Tíminn - 25.09.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.09.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, {iriðjmlagiim 25. scpt. 1945 72. blaö Þriðjudagur 25. sept. Dýrtíðarvísitalan og koraraúnistar Eitt aðalmál kommúnista í síðustu kosningum var endur- skoðun dýrtíðarVisátölunnar. Þeir héldu því fram og færðu fyrir því talsverð rök, að hún væri fölsuð launþegunum í óhag. Margir launþegar munu hafa lagt trúnað á þetta og greitt kommúnistum atkvæði í þeirri trú, að þeir myndu beita sér fyr- ir leiðréttingu á vísitölun'ni. Alllengi eftir kosningarnar eða meðan stjórn dr. Björns Þórðarsonar sat við völd, héldu kommúnistar áfram kröfum sín- um fyrir endurskoðun vísitöl- unnar og skrifuðu margar grein- ar um fölsun hennar í blað sitt. Þess hefði því mátt vænta, þegar kommúnistar gerðust þátttakendur í ríkisstjórn, að þeir settu endurskoðun vísitöl- unnar einna efst þeirra mála, sem komið yrði í framkvæmd. En ekki var neitt minnst á end- urskoðun vísitölunnar í stjórn- arsáttmálanum fræga og ekki var neitt gert til að koma henni fram á seinasta þingi. Jafnframt brá svo við, að Þjóðviljinn hætti alveg að minnast á endurskoðun yísitölunnar og hefir nú í rúm- lega ellefu mánuði ekki hreyft því með einu orði aö endurskoð- un hennar væri nauðsynleg. Vísitöliisögunni af kommiin- istum er þó ekki þar með lokið. í stað endurskoðunarinnar og leiðréttingarinnar, sem launþeg- arnir væntu sér af stjórnarþátt- tökunni, komu stjórnarráðstaf- anir sem stefndu í þveröfuga átt. Fyrst kom sú ákvörðun, að amer- íska smjörið skyldi tekið inn í vísitöluna og hún lækkuð þannig, þótt umrædd vara væri af svo skornum skammti, að hún fullnægði aðeins ■ litlu af eftirspurn neytenda. Næst komu lög um það, að sumarverð á nýju kjöti og kartöflum skyldi ekki tekið inn i vísitöluna. Þá komu lög um, að væri tvenns konar verð á einhverri vöru, skyldi lægra verðið alltaf tekið inn í visitöluna, og það án tillits til þess, hvort nóg væri til af vör- unni með lægra verðinu til að fullnægja þörfum neytenda. Loks hefir útsöluverð á mjólkur- líter verið hækkað úr kr. 1.45 í kr. 1.82 og á kjötkg. úr kr. 6.40 í kr. 10.80, án þess að nokkrar vísitölubætur fáist fyrir fyrsta hálfa mánuðinn, sem þessar ráð- stafanir gilda. Allt eru þetta stórfelldar fals- anir á vísitölunni samkvæmt málflutningi kommúnista áður en þeir fóru í ríkisstjórnina. Allt hefir þetta orðið til að skerða hlut launþega. Með lögunum um tvenns konar verðið eru lögð hin skæðustu vopn í hendur rík- isstjórnar, sem væri andvíg launastéttunum. En allt þetta hafa kommúnist- ar samþykkt og hjálpað til að gera. Geta fyrri vísitöluskrif kommúnista og verk þeirra síð- an þeir komu í ríkisstjórnina, ekki verið launþegum nokkur vísbending um, hve mikið muni vera að treysta loforðum þeirra? Öruggt ráð við „tapi” Eimskipaf élagsins Fregnin um það, að S. í. S. hafi stórlækkað timburverðið út um land með því að losa sig undan flutningaeinokun Eim- skipafélagsins, hefir vakið gíf- urlega athygli. Það hefir opnað mönnum betur augun fyrir því, hversu gífurlega Eimskipafé- lagið hefir skattlagt almenn- ing með okurfarmgjöldum sín- um á undanförnum árum, og hve mikið vöruverðið gæti lækkað, ef farmgjöldin væru látin nægja til að greiða leigu erlendu skipanna og annan beinan kostnað, en ekki bætt okurálagningu ofan á þau. Sú fregn hefir líka vakið mikla athygli, að ríkisstjórnin » ...... 0 í $ a V a n 0 i E R LE N T Y F I R LIT Landamærabreytingar í Sexmannanefndarverðið og áhættuþóknunin. Einn af stuðningsmönnum Tímans hitti nýlega einn af forvígismönnum sjómannasam- takanna og tóku þeir tal sam- an. — Þetta er Ijóta ósanngirnin hjá Tímanum, sagði sjómanna- leiðtoginn, að telja nýja afurða- verðið of lágt og heimta sex- mannanefndarverðið upp í topp. — Þið ætlið náttúrlega að. fella niður áhættuþóknunina, varð Framsóknarmanninum að orði. — Nei, aldeilis ekki, svaraði hinn og setti upp hneykslunar- svip. Fyrr ^skal verða verkfall svo mánuðum sklptir en við slökum til um einn eyri. Óþarft er að r&kja þetta sam- tal lengra. En það sýnir vel, hversu dyggilega bæjarblöðin eru búin að innræta þann hugs- unarhátt, að bændur eigi að gefa eftir, en allir aðrir eigi að halda fram 'fyllstu kröfum sínum. * Sjómenn hafa nú sýnt það enn greinilegar en kemur fram í þessu samtali, að þeir ætla ekki að sleppa áhættuþóknun- inni, er samkvæmt samningum á að falla niður 1. október næst- komandi. Þeir hafa nú lagt fram uppkast að nýjum samningi, þar sem gert er ráð fyrir að áhættu- þóknunin lækki um helming á millilandaskipunum, en grunn- kaupið hækki sem lækkuninni nemur. Á strandferðaskipunum er gert ráð fyrir, að áhættu- þóknunin haldist óbreytt, enda hefir hún verið lægri þar, en grunnkaupið hækki samt og verður' þar því um beina kaup- hækkun að ræða frá því, sem verið hefir, ef að samningsupp- kastinu verður gengið. Verði ekki gengið að þessum kröfum, mun hefjast verkfall á öllum kaupskipaflotanum og togurun- um um næstu mánaðarmót. Hér skal ekki lagður dómur á réttmæti þeirra krafa, er sjómenn gera,. En það er víst, að sjómenn á siglingaflotanum hafa ekki meiri rétt til að krefj- ast þannig raunverulega ó- breyttrar áhættuþóknunar en bændur sexmannanefndarverðs- ins, ef hlutur beggja er borinn saman við aðrar stéttir. Bændum mætti vissulega vera það lærdómsríkt, hvernig sjó- mennirnir halda á þessum kröf- um sínum. Ef bændur verða eina ■stéttin, sem ekki getur haft sam- tök til að gæta launahagsmuna sinna til jafns við aðrar stéttir, bíður þeirra ekkert annað en að búa við minni rétt og lakari kjör en aðrar stéttir þjóðfél- agsins. Því aðeins geta bændur með góðu móti slakað til, að aðrar stéttir geri slíkt hið sama og það því fremur sem eftirgjöf- in, sem þeir veittu í tilrauna- skyni í fyrra, misheppnaðist al- gerlega. „Kaldur veruleikinn." í forustugrein Mbl. á fimmtu- daginn er komizt svo að orði, að ekki megi lengur loka augun- um fyrir náuðsyn þess, að færa niður dýrtíðina. Þannig sé nú orðið ástatt, að „káldur veru- leikinn‘“ sé kominn til sögunnar og því „verði stríðsvíman að vera liðin hjá.“ Þessi „kaldi veruleiki,“ sem blaðið talar um, er ekkert ann- að en hækkanir þær á kaup- gjaldi og verðlagi, er hafa hlot- izj, af því, að ekki var hafizt handa um stöðvun í fyrrahaust, eins og Framsóknarmenn lögðu til. Vegna þess hefir framleiðslu- kostnaður landbúnaðarins hækkað um 9,7% síðan í fyrra og svipuð kostnaðaraukning hef- ir vitanlega átt sér stað hjá öðrum atvinnugreinum. „Stríðsvíman,“ sem Mbl. segir að þurfi að vera „liðin hjá,“ er engin önnur en fjármálastefn- an, sem núv. stjórn markaði sér í fyrrahaust og einbeindist að því að sinna ekki neitt neinum aðvörunum, heldur lofa nýjum „kjarabótum,“ sem líka hafa verið veittar í ríkulegum mæli. Öllu betur er ekki hægt að skuli éngu hafa sinnt tillögu verðlagsráðs um lækkun farm- gjaldanna í tvo mánuði og ráðið hafi loksins orðið að ákveða hana, án samþykkis stjórnar- innar. Lækkunin gengur þó alltof skammt, þegar miðað er við farmgjöld annars staðar og hinn stórlækkaða útgerðar- kostnað vegna stríðslokanna. Þessi framkoma ríkisstjórnar- innar á sama tíma og hún er að þrengja kjör bænda og lág- launafólks, sannar vel, að það er ekki ofmælt, að hún sé verndari milliliðaokursins. Með þessu er sagan þó ekki fullsögð. Aðalmálgagn stjórn- arinnar, Mbl., rís upp með miklu offorsi og kallar Tímann „níð- högg“ og öðrum illum nöfnum fyrir að minnast á okur Eim- skipafélagsins. Betur getur stjórnin og Sjálfstæðisflokkur- inn vissulega ekki lýst hinni ó- líku afstöðu sinni til bænda og milliliðanna en með því að láta Mbl. gerast verjanda Eimskipa- félagsokursins á sama tíma og það stimplar kröfur bænda um sexmannanefndar-verðið óbil- girni og heimtufrekju. Vörn Mbl. fyrir Eimskipafé- lagsokri er gamalkunn. Fé- lagið á að tapa á flutningun- um og fyrir því eiga að vera skriflegar sannanir! Og um- hleðslufarganið í Rvík gerir -vörurnar, sem fara út á land, ekkert dýrari. Viðkomandi tapsögum Mbl. er bezt að vísa til reikninga fé- lagsins, sem sýna, að félagið hefir haft miljóna gróða á undanförnum árum, og eitt árið (1943) var þessi gróði t. d. svo mikill, að hann nam talsvert hærri upphæð en allt andvirði seldrar mjólkur í Reykjavík! Ættu ritstjórar Mbl. að geta séð á því, hvort okur Eim- skipafélagsins muni ekki hafa nein áhrif á dýrtíðina, þar sem þeir telja mjólkurverðið einn helzta þátt hennar! Um um- hleðslufarganið er það að segja, að aðeins lítið brot af vörun- um, sem flytjast út um land, nýtur þeirra sérhlunninda hjá Eimskipafélaginu, að á það leggst ekki nema uppskipunar- gjald til viðbótar flutnings- verðinu. Á allar aðrar vörur leggjast bæði uppskipunar- og útskipunargjald. Jafnvel þótt ekki sé um annan aukakostnað en uppskipunargjaldið að ræða, er hann verulega tilfinnanlegur og mikil ávinningur fyrir neyt- endur út um land að geta losn- að við hann. En fyrst Eimskipafélagið er alltaf að láta Mbl. sýna, að það „tapi“ á flutningunum, þótt reikningar þess sýni annað, er til alveg öruggt ráð til að losa það við þetta „tap.“ Þetta ráð er að Eimskipafélagið sé losað við erlendu leiguskipin, því að þá þarf ekki að óttast, að það „tapi“ lengur á þeim. Ríkið hef- ir stofnun, þar se Skipaútgerð- in er, sem vel getur annast rekstur þeirra. Með þessu væri málið heppilega leyst fyrir alla aðila, Eimskipafélagið losað við „tapið,“ neytendur fengju ódýr- ar vörur, því að farmgjöldin yrðu hér þá svipuð og annars staðar, og stjórnin gæti sparað sér að framkvæma eitthvað af fyrir- huguðum ráðstöfunum um að velta dýrtíðarbyrðunum yfir á bak bænda og láglaunafólks. Viðhorf ríkisstjórnarinnar og flokka hennar til þess, hvort hún vill þannig létta „tapinu“ af Eimskipafélaginu og okrinu af neytendunum, mun gott tákn um það, hvort „tap“ Eimskipa- félagsins er slíkt og það vill vera láta. En hvert, sem viðhorf þetta verður, munu allir, sem vilja heilbrigða niðurfærslu dýr- tíðarinnar og afnám okursins, halda áfram að berjast fyrir því, að hér verði ekki hærri flutningsgjöld en heimsmark- aðsleiga á skipum gefur ástæðu til, hvort sem einhverjum okur- fyrirtækjum líkar það betur eða ver. Og þetta verður bezt tryggt með því að fela Skipaútgerðinni rekstur erlendu leiguskipanna ef Eimskipafélagið vill ekki fallast á, að farmgjöldin séu sanngjörn og í samræmi við það, sem ann- ars staðar viðgengst. játa, að aðvaranir stjórnarand- stæðinga í fyrra hafi verið á rökum reistar og betur hefði ver ið, að horfið hefði verið að ráð- um þeirra þá, því að „veruleik- inn“ hefði þá ekki orðið „jafn kaldur“ og hann er orðinn nú. Ný „kollsteypa“ í aðsigi? Hitt er svo annað mál, að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Mbl. hefir séð þann „kalda veruleika," er hljótast myndi af dýrtíðar- stefnunni, og raunar hefir eng- inn lýst honum betur en formað- ur Sjálfstæðisflokksins, er stimplaði þá menn einu sinni „böðla alþjóðar," er ekki vildu stöðva dýrtíðina. En alltaf hefir það atvikast svo, að í hvert skipti, sem átt hefir að hefjast handa um stöðvun dýrtíðarinn- ar, hefir ævintýramennska balk- an barónsins hlaupið í Sjálf- stæðisflokkinn og forkólfar hlns tekið „kollsteypur," sem hafa verið í fyllstu andstöðu við gefin fyrirheit þeirra. Þannig var það vorið 1942, þegar komm- únistar buðu Ól. Thors „steiktu gæsirnar," og þannig var það haustið 1944, þegar kommún- istar leiddu Ólaf upp í ráðherra- stólinn og sögðu: yfirhilmingu á heildsalaafbrotunum og skatt- svikunum og önnur fríðindi fyr- ir stríðsgróðavaldið skulum við gefa þér, ef þú fylgir okkur að öðru leyti. Það væri því ekki nema eftir öðru, þótt Mbl. sjái „kaldan véruleikann" nú og vari við „stríðsvímunni,“ að komm- únistar sjái að til þess að láta hana villa forkólfa Sjálfstæðis- flokksins einu sinni enn og komi þeim til að gera síðustu og verstu „kollsteypuna.“ Sjálfstæðisflokknum mun ekki af neinum treyst í dýrtíðarmál- unum fyrr en hann hefir losa sig við forustu balkanbarónsins og áhrif hans. Menntunarfrelsið ok „lokun“ iðnstéttanna. Brynjólfur Bjarnason hefir nýlega látið Þjóðviljann birta langt viðtal við sig og lofar þar miklum umbótum á sviði skóla- málanna. Eitt fyrirheit hans er það, að sérhver ungur maður skuli fá að læra það, sem hugur hans stefni til. Það er þó ekki lengra síðan en á seinasta þingi, að kommúnistar settu fótinn fyrir, að ungir menn fengju ó- (Framhald á 8. síðu) Eftir þessa styrjöld eins og þá seinustu mun verða veruleg röskun á landamærunum í Ev- rópu. Enn verður ekki hægt að segja um þær allar til fulln- ustu, en full vissa er þó þegar fengin fyrir nokkrum þeirra. Eru það landamærabreytingar þær, sem stafa af landvinning- um Rússa, en þeir eru þessir: Kyrjálaeiðið og nokkur héruð í Mið- og Norður-Finnlandi, baltisku löndin þrjú, eystri hluti Austur-Prússlands, ásamt Kön- igsberg, nær helmingur Póllands og Bessarabia, serÁ tekin er af Rúmenum. Yfirráð Rússa yfir þessum landshlutum hafa þeg- ar, beint eða óbeint, verið við- urkennd af hinum stórveldun- um, svo að ekki eru horfur á, að þau valdi verulegum deilum í alþjóðamálum, a. m. k. ekki fyrst um sinn. . Auk Rússa hyggja ýmsar aðrar Evrópuþjóðir á landvinn- inga og er það einkennandi, að mest ber á landamærakröfun- um í þeim löndum, þar sem kommúnistar hafa mest ítök í ríkisstjórnunum. Af landakröf- um þeim, sem er kunnugt um, eru þessar helztar: Pólverj ar heimta þann hluta Austur-Prússlands, sem Rússar hafa ekki lagt undir sig, og auk þess allt Austur-Þýzkaland, sem er austan fljótanna Oder og Neisse, eða alla Slesiu, Pommern og nokkurn hluta Brandenburg. Auk þess krefjast þeir að fá Teschen, sem hefir fylgt Tékkó- slóvakíu. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar af stór- veldunum um þessar landa- kröfur Pólverja aðrar en þær, að þeim hefir verið falin hernáms- stjórn í þýzku héruðunum austan Oder og Neisse, en jafn- framt hefir þó verið tekið fram af stjórnum Bretlands og Bandaríkjanna, að þeir álíti, að framtíðarlandamæri Þýzka- lands eigi að liggja austar. Pólverjar virðast hins vegar haga hernámsstjórninni eins og þeir telji víst, að héruð þessi verði pólsk um alla framtíð. Þeir flæma nær alla Þjóðverja í burtu þaðan og flytja Pólverja þangað í staðinn. Tékkar krefjast þess, að þeir fái stóran hluta af Saxlandi, og verði allir Þjóðverjar fluttir þaðan og úr Sudetahéruðunum. Kröfur sínar rökstyðja þeir með því, að umræddur hluti Sax- lands og Sudetahéruðin eigi landfræðilega og fjárhagslega saman. Jugoslavar gera kröfur til þess að fá ítölsku borgirnar Trieste og Fiume og nokkur ítölsk hér- uð til viðbótar. Þeir krefjast ennfremur nokkurra landa- mærahéraða, sem hafa tilheyrt Austurríki. Auk þess krefjast þeir að fá öll þau héruð Make- doniu, sem hafa tilheyrt Grikk- landi qg Bulgaríu. Kröfur sín- ar til Makedoníu rökstyðja þeir m. a. með því, að þeir þurfi að fá aðgang að Grikklandshafi. Austurríkismenn gera kröfu til þess að fá Suður-Tyrol, sem Italir tóku af þeim i fyrri heimsstyr j öldinni. Þá gera Frakkar kröfur til nokkurra ítalskra landamæra- héraða. Auk þess þykir víst, að Frakkar muni krefjast breyt- inga á vesturlandamærum Þýzkalands, en ekki er fullséð, hvort þeir gera tilkall til þess, að þýzk héruð verði lögð beint undir Frakkland eða hvortstofn- áð verði sérstakt ríki úr Rínar- héruðunum. Þá hafa Belgíu- menn og Hollendingar lýst yfir því, að þeir muni krefjast breytinga á landamærunum við Þýzkaland. Hollendingar munu rökstyðja kröfur sínar með þVí, að þeir verði að fá þýzkt land í stað þeirra hollenzku héraða, sem Þjóðverjar hleyptu á sjó og ekki munu verða byggileg um alllangt skeið. Danir munu verða eina nágrannaþjóð Þýzka- lands, sem Þjóðverjar lögðu á hernámsfjötra, er ekki krefjast þýzks lands sem endurgjalds. Þá eru enn ótaldar ýmsar landamærakröfur, sem Balkan- ríkin gera hvert á hendur öðru, en sennilega verður ráðið fram úr sumum þeirra með innbyrð- issamningum þeirra og Rússa, hversu friðsamlegar og sann- gjarnar, sem þær úrlausnir verða. Sannleikurinn er líka sá, að víða er torvelt að ákveða réttlát landamæri á Balkan- skaga vegna þess, að mörg þjóðabrot byggja saman mörg héruðin. Á utanríkismálaráðherra- fundinum, sem nú stendur yfir í Lonhon, verða flest þessi landa- mæramál önnur en landakröf- urnar á hendur Þjóðverjum, tekin til meðferðar. Landamæri Þýzkalands verða ekki ákveðin fyrr en á hinum fyrirhugaða stóra friðarfundi, en ekki hefir (Framhald á 8. síðu) í Degi 13. þ. m. birtist sköruleg grein um fjármálaspillinguna undir fyrir- | sögninni: Af sjónarhóli Norðlendings.' X greininni segir m. a.: „Franski munkurinn og speking- urinn Rabelais lýsti franskri rétt- vísi á 16. öld 'þannig, að hún væri eins og kóngulóarvefur. — Litlar, heimskar og ráðvilltar flugur fest- ast í vefnum og tortímast, en stóru og sterku flugurnar sprengja vef- inn og fljúga með trefjar hans á bakinu hvert á land, sem þeim sýn- ist. Þessi lýsing hefir án efa verið nærri lagi í þá daga, en ekki mundu menn vilja gera hana að sígildri umsögn um réttarfar þjóðanna í gegnum aldirnar. Sem betur fer eru dæmi þess, meðal hinna bezt menntu og ágætustu þjóða, að vef- urinn hefir reynzt nógu sterkur, jafnvel fyrir stærstu og voldugustu flugurnar. Stuttorð andlátsfregn í sænsku blaði nú fyrir skömmu rifj- ar upp eitt slíkt dæmi. Árið 1932 féll sænski stjórnmála- foringinn og forsætisráðherrann Carl Gustaf Ekman úr valdastóln- um og af hátindi frægðar sinnar fyrir tilverknað lítils, óásjálegs blaðsnepils. Öðrum megin á blaðinu var eiginhandarnafn Ekmans. Hin- um megin var talan 50.000 og eig- inhandarnafn Ivars Kreugers, fjár- glæframannsins heimskunna. — Ekman varð uppvís að því, að hafa þegið 50 þúsund krónur frá Kreu- ger, til pólitískrar starfsemi, á sama tíma og sænska ríkið var að reyna að bjarga fyrirtækjum hans frá hruni með lánveitingum. Þetta trúnaðarbrot æðsta manns ríkisins varð svo þungt á metunum í vit- und þjóðarinnar, að Ekman hrökkl- aðist frá völdunum og varð að hverfa af vettvangi opinberra mála. Réttarvitund sænsku þjóðarinnar var hinn sterki vefur, sem brast ekki, þótt völd og auður leituðu fast á. Ekman átti sér ekki upp- reisnar von. Eftirmæli hans er saga um mikilhæfan mann, sem brást því trausti, sem honum var sýnt og hlaut réttlátan dóm samtíðar- innar.--------- Annað dæmi rifjast upp. Fyrir nokkrum árum varð brezki verka- lýðsleiðtoginn og ráðherrann Tho- mas uppvís að þvi, að hafa gefið tengdasyni sínum upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á ölskatti, með þeim afleiðingum, að þetta venslamenni hans sá sér leik á borði, að hagnast um talsverða fjárhæð í ljósi þessara upplýsinga. Þe::si fjárhæð var að vísu smá- vægileg á íslenzkan dýrtíðarmæli- kvarða, en þetta trúnaðarbrot ráð- herrans þótti svo einstæður og hættulegur atburður 1 brezku stjórnmálalífi, að hann var neydd- ur til þess að hverfa úr stjórninni og úr trúnaðarstöðum flokks sins. Stjórnmálaferill hans var þar með kominn undir græna torfu. Hvorki flokksvöld né stjórnaracSstaða megn- uðu að sprengja vefinn. Thomas sat fastur í honum og mátti sig hvergi hræra og er hann þar með úr sögunni." Þá víkur Dagur að fjármálaspilling- unni hér og segir: „Umræður síðustu daga um em- bættisrekstur opinberra trúnaða,r- manna gefa vissulega tilefni til þess, að hinn óbreytti borgari hugsi um það með sjálfum sér, hvort 50 þúsund krónu bankaávísun • og ó- verulegur hagnaður á óheiðarlegri ölsölu hefði orðið nokkrum íslenzk- um stjórnmálaforingja áð falli, ef slík tíðindi hefðu gerzt hér. Sú um- hugsun hlýtur óhjákvæmilega að leiða til þess, að menn spyrji: Hversu sterkur er vefurinn? Hversu haldgóður er vefur íslenzkrar rétt- vísi " og réttarmeðvitundar, þega'r valdamiklir og auðugir einstakling- ar, sem hafa pólitíska flokka og blöð að bakhjarli, reyna á styrk- leika hans? Geta menn á borð við Jóhann Jósefsson, Stefán Jóhann og Claessen flogið með trefjar hans á bakinu langar leiðir, jafnvel í opinberan erindisrekstur í öðrum löndum, á sama tíma og smákaup- menn úti á landi eru sektaðir fyrir að selja dúsínið af handklæðum 12 aurum hærra verði en hin virðulega Viðskiptaráð heimilar? Geta heild- salarnir, sem nú byggja hallir í Reykjavík, sem kosta hundruö þús- unda og eyða árskaupi meðalmanns í einni kvöldveizlu, haldið áfram að vera áhrifaríkur aðili í íslenzk- um stjórnmálum og tryggt sér ákveðinn kvóta af innflutningi landsins, þótt sú valdaaðstaða þeirra sé fjötur um fót hinum frjáisu Á'erzlunarsamtökum alþýð- unnar og stórkostlegur skattur á pyngju neytandans? Þessar spurn- ingar og fleiri í þeim dúr hljóta að leita á hug hvers einasta manns, sem finnur til ábyrgðartilfinningar gagnvart þjóð sinni og samvizku. Hversu sterkur er vefurinn? Hversu sterk eru flokksböndin? Eru þau oröin ofjarl réttarvitundar og sið- gæðistrúar of margra einstaklinga? Eða erum við menn til þess að halda lýðræði og réttlæti í eklgi minni hávegum en Svíar og Brétar ^og hafna Suður-Amerísku og frönsku 16. aldar réttarfari?" Framtíð hins nýstofnaða lýðveldis mun vissulega ráðast af því, hvort fordæmið þjóðin kýs heldur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.