Tíminn - 09.10.1945, Side 2

Tíminn - 09.10.1945, Side 2
2 TIMINIY, þrlðjiidagiim 9. okt. 1945 76. blað Þriðjjudatjur 9. oht. Stjórnlagaþing Það mun vera sameiginlegt á- lit allra, að stjórnarskráin þarfnist margvislegra og gagn- gerðra endurbóta. Það mun og sameiginlegt álit flestra, að breytingarnar, sem verði gerðar á henni, þurfi að undirbúa og vanda sem bezt, og þjóðin þurfi að geta metið þær vel og dæmt áður en ehdanlega er frá þeim gengið. Með því að láta Alþingi fjalla um stjórnarskrármálið, verður ekki tryggð vönduð lausn þess. Alþingi mun samtímis hafa mörgum öðrum stórmálum að sinna, sem krefjast munu meg- invinnu þingmanna, svo að stjórnarskrármálið verður eins konar aukaverk. Á Alþingi gæt- ir líka meira hinna flokks- pólitísku dægursjónarmiða en víðast annarsstaðar og flokk- arnir þar munu því reyna að hafa áhrif á, að stjórnarskráin verði sniðin þannig, að hún henti þeim vel, eins og viðhorf- in eru í dag. Seinasta stjórnar- skrárbreyting er gott dæmi um þetta, þar sem hún var fyrst og fremst miðuð við atkvæða- tölur flokkanna í næstu kosn- ingum á undan! Slík dægur- sjónarmið geta reynzt stór- hættuleg verki, sem lengi á að standa og ekki má því miða fyrst og fremst við augnabliks- aðstæður. Þessara ókosta við stjórnlaga- afgreiðslu á Alþingi mun þó gæta enn meira en ella, ef íylgt verður fyrirætlunum þeim, sem nú virðast helzt ráðandi um framkvæmdina á væntanlegri stjórnarskrársetningu. Hún' er sú, að stjórnarskrárnefndirnar ljúki undirbúningi sínum fyrir þingið í vetur, sem samþykki nýja stjórnarskrá, er fái fulln- aðarstaðfestingu á þinginu, er kemur saman að afloknum kosningum næsta sumar. Þar sem enn er ekkert byrjað á samningu stjórnarskrárinnar má vel marka, hvernig undirbún- ingurinn verður, og eins má ráða meðferð þingsins af því, að þetta verður seinasta þing fyrir kosningar og vinnubrögð þesá munu markast af því. Þjóðin mun svo ekki geta fellt neinn dóm um stjórnarskrármálið í kosningunum, þar sem kosið verður eftir flokkspólitískum línum um allt önnur mál. Til þess að firra stjórnar- skrármálið slíkri vandræða- og handahófslausn, er auðveld leið. Hún er sú, að þingið í vetur geri þá breytingu á stjórnarskránni, að kosið verði sérstakt stjórn- lagaþing til að sem ja nýja stjórnarskrá. Kosningar til þessa þings ættu að geta farið franí í ágúst eða september næsta ár og þingið ætti að hafa lokið störfum vorið 1947. Sú stjórnarskrá, sem það sam- þykkti, ætti síðan að berast undir þjóðaratkvæðagreiðslu áð- ur en hún hlyti endanlega stað- festingu. Með þessum hætti yrði eng- in teljandi töf á lausn stjórnar- skrármáLsins. En málið fengi margfalt betri afgreiðslu, þar sem það væri tekið fyrir á þingi, er sinnti ekki öðru verk- efni. Póiitískra dægursjónar- miða myndi gæta miklu minna. við samningu stjórnarskrárinnar og þjóðin fengi stórbætta að- stöðu til að hafa áhrif á af- greiðslu málsins, þar sem það yrði raunverulega borið tvíveg- is undir hana, án nokkurra tengsla við önnur mál. Við bið- ina áynnist það líka, að upplýs- ingar fengjust um stjórnar- skrárbreytingar þær, sem nú er verið að gera annars staðar. Tvennskonar réttur í réttarríki er það grund- yvallaratriði sérhverrar löggjaf- ar, að hún nái jafnt til allra þegnanna. Lög, sem ákveða þegnunum tvennskonar rétt eða einum minni en öðrum, eru réttilega talin höfuðeinkenni einræðis og ofbeldisstjórnar. Hin nýju bráðabirgðalög um / E R LE N T YFIRLIT Fundur utanríkisráðherra nna Þáttaskil í þingsögunni. Sú var tíðin, að fátt þótti meira vert en að vanda vel kjörið á forseta sameinaðs þings. í forsetastöðuna voru þvi kjörnir þeir menn, sem þjóðin mat mest á hverjum tíma, eins og t. d. Jón Sigurðsson og Benedikt Sveinsson. Eftir að stjórnin fluttist inn í landið, breyttist þetta nokkuð, því að helztu menn þingmeirihlutans skipuðu þá ráðherrasætin. Þó hefir alltaf verið kappkostað • að velja þá menn í þessa stöðu, er voru í fremstu röð þingmanna, og sama hefir líka gilt um varaforsetana. Með því að vanda þannig val forsetanna, hafa þingmenn vilj- að sýna þinginu — elztu og merkustu stofnun þjóðarinnar — virðingu og umhyggju. Með kjöri Jóns Pálmasonar sem forseta og Þórodds Guð- mundssonar sem varaforseta hefir verið brotið blað í þessari sögu. Með því er mörkuð alger stefnubreyting í þessum þætti þingsögunnar. Þeim þingmönn- um, sem minnst eru metnir, er lyft upp í hæstu virðingarstöð- ur þingsins. Þingmennirnir, sem kusu þá, játa líka hreinlega, að þetta hafi verið gert til að svara gagnrýni, sem þeir hafa orðið fyrir, Jón vegna landbúnaðar- málanna og Þóroddur vegna kaupfélagsmálanna á Siglufirði. Þannig á að nota þessar stöður til að upphefja mennina, sem skipa þær, og reyna að draga úr verðskulduðu álitsleysi þeirra. Vitanlega næst sá tilgangur ekki, en hins vegar eru forseta- stöðurnar dregnar með þessu niður í svaðið og þá jafri’framt virðingin fyrir Alþingi og þeim glæstu minningum, sem við þessar stöður eru tengdar. Það mun lengi þykja tákn- rænt fyrir það stjórnarfar, sem nú er í landinu, að á fyrsta þingi lýðveldisins skuli slík þáttaskil hafa verið mótuð í þingsögunni og Jón Pálmason og Þóroddur Guðmundsson kjörnir til að skipa sæti mestu frelsishetjunn- ar, sem þjóðin hefir eignazt. Það er athyglisvert til saman- burðar, að fyrsta verk brezka Alþýðuflokksins á þingi eftir að hann fékk meirihluta í kosn- ingunum í sumar, var að endur- kjósa fráfarandi forseta, sem var íhaldsmaður. Hér byrjar fyrsta þinghaldið eftir stofnun lýðveldisins með því, áð Sjálf- stæðisflokkurinn lætur það eftir kommúnistum að hrekja hinn gamla og virðulega fo.rseta sinn, Gísla Sveinsson, úr forseta-' stólnum til að geta komið lak- asta þingmanni sínum þangað í staðinn! Það eitt, sem Gísli hefir til saka unnið, er að vilja ekki leggja blessun sína yfir „kollsteypu" flokksforustunnar, en hins vegar hefir hún getað notað Jón til þess verks, sem hún hefir viljað hafa hann til. Hvorir valda deilunum. Valtýr og Jón Pálmason þrá- stagast á því, að Tíminn sé að æsa bændur gegn kaupstaða- fólki. „Rök“ þeirra fyrir þessu virðast þau, að Tíminn krefjist þess, að bændur fái svipaðar tekjur fyrir vinnu sina og aðrar hliðstæðar stéttir (sexmanna- nefndarverðið), og, að Tíminn haldi því fram, að dýrtíðin hafi gert fleiri atvinnuvogi ósam- keppnisfæra en landbúnaðinn. Það virðist auðséð á þessu, að húsbændur Valtýs og Jóns álíta, að sambúð bænda og kaup- staðabúa eigi að grundvallast á því, að bændur sætti sig við lakari kjör en aðrir og þoli róg úm atvinnuveg sinn orðalaust. Þess vegna sé það illt verk að gera jafnréttiskröfur fyrir þeirra hönd og andmæla órétt- mætri gagnrýni á atvinnurekstri Þeirra. Hver og einn getur svo mynd- að sér skoðun um það, hvor grundvöllurinn sé líklegri til friðsamlegrar sambúðar þess- ara aðila, jafnréttisgrundvöllur Tímans eða ójafnaðargrundvöll- ur Mbl.-eigendanna. Það ætti ekki að vera neinum ráðgáta, hvorir heldur valdi deilunum þeir, sem krefjast ójafnaðar, eða hinir, sem krefjast jafnréttis. Ólíkar forsetakosningar. Fyrir nokkrum árum var tek- inn upp sá siður á Alþingi að kjósa forseta úr öllum aðalflokk- um þingsins, án tillits til sam- starfs þeirra að öðru leyti. Þessi siður setti á ýmsan hátt skemmtilegri svip á vinnubrögð þingsins og mátti því vænta, að hann gæti haldizt til frambúð- ar. En svo fór þó ekki, því að hann hefir tvívegis verið rofinn af núv. stjórnarflokkum, fyrst 1942 og svo aftur nú. í bæði skiptin hefir Framsóknarflokk- urinn verið útilokaður frá því að eiga forseta. „Kjarabætur" launastéttanna. Alþýðublaðið gumar mikið af því, að núv. ríkisstjórn hafi bætt hag launastéttanna. Skyldu launastéttirnar komast að sömu niðurstöðu, ef þær drægju frá „kjarabótunum" veltuskattinn, sem að verulegu leyti leggst á þær, ýmsar aðrar skattahækk- anir, fölsun vísitölunnar, tak- mörkun kjötstyrksins, verndun lieildsalaokursins og aðrar svip- aðar ráðstafanir, sem liggja eftir núv. ríkisstjórn. Kommúnistar reyna að skjóta sér bak við lögin. 1 Kommúnistablöðin eru að ala / T kjötsöluna brjóta eins fullkom- lega gegn þessum grundvelli réttarríkisins og hugsazt get- ur. Þar er þegnunum skipt í tvo hópa, öðrum er ætlaður á- kveðinn dýrtíðarstyrkur, en hinn er sviptur honum, án þess að fyrir því sé hægt að færa neinar sérstakar forsendur. Þeir, sern eru sviptir styrkn- um, eru nokkur hluti atvinnu- rekenda, þ. e. þeir, sem hafa sjálfstæðan átvinnurekstur og hafa fleiri en tvo menn í vinnu. Þeir atvinnurekendur, sem hafa hlutafélagsform á rekstri sín- um og starfa því sem launþegar við fyrirtækin, verða hins vegar styrksins aðnjótandi. Með þessu móti eru margir menn, sem berjast í bökkum efnahagslega, sviptir styrknum, eins og smáútgerðarmenn, smá- iðnrekendur,7 smákaupmenn og bændur, en'hins vegar fá fjöl- margir hann, sem af fjárhags- legum ástæðum þarfnast hans ekki, eins og t. d. stórútgerðar- menn, heildsalar og hálauna- menn. Enginn getur sagt, hvar verður látið staðar numið, ef þannig'er byrjað á því að innleiða ákvæði um tvenns konar rétt í löggjöf þjóðarinnar. Kommúnistum myndi vissulega þykja slíkt for- dæmi kærkomið, ef þeir ættu eftir að fá aukin völd í landinu. Viðhorf lýðræðisflokkanna ætti að vera annað og þeir ættu vissulega að meta það meira að halda grundvallaratriðum rétt- arríkisins í heiðri en að innleiða tvenns konarrétt,þóttríkisstjórn þeirra geti sparað á því í bili. Sá sparnaður gætí orðið of dýr, þegar til lengdar léti. Þess ber því að vænta, að hægt verði að fá þetta ranginda- ákvæði fellt úr lögunum, ásamt öðrum litlu sanngjarnari höml- ufn, sem í þeim eru. En það gagn gæti þetta ákvæði bráðabirgða- laganna samt gert, að það opn- aði betur augu manna fyrir þvi hvert er stefntídýrtíðarfjármál- unum. Til þess að forða fjárhagnum og atvinnulíf- inu frá hruni um stund er gengið inn á þá brau,t að innleiða tvenns konar rétt og fleiri rangindi, sem eiga að vera óþekkt fyrirbrigði >í réttar- ríki. Væri ekki karlmannlegra og heiðarlegra að þora að horf- ast í augu við „kaldan veru- leikanri" og gera ráðstafanir til niðurfærslu, sem næði hlutfalls- lega jafnt til allra og láta þann- ig stærsta hlutinn koma á þá, sem „breiðust hafa bökin?" Það er hvort eð er eina færa leiðin. Kákið gagnar ekki lengur og ekki batnar það við það, að til viðbótar sé bætt hinum verstu rangindum. | á því, að rangt sé af bændum að krefjast sexmannanefndarverðs- ins, þar sem lögin um það séu úr gildi faiiin. Hitt læzt blaðið ekki skilja að hafi þessi grund- völlur verið réttur á stríðsárun- um til tryggingar því, að bændur fengju svipuð laun og aðrar stéttir, þá er hann það alveg eins nú, þótt lögin séu ekki lengur fyrir hendi. Kommún- istar geta því ekki skotið sér oak við lögin, þegar þeir eru að mótmæla sexmannanefndar- verðinu. Sú afstaða þeirra er jafnljós samt, að þeir eru mót- fallnir sexmannanefndarverðinu af þeirri ástæðu,að þeirvilja ekki unna bændum sama hlutar og öðrum hliðstæðum stéttum. „Þakkarávarp“ kommúnista á Húsavík. Kommúnistar hafa nú gripið til nýs ráðs tii að breiða yfir hneyksli sín í sambandi við Fær- eyjasamninginn. Það er í því fólgið að reyna að fá útvegs- menn og sjómenn til að þakka fyrir leiguna á færeysku skip- unum! Þetta hefir þeim þó hvergi heppnazt enn, nema á Húsavík, þar sem sauðtryggir kommúnistar sendu Áka og Fiskimálanefnd þakkir fyrir frammistöðuna! Sýnir það vel agann hjá kommúnistum þar, að hægt skuli vera að fá þá til að samþykkja slíkt þakkarávarp. Þá reyna kommúnistar að breiða það út til afsökunar því, að samningurn var ekki sagt upp í vor, að engin skip hefðu feng- izt til fiskflutninga, ef samn- ingurinn hefði ekki gilt áfram. Þeir munu þó vera fáir, sem ekki sjá í gegnum þessa blekk- ingu, því að Færeyingar höfðu ekki getað gert annað en leigt skipin áfram, en þá hins vegar gert það með hagkvæmari leigu- kjörum. Jón telur sig einn „merkasta mann þjóðarinnar." Jóni Pá. hefir bersýnilega stigið forsetatignin til höfuðsins, enda þótt hún sé fengin með svipuðum hætti og Júdas fékk silfurpeningana forðum. Þetta sést m. a. á því að nokkru eftir forsetakosninguna skrifar hann pistla í Mbl. og segir þar, að Tíminn tali illa um „merkustu (Framhald á 7. síðu) Seinustu viku hefir ekki verið rætt um annað meira í heims- blöðunum en utanríkismálaráð- herrafundinn, en honum lauk í byrjun fyrri viku, án þess að samkomulag hefði náðst um nokkurt hinna stærri mála. Hafa þetta að vonum þótt slæm tíðindi og skapað ugg og kvíða um framtíð heimsfriðarins. Á fundi hinna „þriggja stóru“, sem haldinn var í Potsdam í sumar, var m. a. svo ákveðið, að utanríkisráðherrar fimm helztu stórveldanna, þ. e. Bandaríkjanna, Bretlands, Rúss- lands, Frakklands og Kína, skyldu hittast á þriggja mán- aða fresti og reyna að jafna sameiginlega helztu vandamálin varðandi sambúð stórveldanna. Þessir fundir utanríkismála- ráðherranna áttu að koma í stað fundanna, sem hinir „þrír stóru“ hafa haidið. Yfirleitt var því vel fagnað, að þetta fyrir- komulag var telpð upp og töldu ýmsir það jákvæðasta árangur Potsdamfundarins, því að ár- angur hans varð- að öðru leyti minni en menn höfðu gert sér vonir um. Fyrsti utanríkismálaráð- herrafundurinn, sem haldinn var samkvæmt þessari ákvörð- un Potsdamfundarins, kom saman í London snemma I síð- astl. mánuði. í upphafi fund- arins var þ-ví lýst yfir, að hann myndi láta það vera aðalverk sitt að ganga frá friðarsamn- ingunum við Ítalíu, Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverjaland og Finnland. Ennfremur var talið víst, að harin myndi ræða ýmis vandamál í sambandi við her- nám Þýzkalands, t. d. hvernig bezt yrði bætt úr neyðinni þar, brottrekstra Þjóðverja af her- námssvæði Pólverja og úr Su- detahéruðunum, og samræm- ingu stjórnarhátta á hernáms- svæðum Bandamanná og Rússa. Fundurinn hóf starf sitt með því að ræða um friðarsamning- inn við Ítalíu. Kom þar strax fram ágreiningur í sambandi við ítölsku nýlendurnar, þar sem Bandamenn vildu leggja þær undir alþjóðastjórn, en Rússar vildu fá umráð yfir Tylftareyj- um og Tripolis. Áður en reynt væri að jafna þennan ágreining til fulls, var byrjað á viðræðun- um um friðarsamningana við Balkanlöndin, og hófst þá á- greiningurinn fyrir alvöru. Bandamenn töldu nauðsynlegt, að nýjar stjórnir kæmu til valda í þessum löndum, studdar öllum lýðræðisflokkunum, og síðan væru látnar fara fram frjálsar kosningar. Rússar töidu hins vegar, að stjórnarfar þessara landa væri nú í bezta lagi og vildu ekki láta setja nein skilyrði fyrir því, að stór- veldin viðurkenndu stjórnir þessara landa. Áður en nokkur niðurstaða væri fengin á þessum deilumál- um, báru Rússar fram kröfu þess efnis, að hvörki Frakkar eða Kínverjar tækju þátt í frið- arsamningunum við Balkan- löndin. Þetta kom hinum full- trúunum mjög á óvart, þar sem þeir höfðu litið svo á frá upp- hafi, að samningarnir væru sameiginlegt verkefni fundar- ins, enda höfðu Rússar ekki látið brydda á annari skoðun framan aí fundinum. Hófst nú fyrst allmikil deila um, hvernig skilja bæri ákvæði Potsdamráð- stefnunnar um þetta, og lýstu bæði Attlee og Truman þeirri skoðun sinni, að þeir teldu Frakka og Kínverja eiga að taka þátt í samningunum, ef fylgt væri samkomulagi Potsdamráð- stefnunnar. Ekki er kunnugt um, hvort þetta hafi verið borið undir Stalin. Rússar iétu þess- ar skýringar Attlee og Tru- mans ekkert á sig fá og sátu fastir við þann keip, að Frakk- ar og Kínverjar yrðu útilokaðir frá samningunum. Hinir vildu ekki á þetta fallast og voru Frakkar sérstaklega ákveðnir í þeirri kröfu, að þeir væru ekki útilokaðir frá samningagerð- inni. Eftir blaðafrásögnum að dæma, hefir nær allur síðari hluti fundarins farið í deiluna um þetta atriði. Fyrst þegar sýnt þótti, að samkomulag myndi ekki názt um þetta að svo stöddu, var talað um að fresta fundinum fram í nóvember, en síðar virðist hafa verið horfið frá því ráði, og lauk funjdinum svo, að ekkert var ákveðið um, hvort slíkur fundur yrði hald- inn aftur. ' Ýmsar getgátur eru um þá afstöðu Rússa að setja fram þessa kröfu um útilokun Frakka og Kínverja og láta allt stranda (Framhald á 7. síðu) í Degi 27. f. m. er rætt um máls- höfðun þá, sem nýlega hefir verið fyrirskipuð gegn heildverzluninni O. Johnson & Kaaber í tilefni af því, að hún hefir orðið uppvís um ólöglega á- lagningu, er nemur 370 þús. kr. Dagur segir: „Þegar þess er gætt. að þessi hagnaður allur er tekinn á skömm- um tima, eða frá því, að vérðlags- ákvæðin um Ameríkuviðskipti voru sett og til ársbyrjunar 1945, og að heildverzlun þessi hefir að auki tekið hina lögmætu álagningu, sem nemur allt að 25%, er augljóst, að heildverzlanirnar í Reykjavík, sem telja nú mikið á annað hundrað, hafa rakað saman miljóna gróða á verzluninni á stríðsárunum. í þessu verzlunarólagi er að finna einn af megin þáttum dýrtíðarböls- ins, skattsvikanna og gjaldeyris- svikanna og bendir margt til þess, að síðast nefndu svikin séu um- fangsmeiri en margan grunar. Mun það e. t. v. koma betur í ljós síðar. Þá er einnig augljóst hvert óskap- legt tjón almenningur í landinu hefur beðið af völdum þeirra ó- heyrilegu ráðstafana, að tryggja fámennri heildsalaklíku ákveðinn hluta af þeim kvóta, sem íslandi er úthlutaður af viðskiptaþjóðum okkar. Þessi lögvernduðu forréttindi heildsalanna háfa varnað því, að samvinnufélögin gætu tekið, í sínar hendur þann hluta af innflutnings- verzlun . landsins, sem þeim ber, í samræmi við hina síauknu félags- mannatölu, og jafnframt hafa þessi höft á frjálsum innflutningi orðið til þess, að binda verzlunina enn fastari böndum við Reykjavík en áður. Þar eiga forréttindaheildsöl- urnar heima og engir nýgræðingar úti á landi geta fengið eyrisúthlut- im af kvótavörunum.“ Dagur víkur þessu næst að því, að skýra hver forréttindi heildsalanna séu og segir: „Snemma á sumrinu 1944 afnam þáverandi viðskiptamálaráðherra, Björn Ólafsson, heildsali, höfða- töluregluna, sem í gildi hafði verið um veitingu innflutningsleyfa. Inn- flutningnum skyldi skipta milli inn- flytjenda í sama hlutfalli og var seinustu árin fyrir stríðið. Með þessu móti var fyrir það girt, að samvinnufélögin, sem hafa verið í óslitnum vexti hér á landi, eins og annars staðar í Norðurálfu, fengju vaxandi hlutdeild í innflutnings- verzluninni í samræmi við aukna félagsmannatölu. Samvinnumenn mótmæltu þegar þessu athæfi, en engin leiðrétting hefir fengizt. Þegar viðskiptaþjóðir íslendinga, einkum Banadaríkin, tóku upp þá skipan, að afhenda íslendingum vissan kvóta af ýmsum vörutegund- um, var skiptingu þessa magns liér innanlands hagað á sama hátt: Innflutningsmagnið fyrir stríðið var látið ráða skiptingunni milli samvinnufélaganna og heildsalanna og á því hefir engin leiðrétting fengist. Jafnframt komu voldug- ustu heildsalar höfuðstaðarins þvi til leiðar, að skiptingin innbyrðis ' þeirra í milli skyldi fara fram eftir sömu reglum. Með þessu móti tryggðu nokkrar heildverzlanir í Reykjavík sér fastan bróðurpart af kvótavörunum og halda fast um hann enn í dag. í þeim hópi eru ymsar þær verzlanir, sem kærðar hafa verið fyrir verðlagsbrot og ekki mun hlutur O. Johnson & Kaaber hafa verið minnstur þar. Með þessum ranglátu ráðstöfunum hefir ríkisvaldið raunverulega lög- verndað stórkostleg forréttindi til handa stærstu heildverzlunum, stöðvað eðlilega innflutningsáukn- ingu samvinnufélaganna og girt fyrir það. að Reykjavíkurheildsöl- urnar þyrftu að sæta samkeppni utan af landi. Til þess að fullkomna skiþulagið hefir Eimskipafélagið gert Reykjavík að einu innflutn- ingshöfninni og má segja, að engin smuga sé eftir fyrir aðila úti um land, sem vilja taka í sínar hendur réttmætan hluta verzlunarinnar.“ Þá víkur Dagur að því, hvernig innflutningsreglum er háttað annars staðar og segir: „pagur birti fyrir skemmstu við- tal við sænska samvinnumenn, er hér voru á ferð. Þeir upplýstu, að samvinnufélögin sænsku hefðu jafnan fengið endurskoðun á kvóta skiptingunni þar í landi, er þau gátu sannað, að hlutur þeirra af þjóðarverzluninni væri vaxandi. Með þessum hætti voru þeim tryggð eðlileg skilyrði til vaxtar. Kér hefir verið farið öfugt að. Nokkrum for- réttindamönnum, sem síðan hafa brugðizt því trausti, er þeim var sýnt, hefir tekist að fá rikisstimpil á forréttindi sín og ekki er að sjá, að nokkur viljí sé hjá ríkisvaldinu til þess að breyta til,“ Það er vissulega rétt, að ekkert er áhrifameira í baráttunni gegn okri heildsalanna en aukin samvinnuverzl- un. Þess vegna ætti það ekki að drag- ast lengur, að komið yrði hér á aftur sama' fyrirkomulagi og er í Svíþjóð, að þegar höinlur þurfa að vera á innflutningi einhverrar vöru, sé út- hlutun hennar þannig háttað, að mið- að sé við breytilega viðskiptamanna- tölu fyrirtækjanna, en ekki fyrri inn- flutning, og neytendum þannig tryggt, að þeir geti verzlað þar, sem þeir telja sér heppilegast. / /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.