Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 5
83. blað TtMEVlV, föstMdaglim 2. nóv. 1945 5 Utn þetta leyti fyrir 165 árum: Hvarf Reynistaðarbræðra LARS HANSEN: Fast þeir sóttu sjóirm Það var einkennilegt, sagði fólk, og það bjó eitthvað á bak við það, sagði það, að fyrst höfðu þeir látið ekkjuna fá heilan hlut af aflanum og svo tóku þeir hana *og krakkana burt með sér. Það hlaut eitthvað að búa bak við það. Þetta hefði verið skiljanlegra, ef þarna hefði verið um ein- hvern samdrátt að ræðá. En því var ekki þannig varið — það var áreiðanlegt —, því að þess háttar leynir sér aldrei. Af þeim á „Noregi“ var það formaðurinn, sem oftast hafði heimsótt ekkj- una, og fólk vissi, að hann hafði bara staðið við meðan hann var að fá henni peningana og drekka kaffisopa og kannske gælt eitthvað við telpurnar. Síðan hafði hann farið. Og svo var hann líka kvæntur maður, sem ekki hugsaði um annað en kerl- inguna sína á þá vísu — maður, sem óhætt var að lita upp til í því efni. Svipað mátti segja um hásetana hans. Þeir gerðu víst ekki svo mikið sem líta við, þótt þeir mættu pilsi, því að væri dansað niðri á bryggjunni hjá kaupmanninum á laugardagskvöldin, stóðu þeir af „Noregi“ ævinlega álengdar. Stundum reyndu ýmsar stúlkn- anna að fá þá með í dansinn — en, nei, það var eins og að klappa harðan steininn. Þegar svo þessir menn tóku hana Mörtu með sér, þá var ekki furða, þótt fólk velti vöngum og hristi höfuðið. En allir voru á- sáttir um það, að þetta hefði verið fallega gert, því að Marta vesalingurinn átti í rauninni ekki hér heima — hún var sko svensk, og lífið hlaut að verða henni ærið dapurt fyrst Jakob var fallinn frá. Þar að auki var hún bláfátæk, því að hann Jakob hafði aldrei verið neinn atkvæðamaður. Hann var góður og viðkunnanlegur piltur, en latur og værukær hafði hann alltaf verið. Kristófer hafði komið til kaupmannsins og gert upp reikninga ekkjunnar — allt var borgað, svo áð hún Marta gat kvatt Ljósu- vík kinnroðalaust. Og þegar hinar litlu eigur hennar voru fluttar um borð í „Noreg“, sýndu nágrannarnir henni hug sinn, því 'að karlmennirnir hjálpuðu til að bera sængurfatnaðinn og báða stólana niður í flæðarmálið og kvenfólkið gaf henni ull, sokka og vaðmál 1 pils. Síðan sigldi „Noregur" út Ljósuvík með noíska fán- ann á stöng og tveggja faðma langa oddveifu við sigluhúninn, sem á var letrað stórum stöfum „Noregur". Þeir komu til Tromsö síðari hluta laugardags og lögðust við Gömlubryggju. Það vakti strax mikla athygli, þegar hann Kristófer gekk eftir Aðalstræti með ókunnugan kvenmann við hliðina, en þegar þeir Lúlli og Nikki komu á eftir og leiddu sína telpuna hvor, kinkandi kolli og brosandi framan í alla, sem þeir þekktu, námu allir stað- ar og störðu á þessa óvæntu sjón og sögðu stundarhátt: — Hvað i ósköpunum hefir komið fyrir þann Kristófer á ver- tíðinni í ár? Og þegar hópurinn var kominn norður yfir hæðina og nálgað- ist húsið, þar sem Kristófer átti heima, voru allir gluggar upp á gátt, og kerlingarnar krossuðu sig og stungu höfði og herðum út um þá. Én — þegar allur hópurinn var kominn inn í eldhúsið hjá „Norska ijóninu" og Kristófer hafði sagt alla söguna, stakk Karen höndunum undir svuntuna sína og mælti: — Þetta var rétt, Kristófer. Þetta var rétt — að koma með þau öll hingað. Og svo eftirlét hún Mörtu og telpunum hennar stofuna, en Lúlli og Nikki lögðu sínar tvö hundruð krónusnar hvor á borðið hjá ekkjunni. Hann Lúlli sagði: — Þetta er handa telpunni, sem ég geng í föðurstað. Hann Nikki ætlaði að segja nákvæmlega það sama, en þegar hann ætlaði að stynja orðunum upp, byrjuðu báðir vængirnir að flugsast, og þess vegna lét hann sér nægja að benda fyrst á peningana og síðan á aðra telpuna. Klukkustund síðar kom öll skipshöfnin út úr brennivínssölunni, og hver maður var með sinn pákka undir hendinni. Þeir hinir eltu Kristófer Kólumbus — hann vissi nefnilegh af svo helvíti notalegum krók bak við viðarstaflana hjá honum Austad. ÁTTUNDI KAPÍTULI. Það er í Tromsö i miðjum aprílmánuði. Sjómennirnir eru allir komnir heim frá Lófót, og hvarvetna er ös og annríki. Það er búið að flytja „Noreg“ frá Gömlubryggju. Nú liggur hann úti á höfninni. Kristófer hafði átt annríkt alla sína daga, en aldrei þó sem nú. Nú gat hann ekki einu sinni gefið sér tíma til þess að hugsa. Konan hans hafði keypt notuðu vélina — þunga Alfavél, átta hestöfl. Hún hafði fengið hana á uppboði fyrir fimm hundruð fimmtíu og þrjár krónur og borgað þrjú hundruð og fimmtíu krónur við hamarshögg. Afganginn, tvö hundruð og þrjár krónur, hafði hann Kristófer borgað undir eins og hann kom heim frá Lófót. Þetta var nú allt gott og blessað. En nú höfðu margir fullyrt, að vélin væri útslitin. Hún væri þegar búin að vera í þrem skútum, og úr þeirri síðustu hefði hún verið tekin, eftir að hún hafði legið á hafsbotni í meira en mánuð. Nú — við þvi varð ekki gert. En svo fréttist um nýjar reglur um tryggingar í íshafsferðum — reglur, sem ekki voru mildari en svo, að það voru að kalla eingöngu ný skip, sem unnt var að (SKOZK ÞJÓÐSAGA) Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. En þó svo virtist, sem hún gæti ekki kosið á betri kjör, en þau, sem hún átti við að búa, brá oft fyrir saknaðar- glampa í stórum, dökkum augum hennar. ’ Varð henni pá litið á haf út, rétt eins og hún væri að leita einhvers. Árin liðu og Guðmundur bergði sí og æ á bikari gæf- unnar Dag einn reri hann til fiskjar ásamt þrem elztu sonum sínUm. Kona hans sendi þá þrjú hinna barnanna til þess að tína öðuskeljar og kuðunga á sjávarklöpp- unum. Yngsta barnið, lítil stúlka, hafði meitt sig á fæti og varð því eftir heima hjá móður sinni. Nú hugði konan ágætt tækifæri komið til þess að leita að hamnum langþráða. Hún leitaði hátt og lágt, í krók- um og kimum, þar til sólin var komin lágt á loft, en ekki fann hún haminn. Litla stúlkan sat á stóli úti í horni, þræddi perlur á band og lét meidda fótinn hvíla á lágum fótaskemli. Hún furðaði sig mjög á því, að hverju móðir hennar leit- aði með svo miklum ákafa. Að síðustu fékk hún ekki haldið forvitninni í skefjum og sagði: „Að hverju ertu að leita, mamma mín?“ „Æ, barnið gott,“ svaraði móðirin. „Ég er að leita að íallegu skæði í skó á vesalings litla fótinn þinn.“ „Nei, er það?“ sagði barnið. „Ég veit, hvar þú getur íundið skæði. Eina nóttina, þegar faðir minn hélt að ég svæfi, sá ég hann læðast inn 1 litla herbergið mitt. Hann tók ljómandi fallegt skinn undan sperrunni. Hann bar það upp að kertaljósinu og horfði á það dálitla stund. Svo stakk hann því aftur undir sperruna.“ Þegar konan heyrði þetta, þaut hún upp stigann og inn í herbergið, þar sem hamurinn var falinn. Hún dró liann fram undan sperrunni með fagnaðarópi. En mitt í gleðivímunni kenndi hún sorgar, því að nú varð hún að yfirgefa blessuð börnin og hinn góða eigin- mann. Hún reyndi árangurslaust að streitast á móti lönguninni eftir að hverfa til ættfólks síns nú, þegar hún loks var búin að finna haminn. Hún gekk hægt nið- ur stigann og staðnæmdist við eldhúsdyrnar. Innan við þær sat telpan. „Vertu sæl, litla stúlkan mín,“ hvíslaði hún og tárin hrundu um kinnar henni. En litla stúlkan sat og hvíldi meidda fótinn á skemli, þræddi marglitar perlur upp á band og beið eftir því, að móðir hennar kæmi með litla, mjúka skóinn. „Rauð perla, gul, brún og svo blá,“ tautaði hún við sjálfa sig. „En hvað mamma verður glöð, þegar hún fær þessa hálsfesti.“ Hún heyrði ekki marrið í hurðinni og ekki heldur kveðjuandvörp móður sinnar. Þegar konan kom út úr bæjardyrunum og fann haf- goluna leika um andlit sér, þaut hún til sjávar, steypti Laust eftir átjándu öld barst fj árkiáði hingað til lands með enskum hrút. Breiddist hann ört út og eyddi að miklu leyti sauðfjárstofni bænda milli Sól- heimasands og Öxnadalsheiðar, að Vestfjörðum undanskildum. Stóðu menn varnarlausir. uppi gegn þessum ægilega vágesti, og var loks fyrirskipaður niður- skurður alls sauðfjár á þessu svæði. Hann var framkvæmdur árin 1772—1779. í staðinn keyptu menn svo lömb til upp- eldis eða ungt fé úr þeim hér- uðum, sem sýkin hafði ekki borizt til. Um þetta leyti var klaustur- haldari að Reynistað í Skaga- firði Halldór Bjarnason, sýslu- manns á Þingeyrum Halldórs- sonar. Kona hans var Ragnheið- ur Einarsdóttir, skörungur mik- ill, en skaphörð. Var mikill auð- ur samankominn í búi þeirra. Sumarið 1780 sendu þau Reynistaðarhjón son sinn tví- tugan, Bjarna, og ráðsmann sinn, Jón Austmann, hörkutól hið mesta og þjark, suður um Kjöl til fjárkaupa í Skaftafells- sýslu. Er líða tók á, sendu þau enn suður tvo menn, Sigurð nokkurn frá Daufá og Einar son sinn, ellefu vetra, og munu þeir hafa átt að ýera hinum til fulltingis við fjárreksturinn norður. Segir sagan, að Einar hafi skorazt grátandi undan þessari ferð, en móðir hans skip- að honum að fara eigi að síður, því að hún vonaði, að honum yrði gefið lamb og lamb, er hann færi svo ungur slíka ferð. Skipti drengurinn þá leikföng- um sínum milli annarra barna á staðnum, er hann skildi, að ekki varð undan ferðinni vikizt. Um réttir höfðu þeir Reyni- staðarmenn keypt nær tvö hundruð fjár. Réðu þeir sér til fylgdar skaptfellskan mann, Guðmund Daðason að nafni, og hófu síðan ferð sína, er varð þeirra hinzta, mest að áeggjan Jóns Austmanns, að þvi talið er. Lögðu þeir af stað frá efstu bæjum í Hreppum í Ár- nessýslu 28. októb'er, er var annar laugai’dagur í vetri, og hugðust reka féð norður Kjöl. Var þá vindur suðaustlægur, og rigndi, er kvöldaði. Sextán hesta höfðu þeir félagar, og voru sex undir reiðingum með nesti þeirra, tjöld og svefnföt. Þótti mörgum för þeirra óhyggileg, en ekki tjáði í móti að mæla. Nú víkur sögunni norður í Skagafjörð. Líður fram á vetur og fréttist ekkert til þeirra fé- laga, og fara menn þá að gerast órólegir. Hafði gert stórhríðar þar nyrðra fyrra huta annarrar vetrarvikunnar. Herma sagnir, að ýmsar feigðarspár hafi þeg- ar komizt á kreik og draumar manna gerzt þungir. Á þá Björgu, systur þeirra Reyni- staðarbræðra, að hafa dreymt, að þessi vísa væri kveðin: Enginn finna okkur má undir köldu hjarni. Daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni. Þegar Ragnheiði húsfreyju á Reynistað þótti biðin orðin næsta löng, gerði hún út menn til þess að grennslast eftir, l\vað tefði þá félaga. Urðu til þeirrar farar Jón nokkur Bjarnason frá Stóru-Gröf. kunnur maður á sinni tíð fyrir ýmsa klæki, þá nær sjötugu, og Björn Illugason, vinnumaður á Reynistað, nítján ára gamall Komust þeir heilu og höldnu suður í Hreppa og spurðu brátt þau tíðindi, að þeir norðanmenn hefðu lagt á öræfin um vetur- nætur. Þótti þá sýnt, hver orðið hefðu afdrif þeirra. Þeir Jón gamli og Björn urðu nú tepptir syðra um hríð, því að veður voru hörð. En i fyrstu viku þorra gerði stillu, og riðu þeir félagar á hjarni norður og voru fjögur dægur milli byggða. Fundu þeir á norðurleiðinni tuttugu kindur úr rekstri Reyni- staðarmanna norðan við Hvera- velli. Þá hafði það og spurzt, að hundur frá þeim hefði komið niður að Rugludal í Blöndudal, og sömuleiðis munu nokkrar kindur hafa slangrað norður af um veturinn. Leið nú fram til vors og var ekki að hafzt. En er sumra tók, virðast menn hafa verið sendir suður á öræfi til þess að leita, og voru meðal annarra í þeirri leit Jón bóndi Egilsson á Reykjum á Reykjaströnd. En eigi bar þessi leit tilætlaðan árangur. Líður nú fram á sumarið. Voru í þá daga ferðir miklar yfir Kjöl, því að þar var þá höfuð- leið milli Norðurlands og Suður- lands. Sóttu sumir skreið suður, en aðrir fóru til fjárkaupa. Meðal þeirra, sem áttu leið yfir Kjöl þetta sumar, var Tóm- as bóndi á Flugumýri í Skaga- firði. Voru þeir nokkrir saman á leið norður. Er þeir komu á suðurjaðar Kjalhrauns, skammt norður af Kjalfelli, sáu þeir tjaldhrauk í brekku sunnan undir hraunhól, svo sem fimmt- án faðma frá veginum. Lágu þar á víð og dreif reytur af fé og hrossum, en þrír hnakkar, skrína, tvær síðhempur og rauð flónelssvunta við tjáldið. Þótti þeim þegar sýnt, að þarna hefðu Reynistaðarmenn orðið til. Er þeir litu inn í tjaldið, sáu þeir< þar með vissu þrjú lík og auk þess virtist hönd þess fjórða standa upp undan ábreiðu, er var yfir því líkinu, sem þeir töldu af Bjarna. Reið Tómas á Flugumýri á undan samferða- mönnum sinum og sagði tíðind- in heima í Skagafirði. Reynistaðarhjón létu þegar gera kLstur og sendu síðan menn suður á Kjöl að sækja líkin. En bá brá svo við, að aðeins fund- ust tvö lík í tjaldinu, og voru þau af Sigurði á Daufá og Guð- mundi Daðasyni. Lík Reyni- staðarmanna.bræðranna og Jóns Austmanns, fundust hvergi, en á hinn bóginn þóttust sendi- menn sjá, hvar þriðja líkið hefði hvílt i tjaldinu. Voru miklar leitar gerðar um sumarið, og fannst hestur Jóns Austmanns hálsskorinn í kvísl eða bleytu- dýki við Þegjandi, en reiðtýgin á þúfu skammt frá. Seinna fannst mannshönd í bláum vettlingi með fangamarki Jóns á rekin úr Blöndu. Komu upp margar getgátur um örlög þeirra félaga, og þótti mörgum líklegt, að þeir hefðu verið komnir all- norðarlega á öræfin, en snúiö þar við með meginreksturinn sökum veðurs. Var það dregið af því, að það af fénu, sem, af lifði, slangraði flest norður af. Talið var liklegt, að Jón, sem var þeirra harðfylgnastur, hefði ætlað að brjótast norður af einn síns liðs, en farizt í Blöndu 3ða einhverjum kvísla þeirra, ?em í hana fala. Þá skaut þegar upp ýmsum orðasveim í sambandi við líka- ’ivarfið. Féll einkum* grunur á brjá menn, sem farið höfðu norður Kjöl næst á eftir Tóm- asi á Flugumýri. Voru það Jón ’Sgilssoú á Reykjum, sonur hans Sigurður að nafni og Björn 111- ugason, sá hinn sami og suður 'iafði farið með Jóni gamla Bjarnasyni um veturinn. Hófst málarekstur út af þessu um laustið og bárust böndin mjög tð. þeim félögum. Kom þar í Ijós, að Bjarni Halldórsson hafði raft meðferðis um tuttugu rík- sdali í peningum. Á hinn bóg- nn sannaðist, að þeir hefðu ’.agt ósatt um það, hvaða leið oeir hefðu farið norður, auk less sem Jón Egilsson þótti rafa hagað sér grunsamlega í ieitinni fyrr um sumarið, en. lá hafði hann farið mjög ná- ’.ægt tjaldstaðnum. Niðurstaðan 7arð samt sú, að Vigfús Schev- ng, sýslumaður Skagfirðinga, iæmdi þeim félögum synjunar- úð sökum ónógra sannana. Var 3á eiður þó aldrei unninn, mda dó aðalsakborningurinn, Tón Egilsson, fáum árum síðar. Eftir þetta liðu sem næst sex áratugir, án þess að ný vitn- jskja fengist í máli þessu. En bá bar svo til, að grasafólk af Suðurlandi fann mannabein á oyðimel alllangan spöl frá hin- um forna- tjaldstað Reynistað- armanna. Hafði grjót og hellu- blöð verið borið á beinin, en þó 3um orðin uppblásin. Litlu síðar fann Jóhannes bóndi á Sveins- stöðum í Tungusveit þessi bein einnig og spurðust þá tíðindin um byggðir norðan lands. Þótti öllum sýnt, að þarná væru fundnar jarðneskar leifar Reynistaðarbræðra. Lét bróður- dóttir þeirra, Ragnheiður Bene- diktsdóttir, sækja beinin og fékk Jósep Skaptason lækni til þess að skoða þau. Felldi hann þann úrskurð, að þau væri af ungum karlmanni og unglingi. Voru þau síðan jarðsett að Reynistað haustið 1846. Þá voru liðin rösk 64 ár síðah þeir bræð- ur riðu úr hlaði á Reynistað. Tvær systur (Framhald af 4. slðu) rífandi og ringland’i verkun. Innvortis brúkuð framleiðir hún bví þær hræðilegustu og hættu- legustu leifar, svo sem uppköst, búkhlaup, sansaleysi o. s. frv., hvers vegna það á ekki að brúk- ast innvortis nema með stórri varatekt. (Sé tóbak skemmt í sjálfu sér, svíki fríhandlarar það með því að væta það skörp- um ýmislegum lög, einnig þvagi sínu eða saltpækli, svo fljótt sem tóbakið þornar, komast svikin upp og fúalyktin finnst. Með Öðru móti svíkja þeir það einnig í vigtinni, ofmargir og grófir trénaglaý, umvafningar af bréfum og shærum vinnur beim mikið inn). Útvortis brúkast það mikið í þarmlútir, 1 eða 2 lóð tóbaks soðin í 1 potti vatns, niður til helmings og afsíað, til að drepa og útrýma ormum og til að upp- vekja þá, sem af svefnsýki, slagi og þess konar eru yfirfallnir. En þó eru þarmlútir af tóbaksreyk einkanlegast nafnkunnugar vegna þeirrar verkunar í móti tregum og hörðum þarfindum til baksins, abbendi, sem orsak- ast af hörðum stíflum, þarm- anna linleika, ellegar af því þeir vegna kviðslits eru innikirktir. En nákvæmlega má þar hjá taka vara, að hvorki séu nærverandi teikn til hitabólgu, né að óttast fyrir henni, hver annars við þessa skarpa meðals verkun kynni fara í vöxt. Framar brúkast stólpípa þessi við nýfædd börn, sem hafa kirkzt í fæðingunni, við drukkn- aða, hengda eður af kala — ell- egar annarri brælu kæfðar manneskjur fyrir að fá þær til lífsins aftur. Tóbaksreykur brúkast í stól- pípur með því móti að setja pípulegg í endaþarminn, en einhver, sem vill, getur reykt, tekur gúlfullan reyk af fullri pípu, sem vel lifir í, og blæs honum í gegnum þann tóma pípulegg inn í endaþarminn, eða maður brúkar fulla tóbaks- pípu, sem kveikt er í og í stað- inn '.pípuleggsins setur aðra tóma ofan á höfuð þessari, blæs svo í gegnum hana reyknum, að hann gangi hinn sama veg sem sagt var. Þessi reykur kann bet- ur en nokkuð annað meðal, sem brúkanlegt er í þarmlútir, brengja sér inn í gegnum saur- indin, þarmanna. flækjur og samrykkingar, uppleysa slím og með sinni skörpu olíu koma hræringu þeirra í gang, svo þeir fá sitt rétta lag, spenning- ar hætta og þarfindi greiðast til baksins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.