Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 7
83. hlað TÍMIM, föstMdaginn 2. nóv. 1945 7 FIMMTUGUR: 0 Erlingur Pálsson yfirlögregluþ/'ónn Á morgun er Erlingur Pálsson sundkappi fimmtíu ara. Þó Erlingur sé fyrir löngu lands- kunnur maður, þykir þó hlýða að fylgja fornum íslenzkum sið- um, og kynna manninn með örfáum orðum. Erlingur er af góðum ættum, sonur Páls Erlingssonar sund- kennara Pálssonar Arnbjarnar- sonar. Bjuggu þessir feðgar í Fljótshlíð austur. En móðir Er- lings föður Páls sundkennara, var Helga dóttir Erlings í Braut- arholti Guðmundssonar í Fljóts- dal, Nikulássonar sýslumanns í Rangárþingi, þess er drekkti sér á Alþingi 1742 í Nikulásargjá, en faðir Nikulásar var Magnús sonur Sigríðar stórráðu Magnús- dóttur, og Benediktar Pálssonar Guðbrandssonar biskups. — Langamma Páls sundkennara í föðurætt, var Anna María systir Páls skálda Jónssonar. Móðir Erlings, kona Páls sund- kennara er Ólöf Steingrímsdótt- ir frá Fossi á Síðu, af góðum ættum og þrekmönnum miklum; en sú ætt verður eigi rakin að þessu sinni. Af þjóðkunnum mönnum í þessari ætt má þó nefna Svein Pálsson læknir í Vík og Skúla fógeta Magnússon. Erlingur lærði ungur sund af föður sínum, og var hann orðinn afburða sundmaður 17 ára gam- all, þá keppti hann fyrst í Ný- árssundinu, og í ágúst það sama sumar, keppti hann í íslands- sundinu, vann hvort tveggja keppnina og bætti að mun tím- ann á báðum vegallengdunum. Nýjárssundið fór hér fyrst fram 1910 sigurvegari varð þá Stefán Ólafsson á 48 sek* 1911 vann Stefán aftur á 42 sek, en 1912 vann Erlingur á 37V2 sek. Vegalengdin í þessu sundi var 50 metrar, fór keppnin fram á Nýjársdag, keppt var um bikar, sem Guðjón Sigurðsson gaf, og skyldi vinna hann þrisvar í röð, til eignar. 1914 vann Erlingur bikarinn í þriðja sinn á 33VS' sek. Guðjón gaf þá annan bikar, og skyldi hann vinnast til eign- ar fimm sinnum í röð, þanrf bikar vann Erlingur í fimmta sinn 1919, var þá Jón. bróðir háns næstur að marki, 14 ára gamall, en Erlingur hafði unn- ið þetta sund 8 sinnum í röð. 1914 fór Erlingur til Englands til að fullnuma sig í sundi. Hann þótti þar mjög efnilegur sundmaður og var hann talinn á að dveljast þar> lengur og þjálfa sig undir sundkeppni á Olympiu-leikjum. Var það aðal- lega þolsund, sem hann var hvattur til að iðka. Ég get vel hugsað mér, að Erlingur hefði viljað dveljast lengur með Englendingum, og gjarna reyna sig á Olympiu- leikjum, — en heima var faðir hans að berjast fyrir þeirri hug- sjón sinni, að sem allra flestir íslendingar lærðu að synda. Þess hafði orðið vart, að til voru menn sem töldú, að sundaðferð- ir Páls væru ekki réttar, það vissi Erlingur nú, allra manna bezt, að faðir hans kenndi rétt, og hann hélt heim, alráðinn í því að standa við hlið föður síns enn um sinn og láta eitt yfir báða ganga. , Erlingur hafði tekið kennara- próf í flestum sundgreinum, og nú kenndu þeir feðgar af kappi. Samhliða kennslunni og erfið- isvinnu hélt Erlingur áfram að æfa sig og keppa, lækka tím- ann, synda nýjar vegalengdir. Eru engin tök á því að segja frá því öllu í stuttri grein. Drangeyjarsundið er tvímæla- laust mesta sundafrek Erlings og mesta íslenzkt sundafrek síð- an á dögum Grettis. Erlingur synti þetta sund 31. júlí 1927. Þegar Erlingur kom heim úr þeirri för, var honum fagnað allvel. Guðmundur Björnson landlæknir hafði orð fyrir heimamönnum og mælti m.a.: „Ég er gamall sundmaður og gamall læknir, og þið megið trúa mér; það er fágætt afrek að synda 4y2 stund í svo svölum sjó, að hitinn nemur ekki nema 11 stigum“---------og „— við vonum, að þessi unga 20. öld merki og marki upphaf nýrrar gullaldar hér á landi. Við lítum á upprisu íþróttalífs forfeðra vorra, sem tímanna tákn. Við heilsum þér, Erlingur Grettis- Lnuig ui' jriiioson maki, og bjóðum þig marg vel- kominn hingað heim aftur“. Það tóku margir undir þessa kveðju landlæknis af heilum hug, en sú hugsun hlýtur að hvarla að huga manns, að oftar hefði verið hægt áð bjóða Er- ling Pálsson velkominn heim til Reykjavíkur eftir unnin sund- afrek, því að hann mun um langan tima hafa verið með beztu sundmönnum á Norður- löndum, en nú verður það aldrei vitað, hvað Erlingur hefði getað á þeim vettvangk Það hefði ó- neitanlega verið'skemmtilegt ef íslenzka þjóðin hefði þá verið þess umkomin að veita einum af sínum mannvænlegustu son- um aðstöðu til að bera hróður litla landsins afskekkta út á meða.1 þjóðanna. En tækifæri getur komið aft- ur, þótt þetta liði hjá. Verið því ávalt viðbúin að létta undir með efnilegum mönnum á hvaða sviði sem er. Venjið yður af þeim ósið að ala í brjóstum yðar hneigð til þess að sitja yf- ir annarra hlut, á hvaða sviði sem er. í okkar landi er nóg að gera, sem gefur meiri þroska — meiri þroska. Magnús Stefánsson. Erlent yfirlit (Framhald af 2. síðu) Rússa fara vaxandi þar, því að Pólverjar þola illa öll erlend af- skipti og telja stjórnina of und-, anlátsama við Rússa. Þetta bitnar fyrst og fremst á kom- múnistum, sem fylgja Rússum að málum í einu og öllu. Það hefir m. a. vakið mikla gremju Pólverja, að Rússar hafa flutt margar vélar og verk- smiðjur austtir til Rússlands úr þeim héruðum Þýzkalands, sem eiga að innlimast í Pólland. T. d. hafa þeir flutt állar vélar frá Gdans (Danzig), sem hægt hef- ir verið að flytja þaðan. Þetta hefir komið Pólverjum mjög illa og tefur stórlega fyrir þeim við- reisnarstarfið. Þeir, sem bezt þekkja Pólverja, telja að þeir muni ekki lengi una þvi, að Rússar telji þá eins- konar uhdirþjóð. Endirinn á því geti ekki orðið annar en sá, að leynisamtök hefjist gegn Rúss- um í Póllandi líkt og gegn Þjóð- verjum á sinni tið. Se'inustu herflutningum Rússa til Pól- lands er því mikil athygli veitt og það ekki talið spá neinu góðu um sambúð þessara grann- þjóða, ef Rússar ætla lengi að hafa fjölmennt setulið í Pól- landi, auk þess, sem það sé al- gert brot á samkomulagi Banda- manna og Rússa. Pólland er eitt Bandamannarikjanna og þess vegna ættu Rússar ekki að hafa lengur setulið þar en t. d. Bretar í Danmörku og Noregi. Þurrkaður og pressaður SALTFISKUR r Odýr og góður, I stærri og minni kaupun^. Hafliði Baldvinssou Sími 1458. — Hverfisg. 123. . A víðavang i (Framhald af 2. síðu) (þátttöku í sköttum, fyrning- um, ýms sjóðatillög o. s. frv.) Skattskyldar tekj ur fyrirtækj - anna eru vitanlega miklu hærri. Hér er því um hreinustu fölsun að ræða, sem á að blekkja þá, sem ekkert þekkja til mála- vaxta. • Má með sanni segja, að slík- an málflutning og slíkan mál- flutningsmann, noti þeir einir, sem eru málefnalega svo illa staddir, að þeir eiga ekki á öðru völ. Yfirlýsing Kristins. Kristinn Andrésson skrifar langa grein I Þjóðv. sl. þriðju- dag, þar sem hann deilir á Vísi fyrir skrif blaðsins um þann orð- róm, að Bandaríkjamenn hafi beðið hér um herbækistöðvar. Kristinn lætur sér ekki nægja að stimpla ritstjóra Vísis sem landráðamenn og öðrum slíkum nöfnum, heldur lýkur greininni með þeirri yfirlýsingu, að enda- lok þeirra manna, sem beri Rússum yfirráðalöngun og yfir- gang á brýn, muni verða svipuð og Lavals og Kvislings, sem ný- lega hafa lokið lífi sínu á*af- tökustaðnum. Geta menn séð af þeirri yfirlýsingu, hvað 1 vændum er, ef kommúnistar eiga eftir að fá völdin 1 sínar hendur. Úr bréfi (Framhald af i. síðu) starfa um sama leyti og bænd- ur sjálfir voru að skipa þessum málum með stofnun stéttarsam- takanna. Verst á ég .þó með að skilja, að kennari við bænda- skóla og forstjóri búreikninga- skrifstofunnar skuli gefa sig í að traðka á sexmannanýfndar- verðinu, sem hann sjálfur hefir áreiðanlega haft mikið fyrir að finna út. Metur hann nú minna vinnu bænda en áður? Hvað kemur til? O-jæja. BitlingarðOg vegtyllur hagræða oft sannfær- ingu sumra manna. Ég veit alls ekki, hvernig fer fyrir bændum hér, ef kjötverðið verður neðan við 6.00 kr. á kg., og svo hranndrepur mæðiveik- in og enginn lambauppeldis- styrkur er enn kominn á lömbin í fyrra. En það er óhætt að full- yrða, að allflestir bændur verða að sitja á fjórar ær til að fá eitt föngunarlamb1, ef þeir ætla að halda við ærtölunni. Heyskapartíð var mjög óhag- stæð hér í sumar. Nokkuð af töðunni hraktist mikið og miklar tafir urðu vegna óþurrkanna. Úthey urðu sáralítil. Heyforði manna hér er því með allra lak- asta móti. Mikil fóðurbætiskaup þarf því, ef halda á í horfinu með bústofninn. Þegar þetta tvennt er athugað, rosinn og mæðiveikin, þá ætti öllum að vera ljóst, eð ekki veitir af sexmannanefndar-verðinu ó- skertu...“ Jörð til sölu Jörðin Vestri Tunga í Vestur-Landeyjum fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er vandað íbúðar- hús og heyhlöður, sem rúma um þúsund hestburði, og öll hús i góðu standi, slægjur véltækar og bílvegur heim. Semja ber við Guðlaug Brynjólfsson, Ásvallagötu 27 Reykjavík, eða eiganda og ábúanda jarðarinnar, Tyrfing Einarsson, sem gefa allar nánari upplýsingar. Ofifoetuf/hý til innheimtumanna Tímans innheimtumenn Tínutns, sem eUUi hufa ennþá sent sUilugreinar fyrir þetta ár, eru vinsamlega beðnir að tjera það hið - • ' f allra fyrsta. IMHEIMTA TÍMÆVS. Stór bók um líf og star! og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin i bókaverzlanir Leonardo da Finci wir furðutegur maOur Hvar sem hann er nefndur i bókurh. er eim og menii skorlt orO til þess aO lýsa atgerfi hans og yfirburOum. / ,£ncyciop<rdin Britanmca" (1911) er sagt, u0 sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningi n s\‘iOi visinda og lista og óhugsandi si, aO nokkur maOur hefði enzt tíí aO afkasto hundiaOasto parti af öllu þvi, sejn hann féfrkst viO. Leonardo da Vina var óviOjafnanlegur nuthtri. En hann var likn uppfinningamaOnr d viO Edison, eOlisfueðingur, starrÖfrícÖingui, stjömufraöingur og hervélafr<eÖingur Hann fékksl viö rannsóknir i tjósfurði, Uflirrafr<rÖi og stjórnfraði, andlitsfaU manna og fellingar i klaðum alhugaði hann vaudlega. • Sðngmaður vat Leonardo, góður og iék sjdlfur á hljóðfari Enn fremur 'ritaöí hann kynstrin öll af dagbókum, en — list hans hefir gefið honurn orðstir, sem aldrei deyr. Þeui bók um Lconardo da Vinci er sagn tim mannhm, rr Ijöllnrlastur og a/kasta- mtslur et talinn allra manna. er sögur jnra al. ag etnn a/ mcstu lulam'önnum vesaldar. í bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. i ' H.F. LEIFTUR, Reykjavík. Tilkynning Með tilliti til árstíðasveiflna á verði eggja, hefir Við- skiptaráðið ákveðið eftirfarandi hámarksverð á innlendum eggjum frá og með 1. nóvember 1945: í heildsölu . ............... kr. 16.00 í smásölu ................... — 18.60 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin •auglýsing Við- skiptaráðsins um hámarksverð á eggjum, dags. 31..jú|í 1945. Reykjavík, 30. október 1945. Verðlagsst jóri t(( - N Tilkynning nm atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 57 frá 7. maí 1928 fer fram á Ráðningarstofu Reykjavíkur- bæjar, Bankastræti 7, hér í bænum dagana 1., 2. og 3. nóv. þ. á. og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig skv. lög- unum, að gefa sig þar fram á afgreiðslutímanum kl. 10— 12 f. h. og 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Reykjavík, 31. október 1945. Borgarstjórinn í Reykjavík nttmttmttiUiVAitiitttttniitt ! iiiitiiiiiiiitiititittiiitiittítttiitti Merk bók er mikil gjöf Bernskubrek og æskuþrek, sjálfsævisaga Winston Churchills, 1 þýðingu Benedikts Tómassonar skólastjóra, einhver skemmtilegasta og þróttmesta ævisaga, er kom- ið hefir út á íslenzku — bók sem farið hefir sigurför um allan heiminn. ( Sólbráð, hin nýja ljóðabók Guðmundar Inga Kristjáns- sonar, skálds hins vinnandi fólks til sjávar og sveita, ferskasta og sérkennilegasta ljóðabók síð- ustu ára. Bráðum koma í bókabúðir: Örfá eintök af hinni kunnu bók, Um ókiuma stigu, bundin í mjög vandað band. Bókin er þýdd af Jóni Eyþórssyni veðurfræðingi og Pálma Hannes- syni rektor, og i henni eru frásagnir margra heimskunnra landkönnuða um ævintýri þeirra í ýmsum fjarlægum og litt þekktum hlutum heims Dýrheimar, hinar heimsfrægu „Jungle“-sögur Rudyards Kiplings í afbragðsþýðingu Gísla Guðmundsson- ar ritstjóra. Bókin pr með fagurlega dregnum og skreyttum upphafsstöfum eftir ágætustu lista- menn enska, og prýdd mörgúm myndum. Sögur þessar eru eitt frægasta og snjallasta ritverk Kiplings. Gerast í frumskógum Indlands, og eru um indverskan drepg, sem elst upp meðal úlfa. Þetta verður tvímælalaust bezta unglingabókin í ár, og jafnframt lestrarefni, sem allir hafa yndi af, ungir og gamlir, konur og karlar. Enn er til: Fjallið Everest, , þýdd af Skúla Skúlasyni ritstjóra, skemmtilegar frásagnir af tilraunum manna til að klífa hæsta fjall veraldarinnar, er orðið hefir svo mörgum að fjörtjóni. \ Það verður enginn fyrir vonbrigðum, sem kaupir þessar bækur, hvort heldur er til eignar eða gjafa. Biðjið um þær! SnælandsLLtgáfan Lindargötu 9 A. Sími 2353.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.