Tíminn - 26.10.1945, Page 8

Tíminn - 26.10.1945, Page 8
Þeir, sem. vilja kynna sér þjóðfélagsmál, innlend og útlend, fmrfa að lesa Dagskrá 8 REYKJAVÍK D A G S K R Á er bezta Islenzka tlmaritib um þjóðfélagsmál 26. OKT. 1945 81. Iilað r awwIjll TÍJWAWS V Frv. um framkvæmdaráð 22. október, mánudagur: Rætt um Bornholm. Danmörk: Dönsk blöð segja frá því, að Rússar muni ekki fara frá Bornholmi a. m. k. veturlangt, þar sem þeir séu ber- sýnilega farnir að búast þar til vetrarsetu. Kína: Brotizt hefir út styrj- öld í einu fylki landsins milli hersveita kommúnista og herliðs Chungkingst j órnarinnar. Spánn: Lausafréttir herma, að Bormann, einn aðalleiðtogi þýzkra nazista, hafi sést þar í landi. 23. október, þriðjudagur: Horskylda í Banda- ríkjiinum. Bandaríkin: Truman forseti lagði til við Bandaríkjaþingið, að eins árs herskylda yrði lög- leidd, en herskylda var þar ekki fyrir stríðið. Bretland: Dalton fjármálaráð- herra lagði fjárlagafrv. fyrir brezka þingið. í frv. er gert ráð fyrir, að áfram verði greiðslu- halli á ríkisrekstrinum, eins og á stríðsárunum. Hann boðaði lítilsháttar skattalækkun síðar á fjárhagsárinu, einkum lækkun persónufrádráttar. Aðaláherzlu lagði hann á, að verðbólgunni yrði haldið í skefjum. Noregur: Miðstjórn Alþýðu- flokksins samþykkti, að flokkur- inn skyldi einn mynda stjórn og hafnaði eindregið tilboði um stjórnarsamvinnu við kommún- ista. „Fanney” komin Síðastl. sunnudag kom til Reykjavíkur síldveiðiskip það, sem Síldarútvegsnefnd og Síld- arverksmiðjur ríkisins hafa látið smíða í Bandaríkjunum. Skip þetta er af sömu gerð og skip þau, er notuð eru við síldar og sardinuveiðar við vesturströnd Bandarikjanna. En skip af þess- ari gerð hafa aldrei verið reynd við síldveiðar hér við land. Skipið er smíðað í Tacoma á Kyrrahafsströnd og var því siglt í gegnum Panamaskurð og til New York og þaðan hingað. Mun Fanney, en svo heitir skip- ið, vera fyrsta íslenzka skipið, sem fer gegnum Panamaskurð. Ferðin frá New York tók hálfan þrettánda sólarhring og er það mjög góður hraði. Skipstjóri var Ingvar Einarsson, en stýrimaður Markús Sigurjónsson. Skipið er 140 smál. að stærð og ganghraði þess um 11 sjó- mílur. Það er knúið 320 hestafla „Atlas“ dieselvél. Á heimleiðinni hreppti það hvassviðri á hlið og reyndist skipið fara vel í sjó og verja sig vel ágjöfum. Yfir- byggingin og lag hennar er all- nýstárlegt og ekki ósvipað og á dráttarbát að því leyti, að stjórnpallurinn er framarlega en þilfarsrúm allt fyrir aftan stjórnpall. Vistarverur skipverja eru hinar viðkunnanlegustu. í káetu er rúm fyrir 10—12 menn, en aftur af henni er sérstakur borðsalur óg eldhús, sem búið er nýtízku þægindum, svo sem kæliskápum, og olíukyntum eldavélum. Veiðiaðferð skipa af þessari gerð er all frábrugðin þeirri, sem íslendingar eiga að venjast. Á skipinu eru engir nótabátar, heldur stór flatbotnaður prammi sem notaður er í stað nótabáta. Skipverjar eru því í sjálfu skip- inu meðan á veiðinni stendur en nótin er dregin með spili. Talið er að skipið geti borið um 1400 mál af síld. Á síldveiðum er áhöfn skipsins 8—9 menn og er það helmingi færri menn en tíðkazt hefir hér á jafnstórum skipum. Bretland: Hafnarverkföllin halda áfram og fjölgar stöðugt hermönnum, sem látnir eru vinna við uppskipun. 24. október, miðvikudagur: Þjóðabandalagið. Bandaríkin: Byrnes utanrík- ismálaráðherra tilkynnti, að Þjóðabandalagið nýja væri formlega stofnað, þar sem 29 ríki hefðu nú undirritað stofn- skrá þess. Rússlánd varð sein- ast þessara 29 ríkja til að und- irrita stofnskrána, en öll hin stórveldin höfðu gert það fyrir nokkru. Noregur: Dauðadómnum yfir Kvisling var fullnægt. Var hann skotinn af hermannaflokki í fangelsisgarði í Oslo. Javá: Kunnugt varð, að bardagar hafa staðið um nokk- urra daga skeið milli Hollend- inga og þjóðernissinna. Bretar eru sagðir vinna að því að miðla málum. Rúmenía: Rúmenska stjórnin gaf út ný kosningalög. Vafa- samt þykir, að Mikael konungur staðfesti þau, þar sem hann við- urkennir ekki stjórnina, en fyrr öðlast þau ekki gildi. PóIIand: Pólski forsetinn, sem er kommúnisti, hefir látið svo ummælt, að hann kærði sig ekk- ert um erlenda blaðamenn, en þeir hafa margir óskað eftir að verða viðstaddir kosningarnar þar. Opinber fundur nm áfengismálin Næstkomandi mánudags- kvöld verður í sýningaskálan- um í Reykjavík almennur borgarafundur um áfengis- neyzlu þjóðarinnar. Má búast við að til átaka kunni að koma um málið, þvi að sitt sýnist jafnan hvorum um lausn þessa vandamáls, en þarna fá bæði bannmenn og andbanningar tækifæri til þess að sækja sitt mál og verja, ef þeim sýnist svo, því að frjálsar umræður verða á fundinum, en til hans er boðað í mótmæla- skyni gegn því áfengisflóði, er skollið hefir yfir þjóðina í seinni tíð. Tveir merkir háskólaborgar- ar, þeir dr. Matthías Jónasson uppeldisfræðingur og Sigur- björn Einarsson dósent flytja stutt framsöguerindi á fundin- um. Helztu forráðamönnum rík- is og bæjar hefir sérstaklega verið boðið. Einnig verða sýnd á fundinum áberandi línurit, er sýna áhrif áfengislöggjafar og áfengisneyzlu á réttarfarið í landinu. Voðaskot verður manni að bana Síðastl. sunnudag vildi það slys til skammt frá Akureyri að ungur maður, Pétur Hansen, Hafnarstræti 88, varð fyrir byssuskoti og beið bana ar. Pétur heitinn var á rjúpna- veiðum ásamt öðrum manni frá Akureyri. Höfðu þeir snætt í skólaseli gagnfræðaskólans og voru að ferðbúast að nýju, þegar slysið vildi til. Félagi Péturs var nýlagður af stað, er hann heyrði skothvell og sneri hann þá aftur og fann Pétur liggjandi hreyf- ingarlausan á gólfinu og byss- una við hlið hans. Eftir nokkra stund var búið að ná í lækni frá Akureyri, en þegar hann kom var Pétur örendur. Hafði skotið hlaupið gegnum höfuð hans. Pétur heitinn var 18 ára að aldri, norskur að ætt og fyr- irvinna móður sinnar. hafa á hendi verðskráningu grænmetis og garðávaxta milli funda.“ Þriðji kafli frv. fjallar um sláturleyfi og greiðslu verðjöfn- unargjalds. Þar er það nýmæli, að hafa má verðjöfnun á mjólk milli sölusvæða. Þá er fram- leiðsluráði heimilt að gera ráð- stafanir, sem það telur þurfa, til þess að innlendi markaður- inn fyrir kjöt og slátur notist sem bezt og fullnægt verði sann- gjörnum óskum neytenda. Enn- fremur er því heimilt að gera hvers konar ráðstafanir til að draga úr sölukostnaði. Fjórði kafli frv. fjallar um sölu stórgripakjöts. Þar er á- kveðið, að framleiðsluráð skuli hafa eftirlit með sölu þess. Það getur fyrirskipað, að nautgrip- um verði slátrað á viðurkennd- um sláturstöðvum. Ennfremur getur það sett ýms ákvæði um sölu á hrossakjöti, m. a. ákveðið verð þess, en þó verður félag, sem framleiðendur sláturhrossa mynda, að óska þess.. Fimmti kaflinn fjallar um yf- irstjórn mjólkurmála og verð- miðlun. Eru þar m. a. ákvæði um ýmsar ráðstafanir, sem framleiðsluráði er heimilt að grípa til, til að bæta úr mjólk- urskorti, eins og t. d. aðstoð við að koma upp mjólkurstöðvunum og leyfa hærra verðlag undir vissum kringumstæðum meðan verið er að örfa framleiðsluna. Sjötti kafli fjallar um iðnað úr landbúnaðarvörum. Þar er ákveðið, að framleiðsluráð skuli fylgjast með möguleikum til aukins iðnaðar á þessu sviði og vinna að því, að þeir séu hag- nýttir. Sjöundi kafli fjallar svo um ýms ákvæði, m. a. afnám laga, sem koma í bága við fyrirmæli frv. Greinargerð frv. í greinargerð frv. segir á þessa leið: „Á Búnaðarþingi því, er háð var síðari hluta vetrar 1943, voru afurðasölumál og fram- leiðsluskipulag landbúnaðarins tekin til meðferðar. í lok þings- ins var svo skipuð milliþinga- nefnd til að fjalla um endur- skoðun á málum þessum fyrst og fremst ásamt ýmsum öðrum landbúnaðarmálum, er biðu úr- lausnar.'Milliþinganefndin skil- aði síðan áliti og tillögum í frumvarpsformi, er lagðar voru fyrir aðalbúnaðarþing 1945. Búnaðarþing tók siðan málið til meðferðar og gerði ýmsar breyt- ingartill. við frv. milliþinga- nefndarinnar. Síðan var mál- ið sent til búnaðarsamband- anna, er tóku það til meðferðar á aðalfundum sinum síðastliðið vor og skiluðu áliti og tillögum, er lagðar yoru fyrir aukabúna- arþing það, er háð var í ágúst- mánuði síðastliðnum. Aukabún- aðarþ. gekk síðan frá málinu til fullnaðar í samræmi við þær megintillögur, er borizt höfðu frá búnaðarsamböndunum og allar voru í aðalatriðunum í samræmi við það álit um málið, er ríkti á Búnaðarþingi. Hér skulu nú raktar nokkrar af þeim meginbreytingum frá hinu eldra skipulagi, er í frum- varpi þesu felast. 1. Með frv. er lagt til, að bændastéttin fái sjálf óskorað vald yfir málum þessum, bæði um verðlagsákvörðun og sölu- meðferð. Samkv. því skal stofna verðlagsráð landbúnaðarins, er skipað sé sameiginlegum full- trúum frá Stéttarsambandi bænda og sölufélögum bænda- stéttarinnar. Verðlagsráðið á- kveður síðan verðlag landbún- aðarvara á innlendum markaði, ákveður og sér um verðmiðlun á vörum, aðra en þá, sem fram fer innan mjólkursölusvæða, og hefir íhlutun um vinnslu vör- unnar og dreifingu á hina ýmsu markaði. 2. Frumvarpið breytir einnig til um yfirstjórn þessara mála frá hinu eldra skipulagi, þannig, að það fær einni nefnd (fram- leiðsluráði) í hendur vald yfir öllum framleiðsluvörum land- búnaðarins, í stað þess, að-áður var þetta vald í höndum margra nefnda, en náði þó ekki til að skipuleggja sölu og dreifingu nema nokkurs hluta framleiðsl- unnar. Þannig er allur sá hluti mjólkurframleiðslunnar, sem ekki er stundaður innan mjólk- ursölusvæðanna, svo að öll sala nauta- og hrossakjöts utan alls heildarsöluskipulags, og getur það hæglega valdið tjóni og glundroða í framleiðslu og verð- lagsmálum landbúnaðarins. Er það og auðsætt, að eigi að hafa áhrif á það, í hvaða átt skuli beina landbúnaðarframleiðsl- unni í einstökum greinum eða einstökum landshlutum, er nauðsynlegt að einn og sami að- ilinn hafi yfirsýn og íhlutun um þessi mál öll. 3. Þá er enn það nýmæli í frv., að lögboðin er verðmiðlun á mjólk á milli sölusvæða, þann- ig að unnt sé að veita þeim mjólkur- og rjómabúum, sem ekki hafa aðstöðu til að koma afurðum sínum á nýmjólkur- markaðinn, stuðning og upp- örvun til framleiðslu og vinnslu mjólkurvara og hafa áhrif á það, að lögð sé aukin áherzla á framleiðslu þeirra vörutegunda, sem mest þörf er á hverju sinni. Önnur nýmæli þessa frum- varps eru öll áframhald eða af- leiðing af þeim meginatriðum, sem nefnd eru hér að framan. Frumvarpið byggir á þeirri meginreglu hinna eldri afurða- sölulaga, að framleiðendur fái allir sama verð fyrir sams konar vöru á sama sölustað. — í kjöt- sölumálunum er nú svo komið, að landið allt er eitt verðjöfn- unarsvæði, þannig að sams konar kindakjöt (þ. e. sami matsflokkur) er nú greitt fram- leiðendum sama verði miðað við markaðsstaði, hvar sem það er framleitt á landinu. Hitt er svo annað mál, að ýmsir álíta, að ástæða væri til að beita nokkru strangara gæðamati í verðflokk- un kjötsins og hafa þannig á- hrif á það, að kjötframleiðslan verði sem mest bundin við þá staði, þar sem skilyrðin eru bezt til sauðfjárræktar af náttúr- unnar hendi, og að önnur svæði landsins snúi sér meir að naut- griparækt og mjólkurfram- leiðslu. Ekki eru hér gerðar tillögur um verðjöfnun stórgripakjöts, enda minni ástæða til þess að svo stöddu. Hins vegar ætti að mega takast að koma sölu og verðlagi þess í meira samræmi við sölu og verðlag kindakjöts en nú er með afskiptum, sem verðlagsráðinu eru ætluð um þau mál samkvæmt frv. Um mjólkursöluna er aðstað- an enn svo ólík víða um landið, að ekki getur talizt eðlilegt að upphefja skiptingu þess í ein- stök mjólkursölusvagði. Með bættum samgöngum og fleiri mjólkurbúum getur þetta hins vegar tekið skjótum breytingum, og má því gera ráð fyrir, að áð- ur langir tímar líða, fari svo, að landið verði allt eða mestallt eitt og sama verðjöfnunarsvæð- ið, eins og nú er orðið um kjöt- ið. Hér er stigið spor í þá átt, að unnt sé að hafa áhrif á aukna framleiðslu sérstakra mjólkur- vara á einstökum framleiðslu- stöðvum utan núverandi mjólk- ursölusvæða“. Frv. var til 1. umræðu í neðri deild í gær og var að lokinni ræðu 1. flutningsmanns vísað til landbúnaðarnefndar. Bæjarsíma Reykjavíkur vantar nú þegar nokkra verka- menn til jarðsímalagninga. Upplýsingar gefur Kristján Snorrason, verkstjóri. Til viðtals daglega kl. 10—11 í Landssíma- húsinu. Bæjarsímastjórmn. (jattxia Síó SPITFIRE Kvikmynd um B. J. Mitchell, sem smíðaði flugvélina frægu. Leikarar: Leslie Howard, Ðavid Niven. Aukamynd: FRÉTTAMYND. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ttijja Síé imtnsT.ióitiw Hets) — Sænsk mynd. — Aðalhlutverk: Stig Járrel, Alf Kjcllin, Mai Zetterling. Sýnd kl. 9. Börn fá ekki aðgang. Floltlnn úr fangafiiiðunnin („Bombers Moon“) Spennandi og vel leikin mynd. Annabella, George Montgomery. Bönnuð yngri en 15 ára. Sýnd kl. 5 og 7. U R B Æ N U Lagarfoss kominn með 35 farþega. í fyrrinótt kom Lagarfoss úr annarri för sinni til Noröurlanda og komu 35 farþegar með skipinu. Skipið var með fullfermi af vörum frá Svíþjóð og Danmörku. Farþegar með skipinu hingað voru þessir: Bjarni Oddsson læknir, með konu og 3 börn. Dr. Kristján Þorvarðarson, með konu og 3 börn. Dr. Bjarni Sigurðsson og frú. Gísli Hermannsson, verkfræðingur. Cristian Lehn, Akureyri, Paul Jakob- sen með frú, Anton Schneder og frú, með tvær dætur sínar, Willy Fridrik- sen og frú með tvær dætur sínar, Frú Brynveig Þorvarðardóttir, ungfrú Olga Stefáns, Sigríður Sveinbjarnardóttir, hjúkrunarkona, Sigurd A. Nielsen, Bjarni Sigurjónsson, Margrét Jóns- dóttir, Ólafur Einarsson, Keflavík, Björn Björnsson, Ragna Sigurðardóttir kaupkona, Jens K. Sigurðsson. Dansk-íslenzka félagið. íslandsdeild Dansk-íslenska félags- ins hélt aðalfund sinn s. 1. mánudags- kvöld. Var stjórn félagsins öll endur- kosin, en hana skipa þessir menn: Kristinn Ármannsson yfirkennari, for- maður, Hallgrímur Jónasson, kennari ritari og Klemens Tryggvason, hagfr. gjaldkeri. Auk þeirra eru i stjórninni þeir Ásmundur Guðmundsson, próf- sssor, Ólafur Björnsson dósent, Peter L. Mogensen, lyfsali og Steinþór Guð- mundsson, kennari. Félagatalan hef- ir þvinær tvöfaldazt á árinu. — Á að- ilfundinum flutti Gísli Kristjánsson 2rindi: Frá Danmörku, en Hallgrímur Jónasson sýndi skuggamyndir þaðan. — Mikill áhugi ríkir meðal félags- manna um það að efla starfsemi fé- lagsins sem mest. Skemmtanir Hringsins s.l. sunnudag voru fjölsóttar. Alls kom inn fyrir skemmtanirnar og aðra tekjuliði í sambandi við daginn um 43 þús. kr. Hins vegar er ekki fullkunn- ugt ennþá hver kostnaður hefir orðið við skemmtanirnar og aðra starfsemi élagsins þennan dag. Lík finnst. Lík piltsins, sem hvarf fyrir nokkru síðan héðan úr bænum hefir nú fund- izt rekið á land austanvert á Örfirisey. Bifreiðaslys í Hafnarfirði. Síðastl. þriðjulag vildi það slys til í Hafnarfirði að ung stúlka, Hrafn- hildur Halldórsdóttir varð fyrir bifreið og meiddist allmikið á höfði og fæti. Slysið vildl til með þeim hætti, að Difreiðin var að aka um Austurgötu og var að beygja fyrir brúnina á Lækj- irgötu, móts við Brekkugötu, en þar vildi slysið til. Frá Svíþjóð eru nýlega komin loftleiðis próf. Sig- urður Nordal, dr. Páll ísólfsson, Árni G. Eylands og frú og Baldvin Einars- son, Hafnarfirði. Frá Bretlandi eru nýlega komnir lofleiðis Stefán Ögmundsson, prentari, Gunnar Ás- geirsson, heildsali, Gísli Jónsson, al- þingism., Aðalsteinn Pálsson, skipstjóri Björn Bjarnason, form. Iðju. Sjómannafélag Rvíkur átti þrjátíu ára afmæli síðastliðinn þriðjudag og var þess minnzt með virðulegu samsæti, sem haldið var í Iðnó þá um kvöldið. Fjölmenni var og flutti formaður félagsins Sigurjón Á. Ólafsson aðalræðuna. Félaginu barst fjöldi heíllaskeyta á afmælinu. Til Svíþjóðar eru nýlega farin loftleiðis: Ásta Ólafsdóttir Jóhansen, Jósef H. Jósefs- son, Knud Niélsen Höjgaard, Ólafur Ólafsson. Astrid F. Ellerup, Gisli F. Petersen, Agnar Bj. Tryggvason, Er- lig Edwald, Sigríöur H. Aðalsteins- dóttir, Sverre H. Valtýsson, Elín Júl- íusdóttir Jóhannesson, Haraldui' og Dóra Sigurðsson, Steinunn Arnórs- dóttir, Guðjón Samúelsson, Bryndís Kristjánsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Marta Jónsdóttir, Friðrik Einarsson og frú með 2 börn sín, Olíver Guðmunds- son og Jakob S. Kvaran. Til Bretlands eru nýlega farin loftleiðis. Héðínn Valdimarsson forstjóri og Katrín dóttir hans, Alexander Jóhannesson, Guð- mundur Jóhannesson, Pálmi Guð- mundsson, Pétur Halldórsson, Har- aldur Björnss. og Runólfur Sæmunds- son. Aflasölur Þessi skip seldu afla sinn í Bret- landi í síðastl. viku: Vörður seldi 3530 vættir fiskjar fyrir 8703 sterlingspund, Tryggvi gamli seldi 3250 vættir fyrir 7630 pund, Surprise seldi 3270 vættir fyrir 7503 pund, Haukanes seldi 3074 vættir fyrir 7092 pund, Skinfaxi seldi 2633 kit fyrir 7887 pund, Skutull seldi 3262 vættir fyrh' 7648 pund, Drangey seldi 3168 vættir fyrir 7440 pund, Kópanes seldi 2920 vættir fyrir 7182 og Júní seldi 3303 kit fyrir 7011 pund. Bifreiðaslys. Síðastl. mánudagskvöld vildi það slys til fyrlr framan Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, að gamall maður, Guð- mundur Sæmundsson, varð fyrir bif- reið og fótbrotnaði mjög illa. Ýmsar fréttir í stuttu máli Annað íslenzka skipið hefir nú selt afla sinn í Antwerpen. Það var ms. Fagriklettur frá Hafnarfirði, sem seldi 95 smál. fiskjar fyrir 7.473 sterlingspund. Skipið kom þangið sl. fimmtu- dag og fór þaðan sl. laugardag. Nú eru á leið til Antwerpen ms. Eldborg frá Borgarnesi og Siglunes frá Siglufirði. Kristján Danakonungur hefir veitt íslenzkum lækni, Sigurði Samúelssyni, 4800 kr. styrk úr konungssjóði til að fást við rannsóknir á hjartasjúkdómum. Til Keflavíkur er nýkominn sænskur bátur, sem Jóhann Guðjónsson hefir keypt. Er hann 75 smál. og er 6 ára gamall. Þann 19. september 1945 sæmdi forseti íslands eftir- greinda Svía hinni íslenzku Fálkaorðu: R. Sohlman utanríkisráð stórriddarakrossi með stjörnu, Svere Sohlman framkvæmda- stjóra, Torsten Petterson fram- kvæmdastjóra og L. Belfrage skrifstofustjóra í utanríkis- ráðuneyti Svía stórriddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu, O. Leffleh framkvæmdastjóra riddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu. Þessir menn hafa unnið að viðskiptasamningi milli íslands og Svíþjóðar, sem undirritaður var 7. apríl s. 1. Pétur Magnússon fjármála- ráðherra hefir sagt af sér bankastjóraembættinu við Landsbankann. Jóni Maríussyni, aðalbókara, er settuf var bankastjóri, þegar Pétur Magnússon gerðist fjár- málaráðherra, hefir verið veitt bankastjórastaðan.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.