Tíminn - 05.10.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.10.1945, Blaðsíða 7
75. Mað TLMIM, föstndagimi 5. okt. 1945 7 Þeíta er sagan af ESKIMOADRENGNUM K Æ J U, foreldrum hans, systkinum og vinum. Hún er samin af kennslukonunni í þorpinu, þar ‘sem Kæjú á heima. Það er í Alaska. Hún kennir Eskimóa- drengj um og Eskimóastúlkum, svo að hún er þeim nákunnug. — Myndirnar teiknaði maður, sem átti heima í þessu sama þorpi. Á þeim sjáið þið, hvernig Eskimóarnir líta út. — Þetta er skemmtileg saga og fræðandi. Þegar þið hafið lesið hana, vitið þið magt, sem þið vissuð ekki áður, auk þess sem þið hafið skemmt ykkur vel. — Þið haldið kannske, að Eskimó- arnir búi í snjóhúsum allt árið? Ónei.ekki er það nú svo. En lesið nú söguna af Kæjú og vinum hans. Þá verðið þið margs fróðari. Bókaútgáfa Guðjóns 0. Guðjónssonar Rcykjavík Utanstefnur eða hvað? Tveir þekktir kommúnistar eru nýlega farnir utan. Einar Olgeirsson fór beint til Rúss- lahds, en Björn Bjarnason fór á verkamálaráðstefnu í París, en sagt er að hann ætli að leggja leið sína til Rússlands á eftir. Gengur sú saga um bæ- inn, að þeir hafi verið kvaddir til Rússaveldts til að gefa skýrslu um útbreiðslu kommún- ismans á íslandi og taka við „línunni", Einar vegna kom- múnistaflokksins, en Björn vegna hinna „faglegu" mála. Þá er sagt, að svipaðar fréttir berist frá nágrannalöndum okkar um utanstefnur til Rúss- lands. Utanstefnur eru þekktar úr sögu þjóðarinnar, og hafa þær lítið aukið á frægð hennar. Þegar Sturlungaöldinni lauk, þóttust íslendingar góðir að fá það ákvæði í Gamla sáttmála, að „utanstefnur viljum vér engar hafa“. Skyldi sagan vera að endurtaka sig? Nú er aðeins leitað lengra í austur. í sambandi við för Einars, og máske þeirra beggja, kemur undirlægj uháttur íhaldsins við kommúnista greinilega fram. Falkurútgerðin, sem átti að borga rekstur kommúnista- flokksins að verulegu leyti, ger- brást í sumar. Voru nú góð ráð dýr. Kommúnistaflokkurinn heimtaði af Ólafi Thors, að hann léti ríkið greiða allan ferðakostnað og nokkra dagpen- inga að auki, ella skyldi það kosta verra. Ólafi var ekki ráða- fátt. Hann dubbar Einar upp í verzlunarerindreka fyrir ríkið og gaf út boðskap um það. En því trúðu fáir. Menn töldu það aðeins yfirskyn, til þess að ríkið borgaði kostnaðinn. Þá gaf Ól- afur út opinbera tilkynningu um f'erðalag Einars til Rúss- lands. Henni trúðu enn færri en margir hlógu. Menn spyrja því almennt: Eru utanstefnur teknar upp aftur og er stjórnarfarið þannig í þessu landi, að ríkið sé látið bera allan kostnað af þeim? Úlfljótur. Öllum þeim mörgu vinum og vandamönnum nær og fjœr sem sýndu mér heiður og vinsemd, með gjöfum, sim- skeytum og heimsóknum á sjötíu ára afmœli mlnu, 25. september síðast liðinn, votta ég mitt hjartans þakklœtí og bið guð að blessa ykkur öll. JÓN H. BRANDSSON, Kambi, Reykhólasveit. 4 víðavangi (Framhald af 2. síðu) En hins vegar er það gagnlegt til skýringar á vinnubrögðum og hyggindum Nýbyggnigarráðs, að það skuli telja Svíþjóðarbátana ofdýra, en láti svo smíða miklu dýrari báta innanlands! Kreppuskrif Týra. Morgunblaðstýri beinir gáfna- týru sinni að því í seinasta Reykjavíkurbréfi sínu að skrifa um kreppur. Kemst hann þar að þeirri niðurstöðu, að kreppan, sem var hér fyrir styrjöldina, hafi eingöngu verið verk Ey- steins Jónssonar, en kreppan, sem nú standi yfir, stafi af því, að allt „mannfólkið sé að verða villuráfandi sauðir!“ Öllu hærra risi getur sanngirni og greind Týra vafalaust ekki náð. Sann- girni Týra sést á því, að hann telur verðfall saltfisksins og tap fiskmarkaðanna, er var höfuð- orsök fjárhagserfiðleikanná fyr- ir stríðið, verk 'Eysteins Jóns- sonar og það sé mesta vitleysa að kenna heimskreppunni um það! Greindin sést á þeirri ályktun, að dýrtíðarbaslið hér, sem skapazt hefir undir hand- leiðslu Ólafs Thors og kommún- ista, sé að kenna því að mann- fólkið út í heimi séu-„villuráf- andi sauðir.“ En fyrst svo er, Týri, hvers vegna hefir dýrtíðin í Svíþjóð og Bretlandi ekki auk- izt á stríðsárunum, nema sem svarar broti af dýrtíðinni hér? Týri ætti að láta gáfnatýruna glíma við þá ráðgátu í næsta Rey kj avíkurbréf i. Þurrkaður og pressaður SALTFISKUR ódýr og góður, í stærri og minni kaupum. Dafliði Raldvinsson Sími 1456. — Hverfisg. 123. Veiðiför tii Svalbarða Nýlega fór íslenzki botnvörp- ungurinn Jupiter á veiðar til Svalbarða, og er það í fyrstá sinn er íslenzkt skip fer á veið- ar á þær slóðir. Skipið hefir fyrir nokkru selt aflann, sem var 3915 kits, í Grimsby fyrir 14.836 sterlingspund. Alls var botnvörpungurinn 22 daga í för- inni, frá því hann fór frá Han.dta.ka Jóns Arasonor (Framhald af 4. síðu) biskup alskrýddur fyrir altari I og hélt á helgu brauði, er menn Daða réðust að honum. En nú var sköpum skipt og lítt skeytt | um sakramenti og helga dóma. Gekk fyrst að honum eitt mesta I heljarmennið úr liði Daða, Dala-Markús svonefndur. •— Streittist biskup á móti, er hann j vildi draga hann frá altarinu, en Markús sló hann högg mikið. Varð þá ekki meira um varnir af | hálfu hins aldna biskups. Þeir feðgar voru í haldi í | Snóksdal í þrjár vikur og tvo daga. Bauð séra Gottskálk Gíslason í Glaumbæ lausnarboð fyrir Norðlendinga, en Daði hafnaði þeim. Lét hann þá feðga síðan af höndum við Kristján skrifara, eins og al- ] kunnugt er, eftir að þeir höfðu verið dæmdir á kóngsins náð í Snóksdal 23. október. Sögulokin j bekkir sérhver fslendingur. Erlent yfirlit (Framhald af 2. siðu) verða þeir að hætta því að hrekja Þjóðverja frá heimil- um sínum. Mörg fleiri ensk og amerísk blöð hafa gagnrýnt Pólverja og Tékka fyrir aðfarir þeirra og þó sérstaklega Pólverja, þar sem þeir hreki Þjóðverja einnig burtu úr héruðunum, sem alls ekki sé afráðið um að verði pólsk til frambúðar. Sá ótti er mjög almennur, að skorturinn í. Þýzkalandi geti skapað ýmsa mannskæða pest- arfaraldra og þess vegna sé það í þágu allra, að reynt sé að draga úr neyðinni þar. Seinast hefir Montgomery marskálkur, yfir- maðurinn á hernámssvæði Breta, tekið undir þetta og hvatt til þess, að matvælasend- ingar verði auknar þangað. I Grimsby og þar til hann kom þangað aftur. Aflann veiddi hann á 4 dögum. Hin öra og dagvaxandi sala ÍSLENDINGASAONANNA er með eindæmum og sýnir að íslenzka þjóðin vill fyrst og fremst eiga hina ágætu ALÞÝÐUÚTGÁFU Sigurðar Kristjánssonar af íslendingasög- unum — hina gömlu og góðu íslendingasagnaútgáfu í brúnu kápunni, sem ávalt er ný. Á þessu ári — árinu 1945 — hafa eftirtaldar íslendingasögur verið gefnar út að nýju og sendar í bókaverzlanir til viðbótar þeim íslendingasögum, sem fyrir voru: Egils saga Skalla grímssonar Edda Snorra Sturlusonar Hrafnkels saga Freysgoöa Á föstudaginn var kom 1 bókaverzlanir ný útgáfa af / íslendingaþáttum 42 Á fimmtudaginn var kom ný útgáfa af Gunnlaugs sögu Ormstungu Allar eru þessar íslendingasögur búnar undir prentun af Guðna Jónssyni magister. Þrátt fyrir það, að margar stórar fslendingasögur í alþýðuútgáfu Sigurðar Kristjánssonar hafa verið gefnar út á þessu ári, þá eru þær allar seldar við svo vægu verði, að ekkert annað útgáfufyrirtæki getur boðið yður íslend- ingasögurnar fyrir neitt svipað verð, og er þó frágangur allur með ágætum. Vegna endurtekinna fyrirspurna skal tekið fram, að memi gcta alls ekki orðið áskrifeudur að alþýðnút* gáfu Slguröar Krisíjánssosiar af íslcndingasögimum, en þér getið keypt Íslendingasögurnar strax í dag — eina eða fleiri í senn. íslendingasögurnar í alþýðuútgáfu Sigurðar Kristjánssonar eru prentaðar upp að nýju jafnóðum og þær seljast upp — þess vegna er yður mögulegt að nota hin hagstæðu kostakjör og kaupa margar fslendingasögur strax í dag við fyrirstríðs verði. — Munið, að reynslan hefir þráfaldlega sýnt, að þær íslendingasögur, sem til eru í dag geta verið uppseldar á morgun. Ekki missir sá, er fyrstur fær! Snúið yður í dag til Bókaverzl. Sigurðar Krisfjánssonar Bankastræti 3 »* Bezta tœkifœrtsgjöfin til allra Ijóðavina er Sólbráð nýja Ijóðabókin eftir Guð- mund Inga Kristjánsson. Jörð til sölu _ f Jörðin Litluhólar í Dyrhólahreppi í Mýrdal er til sölu og ábúð- ar í næstu fardögum. Á jörðinni er íbúðarhús úr steiní með mið- stöðvarhitun. Allar upplýsingar gefur undirrituð eigandi og ábúandi jarðar- innar eða Nikulás Friðriksson, Hringbraut 126, Reykjavík, — sími 1830. Kai*ólíiia Friðriksdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.