Tíminn - 05.10.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.10.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMIM, föstndagÍMii 5. okt. 1945 75. blað Minning Sveins Hannessonar frá Elivognm i. Brags í éli stóðst sem steinn stuðla- vel hélzt boga. Götu að heli gekkstu, Sveinn, greppur Elivoga. Þín að minnast skerpir skin, — skúra þynnist vegur — Tryggur þinna vina vin varstu innilegur. Minni órotið fékk þér fest fræði, að notum var þér. Þig, er hlotið hafði gest, hlýrra kotið var mér. Miðlaðir fróðleik mörgum þá máls frá sjóði í haginn. Þínum glóðum gáfna frá geislar flóðu um bæinn. Röddin skýr og hreimahlý hlumdi á dýrum brögum. Sjóð órýran áttir í ævintýrum, sögum. Listagróður geymdi sál, gildan sjóð í orði. Falla í ljóðin fagurt mál fár þér stóð á sporði. List þín fló um borg og bý, brags þér hlógu skeyti. Bak þér hjóu ýmsir í arfar Gróu á Lei'ti. Þá, er sendu seggjum leir, — satt má endurgreina: — Öfund brenndi, og ýmsra þeir innan kenndu meina. Þeim tókst öngum þér í draf þrýsta, ströngum önnum. Varst þó löngum eltur af álits-svöngum mönnum. Ljóðs þig störfin lúðu ei par, lundin djörf við slarkið. Þínar örvar orðsnilldar yddar svörfu markið. Hvergi sýndir fum né fálm fram, er tíndir rökin. Heini brýndir Braga-skálm, bragna klíndi sökin. Innt af rögg mörg orðfleyg sneið, efnistögg, sem báru, markviss högg, það mörgum sveið, merki glögg þess váru. Við ei gældir glópa hót, grip þig nældu tdnna. Öruggt pældir upp og mót óvi£sældum granna. Virðing gæðavina nauzt, vel það kvæðin sanna. Öfund bæði og óþökk hlauzt aftanlæðings-manna. Hugsun lág þeim hæfa má — hrökklast þá í leynin — sem að náinn nota þrá, naga um dáins beinin. Vert er að hylla og heiðra þá, horfna villurökum, sæmdum gylla seggi, er ná Sveini í snillitökum. Húnvetningur. II. Brotið er skarð í Bragasveit — Brunnin harpa í Surtar- logum — Nú er hniginn hels í reit hetjan Sveinn frá Elivogum. Hagur bragarhörpu sló., hrundi bundið mál af vörum. Orðaforða yfir bjó undir stundum þungum kjörum. Uppeldið og æskan var erfitt, hrjúft og kuldablandið, skapið hart, og því varð þar þröngt að sneiða lífs hjá strandi. Misskilinn í mörgum reit maðurinn var, af sínum grönn- um. Enda frá sér einatt beit ægihvössum bragartönnum. Þó sál af gremju sýndist full og sori væri i kvæðum talinn allra innst þó glóði gull guðs hjá neista er lá .þar falinn. Sigurjón Jónsson, Skefilsstöðum. Sérstakt stjómlagaþing.. (Framhald aj 3. síðuj um almemlra kjósenda. Blöðin ræða alls ekki eða mjög lítið um það, sem koma skal í þessu máli. Ástæðan er án efa sú, að flokkarnir hafa ekki enn gert sér grein fyrir stefnu sinni í málinu. Af þessum sökum er það að vonum, að kjósendur hafi almennt ekki heldur hugs- að mál þetta svo sem vera ber um jafn þýðingarmikið mál. Til þess að bjarga vanrækslu kjós- endanna og flokkanna í þessu efni, virðist beinlínis nauðsyn- legt að fresta lýðveldisstjórnar- skránni um skeið. Frestinn ber að nota sem bezt til umræðna um málið í öllum helztu blöð- um, svo þjóðinni gefist kostur á því að mynda sér skoðanir og marka viðhorf sitt til hinna einstöku atriða, sem stjórnar- skráin á að fjalla um. Þetta er sá háttur, sem bezt á við í lýð- frjálsu landi, og önnur af- greiðsla þessa máls en sú, sem byggist* á vandlegri atlíugun þjóðarinnar, er ekki frambæri- leg. Þótt ekki verði það talið til ástæðna fyrir því að stofna til sérstaks stjórnlagaþings, að það hefði i för með sér nokkurn frest á afgreiðslu málsins, fer nú einmitt það vel saman við þörf þjóðarinnar til þess að fá tíma til þess að átta sig á málinu. VI. Að lokum skal aðeins drepið á eitt atriði enn. Miklar líkur eru til þess, að mjög almenn ósk sé um það, að stjórnarskrá- ín verði sett á sérstöku stjórn- lagaþingi. Þing- og héraðsmála- fundur ’á Vestuflandi hefir ein- dregið óskað þessarar skipunar. Hér á Seyðisfirði var háður 3. fundur Fjórðungsþings Aust- firðinga dagana 15. og 16. þ. m. Þing þetta sátu 12 fulltrúar, þrír kosnir af sýslunefnd Norð- ur-Múlasýslu, þrír kosnir af sýslunefnd Suður-Múlasýslu, þrír kosnir af bæjarstjórn Nes- kaupstaðar og þrír kosnir af bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaup- staðar. Allir stjórnmálaflokkar áttu fulltrúa á þinginu. Áskor- un um sérstakt stjórnlagaþing var borin undir atkvæði eftir ýt- arlegar umræður og var hún samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum. Ekki er kunnugt, að mál þetta hafi verið rætt ann- ars staðar á almennum fundum. Ástæðan' til þess mun vera tómlæti það, sem blöð og stjórn- málamenn yfirleitt hafa sýnt þessu mikilvæga máli. Það er engin ástæða til þess að ætla, að afstaða annara landsmanna til málsins sé önnur en af- V staða Vestfirðinga og Austfirð- inga, sem nú liggur greinilega fyrir eins og hér var skýrt frá. Án efa má benda á margt fleira, sem ástæður fyrir stjórn- lagaþingi, en hér hefir verið gert og sérstaklega mætti gera þeim atriðum, sem nú var bent á, fyllri og gleggri skil en hér var gert. En við þetta verður að sitja að svo stöddu. Seyðisfirði, 18. sept. 1945. Hieypir í kútum, heilflöskum, hálfflösk- um og smáglösum. Sendum um land allt. EFNAGERÐ SEYÐISFJARÐAR. Símskeyti: Efnagerðin. í Talsími: Seyðisfjörður 43. Auglýsing HEILBRIGÐISFULLTRUASTAÐAN í Reykjavík er laus til unlsóknar. Laun skv. launasamþykkt bæjarins. Umsóknir sendist skrifstofu minni, sem gefur nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur til 1. nóvember n. k. ISorgarstjióriim í Reykjavík. Stúikur vantar í borðstofu og eldhus á Kleppsspítala. Upplýslngar í skrifstofu ríkisspítalanna, síini 1765 ojí í síina 2319. Frá Golfskálanum Félög, einstaklingar og starfsfólk fyrirtækja, sem hús- næði þyrfti í vetur fyrir veizlur og aðra skemmtistarf- semi, ætti að tala við mig sem fyrst í síma 4981. . , / ATH. Ég mun reyna að hafa bíla til heimferðar fyrit gesti hússins. fj) Jón VeturliÓasón. Tanniæknir Bæjarráð hefir ákveðið ,að ráða skólatannlækni til starfa í Laugarnesskólanum. Skrifstofa mín, sem gefur nánari upplýsingar um starfskjör og laun, tekur við umsóknum til 1. nóv. n. k. ' ' | Borgarstjórinn í Reykjavík. Höfum nú daglega: NÝTT SLÁTUR • NÝTT STÁTTR, MÖR, TIFUR, IIJÖRTU, SVÍÖ, ásamt úrvals DIUKAKJÖTI. BÚRFELL Skjaldborg. Sími 1506. Nýkomið SANDCRÉPE i mörgum litum. H. Toít Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Húsmæður! Sultutíminn er kom- inn, — en sykurskammt- urinn er smár. Tryggið yður góðan árangur af fyrirhöfn yðar. Varðveitið vetrarforðann fyrir skemmdum. Það gerið þér bezt með þyí að nota BETAMON, óbrigðult rot varnarefni, nauðsynlegt, þegar litill sykur er not aður. BENSONAT, natron. bensoesúrt Dökkblá KVPUEFIVT góð og ódýr, nýkomin. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Vinitið ötullegw fyrir Tímann. PEjCTINAL, , sultuhleypir, sem gerir yður kleift að sjóða sultu á 10 mínút um. — Pectinal hleypir sultuna, jafnvel þó að notað sé ljóst sýróp allt að % hl/utum í stað syk- urs. VÍNEDIK, gerjað úr áyöxt' um. VANILLUTÖFLUR Og VÍNSÝRU, sem hvorttveggja er ómissandi til bragð- bætis. FLÖSKULAKK í plötum. Allt frá CHEMIA H.F. Fæst í öllum matvöruverzlunum. flth. Flestir íslendingar eyða mörgum ævistundum í allskonar fundastörf. Árangur þeirra verður þó oft sorglega lítill vegna þekkingarleysis stjórnendanna og annarra fundarmanna. Leitið yður fræðslu um þessar undirstöðureglur lýðræðisins, í (Bréfaáhóíci S. 1S. Stór bólt um líf og starf og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þ'ýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leonardo da Vinci var furðulegur maður Hvar sem hann er nefndur i bókuih. er eim og menn skorti orð til þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. I .JLncyciopcrdia Dntannica” (1911) er sagt, nð sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningt n sx'tðt visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði *nzt tíí að afkasto hundiaðasto parti af öllu þvi, sejn hann fékkst við. Leonardo da Vinci var óviðjafnanlegur mdlari. En liann var lika uppfinningamnður d við Edison, eðlisfrccðingur, stcrrðfrccðingm, stjömufraðingur og hervélafrctðingnr Hann fékkst við rannsóknir i Ijósfrccði, liffcrrafrcrði og sljórnfrccði, andlitsfall manna og fellingar i klccðum athugaði liann vandlega. „ Söngmaður var Leonardo, góður og lék sjálfur d hljóðfccri. Enn fremur 'ritaðí hann kynstrin öll af clagbókum, en - list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þesst bók um Leonardo da Vinci er saga urn mannnm, er fjölliccfastur og afkasta• m'eslur er tnlinn allra manna, er sögur fnra af. og einn aj mestu lislamönnum vcraldor. í hókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. Skmnaverksmidjan Iðunn framlciðii* SÚTUÐ SKKVN OG LEÐUR \ ennfrcmnr hina landskumm 1ðunnarskó Bókaforlag Æskunnar: Nýjar bækur í dag: Kalla fer í vist (framhald af Kalla skrifar dagbók). Á aevintýraleiðum. Spennandi saga fyrir drengi. ÍPrUin hans IVón, meö teiknimyndum, Walt Disney. * Undrafluyvélin kemúr út eftir nokkra daga. Tryggið ykkur þá bók í tíma, því á henni verður hraðsala. Öríá eintök eru enn til af Kalla skrifar dagbók. Spyrjið næsta bóksala um forlagsbækur Æskunnar. Aðalúísahi: Kirkjuhvoli Bókabúð Æskunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.