Tíminn - 25.09.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.09.1945, Blaðsíða 6
6 t TÍMITCN, þrfðjndagmii 25. sept. 1945 T2. blað Frá kirkjufundin- um a Hinn almenni kirkjufundur, sem haldinn var á Akureyri dag- ana 9.—11. þ. m.! tók mjög mörg mál til umræðu og afgreiðslu og gerði ályktanir um þau. Fara þær helztu hér á eftir: Kirkjuhús í Reykjavík. 1. „Almennur kirkjufundur haldinr^ á Akureyri dagan 9,— 11. sept. 1945 íýsir eindregnu fýlgi sínu við framkomna til- lögu um kirkjuhús í Reykja- vík, er verði miðstöð kirkju- legrar starfsemi í landinu. Fundurinn telUr nauðsynlegt, að sem fyrsV liggi fyrir áætlun um byggingu hússins og um það starf, er vinna skal í sambandi við það. Telur funduftnn rétt, að byrjað verði á því að koma upp húsi fyrir pjentsmiðju kirkj- unnar, bókaútgáfu og bókasölu, skrifstofur biskups og samkomu sali fyrir kirkjulegt starf eftir því sem ástæður leyfa, en gert sé ráð fyrir viðbótarbyggingum eftir þörfum. Fundurinn skorar á alla söfn- uði landsins að veita máli þessu fylgi og fjárhagslegan stuðning og felur fulltrúum kirkjufund- arins að kynna mál þetta í söfnuðum sínum. 2. Fundurinn samþykkir að tilnefna 1*7 menn í nefnd, er "’vinni í samráði við biskuþ, kirkjuráð og prestastétt lands- ins að frekari undirbúningi málsins og lætur þá ósk í Ijós, að þeir allir takf starf þetta að sér.“ Þessir menn voru tilnefndir í nefndina: Júlíus Havsteen sýslumaður, Húsavík, Ársæll Sveinsson, út- gerðarm., Vestmannaeyjum, Ás- geir Stefánsson, framkv.stjóri, Hafnarfirði, Elías J. Pálsson, út- gerðarm., ísafirði, Haraldur Böðvarsson, útgerðarm., Akra- nesi, Ingimar Jónsson, skólastj. Reykjavík, Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, Akureyri, Ól- afur B. Björnsson, kaupm., Akrane^i, Ragnhildur Péturs- dóttir, frú, Reykjavík, Sigurður Ágústsson, kaupm., Stykkis- hólmi, Tómas Björnsson, kaup- maður, Akureyri, Vilhjálmur Þór, bankastjóri, Reykjavík, Þormóður Eyjólfsson, ræðismað- ur, Siglufirði, Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstj., Reyðarfirði, Þor- steinn Seh. Thorsteinsson, lyf- sali, Reykjavík, Þórarinn Þór- arinsson, skólastj., Eiðum, Hall- dóra Bjarnadóttir, Glerárþorpi við Akureyri. Kirk j ubyggingar. „Hinn almenni kirkjufundur haldinn á Akureyri dagana 9. —11. sept. 1945 fagnar fyam- komnu frumvarpi, sem Gisli Sveinsson flutti á Alþingi 1944 og télur fyllstu nauðsyn að það nái fram að ganga hið allra fyrsta. Þó lítúr fundurinn svo á, að 7. gr. frumvarpsins þurfi sér- stakrar athugunar við“. Eining kirkjunnar. „Hinn almenni kirkjufndur lítur svo á, að á þeim miklu ör- lagatímum, sem nú standa yfir, beri öllum kristnum mönnum í landinu að forðast ófrjóar og ó- hollar trúmáladeilur um það, er á milli kann að bera í einstök- um-atriðum, heldur vinni sam- huga og með fullri djörfung að einu' marki — eflingu trúar og siðgæðis og hvers konar menningar í anda Jesú Krists.“ Hallgrímskirkja í Reykjavík. „Hinn almenni kirkjufundur fagnar því, að bygging fyrir- hugaðrar Hallgrímskirkju í Reykjavík er nú fullákveðin og þakkar öllum þeim, sem að því hafa stutt. Væntir fundurinn þesé, að allir söfnuðir lanásins stuðli að framkvæmd þessa byggingarmáls eftir beztu getu“. Húsvitjanir og heimilis- guðrækni. „Hin|i almenni kirkjufundur telur nauðsyn bera t'il þess, að prestar leggi hina mestu rækt við húsvitjanir og að þær verði reglulegt sálgæzlustarf þa.r sem m. a. sé reynt að styðja alla heimilisguðrækni eða endur- vekja hana, þar sem hún er horfin.“ Héraðssamtök um efling trúarlífs. „Hinn almenni kirkjufundur telur eðlilegt og æskilegt, að vantar enn sjálfboðaliða sér til ur útvarpsliður hér eins og tíðk- ast hjá öðrum kristnum þjóð- um. Treystir fundurinn því, aS biskup og kirkjstjörn leitist við j að koma þessu til vegar?‘ Barnaguðsþjónustur og kristileg starfsemi meðal ungmenna. „Hinn almenni kirkjufundur þakkar þeim prestum, sem flutt hafa reglubundnar barnaguðs- þjónustur svo og þeim leik- mönnum, sem um langt skeið hafa unnið sem sjálfboðaliðar að sunnudagaskólastarfi bæði í Reykjavík og víðar á landinu. *En þar sem marga prestana vantar enn sjálfboðaliða sér til aðstoðar við starfið meðal barn- anna og engar reglubundnar barnaguðsþjónustur fara enn frani í fjölmörgum prestaköll- um, þá telur kirkjufundurinn mjög æskilegt að kirkjuráð ráði hæfan mann til að'ferðast um og vekja og efla sunnudaga- skólahald í landi voru.“ Ókeypis námsbækur við kristin- fræðikennslu í barnaskólum. „Kirkjufundurinn^felur kirkju stjórn og kirkjuráði að híutast til um það við ríkisútgáfu náms- bóka og hlutaðeigandi stjórnar- völd, að barnaskólarnir njóti sömu kjara um allar náms- bæ.kur, er nota þarf við kristni- fræðikennsluna og um aðrar námsbækur barnaskólanna, að þær -séu látnar börnunum í té ókeypis.“ __ Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. „Hirin almenni kirkjufundur beinir þeirri ósk^ til allra presta í landinu, að þeir noti á öllum hátíðum hátíðasöngva séra Bjarna Þorsteinssonar, eftir því sem við verður komið.“ MillLlandakepprLL Svía og Finna Snemma í þessum mánuði fór fram millilandakeppni milli Svía og Finna í frjálsum í- þróttum. Úrslit urðu þessi: Kringlukast: V. Nykvist, Finnlandi 49.31. m. -G. Bergh, Svíþjóð 48.16 .m. A. Hellberg, Svíþjóð 47.00 m. A. Huutoniemi, Finnlandi 45.89. Finnland 6 stig, Svíþjóð 5 st. 1500 metra hlapp: G. Hágg, Svíþjóð 3:51.8 mín. L. Strand, Svíþjóð 3:51.8 mín. M. Salovaara, Finnl. 3:54.8 mín. A. Kainlauri, Finnl. 3:57.8 mín. Svíþjóð 8 stig, Finriland 3 st. Kúluvarp: H. Willny, Svíþjóð 15.21 metra. Y. Lehtilá, Finnlandi 15.02 m. S. Bárlund, Finnlandi 14.92 m. H. Arvidsson, Svíþjóð 14.47 m. Svíþjóð 6 stig, Finnland 5 stig. 5000 m. hlaup: Á. Durkfeldt, Svíþj. 14:25.6 mín. V. Heino, Finnlandi 14:27.6 E. Andersson, Svíþjóð 14:52.0. T. Máki, Finnlandi 14:58.5. Svíþjóð 7 stig, Finnland 4 sty Langstökk: P. Simola, Finnlandi 7.34 metra. S. Hákansson, Svíþjóð 7.16 m. E. Javala, Finnlandi 7.15 m. G. Strand, Svíþjóð 6.96 m. Fyrsta matsveina- og fram- reiðslufélag hér a iandi Síðastliðinn miðvikudag luku 7 matsveinar og 5 framreiðslu- menn prófi í Valhöll á',Þingvöll- um. Er það í fyrsta sinn, að próf í þessum iöngreinum fer fram hér á landi. í tilefni þessa var boðið í veizlu að Þinévöllum tíð- indamönnum blaða og útvarps, forustumönnum iðnsamtakanna og ýmsumjnönnum úr'gestgjafa og veitingamannastéttinni. Undir borðum voru haldnar margar ræður og tók fyrstur til máls Friðsteinn' Jónsson for- maður Matsveina og veitinga- þjónafélags íslands. Rakti hann all ýtarlega sögu stéttarinnar og baráttu hennar fyrir því að vera viðurkennd sem sérstök iðn- grein. Matsveina- og frammistöðu- mannastéttin er tiltölulega ung hér á landi. Þegar fyrstu far- þegaskipin voru keypt hingað til lands, voru engir íslendingar til, sem gátu tekið að sér þessi störf á skipunum. Brátt réðist þó úr þessum vandkvæðuip fyrir fram- sækni og dugnað einstakra manna, er fóru utan og kynntu sér þessi störf meðal annarra þjóðá. Þegar þeir komu aftur heim, leýstu þeir hina útlendu menn af, og um 1930 var svo l^omið, að allir matsveinar og framreiðslumenn á íslenzku skipunum voru orðnir jslend- ingar. Síðan hefir ekki þurft að sækja menn frá öðrum þjóðum til þessara starfa hér á landi. . í ræðu sinni minntist Frið- steinn þeirra manna, er ruddu brautina og börðust fyrir géngi stéttarinnar. Meðal þeirra má nefna þá Theodór Jónsson, Ólaf Jónsson, Jónas Lárusson og Jón Bogason. Árjð 1922 var Mat- sveina og veitingaþjónafélag ís- lands stofnað, mest fyrir atbeina Ólafs Jónssonar, og það má segja, að sá árangur og sú við- urkenning.ver stéttin hefir hlot- ið nú með því að verða tekin inn í iðnsamtökin sem sérstök iðngrein, er fyrst og fremst að þakka þessum félagsskap. Ól- afur Jónsson sá það 1922, að þessa félagsskapar var full þörf. Næst Friðsteini tók til máls Guðmundur H. Jónsson yfir- þjónn og gat þess, hve iriikils virði það væri, ef allir hlutað- eigendur legðust á<eitt um að undirbúa matsveina og fram- reiðslumenn sem bezt undir störf sín með námi. Hann sagði, að þó þetta próf, og sú framreiðsla er sást á Þingvöllum þennan dag bæri vott um, að hæfni væri fyrir hendi, þá þyrfti að skapa stéttinni betri námsskilyrði, á öðrum sviðum, og þá einkum til bóklegra N fræða. Guðmundur benti réttilega á hina miklu þöri ^téttarinnar fyrir tungumála- kunnáttu, því eins og öllum mun ljóst, verður starfsfólk gistihús- anna að skilja hina erlendu gesti, er sækja munu landið heim á komandi árum í stærri stíl en nokkru sinni fyrr. Auk þeirra er nú hefir verið getið tóku til máls Guðrún Eiríksdóttir matsölukona, Pétur G. Guðmundsson, formaður Iðn- ráðs Reykjavíkur, Ragnar Þórð- arson lögfræðingur, Hjörtur Nielsen yfirþjónn og Jónas Lár- usson forstjóri Hótels KEA á Akureyri. Hafði hann komið alla leið norðan af Ákureyri til að vera viðstaddur hátíðahöldin. Hann talaði uppörvandi orðum til ' hinna ungu manna og kvenna er luku prófi og hvatti þau fcil reglusemi og fáðdeildar. Jón Guðmundsson gestgjafi á Þýigvöllum flutti einnig hjart- næma ræðu og beindi orðum sínum til þeirra er gengust undir prófið. Áður úm daginn hafði hann sýnt gestunum stað þann, er hann hugsar sér að framtíð- arhótej rísi á Þingvöllum, Er það nokkuð sunnar en Valhöll stend- ur nú. Jón Guðmundsson, hefir auk gestgjafastarfa sinna unn- ið annað merkilegt og eftir- tektarvert starf á Þingvöllum. Hann hefir grætt upp gróður- lausan hraunblett og fengið trjágróður til að þrífast þar. Er hann nú að byrja að gróður- setja trjáplöntur í hraunhæðina ofan við Valhöll. Þeir, sem gengust undir próf- ið, stóðust það allir. Það voru því 5 framreiðslumenn, 5 matreiðslu- menn og 2 matreiðslustúlkur, sem luku prófi. Framreiðslu- sveinarnir eru: Stefán Þorvalds- son, Theodór Ólafsson-, Árni G. Jónasson, Trausti Magnússon og Tryggvi Steingrímsson. Mat- reiðsluprófi luku: Þorgeir Pét- ursson, Kristján Ásgeirsson, Sveinsina Guðmundsdóttir, Hólmfríður M. Jensdóttir, Þórð- ur E. Arason, Böðvar Steinþórs- son og Kjartan Guðjónsson. Prófdómendur voru Þórir Jóns- son, Lydvig Petersen,' Alfred Rosenberg, Steingrímur Jó- hannesson, Edmund Erik- sen og Helgi Rosenberg. Prófið var haldið á vegum Mat- sveina og veitingaþjónafélags íslands, en auk þess tóku ýmsir aðilar þátt í kostnaðinum við það með framlögum, og gjöfum. Það má slá því föstu, að eng- inn þeirra gesta, sem staddir voru í Valholl síðastl. miðviku- dag, efist um það framvegis, að islenzkir matreiðslu- og fram- reiðslumenn standi fyllilega jafnfætis stéttarbræðrum sínum í öðrum löndum. Veizlubúnaður- inn á Þingvöllum og framreiðsla öll var öllúm þeim er að henni stóðu til mikils sóma. . Finnland 7 stig, Svíþjóð 4 st. i V / t 400 m. grindahlaup: B. Storskrubb, Finnl. 52.9 sek. A. Westman, Svíþjóð 53.9 sek. A. Wallander, Sviþjóð 55.0 sek. A. Hyökyranta, Finnlandi 57.2. Finnland 6 stig, Svíþjóð 5 st. Stangarstökk: H. Ohlsson, Svíþjóð 4.00 m. O. Sundqvist, Svíþjóð 3.90 m. M. Hurme, Finnlandi 3.80 m. V. Korpela, Finnlandi 3.80 m^ Svíþjóð 8 stiíij, Finnland 3 stig. 110 m. grindahlaup: H. Lidman, Svíþjóð 14.6 sek. H. Kristoffersson, Svíþjóð 14.9. E. Suvivuo, Finnlandi 15.3 V. Jussila, Finnlandi 15.5. Svíþjóð 8 stig, Finnland 3 stig. 800 m. hlaup: B. Storskrubb, Finnlandi 1:50.8. H. Liljekvist, Svíþjóð 1:51.2. S. Malipbfrg, Svíþjóð 1:51.9. R. Björklöf, Finnland 1:53.2. Finnland 6 stig, Svíþjóð 5 stig. Sleggjukast: B. Ericson, Svíþjóð 56.04 m. E. Linpé, Svíþjóð 52.26 m. R. Aulamo, Finnlandi 50.59. m. L. Tamminen, Finnlandi 50.37 m. Svíþjóð 8 stig, Finland 3 stig. Hástökk: A. Duregárd, Svíþjóð 1.94 m. N. Nicklén, Finnlandi 1.90 m. G. Lindecrantz, Svíþjóð 1.90. S. Salokangas, Finnlandi 1.90. Svíþjóð 7 stig, Finnland 4 stig. 10000 metra hlaup: V. Heino, Finnlandi 30,04 mín. E. Heinström, Finnlandi 31:07.8. L. Nilsson, Svíþjóð 31.36.6. G. Östling, Svíþjóð 31:43.0. Finnland 8 stig, Svíþjóð 3 stig. Þrístökk: H. Sonck, Finnlandi 14.86 m. Á. Hallgren, Svíþjóð 14.73. B. Johnsson, Svíþjóð 14.72. E. Jalava, Finnlandi 14.60. Finnland 6.stig, Svíþjóð 5 stig. Spjótkast: S. Eriksson, Svíþjóð 71.10 m. T. Rautavaara, Finnlandi 68.73. E. Autonen, Finnlandi 67.87. L. Atterwall, Svíþjóð 67.47. 1000 metra boðhlaup: Svíþjóð, 1:56.4 (í sveitinni voru : Laessker, Strandberg, Ljunggren og Sjögren). Finnland, 2:00.9. (í sveitinni voru: v. Jalava, N. Kronqvist, A. Tammisto og R. Björklöf). Samanlagður stigafjöldi land- anna: Svíþjóð, 105 stig, Finnland 79 stig. Vinnið ötullega tyrir Ttmcttm. Samband ísl. samvinnufélaga, SAMVINNUMENN! Vitið þér, að íslendingar höfðu þegar hafið samtök í verzlunarmálunum nokkru áður en fyrsta samvinnufélagið var stofnsett í bænum Rochdale á Englandi. Lesið um þá atburði í bók ♦ Arnórs Sigurjónssonar og kynnist hinum ein- kennilega afburðamanni, séra Þorsteini Páls- syni að Hálsi í Fnjóskadal. Fæst í Fræðslu- og félagsmáladeild S. í. S., Sambandshúsinu, Reykjavík. Ullarverksmiðlan GEFIUN framleiðlr f y r*s t A flokks vörur. Spyrjið |iví jafiiiin fyrst eftir Gefjunarvörum þegar yður vantar ULLARVÖRVR Tilkynmng r * til húsvátryggjenda utan Reykjavíkur . * « V I lögum um breytingu á lögum um Brnabótafélag íslands nr. 52, frá 12. okt. 1944, 1. gr., segir svo: „Heimilt er félaginu og vátryggj endum skylt að breyta árlega vátryggingarverði húsa til samræmis við vísitölu byggingar- kostnaðar, miðað við 1939“. Þessa heimild hefir félagið notað, og hækkað vátryggingarverð frá 15. okt. 1945 samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar, sem hefir verig ákveðin i kaupstöðum og kauptúnum |370 og í sveitum 400, miðað við 1939. — Frá 15. okt. 1945 falla úr gildi viðauka- skírteini vegna dýrtíðar. Vátryggjendur þurfa því, vegna hækkunar á vátryggingar- fjárhæð eigna þeirra að greiða hærri iðgjöld á næsta gjalddaga, en undanfarin ár, sefn vísitölu hækkun nemur. • ' . \ Nánari pplýsingar hjá umboðsmqnnum. Búnaðarfélag íslands Tilkynnin frá Verðlagsnefnd landbiínaðaraf- urða’ um verðákvörðun á kindakjöti A. Heildsöluverð til smásala: I. verðflokkur kr. 9.52 kílóið. í þessum verðflokki sé I. og II. gæðaflokkur dilkakjöts og geldfjárkjöts samkvæmt kjötfloljkunarreglunuiri. II. verðflokkur kr. 8.00 kílóið. í þessum flokki sé III. gæðaflokkur dilkakjöts og G I. III. verðflokkur kr. 6.20 kílóið. í þessum flokki sé Æ I ogÍH I. í IV. verðflokkur kr. 5.50 kílóið. íJiessum flokki sé Æ II og H II. % B. Heildsöluverð til auiiara eu smásala, skal vera kr. 0.28 hærra hvert kíló. \ i&m.“ ** *r*■ "• r-s't.i '■ ,.r- C. Smásöluverð: I. Dilka- og geldfjárkjöt (súpukjöt) kr. 10.85 kílóið. II. Ærkjöt fyrsta flokks (Æ I og H I) kr. 7.25 kílóið. Sláturleyfishöfum og kjötsölum um land allt er skylt að halda bækur yfir daglega kjötsölu þar til annað verður tilkynnt. Verð þetta gildir frá og með 20. þ. m. Verðlagsnefndin f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.