Tíminn - 18.09.1945, Page 7

Tíminn - 18.09.1945, Page 7
70. Mað Tiflimrc, 18. scpt. 1945 Þér eyðið þriðja hluta ævinnar í rúminu Þrifið fólk lætur þvo sængur- og koddaver viku til hálfs- mánaðarlega. Þetta þykir sjálfsögð heilbrigðisráðstöf- un. En hafið þér athugað hvort í sængurfatnaði yðar sé hreint fiður eða dúnn. Sennilega ekki. Innan í hin- um hreinu sængurverum getur falizt aragrúi sýkla, ^samt ýmis konar öðrum óþrifnaði, því að hér á landi hefir ekki tíðkast að að gerilsneyða og eimhreinsa fiður og dún áður en það er látið í sængurverin. Víða erlend- is er sú heilbrigðisráðstöfun talin sjálfsögð, auk þess sem sængurfötin verða bæði léttari og hlýrri og endast betur. Gömlu sýktn sængnrnar sælt er mi aö hafa í standi, reynslan gef ur réttast svar ryk og sýklar deyja |iar, aldrei finna fiður var u fáanlegt á voru landi. * Þannig kvað skáldið eftir að við höfðum hreinsað sæng- urföt þess. Breinsum dafilega fiður og dún. Allt unnið í fióðum vélum. Sendum heim samdœnurs. Ffðurhrelnsun K R O N Aðalstræti 9 B. Sími 4520. Skátaskólinn að Úlfljótsvatni Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hél,t Bandalag íslenzkra skáta, B.Í.S., annan foringjaskóla sinn að Úlfljóts- vatni 1.—9. september síðastl. Nemendur voru um 60 skátar frá 14 stöðum, þ. e. a. s. Vest- mannaeyjum, Eyrarbakka, Sel- fossi, Stokkseyri, Grindavik, Keflavík, Hafnarfirði, Reykja- vík, Akranesi, Borgarnesi, Pat- reksfirði, Þingeyri, Hólmavík og Akureyri. Auk þess munu kenn- arar og starfsmenn hafa numið allt að tveim tugum, svo að alls hafi dvalargestir verið um 80 þessa dagana að Úlfljótsvatni. Skólanum var skipt í tvær deildir og hafði Páll Gíslason yfirstjórnina á hendi. Önnur deildin var algerlega helguð verkefnum sveitarforingja, skyldum þeirra og framkvæmd- um yfirleitt. Var þar t. d. kennt hvernig haga mætti stofnun skátafélaga, skipulagi og starfi sveitarfunda, sveitarútilegum og sveitarútiæf ingum, sveitargöngu- ferðum og sveitargönguæfing- um.Auk þess.hvernig þægilegast þykir ^.ð skipuleggja heildar- starf einnar skátasveitar, bæði yfir sumartímann og stjórna varðeldum ásamt öðrum skemmtunum skátanna. Fengu nemendur verklega æfingu í þeim atriðum í skólanum. Hin deildin var ætluð flokks- foringjum, en starfsemi hennar var fólgin í því að benda, skát- unum á, hvernig þeir gætu kennt almennu skátaprófin, svo að fundarhöldin væru sem fjöl- þættust og lífrænust. Var hverju prófi helgaðir tveir dagar í senn til bóklegrar og verklegrar kennslu á víðavangi. Fyrrnefndu deildinni stjórnaði Hallgrímur Sigurðsson en hinni siðari Hjör- leifur Sigurðsson. Aðrir kenn- arar og starfsmenn á staðnum allan tímann voru þau Helgi S. Jónsson/ Brynja Hlíðar, Auður Stefánsdóttir og feoffía Stefáns- dóttir. Sá Helgi um alla kennslu í skipulagningu og stjórn verð- eldanna yfirleitt, en flutti auk þess fjölda erinda í báðum deild- um. Úngfrúrnar önnuðust hins vegar allt það sem sérstaklega snerti kvenskátana. Hver einstakur kennsludagur foringjaskólans hafði sitt „motto“ eða einkunnarorð (þ. e. a. s. eina grein skátalaganna) og komu þá ýmsir eldri skátar aust- ur til þess að halda erindi í sambandi við þau. Þannig tal- aði t. d. Jón Oddgeir Jóns- son fulltrúi Slysavarnafélagsins um greinina „skáti er þarfur öllum og hjálpsamur", Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi: „skáti er hlýðinn", Frank Michelssen: „skáti segir ávallt satt og geng- ur aldrei á bak orða sinna“, og Guðm. Ófeigsson? „skáti er sparsamur", svo nokkrir séu nefndir. Loks má geta þess, að nem- endur foringjaskólans voru mjög sundurleitur hópur að aldri og árum, eða allt frá 12 ára börn- um til manna á fimmtugs aldri, Á hinn bóginn sýnir þessi mis- munandi aldur og hin háa tala þátttakenda greinilega þann skilning og þær vinsældir, sem skátahreýfingin á nú að fagna hjá mörgum landsbúum. H. vang l (FramhalcL af 2. síöu) hér áður fyrr, ef formaður gjaldeyrisnefndar hefði jafn- framt verið framkvæmdastjóri einhvers heildsölufyrirtækis. En vitanlega er það jafn \mikið hneyksli nú. Viðskiptalegt vel- sæmi krefst þess, að Jóhann Jósefsson láti af störfum í Ný- byggingarráði“. Búnaðarráðsmennirnir, sem ekki mættu. Mbl. lýsti því nýlega, að það væri ósatt hjá Tímanum, að búnaðarráðsmennirnir, sem ekki mættu á fundum ráðsins á dög- unum, væru andvígir aðferðinni við skipun ráðsins. Einn af þess- um mönnum var Gísli Helgason í Skógargerði. Hann mætti á fulltrúafundi búnaðarfélaganna í Norður Múlasýslu og var þar einn þeirra, sem greiddi atkvæði með iribtmælunum gegn setn- ingu búnaðarráðslaganna. Að- staða hinna búnaðarráðsmann- anna, sem ekki mættu, mun hin sama, þótt hún hafi ekki komið opinberlega fram á fundum, svo kunnugt sé. Hefir Mbl. hér ekki breytt þeim vana sínum, að segja það ósatt, sem er satt. Erlent yfiríit (Framhald af 2. síðu) samasti jarðvegur í heimi, en aðeins lítill hluti hins ræktan- lega lands er hagnýttur. Þar eru víðáttumiklir skógar og mun því auðvelt að márgfalda timbur- framleiðsluna. Þar eru miklar kolanámur og járnnámur,, sem enn eru þó lítt hagnýttar. Þar er einnig silfur og magnesit í stórum stíl og margir aðrir góð- málmar. Vegna auðlegðar sinnar getur Mansjúría átt glæsilega framtíð, En auðlegðin getur líka orðið henni fjötur um fót, þvi að hún eykur ágirnd landvinninga' sjúkra nágranna. FYLGIST MEÐ Útvegið sem flestir ykka'r einn ^skrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Þið, sem 1 dreifbýlinu búlð, hvort heldur er við sjó eða 1 sveit! Minnist þess, að Tíminn er ykkar málgagn og málsvari. Sýnið kunningjum ykkar blaðið og grennslizt eftir þvi, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur. Utanáskrlft: Tíminn, Lindar- götu 9 A, Reykjavík. Áskriftargjald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. I. Nýjar bækur frá ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU Horfin sjónarmið eftir Jamcs Hilton. Höfundur bókarinnar, James Hilton, er einn af fremstu nú- lifandi skáldsagnahöfundum Breta. Hann er stórgáfaður menntamaður, hefir fengizt við ýmiss störf og meðal ann- ars verið blaðamaður um 10 ára skeið. Á síðari árum hefir hann sent frá sér fjölda skáldsagna, sem náð hafa óvenju- mikilli útbreiðslu. „Horfin sjónarmið", sem á írummálinu heitir Lost Hori- zon, er frægust bóka hans og talin með því bezta, er hann hefir ritað. Hún kom fyrst út árið 1933, og hlaut þá Hawt- horndon-bókmenntaverðlaunin. Fyrir nokkrum árum var sagan kvikmynduð og vakti myndin geysimikla athygli um allan heim. Sagan gerist í Tibet, í klaustrinu Shangri-La. En Shan- gri-La er síðan á hvers manns vörum. Horfin sjónarmið er á- gæt bók, skemmtilega * skrifuð, dulræn ■ og seið- andi. Frásögnin gripur hugann föstum tökum, og lesendur leggja ógjarna frá sér bókina fyrri en þeir hafa lokið lestri hennar. Þýðingin er eftir Sigurð Björgúlfsson. Blessuð sértu sveitin mín Ný ljóðabók, eftir Sigurð Jónsson frá Arnarvatni. Bókin hefst á hinu gull- fallega kvæði Sigurðar: Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin. Öll önnur kvæði í bókinni eru ný, það er að segja voru ekki 1 fyrri bók hans. Landafræði og Dýrafræði Hinar vinsælu kennslubækur Bjarna Sæmundssonar eru nú komnar aftur I bókaverzlanir. Meðal Indíána eftir ^Falk Ytter. Hjartarfótur Indíánasaga, eftir Edward S. Ellis. Dragonwyck eftir Anya Seton. Svart vesti við kjólinn Smásögur eftir Sigurð B. Gröndal. Fálkinn I janúar 1940 , segir um Sig. B. Gröndal: „Hann er frumlegt skáld, sem virðist hafa fundið sjálfan sig. Hann yrkir fagurt og fágað, einnig í óundnum ljóðum. Hann er nokkuð á- deilugjarn og óánægður með tilveruna, og sjálfsagt eru þær setningar í hinni nýju bók hans er munu hneyksla. En hann er einlægur maður og hefir trú á köllun sinni. Hvað er á bak við fjallið? Nokkrar sögur fyrir börn og unglinga, eftir Hugrúnu. Strokudrengurinn Drengjasaga frá 'Svíþjóð. Sigurður Helgason kennari þýddi. Sagan birtist í blaðinu Unga ísland á arunum 1942 og 1943. Samband sænskra kennara mælti með henni sem góðri uiiglingabók. í bókinni eru nokkrar myndir. Davíð og Díana Skáldsaga eftir Florence L. Barcley. Ástarsaga, skrifuð I kristilegum anda. Theódór Árnason þýddi. Allar þessar bæknr cru komnar 1 bókaverzlanir eða eru á leið- | inni ut um land. Bókaverzlun ísafoldar /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.