Tíminn - 25.09.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.09.1945, Blaðsíða 5
72. hlatS TÍMIM, liriðjuclagiim 25. scpt. 1945 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR , 1 Flóttadrengurinn Saga eftir A. J. Cronin (Þessi smásaga er rituð af hinum kunna rithöfundi A. J. Cronin, sem hefir m. a. skrifað sifguna „Borgar- virki". Sagan er býggð á sönnum við- burði). Ég hefi þekkt Harry Adams árum saman. Ég»verð að segja ykkyr þegar í stað, að hann er ósköp venjulegur má.Öur. Hann er 45 ára gamall, dálítið sköllótt- ur og gengur með gleraugu, sem auka á spurnarsvipinn í bláum .augum hans. Hann er bókhald- ari hjá rafmagnsfyrirtæki einu í New York. Hann er búsettur í einni útborginni ásamt konu sinni, tveim dætrum þeirra, 15 og 13 ára gömlum, og syni, 6 ára að aldri. Heimili hans er ekki íburðar- mikið, en hann er stoltur af því, einkum þó af garðinum sínum. Þar vinnur hann öll laugardags- kvöld og alla sunnudaga. Sammý sonur hans er þá van- ur að hjálpa honum. Hann strit- ar með garðhrífu og hjólbörur og fær nokkra skildinga laun fyrir hverja klukkustund. Þeim tókst jarðræktin svo vel, að nærri lá, að Harry hlyti verð- laun á garðyrkjusýningu síðast- liðið haust. Það haust var ég oft vanur að heimsækja Harry á kvöldin. Ég hafði gaman af að horfa á þá feðganp,, lágvaxna granna manninn óg hnellna drenghnokkann. Þeir stóðu þarna ýmist hálfbognir eða upp- réttir í kvöldrökkrinu, stoltir af vinnu sinni. Sammý var nefni- lega einlægur aðdáandi föður síns, og Harry þótti heldur en ekki vænt um snáðann. Annars hefir Harry afar hversdagsleg áhugamál, að garðræktinni und- anskilinni. Honum geðjast jafn- vel góðar ■ kvikmyndir, og stöku sinnum bregður hann sér í bolta- leik, eins og hér tíðkast. Á rign- ingarkvöldum setzt hann mak- indalega á góðan stól, les leyni- lögreglusögur og reykir vindil, eftir að börnin eru háttuð. Samt sem áður tekst eiginkonunni oft- ast að teyma hann með sér á kirkjufundi, ^þegar henni þókn- ast. —Ég býst nú við því, að illar tungúr myndu nefna frú Adams húsbóndann á heimilinu, en þannig er þvi þó ekki varið, þegar um mikilvæg mál er að ræða. Hún er mesta dugnaðar- kona, fríð sýnum, broshýr og hárprúð. Hún hefir máske held- ur mikinn áhuga á alls konar félagsstörfum, en það ei^auðvelt að fyrirgefa henni eftir að hafa bragðað á bláberjakökunni henn ar og séð snotru skólakjólana, sem hún saumar dætrum sínum. Ég minntist á félagsstörf. í Elmville, útborginni, er Adams- hjónin búa i, er troðfullt af alls konar félögum og góðgerðastofn- unum. Nú, þegar stríðið brauzt út og neyðin hélt innreið sína í ,Evrópu, var stofnað félag í borg- inni til styrktar nauðstöddum börnum í þessum löndum. Frú Adams var þar í broddi fylking- ar. Hún stakk upp á því við bónda sinn, að þau léðu einu flóttabarninu húsaskjól um tíma. Harry var lítið hrifinn í fyrstu, en sá þó, að hér var um mannúðarverk að ræða og féllst að lokum á uppástunguna Eftir miklar bréfaskriftir og formsatriði fengu Adamshjón- in loks tilkynningu um, að pólsk- ur drengur hefði fallið þeirra hlut. Ég fór með Harry til New York, þegar hann sótti drenginn. Páll hét hann. Ættarnafn hans var svo kynlegt, að enginn lagði það á minnið. Ég gleymi aldrei þeim áhrif- um, sem ég varð fyrir, þegar ég ' sá fyrst þetta níu ára gamla af- sprengi skelfinga og hungurs- neyðar. Hann sat á háum stóli, náfölur með tággranna hand- leggi og fótleggi. Höfuðið var snoðklippt og beinabert, augun stór og dökk, þrungin ótta en þó hyldjúp og órannsakanleg. Hann kunni ekki orð i ensku, og þegar talað var til hans, sneri hann höfðinu og horfði yfir höf- uð þess, sem talaði. Þetta voru fyrstu kynni mín af Páli litla Pietrostanalski,' eða hvað hann nú hét. Nú jæja, við fórum með hann heim. Systkinin fögnuðu okkur í dyrunum og frú Adams kom þjótandi út úr eldhúsinu Eldur var á arni í dagstofunni, mat- borðið var skrýtt blómum og kertastjökum. Hlýja og steikar- ilmur fyltu húsið. Þegar við sett- umst að borði voru ‘állir svo sam- hentir um að gera litla útlend- ingnum glatt í geði, að mér vöknaði um augu. Það lifnaði dálítið yfir Páli, meðan á máltíðinni stóð. Hann át græðgislega og horfði stöðugt á Sammý, sem sat á móti hon- um. Hann virtist varla s^á telp- urnar, sem gerðu gælur við hann í sífellu. Hann starði án afláts á Sammý. Loks bablaöi hann einhver óskiljanleg orð skrækum rómi og rétti Sammý höndina. Þetta var broslegt og innilegt atvik, sem brá birtu yfir þessa samfundi. Hér ættu að véra sögulok. En sannleikurinn er sagna beztur. Vikur liðu, og litli gesturinn hjá Adamshj ónunum fór að sýna hegðun, sem dró úr gleði- fyrsta kvöldsins. Ég veit ekki, hvort það hefir stafað af hörmungum styr'j aldarinnar feða hvort það var meðfædd veiklun, en auðséð var, að Páll litli var varla eins og fólk er flest. Haún var und arlegt barn, kunni varla að hlýða og hafði óþroskaða siðferðistil finningu. Hann stakk á sig smá- peningum, sem á vegi hans urðu. Þegar hann var orðinn fær í ensku, og það tók stuttan tíma, fór að bera á skreytni í tali hans. Hann sagði skólasystkinum sín um ótal sögur af ímynduðum afreksverkum sínum. Þessi skreytni kom líka fram við fjöl skylduna á annan og verri hátt. Þegar Páll fékk ávítur, kom á hann tómleikasvipur og hann starði þá stórum augum út í blá inn. Það var ómögulegt að sýna honum hörku, því væri það gert vaknaði hann nóttina^ftir æp andi og hljóðandi og vakti alla í húsinu. Hann sýndi lítinn þakklætisvott, nema að einu leyti. Hann sýndi Sammý afar mikla hollustu. Hann elti hann svo á röndum, að furðu gegndi. Hann hafði orðið hrifinn af drengnum við fyrstu sýn ,og gat varla af honum séð. Þannig voru heimilisástæð urnar, þegar Bandaríkin fóru í styrjöld. Harry vann mikið og lengi dag hvern en hafði ekki hærri laun en áður. Átti hann því heldur erfitt uppdráttar um veturinn, en komst þó af. Vorið kom og færði þeim nýja von og nýja gleði. En þá var það dag nokkurn í júnímánuði, að Páll lagðist i rúmið með hálsbólgu, sem eng- inn hugði alvarlegan sjúkdóm Læknirinn var sóttur og eftir furðu langa rannsókn, kom hann niður stigann, alvarlegur á svip Drengurinn hafði stolizt til þess að baða sig í læk þar rétt hjá en þar var öllum börnum bann- að að koma. Nú hafði hann smit ast af hættulegum sjúkdómi. Smitunin stafaði frá sýklum, er lifðu í lækjarvatninu. í heila viku voru dapurlegar ástæður á heimilinu. Allir lædd- ust hljóðlega um húsið, en Páll, sem var einangraður í svefnher bergi sínu vegna smithættu bylti sér í rúminu og muldraði óskiljanlegt óráðsrugl. Læknir inn kvað litla von um bata, því að mótstöðuafl sjúklingsins var ekki mikið. En öllum til undrun- ar hjarnaði hann við. Eftir tíu erfiða daga var hann úr hættu; og bað þá án afláts um að fá að sjá Sammý litla. Það var ó mögulegt vegna smithættunnar en börnin skrifuðu honum bréf LAR.S HANSEN: Fast þeir sóttLL sjóihn FRAMHALD Það varð löng þögn eftir þessa rökföstu skýringu Kristófers. Þeir drúptu höfði, allir fjórir, og voru mjög hugsi. Klukkan var ekki orðin nema þrjú, þegar mörg hundruð þát- ar lögðu frá bryggjunni í Brettingsnesi. Það hrikti í árum og keipum, hvítt löðrið freyddi um kinnungana og sterklegar hend- ur læstust um hlummana. Annríkið jókst eftir því, sem leið á morguninn. Allir stóðu á hausnum í fiski og slori, eins og framast getur orðið í stórri ver- stöð, þegar landburður er. Þeir á „Noregi“ höfðu dregið sínar eigin lóðir úr sjó í dag, og Guð hafði blessað þær með mokafla — á löngum köflum var fisk- ur á hverjum öngli. Aflinn taldist þrettán hundruð, þegar þeir seldu í Brettingsnesi. Verðið var þrjátíu krónur fyrir hundraðið. Þeir fengu 452 krónur fyrir róðurinn, þegar búið var að gera r.pp bæðí lifur og hrogn. Eftir fjórða róðurinn gat'hann Kristófer sent „Norska ljóninu“ fimm hundruð krón^ir — hann símsendi þær meira að segja, þessar krónur, svo að allir Trdínsöbúar fengju að vita, að Kristó- fer Kalvaag hefði eignazt veiðarfæri, þótt hann knékrypi ekki fyrir kaupmönnunum í TJromsö. Svo skrapp Kristófer heim. 8 Fyrir utan brennivíns-samsöluna stóðu hópar manna, eins og venja var til. Það var nístandi kuldi, og allmargir voru þegar búnir að kræla í ákavítisflösku. Þeir höfðu þá ekki heldur sleg- ið því á frest að hressa sig á innihaldinu, heldur flýtt sér nið- ur á bryggjurnar, og nú voru þeir komnir aftur í hópinn, þegar Kristófer Kalvaag snaraðist út úr búðinni. Hann staðnæmdist í miðri þvögunni með flösku í hendinni,. reif úr henni tappann, setti hana á munn sér og drakk niður í hana miðja I einum teyg. Síðan litaðist hann um, hvessti augun á úfna og veður- bitna íshafskarlana og hrópaði: — Þið vitið sjálfsagt, að Kristófer Kalvaag" sendi kerlingunni sinni fimm hundruð krónur á dögunum. Hann lætur ekki að sér hæða, og hann er líka piltur, er ekki hímir allan veturinn bak við kvenpils, eins og þið gerið. Hann á nóg veiðarfæri, og hann kann líka að nota þau. Hann skimaði aftur í kringum sig, eins og hann væri að gá, hvort hér væri enginn, sem vildi láta hnefa semja sátt, áður en hann tæmdi ákavítisflöskuna. En enginn gaf sig fram, og þá tæmdi Kristófer flöskuná, snaraðist síðan aftur inn í búðina og kom út með stóran pakka að vörmu. spori. Daginn eftir gaf lögregluþjónn sig á tal við Kristófer Kalvaag á götunni og varaði hann við því, að það væri óleyfilegt að drekka vín úti á götu í allra augsýn — hann yrði að gæta þess. En Kristófer Kolumbus, sem vissi það af gamalli reynslu, að hvorki einn né tveir né þrír lögregluþjónar áttu erindi I hend- urnar á honum, sagði honum óðar að fara norður og niður. Síðan slagaði hann leiðar sinnar niður Prestsbæturnar. FJÓRÐI KAPÍTULI. x „Noregur“ aflaði mjög vel. En svo gerðist atburður, sem vakti bæði undrun og skelfingu allra bátverja. Þeir voru að draga lóðirnar. Veðrið var ágætt. Lúlli og Nikki voru báðir niðri í bátn- um við línudráttinn. Allt í einu sagði Lúlli, er var við borðstokk- inn: Tilkynning þ ' frá Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða, um verðlagningu á kartöflum . Heildsöluverð á kartöflum er ákveðið, sem hér segir, frá 20. jessa mánaðar til 1. nóvember næstkomandi, hver 100 kg.: i. I Úrvalsflokkur ... kr. 138.00* 1 9 I. flokkur .í..... — 123.00 n. flokkur ....... — 108.00 f Smásöluálagning 25%. f ) • Verðlagsnefndin og sendu honum ávexti Tveim dögum síðar var Harry að sækja Sammý til morgunverðar. Þeg- ar hann kom inn i herbergið, lá við að hann hnigi niður af skelf- ingu. Sammý lá sofandi í rúmi sínu. Við hlið hans lá Páll litli. Hann hafði lagt handlegginn um háls Sammýs og andardrátt- ur hans lék um andlit drengs- ins. Páll hafði læðst inn án þess að Sammiý vaknaði og skriðið upp í rúmið, sæll af því að verá í návist augasteinsins síns. Hann leit upp, þegar Harry kom inn, starði út í bláinn og brosti. Sammý veiktist sama kvöldið — og dó fjórum dögum síðar. Ég var ekki heima, þegar þetta kom fyrir. Ég skrifaði Harry, þegar ég frétti látið, fátæklegt bréf, fullt af innantómum hugg- unarorðum. Ég vissi, hve mjög þessi kyrláti maður hafði unnað syni sínum. Þess vegna varð mér það á, að spyrja hann að því í bréfinu, hvort hann vildi nú ekki losa sig við þenna leiijinlega strákling, sem þannig hafði 'aunað honum umhyggjuna. Ráðlagði ég honum að láta drenginn á munaðarleysingj a- hæli, reyna fyrir hvern mun að losa sig við hann. Ég kom heim frá Kaliforníu um veturnætur. Lét ég það vera mitt fyrsta verk að heimsækja Harry Adams. Þegar ég beygði inn í götuna og kom auga á hús- ið brá mér i brún. Ég trúði vart eigin augum. Þarna var Harry í garðinum, fölari og grennri en áður. Hann var að þekjá blóma- beðin til þess að verja þau frost um. Lítill drengur með garðhrífu og hjólbörur var að hjálpá hon- um til. Ég ■ hélt í fyrstu, að ég sæi þar framliðna veru, en svo sá ég að þetta var Páll. Ég gekk 'hægt i áttina til þeirra. 1 „Jæja,“ sagði ég, þegar við höfðum heilsazt. „Hann er þá hérna enn.“ 1 „Já.“ Harry leit undan. „Hon- um hefir farið mikið fram upp á síðkastið. Hann er ólíkt þægari og skýrari. Hann er stöðugt und- ir læknishendi og ég býst við, að þetta sé lyfjunum þeirra að þakka..........“ , I Við þögðum lerigi báðir, og horfðum á drenginn, sem var 1 óðaönn að tæma hjólbörurnar. Þegar hann kom nærj roðnaði hann undan augnaráði mínu, sem var víst allt annað en vin- gjarnlegt. Ég gat ekki orða bundizt, þvi að mér gramdist satt að segja að sjá drenginn þarna ennþá, ö^ ég sagði snúð- ugt: „Ég verð að segja, að hann er heppinn, þessi Páll Pietrosta- malski, eða hvern skollann hann heitir.“ „Nafnið þarf ekki að valda þér neinum vandræðum lengur.“ Harry lagði arminn um herðar drengsins, leit á mig og brosti feimnislega. „Nú heitir hann Páll Adams. Við erum búin að ættleiða hann.“ (Lauslega þýtt). E.S. „LAGARFOSS" fer héðan þriðjudaginn 25. þ. m. til Siglufjarðar. Það- an fer skipið til Kaupmannahafnar og Gautaborgar með viðkomu I Leith. H.f. Eimskipafálag íslands Vikapiltar (Framhald af 3. síSuJ samtök sín, og gátu, á þessu stigi málsins, engu hótað. Af þvi, sem nú hefir verið sagt, er augljóst, að bændur eru látnir fá mikið minna en þeim ber eftir sexmannanefndar- verði hagstofunnar. Það er ljóst, að hjá meðalbúi er þetta hvað mjólkina snertir kr. 1201,75 og hvað kjötið snertir — 2864,92 eða samtals kr. 4066,67 Þetta er mat ráðherans og vikapilta hans annars vegar á vinnu bænda, hins vegar á vinnu verkamanna. Sexmannanefndin gekk út frá, að báðir ættu að hafa svipað kaup fyrir vinnu sina, landbúnaðarráðherrann og vlkapiltar hans segja, að bænd urnir eigi að hafa ca. ys lægra kaup en verkamenn. Það hefir verið talið' eitt verk- efni þessarar stjórnar, að auka fiskiskipaflotann. Margir halda að á það hafi verið lögð sú á- herzla, að þeir vísu menn í rík- isstjórninni séu nú farnir að sjá, að til þess að skipin geti komizt á flot, ef, og þegar þau koma, þá þurfi að ná I nokkuð af því fólki, sem enn er í sveit- unum, og koma þvi á mölina, og að vikapiltarnir séu látnir gera þennan mun á kaupi bændanna og verkamannanna til þes að flýta fyrir að svo verði. Og það er vafamál hvort hægt er að styðja að því betur á annan hátt en með þvl að skera kaup bænd anna svo við neglur, gegnum afurðaverðið, að þeir neyðist til að hætta búskap. Ef til vill er það þá líka þess vegna, sem kommúnistar eru nú farnir að tala um að flytja inn verkafólk. Þeir ætla á eftir að geta hreins- að sig af þvi að hafa gegnum verðlagningu landbúnaðarvar- anna haft áhrif á það, að bænd ur ílyttu á mölina. En það heppnast nú varla fyrir þeim, því að þeir gera það á margan annan hátt, þó út í þá sálma verði ekki farið hér. Það munu allir, sem nokkuð hugsa, sammála um það nú orð ið, að það sé þjóðarnauðsyn að láta ekki dýrtíðina vaxa. En það munu tiltölulega fáir telja, að það eigi að byrja að gera það með þvi að láta bændur eina fórna. Bændur buðu í fyrra fórn íýðræðið í Rásslandi * (Framhald af 3. slSu) sætir engum árásum, en þar kemur ekki heldur fram neinn áhugi fyrir henni eða hennar málum. Frásagnir um kirkju- mál komast því aðeins í blöðin, að þær hafi á einhvern hátt stjórnmálalegt gildi. Rómversk- kaþólska kirkjan, sem alltaf hef- ir barizt hart fyrir sjálfstæði sínu, er þó enn illa séð. Hin aukna ættjarðarhyggja 1 hugmyndakerfi bolsévikka hefir leitt það af sér, að nú er lögð vaxandi rækt við sögulegar erfðir Rússa og ýmsir þjóðhöfð- ingjar þeirra, svo sem Pétur mikli og fleiri, hafa nú aftur verið hafnir til vegs. Ef að lík- um lætur, mhin straumurinn halda áfram að liggja í þessa átt. Vera má, að þessi þróun kunni, þegar fram líða stundir, að frelsa Rússa frá þeim ein- hliða og þrönfeu hugmyndum um lífið og tilveruna, er þeir hafa um skeið verið einskorðað- ir við. Hvaða áhrif þetta kann að hafa á afstöðu Rússa til annarra þjóða, er enn of snemmt að segja. „Lýðræðið“, sem svo er nefnt í Rússlandi, er þannig gagn- ólíkt því, sem við vestrænir menn teljum, að sé fólgið í þvi hugtaki. Það er ekki okkar hlut- verk að dæma um hvaða stjórn- arfar muni henta rússnesku þjóðinni bezt. En Rússland getur haft svo mikil áhrif á líf hinna vestrænu þjóða, að það er rétt og skylt, að við gerum okkur grein fyrir, hvað Rússar hafa á prjónunum. Pravda hefir oftsinnis staðhæft, að ólíkar lífsskoðanir og hugmyndakerfi þurfi ekki að hindra vinsamleg samskipti landa og þjóða. Og það er alls ekki rétt að láta sér vaxa í augum þann reginmun, sem er á stjórnarfari og viðskiptahátt- um í Rússlandi og Vesturlönd- um. Góð samvinna við Rússa er mjög mikilvæg, og það ætti ekki að þurfa að koma að sök, þótt hugmyndaheimur þeirra sé ólík- ur okkar. og færðu hana. Á þá útréttu hönd var slegið. Allir aðrir heimtuðu allt hækkað, og fengu það. Nú launar ráðherra þeim fórnfýsi þeirra þá, með því að lækka ^rstekjur þeirra um.fjög- ur þúsund krónur, og trúandi væri honum til að hækka nú tekjur annárra likt eins og hann eða vikapiltar hans hafa gert við kjötkaupmennina. ttbreiðið Tímann! Útvegið sem flestir ykk^r einn áskrifanda að Timanum og lát- ið afgreiðsliína vita um það sem fyrst. «

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.