Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 1
I RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON í ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN { Símar 2353 og 4373 \ PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ( RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 94(1 Simar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Simf 2323 29. árg. Reykjavík, föstudaginn 2. nóv. 1945 83. blað Tvö stærstu togarafélögin hafa aðeins pantað einn togara hvort Óvíst um togarakaup Reykjavíkurbæjar Við'aðra umræðu um bráðabirgðalög stjórnarinnar um togara- kaup ríkisins var upplýst, að tvö stærstu togarafélögin í Reykja- vík, Kveldúlfur og Alliance, hefðu ekki sótt til Nýbyggingaráðs nema um einn togara hvert. Bendir þetta vissulega ekki tii, að þeir, sem eiga að vera kunnugastir þessum málum, hafi mikinn áhuga fyrir togarakaupum á þessum tímum. Þessi félög hefðu þó átt að hafa sérstakan áhuga fyrir endurnýjun togaraflotans, þar sem þau hafa ýmist selt eða misst flest skip sín á stríðs- árunum. • Osannindum mðtmæit í blaðinu Ófeigur, sem út kom i þessari viku, stendur þessi klausa: „Lenti formaður Búnaðarfél. ísl. hvað eftir annað í allerfiðum skiptum við bændur í Kjalar- nesþingi, í Borgarfirði og Döl- um út af stéttarsamtökunum. Að lokum þótti Bjarna Ásgeirs- syni þessar aðgerðir bænda svo nærgöngularBúnaðarfélaginu.að hann mælti á almannafæri þessi eftirminnilegu orð: Getur maður þá hvergi verið í friði fyrir þess- um andskotans bændasamtök- um?“ Vegna þeirra, sém kynnu að taka blaðið og ummæli þess al- varlega, ef eijghverjir eru, þykir mér rétt að lýsa nú þegar yfir því, að frásögn þessi er uppspuni frá rótum. Bjarni Ásgeirsson. or ð Nýjustu íslendingablöð frá Winnipeg skýra frá þvi, að stúlka af íslenzkum ættum hafi fyrir skömmu verið myrt af. 19 ára, gömlum sjóliða í Chi- cago í Bandaríkjunum. Stúlka þessi var 28 ára að aldri og var dóttir Ingvars Gísla- sonar og konu hans, en þau hjón áttu lengi heima í Reykja- víkurbyggð við Manitobavatn. Sigríður heitin hafði dvalið all- lengi í Chicago og unnið þar í lyfjabúð. Önnur umræða um togara- kaupalögin fór fram í neðri deild í fyrradag. Fjárhagsnefnd deildarinnar hafði klofnað um málið og skilaði Skúli Guð- mundsson séráliti og' tillögum (sjá 3. siðu). Talsverðar umræð- ur urðu um frv. milli Skúla Guðmundssonar og forsætisráð- herra. í framsöguræðu sinni lagði Skúli sérstaka áherzlu á, að stjórnin hefði átt að vinna að þvi að fá kaupendur að skipun- um áður en endanlega var sam- ið um smíði þeirra. Hefði stjórn- in m. a. mátt telja þetta nauð- synlega varúð af þeirri ástæðu, að tvö stærstu útgerðarfélögin í Rvík (Kveldúlfur og Alliance) hefðu aðeins pantað einn togara hvort hjá Nýbyggingarráði og benti það til, að þeir, sem hafa ættu mesta reynslu í þessum málum, teldu ekki hyggilegt að ráðast í stórfelld skipakaup á þessum tímum. Þá beindi Skúli þeirri fyrirspurn til forssétisráð- herra, hvort tryggt væri, að bæjarstjórn Reykjavíkur ætlaði að kaupa 20 af þeim 30 togur- um, sem búið væri að semja uöi smíði á, eins og hún hefði sótt um til Nýbyggingaráðs. Pöntun bæjarstjórnarinnar hafði þó ver- ið bundin því skilyrði, að teikn- ingar af skipunum yrðu sam- þykktar af henni. Það skipti vitanlega miklu máli fyrir rík- issjóð, ef staðið yrði við þessa umsókn, því að þá væri alltaf tryggður kaupandi að 20 togur- um, enda þótt horfur væru á, að bæjarstjórnin sjálf þyrfti þá að annast útgerð 11—12 togara, þar sem einkafýrirtæki og ein- staklingar í Reykjavík hefðu enn ekki sótt um nema 8—9 togara. (Framhald á 8. síðu) Landbúnaðarnefnd nl þrí- klofin um búnaðarráðslögin V • .\ ( ' Barði Guðmuitdssoit ncitar að greiða atkvæði með lögunum Þau tíffindi hafa gerzt í landbúnaffarnefnd neðri deild- ar, aff nefndin hefir þríklofnaff um búnaffarráffslögin. Bjarni Ásgeirsson og Jón á Reynistaff hafa lýst sig and- víga lögunum og vilja fella þau. Barffi Guffmundsson hefir einnig lýst sig andvígan lögunum, en telur sig þó ekki geta greitt atkvæffi gegn þeim, þar sem hann sé stuffn- ingsmaffur stjórnarinnar. Mun hann því sitja hjá viff at- kvæffagreiffsluna um þau. Jón Pálmason og fulltrúi kom- múnista í nefndinni hafa hins vegar lýst eindregnu fylgi viff lögin og telja þau réttarbót fyrir bændur! . Framkoma Barffa Guffmundssonar sýnir bezt, að allir sæmilegir menn hafa andúff á þessari lagasetningu, svo ranglát er hún og ósvífin. Hins vegar vilja sumir þeirra enn ekki snúast til beinnar andstöðu viff þau af þægff viff ríkisstjórnina. Fyrir bændur gildir þaff nú aff herffa af kappi baráttuna gegn lögunum og láta ekkert tækifæri ónotaff til aff mótmæla þeim. Því fyrr munu bætast í hóp- inn þeir menn, sem viffurkenna aff lögin séu rangindi ein, en hafa þó ekki enn snúizt til fullrar andstöffu gegn þeim. Frumvarp um aukin fjárráð og víðtækara starfssvið Ræktunarsjóðs Islands Ætlazt er til, að sjóðurinn geti veitt lán til smá-rafvirkjana, mjólkurvinnsiustiiðva, viðgerðarverkstæða, þvottahúsa og fleiri starfsemi í þágu landbúnaðarins De Gaulle fagnab í Brussei Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Páll Zophóníasson og Skúli Guffmundsson, hafa nýlega lagt fram í efri deild frv. um vífftækar breytingar á lögunum um Ræktunarsjóff íslands. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir þremur meginbreytingum, þ. e. aukn- um fjárráffum sjóðsins, auknu starfssviffi hans og vaxtalækkun. Frumvarpið er flutt aff tilhlutun Framsóknarflokksins. De GauIIe fór nýlega í opinbera helmsókn til Brussel. Mynd þessi var tekin, þegar han ók þar um göturnar og var fagnaö af miklum mannfjölda. Erindi de Gaullc til Brussel mun hafa verið það, að fá Belgíumcnn til að styðja hugmynd hans um bandalag Vestur-Evrópuríkja. Þriðja heildsalamálið tekið til dóms Ölöglegur ágóði nani 270 þiís. kr. Sakadómarinn í Reykjavík sendi dómsmálaráðuneytinu hinn 16. þ. m. útskVift af rétj;ar- rannsókn í verðlagsbrotamáli heildverzlunarinnar Sverrir Bernhöft h. f., ásamt fullnaðar- skýrslu hins löggilta endurskoð- anda, Ragnars Ólafssonar, hæstaréttarlögmanns, ■ er falin hafði verið rannsókn á verð- lagningu hlutafélágsins. Sám- kvæmt þeirri skýrslu nemur hin ólöglega álagning hlutafé- lagsins kr. 270.191.19. Dómsmálaráðuneytið hefir hinn 29. þ. m. lagt fyrir saka- dómara að ljúka rannsókn máls þessa og höfða síðan mál gegn framkvæmdastjóra og stjórn- endum félagsins fyrir brot gegn verðlagslöggjöfinni, gjaldeyris- löggjöfinni og XV. kafla hegn- ingarlaganna, svo og til upp- töku á hinni ólöglegu álagn- ingu. (Samkv. fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu). Afhending sænsku bátanna tefst enn Það er nú komið á daginn, að afhending bátanna, sem smíðaðir hafa verið fyrir íslend- inga í Svíþjóð, muni dragast um nokkurn tíma. Upphaflega var von til þéss, að nokkrir bátanna kæmu hingað ekki síðar en á síðastl. sumri. Þessi von brást vegna verkfalls málmiðnaðar- manna í Svíþjóð síðastl. vetur. (Framhald á 8. síðu) Fundahöld Fram- sóknarflokksins \ Framsóknarflokkurinn efndi til fjögurra funda í Árnessýslu um seinustu helgi. Fundirnir voru fyrir Framsóknarmenn og gesti þeirra. Yfirleitt voru fundirnir sæmilega sóttir og spmir þeirra ágætlega. Fundirnir voru haldnir í Hveragerði, á Skeggjastöðum, Minni-Borg og Brautarholti. í Hveragerði mættu af hálfu flokksins Jörundur Brynjólfs- son og Halldór Kristjánsson, á Skeggjastöðum Páll Zophónías- son og Halldór kristjánsson, á Minni-Borg Jörundur Brynjólfs- son og Steingrímur Steinþórs- son og í Brautarhoiy Eysteinn Jónsson og Páll Þorsteinsson. Á öllum fundununj kom fram mikill áhugi fyrir baráttu Framsóknarflokksins og ein- dregin andúð gegn gerræðis- verkum ríkisstjórnarinnar í landbúnaðarmálunum.- Um næstu helgi hefir Fram- sóknarflokkurinny boðað til tveggja funda í vestur-Skafta- fellssýslu og þriggja funda í Rangárvallasýslu. Samið nm smíði tveggja dieseltogara Forsætisráðherra skýrði frá því í neðri deild í fyrradag, að ríkisstj órnin hefði . samið um smíði tveggja dieseltogara i Bretlandi. Verða þeir aðeins minni en togarar þeir, sem stjórnin hefir áður samið um smíði á, en 5 þús. sterl.pd. ó- dýrari. Togararnir eiga að vera tilbúnir á árinu 1948. Hefir stjórnin þá alls samið um smíði 30 togara í Bretlandi. Aukiai íjárráð sjjóös- Ins. Fyrsta meginbreyting frv. er um aukin fjárráð sjóðsins. Sam- kvæmt því leggur ríkLssjóður eina milj. kr. í sjóðinn árlega næstu fimm árin og badtist sú upphæð við höfuðstólinn. Hþf- uðstóll sjóðsins var um seinustu áramót kr. 3.793.159.89 og þar að auki varasjóður, sem nam kr. 512.811.10. Fyrri ákvæði lag- anna um útgáfu jarðræktar- bréfa haldast óbreytt, en vaxta- bréf í umferð mega aldrei nema meira en sexfaldri upphæð höf- uðstóls Ræktunarsjóðs. Öamkvæmt frv. verður höfuð- stóll Ræktunarsjóðs þannig aukinn um meira en helming og mun það vitanlega gera sjóðnum mögulegtÆið auka stór- lega lánastarfsemi sína. Aukið verksvið. Samkvæmt núgildandi lögum má Ræktunársjóður eingöngu lána fé til jarðræktar og húsa- gerðar á býlum 'í sveitum. Sam- kvæmt frv. á sjóðurinn að halda áfram að lána til þessara fram- kvæmda, þó ekki til ibúðarhúsa, því að flutt er annað frv. um eflingu Byggingar og lánd- ! námssjóðs, svo að 'hann verði i einfær um að sinna því verk- j efni. Ennfremur má sjóðurinn | nú lána fé til margvíslegrar ístarfsemi annarar í þágu land- j búnaðarins eða eins og segir í i eftirfarandi grein frv.: | „Fé ræktunarsjóðs má ein- ; göngu lána til jarðræktar og húsagerðar á býlum í sveitum (þó . ekki til íbúðarhúsa), raf- stöffva og annarra mannvirkja | í þágu landbúnaffarins, svo sem mjólkurvinnslustöffva, kjöt- frystihúsa., ullarverksmiffja, skinnaverksmiðja, þvottahúsa og viffgerffarstöðva landbúnaff- arverkfæra, ennfremur til kaupa á vélum, sem notaffar eru viff landbúnað. Lán til húsagerðar á sveita- býlum má veita til peningshúsa og geymsluhúsa úr vönduðu efni, er samsvarar jörðinni sem bændabýli að stærð og verði, en venjulega skal þess krafizt, að jarðabætur séu áður gerðar á býlinu, eftir því sem stjórn Ræktunarsjóðs telur hæfilegt“. Lán tjil vélakaupa mega nema allt að % kostnaðarverðs. f Telja má víst, að nauðsynlegt verði á næstunni að reisa mörg iðnfyrirtæki í þágu landbúnað- arins, t. d. mjólkurvinnslu- stöðvar, viðgerðarstöðvar, ullar- verksmiðjur og þvottahús, og ætti það að greiða fyrir þessum framkvæmdum, ef hægt verður að fá lán til þeirra úr Ræktun- sjóðí. Lækknn v;ixta. Þriðja aðalbreyting frv. er um lækkun vaxta. Nú eru vextir á (Framhald á 8. síðu) Ekkert samkomu- lag í kaupdeilunni Sáttatilraunir nefndarinnar, \sem ríkisstjórnin skipaði til að koma á sáttum i kaupdeilunni á verzlunarskipunum, hafa enn ekki borið neinn árangur. Tjón- ið og óþægindin af verkfallinu verða þó tilfinnanlegri með hverjum degi, sem líður. Á ýms- um stöðum úti á landi er farið að bcra á vöruþurrð, og auk þess, scm það getur orðið mjög bagalegt, ef menn geta ekki byrgt sig upp fyrir veturinn. Fyrir flest viðskipti, sem bund- in eru við strandflutninga, er verkfallið þegar orðið mjög þungbært. Það hlýtur að verða krafa alls almennings, sem á við þessar búsifjar að búa, að ríkisstjórn- in, sem taldi sig hafa vald og möguieika til að lofa vinnufriði, dragi það ekki lengur að sýna til fullnustu hvers hún er megn- ug til að standa við þetta loforð sitt. Það er vissulega kominn tími til þess, að stjórnin sýni það í verki, að þetta loforð hcnnar hafi verið meira en blekkingin helber. Afnám ákvæðanna um Frv. Bjarna Ásgeirs- sonar BjarnhÁsgeirsson hefir ný- lega lagt fram í neffri deild frv. um afnám 17. greinar jarffræktarlaganna (fylgifjár- ákvæðiff) og um afnám hliff- stæðs ákvæffis í lögunum um byggingar- og landnámssjóff. Frv. þetta er flutt samkvæmt ákvörffun seinasta búnaffar- þings. í greinargerff fyrir frv. 'segir svo: „Á síðasta búnaðalrþingi var samþykkt svohljóðandi ályktun varðandi 17. gr. jaðræktarlag- annk og hliðstæð ákvæði í lög- um um byggingar- og landnáms- sjóð: „Búnaðarþing lýsir yfir því, að það telur, að 17. gr. jarð- ræktarlaganna og hliðstæð á- kvæði í lögum um byggingar- og landnámssjóð, frá 9. okt. 1941, nái ekki þéim tilgangi að koma i veg fyrir óeðlilega verðhækkun jarða, og leggur því til, að þessi ákvæði verði numin úr lögum. Jafnfrapit ályktar búnaðarþing að kjósa þriggja manna nefnd til þes að gera til- lögur um löggjöf, er miði að því að hindra varhugaverða verð- hækkun á jörðum og ennfrem- ur lóðum og lendum í kaupstöð- um, kauptúnum og í öðru þétt- býli.“ Nefnd sú, ér um getur 1 seinni (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.