Tíminn - 05.10.1945, Blaðsíða 8
Þeir, sem vilja kynna sér þjoðfélagsmál,
innlend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá
8
REYKJAVÍK
D Á G S K R Á er bezta íslenzka
timaritið um jbjoðfélagsmál
5. OKT. 1945
75. blað
? AMÁLL TÍMAW8.
27. september, fimmtudágur:
Sögulegt viðtal.
Japan: Japanskeisari gekk á
fund McArthurs og ræddi við
hann einslega í eina klst.
Rússland: Ádeilur rússneskra
blaða gegn Svíum urðu enn
harðari en áður.
Ítalía: Tilkynnt, að Gigli,
söngvarinn heimsfrægi, hefði
verið numinn burtu. Hann var
talinn vinveittur fasistum.
Bandaríkin: Verkföllin hafa
enn breiðst mikið út.
Indó-Kína: Miklar óeirðir í
mótmælaskyni gegn því,
Frakkar hafa tekið þar við
völdum aftur. •
stærsta járnbrautarslys í Bret-
landi um margra ára skeið. 24
menn fórust og um 100 særðust.
30. september, sunnudagur:
ÞJóðbanka Japana
lokað.
Japan: Mac Arthur gaf út
fyrirskipun um að loka jap-
anska þjóðbankanum, þar sem
hann hafði neitað að hafa sam-
starf við hernámsstjórnina.
Danmörk: Nefndin, sem hefir
athugað aðdraganda innrásar
Þjóðverja 9. apríl 1940, leggur
a® til, að ekki verði höfðað mál
gegn neinum dönskum embætt-
ismanni í sambandi við hana.
1. ooktóber, mánudagur:
' Deilan í London.
Bretland: Fundur utanríkis-
málaráðherra hélt enn áfram.
Forsetakosningarnar
á Alþingi
(Framhala af 1. síOu) | með 29 atkv. Skrifarar voru
stöð sænskra framleiðenda, og kosnir Skúli Guðmundsson og
afnvel krafizt þess, að „hann Gunnar Thoroddsen,
28. september, föstudagur:
Róstnr í Argentínu.
Argentína: Stjórnin hefir lát-
ið handsama fjölmarga and-
stæðinga sína. Mótþróinn gegn Er risinn upp nýr ágreiningur
henni virðist fara vaxandi, en Um það, hvort Frakkar og Kín-
hún herðir á einræðinu að sama verjar eigi að taka þátt í frið-
skapi.
Frakkland: Kominn er upp á-
greiningur á verkalýðsþinginu
í París. Bretar hafa sett ýms
skilyrði fyrir þátttöku í nýju
Alþjóðasambandi, m. a. að ein-
stök landssambönd verði ekki
mjög háð því. Rússar vilja það
gagnstæða.
Þýzkaland: Kommúnistar í
Berlín ráðast hastarlega í blöð-
um og útvarpi á jafnaðarmenn
og ásaka þá fyrir að vilja ekki
samvinnu.
291. september, laugardagur:
Rrezkur her á Java.
Java: Brezkur her gekk á land
á Java til að afvopna her Jap-
ana þar. Allmikið hefir borið á
óeirðum þar, sem þjóðernissinn-
ar beitast fyrir, en þeir eru óá-
nægðir yfir því, að Java verði
áfram holllenzk nýlenda. Þeir
vilja fá sjálfstjórn.
Bretland: Utanríkismálaráð-
herrafundinum, sem átti að
fresta á föstudaginn, var hald-
ið áfram. Talið er, að Banda-
ríkjamenn hafi borið fram nýj-
ar miðlunartillögur, sem Rúss-
ar séu að athuga. — Varð
arsamningunum við Balkan-
ríkin. Rússar eru því andvígir.
Bandaríkin: Kunnugt er, að
utanríkismálanefnd þingsins
hefir lagt til, að stjórnin hefji
samninga um leigu á herstöðv-
um við þau bandamannaríki, er
hafi lánað Bandaríkjamönnum
stöðvar í stríðinu.
2. október, þriðjudagur:
Áraugnrslaus fundur.
Bretland: Lauk fundi utan-
ríkismálaráðherranna, án -þess
að samkomulag hefði náðst um
helztu ágreiningsmálin. Helzta
ágreiningsefnið voru Balkan-
málin.
Þýzkaland: Montgomery mar
skálkur fltti ræðu og spáði m.
a. skæðum farsóttum í Þýzka-
landi í vetur, ef ekki væri hægt
að auka matvælaflutninga til
landsins. — Pólverjar og Tékk
ar birtu yfirlýsingu þess efnis,
að þeir myndu ekki reka fleiri
Þjóðverja frá heimilum sínum
að sinni. — Krámer, yfirmaður
Belsenfangabúðanna, birti yfir-
lýsingu og kvaðst vera saklaus.
Svíþjóð: Brezk flotadeild kom
í kurteisisheimsókn til Stokk-
hólms.
Nýr fulltrúi frá
British Council
B æ j a r b r u n i
Bferinn Sólheimar í Laxárdal
í Dalasýslu brann til kaldra kola
aðfaranótt siðastl. sunnudags.
Fyrir nokkrum dögum kom Álitið er, að kviknað hafi út frá
hingað til lands nýr fulltrúi frá reykháf.
brezku menntastofnuninni | Talsvert rok var, er eldsins
British Council, en sú stofnun varð vart, svo að bærinn sem
er mörgum íslendingum að góðu er torfbær, varð alelda á svip
kunn og hefir greitt götu margra stundu.
íslenzkra námsmanna til Eng- J Er eldsvoðann bar að höndum
lands. Hinn nýi fulltrúi, Mr. A.! voru hjónin á bænum ekki
C. Cawley kemur hingað 1 stað- heima, og ekki annað fólk þar
inn fyrir Cyril Jackson, sem ný- ! en gamall maður blindur, gömul
lega er farinn héðan og tekinn kona, ung stúlka og sex ára barn
við störfum í London. I Stóð bærinn fremst í dalnum
Mr. Cawley ræddi við blaða- svo að hann sást ekki frá bæj
menn að Hótel Borg síðastl. um innar í dalnum og varð fólk
þriðjudag. Er hann viðfeldinn Þar því ekki eldsins vart.
og skemmtilegur maður Qg því | Engu varð bjargað nema
líklegur til að afla sér vinsælda sængurfatnaði. Bæjarhús voru
hér á landi. I lágt vátryggð,svo að tjón búanda
Með Mr. Cawley kom hingað er míöS tilfinnanlegt
kona hans og barn þeirra hjóna.
Hann hefir stundað nám við há-
skóla í Lundúnum og lokið það-
an M.A.-prófi í ensku. Hann
hefir unnið í þjónustu British
Council síðan 1939 og verið í
Rúmeníu, Júgóslavíu og Egyfta-
landi. Mr. Cawley kemur hing-
að samkvæmt eigin ósk, enda
hefir hann lengi langað til þess.
Hann hefir mikinn áhuga á ís-
lenzkri tungu, íslenzkum bók-
menntum og fyrir þjóðinni
sjálfri og keppist hann nú við
að læra íslenzku, en á því byrj-
aði hann fyrir mörgum árum
sem stúdent i Lundúnum, en
ekki haft fyrr tækifæri til að
kynnast málinu svo vel, sem nú.
Starf hans verður í því fólgið
að kenna ensku við háskólann
hér, greiða götu þeirra, er hugsa
til náms í Englandi og láta í té
upplýsingar öðrum þeím, er á-
huga hafa á brezkum málum.
Honum til aðstoðar verður
Nýr forsetaritari
Gunnlaugur Þórðarson stud
jur. sonur próf. Þórðar Sveins-
sonar læknis, er nýlega orðinn
forsetaritari. Tók hann við því
starfi af Pétri Eggerz, sem verð-
ur fyrsti sendiráðsritari við isl
sendisveitina i London.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
ungfrú Birna Þorsteinsdóttir, Edin-
borg, Keflavík og Jónas Kr. Jónsson,
Skógskoti, Mið-Dölum.
sýndi sig ekki á almannafæri!"
Alþýðuflokksmenn hugðust nú
að láta kommúnista kingja þessu
með því að láta þá kjósa Stefán
fyrir 1. varaforseta sameinaðs
Dings. Kommúnistum fannst
jetta óþægilegur biti og ætluðu
lengi vel að neita honum. Að
lokum sáu þeir sér betri leik á
borði til að eyðileggja þetta
herbragð Alþýðuflokkstns. Al-
Dýðublaðið hafði skammað Þór-
odd Guðmundsson manna mest
fyrir einkabrask hans og of-
beldisverk í Kauþfélagi Sigl-
firðinga. Með þvi að láta Al-
þýðuflokksmenn kjósa Þórodd
sem 2. varaforseta, gat það ekki
lengur talizt nein uppreisn fyrir
Stefán Jóhann, þótt kommún-
istar kysu hann fyrir 1. vara-
forseta!
Niðurstaðan varð þannig sú,
að Jón Pálmason var kosinn
forseti fyrir að hafa brugð-
izt bændamálstaðnum, Stefán
Jóhann fyrir Svíþjóðajsamning-
inn og Þóroddur fyrir kaupfé-
lagshneykslið á Siglufirði! Mun
þess áreiðanjega ekki dæmi í
öllum heiminum að þingforset-
ar hafi verið kosnir eftir því-
líkum forsendum! En vissulega
er þetta gott dæmi um stjórnar-
farið og‘ starfshætti stjórnar-
bræðingsins, sem þjóðin á nú við
að búa.
Annars urðu úrslit forseta-
kosninganna á þessa leið:
Forseti sameinaðs þings
var kosinn Jón Pálma
son með 30 atkv., Bjarni
Ásgeirsson fékk 13 atkv. og Gísli
Sveinsson 6. Fyrsti varaforseti
var kosinn Stefán Jóhann Stef-
ánsson með 28 atkv. og 2. vara-
forseti Þóroddur Guðmundsson
(jatnia Síó
BÚaverztunin . . .
(Framhald af 1. síðu)
sumir bilarnir hafa orðið alveg
ónothæfir eftir örskamman
tíma, vegna vöntunar á vara-
hlutum. Allmargir, sem keypt
hafa setuliðsbílana, hafa ófagra
sögu að segja að þessu leyti, og
er þó líklegt, að þeim eigi eftir
að fjölga verulega, sem hafa
svipaða sögu að segja.
Brask, sem verðnr
að stöðva.
Þessi svívirðilega okurstarf-
semi, sem hefir þróazt undir
sameiginlegri handleiðslu 1 1-
haldsmanna og kommúnista í
ríkisstjórninni, er sannarlega
þannig vaxin, að full ástæða
virðist fyrir Alþingi að taka
hana til rækilegrar athugunar.
í fyrsta lagi virðist það sjálf-
sagt, að þegar verði hætt að
selja bílana með þess verði. í
öðru lagi kemur það til athug-
unar að greiða þeim skaðabæt-
ur, sem verst hafa verið leiknir
með þessum viðskiptum. Það er
með öllu óþolandi, að ríkið
gangi á undan með slíkt okur
og hér hefir átt sér stað og afli
sér fjár með slíkum verzlunar-
máta. íslenzka lýðveldið má
ekki byrja feril sinn með því
að gerast sekt um okurverzlun
og prettvísi, sem sérhvert sið-
menntað ríki myndi telja langt
fyrir neðan virðingu sína. Þess
vegna á ekki að sleppa tæki-
færinu, sem enn er fyrir hendi
til að færa þetta á betri veg.
Forseti neðri deildar var kjör-
inn Barði Guðmundsson með
19 atkv., Jörundur Brynjólfsson
fékk 11 atkv. og tveir seðlar voru
auðir. Fyrsti varaforseti var
kjörinn Garðar Þorsteinsson og
annar varaforseti Sigfús Sigur-
hjartarson. Skrifarar voru kosn-
ir Sveinbjörn Högnason og
Gunnar Thoroddsen.
Forseti efri deildar var kosinn
Steingrímur Aðalsteinsson með
11 atkv., fimm seðlar voru auðir.
Fyrsti varaforseti var kosinn
Þorsteinn Þorsteinsson og annar
varaforseti Guðmundur I. Guð-
mundsson. Skrifarar voru kosn-
ir Páll Hermannsson og Erlendur
Einarsson.
Athygli mun það vekja að
stjórnarliðið kaus Þorstein Þor-
steinsson fyrri varaforseta í
efri deild eftir að það hafði
fellt Gísla Sveinsson frá kosn-
ingu í sameinuðu þingi. Til þess
munu liggja þær ástæður, að
það ætlar Þorsteini sérstakt
hlutverk að vinna.
í gær fóru fram nefndar-
kosningar í deildum, en hinn
nýji forseti sameinaðs þings
boðaði fund og afboðaði hann
svo aftur! Nefndarkosningum er
þvl enn ólokið þar. Mun fyrsta
vika þings þannig eingöngu fara
í forseta- og nefndakosningar
og eru þau vinnubrögð einstæð
í þingsögunni.
Seiníæti rikisstjórn-
arinnar
(Framhald af 1. slðu)
eða ekki, því að ákvæðin um
það eru óglögg í lögunum og
þarfnast skýringa í reglugerð.
Drátturinn á reglugerðinni
sýnir vel vanmátt stjórnarinnar
til að leysa þessi mál. Bæði lög-
in og reglugerðin hefðu átt að
vera tilbúin 15. september. Lög-
in eru loks tilbúin .hálfum
mánuði síðar, en reglugerðin er
ókomin enn. Sumpart stafar
þetta af ágreiningi innan
stjórnarinnar, en sumpart af
slóðaskap fjármálaráðherrans.
Og kannske er ráðherranum
líka vel vært, þar sem tjónið af
drættinum lendir fyrst og
fremst á bændum með sam-
drætti kjötsölunnar?
Hetja hersins
(Salute to the Marines)
Amerísk stórmynd í eðlilegum
* litum.
Wallace Beery,
William Lundigan,
Marilyn Maxwell.
Aukamynd:
JAPANIR UNDIRRITA
UPPGJÖFINA.
Sýnd kl. ö, 7 og 9.
Börn innan 16 ára fá
ekki aðgang.
Utjja Síi
ÓÐUR
BERIVADETTU.
(The Song of Bemadette)
Aðalhlutverk:
Jennlfer Jones,
William Eythe,
Charles Bickforð.
Sýnd kl. 9.
GÖG og GOKKI
í hjúskaparerjiun.
Grínmynd með
Oliver Hardy og
Stan Laurel.
Sýnd kl. 5 og 7.
tmnnnmntmn:n»»mmnnt«»«nm»n»i»iii»ntmn»»m:»:»»i»i»tmmtnm
Kjöt og slátur
Sláturtíðin endar í næstu viku. Menn þurfa því
að hafa hraðann á og kaupa kjöt til vetrarins
hið allra bráðasta. «
Eins og undanfarin haust seljum vér:
Blönduóss-
Borðeyrar-
Búðardais-
Hvarnmstanga-
Króksfjarðarness-
Óspakseyrar-
Salthólmavikur-
DILKAKJÖT
Fjársöfnun
\
(Framhald af 1. síðu)
einvörðungu til þessarar starf-
semi Rauða Krossins.
íslenzka þjóðin hefir oft á
undanförnum árum sýnt ótrú;
legt örlæti, er til hennar hefir
verið leitað í fjársöfnunarskyni
Hér er um að ræða að styrkja
hrakta og hrjáða landa vora, er
hafa, sumir hverjir, orðið að
líða meiri hörmungar á undan-
farandi stríðsárum en orð fá
lýst, og koma í veg fyrir harð-
rétti og hörgulsjúkdóma meðal
þeirra, er enn dvelja þar, sem
ófriðurinn hefir geysað.
Skrifstofa Rauða Kross fs-
lands mun daglega kl. 1—5 veita
fégjöfum móttöku f þessu skyni.
Ennfremur hafa öll dagblöð
bæjarins heitið stuðningi sínum
við fjáröflunina og taka fúslega
móti þeim gjöfum, er þangað
kunna að berast.
Miss Whitaker, sem fyrir
skömmu síðan er komin hingað
til lands. Skrifstofa þeirra er á
Laugaveg 34 og er hún opin á
mánudögum og föstudögum kl.
2,30—4,30, sími 1040,
Ýmsar fréttir í stuttu máli
Þrír íslendingar, Árni Frið- ‘ Síðasta þing ráðsins var haldið
riksson, Finnur Guðjónsson og 1939 í Berlín. Þatf þing sat Árni
Hermann Einarsson, eru nýlega Friðriksson fiskifræðingur fyrir
farnir til Danmerkur til að sitja hönd íslendinga.
þ»ng alþjóða-hafrannsókna
daglega nýslátrað í heilum skrokkum.
Söltum fyrir þá, er þess óska, sé komið með ílát.
Seljum einnig MÖR og LIFUR.
MUNIÐ!
Aðeins rúm vika eftir af sláturtíð.
Frystihúslð Herðubreið
Fríkirkjuveg 7. — Sími 2678.
U R B Æ N U
ráðsins, sem haldið verður 1
Kaupmannahöfn dagana 15.—
20. okt. n. k.
ísland gerðist sjálfstæður að-
ili í Alþjóðahafrannsóknaráðinu
árið 1938, en áður hafði Dan-
mörk farið með umboð þess.
Fjórir íslendingar sækja nor-
rænt skátamót, sem haldið verð-
ur í Stokkhólmi um helgina.
Eru það þeir Jónas B. Jónsson,
Gunnar Þorsteinsson, Birgir
Þórhallsson og Guðsteinn Aðal-
steinsson.
Islendingamót
verður haldið í Tjarnarcafé í kvöld
og hefst það kl. 8,30. Það eru íslend-
ingar, sem komið hafa heim frá Ev-
rópu í sumar, er efna til mótsins og
vrður það með svipuðu sniði og ís-
lendingafundirnir í Kaupmannahöfn.
Til skemmtunar verða ræðuhöld,
upplestur o. fl. Að lokum verðúr stig-
inn dans. Allur væntanlegur ágóði af
mótinu rennur til Rauða Kross ís-
lands.
Kveð j uhl j ómleikar
verða haldnir af Samkór Reykja-
víkur í Gamla Bíó 1 kvöld og næst-
komandi sunnudag. Bræðurnir Jóhann
og Jakob Tryggvasynir eru nú á förum
til Englands til tónllstarnáms. Jóhann
Tryggvason er söngstjóri og stofnandi
Samkórs Reykjavíkur, en Jakob
Tryggvason hefir verið organleikari og
söngstjóri við Akureyrarkirkju síðan
1941. Einnig heflr hann stjórnað
Lúðrasveit Akureyrar og haft á hendi
söngkennslu þar í bæ. Bræðurnir fara
utan á vegum British Council og munu
dvelja í Englandi við nám í eitt eða
tvö ár.
Dóra og Haraldur Sigurðsson
héldu fyrstu tónleika sína í Gamla
Bíó síðastl. þriðjudagskvöld fyrir fullu
húsi og við ágætar viðtökur áheyrenda.
Bifreiðarstuldur.
Um seinustu helgi stal drukkinn
maður fólksbifreiðinni R-1268 þar sem
hún stóð í Hafnarstræti í Reykjavík.
Bifreiðinni var stolið kl. 8 á laugar-
dagskvöld, en kl. 11 var lögreglunnl
tilkynnt um bifreiðarslys, sem orðið
hafði skammt frá Baldurshaga. Þegar
lögreglan kom þangað var þar komin
hin stolna bifreið og hafði henni ver-
ið ekið út af veginum í grjóturð. Fyrir
utan bifreiðina lá dauðadrukkinn
maður, en þó ómelddur eftir ferða-
lagið. Inni i bifreiðinni var allmikið af
víni og þrennar kvenskóhlífar og ein-
ar með skóm í. Er hinn drukkni mað-
ur kom aftur til sjálfs sín, kvaðst
hann ekki muna neitt, síðan hann
hafði setið að drykkju 1 veitingahúsi
við Hafnarstræti þá um kvöldið.
Drukkinn maffur rændur.
Aðfaranótt síðastl. sunpudags var
drukkinn maður rændur. Hann hafði
verið á dansleik á laugardagskvöldið,
en að lokum verið hent þaðan út. Um
morguninn vaknaðl hann úti á bak við
bifreiðastöðina Bifröst við Hverfis-
götu og hafði þá verið rænt af honum
300 krónum í peningum, jakkaniun og
ýmsu smávegis.
%
Affalstöðin hætti störfum
nú um mánaðamótin seinustu. Bæj-
aryfirvöldin höfðu óskað þess að vegna
sívaxandi umferðar í miðbænum, flyttu
Litla Bíistöðin og Aðalstöðln starfsemi
sína, eða hættu störfum. Litla bíl-
stöðin hefir nú reist stöðvarhús við
Vatnsþró, þar sem Hverfisgata og
Laugavegur mætast. En Aðalstöðin
hefir hætt störfum. Hún var stofnuð
1929 og hefir alltaf starfað síðan þang-
að til nú. Bifreiðarnar, sem voru á
stöðinni dreifast á aðrar bifreiða-
stöðvar bæjarins, en flestar fara þær‘
til samvinnustöðvarinnar Hreyfils.
Aflasölur
í seinustu viku voru sem hér segir:
Surprise seldi 2799 kit fiskjar fyrir
8562 stpd. Faxi seldi 2852 kit fyrir 6550
stpd. Kópanes seldi 2393 kit fyrir 8232
stpd. Skinfaxi seldi 3100 vættir fyrlr
8354 stpd. Drangey seldi 2826 kit fyrir
4514 stpd. og Baldur seldi 2589 kit fyrir
8652 stpd.— éalan í fyrri viku skiptist
niður á togarana, sem hér segir
Sindri seldi 2280 vættir fiskjar 5681
stpd., Óli Garða seldi 3250 vættir fyrir
7030 stpd. Karlsefni seldi 3066 vættir
fyrir 8327 stpd. Tryggvi Gamli seldi
3303 vættir fyrir 9513 stpd. Haukanesið
seldi 2694 vættir fyrir 7613 stpd.. og
eins og áður er getið, seldi Júpiter 3915
kit fiskjar fyrir 14,836 stpd. Þennan
fisk fékk Júpiter við Spitzbergen.
Málverkasýning
Jóns Þorleifssonar
verður opnuð í Sýningarskála mynd-
listarmanna á morgun, laugardag kl.
10. Sýningin verður opin daglega frá
kl. 10—10.
Til Englanðs
fóru með Brúarfossi siðastl. laugar-
dag: Þóra Hallgrímsson, Þórunn Sig-
urðardóttir, Þórdis Ingibergsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, með barn, Þor-
björg Björnsdóttir, Katrín Ellertsdótt-
ir, Ingibjörg Magnússon, með barn,
Carl Olsen og frú, með barn, Jón
Möller, Guido Bernhöft, Tómas Pét-
ursson, Friðrik Bertelsen, Jón Bjarna-
son, Gunnar Friðriksson, Ingólfur
Bjarnason, Guðmundur Jómundsson,
Björn Th. Björnsson, Sigurður Jó-
hannesson, Gisli J. Sigurðsson, Lúðvik
Jónsson, Þuríður Pálsdóttir og 11 Eng-
lendingar.