Tíminn - 25.09.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.09.1945, Blaðsíða 4
I 4______________________ } Úr sögu þjóðarinnar — Fyrr og nú — Eftir því, er sagan hermir, hófst landnám á íslandi árið 874 eða fyrir 1071 ári, með hing- aðkomu þeirra fóstbræðra Ing- ólfs og Hjörleifs, er tóku land í Skaftafellssýslu. Á fyrsta ári ís- landsbyggðar var unnið hér hið fyrsta illvirki, þygar hinir „írsku þrælar“ drápu Hj’örleif og héldu svo til Vestmannaeyja með kon- ur þær, er honum höfðu fylgt hingað, og hafa þeir að líkindum ætlað að setjast þar að, og auka kyn sitt með þeim. Hvort út af þeim hefir lifnað nokkur ætt- bálkur, getur sagan ekki um, en komið getur manni í hug stund- um, að til kunni að vera menn þannig ættaðir. Ingólfur veitti þrælunum eftirför og drap þá, en hélt síðan vestur með strönd- inni og tók sér að síðustu ból- festu í Reykjavík, að tilvísun goðanna, og nam víðáttumikið land þar umhverfis. Mönnum sínum gaf hann lönd víðs vegar í landnámi sínu og reistu þeir bú og urðu margir mestu nytja- menn. Að dæmi Ingólfs fluttu hingað margt göfugra manna, frá Noregi og fleiri löndum. Árið 930 eða fyrir' 1015 árum, var fyrst komið föstu skipulagi á stjórn landsins, á Alþingi við Öxará, og var þess minnst eins og kunnugt er, árið 1930, með veglegum hátíðahöldum. Þá var meðal annars sýnt í leikformi, „lögsögumannskjörið", og sýndu höfundar leiksins þar á sjónar- sviði vitra og þjóðholla menn úr öllum fjórðungum landsins. Fram yfir aldamótin 1200 virð- ist hafa verið mannval mikið í landinu, þó að landsmenn yf- irleitt væru þá bændur, t. d. bóndi úr Eyjafirði, sem sagan telur ekki meðal stórbœnda, kom með einurð og skörungs- skap í veg fyrir, að gengið væri inn á þær kvaðir Ólafs konungs Haraldssonar, sem án efa hefðu leitt til þess,að#ísland yrði skatt- land Noregskonurf|a þá þegar. Vitanlega voru ýmsar viðsjár með mönnum, þeir voru#vígreif- ir, vógu með vopnum og*hefndu grimmilega, er þeim þótti gengið á rétt sinn eða unnin höfðu ver- ið níðingsverk, en lögin, er sett voru 930, höfðu þeir í heiðri yf- irleitt, minnugir þess, að þau voru „konungsvald þjóðarinna^." Bráðlega komu þó í ljós nokkrir gallar á lögunum, sem vitrir menn bættu úr með stofnuh fimmtardómsins, er skyldi' vera nokkurs konar yfirréttur í ýms- um málum. Um og eftir alda- mótin 1200 fór að koma í Ijós valdagirni ýmsra st'órbænda eða höfðingja, sem kallaðir voru, er leiddi til þeirrar óaldar og nið- ' ingsverkaaldar, sem nefnd er Sturlungaöld, og leiddi það af sér, að ísland varð að ganga undir konungsváld árið J262. Eftir það fór þjóðinni mjög að hnigna, bæði vegna harðstjórn- ar og þess, að náttúruöflin voru oft samverkandi harðstjórninni, að koma þjóðinni niður í eymd og volæði. Þó að þjóðin væri á þessum árum kúguð og mædd, var þó eftir hjá henni sá mann- dómur, að gerðar voru ýmsar mikilvægar samþykktir, svo sem „Gamli sáttmáli“, „Árnesinga- skrá“ o. fl., er urðu síðar all- merkileg „plögg“ og öflugur stuðningur í frelsisbaráttu Jóns Sigurðssonar, samherja og eftir- manna hans. , ,Árið 1930 var Alþingi 1000 ára gamalt og var þá haldin, eins og áður er sagt, glæsileg hátíð á Þingvöllum í minningu þess. Sú hátíð var þannig upp byggð og framkvæmd af forustumönn- um bændanna í landinu,að þjóð- inni varð til mikils sóma, bæði innanlands og utan. En um sama leyti gerðist hér sá atburður, er * nú virðist geta orðið örlagaríkur fyrir þjóðina. Stofnaður var hér „flokkur,“* sem þá nefndi sig réttu nafni, kommúnistaflokk,en hefir nú á síðari árum kennt sig við „sameiningu"! þjóðarinnar. Á þessum árum flokksmennsk- unnar hefir „klíka“ þessi með ýmsum brögðum náð ískyggilega mikilli útbreiðslu, hefir meðal annars spekulerað í valdaþrá þeirra manna er telja sig sjálf- kjörnasta til að skipa hin æðstu sæti í þjóðfélaginu og hafa, til að öðlast þau, ekki látið ónotað nein meðul, jafnvel þó að þau væru ekki öll sem drengilegust. Þetta er öllum, sem hafa augu og eyru ljóst, að ekki er þörf á að rökstyðja það frekar, eða nefna sérstök dæmi. Flokksklíka þessi er marguppvís að því að standa í nánu sambandi við er- lent stórveldi, er liggur 'langt í burtu og ekki hefir verið í nein- um ættar- eða viðskiptatengsl- um við íslenzku þjóðina. Hún virðist hafa það markmið, að koma öllu á þann rekspöl, að óöld verði og upplausn í þjóðfé- laginu, sem ekki verði bót á ráð- in, nema að því er þeir segja, helzt með ráðstjórnarfyrirkomu- lagi, ef tir einræðisríkj af yrir- mynd, og þeir eru komnir furðu langt í þá átt með aðgerðum samstarfsmanna sinna í ríkis- stjórninni, samanber Nýbygg- ingarráð,. landbúnaöarráö', svo aö eitthvað sé nefnt, fyrir utan allar nefndirnar, sem þá og þegar verða sjálfsagt endur- skírðar í ráð með eijihverju nafni, og þessar nefndir og ráð eru ekki kosnar af þjóðinni, heldur skipaðar eftir fyrirmynd frá einræðisríkjúm. Þessi óaldarflokkur hefir eflst og aukist ótrúlega mikið á síð- ustu árum. Það er jafnvel talið, að einstaka bœndur hafi látið ginnast af f&gurgalanum, en sem betur fer eru þeir víst ekki mafgir, en það ættu ekki að vera til bœndur í landinu svo lítilsigldir eða svo miklir böðlar sinnar eigin stéttar. Það, sem hér hefir verið að vikið gerist á fyrstu árum hins endurreista íslenzka lýðveldis. — Sem betur fer virðist nú vera að létta nokkuð þessari gern- ingaþoku, er hefir villt of marga íslenzka bændur og aðra góða íslendinga yfir í (raðir þeirra flokka, er virðast hafa það höf- uðmarkmið, aö gera bændastétt- ina aldagömlu að nokkurs kon- ar „hornreku" í þjóðfélaginu, eða búa svo að henni, að ekki má lengur við una. Nú nýlega hafa verið mynduð af kjörnum fulltrúum úr öllum sýslum lands ins bændasamtök, er væntan- lega standa vel á verði um hags- muna- og menningarmál bænda stéttarinnar. Það virðist sérstak- lega spá góðu, að tekið hafa þátt í samtökunum merkir menn sem svo eru víðsýnir, að þeir tala og hugsa ekki um þessi mál í flokkum. Morgunblaðið hefir að und- anförnu ekki ávalt farið virðu- legum orðum um þá menn, er ekki geta eða vilja skoða öll mál gegnum sömu flokksgleraugu og þar eru notuð að jafnaði og hafa gert augu þeirra, er þau nota, svo glámskyggn, að segja má um Mogga greyið: „Sér hann ekki sína menn, svo að hann ber þá líka.“ Að þessum bændasamtökum standa margir víðsýnir menn, er taldir hafa verið til Sjálfstæðis- isflokksins, og er það meðal ann- ars góðs viti. V^sir er einnig hálf úrillur út í samtökin, og má það furðu gegna, eftir því, sem af- staða hans hefjr verið * til að undanförnu. Þessi samtök bænda hljóta að skiljast þannig, að loksins hafi bændur landsins séð ljóslega, að þeir áttu tvo kosti: ann- aðhvort að verða .undirokaðir þrælar þeirra, sem nú ráðaTaun- verulega öllu í landinu, en eru á mála hjá erlendu stórveldi — eða þá að taka sér í hendur sam- takaverjur sinnar stéttar, eins og aðrir stéttarhópar hafa gert undanfarið. Hver veit, nema úr því geti myndazt vopnaður frið- ur, ef hann ekki fæst með öðru móti. Haldið með festu og sanngirni á samtökum ykkar, bændur, og aðrir góðir íslendingar. Látið ekki valdabrask og nýsköpunar- glamur tæla ykkur, pg umfram allt, varið ykkur á leiguvopnum, er vilja villa ykkur af vegi sannr- ar þjóðhollustu. Minnist þess, að þið eruð' afkomendur frjálsra bænda, er fluttu hingað og námu hér land síðast á 9. öldinni. — Bændastéttin hefir síðan — 'oft við kröpp kjör — haldið uppi menningu þjóðarinnar. Grákollur. TtMlNN, liriðjinlaginii 25. sept. 1945 72. hlað ^3á(enzhir óhór (Tíminn leyfir sér að birta hér eitt kvæði úr hinni nýju ljóðabók Guðfinnu frá Hömrum — kvæðið um íslenzku skóna.) Hve létt virðist gangan gœfuþjóð er gljáskóm nú fetar strœtin breið. Sú tíð er úr hennar minni máð, er móða eldanna löndin sveið, og varpslitinn skó að vör hún bar í voða hungurs og sárri neyð. Sá örlagaskór er nú úrelt þing, er eignin var fyrr, við blítt og strítt, hvort hrygglengjuskœði skorið var eða skœni útnárans lítils nýtt, hvort bar það dimmsvarta litu lyngs eða Ijómandi élt og tandurhvítt. Með sauðskinnin vönd í hagleikshönd sat húsfreyja í önnum margan dag. Er fólkið hennar að heiman fór hún hafði á saumum ‘snilldarlag, og fréttir leyndust með ferðum þeim um fjarlœgra sveita vinnubrag. Til dyranna kom sem klœddur var sá kynstofn, er héima bjó sitt skrúð. Á hvítbryddum skóm sem hrafnsins vœng var heimasœtan á fœti prúð. En þar átti baslíð brennimark, ef bótin var stagl og vörpin lúð. Já, skórnir krepptir við kjörin hörð, í kreppu þeirra varð margur smár. En skóklœði þessi urðu eitt með íslenzkri jörð í þúsund ár; á örþunnum skœðum fólkið fann, hve flesjan var mjúk og urðin sár. 9 / > — í smalans troðningi tágin grœr, um torveg útlagans drúpir blóm. Margt ilfagurt spor við efstu grjót geyma aldin fjöll ejins og hélgan dóm. Þar harðsporar enn á hjarni sjást, eftir hnýtta fcetur, á slitnum skóm. Og sagan ei týnir töfraskó, er treindi vort líf x Kötlueim. Og þvenginn hún nam, er Þorsteinn batt, er þótti honum torfœr leiðin heim. Til íslands ei nokkur kemst í kveld nema kunni hann skil á sögnum þeim. Islendingar í Suður-Kaliforníu (Víða liggja spor íslendingsins. í þessari stuttu grein, sem birtist í Lög- bergi, segir Skúli G. Bjarnason í Los Angelos frá íslendingum í Suður-Kali- forniu). Sunnudaginn hinn 5. ágúst s. 1., komu hér saman um áttatíu íslendingar og vinir þeirra í North Hollywood Park í San Fernandodalnum. Dagurinn var bjartur og fagur, en of heitur. Það, sem setti sérstakan blæ á samkomuna, voru um fimmtán ungir menn og konur frá íslandi, háði það boltaleik úti á iðgræn- um grundunum, eins og hann tíðkast á íslandi. Nöfn þessa fólks eru: Axel og Ásdís Mogen- sen og Guðrún dóttir þeirra, Hulda Dunbar og sonur hennar Louis, en hún er dóttir Jónatans Þorsteinssonar fyrverandi kaup- manns í Reykjavík og Huldu Laxdal frá Akureyri, eiga þau öll heima á Long Beach, svo voru þar Hlynur Sigtryggsson frá Dýrafirði, Haraldur Ásgeirs- son frá Önundarfirði, Jón Sveinsson af Fljótsdalshéraði, Ásmundur Daníelsson og Dagur Óskarsson frá Akureyri, en úr Reykjavík voru Þorsteinn Þor- steinsson, Gunnar Héðinn Valdi- marsson, Ólafur Magnússon, Haraldur Guðmundsson, Svein- björn Þórhallsson, og Vigfús Auðunsson. Margir erfiðleikar eru á því að ná íslendingum saman hér í dreifbýlinu, en hjá mörgum rennur blóðið til skyldunnar að minnsta kosti við og við. Á meðal þeirra, sem sjaldan koma, voru þau Jerry og Betty Uhlik og dótt- ir þeirra, Charlene, John og Maria Newlove, Marm og Sig- ríður Goodrich, Páll Guðmunds- son og kona hans frá Bakers- field, Kalíforníu, Ingibjörg Guð- mundsson frá Tujunga, og Lauga Aronsdóttir frá Venice, Steina King, Jóhanna Miller, Ólöf Nel- son, Dolores Halldórsson og Dóra Sigurðsson og svo margir af þeim gömlu og góðu, sem ætið má reiða sig á að komi. í vetur er leið, komu hér all- margir góðir gestir frá íslandi, meðal þeirra, sem ég veit um, voru þau Loftur Guðmundsson ljósmyhdasmiður og kona hans, Guðríður Sveinsdóttir, og bróðir hennar, Runólfur Sveinsson skólastjóri frá Hvanneyri, Sig- urður G. Nordal,, Lúðvík Guð- mundsson, kona hans og barn þeirra, Hallgrímur Benediktsson 1 stórkaupmaður frá Reykjavík og Inga dóttir hans. Þetta fólk mun nú allt vera komið til íslands í loftinu. í Las Vegas í Nevádaríkinu eru þrjú íslenzk heimili, en þar búa Jón Sigurðsson, Pétur og Ólöf Bjarnason og tvö börn þeirra, Margrét og Pétur, faöir Péturs, Jóhann P. Bjarnason fyrverandi kaupmaður í Vest- mannaeyjum, og svo Ingibjörg Helgadóttir Teitson, en hún býr hjá dóttur sinni Evelyn Tait og manni hennar, sem nú er í her- þjónustu. Las Vegas er bær, sem hefir um þrjátíu og fimm til fjörutíu þúsundir íbúa, en er þó einkum þekktur fyrir hjónaskilnaði og giftingar og spilavíti sín, enda virðist að allt sé þar jafnt opið á nóttu sem degí. Ég fór víða með Jóni Sigurðssyni um fjöll og firnindi og eyðimerkur, eru lit- brigði og missýningar eyðimerk- urinnar bæði töfrandi og ó- venjulega fagrar og var mér sagt að það væri nefnt „Mirage of the Desert“. Þar er t. d. hægt að sjá höf og lönd, brim og boða og svo hinn einkennilega gróður ef gróður mætti kalla, því víða eru tré og kaktusar, sem það væru fuglahræður á stangli sitt í hverri áttinnif en á mörgum stöðum er fjallasýn á þessum slóðum margbreytileg, hrikaleg og litskrúðug. Einkennileg tilviljun kom fyr- ir á heimleið, í fólksflutnings- bílnum. Sat ég við hliðina á ungri konu frá Utah, svo eftir lítinn tíma vorum við farin að tala um Mormóna og dajjinn og veginn. Já, hún var Mörmóna- trúar og var gift í musteri þeirra og hét Helen Boyd. Nú bárust íslendingar til tals og kom þá í ljós að hún var íslenzk í föður- ætt og faðir hennar heitir Abel- Guðmundur Guðmundsson og á hann heima í Salt Lake City, urðum við nú beztu mátar; var hún að flytja til Alhamra, sem er ein af útborgum Los Angeles, en maður hennar stundar nám hér á háskólanum. En í fimmtán ár sagðist hún hafa rekið snyrti- stofu í Salt Lake City, en nú hugsaði hún sér að hugsa um mann sinn og böm þeirra og nýja heimilið, sem væri í smíð- um og hún bauð mér að koma og sjá á sínum tíma. Skúli G. Bjarnason, Los Angeles. Stjórnarskiptin í Kaupfé- lagi Siglfirðinga/ í tilefni af grein í Þjóðviljan- um 20. þ. m., er hafði yfirskrift- ina „S. í. S. yfirtekur Kaupfélag Siglfirðinga," hefir fram- kvæmdastj óri Félagsmáladeildar Sambands ísl. Samvinnufélaga, Ólafur Jóhannessori, beðið blað- ið fyrir eftirfarandi athuga semd: í Þjóðviljanum 20. sept birtist grein með fyrirsögninni „S. í. S. yfirtekur Kaupfélag Siglfirð- inga.“ í grein þessari er því með- al annars haldið fram, að Kaup- félag Siglfirðinga sé afhent S. í. S. en ekki hinni lögmætu stjórn félagsins, sem kosin var 21. júní s.l., að endurskoðandi S. í. S. hafi tekið við félaginu, að hann eigi að standa fyrir því fyrst unvsinn, og að S. í. S. hafi ráðið framkvæmdastjóra þess Hjört Hjartar. Allt eru þetta eintóm ósann- indi, eins og allt annað, sem Þjóðviljinn hefir áður sagt um afskipti S. í. S. af deilunni í Kaupfélagi Siglfirðinga. í sam- ræmi við fógetaúrskurðinn eru öll umráð Kaupfélags Siglfirð- inga að sjálfsögðu fengin í hendur hinni lögmætu stjórn þess. Sú stjórn bað S. í. S. að benda á kaupfélagsstjóra. Benti Sambandið á Hjört Hjartar, kaupfélagsstjóra á Flateyri, og samþykkti nýja stjórnin síðan að reyna að fá hann til að taka að sér forstöðu kaupfélags- ins. Varð Hjörtur við þeim til- mælum og mun nú vera kom- inn til Siglufjarðar til að taka við framkvæmdastjórn kaupfé- lagsins. Má tvímælalaust telja það hið mesta happ fyrir K. F. S., að hann skyldi fást til að taka þennan starfa að sér. End- urskoðandi S. í. S., Benedikt Jónsson, hefir verið við vöru- talningu og afhendingu félags- ins sem trúnaðarmaður Sam- bandsins og mun nú á næst- unni vinna að ýtarlegri endur- skoðun félagsins og ganga frá uppgjöri á efnahag þess og rekstri. Það er venja, að Sambandið hafi trúnaðarmann sinn við, þegar kaupfélagsstjóraskipti verða, ef því verður við komið. Mun þess sízt vanþörf nú, eftir að ólögmæt stjórn hefir farið með umráð félagsins í tvo og hálfan mánuð. Að sjálfsögðu verður hann hinni nýju stjórn til aðstoðar á allan hátt, en rangt er, að hann eigi að standa fyrir félaginu, þó að ekk- ert væri óeðlilegt eða óvenju- legt við það, því að sjíkt hefir áður átt sér stað, þegar nýr kaupfélagsstjóri hefir ekki ver- ið viðbúinn að taka við, en auð- vitað aðeins samkvæmt þsk hlutaðeigandi kaupfélagsstjórn- ar. Framangreind atriði hefir þótt rétt að leiðrétta, svo að þau leiddu ekki til misskilnings hjá þeim, sem ókunnugir eru málavöxtum. Ólafur Jóhanncsson. ♦ Valg til Færaernes Legting Der er udskrevet Valg til Færöernes Lagting til 6. November 1945. Færöske Sömænd og Færinger midlertidigt beskæftigede i Island kan faa udleveret Stemmesedler i det danske Gesandtskap og underskrive Fölgeskrivelse til vedkommende Kommunalbestyr- else i Gesandtskabet eller for dansk Skibsförer, eller eventuelt islandsk Myndighed. Der kan kun stemmes paa Parti, og Stemmeafgivningen sker, ved at Partiets Navn eller Bogstavsbetegnelse opföres paa Stemme- sedlen. ' ' ' Járniðnaðarpróf f»cir nemar sem ehhi hafa enn shilað próf í járniðnaði: Eirsmíði, jjárn- smíöi, (eldsmí&i ), málmsteypu, rennismíði, plötu- ot/ hetilsmíði, shili þeim fyrir mánaðarmót iil undirrit- aðs. Prófið hefst um miðjjan nœsta mánuð. ÁSGEIR SIGURÐSSON, forstjjóri Landssmiðjjunnar. TlMINN er víðlesnasta anglýslngablaðið! /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.