Tíminn - 18.09.1945, Qupperneq 1

Tíminn - 18.09.1945, Qupperneq 1
0 HZTSTJÓBZ: m ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÓTOEFPANDI: FRAMSÓE3UARPLOKEURINN Simar 2353 Og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. EDÐUHÓSI. UxuðusMl 9 A. Simar 2363 Gg 4373. APGREISSLA, INNHtSDEMírA OG AUGLÝSrNGASKRIFSTOFA: EDDUHÓSI, Lindargðtu 8A. Simi 2323. 29. árg. Reykjavík, þriSjudagíim 18. sept. 1945 70. blað Samnmgarnir milli íslendinga og Dana Eysteiun Jonsson segir fréttir frá Daiunörku. íslenzka samninganefndin, sem fór til Danmerkur, kom til Reykjavíkur í fyrrakvöld frá Svíþjóð. íslenzku nefndarm^nnr irnir eru, auk Jakobs Möller sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn, Eysteinn Jónsson alþm., Stefán Jóh. Stefánsson alþm. og Kristinn Andrésson alþm. Ráðunautur íslenzku nefndarinnar er Dr. phil. Ólafur Lárusson. Dönsku nefndarmennirnir eru: Mohr fyrrv. forstjóri utanríkisráðuneytisins danska, á styrjaldarárun- um var hann sendiherra Dana í Berlín, Dr. phil. E. I. Arup prófessor, Halfdan Hendriksen fyrrv. ráðherra. Kr. Bording fyrrv. ráðherra og Svenning Rytter fyrrv. ráðherra. Ráðunautar dönsku nefndarmannanna voru: Andreas Möller skrifstofustj. í ráðu- neyti forsætisráðherra, Fr. le Sage de Fontenay sendiherra Dana í Reykjavík og Dr. jur. Aage Gregersen fulltrúi í utanríkis- málaráðuneytinu. Nefndirnar héldu nokkra við- — Hvaða mál voru aðallega ræðufundi !í Kaupmannahöfn, rædd við þessar undirbúnings- en síðan verður samningunum viðræður, og hvernig stóðu sak- haldið áfram hér í Reykjavík, ir, þegar þið fóruð heim? væntanlega á þessu ári. ís- j lenzku nefndarmennirnir fóru báðar ferðir flugleiðis og gekk ferðalagið að óskum. Flogið var með amerískum flugvélum og tók ferðin héðan til Stokkhólms 6% kl., en ferðin frá Stokk- hólmi til Keflavíkur rúmar 7 klst. — Þar sem marga ímun fýsa að frétta af ferðum nefnd- arinnar hefir tíðindamaður blaðsins átt viðtal við Éystein Jónsson alþm. og spurt hann um samningana og ástandið í Dan- mörk yfirleitt. — Hvað er að frétta af samn- ingunum? — Þær viðræður, er fóru fram í Kaupmannahöfn, voru aðeins undirbúningsviðræður, enda var svo til ætiazt, þegar við fórum. Við umræðurnar var skipzt á skoðunum um málin og verða þau nú athuguð nánar heima fyrir í báðum löndunum og þannig undirbúið framhald samninganna, sem fara mun fram í Reykjavík. Ekki hefir enn verið ákveðið, hvenær danska nefndin kemur hingað, én fullvíst er, að það getur ekki orðið fyrr en nokkru eftir kosn- ingar þær, er fara fram í Dan- mörk um mánaðamótin okt. og nóv. / „Gerfifiilltrúarnir“ fremja fyrsta ranglætis- verkið í verðlagsmálum landbúnaðarins Mjólkurverðið til bænda ákveðið rúmum 12 aurum lægra en sexmannanefndarverðið Það hefir nú sannazt, sem haldið var fram hér í blaðinu, að tilgangur ríkisstjórnarinnar með skipun búnaðarráðs og nýrrar verðlagsnefndar, var að nota „gerfifulltrúa“ úr bændastéttinni til að skerða hagsmuni hennar og lífskjör. Hin nýja verðlags- nefnd, hefir nú ákveðið mjólkurverðið og gerir hún ráð fyrir að bændur fái kr. 1.35 aura fyrir lítrann eða rúmum 12 aurum minna en þeir eiga að fá samkvæmt sexmannanefndar-álitinu. Kjötverðið hefir nefndin ekki ákveðið enn, en búizt er við, að ákvörðun hennar um það verði sízt hagstæðari bændum en mjólkurverðið. j ' Með þessari ákvörðun um mjólkurverðið hefir bændum verið sýndur hinn fyllsti óréttur og ósanngirni, þar sem með þessu er raunverulega ákveðið, að kjör þeirra skuli vera lakari en kjör annarra stétta* Ef bændur vilja ekki skapa þá hefð að vera undir- lægjur annarra stétta, verða þeir að rísa upp til öflugra mótmæla og láta samtök sín sýna, að þau geta beitt þýðingarmiklu valdi engu síður en verkalýðssamtökin. Eysteinn Jónsson. — Rætt var um framhald jafnréttisákvæða fyrir þá ís- lendinga, er búsettir eru nú í Danmörk, og þá Dani, er nú eru búsettir hér. Þá var einnig rætt um fiskveiðar Færeyinga við ís- land, og í því sambandi um fiskveiðar við Grænland. Hand- ritamálið var einnig rætt. Ann- ars verður ríkisstjórninni og ut- anríkismálanefnd gefin skýrsla um viðræðurnar og það helzta, sem gerðist. En ekki býst ég við (Framhald á 8. siðu) Sexmaimanefnclar- verðið. i Fyrir nokkru síðan var lokið útreikningi á landbúnaðarvísi- tölunni, sem byggð er á sex- mannanefndar álitinu, og sýn- ir hann, að vísitalan hefir fíækkað á, seinasta vísitöluári um 9,7 stig, en var fyrir 109,4 stig. Alls er hún því qrðin 119.1 stig. Þessi nýja hækkun, 9,7 stig, er afleiðing þeirra kauphækk- ana, er orðið hafa fyrir atbeina núverandi ríkisstjórnar, og er hér ný sönnun þess, að binding afurðaverðsins eins er ekki nein trygging fyrir stöðvun dýrtíðar- innar, eins og ýmsir hafa haldið fram. Afurðaverðið hefir nú verið bundið og óbreytt í tvö ár, en samt hefir kaupgjaldið hækk- að svo stórlega, að framleiðslu- kostnaður landbúnaðarins hefir hækkað um 19.1% á sama tíma, ef miðað er við, að bændur fái svipaðar tekjur og aðrar hlið- stæðar stéttir. Samkvæmt áðurgreindum út- j reikningi landbúnaðarvísitöl- ! unnar, eiga bændur að fá á I næsta verðlagsári kr. 1.47y2 Nýtt hneykslismál í utanríkismálum: Tveir ráðherrar lýsa utanríkis- málaráðherrann ósannindamann Þjóðin hefir fengið enn alvarlega áminningu um það, hvers konar forustu hún hefir valið sér í utanríkismálunum. í tilefni af ádeilum þeim, sem Stefán Jóhann Stefánsson hefir orðið fyrir í sambandi við Svíþjóðarsamninginn, hefir utanríkisráðherra ætlað að koma sér í mjúkinn við Alþýðuflokkinn með því að taka ábyrgðina á alla ríkisstjórnina. í opinberri -tilkynningu, sem hann birti í blöðunum 13. þ. m., segir hann að stjórnin hafi verið búin að sjá allann samninginn og kynna sér "efni hans áður en hann var undirritaður. Næsta dag birtu svo ráðherrar Sósíalistaflokksins aðra tilkynningu, að aðeins hefði legið fyrir stjórninni útdráttur úr samningnum, sem ekki hafi verið hægt að áttá sig á til fulls. Utanríkisráðherra hefir engu svarað þessu og þannig játað á sig, að hann hafi farið með ósatt mál. Mun það algert einsdæmi, að utanríkismálaráðherra skuli þannig fara með ósannindi í opinberri tilkynningu um milliríkjasamninga. Hlýtur það að liggja í augum uppi, hve líkleg slík framkoma^ er til að vinna íslenzku utanríkismálaþjónustunni álit meðal út- lendinga. í opinberri tilkynningu um Svíþjóðarsamninginn, sem utan- ríkismálaráðherra birti í blöð- unum 13. þ. m., segir m. a.: „Þegar umboðsmenn ríkis- Stjórnarinnar undirrituðu þennan samning, höfðu þeir til þess fullt umboð frá ríkis- stjórninni. Samninganefndin hafði þá símað ríkisstjórninni allan samninginn, og hafði ríkisstjórnin að sjálfsögðu kynnt sér efni hans til hlýt- ar.“ v Þá segir ennfremur, að enginn iygreiningur hafi orðið innan stjórnarinnar um samninginn annar en sá, að ráðherra Sósííal- istaflokksins hafi viljað fá 50 þús. fleiri tómar síldartunnur. Næsta dag sendu svo ráðherr- ar Sósíalistaflokksins út aðra tilkynningu, sem var birt í Þjóð- viljanum, og segir þar m. a. á þessa leið: „í skeytum þeim, sem fyrir lágu frá Svíþjóð áður en samninganefndinni var gef- iii heimild til að undirrita samninginn var aðeins skýrt frá því, sem talið var máli skipta í efni hans, en ekki orðalagi samningsfns eða fylgiskjalanna. Það er til dæmis fyrst eftir að samn- inganefndjn kom heim frá Svíþjóð með samninginn und- irskrifaðan, að hægt er að átta sig á því, að innflutning- leyfi á sænskum vörum til íslands eru ekki bundin nein- (Framhald á 8. síðu) fyrir mjólkurlítra og kr. 8.62 fyrir kjötkg. Þetta verð hefði átt að gilda frá 15. þ. m. Dýrtíðarbyrðum velt yfir á liændur. Samkvæmt ákvörðun þeirri um mjólkurverðið, sem verðlags- nefnd ríkiss^tj órnarinnar birti á ' láugardaginn, verður útsöluverð mjólkurinnar fyrst um sinn kr. 1.82 aurar lítrinn, og er ætlazt til, að bændur fái af því í sinn hlut kr. 1.35. Það er 12 y2 eyri minna en bændur eiga að fá frá 15. þ. m. samkvæmt sexmanna- nefndar-álitinu. Það lætur nærri, að bændur séu með þessu sviptir þeirri hækkun á landbúnaðarvísitöl- unni, er orðið hefir af völdum þeirra kauphækkana, sem ríkis- stjórnin hefir beizt fyrir sein- stu mánuðina. Raunverulega er hér um það að ræða, að byrðunum af dýrtíðarstefnu og kauphækkunum stjórnarinnar er velt yfir á bændur með þvi að halda niðri hlut þeirra. Hversu ranglátt þetta er gagn- vart bændum, má bezt marka á því, að sexmannanefndar-álitið er miðað við það 'eitt .að tryggja þeim sömu tekjur og hlið- stæðum stéttum. Með því að láta þá ekki fá fullt sexmannanefnd- ar-verðið, er beinlínis verið að skapa þeim verri afkomu en öðrum stéttum til viðbótar lengri vinnutíma og meira erf- iði. Þetta ranglæti gegn bænda- stéttinni verður enn svívirði- legra, þegar þess er gætt, að bændastéttin gerði verulegá til- slökun á síðastl. ári, ef verða mætti, að það gæti orðið öðrum stéttum til fyrirmyndar. Þessa tilslökun gerði bændastéttin þó með því beina skilyrði, að hún gilti aðeins til eins árs og yrði ekki endurtekin. Að því skilyrði hennar var gengið af Alþingi og ríkisstjórn og þess vegna bætast hér bein svik við bændastéttina ofan á ranglætið. Áhrif bændasamtak- aiina. ' \ Þótt hér sé\ visshlega langt gengið í ranglætinu við bændur, er það þó víst, að gengið er mun skemmra en ráðgert var af rík- isstjórninni. Ætlunin var áreið- anlega sú, að láta bændur ekki fá neina hækkun frá því, sem Í.ú er, og j^afnvel lækka verðið il þeirra. Það má fyrst Qg fremst þakka hinum nýju stéttasamtökum bænda, að ekki var þó lengra gengið. Bænda- -samtökin hafa veitt „gerfifull- trúunum" í búnaðarráði og (Framhald á 8. síðu) „Slíkt gerræði myndu verka- lýðssamtökin ekki þola” Forseti Alfiýðusambaiids Vestfjarða seg'ir álit sitt á búnaðarráðslögunum. í blaðinu Skutli birtist 7. þ. m. grein um búnaðarráðslögin eftir ritstjóra blaðsins, Hannibal Valdimarsson, sém jafn- framt er forseti Alþýðusambands Vestfjarða. Greinin nefnist: Dulbúið einræði, og þykir Tímanum vel hlýða að birta hana hér í heilu lagi, þar sem hún sýnir vel, hvernig frjálshuga og sannsýnir verkalýðsleiðtogar lita á þessi mál: „Ritstjóri Skutuls var nýlega á fegð inni í Djúpi. Þar var mikið rætt um hinar nýju aðgerðir landbúnaðarráðherra við- víkjandi verðlagningu landbúnaðarafurðanna, og væri synd að segja, að ánægja væri ríkjandi út af þeim aðgerðum. Bændur í öllum flokkum eru hinir reiðustu yfir þeirri lítils- virðingu, sem stétt þeirra, Búnaðarfélagi íslands og búnaðar- þingi er sýnt með því að fela ekki stéttinni eða samtökum hennar að velja sér menn í búnaðarráð og verðlagsnefnd landbúnaðarafurða. Bændur spurðu mig unnvörpum, hvað verkamenn og sam- tök þeirra mundu hafa sagt við því, ef ríkisstjórn tæki í sínar hendur ákvörðun kaupgjaldsins, gengi fram hjá verkalýðs- félögunum og Alþýðusambandi íslands, en veldi sjálf 25 í- haldsmenn og kommúnista til þess að kveða upp sér þóknan- legan Salómonsdóm í kaupgjaldsmálunum. Varð ég að játa, að slíkt gerræði myndu verkalýðssamtökin ekki þola. Þau myndu halda fast við sjálfsákvörðunarrétt sinn á samningagrundvellinum við atvinnurekendur, og einkis láta ófreistað til þess að ná honum aftur í sínar hendur. . .Því verður aldrei neitað, að í stórfyrirsögnum sumra stjórn- málablaðanna um, að nú séu verðlagsmáL landbúnaðarins fengin framleiðendum í hendur, eru bornar fram grófar og áberandi blekkingar. Verðlagsmál landbúnaðarins haíji nú algerlega verið tekin ÚR HÖNDUM BÆNDASTÉTTARINNAR ög öll drengin undir valdsvið landbúnaðarráðherra. Hann einn velur búnaðarráðið eftir sínu höfði, og þar finn- ast nú einir þrír menn, sem ekki eru annaðhvort íhaldsmenn eða kommúnistar. En síðan síar hann aftur enn smærra og út- velur verðlagsnefndina úr hópi hinna 25 útvöldu. Þá velur liann í þriðja lagi formann verðlagsnefndar, til þess að stjórna þessum tvísíuðu þægðarkindum. Þannig voru þingmenn Hitlers valdir til þess að tryggt væri að þeir segðu ekkert nema já og amen. Og þannig voru valdir forráðamenn verkalýðssamtakanna í þriðja ríkinu. Þá hafa kunnugir líka fullyrt, að þetta skipulag líki kommúnistum vel, því að líkar fyrirmyndir séu alkunnar austur í Rússlandi. En íslenzk alþýða, bæði í bæpda- og verkalýðsstétt, vill heimta sinn sjálfsákvörðunarrétt óskertan. — Ekkert grímu- búið einræði getur hún sætt sig við. Og í þessu máli mun bændastéttin krefjast þess að fá að velja sína trúnaðarmenn sjálf, enda fyllilega til þess fær engu síður en aðrar stéttir þjóðfélagsins.“ , Þannig lítur forustumaður vestfirzku verkalýðsfélaganna á búnaðarráðslögin. Þau eru dulbúið einræði, segir hann. Slíkt gerræði myndu verkalýðssamtökin ekki þoia, segir hann. Ætla bæridur þá að þola þau? Einstök björgun Síðastliðinn .miðvikudag var Páll Gíslason, bóndi á Aðalbóli, á ferð yfir Jökulsá, á Dal. Féll hann í ána, þar sem hún rennur í streng, en tókst þó að bjarga sér úr ánni. Páll var að fara yfir ána í kláf, sem er fyrir neðan bæinn Brú. Slitnaði annar strengur- inn, sem kláfurinn rennur eftir og féll Páll í ána. Áin rennur þarna í þrengslum með miklu straumkasti, en þó tókst Páli að komast á land og er það óvenju- lega hraustlega gert. r prófessor A ríkisráðsfundi 13. þ. m. veiti forseti íslands dr. Ágústi H. Bjarnasýni lausn frá prófessors- embætti í heimspeki við Háskóla íslands, og veitti dr. Símoni Jóh. Ágústssyni prófessorsembætti í heimspeki við Háskóla íslands. Grindhvalarekstur við Gufunes Síðastl. sunnudag voru reknir á land við Gufunes 46—48 grindahválir. Tveir erlendir menn, sem voru á veiðum úti á Sundum, rákust á þessa grindhvalatorfu og tókst þeim með aðstoð bónd- ans í Gufunesi, Þorgeirs Jóns- sonar, að reka torfuna á land. Þeir stærstu af þessum hvöl- um eru 5—6 metra langir, en þeir minnstu 1—2 metra. Skömmtun afnumin Skömmtun, sem verið hefir A bílaslöngum, gúmmíbörðum blla og gúmmístígvélum hefir nú verið afnumin hér á landi. Auglýsti fjármálaráðuneytið nýlega, að reglugerðir, sem gefn- ar voru út um þessa skömmtun hafi verið úr gildi numdar. i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.