Tíminn - 26.10.1945, Síða 5
81. blað
TfcHEVN, föstudagiim 26. okt. 1945
5
Um petta leyti fyrir 27 árum:
Kötlugosið 1918
Við skulum í huganum bregða
okkur 27 ár aftur í tímann, og
við skulum einnig gera okkur
í hugarlund, að við séum stödd
austur í Vestur-Skaftafellssýslu.
Það er hinn 12. október 1918. Sól
er risin úr hafi og stafar geisl- '
um sínum yfir hraun og sanda |
og haustsölnaðar brekkur. Him-
inninn er að mestu heiður, en
yfir Mýrdalsjökli er blakkur
þokukúfur, sem dökknar, er lið-
ur á morguninn. —
Gangnamenn úr Álftaveri
hafa árla morguns lagt af stað
í fjárleitir, því að þennan dag á
að rétta í Fossarétt á bökk-
um Skálmár. Allmargt fólk
er komið að réttinni og bíður
þar leitarmanna, sem komnir
eru með fjárhópana á austan-
verðan Mýrdalssand. En allt í
einu verður öllum litið við.
Undarlegur niður berst að eyrum
og færist óðfluga nær. Það er
líkast og þungabrim svarri við
grýtta strönd. Snöggvast standa
mennirnir agndofa, en svo átta
þeir sig á því, að hér er ískyggi-
leg hætta á ferðum. Smalarnir
hlaupa eins og fætur toga frá
fjárhópunum, því að nú er hver
sekúnda dýrmæt, og mennirnir
við réttina stökkva á bak hest-
um sínum og hleypa yfir Skálm.
Hundrað stikum ofar véltur
fram kolmórauð, himingnæfandi
flóðalda, sem geysist yfir land-.
ið með ofsahraða og mylur allt
undir sér. Það er með naum-
indum, að mennirnir komast
undan — réttarfólkið austur yf-
ir Skálm, smalarnir á hraun.
Allt kvikt, sem í þessu ægiflóði
lendir, er dauðadæmt.
Um svipað leyti gerast váleg
tíðindi víðar í Skaftafellssýslu.
Maður nokkur, Jóhann Pálsson
að nafni, trésmiður að atvinnu,
hefir lagt gangandi af stað frá
Hrísnesi í Skaftártungu á leið
vestur. Hann er kominn skammt
vestur yfir Hólmsárbrú, er hann
verður náttúruhamfaranna var.
Hann snýr við, en þótt hann
hlaupi sem mest hann má, hefir
flóðbylgjan, sem brunar fram
farveg Hólmsár, náð brúnni, er
hann kemst á hana: Hann brýzt
áfram, kemst heill á húfi aust-
ur yfir. En svo brestur brúin að
baki hans.
í byggðunum vestan Mýrdals-
sands er einnig margt á seyði.
Nokkru eftir að fyrstu jarð-
skjálftakippanna varð vart sást
mökkur mikill stíga í loft upp
frá Mýrdalsjökli, biksvartur
neðst, en grisjaði gegn, er hærra
dró á himininn. Um nónbilið
heyrast þungaumbrot, buldur
og dynkir í jöklinum. Litlu síð-
ar kemur hlaup. Flóðalda svo
há, að við himin ber, æðir fram
sandinn, þar sem áður voru nær
þurrir farvegir Múlakvíslar.
Tveir menn frá Ásum í Skaftár-
tungum eru nýsloppnir austur
yfir Múlakvísl, þegar flóðið
beljar fram. ísjakar á stærð við
stórhýsi lyftast sem litlir kubb-
ar á brjóstum kolmórauðrar
flóðöldunnar, sem fleygist á-
fram allt á sjó fram. Boðaföllin
eru ógurleg, og hafið verður kol-
mórautt á lit svo langt sem aug-
að eygir af byggðarfjöllum.
Á skammri stundu verður Mýr-
dalssandur einn hafsjór yfir að
líta beggja megin Hjörleifs-
höfða.
Hvað er það, sem hér er að
gerast?
Skaftfellingar eru fljótir að
átta sig á því. Það er Katla, sem
sendir þeim sínar heitu kveðjur.
Margt fólk flýr heimili sín
þennan voðadag, og sumt kemst
nauðulega á brott. Kúðafljót vex
svo, að það flæðir langt yfir
bakka sína. Fólkið á Söndum í
Meðallandi, en sá bær stendur
á hólma í fljótinu, kemst á
brott við illan leik. Fólkið í
Sandaseli, bæ austan fljótsins,
flýr líka heimili sitt. Fólkið i
Holti í Álftaveri leitar einnig
undankomu, og um skeið er bær-
inn þar algerlega umflotinn. í
Hraunbæ er vatnið einar tvær
stikur frá húsveggnum. í Skaft-
ártungu flýr fólk og frá einum
bæ, Hrísnesi. Víða annars staðar
eru verðir séttir og fólk við því
búið að yfirgefa heimili sín, ef
til vill fyrir fullt og allt.
Mökkurinn inn yfir jöklinum
eykst þegar líður að kvöldi. Fer-
lega bólstra leggur undan vind-
inum austur yfir Álftaversafrétt
og í byggð í Álftaveri er rokkið
fyrir sólarlag. Ösku rignir niður,
él ganga yfir, þrumur kveða við
og eldingar leiftra. Dynkirnir í
jöklinum verða æ þyngri og
þyngri og heyrast nú langar
leiðir, og gosin magnast sýni-
lega. Tíða blossa leggur frá eld-
stöðvunum, og stundum er him-
inninn eitt sindrandi eldhaf að
sjá. Brennisteinsfýlu leggur að
vitum, og sviða kennir í augum.
Nóttin, sem nú fór í hönd,
var hin geigvænlegasta, og mun
tæplega unnt að gera sér óhugn-
aðinn í hugarlund. Enginn
vissi, yfir hve illu Mýrdalsjökull
kunni að búa, en allir þekktu
af reynslu fyrri tíða, hve þungur
í skauti hann gat orðið.
Morguninn eftir var dimmt
lengi frameftir, svo að ekki glór-
ir í glugga. í Fljótshverfi birtir
ekki fyrr en klukkan tíu. í lofti
er sorti mikill, og sums staðar
slær stundum á hann rauðum
blæ. Aska liggur á jörðu, og
ösku og sandi heldur áfram að
sáldra niður. Hlaupin eru hins
vegar þorrin, og vatnið á sönd-
unum mjög tekið að fjara út.
Mýrdalssandur hefir sums stað-
ar gengið allt að 1000 stikur í
sjó fram og margvíslegum
breytingum tekið.
Fólk, sem flúið hefir heimili
sín, leitar nú aftur heim. En að-
koman er ill. Stór landflæmi eru
kafin sandi, dauðar skepnur
liggja hér og þar, en aðrar híma
skelfdar og ringlaðar á bölum
og hólum, þar sem þær hafa
staðið af sér flóðin. Allar skepn-
ur eru eirðarvana.
Þannig leið hver dagurinn af
öðrum þetta síðasta haust
heimsstyrjaldarinnar fyrri. Um-
brotin 1 Mýrdalsjökli héldust
óslitið þar til 4. nóvembermán-
aðar. Gos, öskufall, jarðskjálfta-
kippir, jökulhlaup og þrumu-
veður var daglegt brauð í Skafta
fellssýslu allan tímann. Aska
féll um allt Suðurland, og jafn-
vel víðar um land varð sauðfé
bláblakkt á lagðinn þetta haust.
Vestur um allar sýslur gat á
kyrrum haustkvöldum að líta
bjarmann frá eldunum í Kötlu-
gjá, og þegar mest gekk þar á,
sló eldglæringum upp á miðjan
himin.
Tjónið, sem Kötlugosið olli,
var mikið. f flóðunum fórust
37 hross og mörg hundruð sauð-
fjár. Spjöll á gróðurlandi, bæði
högum og slægjulöndum, voru
stórkostleg. En þó urðu eftir-
köstin enn þungbærari. Bændur
í þeim sveitum, sem mest hafði
mætt á, urðu þegar að taka
fénað á gjöf, því að jörðin var
kafin sandi og ösku og svört
sem brunahraun yfir að líta í
snjólausu. Hvenær sem kulaði
að ráði, komst askan á kreik á
ný, og það var eins og hún ætl-
aði aldrei að rjúka burt eða
rigna niður. Enda þótt margt
af skepnum hefði farizt og enn
fleira væri fargað af ótta við
veturinn, urðu heyin mörgum
bóndanum ódrjúg. Margir freist-
uðust þá til þess að reyna að
nota beitina í brekkum og höll-
um, þar sem sandinn og öskuna
hafði skafið af. En það gafst
illa. Fénaðurinn dó af sandáti,
og máttu menn þó sízt við þvi
að missa af þeim litla stofni,
sem eftir var. Héldust þessir
sandkvillar sums staðar lengi
í búfénaði, þótt þeir smárénuðu,
er frá leið. Stafaði það meðal
annars af því, að lengi eftir
Kötlugosið rauk sandur og aska
norðan úr óbyggðum niður yfir
sveitirnar. Það er mörg bú-
mannsraunin, og er sú ekki létt-
ust að sjá skepnurnar hrynja
niður og fá ekki að gert.
Margir skaftfellskir bændur
biðu þessi misseri þann hnekki,
að þeir báru ekki sitt barr eftir
bað. Sumir urðu meira að segja
að yfirgefa jarðnæði sín og
leita sér og sínum athvarfs 1
íjávarþorpum, þar sem hæg-
ara var að byrja á nýjan leik
með lítið handa á milli. Hinir
voru þó sem betur fór miklu
fleiri, sem megnuðu að bjóða
erfiðleikunum byrginn og græða
sárin að fullu. Frh. á 7. s.
LARS HANSEN:
Fast lbeir sótta sjóinn
Svo fóru þeir i íshafsferð sama árið, og eftir það á hverju ári,
unz þeir voru orðnir 21 árs. Þeir voru alltaf saman á skútu og
skipstjórarnir voru orðnir svo vanir því, að sjálfsagt þótti, að
þeir fylgdust að. Væri annar ráðinn í skiprúm, var það talin sjálf-
sögð skylda að taka einnig við hinum, þótt ekkert hefði verið á
það minnzt þegar ráðningarsamningarnir voru undirritaðir. Það
var bara sjálfsagt, að hinn kæmi á eftir.
Hvorugur þeirra varð skyttá og þaðan af síður skipstjórnar-
maður — fjarri fór því — heldur voru þeir báðir hásetar, og það
voru ekki aðrir betri hömlumenn á íshafinu en þeir. Báðir voru
snillingar við að laumast á veiðibátnum upp að ísbrúninni, þar
sem selirnir lágu. Það mátti heita sama, hve selirnir voru styggir.
Og hvorugur var uppnæmur, þótt svalan blési á hafinu.
Þeir fóru báðir í siglingar, er þeir voru 21 árs. Auðvitað fóru
þeir saman — og saman komu þeir aftur til Tromsö fjórum árum
síðar, báðir peningalausir og í molskinnsbuxum.
Lúlli sagði:
— Nevver mæn með ðett.
Nikki sagði:
— Levver man með ðass.
Þegar Kristófer hafði lokið útreikningum sínum, sagði hann:
— Hér er þá reikningurinn yfir þessa fjóra róðra, sem við
fórum í þessari viku. Þú, Lúlli, færð sex krónum og fimmtíu
aurum meira en við hinir, fyrst þú vilt ekki láta neitt renna
til ekkjunnar.
Kristófer gerði sig líklegan til þess að fara í land og afhenda
ekkjunni sinn hluta, en þá tók Lúlli í handlegginn á honum og
sagði:
— Biddu hérna, Kristófer, aðeins. Ég vil, að þú fáir ekkjunni
lika þessa aura af mínum hluta.
Kristófer settist, hugsaði sig um stundarkorn og mælti síðan:
— Nei. Ég fæ ekki ekkjunni þessa aura þína. Þegar ég stakk upp
á því, að við skiptum í sex staði, raukst þú upp í vonzku og
ragnaðir og formæltir og varst svo illorður sem þú getur verstur
verið. Og með því fékkstu þínn vilja fram. Þú ættir að þekkja
mig svo vel, að þú getir gert þér í hugarlund, að ég fari ekki að
gera mlg að fífli þín vegna.
Þó að þú kunnir að hafa skipt um skoðun, þá hefi ég ekki gert
það, og viljir þú, að ekkjan fái einnig þinn hluta, verðurðu að
fara sjálfur með hann til hennar. En það skaltu vita, að hún
þiggur ekki neina ölmusu úr þinni hendi. Ég varð að skýra þetta
allt fyrir henni, bæði um lóðina og líkfundinn, og vitna i vilja
guðs, áður en hún vildi fallast á að taka við hlutnum.
Og svo sló hann i borðið, stóð upp, strunsaði upp á þilfar og
reri í land — hann og Þór frændi hans.
Þeir gömlu stallbræðurnir - urðu eftir tveir einir. Þeir fengu
sér kaffisopa.
Þá sagði Lúlli:
— Ég verð að segja þér eitt, Nikulás, þó að þú hæðist kannske
að því, og sjálfur veit ég auðvitað, að þetta lætur einkennilega
1 eyrum. En þegar ég skolaðist fyrir borð þarna úti í Vestfirðinum
og stakkst á höfuðið niður í grængolandi hafið, vissi ég fyrst
ekkert af mér. En svo fann ég, að öngli var krækt í hálsinn á
mér og ég var dreginn i hring inn í brotsjó, sem kastaði mér aftur
að skútunni, og þá sá ég höndina, sem stýrt hafði önglinum, og
ég sá það jafn greinilega og ég sé þig núna, að það var hann
Jakob Hansen. Og það voru ekki nein dauðamerki á honum þá,
því að hann lyfti undir mig, hló framan í mig og deplaði augun-
um. Þú getur séð, hvort hann Kristófer muni ekki hafa haft rétt
fyrir sér, þegar hann vildi láta ekkjuna fá hlutdeild í aflanum,
en hinu furða ég mig mest á, að hann Jakob Hansen skyldi fara
að bjarga mér frá drukknun, því að það var þó ég einn, sem ekki
vildi rétta börnunum hans hjálparhönd í neyðinni.
Nú veizt þú, að hann Kristófer er sá stórbokki, að hann myndi
ekki snerta einn einasta eyri úr minni hendi, þó svo hann væri
drepinn, heldur vill hann auðmýkja mig með því að láta mig fara
sjálfan til ekkjunnar og fá henni peningana. Hvað á ég að gera?
Nikki á Bakkanum baðaðl vængjum ótt og títt, áður en hann
sagði:
— Láttu Kristófer sigla sinn sjó. Ég skal koma með þér til
ekkjunnar. Þegar öllu er á botninn hvolft, ert þú sami þöngullinn
og hann Kristófer, og getir þú ímyndað þyr, að dauður maður
hafi krækt önglinum í hálsinn á þér, ættir þú alveg eins að geta
Hin margeftirspurða bók,
KONA MANNS
eftir Vilhelm Moberg, kemur út í nýrri útgáfu fyrir miðj-
an næsta mánuð. Vegna gífurlegrar eftirspurnar eftir
bókinni í Reykjavík, reyndist ekki auðið að senda hana út
um land nema að mjög litlu leyti, enda seldist hún upp á
tveim dögum.
Þeim, sem hafa hug á að eignast bókina, er vissara að
panta hana fyrirfram hjá næsta bóksala eða útgefandan-
um, því að upplagið verður mjög lítið. Bóksalar úti á landi
eru beðnir að senda pantanir sinar eins fljótt og auðið er.
Draupnisútgáfan
Pósthólf 561.
Sími 2923.
ANNA ERSLEV:
Fangi konungsins
(Saga frá dögum Loðvííks XI. Frakkakonungs).
Sigríður Ingimarsdóttir þýddi.
Meistari Jakob gretti sig. „Sjáið þér nú til,“ hélt hann
áfram. „Ég vildi gjarnan greiða yður laglegan skilding
fyrir hanzkann, en fangann get ég ekki látið lausan.
Það er ómögulegt.“
„Nú, jæja,“ svaraði Georg og stóð á fætur og lét sem
b.ann væri á förum. „Þá veit hvorugur okkar hvar hanzk-
inn er. Verið þér sælir, herra minn, og fyrirgefið ónæðið.“
En læknirinn var ekki á þeirri reiminni.
„Bíðið við,“ hrópaði hann og stökk á fætur. „Við get-
um rætt málið.“ Hann strauk hökuna hugsi. Gamli
bragðarefurinn fann, að hann var yfirunninn.
Hann hafði mestu löngun til þess að láta varpa unga
manninum í fangelsi og pína hann til þess að segja frá
ieyndarmálinu.
En hann óttaðist greifann af Gatanó, sem var vold-
ugur maður og í miklu áliti hjá konungi.
Meistari Jakob sá því, að hann varð að láta undan.
Hvað var líka líf eins fangavesalings í samanburði við
svo mikinn dýrgrip?
„Gott og velsagði hann og reyndi að setja upp föður-
legan gæöasvip um leið og hann klappaði á öxl Georgs.
„Biðið hérna í hálftíma. Ég skal fara til konungsins
og fá hann til þess að láta húsbónda yðar lausan. Ég geri
þaö réttlætisins vegna, því að eftir því, sem þér segið, er
gullsmiðurinn alsaklaus.“
Siðan fór hann út og Georg beið um stund í kvíða-
íullri óvissu.
Loks kom læknirinn aftur og sýndi Georg hið lang-
þráða skjal, imdirritað og innsiglað af konungi.
„Sjáið til!“ sagði hann. „Þetta skjal mun opna hlið
fangelsisins og geía húsbónda yðar frelsið. En þér verðið
að ioía mér aö viðhafa nokkrar varúðarráðstafanir. Eg
mun afhenda einum lífverði konungsins skjalið og hann
mun fylgja yður eftir þar til þér eruð búinn að afhenda
honum hanzkann. Þá fyrst verður yður fengið lausnar-
bréfið.“
„Eg geri, eins og þér óskið eftir.“
Georg gekk nú í brott frá konungshöllinni, glaður í
bragði, og lífvörðurinn hélt í humátt á eftir honum. Þeir
héldu til dómkirkjunnar. Georg fór þó ekki beint inn
heldur upp í einn turninn og staðnæmdist ekki fyrr en
á efsta stigapallinum. Þá tók hann upp stóran, hvítan
klút og veifaði út um gluggann.
Það var merkið, sem Leó átti að bíða eftir.
Sendiboði konungs stóð þögull við hhð hans og skHdi
Lvorki upp né niður. En Loðvík konungur hafði kennt
hermönnum sínum að þegja og hlýða.
„Jæja,“ sagði Georg. „Nú getum við sótt hanzkann.“
Þeir klifruðu niður stigann og gengu inn í kirkjuna.
Þar var Leó fyrir og á altarinu lá einhver hlutur vafinn
oýrum dúk. Georg tók böggulinn, rakti hann í sundur
og sýndi lífverðinum hanzkann og bréfið frá ábótanum.
Lífvörðurinn tók þá hanzkann og fékk þeim lausn-
arbréfið og gengu þeir nú' alls hugar fegnir til fangels-
isins. Þar sat meistari Húbertus í þröngu búri og var
orðinn mjög máttfarinn. — Stundu síðar sat hann
meðal barna sinna.
Meistari Húbertus fór skömmu síðar til Gatanó-
borgar ásamt fjölskyldu sinni. Þar náði hann sér brátt
andlega og líkamlega, því að fólkið var honum mjög
gott. — En gleðin náði þó fyrst hámarki sínu, þegar
þau ísabella og Georg voru gefin saman í hjónaband.
E N D I R.
Jörð til sölu
Jörðin DaLsá í Skarðshreppi í Skagafjarðarsýslu er til sölu og
laus til afnota á næstkomandi vori. Jörðin liggur í 10—12 kíló-
metra fjarlægð frá Sauðárkróki, og liggur þjóðvegurinn fast við
túnið. Ræktunarmöguleikar góðir og landkostir ágætir.
Upplýsingar um verð og fleira gefur undirritaður eigandi
Slgarðnr Mngnússon, Sauðárkróki.