bezta, enda var veður hið ákjósanlegasta, og sóttu þau margt fyrri byggða- tfúa og annarra, sem alizt höfðu upp á þeim slóðum, ýmsir langt að. En íslenzku byggðirnar í Minnesota eiga sér merka sögu að baki, og hefir þaðan komið stór hópur íslenzk-ættaðra manna og kvenna, sem getið hafa sér ágætt orð á ýmsum starfssviðum. Áskriftargjald Tlmans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00. árgangurinn. Þann 1. ágúst s. 1. andaðist í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, eftir langvarandi vanheilsu, Sig- urbjörn Andrésson bóndi á Þór- isstöðum í Þorskafirði. Hann var fæddur síðla vetrar árið 1893 í Djúpadal í Gufudals- sveit næst elzta barn hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Andrés- ar Sigurðssonar, sem þá voru í vinnumennsku þar, en fluttust þá upi vorið að Þórisstöðum, og hafa búið þar í 52 ár. Eignuðust þau hjón með vissu 15 börn og lifa 13 þeirra, öll mannvænleg og dugmikil. Var oft þungur róð- ur að koma upp þessum stóra barnahóp meðan flest voru í æsku, en með mikilli atorku og dugnaði beggja tókst það svo vel að aldrei þurfti pphibera hjálp. Sem að líkum lætur vandist Sigurbjörn snemmá að vinnu, enda varð hann mesti dugnað- armaður, unz heilsan bilaði. Um tvítugt fór hann til sjós á skút- um frá Flatey á Breiðafirði, — en þar var þá mikil útgerð — og var lagt út í apríl en hætt í september. Stundaði Sigurbjörn það mörg vor og sumur, en var ávallt heima haust og vetur. Var hann ávallt með beztu dráttar- mönnum og oft hæstur á Flat- eyjarskipunum. Fór nú hagur heimilisins að batna, því tekjum sínum varði hann einvörðungu til að bæta hag þess. , Eins og margir aðrir miklir færamenn þreyttist hann við það starf, og má vera að þangað megi rekja orsakir sjúkdóms hans, lömun í fótum, sem hann fór að kenna um fertugsaldur og sem ágerðist æ meir, unz allur líkaminn lamaðist, og varð honum loks að bana. — Sigur- björn var ‘foreldrum sínum og systkinum einstaklega góður, enda mun það aldrei hafa hvarflað að honum að yfirgefa þau. Sambúð þeirra feðga var með eindæmum góð. Á seinni árum bjuggu þeir feðgar báðir á jörðinni. Þórisstaðir er lítil jörð, slægjur reytingssamar og fjarlægar, og tún var lítið, en hefir nú verið bætt svo og stækk- að að það mun nú gefa af sér helmingi meiri töðu en áður. Sauðfjárhagar eru þar góðir, og vetrarbeit nær óbrigðul enda notuð til hlítar. Höfðu þeir feðgar gott bú á seinni árum og voru velmegandi. Sigurbjön kvæntist aldrei. Hann var greindur vel og bók- hneigður. Hann sat um hríð í hreppsnefnd sveitar sinnar og var o'ddviti hennar. Umboðs- maður Brunabótafélags íslands var hann einnig á seinni árum. Straumurinn liggur nú um skeið frá sveitunum í kauptúnin og bæina, — í velgengnina, — og óvissuna. En þeir sem lengst sinnar ævi hafa verið í sveit, mega ekki hugsa til að hverfa þaðan. Svo mun það og vera um foreldra Sigurbjarnar, þótit nú sé örðugt um vik. Þau orðin ör- vasa gamalmenni og börnin öll farin, nema 3 yngstu systurnar, er nú verða að annast nær öll störf utanbæjar sem innán. Mundi mörgum ungum stúlkum eigi þykja það fýsilegt. En tryggð og ræktarsemi systranna við for- eldra sína er til fyrirmyndar. Það er bjart yfir minningu Sigurbjarnar í hugum vanda- manna hans og vina, og gamlir vinir foreldra hans hugsa méð hlýju og samúð til þeirra, og óska þeim að ævikvöldið verði sem þolanlegast og bezt. , S. J. Sjómanna- og gesta- heimili Siglnfjarðar Árbók Sjómanna- og gesta- heimilis Siglufjarðar fyrir árið, 1944 er nýkomin út. Aldrei í sögu heimilisins hefir aðsókn að því verið eins mikil og þetta ár, alls voru skráðir í dagbók 7404 gest- ir. Flestir gestir á einum degi voru 360. Ýmsar endurbætur hafa verið Skæðasti óvinur- inn eftir Samkvæmt skýrslum Eng- lendinga sjálfra, eyddi þjóðin £600,000,000 -r- sex miljónum sterlingspunda í áfenga drykki á árinu 1944. Það eru 20% af öllum þjóðartekjunum. 'Þetta hefir þeim farið fram síðan ’38, þá eyddu þeir 12y2% af þjóðar- tekjunum í áfenga drykki. 1914 var drykkjureikningur þeirra £500,000,000. Á fyrri styrjaldar- árunum komst hann í £232,000, 000 og var það eingöngu að þakka sterkum lagahömlum, sem stjórnin neyddist þá til að setja á, áfengisviðskiptin í land- inu. Er þjóðum, sem árlega auka áfengisneyzlu sína, trúandi til að bjarga heimsmennittgunni? Það var David Lloyd George, sem sagðí á fyrri styrjaldarárunum, þá forsætisráðherra Englend- inga: Við eigum í stríði við Þjóð- verja, Austurríkismenn og áfengið, en af þessum þremur er áfengið skæðasti óvinurinn. Þennan óvin eiga Bretar enn eftir að sigra, og við íslendingar eigum líka eftir að sigra hann. Hann færist nú drjúgum í auk- ana hjá okkur. Víðast um land standa menn nú sem steini lostnir yfir áfengisflóðinu og öllum þeim ófarnaði, sem því fylgir: slysum, hruni heimila, atvinnutjóni og manntjóni. Eru ekki þau mannslíf, sem farast af völdum áfengisins, og þau eru mörg, eins dýrmæt og hin, sem farast í hernaði eða sjóslysum? Á íslenzka þjóðin ekki nógu marga þjóðholla menn til þess að heyja útrýmingarstríð gegn skæðasta óvininum? Pétur Sigurðsson. gerðar á heimilinu, meðal ann- ats var í fyrrasumar komið upp fjórum baðklefum fyrir steypi- böð og einum fyrir kerlaug, og eru þau mikið notuð af gestum heimilisins. f stjórn Sjómanna- og gesta- heimilisins eru nú: Pétur Björnsson, Andrés Hafliðason og Óskar J. Þorláksson. 7) Noregur skal vera konungs- ríki í framtíðinni. Hinir norsku samningamenn lýstu sig fyrst andvíga þessum þýzku kröfum, en gerðu gagn- tilboð um það, að hæstarétti yrði fengið vald til þess að skipa ríkisráð, er færi með stjórn meðan konungur og ríkisstjórn væru erlendis. Þjóðverjar harð- neituðu að fallast á þessa til- lög.u, og báru nú fram nýjar ógn- anir. Eftir langar umræður fram og aftur féllust norsku fulltrúarnir loks á það að fallast á kröfur Þjóðverja sem gund- völl framhalds-viðræðna. Röðd konungs. Forsetar Stórþingsins sendu kröfur Þjóðverja áleiðis til kon- ungsins 27. júní. Á þessari stundu var það einungis hin óhagganlega afstaða ríkisstjórn- arinnar og konungsins, sem bjarga^i þjóðinni frá algerri auðmýkingu. Svarið varð ekki misskilið: „Uppástunga forset- anna verður ekki talin í sam- ræmi við afstöðu frjálshuga, norskra manna, heldur árangur kúgunar erlends hernámsliðs." Vonleysið orsök unðanhaldsins. Nú í dag getur það virzt ó- skiljanlegt, að norsku samninga- mennirnir skyldu láta teyma sig svo langt, án þess að tryggja hagsmuni norsku þjóðarinnar jafnframt. Það var háð loka- atkvæði Þjóðverja, hverjir sæti skyldu taka í sjálfu ríkisráðinu. En þetta á fyrst og fremst rót sína að rekja til þess vonleys- is, sem ríkti ósigurinn í Noregi og hrun Frakklands. Þeir, sem á þessum tíma báru höfuð- ábyrgðina á örlögum þjóðarinn- ar, héldu sig þjóna hagsmunum hennar bezt með því, að koma að einhverju leyti til móts við Þjóðverja. Eftir fall Frakklands gátu þeir í skársta lagi búizt við langvarandi styrjöld. Þess vegna reið á því að halda svo á málum, að hernám Þjóðverja yrði sem mildast. Sérstaklega ægðu þeim hótanir Þjóðverja um þýzka valdstjórn og burt- flutning norsks æskulýðs. Verklýðssambandið tók með öðrum orðum þátt í þessum samkomulagsumleitunum. En það átti sér þó ekki stað mót- spyrnulaust. Forusta samtak- anna var á hinn bóginn öll í höndum þeirra manna, sem haldið höfðu áfram störfum í hernumdu héruðunum.Formann sambandsins og varaformann höfðu Þjóðverjar sett af. Sama var að segja um varaformann Alþýðuflokksins og marga aðra áhrifamenn, sem staðið höfðu við hlið ríkisstjórnarinnar með- an bardagarnir geisuðu. Verka- lýðshreyfingin hafði þannig orð- ið að sjá á bak sumum beztu mönnum sínum,og bæði sumarið 1940 og síðar kom í ljós, hve til- finnanlegur bagi það var. Það tók sinn tíma að mynda nýja og heilsteypta forustu. Herferðin gegn verklýðsfélög- unum. Þegar konungurinn og ríkis- stjórnin höfðu hafnað kröfu Þjóðverja um að segja af sér, var um skeið hljótt um stjórnmálin. Stórþingið, sem koma átti sam- an 25. júlí, var aldrei kvatt til fundar. í þess stað gerðist her- stjórnin æ athafnasamari. Um- fram allt var reynt að hlekkja stéttasamtökin. Þjóðverjar vissu mætavel, að þau voru nú áhrifa- mesti aðilinn í Noregi, og þess vegna reið þeim á að koma í veg fyrir, að stéttasamtökin og fólkið í þeim snerust önd- verðir gegn þéim. Þessi barátta hófst með því, að fremstu menn stéttasamtakanna voru reknir frá störfum, þegar þeir komu aftur heim frá bardögunum í Norður-Noregi. Konrad Nordahl fékk að vísu á fulltrúafundi að gera grein fyrir starfsemi stétta- samtakanna í hinum frjálsu hlutum Noregs meðan vörnum varð haldið uppi, en fulltrúarnir gerðu enga tilraun til þess að knýja það fram, að hinir brott- viknu áhrifamenn yrðu aftur teknir í embætti sín. Þetta var einn hinna stóru ósigra, hversu smávægilegt sem þetta kann að virðast í fljótu bragði. Á þeirri stundu, sem hinum kjörnu for- sjármönnum var ekki lengur leyft að gegna störfum sínum, voru samtökin sem sagt búin að missa sjálfsákvörðunarrétt sinn. Félögin voru í þess stað dregin á tálar með haldlausum loforð- um um það^ að þessir menn skyldu innan skamms fá að taka við störfum sínum á ný. Tökin hert. Síðan voru stéttarsamtökin sett undir fjárhagslegt eftirlit. í byrjun júlímánaðar var" bæði Verklýðssambandinu og einstök- um félagasamböndum tilkynnt, að félagsmálaráðuneytið, það er að segja Þjóðverjar, yrði að sam- þykkja allar fjárveitingar, er næmu meira en 500 krónum. Sama máli gegndi um einstölj félög. Jafnframt kröfðust hin þýzku yfirvöld þess að fá grein- argerð um fjárhagsástand sam- takanna' eins og það var 9. apríl. Það átti að koma i veg fyrir, að stéttarfélögin kæmu undan fjármunum, áður en eftirliti Þjóðverja yrði komið á til fulln- ustu. Þessi fyrirmæli náðu einn- ig til allra annarra samtaka, er nokkurs voru verð, þar á með- •al Vinnuveitendafélagsins ,pg stjórnmálaflokkanna. Þessu næst áttu samtökin að gera grein fyrir eignum sínum^g nú voru það alþýðuhúsin, hvíldar- heimilin, prentsmiðjurnar og útgáfufyrirtækin, sem Þjóð- verjar höfðu í huga. Einnig var „Wirtschaftssachverstándiger" settur yfir samtökin. Hann gerði aldrei neitt annað en að hirða launin sín. Verkamannablöðin urðu að lúta æ strangara eftir- liti. Eftir nokkur minni háttar bönn,, var „Arbeiderbladet“ bannað fyrir fullt og allt í lok ágústmánaðar. Og það var ekki laust við, að verkamennirnir önduðu léttara þann dag. Það var harðskeytt árás á Quisling og áskorun, stíluð til alra Norð- manna, hvar í stétt og flokki sem var, sem leidi til þess, að blaðið var bannað og hinn á- byrgi ritstjóri þess fangelsaður. Svikræði kommúnista. En jafnframt því sem Þjóð- verjar þrengdu þannig aðverka- mannahreyfingu á allar hliðar, létu kommúnistar, svikarar og barnalegir undanvillingar innan stéttasamtakanna ekkert tæki- færi ónotað til þess að reka rýt- inginn í bak henni. Kommún- istar höfðu þegar í upphafi, er konungurinn og ríkisstjórnin á- kváðu að veita Þjóðverjum fyllsta viðnám, snúizt öndverðir gegn þeirri afstöðu. Þeir þótt- ust vera „hlutlausir“ — eins og vera bar samkvæmt utanríkis- málastefnu Rússa þá. Síðar börðust kommúnistar af afefli fyrir því, að konungurinn og ríkisstjórnin yrði rekin frá völdum. Arvid Hansen skrifaði langar greinar undir fyrirsögn- inni: „Noregur þarf engan konung“. En landið þurfti nýja ríkisstjórn. Og það átti að vera „alþýðustjórn“, er hefði samtök hins vinnandi fólks að bak- hjarli, eins og svo fagurlega vár að orði komizt. Stefnan virtist ekki óáþekk því, sem var í Stóra- Bretlandi sumarið 1940, þar sem þeir beittu sér af fremsta megni fyrir því að torvelda og trufla stríðsreksturinn. Þar var þess líka krafizt, að „a people’s go- vernment“ tæki við völdum. Hitler var ekki höfuðóviinur- inn, heldur „brezka auðvaldið" og „heimsvaldastefnan“. Flug- riti, þar sem svo var að orði komizt, að vígorð Liebknechts væri enn í fullu gildi, var dreift um vinnustöðvarnar í Osló. „Ó- vinurinn er í þínu eigin landi“, var, sagt. Og óvinurinn var ekki Þjóðverjar, heldur borgarar Nor- egs. í síðasta eintaki kommún- istablaðsins, sem út kom, var á- grip af ræðu, sem föðurlands- svikarinn Halvard Olsen hafði haldið á „verkamannaráð- stefnu“ vestan fjalls í Noregi. Ljót samfylking. / Halvard Olsen, sem orðið hafði að láta af formannsembætti í Verklýðssambandinu árið 1934, v,ar ekki sá eini, sem reyndi að fiska í hinu grugguga vatni. Við hlið hans stóð fyrrverandi stór- þingsmaður, Sverre Krogh, sem hin síðustu ár hafði verið mjög á reiki. Hans hægri hönd *va~r aftur Birger Aamodt, sem áður hafði verið trúnaðarmaður járn- og málmiðaðarmanna í Osló, en verið látinn víkja sökum of- drykkju. Þessi þríeining átti meira og minpa samstarf við Nasjonal Samling, flokk Quisl- ings. Hins vegar leitaðist erki- svikarinn Hákon Meyer miklu meira við að dylja þá samvinnu. Hann var nánasti samstarfs- maður kommúnistans Brend- berg, hins raunverulega leiðtoga „Verkamannaandófsins 1940“. Það var hann, sem lagði hinn „fræðilega grundvöll“, sem svikapólitíkin og blek^kingarnar áttu að byggjast á. Boðskapur kommúnista: Stríðiff glæpur Stóra-Bretlands. Það er líklega réttast að birta hér höfuðinntak þessara kenninga: „Alþýðuf lokkurinn hefir svikið verkamannastétt- ina. Hann hefir steypt þjóðinni út í stríð. Síðan hefir hann gert vopnahlé innan lands með því að bjóða öllum stjórnmálaflokk- um samstarf. Sú stjórnmála- stefna, sem rússneskir kommún- istar fylgja og hafa fylgt, hlýtur einnig hér að vera sá grundvöll- ur, sem baráttan verður að hvíla á. Þýzkaland er búið að vinna stríðið. Það er glæpur Stóra- Bretlands, að það heldur áfram. Nú ríður mest á því að efla skiln- ing á nasjónalsósíalismanum þýzka. Það verður að semja frið við Þjóðverja. Embættismenn- irnir, sem nú stjórna, verða að fá sér til aðstoðar ríkisráð, sem stofnað sé til af bændum, sjó- mönnum og verkamönnum. Verkamannafélögin verða að hætta að skipta sér af stjórn- málum og rjúfa þegar í stað allt samband við Alþýðuflokkinn“. Daufar undirtektir. Þeir grunnhyggnu verka- menn, sem létu ginnast af kom- múnistunum og föðurlandssvik- urunum, voru aldrei margir. Alls voru 85 á þingi því, þar sem stefnuskrá „andófshreyfingar- innar“ var samþykkt. En aðeins fáir þeirra undirrituðu hana. Flestir þessara manna voru ein- faldar sálir, sem sízt af öllu vildu taka þátt í neinni svika- starfsemi, heldur hugsuðu um það eitt að halda til streitu kaupkröfum á svipaðan hátt og gert var fyrir innrásina 9. apr- íl. Svo barnalegir voru þeir, að stjórn járn- og málmiðnaðar- manna í Osló tókst að fá félag sitt til þess að fallast á þá uppá- stungu, að krafa um að dýrtíð- arupphbt frá 7. janúar yrði greidd' að fullu, yrði lögð fyrir félagsdóminn. Karlarnir héldu, að Vinnuveitendafélagið ætti sök á því, að þessi dýrtíðarupp- bót hafði verið felld niður. Gengið á lagið, er verst gegndi. Formaður þessarar „andófs- hreyfingar“ var Jens Tangen, formaður Sambands byggingar- verkamanna, en hann var i rauninni viljalaust verkfæri verkamannaforsprakka kom- múnista, Brendbergs.Það er ekki hægt að sanna, að þessir tveir menn hafi haft bein samskipti við Þjóðverja og Nasjonal Sam- ling. En um Hákon Meyer er það engum efa undirorpið. Hann tók mjög fljótt upp samninga við Quisling og lét Þjóðverja vita um allt, sem gerðist innan verkamannafélaganna. Sumarið 1940 reri þessi samfylking kom- múnista, föðurlandssvikara og stefnuleysingja að því öllum ár- um að auka öngþveltið og óhug- inn meðal verkamannastétt- anna. Þess vegna verður það harður dómur, sem felldur mun verða yfir þessari mislitu hjörð. Framh. Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.