Tíminn - 05.10.1945, Blaðsíða 5
75. blað
TÍMIIVN, föstudagiim 5. okt. 1945
9
WJtn þétta leyti fyrir 395 árum:
Handtaka Jóns Arasonar
LÁRS HANSEN:
Fast þeir sóttu sjóirm
Um miðja 16. öld voru rósturá
íslandi. Fyrsti lútherski biskup-
inn, Gissur Einarsson, hafði
fallið frá á langaföstu 1548, ög
hinn aldni höfðingi kaþólskra
manna, Jón biskup Arason, þá
séð sér leik á borði, riðið til
Skálholts um vorið, sett þar
prestastefnu og látið kjósa til
biskups í Skálholti Sigvarð á-
bóta Halldórsson í Þykkvabæ.
Fór hann síðan utan til vígslu,
en andaðist í Kaupmannahöfn
árið 1550. Sjálfur tók Jón að sér
varðveizlu Skálholtsstaðar í
fjarveru biskupsefnis.
Um svipað leyti höfðu áhang-
endur mótmælendatrúarinnar
kosið séra Martein Einarsson að
Staðarstað til biskups, og var
hann vígður til embættisins ár-
ið eftir af Pétri Palladíusi Sjá-
landsbiskupi.
Fyrir þessi afskipti stefndi
Danakonungur Jóni biskupi ut-
an á sinn fund. En hann fór þó
hvergi. í þess stað reið hann
suður Kjöl nokkru eftir utanför
Marteins, með eitt hundrað
menn undir vopnum. Er Jón
Bjarnason staðarráðsmaður
hafði spurnir af ferðum þeirra,
kvaddi hann saman landseta
Skálholtsstaðar og bjóst til
varnar. Hafði hann lið fleira en
biskup, sem sá þann kost vænst-
an að snúa frá, eftir að hafa
setið um staðinn í fimm daga.
Sneri hann reiði sinni á hénd-
ur Daða Guðmundssyni í Snóks-
dal í Dalasýslu, sem þá var öfl-
ugastur stuðningsmaður lút-
herskunnar í landinu, gerði
upptæk bú hans þrjú, bar á
hann margar og þungar sakar-
giftir og bannfærði hann loks
að kaþólskum sið annan dags
nýársdag 1549.
Árið eftir lét Murteinn biskup,
sem þá var kominn heim vígð-
ur, dóm ganga yfir Jóni á Al-
þingi. Svaraði Jón með því að
senda syni sína á vettvang að
handtaka Martein, og náðu þeir
honum að Staðarstað, en Daði
komst nauðulega undan. Hafði
hann verið á Rifi. Eftir þetta lét
biskup gera virki að Hólum, en
konungur sendi Daða og Pétri
mági hans, bróður Marteins
biskups, þau boð að handtaka
Jón Arason, er hann frétti at-
burði þá, sem orðnir voru.
Jón Arason lét hins vegar
engan bilbug á sér finna, enda
hafði honum borizt hvatningar-
bréf frá sjálfum páfa, Páli III.
Reið hann til þings vorið 1550
og hafði Martein biskup með
sér í haldi. Réði hann og synir
hans einir öllu á þingi og voru
mál öll dæmd að þeirra vild.
Jafnvel hirðstjóri konungs,
Laurentíus Mule, varð að þola
það bótalaust, að Ari, son bisk-
ups, sló hann á nasirnar með
gjaldsilfri.
Af þingi héldu þeir feðgar svo
í Skálholt og handtóku Jón
Bjarnason'staðarráðsmann, sem
sá sér þann kost skárstan að
játast kaþólskri trú og valdi
Jóns Arasonar, þótt illa efndi
hann það nauðungarheit. Skál-
holtskirkju vígði Jón að nýju, en
lét grafa lík Gissurar upp og
láta í poka og fleygja í gryfju
utan garðs. Var það þá, er bisk-
up sagði hin frægu orð:
„Nú hef eg undir mér allt ís-
land, utan hálfan annan kon-
ungsson“.
Áður en biskup héldi heim,
fór hann til Viðeyjar og endur-
reisti klaustrið þar, sem tvíveg-
is hafði verið rænt, og rak brott
alla Dani, og síðan að Helgafelli
og endurreisti einnig hið forna
klaustur þar.
Nú var Daði Guðmundsson í
Snóksdal einn uppi þeirra and-
stæðinga Jóns biskúps, er nokk-
urrar andstöðu var af að vænta.
Honum stefndi biskup nú undir
dóm Orms Sturlusonar lög-
manns að Sauðafelli um haustið.
Var Daði mjög á báðum áttum
um það, hvort hann ætti ekki
að leita sætta við biskup. En
áður en það yrði, barst honum
bréf konungs, Kristjáns III., er
stappaði mjög í hann stálinu.
Jón biskup hugðist hins
vegar ekki að láta sitja við orð-
in tóm. Hann bjóst frá Hólum í
Sauðafellsför sína að liðnum
slætti. Voru í fylgd með honum
níutíu menn, þar á meðal synir
hans báðir. Settust þeir í bú
Daða að Sauðafelli, er Ari, son
biskups, gerði tilkall til. Töldu
þeir sig nú eiga alls kostar við
„Dalaglópinn“. Kom Daði til
móts við þá með fjölmenni og
bauð að láta fé sitt og forðast
mótgerðir við biskup, ef hann
mætti þá ná sættum. Segir sag-
an, að annar sona biskups hafi
viljað ganga að þessu boði, en
biskup svaraði:
„Ertu nú hræddur, frændi?“
„Nei, herra“, svaraði hinn,
„en um fleira er að hugsa en
ákefð eina“.
Biskup hafnaði eigi síður
sáttaboðinu. Þá reiddist Daði,
og er það gömul sögn, að hann
hafi viðhaft þessi orð, er hann
reið brott frá fundinum:
„Fyrst þeir viláu eigi þessu
boði taka, skulu þeir sjá mig og
pilta mína hér á Sauðafelli inn-
an skamms tíma“.
Eftir þennan fund vildi Ari
ríða norður eða senda eftir
meira liði. En það vildi biskup
eigi. Treysti hann liðveizlu Borg-
firðinga, sem komnir voru að
Sauðafelli 30—40 undir forustu
séra Freysteins Grímssonar í
Stafholti og Jóns Jónssonar
sýslumanns í Bæ.
Hinn 2. dag októbermánað-
ar var mjög þungt í lofti, þoka
og suddi. Hefði þá mátt sjá í-
skyggilegan liðssamdrátt í hér-
aðinu. Voru stórir flokkar
manna á ferð sunnan Miðár og
stefndu til Sauðafells. Allir voru
i gráum síðhempum, þungir á
brún og óárennilegir. Var þarna
á ferð Daði bóndi í Snóksdal og
aðrir Dalakarlar, fylgismenn
hans.
Þegar komið var á teiginn
neðan við Hamraenda, sem er
bær nær gegnt Sauðafelli hin-
um megin Miðár, lét Daði menn
sína stíga af baki reiðskjótun-
um. Bað hann þá eina fylgja
sér lengra, sem væru til
alls búnir, en hét hins vegar að
ala önn fyrir börnum þeirra,
sem kynnu að falla, og græða
sár særðra manna. Sneri þá
einn við. Var það landseti Daða,
Jón Ólafsson á Hörðubóli, kall-
aður hinn sterki.
Var síðan stigið á bak og riðið
upp með Tunguá, og tvímenntu
nú flestir, svo liðið skyldi eigi
sýnast eins fjölmennt, ef njósn-
ir bærust. Voru þeir 80—100
saman. Varð þeirra lítt vart fyrr
en þeir komu fyrir fellsendann,
og riðu þeir þá djarflega heim
að bænum. Biskupssynir gengu
á móti komumönnum, en hörf-
uðu aftur heim, er flokkurinn
reið í túnið og tók sér þar stöðu
á litlum hóli, er Kötluhóll heit-
ir. Lét Daði menn sína stinga
þar upp snyddu og hlaða garða
undir byssur sínar.
Séra Björn, son biskups, mælti
við Daða, er hann sá viðbúnað-
inn:
— „Þér er bezt að fara heim
aftur og binda inn nautin".
Urðu nokkur orðaskipti með
þeim, og bauð Daði þeim að
fara og hét þeim þá friði. En
Björn skoraði á hann að halda
brott, „því að hér verða ævin-
týr með oss í dag, ef þú fer eigi
heim aftur“.
Biskupsmenn bjuggust nú um
í kirkjugarði,og höfðu þeir bæði
byssur og sverð. Borgfirðingar
höfðu sig hins vegar lítt í
frammi. Hafði Daði sent þeim
bréf og heitið á þá að veita Jóni
biskupi ekki, og voru þeir mjög
tvílráðir.
Daði bjóst nú þegar til at-
'lögu. Lét hann '30—40 me.nn
verða eftir _hjá byssunum, en
hinir þustu að kirkjunni, sum-
ir að sunnan, aðrir að norðan.
Skaut Ari þá á Daða, en geigaði.
Hrðþaði Daði þá hátt til sinna
manna og skipaði þeim að
greiða atlögu „í fjandans
nafni“. Tókst bardagi og særð-
ust nokkrir Norðlendingar. Var
Ara hrundið inn í kirkjuna og
lókað, en séra Björn stóð við
kirkjudyr með korða í hendi,
unz hann særðist skotsári í
handlegginn.
Eftir það varð vörnin skamm-
vinn. Voru þeir feðgar allir
teknir þarna höndum og með
þeim ýmsir menn fleiri, sem
mestur þótti slægur í. Stóð
(FramhalcL á 7. síðu)
FRAMHALD
Þegar Kristófer var kominn í buxur og peysu og búixm að
drekka kaffi, sagði hann:
— Við skulum ljúka við kistuna hans Jakobs Hansens og fara
svo með líkfylgdina til Digraháls, svo að hann komist sómasam-
lega í jörðina. Það er bókstaflega skylda okkar, fyrst að hann
kræktist nú þarna á önglana okkar.
En þá rauk Nikki á Bakkanum upp.
— Það skal þó aldrei verða. Höfum við ekki gert meira en
nóg: að draga líkið úr sjónum og flytja það hingað? Viljirðu
endilega dragast með það lengur, þá geturðu fengið að sigla
með á heimsenda, en þú skalt fá að fara þá ferð einn — þið
getið farið með það, þið Þór, þið erum báðir af sömu ættinni.
En við Lúlli — við komum hingað til þess að fiska.
Og um leið og Nikkí sagði þetta sló Lúlli i borðið og bölvaði
heitt og innilega, því að hann var líka kominn til Lófót til þess
að fiska og vildi þess vegna ekki eyða vertiðinni í þarflaust snatt
með hálfrotnað lík.
Auðvitað vissu þeir ofurvel, að Kristófer myndi fara með líkið
úr því að hann hafði einu sinni tekið það i sig. En þeir ætluðu
sér ekki að fara með góðu. Þeir voru báðir innilega sannfærðir
um það, að þeir hefðu þegar gert allt, sem hægt var af þeim að
krefjast með sanngirni. Höfðu þeir svo sem ekki dregið líkið
upp úr sjónum og komið því hingað?
Þeir þögðu allir um stund, og hver hugsaði sitt. En svo fóru
þeir að hypja sig upp í fletin, og þá varð ekki meira úr samræð-
um, því að allir sofnuðu samstundis og þeir voru lagstir út af..
Klukkan var ekki nen;a fimm um morguninn, er Kristófer
kveikti á eldspítu og leit á úrið. Klukkan sex var hann aftur
tekinn til við kistusmíðina í skemmu ekkjunnar. Um hádegisbilið
var hann kominn á skipsfjöl með ekkjuna, sem hafði líkklæðin
meðferðis. Ekkjuna já -i- og telpurnar tvær og fáeina sjómenn,
sem vildu fá a4 sjá líkið áður en það yrði kistulagt.
Það var vestannepja og éljagangur. En þegar búið var að
kistuleggja, gaf Kristófer til kynna, að hann myndi fara
með líkið og likfylgdina til Digraháls snemma morguninn eftir.
Klukkan sex urðu allir að vera komnir á skipsfjöl, því að hann
ætlaði að komast aftur til Ljósuvíkur um kvöldið.
Um kvöldið sátu þeir allir fjórir niðri í káetunni. Það var ekki
neinn blíðusvipur á þeim Lúlla og Nikka. Þeir höfðu tekið eftir því,
sem hann Kristófer sagði við ekkjuna. Hann ætlaði sem sagt til
Digraháls með líkið, án þess svo mikið að ráðfæra sig við aðra.
Hann var ekki að hafa fyrir því að spyrja þá, hvort þeir vildu
þetta.
Þeim hafði oft gramizt einræðishneigð Kristófers, bæði 1 ls-
hafsferðum og fiskiróðrum — menn áttu alltaf að sætta sig
möglunarlaust við allt, sem hann sagði og gerði. Og nú bætti
bölvaður karlinn gráu ofan á svart með þvi að taka biblíuna
undan koddanum og fara að stauta í henni. Þeir voru alveg að
rifna af vonzku. Þannig leið heil klukkustund. Eina hljóðið, sem
heyrðist, var skrjáfið í pappírnum, þegar Kristófer fletti blöð-
unum. Loks stóðst Lúlli ekki lengur mátið.
— Getur þú sagt mér það, Kristófer, sagði hann, hvernig því
víkur við, hvað margt undarlegt kemur ævinlega fyrir þig hérna
á honum „Noregi"? Við Nikki höfum nú báðir verið með öðrum
formönnum, bæði í íshafinu og hér við Lófót, og þá hefir allt
gengið eins og það átti að ganga, en við erum ekki fyrr
komnir á sjó með þér, að alls konar kynjaviðburðir gerast. Og
svo temur þú þér þennan bölvaðan ósið að vara sifellt að grauta
í biblíunni, eins og þú værir strangtrúaður.
Þegar hann Kristófer lét eins og hann heyrði ekki þessa romsu,
tók Nikki til máls:
— Ja, tökum til dæmis hkið hérna. Þið heyrðuð, hvað hann
Bernt gamli Berntsen frá Strýtu sagði. Skyldi það ekki segja
sína sögu, að þarna hefir það rekið á móti vindi og straumi og
sveimað milli óteljandi lóða, þangað til það festist á línunni
hans Kristófers?
Kristófer þagði.
Þá tók Lúlli undir:
— Karlinn frá Brúney sagði líka, að við hér á „Noregi" hlytum
að vera sérstök Guðs börn og sér í lagi hann Kristófer.
Kristófer þagði enn.
— Hann vissi nú ekki heldur, að við stálum öllum veiðarfær-
unum, sagði *Nikki.
— Hann Kristófer er Guðs barn, sagði-Lúlli — ó-já, ég sagði
það. Og aldrei á minni lífs fæddri ævi hefi ég heyrt mann blóta
svo hressilega, að það sé eins og eldingu hafi lostið niður við
eyrað á manni — nema hann Kristófer, blessað guðslambið.
Þá lagði hann Kristófer frá sér biblíuna og sagði:
— Heyrið þið annars, piltar. Hafið þið einhvern tima heyrt
mig hrósa mér af því, að ég væri trúaður? Nei, ó-nei. Ég hef
aldrei reynt að telja neinum manni trú um það — hvorki ykkur
né öðrum. Það er satt, sem þú segir, Lúlli, að ég blóta. En þú munt
aldrei hafa heyrt mig segja ljótt orð án þess að það væri nauð-
synlegt, og þegar ég geri það, veit ég varla af þvi sjálfur. Þess
vegna er það ekki synd. Þegar ég er á siglingu 1 stórroki og segi:
Skárri er það helvítis ofsinn, þá er ég reiður. En það er ekki held-
ur nein synd,' því að þá er auðvitað sá vondi að verki, og hann
og allt hans athæfi eigum við að hata — það stendur skýrum
stöfum í sjálfri biblíunni. Þar stendur skrifað, að Guð sé góður
og vondi karlinn erkióvinur hans. — Nú, hvað viðvíkur þess-
ari jarðarför, sem þið eruð svo reiðir yfir, þá get ég sagt ykkur
það, að þegar ég kom til ekkjunnar og ætlaði að skila henni
líkinu, þá bað hún mig að fá ykkur til þess að bera hann Jakob
sinn í skemmuna, því að hún ætlaði að leita á náðir sveitarinnar
um kistu og annan útfararkostnað. Þá datt mér í hug, ef ein-
hver okkar hefði nú verið í sporunum hans Jakobs heitins, og
þegar ég tók yngri telpuna upp í fangið, fannst mér eins og ein-
hver væri að biðja mig að smíða nú kistuna og sjá um, að hann
kæmist í gröfina á sómasamlegan hátt. Þið eruð að fárast yfir
ANNA ERSLEV:
Fangi konungsins
(Saga írá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs).
Sigríður Ingimarsdóttir þýddi.
IX.
HVOR ER SÁ RÉTTI?
Georg vaknaði um sólarupprás. Hann teygði úr sér
og neri stírurnar úr augunum. Þá mundi hann, hvar
hann var og hvaða dagur var í vændum. „Á fætur
því í flýti,“ sönglaði hann og svipaðist um eftir Bert-
hold. „Berthold!“ kallaði hann, því að rúm ferða-
iélagans var autt!
Georg leit forviða í kring um sig! Nei, það sást ekki
nokkur lifandi maður þar nærri.
Nú gramdist Georg, þótt góðlyndur væri. Var það
ekki líka von! Skárri var það nú ókurteisin að laumast
svona í burtu og láta hann ekkert vita. „Og svo þykist
hann vera prins! Ja. svei! Mér er nær að halda, að hann
sé ekki með öllum mjalla.“ Með þessum orðum afsak-
aði Georg vanþakklæti Bertholds, því að varla var hægt
að krefjast kurteisi af rugluðum manni.
Drengurinn lagði því af stað einn síns liðs og kom
eftir tveggja stunda gang til Dijon. Hann spurði til veg-
ar og fann brátt klaustrið, þar sem bróðir húsbónda
hans bjó. Hann barði að dyrum og bað um áheyrn hjá
ábótanum. Munkurinn, er lauk upp fýrir honum, horfði
góðlátlega í hreinskilnisleg augu hans og svaraði: „Er-
uð þér með áríðandi skilaboð til ábótans? Hann er
nefnilega önnum kafinn nú sem stendur. Get ég skilað
nokkru til hans?“
„Nei, ég verð að fá að tala við föður Vilhjálm í ein-
rúmi. Ég er með skilaboð til hans frá gullsmiðnum, bróð-
ur hans.“
„Nú, það er allt annað mál, ungi maður! Gerið svo
vel að koma inn. Faðir Vilhjálmur- myndi aldrei fyrir-
gefa mér, ef ég vísaði sendiboða bróður hans á bug.“
Síðan fylgdi munkurinn Georg til klefa ábótans,
opnaði dyrnar og bauð honum að ganga inn.
Hjartað barðist ótt og títt í brjósti unga mannsins.
Nú var hann loksins kominn á leiðarenda.
Hann leit á hempuklædda manninn, sem sat við borð-
ið. Honum þótti sem hann stæði fyrir framan hann
húsbónda sinn, blessaðan. Bræðurnir voru afar líkir.
„Æruverðugi herra,“ sagði Georg hrærður. „Ég kem
ineð kveðju og skilaboð frá vesalings bróðurbörnunum
yðar í París. Konungurinn hefir tekið bróður yðar til
fanga. Við byggjum nú allar vonir okkar á yður.“
Ábótinn varð forviða. „Hvað er þetta?“ spurði hann.
„Tveir menn hafa sagt mér þessa sömu sögu á fimm
mínútna fresti.“
Hefi opnað
Tannlækningastofu
Skólavörðnstíg 3, fyrstu hæð.
Sími 5895.
Gunnar Skaftason
tannlæknir.
Sláturfélag Suöurlands
Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Reykhús. - Frysihús.
Mðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og álls
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi
eftir fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.