Tíminn - 05.10.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.10.1945, Blaðsíða 3
75. Mað TÍMINIV, föstndagiim 5. okt. 1945 3 Hjálmar Vilhjálmsson: Sérstakt stjdrnla i. Raddir hafa heyrzt um það, að bezt muni henta að stofna til þjóðfundar eða sérstaks stjórnlagaþings til þess að setja stjórnarskrá fyrir íslenzka lýð- veldið. Tilætlunin er, að þessi þjó$fundur eða stjórnlagaþing hafi engin önnur mál til með- ferðar en stjórnarskrána. Starfi þess er þá lokið, þegar það hefir samið stjórnarskrána en hún öðlist þó fyrst gildi eftir að meiri hluti kjósenda við almenn- ar kosriingar hefir samþykkt hana. Hér verður leitast við að gera nokkra grein fyrir þeim rökum og ástæðum, sem virðast mæla með þessari uppástungu. II. Hinn 17. júní í fyrrá var lýð- veldið endurreist á íslandi. Um nokkur hundruð ár hafði ís- land verið konungsríki. Þær einar breytingar voru við þetta tækifæri gerðar á stjórnarskrá konungsríkisins, sem teljast máttu alveg óhjákvæmilegar til þess, að hægt væri að fram- kvæma þessa nafnbreytingu á stjórnskipun landsins. Má því segja, að hér á landi sé nú lýð- veldi, en svo líkt er það venju- legri konungsstjórn, að í raun og veru er munurinn aðallega fólginn í nafni þjóðhöfðingjans. Áður nefndum við hann konung, sem, að vísu erfði völd sín, en nú heitir hann forseti, og enda þótt ætlun Alþingis muni lengi vel hafa verið sú að ráðstafa sjálft þjóðhöfðingjanum, varð þó sú niðurstaðan að lokum, að þjóðin kysi hann. í eðli sínu og uppruna er mikill mismunur á konungsríki og lýðveldi. Nafnbreyting ein á stjórnarforminu nægir auðvitað engan veginn,tilþessaðþjóð,sem verið hefir konungsríki árhundr uðum saman, verði í raun og veru lýðveldi. Sjálf nöfnin á stjórnarforminu lýsa þess- um reginmun full ljóst. í konungsríki er þungamiðjan konungurinn, sem af guðs náð hlýtur konungdóm sinn og ríki fyrir erfðir. Hann er mátturinn og valdið. Þegnarnir í ríkinu eru nánast hans vegna en hann ekki vegna þeirra. Uppruni þessa stjórnarforms mun a.' m. k. hafa verið hugsaður á þessum grundvelli, þó þróunin hafi víð- ast orðið í ^þá átt, að minnka hin raunverulegu völd, h'inna arfgengu konunga. í lýðveldun- um er því hins vegar slegið föstu, að valdið sé hjá lýðnum þ. e. þjóðinni sjálfri. Þjóðhöfðingi lýðveldis er þannig hafður að eins sem eitt tæki af mörgum til þess að fara með vald þjóð- arinnar. Af framanrituðu má það sýnist ljóst að gera verffur gagngera breytingu á stjórn- skipun íslands ef hér á aff rísa upp raunverulegt lýðveldi. Það má einnig teljast vafasamt að núverandi stjórnarform, sem hvorki er fugl né fiskur, ef svo mætti segja, verði þess um kom- ið að varðveita tilveru íslenzka lýðveldisins til lengdar. Sú stað- reynd að nú verður að gera óvenjulega og róttæka breytingu á stjórnskipun ríkisins þykir ótvírætt benda til þess, aff ekki henti vel sú Ieiff til stjórnar- skrárbreytinga, sem sjálf stjórn arskráin leyfir og affeins er mið- uff viff venjulegar minni háttar lagfæringar. m. Samkvæmt stjórnarskránni sem nú gildir skal ktjórnarskrár- breyting öðlast samþykki tveggja þinga. Þegar fyrra jingið hefir samþykkt breyting- una fara fram kosningar til Alþingis. Ef hið nýkjörna þing samþykkir breytinguna eins og hún lá fyrir frá fyrra þingi og forseti staðfestir hana, fær hún fullt gildi. Tilgangurinn með þessari tilhögun er sá, að skjóta þessu máli sérstaklega undir íhugun kjósenda og fá beinlín- is úrskurff þeirra um þaff. Reynslan hefir nú orðið sú, að lögákveðinni aðferð hefir verið fylgt, en tilgangurinn, sem þessi aðferð átti að tryggja, hefir ekki náðst. Alþingi hefir jafnan sælst til að láta stj órnarskrár- breytingar bera undir venju- legar kosningar. Jafnvel þótt það væri nú ekki gert eru það ævinlega mörg önnur mál, sem rædd er við kjósendur, um leið og þeir eru krafðir úrskurðar um stjórnarskrána. Kjósandinn verður því í hvert sinn að gera það upp við sig, hvort hann eigi að setja hærra viðhorfið til stjórnarskrárinnar eða viðhorfið til hinna ýmsu mála annarra, oft mjög mikilvægra, sem fyrir hann eru lögð samtímis. Niður- staðan verður því oft sú, að stjórnarskráin er látin þoka til hliðar og það verður að viður- kenna það, að þetta er oft eðli- leg afstaða og eftir atvikum skynsamleg hjá kjósendum. Sérstaklega má þetta heita svo, þegar umrædd stjórnarskrár- breyting er hvorki fugl né fiskur, eins og flestar þær breytingar eru, sem fram hafa komið við þessa stjórnarskrá. Nær allar eiga þær sammerkt í því að þær fjalla um kjördæmaskipunina. Alltaf eru þær kallaðar mál málanna, réttlætismál. En allar eru þær bornar fram í því skyni að auka vald eða áhrif þess flokks eða þeirrá flokka, sem að þeim standa. Þeim hefir þá líka verið mótmælt af sömu ástæð- um. Þannig líkist þessi barátta venjulegu landavinningastríði. Flokkur flytur breytinguna af því og af því einu, að hann hyggst að fá með því meiri völd. Flokkur, sem stendur á móti, gerir þáð af því og af því einu, að ef hún gengur fram, tapar hann völdum og áhrifum. Réttlætismál er þessi liður stjórnarskrárinnar að vísu, en grundvöllur framkvæmdarinnar er þessi, sem nú var lýst, a. m. k. í höfuðatriðum. Annars veg- ar er skírskotað til hagsmuna flokksins, hins vegar krafizt úr- skurðar í réttlætismáli. Ekki verður það með sanni sagt, , að það sem hentar flokknum bezt, henti réttlætinu einnig bezt. Afstaðan til hinna ýmsu mála þarf alls ekki að fara samari við afstöðu kjósandans til stjórnar- skrárinnar. Af þessu sést, að gildandi aðferð um stjórnar- skrárbreytingu nær alls ekki þeim tilgangi, sem til er ætlazt, að fá úrskurð kjósandans um hana. Segja má að þetta skipti minna máli, þégar um er að ræða minni háttar og venjuleg- ar lagfæringar. Hins vegar skiptir þetta mjög miklu máli, þegar fyrir liggur gagnger breyting stjórnlaganna eins og nú. Þá verður að leggja áherzlu á það, aff þjóffin segi vilja sinn í þessu máli skýrt og afdráttar- nauðsynlegt mitt Alþingi, samkvæmt gild- Hjálmar Vílhjálmsson sýslumaður laust. Leiðin til þess er sú, og sú ein, aff halda þessu máli aff- greindu frá öffrum málum og fá þannig ótruflaffa afstöffu þjóff- arinnar til þess. Þetta er veiga- mesta ástæðan til þess, að sér- stök samkunda verði látin fjalla um stjórnarskrána og hana eina. Sú mótbára hefir heyrzt, að ekkert vinnist með sérstöku stjórnlagaþingi vegna þess að með kjör þess fari eins og með kjör Alþingis. Flokkarnir ráði þar öllu og því verði niðurstað- an sú sama og hún yrði með því að láta Alþingi fjalla að öllu leyti um málið. Þessu er því að svara, að hversu fráleitar regl- ur, sem yrðu settar um kjör til stjórnlagaþingsins, gerum jafnvel ráð fyrir svo fráleitum og grautarlegum reglum eins og gildandi kosningalögum, verra verður það naumast, þá er samt höfuðkostur við stjórn- lagaþingið. Engin önnur mál koma þar til umræffu og úrslita en stjórnarskráin. Rétt er það að vísu, að vald flokkanna er mikið, en ekki verður því trúað að óreyndu, að menn séu yfir- leitt svo blindir flokksmenn, að þeir styðji flokk til áhrifa á stjórnlagaþingi sem þessu, er hefði algerlega fráleitt sjónar- mið til stjórnarskrárinnar að þeirra dómi. Ennfremur er þess áð gæta, að ef horfið yrði að sérstöku stjórnlagaþingi, má á- reiðanlega gera ráð fyrir að flokkarnir legðu stund á að vanda^ afstöðu sína til þessa máls betur en raun hefir á orð- ið til þessa. IV.' Eins og drepið var á, er það í raun og veru Alþingi sjálft, sem nú setur stjóirnarskrána. Það, að' málinu er með sérstökum kosningum skotið til kjósenda, reynist áhrifalítið eins bg bent var á. Aðalþættir stjórnskipun- arinnar eru taldir þessir: Lög- gjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Stjórnarskráin gerir nánar grein fyrir þessum þáttum • ríkisvaldsins) hver j ir skuli vera handhafar þeirra og hvernig takmörkin skuli sett milli hinná einstöku þátta. Eins og nú er og allir verða sammála um að verða skuli, er löggjafar- valdið hjá Alþingi, að mestu. Meir munu skoðanir skiptar um framkvæmdavaldið. í fram- kvæmd er það nú einnig hjá Alþingi a. m. k. að verulegu leyti. Eðlilegt mætti það teljast, þar sem stj órnarskráin ákveð- ur meðal annars vald Alþingis og verksvið, að Alþingi hefði tilhneigingu til þess að draga sem mest til sín, ef það ætti að ráða stjórnarskrárákvæðunum um þetta, en þessu ræður ein- andi stjórnarskrá. Miklu við- felldnara væri að stofnun óháð Alþingi ákvæði þessi takmörk og segði fyrir um það meðal annars til hvers þjóðin ætlast af Alþingi. Engum er til þess treystandi að fella dóm i eigin sök. En það yrði einmitt hlut- verk Alþingis, ef sá háttur yrði látinn ráða um setningu hinnar nýju lýðveldisstjórnarskrár, sem nú er í gildi. Er mönnum vor- kunnarlaust að skilja það, hversu slík skipan er ákaflega fjarstæð og í raun og veru al- veg einstæð. Þessi ástæða er þung á metunum og bendir til þess að núgildandi ákvæði um breytingar á stjórnarskránni eigi ekki við um þá stjórnar- skrá, sem nú skal setja. Einhver kann að vilja segja, að þar sem Alþingi er rétt mynd af þjóðinni, sé stjórnarskrá, sem Alþingi setji, í raun og veru gefin af þjóðinni sjálfri. Segj- um að Alþingi það, sem nú set- ur, sé mynd af þjóðinni. En gerum okkur nánari grein fyrir því, hvað það er, sem einkum hefir mótað þessa mynd. Alþingi það, sem nú situr, er valið til ýmsra starfa. Það átti að sjá úm stjórnarmyndun og gat það lengi vel ekki, en tókst það þó um síðir sem og frægt er orðið. Verðbólgan var mál mál- anna við síðustu kosningar, öll- um kom saman um það, en einn vildi þetta til úrbóta, annar hitt, og svo urðu kjósendur að velja. Áreiðanlega var afstaða flokk- anna til verðbólgunnar eitt mik- ilvægasta málið, sem um var kosið. Alþingi hefir ætíð reynt og reynir enn að leysa þessi vandræði af þjóðinni, en til þessa hefir það ekki tekizt, þvert á móti. Eftir þriggja ára stríð við þenna erkióvin allra þegna þjóðfélagsins, veitir honum nú betur en nokkru sinni fyrr. Vísi- talan er nú komin á stað, ekki niður, heldur upp, og hagsmunir þegnanna lúta i lægra haldi. Ljóðmæli Bjarna Thorarensen Ijósprentuð Ljósprentun hefir mjög færzt í aukana hér á landi á seinni árum, siðan Lithoprent tók til starfa. Sjálf hefir prentstofan gefið út ýms merkisrit ljós- prentuð, svo sem Fjölni og Ár- bækur Espólíns, sem að vísu er ekki nema lítið eitt komið út af, en von á framhaldi innan skamms. En auk þess hefir prentstofan unnið ýmist fyrir aðra, og má þar á meðal nefna útgáfu Ragnars Jónssonar á frumútgáfunni af ljóðum Jón- asar Hallgrímssonar. Nú fyrir fáum dögum kom út enn ein ljósprentuð bók, sem er hliðstæð þeirri síðastnefndu. Er það frumútgáfa Bókmennta- félagsins á ljóðmælum Bjarna Thorarensens. Er það Bókfells- útgáfan, sem kostar þessa ljós- prentun. að fengnu leyfi Bók- menntafélagsins. Þessi ljóðabók Bjarna Thor- arensen kom fyrst út árið 1847, og hefir frumútgáfan lengi verið ófáanleg með öllu eins og að líkum lætur, eftir hér um bil heila öld, þegar í hlut á eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar. Hins vegar hafa þeir verið ær- ið margir, sem langað hefir til þess að eignast frumútgáfuna. Nú er þess kostur fyrir framtak Bókfellsútgáfunnar og tækni Lithoprents. Er það vissulega vel farið. Hér var drepið á tvö mikilvæg- ustu málin, sem lögð voru undir dóm kjósenda 1942 um haust- ið. Við þær kosningar var ekkert rætt við kjósendur um stjórn- skipun væntanlegs lýðveldis. Úrskurður þeirra um það mál, verður á engan hátt fundinn i þeim kosningum. Hversu góð mynd, sem núverandi Alþingi kann anars að vera af þesari þjóð, er það víst, að það eru ekki víðhorfin til stjórnskipunar- innar, sem mótað hafa hana. í viðbót aðeins þetta: Finnst mönnum líklegt, að Alþi'ngi, sem kosið var til þess að gera vissa hluti og gat það ýmist alls ekki eða þá með eindæma harmkvælum, að það sama þing sé líklegt til þess að gera hluti svo vel fari, sem það var alls ekki beðið að gera? Tæplega. Yrði horfið að því ráði að stofna til sérstaks stjórnlaga- þings, mundi sú ein breyting vera æskileg á stjórnarskránni að svo stöddu, sem gerir ráð fyrir því. Slíka breytingu mætti samþykkja á Alþingi hæfilegum tíma fyrir næstu kosningar, sem fram eiga að fara á sumri kom- anda. Alþingi það, sem saman kemur eftir kosningar, gengi þá endanlega frá þessari breytingu og setti lög um skipun og kjör til stjórnlagaþingsins. Ein- hverntíma á árinu 1947 ætti þá stjórnlagaþingið að geta tekið til starfa. Á þennan hátt frest- ast að vísu setning lýðveldis- stjórnarskrárinnar um ein tvö ár, en ekki ætti það að vera svo mjög hættulegt. Þvert á móti verður ekki betur séð, en að slíkur frestur sé bæði æskilegur og jafnvel nauðsynlegur. Af- staða núverandi stjórnmála- flokka til stjórnskipunar ríkis- ins, er vægast sagt mjög óljós, a. m. k. virðist þetta svo í aug- (Framhald á 6. slðu) Helgi frá Þórustöbum: V : , . ! - • ‘ Tveir íshafsleiðangrar Einn dýrmætasti eiginleiki mannsins er löngun hans til þess aff glíma viff erfiðleikana og sigra þá. Þetta birtist í mörgum myndum og er mismunandi mikil eftirtekt veitt. Baráttu samra manna er veitt alheimsathygli, og í hópi þeirra eru hinir miklu landkönnuffir, er ýmist hafa háff baráttu á láffi, legi effa jafn- vel í lofti. Barátta þeirra hefir löngum veriff hættuleg, og þeir eru ótaldir, sem látiff hafa lífiff í svaffilförum landkönnuffanna. í þessari grein Helga frá Þórustöffum er sagt frá tveimur ferffum frægra manna, er fóru meff miklu föruneyti norffur til heimskautalandanna, en áttu hvorugir afturkvæmt og fæstir þeirra manna. Þeir eru ekki fáír, sem sótt hafa frama sinn ofe hróður 1 skaut íshafanna í fífldjörf- um svaðilförum. Nöfn eins og Vilhjálmur Stefánsson og A- mundsen, eru flestum kunn og þá það um leið, sem gert hefir þau nafnkennd. Mannsandinn hefir alla tíð verið að þreifa sig æ lengra og lengra áfram, kanna nýjar leiðir og sigla ó- kunn höf. Og fjöldi manna hafa lagt líf sitt í hættu til þess að öðlast ráðningu á því, sem gáta var. Menn hafa ekki einungis viljað finna og kanna hin „sí- grænu sólarlönd“, heldur hafa þeir líka lagt út í mestu auðnir veraldarinnar, íshöfin. Margir komu heilir og hraustir úr þessum ferðum, en margir komu ekki, og fátt eitt vitað um ævi- lok sumra þeirra. Hér verður sagt frá tveimur íshafsleið- angrum. Annar var frá Eng- landi, og týndist fyrir norðan Ameríkustrendur. Hinn var frá Bandaríkjunum, og var gerður út til að finna norður-heims- skautið, en flestir af mönnun- um, sem í honum ’voru, týndust eða dóu úr hungri. Sir John Franklin stýrði enska leiðangr- inum, en G. V. de Long var for- ingi hins. II. John Franklín var fvædd- ur í Englandi 1876. í fyrstu var ákveðið, að hann skyldi verða’ prestur, en hann kaus heldur að ganga í sjóherinn, og gat hann sér þar góðan orðstír í stríðinu við Dani í byrjun 19. aldar. Nokkru seinna var hann undirforingi í för, sem gerð var til Spitzbergen, og vann sér þar einnig gott orð. Árið 1819 lagði hann af stað í landkönnunarferð til íshafs- stranda Norður-Ameríku og lenti þar í hinum mestu mann- raunum. Svarf hungur svo fast að þeim félögum, að þeir urðu að leggja sér til munns skinn- snepla og annað því líkt. Marg- ir menn dóu í för þessari úr hungri og harðrétti, en foringj- arnir og nokkrir með þeim komust þó heim aftur til Eng- lands. Síðan lagði John Frank- lin í annan leiðangur á sömu slóðir, og gekk sú för að óskum. Eftir það hætti hann íshafsferð- um um stund og gerðist land- stjóri á Tasmaniu og dvaldi þar í tólf ár. Þegar hann kom aftur til Englands, var þar mikill á- hugi fyrir íshafsferðum, og þá var ennþá ófundin leiðin milli hafa fyrir Norður-Ameríku. Var hafizt handa að efna til leið- angurs til að finna þá leið, og var John Franklín ráðinn for- ingi fararinnar þó aldraður væri hann þá orðinn, fimmtíu og níu ára gamall. Tvö skip fékk hann til umráða. Hét annað Evelus en hitt Terror. Hinn 10. maí 1845 lögðu skip- in úr höfn, og voru á þeim til samans 134 menn. 4. júlí voru þau komin á Diskoflóa við vestur-strönd Grænlands og þar sneri fylgdarskip þeirra aftur. Með því sendu þeir Franklín og félagar hans bréf sín og kveðj- ur heim. Voru það að kalla síð- ustu fréttirnar, sem komu af þeim í lifanda lífi. Síðan spurð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.