Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 3
83. bla» TfmrW. föstwdagiim 3. nov. 1945 3 TOGARAKAUP RÍKISINS IVefndarálit minnihluta fjárhagsnefndar neðrideildar, Skúla Guðmundssonar, um frtunvarp ríkisstj úrnarinnar. Meindýr í húsum og gróðri Frumvarp þetta um togara- kaup ríkisins er flutt af ríkis- stjórninni og er samhljóða bráðabirgðalögum, sem út voru gefin 23. ágúst sl. Samningagcrðin við Breta. Samkvæmt upplýsingum, sem fjárhagsnefnd hefir fengið, hef- ir ríkisstjórnin nýlega gert samninga um kaup á 28 botn- vörpuskipum frá Englandi. Fjárhagsnefndin hefir ekki séð samningana, en í viðtali við nefndina hefir forsætisráðherra skýrt frá því, að í ágústmánuði í sumar hafi stjórnin gert bráða birgðasamning um smiði á tog- urum í Englandi. Samningur sá var gerður fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar af þriggja manna nefnd, sem stjórnin sendi utan þeirra erinda. Var umsamið verð 72 þúsund sterlingspund fyrir hvern togara allt að 170' fetum á lengd, og skyldu skipin vera svo vel úr ga.rði gerð sem bezt gerist þar í landi. Eftir að þessi samningur var gerður og leyfi stjórnarvalda í Englandi til smíðanna fengið, skipaði ríkisstjórnin aðra nefnd, fimm manna, til þess að líta yfir verk hftnna fyrri sendi- manna. Var síðari nefndin skip- uð þrem mönnum frá Félagi ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda, formanni Sjómannafél. Reykja- víkur og einum verkfræðingi. Þessi nefnd lagði til, að gerðar yrðu allmiklar breytingar á togurunum frá því, sem áður var um samið, t. d. að þeir yrðu 175 fet á lengd, vélarafl aukið, olía notuð til gufuvélanna í stað kola og mannaíbúðum breytt. Sendi svo ríkisstjórnin enn þrjá menn utan til þess að semja um þessar breytingar, og hækkaði þá verð skipanna um rúmiega 36%, upp í 98 þúsund sterlingspund. , Verða það um 2570000.00 ísl. krónur fyrir hvert skip. Nú í októbermánuði var síðan endanlega gengið frá *að tryggja sér kaupendur að skipunum, áður en lokið var samningum um smíði þeirra, en það mun hafa verið um miðj- an þennan mánuð, enda hefði þá fjöldi skipanna verið ákveð- inn eftir því, hvað kaupendur fengust að mörgum skipum. Þetta hefði vafalaust verið framkvæmanlegt. » „Uiiisækjeiidur um l»otnv«rpuskip.“ Eftir beiðni fjárhafnnefndar hefir nýbýggingarráð sent henni lista yfir „umsækjendur um botnvörpuskip“. Listi þessi lítur þannífe út: Kveldúlfur h.f......... 1 skip Ó. Jóhannesson ■& Co., Patreksfirði ......... 1 — Geir Thorsteinsson, Rvík 1 — Einar Þorgilsson & Co., h.f., Hafnarfirði .... 1 — Fylkir h.f., Reykjavík. . 1 — Bæjarstjórn Vestmanna- eyja .............. 1—2 — Bæjarstjórn Seyðisfj. . . 1 — Oddur Helgason, Rvík 1—2 — H.f. Venus, Hafnarfirði. . 1 — H.f. Grímur, Friðrik Þórðarson ............ 1 — Axel Ketilsson & Soffía Jóhannesdóttir, ísaf. . 1 — Tómas M. Guðjónsson, Vestmannaeyjum ... 1 — Alliance h.f., Reykjavík. 1 — Mjölnir h.f., Reykjavík. 1 — H.f. Júpíter, Hafnarf. . . 1 — H.f? Marz, Hafnarfirði . 1 — H.f. Vífill, Hafnarf...1 — Bæjarútgerð Hafnarfj. . 2 — Bæjarstjórn Neskaupst. . 1 — Forseti bæjarstjórnar og form. atvinnumála- nefndar ísafjarðar .. 2 — Sviði h.f., Hafnarfirði . . 1 — Árni Ketilbjarnarson, Stykkishólmi ......... 1 — H.f. Max Pemberton, Reykjavík ............ 1 — Bæjarstjórn Ólafsfjarðar 1 — H.f. Helgafell ......... 1 — Ólafur Lárusson, Keflav. 1 — Keflavík h.f. (Huxley Ólafsson) ........... 1 — Hrafnaflóki h.f. (Ásg. G. Stefánsson) ......... 1 — Bæjarstjórnin á Akran. . 1 — Hreppsnefnd Eskifjarðar 1 — Stefán S. Franklín, Keflavík ............ 1 — H.f. Sæfell, Vestmanna- eyjum ............. 1—2 — Bæjarstjórn Akureyrar- bæjar ............... 2 — Lúðvík Jósefsson, v. Vig- fúsar Guttormssonar o. fl.‘, Norðfirðl .. 1 — Bæjarstjórn Siglufj. ... 1 — Pétur Ottesen, v. Víðis, Akranesi ............ 1 — Hreppsnefnd Stykkis- hólms ............... 1 — Flestar þessar umsóknir eru frá því snemma í júlímánuði þ. á. og þá upphaflega sendar til ríkisstjórnarinnar í tilefni af tilkynningu hennar um, að leyfi mundi fást til smíða á nokkrum togurum í Bretlandi handa íslendingum. í umsókn- unum felast engar skuldbinding- ar um að kaupa þá togara, sem. ríkisstjórnin hefir samið um að kaupa, og engar upplýsingar eru þar heldur um fjárhagslega möguleika viðkomandi aðila til 1 skipakaupa. Ætlar Reykjavíkur- bær að kaupa tvo þriðju togaranua? Þess má geta varðandi þetta mál, að með bréfi til atvinnu- málaráðuneytisins, dags. 10. júli s.l., bar borgarstjórinn 1 Reykjavík fram þá kröfu bæj- arstjórnarinnar, að úthlutað yrði til útgerðarfyrirtækja í bænum % af þeim smíðaleyf- um fyrir 13—16 togurum, sem þá var talið, að mundu fást frá Englandi og Svíþjóð. í bréfi borgarstjórans var enn fremur tilkynnt, að ef ekki kæmu svo margar umsól^nir um togara frá útgerðarfyrirtækjum í Reykjavík, að þetta .hlutfall fengist, þá hefði bæjarráð og bæjarstjórn samþykkt á fundum 9. og 10. júlí, „að bærinn kaupi sjálfur þann togarafjölda, sem þarf, til þess að umrætt hlutfall náist, og í því falli verði skipa- smiðastöðvar, teikningar og annað varðandli smifðina háð samþykki bæjarins." ^ Með öðru bréfi borgarstjórans i Reykjavík til atvinnumála- ráðuneytisins, dags. 25. sept. s.þ, er ítrekuð krafa um, að % hlutum smíðaleyfanna fyrir 30 togurum verði úthlutað til út- gerðarfyrirtækja í Reykjavík eða Reykjavíkurbæjar og þeim tilmælum beint til ríkisstjórnar- innar, „að svo verði frá úthlut- un umræddra togara gengið, að ekki faerri en 20 þeirra verði smíðaðir fyrir útgerðarfyrir- tæki hér í bæ eða Reykjavíkur- bæ, ef svo ber undir, og eru ítrekaðar yfirlýsingar um, að bæjarstjórn ábyrgist gagnvart ríkisstjórninni kaup þess togara- fjölda, sem hér er óskað eftir.“ í bréfi þessu segir ennfremur: „Fyrirvari um, að smíðastöðv- ar, teikningar og annað várðandi smíðina verði háð samþykki bæjaryfirvaldanna er og ítrek- aður.“ Af þessum yfirlýsingum bæj- arstjórnar Reykjavíkur lítur út fyrir, að ríkisstjórnin geti selt í Reykjavík tvo af hverjum þrem togurum, sem hún hefir samið um að' kaupa, ef bæjarstjórnin hefir fyrir sitt leyti samþykkt skipasmíðasamningana. En sam- kvæmt umsóknalistanum frá nýbýggingaráði, sem birtur er hér að framan, hafa útgerðar- fyrirtæki í Reykjavík sent um- sóknir um 8—9 togara, þó án nokkurra skuldbindinga um kaup. Má því búast við, áð það komi í hlut bæjarsjóðs Reykja- víkur að kaupa marga togara, ef ríkisstjórnin tekur kröfur bæjarstjórnarinnar til greina við úthlutun skipanna. Engar upplýsingar liggja fyrir um (Framhald á 6. síðu) Geir Glgja er fyrir löngu orð- inn þjóðkunnur maður fyrir náttúrufræðirannsóknir sínar og þá sérstaklega skordýrarann- sóknir, sem hann hefir stundað af dæmafárri eiju og dugnaði í frístundum sinum um margra ára skeið. Á síðari árum hefir Geir Gígja lagt mikla stund á að kynna sér meindýrin, lifnað- arhætti þeirra og varnir gegn þeim og er bókin, Meindýr í húsum og gróðri árangur þeirra rannsókna. í bókinni er lýst öllum al- gengustu meindýrum hér á landi, hvar og hvernig þau valda tjóni og bent á ráð til að út- rýma þeim. Er hér tvimæla- laust um merkilegt brautryðj- andastarf að ræða, því að eins og kunnugt er, er tjónið af þessum smádýrum ótrúlega mikið og raunar meira en al- mennt hefir verið komið auga á. Bókin skiptist í 5 aðalþætti: I. Inngang, II. Skaðleg skordýr í húsum og gróðri, III. Önnur meindýr í húsum og gróðri, IV. Baráttan við meindýrin, V. Meindýrin flokkuð eftir þvá hvar þau valda helzt tjóni. Að síðustu er skrá um heimildar- rit, latnesk meindýranöfn og íslenzk meindýranöfn. / f bókinni er fjöldi mynda, og er frágangur allur hinn vand- aðasti. Fer hér á eftir kafli úr bókinni, þar sem höfundurinn kemur fram með eftirtektar- verðar tillögur um varnir gegn meindýrunum: „Baráttan við meindýrin er tvíþætt. í fyrsta lagi eru varnir gegn dreifingu dýranna, og í öðru lagi er útrýming þeirra, þegar þau eru farin að valda tjóni. Á báða þessa þætti í bar- áttunni verður að leggja mikla áherzlu. Þarf að tálma því, svo sem unnt er, að erlend skað- semdardýr, svo sem kartöflu- bjallan o. m. fl. flytjist til lands- ins og hafa í því skyni eftirlit með innflutningi þeirra vöru- tegunda, sem ástæða er til að ætla, að meindýr flytjist helzt með, svo sem lifandi plöntum, ýmsum matvörum, t. d. mjöl- vörum og mörgu. fleira. Grun- aðar vörur þarf að setja í sótt- kví á meðan verið er að rann- saka þær, og sótthreinsa ef þarf. Á hinn bóginn þarf að stemma stigu fyrir frekari útbreiðslu meindýra innanlands, t. a. m. kálflugunnar, kakalaka, veggja- lúsa o. s. frv. Þyrfti að setja lög um varnir gegn meindýrum. Og það ætti að varða sektum að flytja sýktar vörur frá kaup- stöðum til sveita og bæ frá bæ, eða að vanrækja að útrýma veggjalúsum eða kakalökum úr íbúðum sínum o. s. frv. Plöntufiutningur á milli hér- aða og landshluta eru alltaf mjög varhugaverðir, nema að sérstakrar varúðar sé gætt, hvort sem um er að ræða gróð- urhúsa- eða garðplöntur. Og með slíkum flutningum hafa ýms meindýr breiðzt víðsvegar um landið á undahförnum ár- um. Athugavert er í sambandi við kaup plantna, að hinar ýmsu plöntutegundir, afbrigði og kyn, eru mjög misnæm fyrir sjúk- dómum. Og það er alltaf mikr- ilsvert að vita, hvort þeir staðir, sem plönturnar eru fengnar frá, eru lausir við jurtasjúkdóma. Það. er oft hyggilegt að setja nýkeyptar plöntur í sóttkví um tíma, á meðan verið er að ganga úr skugga um heilbrigði þeirra — engu síður þegar um flutn- inga á milli staða innanlands er að ræða en flutninga vöru- tegunda, sem fluttar eru til landsins. Allt, sem miðar að því að gera plöntur hraustar, svo sem út- rýming illgresis, hæfilegur á- burður og vökvun, er vörn gegn meindýrum. Hfeingerning á húsum, bæði gróðurhúsum og öðrum, er einnig spor í sömu átt. Þá má geta þess, að málun, (Framhald á 6. síðu) samningum um kaup á 28 tog- urum fyrir þetta verð, þó þann- ig, að verðið getur tekið breyt- ingum í samræmi við kaup- gjaldsbreytingar og verðbreyt- ingar á smíðaefni í Englandi. Af 'þessum 28 skipum eiga 8 —10 að vera fullsmíðuð á árinu 1946, en hin fyrir 1. okt. 1947. Greiðsluskilmálar eru . þannig, að 20% af kaupverðinu á að greiða nú þegar, en eftirstöðv- arnar smám saman, eftir því sem smíðinni miðar áfram. Eins og áður segir, hefir fjár- hagsnefndin ekki séð samning- ana um togarakaupin. Nefnd- armönnum er því ekki kunn- ugt um það, hvað kann að vanta af nauðsynle^um tækjum og útbúnaði til skipanna, þegar seljendur hafa uppfyllt saming- ana. Skal hér engu spáð um það, hvað skipin muni kosta fullbúin til veiða. Ilverjir kaupa þessa togara? í 1. gr. frv. er gert ráð fyrir, að togararnir verði seldir ein- staklingum, félögum eða bæjar- og sveitarfélögum. Þó að tveir mánuðir séu liðnir frá útgáfu bráðabirgðalaganna, hefir ríkis- stjórnin ekki enn gert neina samninga um sölu á skipunum. Minni hluti fjárhagsnefndar telur, að ríkisstjórnin hefði átt Halldór Kristjánsson: Tvær systur Hér birtist fyrri hluti greinar eftir Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli um tvær jurtir, sem byrjuðu að leggja undir sig heim- inn fyrir fjórum öldum, og eru dagleg neyzluvara meðal flestra þjóða heimsins — önnur algengasta munaðarvaran í heiminum, en hin ein hinna þýðingarmeiri neyzluvara. Er hér rakin saga þessara jurta í sigurför þeirra um heiminn, og sérstaklega dvalið við þær viðtökur, sem þær fengu hér á landi. Síðari hluti greinarinnar birtist í næsta föstudagsblaði. Þessi grein á að segja frá tveimur systrum frá Vestur- heimi. Þær höfðu víst átt þar heima frá sköpun heimsins, og þegar hvíti maðurinn kom þangað fyrst, fann hann þær og flutti þær með sér heim aftur. Síðan hafa þær fylgt honum hVar sem hann fer. Þær hafa orðið honum samferða alla leið út á heimsenda. Þær eru því orðnar þekktar í öllum löndum heimsins. Alls staðar hafa þær bundið örlög sín við örlög mannsins. Maðurinn hefir tek- ið þær í þjónustu sína og geng- ið þeim á hönd. Þessar systur eru tvær jurtir af náttskugga- ættinni. Það eru jarðeplin og tóbakið. II. Ekki verður nú með vissu um það sagt, hverjir fyrstir fluttu jarðepli vestan um haf til gamla heimsins. Það vissu svo fáir hver merkisatburður þá var að gerast, að því var ekki veitt nein athygli né á loft haldið. Það voru ýmsir, sem fluttu jarðepli heim til Evrópu á séinni helm- ingi 16. aldar. Það skiptir þá ekki heldur miklu, hvort John Hawkins, John Gerard aða Wal- ter Raleigh hefir verið fyrstur. Ýmsir áhugamenn byrju#5u jarð- eplaræktun í gamla heiminum upp úr því, en þeirri nýbreytni var illa tekið. Almenningur var tregur til að rækta þessa nýju jurt og hafa hana til matar. Og vísindamennirnir voru ekki öllu betri. Jafnvel Carl Linné, faðir grasafræðinnar og lærðasti jurtafræðingur sinnar tíðar, varaði menn við jarðeplunum. Hann vissi, að þau voru af hinni eitruðu náttskuggaætt og þótti það því engin furða, þó að hvorki svínin né vinnufólkið á Skáni vildi éta þau. Lærdómsmenn- irnir sjálfir voru haldnir slíkri hjátrú, og alþýðan hélt sig hafa ýmiskonar tjón og ógæfu af,að rækta þessa jurt, svo að ekki var von á góðu. Jarðeplin náðu samt meiri og meiri útbreiðslu. Neyðin kenndi Englendingum að meta þau og rækta. Cromvellsstyrjöldin um miðja 17. öld olli miklu tjóni og skemmdum, eins og allar aðrar styrjaldir. Akrar voru víða eydd- ir og brenndir, en jarðeplin, sem voru hulin moldu, þoldu meira og urðu víða til þess að bjarga fjölda fólks frá hungur- dauða og sultarsjúkdómum þegar annað brást. Þannig unnu þau sér varanlegt rúm í ræktun Englendinga. Hins vegar var það tízkan, sem mestu orkaði til þess að útbreiða jarðeplarækt í Frakk- landi. Þar var vísindamaður einn ágætur, Augustin Par- mentier (Parmangti) að nafni. Hann hafði lengi strítt við það, að fá landa sina til að rækta jarðepli en orðið litið ágengt, þrátt fyrir mikinn áhuga og vit- urlegar fortölur. Þá hug- kvæmdist 'honum að leita til konungshjónanna, Loðvíks 16. og Maríu Antonettu. Hann bað þau að gera jarðeplin að kon- unglegum hirðrétti, ef verða mætti, að fávís almenningur léti þá skipast. I)rottningin tók þessu vel og skipaði svo fyrir, að daglega 'skyldu borin á hið kon- unglega borð „jarðepli i morgun- kjól“, þ. e. a. s. óflysjuð jarð- epli. Svo var það við hirðveizlu eina um sumarið, þegar jarð- eplagrasið í garðinum hjá Par- mentier gamla hafði borið blóm, að drottningin skreytti sitt göf- uga höfuð með sveig úr jarð- eplablómum og konungurinn var prýddur gulum jarðepla- blómvendi. Þar með voru þessi nýju blóm orðin dýrindis tízku- skraut um gervallt Frakkland. Þeirri tízku fylgdi einn fágæt'- ur kostur, sem síðari menn kunnu vel að meta. Þegar skrautblómin visnuðu mátti éta jarðeplin. Nú voru þau orðin bæði fínn og góður matur, — konungleg fæða. í Þýzkalandi var það kon- unglegt valdboð, sem flýtti fyrir útbreiðslu jarðeplanna. Friðrik mikli allra mildilegast bauð og skipaði, að í hverri sveit skyldi rækta jarðepli. Væri því ekki hlýtt, var sendur her til að fylgja fram konungsboði. Bænd- ur yoru boðaðir saman á til- tekná staði til þess að læra át- ið, því að Prússar höfðu, eins og aðrar þjóðir almennt, talið jarðeplin fyrirlitlegt svínafóð- ur en ekki mannamat. Nú kom konunglegt valdboð, og það var stutt með fulltingi blikandi byssustingja, og þá lærðu þeir að meta þessa fæðu. Árin 1770—72 voru harðindi mikil um alla Mið-Evrópu, svo að korn þreifst illa. Þau ár hjálpuðu vel til að koma mörg- um fátækum bóndanum til að líta á jarðeplin sem himneska náðargjöf. Jarðeplin höfðu flutzt til Sví- þjóðar 100 árum áður, en náðu lítilli útbreiðslu. Það er í frá- sögur fært, að aðalsmaðui* nokk- ur, Jónas Alström, sem mjög hafði forgöngu um þessa rækt- un, varð að kippa að sér hend- inni í ræktuninni, þvi 'að fólk vildi ekki vistast hjá honum meðan hann lét borða þessa nýju óhollu jurt. En svo kom loksins sjö ára stríðið prúss- neska. Sviar tóku þátt i því, en höfðu litla sæmd eða gleði af vopnaviðskiptum við hermenn Friðriks mikla. Stríðið kostaði Svíþjóð sjö tunnur gulls. Fræði- rúenn telja þó, að sú fjársóun hafi borgað sig vel, því að her- mennirnir lærðu að nota jarð- eplin meðan þeir dvöldu í Vind- landi, og eftir heimkomu þeirra breiddist jarðeplaræktun óðum út í Svíþjóð. Um 1720 fengu nokkrir fransk- ir Húgenottar leyfi danskra stjórnarvalda til að setjast að í Fredericiu. Þeir ræktuðu jarð- epli, en fáir 4óku það eftir þeim. Það var fyrst á síðari helmingi aldarinnar, sem skriður komst á þau mál meðal Dana. Stjórn Friðriks V. hafði hug á því, að láta byggja óræktarheiðar á Jótlandi, þ^r sem Danir sjálfir gátu ekki lifað. Fékk stjórnin loks nokkra þýzka bændur í til- raunaskyni til að setjast að á þessum heiðaflákum. Sú tilraun að nema land á heiðunum mis- tókst. En þó bar hún góðan ár- angur, því að þessir innflytjend- ur voru „jarðépla-Þjóðverjarnir“ eins og Danir kalla þá. Það voru þeir, sem kenndu Dönum að rækta jarðepli. Kvöld eitt í apríl 1759 fékk bóndi nokkur, sem hét Káus Pétursson næturgesti úr þessum hópi. En þýzka fjölskyldan var að flytja norður eftir Jótlandi. Fremstur reið húsbóndinn á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.