Tíminn - 14.09.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.09.1945, Blaðsíða 3
I 69. blað TÍMEYiy, föstndagiim 14. sept. 1945 Úr sögu Siglufjarðarmálsins: Þannig stjórnuðu kommúnistar Kaupfélagi Siglufjarðar Nú nýlega er úrskurður fall- inn í málum þeim, er átt hafa sér stað á Siglufirði út af fram- komu kommúnista þar í Kaup- félagi Siglfirðinga. Lauk þeim svo, að setufógeti sá, er dóms- málaráðherra skipaði hinn 18. júlí í sumar til þess að rann- saka málið„ Gunnar A. Pálsson, dæmdi atferli gömlu kommún- istastjórnarinnar í félaginu ó- löglegt og henni gert skylt að fá öll umráð yfir félaginu og eign- um þess og rekstri í hendur hinnar nýju kaupfélagsstjórnar, er kosin var 21. júní í sumar og greiða auk þess 5000 krónur í málskostnað. Flútti Ólafur Jóhannesson málið fyrlr hönd nýju stjórnar- innar, en Ragnar Ólafsson þeirrar gömlu. Þessi málsrannsókn hefir farið fram samkvæmt beiðni kaup- félagsstjórnar, er taldi sig lög- lega kosna í sumar — og setu- fógeti hefir nú úrskurðað að hafi lögleg verið — eftir að gamla stjórnin hafði neitað að víkja og haft í frammi marg- víslegt ofbeldi. Eru í nýju stjórninni Jóhann Þorvaldsson kennari, Hjörleifur Magnússon fulltrúi, Haraldur Gunnlaugs- son skipasmiður, Jónas Jónas- son verkstjóri, Halldór Kristins- son læknir, Kristján Sigurðsson verkstjóri og Skafti Stefánsson útgerðarmaður, og eru þeir í þeirri greinargerð, sem hér fer á eftir nefndir gjörðarbeiðend- ur. í gömlu stjórninni voru Ottó Jörgensen símstjóri, Þóroddur Guðmundsson alþingismaður, Kristján Sigtryggsson hús- gagnasmiður, Guðbrandur Magnússon kennari og Óskar Garibaldason skrifstofumaður, og eru hér nefndir gjörðarþolar. Kröfur gjörðarbeiðenda voru þær, að þeim væri með inn- setningargjörð fengin öll umráð bóka og eign Kaupfélags Sigl- firðiiiga eins og lögmætri stjórn þess ber. En kröfur gjörðarþola voru þær, að þeim yrði synjað um þessa innsetningargjörð. Fór nú fram mjög rækileg rannsókn þeirra átaka, er orðið hafa í kaupfélaginu og aðdrag- anda þeirra og kom þar í ljós margt merkilegt, sem ekki er rétt að falli í gleymsku, bæði varðandi rekstur félagsins undir stjórn kommúnista og meðferð þeirra á fjármunum þess og að- ferðir þær, er þeir hafa beitt til þess að halda þar völdum. Munu fá dæmi slíkrar ráðs- mennsku í félagsmálasögu ís- lendinga. Verður hér að þessu sinni birtur kafli úr réttarskjölun- um, þar sem raktir eru einstak- ir þættir í kaupfélagsstjórn kommúnistanna áður en, kom til þeirra höfuðátaka, er hóf- ust, þegar sýnt var, að gamla stjórnin ætlaði að sitja kyrr í trássi við lög og rétt og hugðist að tryggja sig í sessi með of- beldisverkum eftir að aðalfund- arfulltrúar höfðu kosið félaginu nýja stjórn með yfirgnæfandi meiri hluta. Kemur hér glöggt í Ijós, að þeir Ottó Jörgensen og Þóroddur Guðmundsson og fé- lagar þeirra hafa haft meira en lítið óhreint í pokahorninu. At- ferli þeirra 1 sumar verður svo síðar rakið. í réttarskjölunum segir: „Gjörðarbeiðendur skýra svo frá málavöxtum, að frá aðal- fundi Kaupfélags Siglfirðinga, héreftir skamms,tafað K. F. S., sem haldinn var dagana 27. apríl og 7. maí 1944, hafi stjórn félagsins verið þannig skipuð: Ottó Jörgensen, gjörðarþoli, for- maður, Þóroddur Guðmundsson, gjörðarþoli, varaformaður, Guð- brandur Magnússon, gjörðar- þoli, ritari, Kristján Sigtryggs- son, gjörðarþoli, meðstjórnandi og Kristján Sigurðsson, gjörð- arbeiðandi, meðstjórnandi. Séu þeir Ottó, Þóroddur og Kristján Sigtryggsson allir fylgismenn Sósíalistaflokksins og hafi þeir því saman myndað meirihluta í stjórninni. Meirihluta þessum hafi þeir náð með því að smala fólki, er þeim fylgdi, í félagið fyrir aðalfundinn 1944. Eftir að stj órnarmeirihluti þessi haf i tekið við völdum í félaginu, hafi hann brátt farið að gera ýmsar ráðstafanir, er hafi verið þess eðlis, að meirihluti félagsmanna hafi fyllst óánægju og gremju í hans garð og einnig hafi komið í Ijós, að rekstur og reksturs- útkoma félagsins hafi verið þannig, að ekki hafi verið við unandi. Ennfremur hafi fram- koma formanns stjórnarinnar í ýmsu verið slík, að óhæf verði að teljast. Það, sem gjörðarbeiðendur telja einkum ámælisvert hjá stjórninni eða meirihluta henn- ar, og við framkomu formanns stjórnarinnar fyrir aðalfundinn 1945, verður nú rakið í stuttu máli. Skýra gjörðarbeiðendur frá því, svo sem nú greinir: 1. Kaupfélagið eigi 18 þúsund króna hlutafé í h.f. Gilslaug, en það félag mun vera stofnað á árinu 1942. Félag þetta hafi á sínum tíma tekið á leigu land og hitaréttindi til starfrækslu gróðurhúsa í landi jarðarinnar Gils í Fljótum, en sú jörð er eign Þórodds Guðmundssonar, gjörðarþola. Byggð hafa verið gróðurhús að Gili og hafi ætl- unin verið að starfrækja þau, en veturinn 1943—1944 hafi hús- in fokið. Þau hafi þó verið end- urbyggð sumarið 1944, en starf- ræksla þeirra gengið mjög illa. Þrátt fyrir þetta hafi stjórn K. F.- S. lagt allmikið fé, umfram hlutaféð í áhættu fyrir h.f. Gils- laug og það jafnvel eftir að að- alfundur K. F. S. 1944 hafi verið búin að samþykkja, að félagið skyldi ekki binda sér meiri fjár- hagslegar byrðar vegna h.f. Giis- laugar en þá var orðið. Muni hafa verið svo komið um s. 1. áramót, að K. F. S. hafi að öllu samanlögðu átt í áhættu hjá h.f. Gilslaug um kr. 70.000,00. Meiri- hluti félagsmanna K. F. S. hafi því talið áhættu þá, er búið var að stofna K. F. S. í fyrir h.f. Gilslaug, allt of mikla og stjórn- inni með öllu óheimilt að auka hana, a. m. k. án samþykkis fulltrúafundar, en þess muni ekki hafa verið leitað. Loks telja gjörðarbeiðendur stjórnar- meirihlutann í K. F. S. hafa ivilnað h.f. Gilslaug á órétt- mætan hátt, bæði með því að gefa félaginu um helming alls afsláttar, er K. F. S. gaf við- skiptavinum sínum 1944 éða um kr. 5000,00 og.einnig með því að láta það hafa ýmsar vörur fyrir um kr. 15.000,00 fyrir s. I. ára- mót, sem þó ekki hefðu verið færðar félaginu til reiknings a. m. k. þá samtímis. 2. Seint á árinu 1944 hafi stjórn K. F. S. keypt vörubirgðir ' breyt?, samþykktum K. F. S.; verziunarinnar Anna og Gunna, þess að þær væru heimilar. til en aðaleigandi þeirrar verzlun- ar hafi verið systir Þórodds Guð- mundssonar, gjörðarþola. Enn- fremur hafi stjórnin um sama leyti keypt vörubirgðir verzlun- arinnar Geislinn, er mágur Þór- odds hafi átt í félagi við annan mann. Kaupverð varanna hafi verið nálægt kr. 150.000,00, en útsöluverð þeirra nálægt kr. 2000.000,00. Meirihluti þessara vara muni hafa verið tilbúinn fatnaður og vefnaðarvara, gaml- ar vörur og lítt útgengilegar, svo að tvímælalaust sé, að kaup- in hafi verið óhagstæð K. F. S., enda ástæðulaus með öllu. Hafi því meirihluti félagsmanna ver- ið þeim andvígur og gagnrýnt þau mjög harðlega. 3. Seint á s. 1. ári hafi stjórn- in keypt síldarsöltunarstöð dán- arbús Ingvars Guðjónssonar á Siglufirði fyrir kr. 355.000.00, án þess að leita áður álits full- 4. Vegna framkomu meiri- hluta stjórnarinnar hafi sumir beztu starfsmenn K. F. S. ekki viljað vinna hjá félaginu og af því hafi leitt, að þeir hafi farið og þafi þá í stað þeirra verið teknir hreinræktaðir flokks- menn stjórnarmeirihlutans. 5. Ekki hafi stjórnarmeiri- hlutinn þolað neina gagnrýni og hafi hann t. d. rekið ábyrgðar- mann blaðsins Neista úr félag- inu, er það blað hafi hafið gagnrýni útaf starfsemi og rekstri K. F. S. Svo ástæðulaus hafi brottrekstur Ólafs verið, að á aðalfundi K. F. S. 7. júní 1945 hafi verið samþykkt tillaga með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða, er ógilti brottreksturinn og taldi hann jafnframt ofbeld- isráðstöfun, er enga stoð ætti sér í samþykktum og reglum K. F. S. 6. Rekstursútkoma K. F. S. Nýtt ársrit vestan íslendinga hafs Hið sameinaða kirkjufélag ís- íslenzk skáld, þar á meðal Ja- lendinga í Norður-Ameríku hóf kobínu Johnson, Pál S. Pálsson í fyrra útgáfu ársrits, er nefnt og Vigfús G. Guttormsson, bróð- var „Brautin“. Var fyrsta heft- , ur Guttorms J. Guttormssonar, ið að miklu leyti helgað séra hins ramíslenzka skáldkonungs Guðmundi Árnasyni, hinum við íslendingafljót. látna forseta þessarar kirkju-1 Er sýnilegt, að um ritið er deildar, sem var eftirmaður drJfjallað af alúð og alvöru. Auk þeirra, sem nefndir hafa verið, skrifa í ritið undir nafni Rögnvalds Péturssonar í því sæti. Ritstjórarnir eru fjórir, allt Stefanía Sigurðsson, Gerður J. kunnir menn, bæði austan hafs ‘ Steinþórsson (dóttir ■ Jónasar og vestan. Aðalritstjórinn er j Jónssonar), Andrea Johnson, sérá Halldór E. Johnson, ritstjóri kvennadeildar Guðrún H. Finns- dóttir, rithöfyndur, kona Gísla Jónssonar prentsmiðjustjóra og skálds. Meðritstjórar' eru séra Eyjólfur J. Melan og séra Philip M. Pétursson. Nú er annað hefti þessa rits komið hingað til* lands, fjöl- breytt að efni og með mörgum Anna Kristjánsson og G. J. Ole- son. Sennilega á „Brautin“‘ fremur fáa kaupendur og lesendur hér á landi. Er það miður farið. Ber hvort tveggja til, að ritið er vel úr garði gert og fjallar um mál, sem menn ættu ekki að leiða hjá sér, og svo hitt, að við meg- um vera þakklát fyrir hverj a við trúafundar eða félagsfundar um hafi verið með fádæmum léleg góðum og vekjandi greinum. Að, leitni af hálfu Vestur-íslend- kaupin, en til þess telja gjörðar- ;s. 1. ár og það svo, að þess muni sjálfsögðu skipa kirkjumál þar |inga til þess að bregða á loft beiðendur stjórninni tvímæla- | engin dæmi finnast 1 neinu J fremsta sess, en einnig er mjög kyndli íslenzkrar menningar og manndóms handan Átlantshafs- ekki! ins. Það er bein skylda heima- j. laust hafa borið skyldu, því að kaupfélagi hér á landi. Reikn- J rætt um ýmsa þætti menning vísu j armála með kaupum þessum, og fyrir- : ingar félagsins sýni að hugaðri starfsemi í sambandi tekjuafgang kr. 12.724.91, en það við þau, hafi verið farið út fyrir sé mjög villandi. f raun réttri sé verksvið K. F. S. samkvæmt 2. mikill tekjuhalli hjá félaginu. gr. samþykktar félagsins. Kaup Meðalálagning s. 1. ár muni þessi hafi og verið of stórfeng- hafa verið rúmlega 21%.Afskrift leg til þess, að rétt væri fyrir vörubirgða hafi hins vegar K. F. S. að ráðast í þau eins og verið aðeins rúmlega 19% eða fjárhag þess sé og hafi verið 2% neðan við meðalálagningu. háttað. Seinna hafi stjórnar- Samkvæmt afskriftareglum fyr- meirihlutinn svo stofnað h.f. ir félög í S. í. S. beri þeim að af- Söltunarfélag kaupfélagsins, er skrifa vörubirgðir sínar um hafi þann tilgang að annast meðalálagningu að viðbættum síldarsöltun og hafi K. F. S. fyrir a. m. k. 5%, en samkvæmt því atbeina stjórnarmeirihlutans hefði K. F. S. átt að afskrifa verið látið leggja til helming vörubirgðir sínar um rúmlega hlutáfjár þess eða kr. 125.000,00. 26%. Ef þeim reglum hefði verið Með þessu hafi og verið farið fylgt, hefði afskriftin átt að út fyrir verksvið K. F. S. Telja aukast um ca. 70 þúsund krón- gjörðarbeiðendur félagsstjórn- ur, en við það hefði tekjuhalli ina hafa brotið samþykktir fé- K. F. S. árið 1944 orðið um kr. lagsins með báðum þessum ráð- 160.000.00. Flest kaupfélög hafi á stöfunum, enda hefði þurft að, árinu 1944 afskrifað vörubirgð- og uppeldismála, sízt í kvennadeild ritsins. Einn- ig eru í því merkar greinar sagnfræðilegs efnis og ýmislegt, er varpar ljósi yfir og skerpir skilning lesandans á menning- ar- og framfarabaráttu íslenzka kynstofnsins vestan á hinum erfiðu frumbýlingsárum. Meðal greina, Sem sérstaklega er vert að geta, er löng ritgerð um Ása- trú, höfundar ekki getið, og fyrir lestur dr. Stefáns Einarssonar um afleiðingar siðaskiptanna á íslandi. Loks eru I ritinu fáein kvæði eftir nokkur vestur- þjóðarinnar, bæði við sjálfa sig og þjóðarbrotið vestra, sýna það í verki, að hún metur þá við- leitni einhvers. Það yrði þá jafn- framt hvatning um að gera enn betur. Daufingjaháttur er aldrei gæfuvegur, og sízt af öllu er hann afsakanlegur, þegar þjóð- legar menningarerfðir eru ann- ars vegar. En vonandi verður „Braut- inni“ brautin greið inn á nógu mörg íslenzk heimili til þess, að hún geti lifað og dafnað og innt hlutverk sitt vel af höndum. ir sínar um 30% af útsöluverði og hefði K. F. S. gert það, myndi tekjuhalli félagsins hafa numið um kr. 95.000.00. Þetta telja gjörðarbeiðendur gerast í K. F. S. á sama tíma og önnur sam- bandsfélög greiði félagsmönnum sínum arð að meðtöldu stofn- sjóðsgjaldi, er nemi frá 7%— 13% af ágóðaskyldri úttekt þeirra. (Framhald á 6. síðu) H á ko n L ie: Fyrsta hernámssumarið Þessi grein er kafli úr ritlingi, er Hákon Lie skrifaði og gefinn var út af Verklýðssambandinu norska og sjómannasambandinu. Heitir ritlingur þessi á frummálinu „Nazi i Norge“. Er þar lýst skiptum Norðmanna við Þjóðverja frá fyrstu hernámsdögun- um þar til yfir lauk. f þessum kafla kemur vel í Ijós, hve dapurlega horfði fyrir írjálshuga NorðmönWum sumarið 1940 og hversu mikla örðug- leika var við að stríða. Þjóðverjar unnu hvern sigurinn af öðr- um, norska þjóðin var ekki enn búin að jafna sig eftir reiðar- slagið og sameinast til baráttu og liðsmenn Quislings, kom- múnistar og ýmiskonar undanvillingar voru alls staðar reiðu- búnir með rýtinginn í erminni. Þeir, sem sneru aftur inn á hernumdu svæðin eftir bardag- ana í norsku dölunum og Norð- ur-Noregi, urðu mjög undrandi, er þeir kynntust viðhorfi manna þar. Þeir voru sjálfir í uppnámi eftir öll þau ofbeldisverk, sem þeir höfðu verið vitni að. En fólkið í hinum hernumdu hlut- um landsins virtist hafa sætt sig við yfirráð útlendinganna. En þegar þessum mönnum gafst aukið tækifæri til þess að kynnast viðhorfi manna, sann- færðust þeir þó um það, að und- ir niðri var þeim heitt í skapi. En þrekið og viljinn til raun- hæfrar mótspyrnu var úr sög- unni. Vonbrigðin, sem ósigurinn olli, og þróttleysið í hjálp Bandamanna, framsókn Þjóð- verja 1 Hollandi, Belgíu og Frakklandi — allt hafði þetta lámandi áhrif á fólkið. Hvað stoðaði mótspyrna vopnlausra Norðmanna nú, þegar jafnvel hin#m voldugustu herjum var sundrað á örfáum yikum? Fagurgali Þjóðverja. Jafnframt reyndu Þjóðverjar eftir megni að vinna norsku þjóðina til fylgis við sig. Þýzku hermennirnir höfðu meðferðis skrifleg fyrirmæli um það, hvernig koma skyldi fram við vingjarnlega Norðmenn, og svo traustur var aginn í her Þjóð- verja, að þorri hermannanna hlýddi skipunum herstjórnar- innar, einnig á þessu sviði. Það hafði aftur þau áhrif, að mörg- um virtust Þjóðverjarnir ekki sem verstir viðskiptis, þrátt fyrir allt. Þessir Norðmenn höfðu ekki kynnzt loftárásum á sjúkrahús og varnarlausa bæi. Um þetta leyti voru Þjóðverj-^ ar líka svo vissir um sigur sinn, að þeim fannst þeir hafa ráð á því að vera ekki svo sérstak- lega nákvæmir í skiptum sínum við Norðmenn. Við yfirheyrslur og annað slíkt á þessum mán- uðum fór varla hjá því, að menn fyndu, að j,yfirþjóðin“ þýzka leit á Norðmennina eins og barnalega skynskiptinga, sem ekki var vert að taka allt of há- tíðlega. Það, sem bak viff bjó. En þrátt fyrir þessa yfirborðs- góðmennsku og mildi unnu áróð- ursmenn nazista markvisst að því að veikja þjóðerniskennd og mðtstöðuþrótt þjóðarinnar. Meðan vopnaviðskiptin voru ekki útkljáð, reið mest á því að koma í veg fyrir, að ándúð fólks- ins næði að brjótast fram í fullri nekt. Þjóðverjar vildu umfram allt, að ró og^ friður gæti ríkt í viðskiptum og atvinnulífi og engin skemmdarverk væru unnin á þýðingarmiklum fram- leiðslú- eða samgöngutækjum. Þegar bardögum var lokið í Nor- egi, var það næsta verkefnið að koma fólkinu í skilning um, að Þjóðverjar og Norðmenn væru ekki lengur óvinir. Öll þjóðin áttji að taka þátt í því starfi, sem stríðsvél Þjóðverja var nauðsynlegt. En það þurfti líka að láta það. líta þannig út, að það væru Norðmenn sjálfir, sem hefðu tekið sér fram um þetta eða gengið af frjálsum vilja inn í „nýskipanina". Þjóðverjar urðu að fá norska ríkisstjórn, sem orðið gat verkfæri í höndum þeirra í skiptunum við norsku þjóðina. Fyrsta skilyrði þess, að þessi ráðagerð gætl orðið að véruleika, var að bola konung- inum og hinni löglegu ríkis- stjórn frá völdum. Kröfur Þjóffverja. Þetta var orsök þeirra krafna, sem Þjóðverjar báru fram 13. júní, sem sé viku eftir- að bar- dögum í Norður-Noregi lauk. Kröfurnar voru stílaðar til for- seta Stórþingsins, sem hófu samningaumleitanir, ásamt full- trúum frá stjórnmálaflokkun- um fjórum, Verklýðssamband- inu og embættismannaráðinu. Kröfur Þjóðverja voru þær, að Stórþingið skyldi kvatt saman til þess að gera eftirtaldar ályktanir: 1) Vald það, sem stjórn Nygaardsvolds var veitt á þingfundinum 9. apríl, skyldi úr gildi fellt. 2) Stjórn Ny- gaardsvolds skyldi ekki lengur teljast stjórn landsins. 3) Þar eð konungurinn dvelur utan landamæra Noregs, getur hann ekki lengur rækt konungsskyld- ur sínar. 4) Ríkisráðið tekur til bráðabirgða við öllum störfum ríkisatjórnarinnar og konungs- ins. 4) Þeir Stórþingsmenn, sem erlendis eru, verða ekki kvaddir til þingfunda, það sem eftir er kjörtímabilsins. 6) Þar til nýjar kosningar hafa fram farið, fær ríkisráðið vald samkvæmt 4. lið til þess að taka þær ákvarðanir, sem velferð landsins krefst. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.