Tíminn - 25.09.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.09.1945, Blaðsíða 3
72. blað TÍMINX, ln ittjiida^inii 25. sept. 1945 3 r r PALL ZOPHONIASSON: Vikapiltar landbúnaðarráðh. vérðlag landbúnaðarvara Landbúnaðarráðherra hefir nú látið vikapilta sína í verð- lagsnefnd ákveða verð landbún- aðarvara, og þar með skammta bændunum kaup í næstu 12 mánuðina. Ekki er þó vitað hvernig þetta verð er ákveðið. Það er vitað að laugardaginn 15. sept. sat verðlagsnefndin á fund- um, og um kvöldið var tilkynnt að mjólkurverðinu hefði verið breytt, og hvað hið nýja verð væri. En um. kj ötið kom engin til- kynning. Var þó eftir óselt nokkuð af freðkjöti frá fyrra hausffi, sem rfkissjóður greiddi verð niður á til 16. september 1945, svo verðið á kjötinu þurfti að breytast. líka þann dag. En fyrst engin tilkynning kom um verðbreytingu á ^jötinu, verður að ætla að ákvörðún um það hafi ekki að fullu verið tekin þá, og það freSkjöt, sem þá var eftir óselt, verði ekki greitt nið- ur, a. m. k. ekki eftir lögunum. En þegar eftir fundinn lö.sept. fóru nefndarmennirnir að tínast úr bænSm. Þeir Sveinn Jónsson, Stefán Stefánsson og Bjarni Sigurðsson fóru allir heim til sín, og er óvíst hvort kjötverðið hefir verið ákveðið áður en þeir fóru, en vissu, að fundargerð var ekki inn færð, né undirrituð, verð á garðmat ekki ákveðið, og á rófum er það ekki ákveðið enn, og ýmislegt er annað ógert, sem nefndin þurfti og átti að gera. Er það ábyrgðarleysi á háu stigi að taka að sér starf, þótt ekki sé nema að nafninu til, og hlaupa síðan frá því hálfgerðu. Það er ævinlega löðurmannlegt að flýja undan skyldum sínum, og ékki sízt þegar menn taka þær á sig af frjálsum vilja, en það virðast sumir nefndarmenn- irnir hafa gert. Þann 19. sept. að kvöidi var svo kjötverðið tilkynnt, og höfðu nefndarmennirnir, sem burt höfðu farið úr bænum, ekki komið í harm í millitíð. Þá var ákveðið að verðjöfnunargjald af kjötinu yrði 1,00 pr. kg., en að kvöldi þess 20. var aftur búið að hækka verðjöfnunargjaldið í 1,50 og er víst að þann 20. kom eng- inn þremenninganna, sem heim höfðu farið, í bæinn aftur. Hins végar mun reynslan sýna, að það veitir ekki af 1,50 kr. pr. kg. í verðjöfnunargjald eigi bændur að fá jamt fyrir útflutta kjötið | og það sem selt er á innlendum markaði. Hagstofan hefir nil verið látin reikna út' hvaða verð þyrfti að vera á landbúnaðarvörunum næstu 12 mánuðina, til þess að bæhdur fengju greiddan fram- leiðslukostnað við bú sín, og hefðu þá sjálfir sama kaup og meðal verkamaður hefir haft síðustu tólf mánuðina. Við þenn- an útreikning hefir Hagstofan fylgt nákvæmlega sömu réglum 'og aðferðum og lagðar voru í hinni svo kölluðu sexmanna- nefnd, en í henni sat Guðmund- ur Jónsson, svo hann ætti nærri því allra manna bezt að vita hvað bændur þurftu að fá fyrir vörur sínar. Þó verður að. telja, að hann nú leggi sig fram til að láta verðið verða lægra, eða að minnsta kosti, látið hafa sig til | þess. Hagstofan hefir reiknað út að bændur þurfi að fá 147% eyri kr. fyrir kjöt kílógr. til þess fyrir kg. af meðalmjólk, og 8,62 að kjör bænda yrðu sambærileg við verkamenn. En hvað skammtar nú ráðherrann og vikapiltar hans bændum? Útsöluverð mjólkurinnar er ákveðið 182 aurarrAllur kostn- aður við rekstur allra fjögra jnjólkurbúanna á verðjöfnunar- svæði Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, flutningur frá þeim á markaðinn, afföll vegna vinnslu vara, sem gáfu 19 aura minna en sölumjólkin, og kostnaður við sölung nam 40 aurum á lítra 1944. Nú liggur ekki fyrir hvað þetta hefir hækkað, en varlega mun áætlað, að það hafi hækkað um 4 aura, eða líkt og landbún- aöarvísitalan. Og væri það, og breyttist mjólkurmagnið ekki verúlega, né hlutfallið milli vinslumjólkur og sölumjólkur, má ætla að bændur geti fengið 182 -r- eða 138 aura* fyrir mjólkurlítrann, og er það 9,5 aurum lægra en Hagstofan reiknar að þeir þurfi. Meðal- bóndinn er talinn að hafa 12650 kg. af mjólk yfir áxið. Fyrdr hvern lítra er hann látinn*hafa 9,5 aurum lægra en honum ber, og því fyrir ársmjólkina 1201.75 kr. minna en rétt er. Hver bóndi getur annars fundið hve miklu það munar á hans búi, þyí með- albúið er óvíða eða ef til vill hvergi. Heildsölu-verðið á kjötinu er ákveðið 9.52. Á það er smásöl- unum nú leyft að leggja 14% og er það eitt prósent hærra en þeir hafa fengið áður. í stað þess, að verðið til bænda er lækkað frá því sem það var síð- astliðið ár, þá er þóknun til smá- salanna hækkuð. Mönnum er gert nokkuð misjafnt til. Kjöt- salarhir hóta að" hætta að selja kjöt, ef þeir fái ekki 14% fyrir, *<) Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, ætlast verðlagsnefndin til’. að útsöluverðið á'-mjólkinni, sem hún hefir ákveðið, hækki verðið til bænda um 9„7% eða úr kr. 1,23 á líterinn 1 kr. 1,35, sem er 1214 eyri minna en bændur eiga að fá sam- kvæmt sexmannanefndarálitinu. Páll vonast hins vegar til að þetta útsölu- vrð tryggi bændum kr. 1,38 fyrir líter- inn. Mismunurinn liggur í því, að hann áætlar vinnsluafföll og flutnings- og sölukostnað lægra en nefndin. Slíkt virðist þó ekki hyggilegt, þar sem horfur eru á, að dýrtíðarvísitalan stór- hækki og getur það aukið þennan kostnað svo mikið, að bændur fái hvergi nærri kr. 1.35 fyrir líterinn. Sé byggt á þeirri áætlun nefndarinnar, að bændur fá kr. 1,35, fær meðalbú kr. 1581,25 minna fyrir ársmjólkina en það á að fá samkvæmt sexmanna- nefndarálitinu, en ekki 1201,75. eins og Páll gerir ráð fyrir. Ritstj. auk álagningar á einstaka bita (rifjasteik o. s. frv.). Undan þeirri kröfu er látið, en lækkað aftur hjá bændum. Til þessa láta vikapiltar ráðherrans hafa sig. Það hefir löng\im ráðið miklu kaupmannavaldið í Sjálf- stæðisflokknum, og enn sýnir það sig að svo er. Frá þessu heildsöluverði, sem þeim er greitt fyrir kjötið, sem slátra, þarf að draga kostnað við slátr- un, geymslu og verkun, það sem kjötið léttist við geymslu, flutn- ing frá sláturstað til sölustaðar o. fl., sem allt er kallað „kostn- aður við slátrun og heildsölu“. . Þessi kostnaður var kr. 2.04 pr. kg. síðast þegar hann var ná- kvæmlega gerður upp. Síðan hefir hann hækkað, en hvað mikið veit ég ekki, og skal því ! ekki taka tillit til þess. Það má telja alveg víst að sú hálf önnur króna, sem greitt er í verðjöfn- unargjald af innanlandssölu- kjötinu, þurfi öll til verðjöfnun- ar á útflutta kjötið, og má gott heita, ef það með því næst að koma því í sama verð og því sem í landinu er selt. Bændur ættu því að mega gera sér von um að fá í haust, heildsöluverðið ;pin- us 2.04 og 1.50 eða 9.52 minus 3.54, sama sem 5.98 aura og er það 85 aurum minna en í fyrra. Og þó er hæpið, hvort kostn- aðurinn 2.04 sé ekki of lágur, og hvort verðjöfnunargjaldið reyn- ist nóg, til þess að sama verð fáist fyrir útflutta kjötið og það, sem selt ,er í landinu, en hvorttveggja það þarf, eigi þetta verð að nást. Meðal bóndi hefir 1069 kg. af kjöti. Hagstofan segir, að hann eigi að fá 8.62 fyrir kílógramm- ið, en vikapiltarnir láta hafa sig til að skammt honum 5,98, eða kr. 2,68 minna fyrir hvert kíló- gramm. Af 1069 kg. gerir það kr. 2864,92. Hver bóndi getur að- gætt hvað kjötlækkunin gerir hjá honum, því fáir hafa meðal Ný Ijó5 eftir Guðfinnu frá Hömrum Ótrúlega margir íslendingar fást við skáldskap, margir eru vel rímhagir, en fáir komast svo langt að finna sinn eigin tón og öðlast hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Það vekur því at- hygli, þegar ný skáld koma fram á ysjónarsviðið og kveðja sér hljóðs með myndugleik hinna útvöldu. Fyrir nokkrum árum kom út ljóðabók ^ftir þingeyska stúlku, sem raunar var þá þegar mörg- um kunn fyrir skáldskap. Þessi ljóðabólj. hlaut þegar alþjóð§.r- Aðurkenningu, og síðan hefir hróður höfundarins, Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum, farið sívaxandi, eftir því sem þessi fyrsta ljóðabók hennar hefir verið betur lesin og fleiri ljóð eftir skáldið haf^ komið fyrir augu almennings i blöðum og tímaritum. | Einn af umsvifamestu bóka- útgefendum landsins, Ragnar Jónsson, hafði hugsað sér, að ný ljóðabók eftir Guðfinnu, er hann hafði keypt útgáfurétt að, kæmi út á ártíðardegi Jónasar Hall- grímssonar og í sambandi við listamannaþingið, sem þá var háð. En tafir ollu því, að þetta i varð ekki. ! En nú í síðastliðinni viku kom bókin í bókabúðir, — „Ný ljóð“, heitir hún — fimm arka bók með um þrjátíu yndisfallegum ljóð- um. Sum þeifra hafa áður birzt hér og þar í tímaritum, en flest eru þau þó almenningi áður ó- kunn. Margir hafa beðið hinnar nýju ljóðabókar Guðfinnu frá Hömr- um með talsverðri óþreyju. Og þeir verða ekki fyrir' vonbrigð- | um, er þeir opna bókina. f henni er svo mikið af ferskri og inni- legri ljóðfegurð, að þar kom- ! ast fá ljóðakver af sömu stærð í samjöfnuð. Andi bókarinnar er jhinn sami og fyrri ljóðabókar ■ Guðfinnu. Þetta eru flest lof- kjötþungann, og það er fróðlegt fyrir hann að sjá, hvað vika- piltarnir láta hafa sig til að klípa af árslaunum hans. Og þá má hann minnast þess jafnframt, að við kjötsalana voru þeir ljúfir að bæta. Þaff veldur hver á heldur, affrir hót- uffu aff hætta aff selja kjöt, hin- ir voru aff byrja aff skipuleggja (Framhald á 5. síðu) söngvar víðernanna og þess lífs og starfs, sem þar getur. Árc^egis búandinn eggjar * sinn ljá með einbeittni og ró í fasi, því brátt er af sóleyjum garðstúnið gult, í gróðrinum fjör og asi. Svo lyftir hann orfi eitt laugardagskvöld og losar bæinn úr grasi, segir í kvæðinu um sláttumann- inn. Og gamli bærinn varð grænn og nýr, nú geymdi hann vorfuglsins * • helgidóm, og vorperla lág sér lyfti á tá, þar leit upp svolítið fífilblóm, er kvað við steindepils munarmál, er minnti á skæran bjölluhljóm, segir í kvæðinu um hreiðrið I veggnum. Hér er ekki rúm til þess að nefna fleiri dæmi. — Guðfinnu skal aðeins þökkuð þessi nýja bók. Artkur Montgomery: : Lýðræðið í Rússlandi Hér birtist grein, sem Svíinn Arthur Montgomery hefir nýlega skrifaff um_þjóðfélagsástandið í Rússlandi. Hann gefur lýðræffinu rússneska ekki háa einkunn, fremur en affrir, er vita deili á því, en vonar, aff lýðræffisþjóðirnar vestrænu geti þrátt fyrir þaff átt vinsamleg skipti viff Rússá. Hann Iýsir því og, hvernig hinn fá- menni kommúnistaflokkur Rússlands hefir töglin og hagldirnar á öllum sviffum og er hinn raunverulegi lykill aff valdi þeirra fáu magna, er ráða í Sovétríkjunum. I Rússlandi er það ekki í efa dregið, að þar ríki lýðræði. Rúss- neska lýðræðið er meira að segja talið fullkomnast og bezt eins og sjá má af Pravda og öðrum slíkum blöðum. * En jafnframt verður maður var við aðra hugmynd, sem einnig er af marxistiskum uppruna. Það er hugmyndin um alræði öreiganna — það skipu- lag, sem Marx vildi láta taka við af auðvaldsskipulaginu. Höf- uðeinkennið á alræði öreiganna er, samkvæmt skilgreiningu Stalins, að einn flokkur ■ hefir með höndum stjórnmálaforust- una, fldkkur öreiganna, komm- únistaflokkurinn, sem ekki læt- ur né getur látið öðrum í té neina hlutdeild í völdunum. Þessi skýrgreining á mjög vel við ástandið eins og það er nú í Rússlandi. Hér er svo aðeins sleginn sá varnagli, að Rússland .sé nú stéttláust ríki, þannig að borgarastétt er þar ekki lengur til. Alræði öreiganna ætti því að geta þýtt alræði alþjóðar. Þeirri skoðun er líka oft haldið á loft. Nú er það samt óhrekjanleg staðreynd, að það eru kommún- istarnir, sem hafa töglin og hagldirnar. Flokkur Lenins og Stalins, svo að notað sé orðalag Pravda, er driffjöður sovétríkis- ins og hins svokallaða lýðræðis bar. En þeir leitast við að hafa náið samb^ind við verkalýðinn, jafnframt því sem þeir stjórna honum. Hinn skipulagði kommúnista- flokkur ef samt aðeins lítill hluti þjóðarinnar. En hann telur sig engu að síður vera rödd al- þjóðar og henríar fulltrúi, og þetta er það, sem kallað er lýð- ræði í I^ússlandi. En sú hugsun, að þjóðirí sjálf skuli vera frjáls og óháð fá að velja á milli kom- múnistanna og annarra, er al- gerlegp framandi. Enginn annar flokkur en kommúnistaflokkur- inn fær að starfa, og öll raun- hæf gagnrýni á kommúnista- flokkinn er gersamlega útilokuð. Það er því augljóst, að orðið „lýðræði“ merkir allt annað í munni Rússa heldur en okkar á meðal. Þegar Rússar tala um lýðræði, eiga þeir ekki heldur við það, sem kallast má lýð- ræðislegt athafnafrelsi í vest- rænum skilningi. Slíkt þekkist ekki íRússlandi. Flokkurinn er einnig drottnandi í verksmiðj- unum og samyrkjubúunum og fagfélögin og önnur slík samtök eru að öllu leyti háð flokknum. Þar er með öðrum orðum hér um bil sama skipulag ríkjandi og á stjórnmálasviðinu. Innak kommúnistaflokksins ríkir mjög strangur agi. Því að- eins hefir líka flokknum tekizt að verða svo áhrifamikið verk- færi í höndum þeirra, sem raun- verulega fara með völdin. Það er fámennur hópur bolsévikka, sem mótar stefnuna, og meðal þeirra hefir Stalin mjög styrka aðstöðu, eins og alkunnugt er. Hann er jafnan nefndur hinn mikli leiðtogi í blöðunum, mar- skálkurinn og hugsuðurinn. Á síðari árum hefir Stalin orðið langt um meira áberandi mað- ur í Rússlapdi heldur erí Chur- chill og Roosevelt urðu nokkurn- tíma meðal sinna þjóða. Frá sagnfræðilegu sjónarmiði er það mjög skiljanlegt, að bol- sévikkabyltingirí skyldi snúast í svo persónlegt einræði. Rússar höfðu aldrei haft neitt af lýð- ræðisstjórnarfari á vestræna vísu að segja. Það er meira að segja harla óvíst, að hið vest- ræna skipulag hefði gefizt vel í landi, þar sem svo mörgum þjóðernum með ólíkri menningu ægir saman. Á hinn bóginnyhafa líka lýðræðisríkin vestrænu átt sinn þátt í því að styrkja ein- ræðið í Rússlandi. Lenin lét svo ummælt 1919, að Rússland væri umsetið af óvinum. Það yrði þess vegna að eiga sér stað raun- veruleg allsherjar hervæðing. Vegna þessa utanaðkomandi fargs vöknuðu ýmsar þjóðlegar hreyfingar. Kommúnisminn fékk smát't og smátt á sig mei’i og meiri rússneskan svip, og Stalin varð að hinni miklu þjóð- hetju Rússlands. Á sama hátt og kommúnistar drottna yfir stjórnmálakerfinu, hafa þeir einnig tekið sér í hendur það vald afe skipa fyrir, hvað segja mætti og hvað ekki. Blöðin eru mikilvægur þáttur í rússnesku þjóðlifi. Þau eiga ekki aðeins að vera áróðurstæki og áhlaupasveitir, heldur einnig ‘fræðslutæki og leiðbeininga. Þau þjóna þannig bæði pólitískum og fjárhagslegum hagsmunum. Að vísu myndi flestum útlending- um þykja þessi blöð harla leið- inleg aflestrar, enda hafa þau aldrei hirt um að miðla fólki neinu, sem kallazt má „lét.tlæsi- legt“ efni. Allt miðast við að a^a fólkið upp við kommúnistískan anda og hugsunarhátt. Blaða- mennirnir verða fyrst og frenvst að vera vel að sér um þjóðfé- lagskenningar Lenins og Stalins og kunna góð skil á þeirri at- vinnulífsþróun, sem stefnt er að. Marxisminn hefir haft mikla þýðingu í Rússlandi, þótt Marx og Engels sé miklu sjaldnar getið en Lenins og Stalins. Þeir eru taldir höfuðstoðir hinna marxistísku þjóðfélagskennmga Rússa. Stalin sagði einu sinni; Það er til bæði fræðilegur og skapandi marxismi — ég byggi á þeim síðarnefnda. Eða eins og einn samstarfsmaður Stalins komst að orði: Lenin og ðtalin eru í hópi þeirra marxista, sem ekki einskorða sig við það að reyha að skilja heiminn, heldur ganga feti lengra og reyna að umskapa hann. Með þessu eru skýrðar þær stefnubreytingar, sem átt hafa sér stað í Rúss- landi. Þeim alþjóðlega anda,^sem einkenndi marxismann, hefir aldrei verið afneitað í Rússlandi, en hann hefir dvínað mjög eftir því sem hin rúss'nesku áhrif urðu sterkaji. Því er mjög á loft haldið, hve vingjarnlegt sam- starf ólikra þjóðerna innan rik- isins sé ríkt einkenni á Rúss- landi nútímans. Auðvitað verði rússneskan að vera höfuðmál ríkisins, en tungur þjóðernis- minnihlutanna og önnur rétt- indi séu fullkomléga viður- kennd. Hið „bróðurlega sam- starf“ fjarskyldra þjóða innan Ráðstjórnarríkjanna hefir átt meginþátt í því að gera Rúss- land ósigrandi, segir í Pravda. Þessi stefna Stórrússa í skipt- unum við aðrar þjóðir samveld- isins stinga mjög í stúf við óbil- girni keisarastjórnarinnar gömlu. En einnig hér hefir kommúnistaflokknum verið ó- spart beitt. Flokksnetið hefir verið þanið um allt ríkið og ef valdhafarnir hefðu ekki notið tilstyrks hans, er mjög líklegt, að komið hefði til harðra á- taka þjóðflokkanna á milli. En eins og nú er, mætast forustu- menn Ijinna ýmáu þjóðerna inn- an flokksins, og þar er þeim kennt að berjast fyrir einingu ríkisins. Bolsévikkar telja sig hafa ■skapað nýja siðfræði. „Bolsé- vikkaflokkurinn hefir alið upp þá kynslóð, sem risið hefir á legg eftir byltinguna^ og inn- rætt henni nýja siðfræði, sem er ólík því, er þekkist i fjármögn- uðu þjóðfélagi." Æðsta boðorð þessarar siðfræði er — að styrkja ráðstjórnina. Pravda orðar þetta þannig, að mikil- vægasta og helgasta skylda sovétþegnsins sé að þjóna landi sínu — það er að segja gera það, sem konnnúnistaforingj - arnir skipa fyrir. Það er eina sanna þjónustan við sósíalism- ann, mannkynið og menning- una. Allt ber þetta sterkan keim af trúarlegu ofstæki. Lenin og Stalin er teflt fram sem hinum miklu fyrirmyndum. Miljónir stritandi manna, segja boðberar þessara trúarbragða, eru að reyna að feta í fótspor hinna of- urmannlegu leiðtogá rússnesku þjóðarinnar. Það er miklu frem- ur þessi trúaratriði en efnis- ríyggja marxismans, er gert hef- ir það að verkum, hve kristin- dóminum hefir þótt ofaukið í Rússlandi/ Eins og stendur sæt- ir kirkjan þó ekki andblæstri i rússnesku blöðunum, þar ríkir nánast algert hlutleysi. Hún (Framhald á 5. síOu) V ' I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.