Tíminn - 06.11.1945, Qupperneq 4

Tíminn - 06.11.1945, Qupperneq 4
4 TlMINN, þrigjndaglim 6. nóv. 1945 84. blatS Fasteignamat og fylgifé Morgunblaöið hleypur á sig í Morgunblaðinu hinn 30. f. m. er smágrein full af fúkyrð- um til yfirfasteignamatsnefndar þeirrar, sem hafði með höndum síðasta fasteignamat. Er henni þar m a. borið á brýn, að hún hafi metið fylgifé með jörðum langt fram yfir það, sem hún hafði heimildir til, og er Þor- steinn Þorsteinsson alþingis- maður borinn fyrir þeirri full- yrðingu í þingræðu. Ég heyrði ekki hin umræddu orð Þ. Þ., en á bágt með að trúa því, að hann hafi farið með slíkt fleipur. Ásökun þessi byggist á því, að breyting hafi verið gerð á lagaákvæðum þeim, sem fjalla um fylgifé með jörðum, er stafa af nýbýlastyrk og endurbygg- ingarstyrk, er lögum þessum var breytt árið 1941, þannig að ekki hafi lengur verið heimild að meta „fylgifé’* vegna þeirra framkvæmda. Álit ég því réttast að láta sjálf lagaákvæðin tala í þessu máli.. í lögum um framlög ríkisins til endurbygginga á sveitabýl- um frá 13. júní 1937, segir svo í 4. gr.: „Verðmæti það, er fyrir fram- lag þetta stendur í byggingunni, skal á hverjum tíma meta sér í fasteignamati. Skal það vera ó- afturkræft vaxtalaust fylgifé jarð^rinnar, sem undanþegið er eignarskatti, og má hvorki selja það né verðsetja." v Ákvæði þetta var 1 lögum all- an tímann, sem undirmatið stóð yfir og náði til allra slíkra fram- kvæmda, er komust inn í matið. Þó að þetta ákvæði væri fellt úr lögunum er þeim var breytt, 1941, var ekkert ákvæði um það, að sú breyting skyldi verka aft- 'ur fyrir sig, þannig að niður skyldi fellt fylgifé það, sem til hafði orðið meðan hin eldri á- kvæði voru í gildi. Og þó að Þorsteinn Þorsteins- son hefði fengið 17. gr. jarð- ræktalaganna burtu fellda fyrir síðasta fasteignamat á sama hátt og hann leggur til nú og hefir alltaf gert, þá myndi eng- in fasteignamatsnefnd hafa tal- ið sér heimilt að fella niður mat á því fylgifé, sem myndaðist á meðan að lögin væru í gildi, á meðan að það er ekki sérstak- lega fram tekið með lagaboði. Þá skal minnast á hliðstæð- ákvæði varðandi nýbýlastyrkinn. í 30. gr. laga^ um Byggingar- og landnámssjóð frá 1941 segir svo um nýbýlin (2. liður): „Ekki má selja býli þessi meira en nemur fasteignamats- verði, að frádregnum hinum ó- afturkræfu framlögum ríkisins til þeirra, þar með talinn jarð- ræktarstyrkur, en að viðbættu virðingarverði þeirra fram- kvæmda, sem gerðar hafa verið frá því að síðasta fasteignamat fór fram. (4. liður). Ekki má veðsetja þann hluta af matsverði býl- anna, sem svarar'til þess styrks, er ríkið hefir lagt fram.“ Ákvæði þessi eru tekin óbreytt úr nýbýlalögunum frá 1937. Þá eru í lögunum frá 1941 sams konar ákvæði um endur- byggingastyrkinn og tilfærð eru hér að framan í 2. lið 30. grein- arinnar varðandi nýbýlastyrk- inn. Nú má það öllum ljóst vera, að ókleift er að framkvæma framanskráð ákvæði í lögunum frá 1941 um söluverð þessara fasteigna, frádrátt á söluverði, og takmörkun á takmörkun á veðsetningu, nema að það liggi fyrir í opinberu mati, hve miklu nemur framlag ríkisins í verðmæti jarða þessara og húsa, þegar um sölu eða veðsetningu er að ræða. Enda taka lög um fasteignamat frg 1938, af öll tví- mæli um það. í 5. gr. þeirra laga, sem var í gildi á meðan að matið fór fram, og er það enn, segir svo: „Við mat jarðeigna skal: 1. Meta sér verðmæti lands- •ins að frádregnu því verðmæti þess, er stafar af styrk ríkisins, sbr. jarðræktarlög. 2. Meta sér þann hluta lands- ins, sem hvorki má selja né veð- setja (sbr. jarðræktarlög, ný- býlalög, og lög um framlög rík- isins til endurbygginga á sveita- býlum). 6. Meta sér verðmæti þeirra húsa, sem ekki má selja né veð- setja, sbr. jarðræktarlög og ný- býlalög.“ Þarna eru svo skýlaus fyrir- mæli um mat á fylgifé vegna jarðræktarstyrks, nýbýlastyrks og endurbyggingastyrks, að ut- an um þau varð ekki komizt, nema að brjóta bein fyrirmæli laganna. Allt hjal um það, að yfirfasteignamatsnefndin hafi í þessum efnum gert annað en það, sem hún hafði heimild til og var skylt, er því staðlausir stafir. Við nefndarmenn kippum okkur hins vegar ekki upp við, þó að Morgunblaðið noti þarna kærkomið tækifæri til að kasta illyrðum að pólitískum andstæð- ingum. Við erum því svo vanir. Ég þori óhikað að leggja störf okkar undir úrskurð óhlut- drægra manna, vegna þess að hann getur ekki orðið nema á eina leið, sem sé þá, að fast- eignamat það, sem við höfum afgreitt, er vandaðasta og full- komnasta fasteignamatið, sem framkvæmt hefir verið til þessa, þó að bæði við og ýmsir aðrir geti að sjálfsögðu fundið á því ýmsa galla. Það eitt skal sagt um hinn mikla kostnað við mat- ið, sem andstæðingablöð okkar nefndarmanna hafa öðru hvoru verið að japla á, að vissulega er hækkunin mikil frá kostnaðin- um við fasteignamatið tíu árum áður. En sú hækkun er ekki tií- tölulega meiri en kostnaðar- aukning við hliðstæðar stofn- anir á sama tíma. Er hægt að sýna það með töl- um og verður máske gert við tækifæri. Bjarni Ásgeirsson. Bréf úr Rangárvallasýslu Það er oft sagt, og er sjálf- sagt að mörgu leyti satt, að það sé margra venja, þegar þeir hitt- ast, að tala um tíðarfarið, og veðrið eins og það er daglega. Mér finnst þetta mjög eðlilegt, þvi að sannarlega erum við, sem framleiðslu stundum, mjög háð- ir veðráttunni, og undir henni er komin afkoma mjög margra, bæði- til sjós og sveita. En ef við sveitakarlarnir tölum um slæma tíð og alla þá erfiðleika, sem af henni stafa, þá á það allt að vera barlómsvæl, þótt við segjum bara sannleikann. Ég ætla nú samt að minnast með örfáum orðum á tíðina eins og mér hefir fundizt hún vera í sumar og skal ekkert víkja frá sannleikanum. Sem öllum er kunnugt voru miklir þurrkar s. 1. vor og það fram i júlímánu^, svo að gras- spretta varð lítil fram eftir öllu sumri. Þar af leiddi, að sláttur byrjaði með seinna móti. Ekki var langt liðið frá miðju sumri, þegar tíð breyttist og mátti segja að sí,ðari hluti júlí og all- an ágústmánuð væru góðvirðri, en þerrilaust. Af því leiddi það, að hey hröktust og voru þar að auki illa hirt, en eftir að sept- ember hófst voru oft stórrign- ingar og rok, og er það mála sannast, að heyskapur hér er al- mennt með minnsta og lakasta móti og sums staðar úti fram eftír öllu hausti. Má vel telja það hey lítils virði. Mjög víða er seint tekið upp úr görðum, en spretta var sæmileg. Er þar að- allega um kartöflur að ræða, en rófur eru mjög óvíða. Hefir nú síðustu árin verið litið um þær vegna maðkátu. Nú þurfa menn að gæta vel að og setja vel á í haust, farga fleira og treysta ei um of á léleg og lítil hey og kæra sig ei, þótt landbúnaöarráðherra, þessi mikli bændavinur, hafi nú sem fyrr sýnt það í verki, hvað annt hon- um er um landbúnaðinn. Það er sýnilegt á öllu, að honum hefir tekizt að skipa svo fyrir, að þeir menn, sem nú fara með og ráða afurðaverði sveitanna eru eitt- hvað andlega skyldir ráðherran- um. Nú er okkur sagt, að við eigum að fá kr. 5,98 fyrir kjöt- kíló og svo máske eitthvað af verðjöfrmnargjaldinu, sem kvað vera litlir 150 aurar á kg. Ég held, að það hefði þótt nokkuð hátt, þegar menn voru gramir út af 10 aura verðjöfnunargjaldi. En hver veit nú nema að rúsín- an sé eftir í þessu öllu og ráð- herrann reyni að svo að gera verkfall á kjötkaupum, líkt og mjólkina, þegar hann sællar minningar var þingmaður Rang- æinga. Nú er talað um, að bændur sjálfir ráði verði á sínum vörum og að nafni til á það svo að heita. En það virðist vera hálf skrítið, að .ráðherrann skuli til- nefna mennina, sem mega kjósa þá, er ráða afurðaverðinu, og skipi þeim svo þar á eftir for- mann. En hvers vegna mega bændur ekki sjálfir kjósa þá menn, sem þeir trúa bezt og treysta til að fara með sín mál? Það er alls ekki víst, að nokkur þeirra manna, sem ráðherrann skipaði, hefðu verið kosnir, ef bændur um land allt hefðu sjálfir mátt velja sér fulltrúa. Nei, þetta er sannarlega lítils- virðing á bændurna og sýnir betur en margt annað innræti ráðherrans til bændastéttarinn- ar. Getur ekki komið til mála, að næst detti honum í hug að skipa 25 manna nefnd fyrir hönd bændanna til að velja fulltrúa til þingsetu og um leið svipta bændur atkvæðisrétti við næstu alþingiskosningar? Ekki þætti mér það neitt ósennilegt, þótt ég frétti eitthvað svipað þessu úr svörtuloftum stjórnarinnar, enda er víða litið svo á, að stjórnin samanstandi af komm- únistum, þótt sumir ráðherr- anna vilji dylja það fyrir alþjóð. Mér þykir bara heldur leitt, að jafnaðarmenn skuli vera í svona stjórn, og fá vitanlega engu að ráða, og veröa að vera eins og kommúnistarnir fjórir eru hver öðrum bölvaðri fyrir sveita- alþýðuna. Nú er Alþingi komið saman, og mun eins og vant er verða sett með guðsþjónustu, og er það gamall og góður siður. En oft dettur mér í hug, að sann- gjarnara væri að fara með þing- mennina eitthvað annað en í guðshús í þingbyrjun, því að sannarlega hæfir þeim mörgum hverjum fremur einhver annar staður en kirkjan, ef dæma á þá eftir framkomu þeirra á þingi, því að engu er líkara en þar sé saman kominn skríll á stjórnlausan og miður sæmileg- an fund. En sem betur fer eru þingmennirnir ekki allir þannig. Þetta eru nú fulltrúar þjóðar- innar í hinu nýstofnaða lýð- veldi. Ekki er von á góðu. Já, mér datt í hug útvarpið, og verð ég bara að segja það, að leiðinlegur er sá mikli og marg- endurtekni auglýsingavaðall, sem er einn meginþátturinn, og svo dánartilkynningar og af- mæli. Þetta má sjálfsagt til að vera, því að sama er hvað móð- ins ér, þá má til að fylgja því, þótt fráleitt sé. En ég þekki marga, sem eru ekki mjög hrifn- ir af þessu frétta- og auglýs- ingadóti. En sumum kann að þykja fróðlegt og skemmtilegt að fá að vita, þegar æðstu menn stórveldanna borða saman, þótt flestir viti sennilega, að þeir, sem aðrir menn, verði að éta til þess að lifa. Margir vilja hlusta, þegar ýmsir kórar syngja, og eins á messusöngvana. En svo koma nú prestarnir og eru sumir farnir að loka fyrir gömlu klerkana í Reykjavík, og lái ég það sann- arlega ekki. Annars get ég hlust- að á þá, þótt ég hafi raun af þeim sumum. En vel líkar mér að hlusta á séra Jakob Jónsson, séra Jón í’horarensen og séra Árna. Hina læt ég eiga sig. En sumir prestar, er koma utan af landi og messa í útvarpið, finn- ast mér góðir. Dalakarl. Bréf af Norburtandi: Meiri og betri áburö Þá er nú þetta sumarið á enda runnið. Það hefir verið misfallasamt, bæði til sjós og lands. Uppskera orðið rýr og til- finnanlega léleg síldveiði og heyfengur lélegur á sumum svæðum landsins. Veturinn er að ganga í garð, sá tíminn, sem oftast leggur úrslitalóðið á meta- skálina með afkomu manna yfir árið. Og aldrei ríður meira á að fá fengsælan og góðan vetur heldur en þegar sumarið bregst að einhverju leyti, og nú má segja að það hafi brugðizt all- tilfinnanlega. Þetta sama gildir því ennþá, veturinn ríður bagga- muninn. Túngrösin verða að láta sér nægja hálfan mánuð í köldustu vorunum. Ég held, að hugsandi menn hljóti að undrast og dá- sama þann hraðþroska, sem tún- grösin taka út, eftir sum köld- ustu vorin, þegar öll jörð er grá fram um eða minnsta kosti fram- undir júnílok. Og samt er ekki búið að túngrösunum eins og vera ber vegna áburðareklu. Túnin geta ekki sýnt til fulls hvað í þeim býr, fyrr en þau fá mikinn áburð og góðan áburð — miklu meiri áburð en nú tíök- ast — já, og mikið betri áburð. Nú munu alþingismenn sitja á rökstólum og ræða um lands- ins gagn og nauðsynjar. Eitt af þeim nauðsynjamálum, sem þetta þing hlýtur að taka til meðferðar, er að bæta úr áburð- arvöntun bænda. Áburðarverk- smiðjumálið, sem meirihluti þingsins rorraði í svefn á sein- asta þingi og varð sárfeginn að hnupla frá þeim 200 þúsund krónum, sem komnar voru inn á fjárlög, verður að taka upp að nýju. Mátti segja, að litlu yrði Vöggur feginn, er seilzt var eftir þeirri litlu upphæð. Ætla mætti þó nú, að sköpun stjórnarinnar væri svo vel á veg komin, að ritstjóri Morgunblaðsins, Valtýr Stefánsson, væri kominn á nokkuð aðra skoðun heldur en þegar Tryggvi heitinn Þórhalls- son bar fram frumvarp sitt um sölu á tilbúnum áburði. Mér er enn í minni klausa, sem þá stóð í ísafold. Ég held, að ég muni þessa klausu orðrétta eftir öll þau ár, sem síðan eru liðin, mér ofbauð svo flónskan og að þetta skyldi vera eftir búnaðar- kandidat, eða hvað það nú er kallað, og þar ofan í kaupið sonur mjög merkilegs manns. Klausan var á þessa leið: Tvö eru þau mál, sem forkólfar Framsóknarflokksins hafa borið fram á þingi og enginn íhalds- maður hefir getað fylgt. Þessi mál eru: Frumvarp um Bygg- ingar- og landnámssjóð, sem Jónas Jónsson frá Hriflu bar fram, og frumvarp um sölu á tilbúnum áburði, sem Tryggvi Þórhallsson bar fram. Þarna var hreinlega að gengið. Það gat enginn ihaldsmaður fylgt þess- um skaðræðismálum. Ég man ekki fyrir víst, hvort þessi frumvörp voru felld við fyrstu umræðu. Það er óhætt að segja um bæði þessi mál, að þau voru með gagnmerkustu málum, sem bor- in höfðu verið upp á þingi um langt árabil. Þá var og hafði í- haldsflokkurinn verið i meiri hluta og allsráðandi lengi, og það hvarflaði ekki að honum, að hann þyrfti að ugga að sér eða óttast um framtíð sýna. Það er fljótt að skipast veður í lofti, einnig í stjórnmálum. Við næstu kosningar eftir þetta fór þjóðin að ugga að sér. Hún sá, að þessi flokkur var ekki sá flokkur, sem mikils mátti af vænta — flokkur, sem níddist þannig á góðum málum, enda fóru leikar þannig skömmu seinna, að íhaldsflokkurinn fór sínar eftirminnilegu hrakfarir. Framsóknarflokkurinn komst í meirihluta, ásamt jafnaðar- mönnum, og upp reis hér það glæsilegasta framfaratímabil, sem nokkru sinni hefir yfir þetta land gengið. Þá urðu þessi frumvörp þeirra Jónasar og Tryggva strax að lögum og hafa unnið ómetanlegt gagn, hvort á sínu sviði. Flokkurinn, sem hafði hvert þingið eftir annað gengið af þessum málum dauð- um, hafði nú ekki mannafla til að sýna í verkinu flónsku sína. Þá var brugðið skjótt við og tekin kollsteypa og blaðinu snú- ið við. Hver var nú ástæðan. Auðsætt mál er það. í seinni tíð hafa þeir látið skína í það, að jetta hafi engu síður verið seirra áhugamál heldur en Framsóknarflokksins. Rétt var það, að framlagið til Bygging- ar- og landnámssjóðs varð ríf- legra, eins og lögin ákváðu, heldur en eftir frumvarpi Jón- asar. Eftir því sem mig minnir, getur þó sú breyting ekki skrifast á reikning íhaldsflokksins. Mig minnir, að Halldór Stefánsson ætti uppástunguna að viðbótar- fjárframlaginu. Hvort frum- varpið hefir að öðru leyti batn- að læt ég ósagt. Jónas ætlaðist til, ef ég man rétt, að fé í sjóð- inn yrði tekið með gróðaskatti. Að mínu áliti hefði það sízt verið lakari aðferð. Sínum aug- um lítur hver á silfrið. Vitan- lega hefir það verið þyrnir í augum íhaldsflokksins. Hvort áburðarfrumvarpið tók nokkr- um breytingum, man ég nú ekki, nema hvað það var gert að einkasölumáli. Tilgangur flutn- ingsmanns hefir vitanlega að- allega eða eingöngu verið sá, að ná áburðinum úr höndum heildsala, sem búinn var að na tangarhaldi á áburðinum og lagði á hann það, sem honum bauð við að horfa. Geta má nærri, að það hefir komið við hjartað í íhaldsflokknum, að þetta var af honum tekið. Enda fórust einum þingmanna orð á þá leið, að hann kallaði það lé- legan viðskiptamóral að taka bitann frá munninum á þeim, sem búinn væri að afla hans. Það var ekki einasta það, að ihaldið dræpi þessi mál þing eft- ir þing, heldur var einnig farið mörgum háðulegum orðum um bændur. Blað þess sagði, að með þessum frumvörpum væri verið að gera bændur „ölmusumenn“. Það ætti að veita þeim „gefins lán“ og fleira þessu líkt. Satt var það, að mikil voru viðbrigð- in fyrir þann, sem þurfti að koma yfir sig skýli, að skipta við Byggingar- og landnáms- sjóð eða taka veðdeildarlán. Áður var það helzta þrauta- lendingin fyrir þann, sem þurfti að byggja yfir sig, þkð er að segja þeirra, sem gátu lagt fram veð, sem tekið var til greina. Þar fengu þeir 70—75 kr. fyrir hverj- ar 100, sem þeir tóku að láni, Meira sáu þeir ekki af láninu — nema á skuldabréfinu. Það var engin furða, þótt Valtýr hneykslaðist fyrir hönd íhalds- flokksins. Ég vil nú segja, að báðir frumkvöðlar þessara laga skuli hafa mikinn heiður lífs og liðnir fyrir þau. Svo er margt, sinnið sem skinnið. Höfundur ísafoldargreinar- innar, sem ég vitnaðj til, segir snnfremur, að það sæti illa á bændum að ásælast tilbúinn á- burð og flytja inn í landið, með- an þeir hirtu ekki áburðinn við dyrnar hjá sér, heldur létu hann fara allavega forgörðum. Það er furðulegt, ef höfundurinn hefir ekki komið auga á eins augljós sannindi og það, að það er með túnin eins og góðu mjólkurkýrn- ar að því leyti til, að þótí þau fái kappnógan áburð af hús- dýraáburði, þá geta þau samt notfært sér meiri áburð. Nokk- ur aukaskammtur af tilbúnum áburði, sem hefir inni að halda þau efni, sem húsdýraáburður- inn hefir ekki í nægilega ríkum mæli, eykur vöxt og þroska túngrasanna ótrúlega mikiö. Eins er það með góðu mjólkur- kýrnar. Þótt þær fái kappnóga töðugjöf og mjólki eins og frek- ast er ljostur af töðunni einni saman, bæta þær við nyt sína, fái þær aukaskammt af kjarn- fóðri, sem hafi það rétta efni inni að halda. Það er óhrekjanlegur sann- leikur, sem búhöldur einn sagði. Hann var spurður að því, hvað ætti að gera til þess að fá túnin til að spretta betur. Hann svar- ar spurningunni þannig: í fyrsta lagi bera á þau, í öðru lagi bera á þau meira, í þriðja lagi bera á þau ennþá betur. Þó Tvær systur (Framhald at 3. slOuJ ræktir jarðepli eða neytir tó- baks, þó að slíkt sé ekki neitt hégómamál. Það er spurt hver þú sért. Greiðir þú götu þess, sem er blessun mannfélagsins, eða dvelst þú við sljóa nautn stundarmunaðar ? Hvernig var séra Birni í Sauð- lauksdal innanbrjósts, þegar hann hafði fyrsta útsæðið sitt milli handa? Við vitum það ekki gerla, en vitum þó, að hann dreymdi drauma stóra og fagra um nýja jurt, sem yrði fátækri þjóð ómetanleg hjálp til að sigr- ast á sulti og basli og lifa sjálf- stæð og glöð í landi sínu. Líkt má okkur vera innanbrjósts, sem nú erum uppi, því að alls staðar eru ónotaðar auðlindir í kringum okkur. Fjölyrði ég ekki frekar um það, en vegna þess er spurning tímans svo mikil- væg og örlaga<þung, hvað okkur búi í brjósti. Er það tómlæti þeirra, sem ekki veittu því neina athygli, hvernig j arðeplin spruttu ' hjá brautryðjendunum í grennd við þá? Er það trúleysi þeirra, sem héldu, að ekki gæti þrifizt neitt fleira hér á norð- urvegum en það, sem sjálfkrafa spratt? Eða er það tregða og ó- beit þeirra, sem ekki vildu leggja sér ávöxt moldarinnar til munns? Er það ekki heldur hugsjón Björns Halldórssonar, Vísa-Gísla og annarra slíkra, löngunin sú að skapa nýtt bjargræði, ný lífsskilyrði og nýja blessun? Jafnhliða hinum miklu auð- lindum og skilyrðum, sjáum við mikið tómlæti og gegndarlausa sóun. Þar er allt það daprasta úr sögu svörtu systurinnar, all- ar óheillafylgjurnar. Þar er fólkið, sem drekkur og reykir frá sér nýsköpunartækifærin, þúsundir og aftur þúsundir ungra manna, sem slæpast i tómstundum sínum, í stað þess að leggja rækt við nýtileg hug- sjónamál. Og tóbakið þykir gott við leiðindum, eins og á dögum Stefáns Ólafssonar. En lífsleið- inn er hin mesta háðung í landi stórra verkefna. Tómlætið sæm- ir ekki ungri þjóð, ’sem berst fyrir lífi sínu og sjálfstæði. Ekki skulu þið halda, að Alþingi eitt ráði sjálfstæðismálunum. Þeim stafar mest hætta af hug- sjónaleysinu og tómlætinu, sem kemur glöggt fram í gegndar- lausri nautn áfengis og tóbaks. Því er spurning systranna ör- lagaspurning þín. Ert þú hug- sjónamaður, sem virðir líf þitt svo dýrt, að þú helgir þig fram- för lands þíns og þjóðar, eða er bér líf þitt til leiðinda, svo að þú eyðir því einhvern veginn án tilgangs og stefnu? Þetta við- horf skýrist vel í ljósi liðins tíma og því finnst mér saga systranna tveggja svo merkileg. kemur nú fleira þar til greina, sem ekki þarf að nefna og öllum ætti að liggja ljóst fyrir. Bú- höldurinn vildi láta auka áburðarskammtinn þar til ekki yrði um bætt. Við stjórnarflokkana vil ég segja þetta: Varið þið ykkur á, því að setja fætur fyrir áburð- arverksmiðjufrumvarpið á nýj- an leik. Hugsið til þess, að vel mætti svo fara, ef þið gerið það, að ekki takist betur fyrir ykkur en íhaldsflokknum í gamla daga, þegar hann notaði liðs- kost sinn til að fella frumvörp þau fyrir Framsóknarmönnum, sem ég áður hefi áminnzt. Jafnvel þótt ganga mætti út frá því, að þessi iðnaðarvara yrði illa^ samkeppnisfær, svo sem aðrar iðnaðarvörur eins og stendur, þá hljóta þeir dagar að koma innan skamms, að það færist í eðlilegra horf. Bændum er orðið þetta svo mikið hags- muna- og kappsmál, að ykkur verður ekki stætt með það stundinni lengur að stympast á móti. Það stoðar ekkert, þótt landbúaðarráðherrann geri nýja tilraun til að hræða menn frá áburðinum, með því að hann sé hættulegt sprengiefni. Þeir háfa þegar fengið góða reynslu af, þessari áburðartegund. Margir bændur, sem hana reyndu í sumar, segja, að túngrösin hafi hreint og beint sprungið upp undan áburðinum, enda höfðu þau engan tíma til seinlætis frekar en orðið var. Svo að það kom sér vel. Ólafur bóndi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.