Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.11.1945, Blaðsíða 6
6 TlMOinV, föstmlaglim 2. nóv. 1945 83. blað ÁTTRÆÐUR: Jón Samúelsson bóndt á Hofsstöðum I Álftaneshreppi. Áttræður' varð 20. október •bændaöldungurinn Jón Samú- elsaon, bóndi á Hofsstöðum í Álftaneshreppi í Mýrasýslu. Fæddur er Jón í Knarrarnesi 20. október 1865. •Misserisgamall missti hann föður sinn; ólst síðan upp hjá móður sinni í Knarrarnesi og var þar þangað til hann fluttist að Hofsstöðum og kvæntist Sesselju Jónsdótt- ur bónda þar, mestu ágætis- konu.* Hafa þau Sesselja og Jón síðan búið á Hofsstöðum nokkuð á sjötta tug ára myndar- og rausnarbúi. Var heimili þeirra um langt skeið eitt stærsta og traustasta heámili sveitarinn- ar. Oft var þá mannmargt, bæði gestir og heimamenn, á heimili þeirra hjóna^ Gestum þótti þar gott að koma og heimafólkj. gott að vera. Var gestrisni, höfð- ingslund, svo og hjúasæld hjón- anna rómuð mjög, og það að verðleikum. Tvö börn eiga þau hjónin: Friðjón bónda á Hofs- stöðum og Ólöfu húsfreyju á * Álftárósi. Fjölda trúnaðarstarfa gegndi Jón um langan og skamman tíma. Hátt á fjórða tug ára átti hann sæti í sveitarstjórn hreppsins, og lengi oddviti. Þá var hann í sýslunefnd, sóknar- nefnd og skattanefnd, svo eitt- hvað sé talið. Öll hin marg- þ$ettu störf hefir Jón leyst af hendi með frábærri lipurð og vandvirkni, enda sífellt endur- kosinn, þar til hann skoraðist undan að taka við kosningu. Fyrstur Álftnesinga lærði Jón organleik, og var marga áratugi forsöngvari í Álftaneskirkju. Það varð hlutskipti Jóns að vera. sveitabóndi og sveitar- höfðingi, og fer honum það vel. Hins vegar hafa þó sjóferðir og veiðiskapur jafnan heillað hug hans meira en landbúnaðar- störfin, enda alla sína búskap- artíð stundað sjóinn samhliða búskapnum. Um tvítugsaldur varð hann formaður á sexær- ingi, og vakti þá þegar athygli á sér fyrir framúrskarandi sjó- ■ mannshæfileika og aflasæld. Þegar fiskiróðrar að mestu lögðust. niður á Mýrum, sótti Jón sjóinn eftir sem áður, og þá oftast einn á báti. Notaði hann þá jöfnum höndum hand- færið og byssuna. Var það eink- um á selinn, sem hann miðaði byssu sinni, og mun þá sjaldan hafa misst marks, því að hann er skytta með afbrigðum. Eng- inn veit tölu selanna og þaðan af síður fiskanna, sem Jón er búinn að flytja á skektunni sinni heim til bús síns á Hofs- stöðum. Enginn maður hygg ég, hvorki fyrr né síðar, hafi þekkt jafnmörg fiskimið fyrir Mýrum, sem Jón, né verið svo kunnugur sem hann hinum ill- ræmda skerjaklasa fram af Mýrunum, sem orðið hefir leg- staður svo margra vaskra drengja, enda er það enn svo, að þegar Jón er með í sjóferð, hversu vel sem skipið er mann- að, er hann ávallt sjálfkjörinn formaður. Enginn þekkir leiðina sem fara skal eins vel og hann, og enginn kann betur en hann að halda um stjórnvölinn, ef Ægir skyldi ylgja brim. Öllu er óhætt, þegar Jón er við stýrið. Aldrei hefir neitt orðið að á því skipi, sem hann stjórnaði. Hefir hann þó ærið oft komizt í krappan dans við dætur Ægis innan um boða og blindsker Mýrabugtarinnar, og oft í dimmviðri og náttmyrkri. Jón Samúelsson ber vel sín 80 aldursár. Enn ber það *við, að hann fer einn á sjó. Hárið er fyrir löngu orðið silfurhvítt og minnir á sædrif, hendurnar farnar nokkuð að krpppast, enda oft búnar að taka utan um ár- arhlumm, stýrissveif, veiðarfæri o. fl. o. f 1., en andinn er ungur, og ætíð er Jón hrókur alls fagn- aðar, hvar sem hann er, ekki sízt á sjónum. Þekki ég engan mann, sem betur eiga við orðin hans Steingríms: „Fögur sál er alltaf ung undir silfurhærum1. Vinir Jóns — og þeir eru margir — munu þann dag hafa sent honum hugheilar árnaðar- óskir. Ég hefi ekki völ á að óska honum annars betra en að hann um ókomin ár megi varðveita unglinginn í sál sínni og að hon- um endist heilsa og þrek til þess við og við að komast út á sjóinn, þar til hann ýtir úr vör í síðasta sinn og siglir á sæinn ókunna. S. FIMMTUGUR: Guðjón Jónsson trésmíðameistari, Bíldudal. Þann 27. október síðastliðinn varð Guðjón Jónsson trésmiða- meistari á Bíldudal fimmtugur. Hann er fæddur i Selárdal i Arnarfirði 27. október 1895, son- ur hjónanna Guðbjargar Hall- dórsdóttur og Jóns Jónssonar, dugandi sæmdarhjóna, ^r síðar bjuggu lengi á Granda í Bakka- dal og ólst Guðjón þar upp, ásamt nörgum systkinum sín- um. Jafnframt erfiðisvinnu til sjós og lands fram eftir aldri, nam hann bókbandsiðn hjá Guðjóni i Austmannsdal og dvaldi ^íðar í Reykjavík við frek- ara nám í þeirri grein. Stundaði hann bókband um skeið. Senni- lega hefir honum ekki þótt það nægilegt verksvið, því jafnframt fór hann að stunda trésmíði upp á eigin spýtur og hvarf að lokum algerlega að þeim störf- um og hefir fyrir alllöngu feng- ið viðurkennd meistararéttindi. Hefir hann smíðað fjölda húsa á Bíldudal og víðar þar vestra. Er hann viðurkenndur fyrir dugnað og vandvirkni og munu verkin lengi lofa meistarann. Hverju því verki er vel borgið, sem Guðjón tekur að sér. Hann kvæntist vorið 1923 Katrínu Gísladóttur bónda Árnasonar í Króki í Selárdal og Ragnhildar Jensdóttur konu hans. Voru þau systkinin 13 alls, myndar- og dugnaðarfólk. Mörg þeirra eru búsett víðsvegar um Arnarfjörð. Þau Guðjón og Katrín hafa alltaf búið á Bíldu- dal og eignazt tvö börn, sem nú eru nær úppkomin. Heimili þeirra er viðbrugðið fyrir gest- risni og myndarbrag, enda munu þeir margir, sem notið hafa umhyggjusemi og góðvild- ar þeirra hjóna, og mun hlútur konunnar þar sízt mega gleym- ast, eins og svo oft. Guðjón er maður hlédrægur og lætur lítið yfir sér, en hann býr yfir eftirsóknarverðum mannkostum, sem hafa skapað honum tiltrú og vinsældir meðal samborgamnna. Hann er einn af þeim mönnum, sem leggur öll- um góðum málum lið, fordildar- laust, og kappkostar að láta alls staðar gott af sér leiða. Sam- vinnustefnan hefir átt öruggan málsvara, þar sem Guðjón var, enda hefir hann lengi átt sæti í stjórn Kaupfélags Arnfirðihga á Bíldudal. Mörgum öðrum trún- aðarstörfum gegnir hann, þótt eigi verði rakið hér. Hamingju- óskirnar verða því margar og einlægar, sem fylgja honum frá þessum merkisáfanga í Ifinu. X. Hestur tapast Síðastliðið vor tapaðist bleik- ur hestur, fullorðinn, lítill, styggur. Mark: Tvígagnfjaðrað hægra. Þeir, sem kynnu að verða hestsins varir, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það símstöð- inni að Hjarðarfelli í Hnappa- dalssýslu. —i. Togarakaup ríkisins (Framhald a) 3. siSu) greiðslumöguleika Reykjavíkur- bæjar, en ósennilegt verður að teljast, að bæjarstjórnin hafi gefið áðurnefndar skuldbinding- ar um togarakaup án þess að hafa umráð yfir því fjármagni, sem þarf til kaupanna. Gengið verði frá sölu skipaima sem fyrst. Eins og málum þessum er nú komið leggur piinni hluti n°fnd- arinnar áherzlu á, að nú pegar verði hafnir samningar við væntanlega kaupendur um sölu skipanna og fullnægjandi trygg- ingar fengnar hjá þeim fyrir greiðslu á kaupverðinu á þeim gjalddögum, sem ákveðnir eru í samningi ríkisstjórnarinnar. Minni hl. flytur því breytingar- tillögu við frv. um, að kaupend- ur skuli fyrir 1. des næstk. borga þann hluta af verði skipanna, sem á að greiða fyrirfram, og setja fullnægjandi tryggingar fyrir greiðslu eftirstöðvanna. Láistökulieiinilclin lækki. Samkv. 2. gr. frv. er ríkis- stjórninni heimilt að taka allt að 60 milj. kr. lán til togara- kaupanna. Þar sem hér er lagt til, að ríkisstjórnin geri samn- inga um sölu á skipunum innan skamms óg kaupendur þeirra borgi verð skipanna á þeim gjalddögum, sem ákveðnir eru i samningunum, er hér einnig flutt tillaga um, að lántöku- heimildin verði ' lækkuð úr 60 í 25 milj króna. Engin þörf virð- ist fyrir víðtækari lánsheimild til ríkisstjórnarinnar vegna þessara framkvæmda, ef nú þegar verður gerð gangskör að því að selja skipin, eins og hér er lagt til og sjálfsagt er. Samkvæmt þessu ber ég fram við frv. þessar BRE YTIN G ARTILLÖ GXJR 1. Við 1. gr.: Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóð- andi: Fyrir 1. des. 194$ skulu vænt- anle,£ir kaupendur skipanna borga einn fimmta hluta af umsömdu verði þeirra og setja fullnægjandi tryggingar fyrir greiðslu á eftirstöðvum af kostnaðarverði skipanna á þeim gjalddögum, sem um hefir verið samið af ríkisstjórninni. 2. Við 2. gr.: í stað ,',60 milj. króna“ komi: 25 milj. króna. Bókmenntir og listir '(Framfiald a) 3. siSu) lökkun og önnur slík meðferð á þiljum, húsgögnum, sperrum o. s. frv. er mikil vörn gegn meindýrum. En mesta átakið, sem ég hygg að hægt væri að gera til þess að draga úr meindýrahættunni og hinu mikla tjóni, sem meindýrin valda árlegg, er aukin kunnátta, reglusemi og nákvæmni í ýms- um ræktunarstörfum og aukinn þrifnaður með þjóðinni. Þrifn- aður þarf bæði að aukast á einstökum heimilum til sjávar og sveita og á opinberum stöð- um. Auk þes veltur mikið á þrifnaði umhverfis hús og 'á götum úti í kaupstöðum og sjáv- arþorpum, engu síður en á syeitabæjum. Er meðferð á sorpi t. d. mjög ábótavant sums staðaiv. Sorpinu er dyngt í hauga í útjöðrum kaupstaðanna, þar sem það er veigamikil uppeldis- stöð fyrir rottur, flugur og fleiri meindlýr. Sjálfsagðasta eyðing sorpsins er að brenna það í þar til gerðum ofnum. Sorpílátin við húsin, þurfa að vera vönduð og vel lokuð, svo að rottur komist ekki í þau, eða sorpið dreifist um lóðir og húsagarða. ílátin þarf að tæma reglulegít og svo oft, að þau verði aldrei fyllri en að vel sé hægt að loka þeim. Við skipulagningu kaupstaða og sjávarþorpa, við gatnagerð og Þetta er POLLYANNA Nýkomin er í bókaverzlanir skáldsagan Pollyanna eftir amerísku skáldkonuna Eleanor Porter. — Bók þessa hefir Freysteinn Gunnarsson skólastjóri íslenzkað. — Pollyanna er lítil amerísk telpa, sem er gædd þeim dásamlega hæfileika að allir komast í gott skap, sem kynnast henni. Bók þessi var í mörg ár metsölubók í Ame- riku, og Pollyanna litla varð svo afhaldin þar í landi, að hún er nú orðin að hugtaki eða ímynd alls sem er óspillt, gott og skemmtilegt. Þegar E. Porter dói hafði hún skrifað tvær bækur um Pollyönnu, en fólkið vildi fá að vita meira um þessa skemmtilegu telpu og sömdu þá aðrir höfundar fleiri bækur um Pollyönnu, svo að nú eru þær orðnar 12, er hver þéirra sjálfstæð skáldsagá. Pollyanna er bók, sem kemur jafnt ungum sem gömlum í gott skap, en Pollyanna er þó sérstaklega bók telpnanna og ungu sfiúlknanna. Bókfellsútgáfan húsabyggingar þarf að hafa meindýrahættuna í huga. í sum- um nýtízkuhverfum Reykjavík- urbæjar er talið, að engar rott- ur séu að staðaldri, vegna þess að götur, gangstéttir, lóðir og húsin sjálf eru þannig úr garði gerð, að þær hafa þar hvergi afdrep. Markið, sem alls staðar þarf að keppa að í sambandi við meindýr eins og t. d. rottur,- er að láta þau hvergi finna af- drep eða lífsskilyrði. Það er áhrifamesta útrýmingin og hin eina varanlega. Enn er ískyggilega mikil lús í landinu. Og þyrfti að reisa af- lúsunarstöðvar og einnig kláða- lækningastöðvar (fyrir manna- maur) í Reykjavík og öðrum stærstu kaupstöðum landsins sem allra fyrst. Þá er og hirðing húsdýra enn víða ábótavant, og þyrfti þar að gæta meiri reglusemi og ná- kvæmni en nú er. Fjárkláða- maurinn er enn mjög útbreidd- ur, og þyrftu bændur að gera gangskör að því að útrýma hon- um. Þarf að framkvæma kiáða- baðanir af meiri nákvæmni og samvizkusemi en víða hefir átt sér stað að undanförnu. Og kláðaskoðunarmenn og aðrir, sem umgangast kláðasjúkt fé, verða að gæta ýtrasta þrifnaðar, svo að þeir flytji ekki maurinn af einni kind á aðra eða bæja á milli. Svo má ekki gleyma því, að þrátt fyrir það, að flest íslenzk meindýr hafi verið rannsökuð meir á síðustu tíu árum en áður á öllum öldum til samans, þá fer því fjarri, að þeim rannsókn- um sé lokið, enda flytjast sífellt ný meindýr til landsins frá út- löndum. Það verður því að halda meindýrarannsóknunum áfram. Það þarf að rannsaka útbreiðslu þeirra og skaðsemi, sem er sí- felldum breytingum undirorpin, og það þarf að finna nýjar og fullkomnari útrýmingaraðferðir. Tökum t. d. fjárkláðamaurinn og önnur sníkjudýr á búpeningi eða birkifiðrildalirfurnar og kálflugulirfurnar, sem öll valda stórtjóni árlega. Baráttunni við þessi dýr og önnur slík má ekki linna, fyrr en þeim er útrýmt úr landinu. En til þess að slíkt takist, þarf víðtækari rannsókn- ir á þeim en hingað til hafa verið gerðar. Að lokum skal svo drepið á hina miklu nauðsyn á stofnun upplýsingamiðstöðvar, þar sem / Sumband ísl. samvinnfélaga: Kaupfélög! Munið að senda oss verðskýrslur í byrjun hvers mánaðar. Nýtt náðhús fyrir konur hefir verið opnað við Grjótagötu nr. 6 og verður það framvegis opið til afnota milli kl. 10 f. h. til kl. 11 e. h. daglega. Skrifstofa borgarstjóra Framkvæmdastjórastaðan við Síldarverksmiðjur ríkisins, Siglufirði, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur til 15. nóvember n. k. Umsóknum sé skilað til formanns verksmiðju- stjórnarinnar, Sveins Benediktssonar, Reykjavík, er gefur nánari upplýsingar. Stjórn síldarverk- smiðja ríkisins fólk, hvar sem er á landinu, get- ur fengið meindýr ákvörðuð, leiðbeiningar um útrýming þeirra og, aðstoð við hana ef þarf, t. d. þegar nota skal blá- sýrubrælu eða önnur lyf, sem al- menningur getur ekki haft um hönd. í sambandi við miðstöð þessa ætti að vera húsrúm og tæki til þéss að eyða meindýrum í vörum, farangri fólks o. s. frv., með blásýrubrælu, hita eðá á annan hátt. Ætti miðstöð þessi að vera í Atvinnudeild Háskól- ans eða Náttúrugripasafninu. Með stofnun slíkrar stöðvar væri málum þessum komið á fastan grundvöll í framtíðinni."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.