Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 2
2 TlMINN, föstiidajgiim 2. nóv. 1945 83. blað Föstudagur 2. nóv. fi Híiatiatiqi ErLent yfirlit Sambúð Rússa og Pólverja Dýrtíðin og útgerðin Það er viðurkennt, að dýr- tíðin hefir ekki leikið neina at- vinnugrein eins grálega og sjávarútveginn. Ástæðan er sú, að hann hefir ekki getað feng- ið hinn aukna rekstrarkostnað uppbættan með hækkun verð- lagsins, þar sem hann selur af- urðir sínar á erlendum markaði. Dýrtíðin hefir því síminnkað afrakstur útgerðarmanna og sjómanna, þó einkum þeirra, sem vinna við smáútveginn. Þess vegna eru nýbyggingar- sjóðir útvegsins miklu minni en ella og alltaf verður örðugra að fá menn á vélbátaflotann. Hefði hin mikla dýrtíð ekki komið til sögunnar, myndu fá störf hafa þótt arðvænlegri en að vera á sjónum. Nú er hins vegar svo komið, að menn taka landvinnuna fram yfir, þar sem hún þykir bæði þægilegri og fjárhagslega öruggari. Haldi slíkri öfugþróun áfram, er tómt mál að tala úm „nýsköp- un“ fiskiflotans, því að ekki verða skipin gerð út, ef enginn fæst til að vera á þeim. Þegar húv. stjórn kom til vajjia, var það játað af stuðn- ingsflokkum hennar, að rekstr- arkostnaður útgerðarinnar mætti ekki hærri vera, ef hún ætti að geta borið sig. Stjórnin hefir hins vegar lifað illa eftir þessari kenningu, því að síðan hefir landvinnukaup hækkað á flestum útgerðarstöðum lands- ins og dýrtíðarvísitalan hækk- að um 14 stig (úr 271 í 285), hvorttveggja íyrir beinan til- verknað . stjórnarinnar. Afleið- ingin af þessu er vitanlega stór- aukinn rekstrarkostnaður út- gerðarinnar, sem bætist við tap- ið af síldveiðunum í sumar og fyrirsjáanlega verðlækkun út- flutningsins í náinni framtíð. Það mætti því vera öllum ljóst, að eigi ekki að stöðva út- gerðina með taprekstri, verður að breyta um stefnu og það taf- arlaust. Undirstaða slíkrar stefnubreytingar er að láta rannsaka áhrifin, sem hin sí- vaxandi dýrtíð hefir haft á af- komu sjávarútvegsins, og fá það þannig leitt í ljós, hvað verð- lagið þurfi að vera eða hver rekstrarkostnaðurinn megi vera til þess, að útvegsmenn og fiski- menn beri ekki minni hlut frá borði en aðrar hliðstæðar stétt- ir. Takist ekki að fá verðlagið hækkað til að ná þessu marki, verður að hefjast handa um lækkun dýrtíðarinnar og minnka þannig rekstrarkostnaðinn, svo að útvegsmenn og sjómenn geti fengið þann hlut, sem þeim ber. Á tveimur undanförnum þingum hefir Eysteinn Jónsson flutt þingsályktunartillögu þess efnis, að slík rannsókn færi fram. Þótt undarlegt sé, hefir hún verið felld af stjórnarsinn- um í bæði skiptin. Þeir munu hafa óttast, að slík rannsókn yrði dýrtíðarstefnu þeírra ó- hagstæð. Nú hefir Eysteinn flutt þessa tillögu í þriðja sinn. Mun því vafalaust mikil athygli veitt, hvort stjórnarsinnar hafna enn þessari athugun á afkomu sjáv- arútvegsins, til að leyna fyrir mönnum, hvernig komið er. Sá tími verður að vera liðinn, að menn loki augunum fyrir þeirri öfugþróun, að útgerðin nálgast óðfluga stórfelldarr taprekstur og alltaf verður örðugra að fá menn á skipin, því að landvinnan býður betri kjör. Eina leiðin til að tryggja nógan mannafla við útgerðina, er að láta hann bera fullkom- lega eins mikið úr bý,tum og hliðstæðar stéttir. Þess vegna þarf að rannsaka, hve víðtækar ráðstafanir þurfi að gera til að tryggja það og knýja þær fram. f Mbl. og bændasam- tökin ' Morgunblaðið hefir alveg ný- lega fengið mikinn áhuga fyrir samtökum bænda. Þegar rætt var um stofnun nýrra bænda- Rógurinn um Mjólkursamsöluna. Það 'hefir verið fastur siður hjá dagblöðunum í Reykjavík að hefja samstilltan óhróðurs- söng gegn Mjólkursamsölunni á hverju hausti. Þau hafa ekki brugðið þessum vana sínum nú, heldur hafa kyrjað enn einu sinni ^þennan gamla söng í einum dúr. Eins og venjulega reið Þjóðviljinn fyrst á vaðið, þar næst Mbl. og seinast bætt- ist svo Alþýðublaðið í hópinn. Efnið í þessum söng er eink- um það, að meðferð mjólkur- innar sé langt frá því að vera eins vönduð og skyldi. Blöðin vita það vel, að það, sem er ábótavant, stafar eingöngu af þvi, að ekki hefir verið unnt að fá vélar í nýju mjólkurstöð- ina. Núverandi mjólkurstöð er orðin alltof lítil og ófullnægj- andi, enda reist, þegar bærinn var miklu fámennari og mjólk- ursalan stórum minni en nú. Meðan notazt er við hana, ijiun t. d. vera óframkvæmanlegt/ að hefja aftur sölu á flöskumjólk í stórum stíl. Stjórn Samsölunn- ar hefir haft fullan hug á að bæta úr þessu, eins og hin nýja glæsilega Mjólkurstöðvarbygg- ing sýnir bezt. En vélar hafa enn ekki fengizt, en samið hefir ver- ið um kaup á þeim. Þegar þær hafa verið settar upp, mun hér verða ein fullkomnasta mjólkur- stöð á Norðurlöndum og meðferð mjólkurinnar ætti að verða eftir því. Þessar framkvæmdir Mjólk- ursamsölunnar hafa vissulega á sér annan og meiri myndarbrag en aðgerðir bæjarins í svipuð- um málum, t. d í sambandi við fisksöluna. Hér er hin mesta þörf fyrir vandaða fisksölu- miðstöð, enda hefir bæjarstjórn- in samþykkt fyrir löngu að koma henni upp. En hvergi bólar á henni enn eða einhverjum fram- kvæmdum í þá átt. Árásirnar á Mjólkursamsöluna munu ekki sízt sprottnar af því, að flokk- arnir í bæjarstjórninni, sem bera ábyrgð á þessu og öðru sleifarlagi, vilja draga athyglina frá því með umræðum og deil- um um allt annað. Sameiginleg sekt. % í blöðum stjórnarflokkanna ber nú ekki á öðru meira en rifr- ildi um byggingamálin. Kenna flokkarnir hver öðrum um hús- næðisvandræðin í Rvík. Sann- leikurinn er hins vegar sá, að stjórnarflokkarnir eru jafn sek- ir. Núverandi stjórn hefir ekki gert hið minnsta til að ráða bót á þessum málum. Niðurstaðan er því sú, að hér í bænum eru nú í byggingu margir tugir af „luxusvillum“ og verzlunarhús- um á sama tíma og skortur er á vinnuafli og byggingarefni til nauðsynlegustu íbúðabygginga. Húsaleiga á svörtum markaði hefir því stórhækkað og eru þess dæmi, að menn leigi kjallara- íbúðir fyrir 800—1000 kr. á mán- uði og borgi 20—30 þús ku fyrir fram. Verð á lélegustu húskof- um og íbúðum hefir hækkað að sama skapi. Fleiri hermanna- skálar eru stöðugt teknir til í- búðar og búa nú 1 þeim talsvert á annað þúsund manns. Þetta óhugnanlega ástand í byggingamálunum, sem ríkis- stjórnin hefir látið með öllu afskiptalaust, er næg sönnun þess, að öllum stjórnarflpkkun- um er jafn illa treystandi til að ráða bót á því og gildir því einu fyrir húsnæðisleysingjana, hvort þeir ^tyðja heldur Bjarna Ben., eða Sigfús Sigurhjartar- son. Það mun ríkja fyrir það sama aðgerðarleysi í þessum málum og einkennt hefir fram- komu stjórnarinnar að undan- förnu. Það þarf aðra forustu en stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar geta látið i té, ef koma á fram skjótri lausa á þessu mik- ilvæga vandamáli. Húsaleigulögin. Það eru fleiri en þeir húsnæð- islausu og ibúar hermannaskál- anna, sem hafa sakir á hendur stjórnarflokkunum vegna að- gerðarleysisins í byggingamál- unum. í skjóli þessa vandræða- ástands eru húsaleigulögin látin gilda áfram. Fyrir fjölmarga húseigendur eru þau hinar þyngstu búsifjar. Margir þeirra, sem komnir eru til efri ára, hafa haft framfærslutekjur sínar af húsaleigunni, en þar sem hún hefir lítið hækkað, hrékkur hún nú orðið skammt til þeirra hluta. Aðrir verða að sitja uppi með leigjendur, sem þeir vildu hafa losnað við fyrir löngu. í sum- um húsum má segja, að ríkjandi sé hrein borgarastyrjöld. Engin stétt, þegar bændur eru undan- skildir, er nú beitt slíku ofríki af hendi löggjafanna og húseig- endur. Við slíku væri kannske ekki neitt að segja, ef það sama væri látið ganga yfir alla í þeim tilgangi að halda dýrtíðinni í 9 samtaka í vor og sumar, mald- aði blaðið í móinn eftir beztu getu. Slík samtök myndi aðeins verða til þess að einangra bændur, sagði það. Þegar búið var svo að stofna Stéttarsam- band bænda og Mbl. sá, að ekki yrði. komið í veg fyrir aukin stéttarsamtök bænda, tók það upp nýja „línu.“ Það ér sjálfsagt fyrir bændur að stofna stéttar- samtök, segir það nú, en þau eiga að vera óháð. Þau mega ekki vera í tengslum við Búnað- arfélag íslands. Þótt Mbl. hafi þannig fylgt tveimur ólíkum „línum“ í þessu máli, mætti bændum vera ljóst, að tilgangurinn er hinn sami í bæði. skiptin. . Hann er sá að eyðileggja bændasamtökin. Fyrst er þeim sýnd bein mótstaða. Þegar það dugir ekki og sam- tökin hafa verið stofnuð, er reynt að koma af stað sundr- ungu innan þeirra. Nokkur á- greiningur hefir verið um form samtakanna og þennan ágrein- ing hyggst Mbl. að nota til að sá fræjum tortryggni og sundr- ungar meðal bænda, svo að þeir eyði kröftum sínum í gagns- lausar irinbyrðisdeilur í stað þess að snúa saman bökum um hagsmunamálin. Við nánari athugun mun bændum verða þetta vel Ijóst, Þeim mun og ekki síður verða Ijóst, hve fávíst er skraf Mbl. um óháð bændasamtök. Bænda- samtökin eru nákvæmlega eins óháð eða háð, hvort formið, sem um er deilt, er haft á þeim. í báðum tilfellum er það sami aðilinn, sem ræður þeim, þ. e. bændur sjálfir. Skrafið um óháð og háð bæpdasamtök er því ekkert annað en blekking. Hitt er svo annað mál, hvort formið bændum finnst betra, að hin ópólitísku samtök þeirra, Bún- aðarfélagið og Stéttarsamband- ið, starfLsem eiri heild, eða séu margskipt, eins og kommún- istar segja að eigi að gera við Samband ísl. samvinnufélaga. í þessu blaði mun 'ekkl lagður neinn dómur á það, hvort „form- ið“ muni hyggilegra. Það munu bændur gera Vbúnaðarfélögun- um í vor og til þess eru þeir vel færir, án nokkurra leiðbeininga. En á hinu þykir rétt að vekja athygli, að Mbl. og önnur stuðningsöfl stjórnarinnar byggja þær^onir á þessu ágrein- ingsatriði, að hægt verði að efna til innbyrðisdeilu meðal bænda, er geri samtökin vanmáttug til að veita gerræðisverkum stjórn- arinnar nokkura mótstöðu. Þess vegna mun kappsamlega blásið að þessum ágreiningi af hálfu stjórnarliðsins. Þetta þurfa bændur að varast. Þeir eiga að afgreiðá þetta formsatriði deilu- og hávaðalaust í búnaðarfélög- unum í vor, en snúa sér þeim mun ákveðnara að eflingu sam- takanna, sem vitanlega halda áfram að starfa, hvort formið, sem verður valið. Með þeim hætti einum, geta bændur gert Stéttarsamb. að öflugu vopni í þeirri hörðu baráttu, sem fram- undan er. Það geta þeir svo jafnframt haft til marks um afstöðu stjórnardeildar Sjálf- stæðisflokksins til þeirra, að hún gerir sitt ítrasta til að eyði- leggja þessi samtök, fyrst með beinni mótstöðu og síðan með því a,ð reyna að efna til þarf- lauss sundurlyndis innan þeirra. skefjum. En þar sem slíku er aðeins beint gegn einstökum stéttum, en öðrum sleppt, er hér um ekkert annað en ólög og ofbeldi að ræða. Mbl. afhjúpar sjálft blekkingar sínar. í skrifum Mbl. er stundum reynt að halda því fram, að húsnæðisskorturinn hér stafi af því, að ekki hafi verið byggt nógu mikið fyrir stríðið, vegna innflutningshaftanna. Svo skemmtilega vill þó til, að Mbl. afsannar þessa blekkingu sína í sömu greininni með því að benda réttilega á, að síður en svo hafi verið hér húsnæðis- leysi í stríðsbyrjun, þar sem talsvert hafi þá verið hér af ónotuðu húsnæði! Nýr uppvakningur úr nazistahreyífingunni. Á síðastl. vetri vakti Mbl. upp gamlan fyrirliða úr nazista- hreyfingunni, Pál kolka, til að skrifa níðgreinar um Kaupfélag Eyfirðinga og fleiri samtök bænda. Þetta hefir þó ekki þótt koma að gagni, þvi að nú hefir annar afdankaður nazistafor- ingi, Svavar Guðmundsson ver- ið vakinn upp til hjálpar. Er hann látinn skrifa níðgreinar um KEA í íslending, en þær eru síðan endurprentaðar sem sérstakt góðmeti í Mbl. Uppistöðurnar í þessum grein- um Svavars eru þær, að hann tekur fyrir tvær starfsgreinar félagsins, brauðgerðina og kjöt- búðina, og telur nettóágóðann af þeim hafa verið 8000 kr. og 5000 kr. eða miklu lægri en aðr- ar minni brauðgerðir og kjöt- búðir hafa greitt í skatta. Með þessum samanburði hyggst Svavar að sanna skattsvik eða önnur svipuð undanbrögð á KEA. Sannleikurinn er hins vegar sá, að upphæðin, sem Svavar telur nettóarð brauð- gerðar og kjötbúðar KEA, er að- eins það, sem greitt hefir verið í arðsuppbót til félagsmanna, en öllum öðrum_ágóða sleppir hann (Framhald á 7. síðu) Skömmu eftir að ráðherra- fundinum í London lauk, var opinberlega tilkynnt af pólsku stjórninni í Varsjá, að hún hefði samið um það við Rokos- sovski hershöfðingja, sem er yf- irhershöfðingi rússneska hers- ins í Póllandi, að setulið Rússa yrði stóraukið í höfuðborgum allra fylkja landsins, en þær eru, auk Varsjá, Krakow, Lub- lin, Bialystok, Kielce, Lods Slaskei, Gdans (áður Danzig) og Czetokowa. í tilkynningunni sagði ennfremur, að rússneska setuliðið væri aukið í þessum borgum með tilliti til þess, að hæ,gt yrði að uppræta bófa- flokka, sem mikið hafi látið að sér kveða og að veruíegu leyti séu myndaðir af liðhlaupum úr rússneska hernum. Tilkynning þessi vakti hvar- vetna mikla athygli, og þó ekki sízt í Póllandi sjálfu. Því hafði verið lofað, að Rússar myndu fljótlega fara með allt setulið sitt úr Póllandi, nema smá- flokka, sem yrðu til gæzlu með- fram járnbrautum þeim, sem Rússar nota til flutninga milli Þýzkalands og Rússlands. í stað þess, að þetta loforð væri efnt, var rússneska setuliðið í Pól- landi aukið. Yfirleitt er það talin yfir- skynsástæða, að Rússar auki setuliðið í Póllandi til að ráða niðurlögum bóf af lokka þar. Pólski herinn er orðinn það öflugur, að hann myndi auðveldlega geta fullnægt þvi verkefni. Hitt þykir trúlegra, að nú muni eiga að ganga milli bols og höfuðs á pólsku frelsishreyfingunni, som stóð undir yfirstjórn pólsku stjórnarinnar í London, svo og öðrum samtökum, sem Rússum eru ekki að slfapi. Sitthvaö bendir líka til þess, að pólskir kommúnistar séu óðum að missa völdin úr sínum höndum, enda hafa þau eingöngu byggzt ,á dvöl rússneska hersins í land- inu. Þykir mörgum trúlegt, að aukning rússneska setuliðsins hafi það markmið að eflg, pólsku kommúnistana til yfirráða á nýjan leik. Einna greinilegast hefir það komið í ljós innan bændasam- takanna, að fylgi kommúnista fer óðum hrörnandi. Þegar Rússar stofnuðu upphaflega pólska stjórn í Lublin, var hún mynduð af mönnum, sem töldu sig fulltrúa helztu stjórnmála- flokka landsins, en voru raunar kommúnistar. Þannig átti bændaflokkurinn fulltrúa í stjórninni, enda þótt hinir kjörnu forustumenn hans hefðu engin afskipti af því haft. Fljótt eftir að stjórnin var end- urskipulögð á síðastliðnu vori og Mikolajczyk, fyrrum forsæt- isráðherra útlagastjórnarinnar og formaður bændaflokksins, varð einn ráðherranna, kom í ljós, að hann gat enga samleið átt með „gerfiforingjum“ þeim úr bændaflokknum, sem áður höfðu verið í stjórninni. Niður-* staðan af ágreiningi hans og þeirra varð sú, að hann stofnaði nýjan bændaflokk og fékk til liðs við sig annan vinsælasta leiðtoga gamla bændflokksins, Vitos. Þessi nýi bændaflokkur hefir á skömmum tíma náð geysimiklu fylgi og er nú tal- inn stærsti flokkur landsins. Meðal annars hefir hann mikið fylgi smábænda, sem kommún- istar ætluðu að ná til fylgis við sig með skiptingu'stórjarðanna. Smábændurnir óttast, að jarða- skiptingin sé aðeins undanfari samyrkjubúanna, eins og raun- in varð í Rússlandi, en þeir vilja eiga jarðirnar sjálfir. Þess vegna hafa þeir, kommúnistum til mikilla vonbrigða, snúizt til liðs við Mikolajczyk. Fullvíst þykir, að kommún-, istum standi stuggur af Miko- lajczyk og flokki hans, en vegna þess stuðnings, sem hann nýtur frá Bandamönnúm, hafa þeir enn ekki treyzt sér til að láta hann fara úr stjórninni og banna flokk hans. Auk þeirrar miklu útbreiðslú, sem flokkur Mikolajczyk hefir náð, bendir margt til þess, að vegur kommúnista fari minnk- andi í Póllandi. Óvinsældir (Framhald á 7. síðu) mm NÁGRANNANNA Tvær forustugreinar í Vísi hafa far- ið mjög í taugarnar á kommúnistum. í fyrri greininni, sem birtist 27. fyrri mánaðar, segir svo: „Um það er nú rætt i heimsblöð- unum þessa dagana, þótt ekki sé enn á áberandi hátt gert, að Rússar ætli sér ekki að fara frá Borgund- arhólmi fyrst um sinn. Síðustu fregnir herma, að þeir séu nú farn- ir að búa um sig til vetrarins og ekkert sé nú látið uppi um það hversu lengi þeir ætli sér að dvelja þar. Danir hafa ekki enn svo vitað sé, mótmælt dvöl Rússanna, enda mun þeim hafa verið gefið i skyn að herinn mundi hverfa brott þá og þegar. Það mun álit allra hernaðar- fræðinga, að Borgundarhólmur geti haft mikla hernaðarþýðingu, ef hann er setinn af stórveldl, og víg- girtur. Þaðan má ná. á skammri stundu til Norðurlandanna þriggja, sem næst eru. Má því búast við að þessum frændþjóðum okkar þyki nú verða nokkuð þröngt fyrir dyr- um, og ekki eins og þær mundu helzt kjósa. Fregnir bárust um það fyrir nokkrum dögum frá fréttastofu Reuters. að Rússar mundu ætla sér að setja upp herstöðvar á Sval- barða. Ekki var þess getið hvort það mundi gert með samningum við Norðmenn. Ef þessi fregn reyn- ist sönn, má segja, að hér sé um stórtíðindi að ræða. Með herstöðv- um á Borgundarhólmi og Svalbarða / verður ekki annað séð en að Rússar hafi öll ráð Norðurlanda í hendi sér, ef þeim væri nokkur hugur á slíku. Væntanlega vakir ekkert slíkt fyrir þeim, en ef þeir setja upp varanlegar herstöðvar á of- angreindum stöðum, þá mun mörg- um verða á að spyrja í hvaða til- gangi það sé gért. Út að tíðindum sem þessum, hlýt- ur íslendingum að verða hugsað til þeirra eigin aðstöðu, og sú spurning hlýtur að vakna, hvort heppilegt sé að bíða þess að land- inu verði „ráðstafað" að annars . geðþótta eða gera^ öryggissamninga við þann aðila, sem landsmenn bera trayst til. Öllum er það ljóst, að þjóðir, sem eru margfallt stærri en íslendingar, geta ekki rönd við reist yfirgangi sterkari aðila og verða nauðugar að þola slíkt. Frelsið er ekki mikils virði nú á tímum, ef ekkert er því til varnar nema hlutleysið eitt.“ í síðari greininni, sem birtist 28. f. m., segir m. a. á þessa leið: „Að því er fregnir frá London herma hafa Hollendingar lýst yfir því, að þeir hverfi frá fyrri hlut- leysisstefnu sinni, með því að raun- in hafi sannað, að hún veiti ekkert öryggi. Smáþjóðirnar verða að horfast i augu við þá staðreynd, að þótt þær vilji búa í friði, njóta þær ekki lengur friðarins en stór- þjóðunum þóknast. Hollendingar hafa orðið fyrstir til að viðurkenna opinberlega þessa staðreynd, en fleiri þjóðir munu á eftir fara með því að þær eiga ekki annars kost. Við íslendingar töldum, að hlut- leysið væri mesta öryggið, en ný- afstaðin styrjöld ætti að hafa kennt okkur, að það er einskis virði. Við verðum að taka afstöðu til al- þjóðamála og taka upp heilbrigða samvinnu við þær þjóðir, sem við teljum okkur skyldastar i lífsskoð- unum og virða og meta einstak- lingsfrelsi og lýðræði, eins og það tíðkast í vestrænum löndum. Ör- yggis vegna verðum við að taka upp slíka samvinnu og gera það af heilum hug, til þess fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar og frelsi. Að því er hermt er hafa Banda- ríkin leitað samvinnu við íslend- niga, og mun Alþingi hafa fjallaö um þau mál að undanförnu. í rauninni er ekkert vitað um orð- sendingu Bandaríkjannp. annað en að farið mun fram á, að vlðræður verði upp teknar varðandi slíka samvinnu. Sýnist með öllu ástæðu- laust að verða ekki við slíkum til- mælum, en annað mál er hltt, hversu langt við viljum' ganga í slíkri samvinnu. Verður það samn- ingsatriði, sem taka verður afstöðu til á sínum tíma, en eins og sakir standa er stórlega varhugavert að þyrla upp moldviðri um málið, svo sem kommúnistar reyna að gera, enda ætti ríkisstjórnin að gefa út tilkynningu um málið, þannig, að þjóðin öll geti tekið afstöðu til þess á hreinum grundvelli. Meðan ekki er vitað með neinni vissu fram á hvað er farið, verður málið ekki rætt af neinni skynsemi. Hitt er ljóst, að við verðum að hafa sem nánasta samvinnu við engil- saxnesku þjóðirnar, jafnt á tímum friðar sem ófriðar, en fjarri öllu lagi er að efna til áróðurs gegn málaleitunum þessara þjóða, þótt nærri hagsmunum okkar kunni að vera gerígið. Við verðum að gera okkur grein fyrir að hlutleysið er rokið út í veður og vind, og veitir okkur enga vernd til frambúðar ... Kommúnistar munu hafa hugsað sér að gera mál þetta að kosninga- númeri, og er í sjálfu sér ekkert við því að segja, þótt þjóðernis- tilfinningin komi þar úr ólíkleg- ustu átt. Þessir menn yilja ekki veita Bandaríkjunum nein itök hér á landi, en hins yegar lýsa þeir yfir því, að þeir séu albúnir að fela ör- yggisráði hinna sameinuðu þjóða yfirstjórn landsins. Berðust þeir fyrir sjálfstæði okkar af heilum hug myndu þeir vilja beina öllum erlendum áhrifum héðan, en ekki ljá máls á að leigja landið til að tryggja alþjóðahag og öryggi, en til þess virðast þeir þegar albúnir. Sýnist þá sitja illa á þeim að kasta grjóti með því að sjálfir búa þeir í glerhúsi." Kommúnistar hafa sýnt, að þeim er það ekki fjarri skapi, að hér séu erlendar herstöðvar, þar sem þeir hafa lýst yfir því, að '„íslendingar myndu sætta sig við,“ að Þjóðabandalagið nýja hefði hervárnir hér. Fyrir þeim vakir hér því ekki nein sjájfstæðis- barátta, heldur vilji þeir beina málinu í þann farveg, að Rússar séu einnig með. Það eru rússneskir hagsmunir, en ekki íslenzkir, sem þeir eru að hugsa um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.