Tíminn - 14.09.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.09.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMEVN, föstndagiim 14. sept. 1945 Þannig stjórnuðu kommunistar Kaupfélagi Siglufjaröar (Framhald af 3. síðu) Á starfsárinu 1944 telja gjörðarbeiðendur, að vörurýrn- un hjá K. F. S. hafi orðið ó- eðlilega mikil eða á mili 110.- 000.00 og 120.000.00 krónur. Muni hún í einni deild félagsins hafa verið um 11%, en óeðlileg verði vörurýrnun að teljast, sé hún um eða yfir 2%. Á vöru- rýrnuninni hafi engin fram- bærileg skýring fengizt. Þá telja gjörðarbeiðendur og, að af ýmsu sé auðsætt, að bókhaldi félags- ins sé harla ábótavant. En allt bendi það, er talið hafi verið í þessum lið ótvírætt til þess, að stjórnin hafi ekki gætt hags- muna félagsins svo sem henni var skylt og að hún hafi van- rækt nauðsynlegt eftirlit með rekstri þess. 7. Á aðalfundi K. F. S. árið 1944 telja gjörðarbeiðendur framkomu félagsformanns, er stjórnaði þeim fundi, hafa verið slíka, að ekki hafi verið við un andi. Nefna þeir sem dæmi, að á fundinum hafi Kristján Sigurðs son, gjörðarbeiðandi, flutt til- lögu varðandi trúnaðarmanna val í félaginu, er ræddur var 7. liður dagskrárinnar, er var kosning nokkurra trúnaðar- manna. Sé svo bókað í fundar gerðabók aðalfundarins, að for- maður hafi úrskurðað, að til- laga Kristjáns skyldi teljast undir 8. lið dagskrárinnar, er var: önnur mál. En er að þeim lið hafi komið og komið hafi fram tillaga, er m. a. hafi hnigið í þá átt að hefja umræður uiá tillögu Kristjáns, hafi formaður lýst yfir, að hann vísaði síðar- fluttu tillögunin frá, þar eð dag- skrárliðurinn, er hún ætti að teljast til, val trúnaðarmanna, væri þegar afgreiddur á lög- mætan hátt. Hafi þannig tillaga Kristjáns alls ekki fengizt rædd á fundinum. Þá hafi formaður og á ýmsan hátt annan beitt aðalfundinu ólögum,k t. d. hafi hann meinað Halldóri Kristins- syni, gjörðarbeiðanda, að tala um nýgreinda tillögu Kristjáns Sigurðssonar, hann hafi talið at- kvæði einn og neitað að skipa teljara, einnig hafi hann neitað að taka til greina athugasemdir, er gerðar hafi verið við tillögur, Fundi hafi hann slitið áður en fundargerðin fengizt lesin upp og neitað hafi hann að taka ný mál á dagskrá. Þá hafi stjórnin og haft að éngu ýmsar samþykktir og á lyktanir aðalfundarins, t. d. samþykktinji um, að K. F. S hætti ekki meiru fé í h/f. Gils laug en búið væri, svo og þá samþykkt fundarins, að stjórn in skyldi sjá um, að samþykktir félagsins yrðu teknar til ræki- legrar athugunar í deildum fé lagsins nægilega snemma til þess að breytingar á þeim, er nauðsynlegar kynnu að teljast, gætu orðið samþykktar á riæsta aðaifundi, þ. e. aðalfundinum 1945. 8. Gjörðarbeiðendur skýra svo fr^, að í gildi hafi verið samn ingur um kaupfélagsmál milli Framsóknarfélags Siglufjarðar Alþýðuflokksfélags Siglufjarðar og Sósíalistafélags Siglufjarðar. Hafi þessi samningur á sínum tíma verið gerður vegna tog streitu, er verið hafi í K. F. S. sem verið hafi óheppileg fyrir félagið. Hafi samningurinn því verið gerður í því skyni að tryggja hagsmuni kaupfélagsins með því að fyrirbyggja deilur viðkomandi stjórnmálaflokka innan vébanda þess, t. d. um kosningar í stjórn félagsins. Samningi þessum hafi Sósíal- istafélag Siglufjarðar sagt upp frá 1. janúar 1944 að telja, en vafalaust sé, að stjórnarmeiri- hlutinn í K. F. S. hefði getað afstýrt uppsögninni, ef hann hefði viljað. Hann hafi hins vegar ekki gert það, en af upp- sögn samningsins hafi síðan leitt illvígar deilur, er á allan hátt hafi haft slæmar afleiðing- ar fyrir málefni K. F. S.“. Þessu næst eru raktar viðr bárur og vífilengjur gömlu stjórnarinnar og afsakanir hennar á óstjórn sinni, ger ræði, vafasamri meðferð fjár- muna kaupfélagsins og vöru- þurrð. Síðan metur og vegur setufógetinn ákærurnar og vörnina að rannsókn lokinni og fara niðurstöður hans hér á eftir orðréttar samkvæmt rétt- arskjölunum: „Um 1. Ekki hefir reikningur h/f. Gilslaugar við K. F. S. ver- ið lagður fram í málinu og er því ekki unnt að sjá með vissu hvernig skiptum þeirra er farið. H/f. Gilslaug sýnist þó hafa verið allfjárfrekt fyrirtæki og litlar tekjur hafa haft, ennþá a. m. k. Virðist svo sem K. F. S. eigi allmikið fé í hættu hjá hlutafélaginu og að gengið hafi verið alllangt í því að styðja það, t. d. þegar fulltrúafundur K. F. S. samþykkti 8. apríl 1944 að veita h/f. Gilslaug veðleyfi fyrir endurbyggingar- og rekstursláni og lofaði jafnframt, að K. F. S. gengi ekki að h/f. Gilslaug til greiðslu skulda hlutafélagsins. Samþykkt þessi var gerð með 16 atkvæðum gegn 13 og virðist meirihluti stj órnarinnar hafa staðið að henni. Ekki liggja fyr- ir sannanir um, að fulltrúa- fundur hafi beinlínLs samþykkt endurbyggingu gróðurhúsa h/f. Gilslaugar, en framangreint veðleyfi fulltrúafundarins og loforð um að ganga ekki að fé- laginu til greiðslu skulda þess við K. F. S. þykja þó gera lík- legt, að meirihluti mættra full- trúa hafi verið endurbyggingu hlynntur. Um 2. Ekki liggja fyrir nein gögn, er unnt sé að ráða áf hve hagstæð K. F. S. hérgreind vöru- birgðakaup hafa verið. í fundar- gerð stjórnarfundarins, sem kaupin voru rædd á, er bókað, að verð vörubirgðanna til K. F. S. væri útsöluverð að frádregn- um 27%. Hvernig verð þetta hefir verið fyrir K. F. S., hefir að sjálfsögðu farið alveg eftir því, um hvaða vörur vai^ að ræða, hvort þær voru seljan- legar, hvernig ástand þeirra var o. s. frv., en um þetta liggja engin gögn fyrir. Engin hlunn- indi fyrir K. F. S. virðast hafa, fylgt kaupunum á vörum verzl- unarinnar Anna. ög Gunna, og einnig sýnast vörurnar hafa verið keyptar upp til hópa af þeirri verzlun. Af vörum verzl- unarinnar Geislinn mátti hins vegar undanskiljá það, er K. F. S. ekki vildi og einnig fékk K. F. S. verzlunarhúsnæði í sam- bandi við þau kaup. Um 3. Eftir því, hvernig til- gangur K. F. S. er skilgreindur í 2. gr. samþykkta þess, verður að telja, að hérgreind söltunar- stöðvarkaup og söltunarfélags- stofnun hafi verið utan starf- sviðsmarka félagsins. Virðist því, að sjálfsagt hefði a. m. k. verið að halda fulltrúafund um kaupin, áður en þau voru full- ráðin, enda var hér og um að ræða stórfenglega ráðstöfun, se^ líkleg var til þes að geta haft mikil áhrif á hag K. F. S. í framtíðinni. Um afskipti Kristjáns Sigurðs- sonar, gjörðarbeiðanda, af kaup- um þessum, er það eitt upplýst, að hann samþykkti tillöguna 8. október 1944 um að gerð yrði tilraun til að festa kaup á sölt- unarsts2 og kaupverð „miðað við 200—250 þúsund króna há- marksverð á stöðvum db. Ing- vars Guðjónssonar eða O. Tyn- es“. Hvort hann hefir viljað, að stjórnin gengi endanlega frá kaupi>num, a. m. k. fyrir svona hátt verð, án þess að leggja málið áður fyrir almennan fé- lagsfund eða fulltrúafund, er ekki unnt að ráða af gögnum málsins. Um 4. Sem dæmi um menn, er gengið hafi úr þjónustu K. F. S. vegna framkomu stjórnar- innar, hafa gjörðarbeiðendur einkum nefnt þá Árna Jóhanns- son, bókara og Björn Dúason, deilda.rstjóra. Ekki hefir um- sagnar þeirra verið leitað um þetta atriði og því ekki unnt neitt um það að segja. Um 5. Ekki hafa greinar þær um K. F. S., er birtust í Neista og Ólafur H. Guðmundsson var rekinn úr félaginu fyrir, verið lagðar fram í málinu. Verður þannig ekki séð, hversu réttlæt- anlegur brottrekstur hans hefir verið. En hins vegar taldi yfir- gnæfandi meirihluti aðalfund- arfulltrúanna 1945 brottrekstur Ólafs ofbeldisráðstöfun eina af hálfu meirihluta stjórnarinnar og ógilti hann með 43 atkvæð- um gegn 15. Um 6. Af gögnum málsins þyk- ir sýnt, að rekstursútkoman hjá K. F. S. árið 1944 sé mjög léleg og að rétt muni vera hjá gjörð- arbeiðendum, að hún sé í raun réttri verri en reikningar fé- lagsins sýna, þar eð minna hefir verið afskrifað af vöru- birgðum en varlegt má telja. Virðist svo af gögnum málsins, sem reksturshalli hefði orðið á árjnu, hefði afskriftin verið eðlilega há. Á vörurýrnuninni hefir engin skýring fengizt. Bendir þetta hvorttyeggja til þess, að hagsmuna K. F. S. hafi ekki verið gætt sem skyldi, hverju eða hverjum, sem um er að kenna. Um 7. Þegar tillaga Kristjáns Sigurðssonar, gjörðarbeiðanda, varðandi trúnaðarmannaval kom fram á aðalfundinum 1944 undir 7. dagskrárlið: kosningar, neitaði félagsformaður, sem var fundarstjóri aðalfundarins, að bera hana upp undir þeim dag skrárlið og neitaði einnig Hall dóri Kristinssyni, gjörðarbeið- anda, að ræða hana. Vísaði hann tillögunni undir 8. dagskrárlið: önnur mál. Ekki verður séð, að Kristján hafi tekið tillögu sína aftur og verður því að aétla, að hún hafi legið fyrir, þegar kom áð 8. dagskrárlið, endá flutti ISsistján sjálfur ásamt Halldóri Kristinssyni tillögu undir þeim dagskrárlið, er í síðari hluta sínum fór fram á, að tillaga sú er Kristján flutti undir 7. dag- skrárlið og fundarstjóri hafði þá bannað að ræða og vísað til 8. dagskrárliðs, yrði tekin til umræðu. Þá tillögu neitaði fundárstjöri að bera upp og gaf fundinum heldur ekki kost á að ræða tillögu Kristjáns, sem hann þó hafði vísað til 8. dag- skrárliðs. Þessi meðferð fundar- stjóra á tillögum þessum virð- ist ekki verða skilin á annan hátt en þann, að hann hafi vilj að komast hjá að láta ræða til lögu Kristjáns og geta má þess hér, að engin þau ákvæði sýnast ver^ í samþykktum eða fundar- sköpum K. F. S., er gætu valdið því, að óheimilt hefði verið að ræða hana og virðist því eðli legast, að hún hefði verið rædd undir 7. lið dagskrárinnar. 69. blað Þau atriði önnur, er gjörðar- beiðendur ásaka formann um undir þessum lið, þ. e. að hann hafi talið atkvæði einn, neitað að skipa teljara, neitað að taka til greina athugasemdir um tillögur, neitað að taka ný mál á dagskrá og loks slitið fundi, j áður en fundargerðin væri lesin upp, komu fram á aðalfundin- í fyrra í mótmælum, er þau frú Guðrún Björnsdóttir og Trausti Reykdal létu bóka eftir sér, þegar fundinum hefði verið slitið. Svaraði formaður þeim, einnig með bókun í fundargerð- arbókina. Eru svör formanns ekki skýr, og mótmælum þeirra frú Guðrúnar og Trausta ekki gerð þau skil sem skyldi. Kveðst formaður hafa skipað tvo tamingamenn, þegar þess hafi veríð óskað af íulltrúum og ágreiningur hafi veriö um at- kvæðatalningu. Ásökuninni um að hafa neitað að taka til greina athugasemdir um tn.ögur svai' ar formaður ekk'. og ásökunun um um að hafa neitað að taka ný mál á dagskrá og að hafa slitið fundi áður en fundargerð- in væri lesin, svarar fbrmaður orðrétt á þessa leið: „Fundarstjóri sleit fundi þeg- ar öll mál voru afgreidd, sem fyrir lágu, en bað jafnframt fulltrúa að bíða meðan ritari læsi fundargerðina. Þar sem svo virðist, sem nokkrir van- stiltir fundarmenn ætluðu sér og gerðu tilraun til að lspilla fundarfriði, var ekki hægt að viðhafa önnur fundarsköp, elnnvg í fullu samræmi við framkomu einstakra fundar- manna“. Ekki verður af þessu svari ráðið með vissu, hvort formað- ur hefir leyft að taka ný mál á dagskrá, eða hvort fundargerð hefir verið lesin ppp X fundar- lok, en helzt virðist þó sem svo hafi ekki verið. Hvort K. F. S. hefir lagt fé til h/f. Gilslaugar eftir aðalfund- inn 1944 verður ekki séð af gögnum málsins. — Ekki verður annað séð af því, sem fram hef- ir komið í málinu, en að stjórn- in hafi vanrækt að sjá um fram- kvæmd þeirrar ályktunar aðal- fundarins 1944, að samþykktir félagsins yrðu teknar til athug- unar í deildum þess nægilega snemma til þess að hugsanlegar breytingartillögur gætu legið fyrir aðalfundinum 1945. Fyrir- spurnarbréf það, sem gjörðar- þolar nefna í svari sínu, varðar ekki á neinn hátt samþykkta breytingar og var heldur ekki sent deildunum, heldur félags- mönnum almennt. Bréf þetta- sýnist hins vegar hafa verið sent samkvæmt annari ályktun að alfundarins, er var um það, að félagsmönnum skyldu tvisvar á ári sendir athugasemdamiðar, er þeir gætu skrifað á, það sem þeim virtist miður fara í félag- inu. Um 8. Samkomulag nefndra stjórnmálafélaga, er greinir í þessum lið, virðist aðallega hafa verið um, að menn þeir, er fé- lögunum fyigdu og væru félags menn í K. F. S., skyldu standá saman um kosningar á trúna?5- armönnum kaupfélagsins, en frá efni samningsins hefir ekki verið skýrt að öðru leyti. Er ekki ólíklegt, eftir því, sem fyrir liggur, að stjórnarmeirihlutinn hafi staðið að uppsöpi samn- ingsins, enda skýrði formaður svo frá í ræðu, er hann hélt, þegar mál þetta var munnlega flutt, að hann hefði verið and vígur þessu samkomulagi og unnið gegn því. Af þeim atburð um, sem gerzt hafa innan K'. F. S. síðan samkomulagi þessu var sagt upp, virðist auðsætt, að uppsögn þess hafi haft þau á hrif að auka togstreituna innan Samband ísl. smnvinnufélatia. SAMVINNUMENN! Fræðslu- og félagsmáladeildin hefir til sölu eftir- talin rit um samvinnumál: I. „íslenzk samvinnufél. hundrað ára‘L II. „Samvinnan á ísland og íslenzkir samvinnu- menn“. III. Samvipnuþættir I. IV. Hagfræði. Ritin eru öll ódýr. Kaupið þau og fræðist um hreyfinguna innanlands og utan. Skinnaverksmidjan Iðunn framleiðir StTUÐ SKKVN OG LEÐUR ennfremnr / hina landskmmn I ðunnarskó Kunngjöring Fra og med 9. september 1945 er pengesedler udstedt av Norges Eank opphört á være lovlig betalingsmiddel og betaling med og overdragelse av disse sedler er forbudt. Innlevering má skje til norsk Legasjon eller Generalkonsulat innen 6. oktober 1945 led- saget av underskrevet erklæring om nár og pá hvilken máte sedl- erne er erhvervet. Bankers sedlersbeholdning innsendes gjennom vedkommende lands sentralbank. Innskudd og andre tilgodehav- ender í norske banker pr. 9. sept. 1945 má meldes til registrering í vedkommende bank. Bankers innskudd er frifatt for registrer- mgplikt. Alle ihendehaveribligasjoner, partialobligasjoner og statsveksler betalbare í norske kroner skal meldes til registering i norsk bank eller norsk autorisert fondsmegler. Alle aksjer og andre dokumenter for rettigheter i norske selskaper skal meldes t'il registering hos vedkommende selskap. Norske statsborgere skal ogsá melde uterlandske verdipapirer til registreringsdirektoratet, Oslo. Registreringspliktige bankinnskudd og verdipapirer som ikke er meldt til registrering innen 15. november 1945 tilfaller den norske stat. Melding til registrering má inneholde opplysn- mg om eierens fjjlle navn og adresse, hvilken kommune han er skattepliktig til, bankkontoens nummer og navn, for verdipapir- ers vedkommende fullstendig spesifikasjon av disse, herunder nummer. Eierens identitet má være bekreftet av norsk konsul eller av bank. Skattepliktige til Norge og norske statsborgere er videre plitétig til á inngi oppgave pá anordnet skjema over sin íormue pr. 9. september 1945 innen 30. november 1945. Nærmere opplysninger fáes pá de norske konsulater. Den Kgl. norske Legasjon i Reykjavík, den 10. September 1945. Tvær stúlkur vantar að Kleppjárnsreykjahæli frá 15. september eða 1. október næstkomandi. Upplýsingar hjá for- stöðukonunni og í skrifstofu ríkisspítalanna, sfmi 1765. félagsins og hún þannig, a. m. k. að því leyti, orðið því til ó- þurftar". Síðan segir: „Allt það, sem nú hefir verið skýrt frá, hafa aðiljar, og þá sérstaklega gjörðarbeiðendur, talið nauðsynl'egt að kæmi fram í málinu til skýringar þeim at- vikum, er nú verður farið að lýsa. Og með því að fógetarétt- urinn gat fallizt á að svo væri, þá hefir framangreind forsaga málsins verið rakin hér allýtar- lega“. Verður hermt frá næsta þætti málsins í Tímanum áður en langt um líður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.