Tíminn - 20.11.1945, Blaðsíða 5
88. blað
TÓITVTV. |>riðjndagÍMii 20. móv. 1945
5
RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR
MANNELDISSÝNINGIN
Þann 10. nóv. opnaði Kven-
félagasamband íslands mann-
eldissýr^ingu í Þjóðleikhúsinu.
Þótti það mörgum nýlunda, að
fá tækifæri til að stíga fæti inn
í. Þjó^leikhúsið, sem aldrei er
fullgert til þess, sem því er ætl-
að að vera.
Þegar sýningin var opnuð, var
boðið forseta íslands, alþingis-
mönnum og forgöngukonum
kvenfélaga. Forseti K. F. í., frú
Ragnhildur Pétursdóttir, bauð
gestina velkomna. Auk þess tal-
aði ráðunautur sambandsins,
f rú Rannveig Kristj ánsdóttir,
um þýðingu sýninga við kennslu.
Það fyrsta, sem við rekumst
á, þegar inn kemur i sýningar-
skálann, er jólaborðið. Þar er
borð með laufabrauði (útskornu
á norðlenzkan hátt), flatbrauði
(glóðarbakað?), smjöri í ökj-
um og feitum, reyktum bringu-
kolli (sem gæti verið af sauð
austan af Hólsfjöllum). Allt er
þetta íslenzkt og þjóðlegt. Þá
eru mörg kerti til að kveikja á
og epli 1 skál.
Mér fannst hér vera bent á
það, að ekki skuli þreyta hús-
móðurina allt of mikið með
heitum mat á fötum, heldur að-
eins hafa eina tegund af heit-
um mat á undan þessu. Ég sakn-
aði þess þó, að ekki var hér
reyktur magáll eða þá að
minnsta kosti magállinn í öðru
for’mi, eins og hann er nú fram-
reiddur 1 slagrifjum (rúllu-
pylsu).
Nú göngum við til vinstri. Þar
stendur:
Heimild er bezt til hverra verka.
Þar er talað um efni þau, sem
þurfa til að byggja upp líkam-
ann, en það er eggjahvíta, kol-
vetni, fita, vitamin, steinefni
og vatn. Sýndar eru ýmsar
tegundir matar, sem hafa þessi
efni inni að halda, og aðgreint,
hve mikið þau hafa af hverju.
Mest * eggjahvíta er í eggjum,
mjólk, lifur og nýrum. Góðir
orkugjafar eru ýmis konar feit-
meti, fQitt kjöt, kornmatur,
sykur og kartöflur.
Vítamínin eru margs konar.
Fást þau einkum úr lifur, lýsi,
eggjum, smjöri, heilkorni, baun-
um, tómötum, mjólk, grænmeti,
kartöflum, lauk, krækiberjum,
hráum rófum, síld og grænmeti,
ennfremur ávöxtum.
í annarri, deild er sagt frá,
hve mikið næringarefni hverj-
um einum skal ætla. Það fer þá
nokkuð eftir kyni, starfi og
veðráttu.
Fæðirannsóknir manneldis-
ráðs, 1939, benda til:
1) Að engin hætta sé á, eggja-
hvítuskorti hér.
2) Að kalkskortur sé ekki fá-
tíður í kaupstöðum.
3) Að C-vitamín skortur sé
algengur seinnipart vetrar.
4) 'Að A og D-vítamín skortur
sé einnig nokkuð algengur, sér-
'staklega hjá börnum, ef lýsi er
ekki tekið að staðaldri.
Kalk fæst úr mjólkurafurð-
um, ostum og skyri.
Framleiðsla mjólkurafurða
verður að aukast, ef tryggj a skal
heilsu þjóðarinnar.
E-vítamín fæst úr kartöflum,
ávöxtum og grænmeti.
Við eigum að rækta meiri
kartöflur, margfalda grænmet-
isuppskeruna og leyfa innflutn-
ing ávaxta.
A og D-vitamín fæst úr lýsi,
lifur, sumarsmjöri og síld.
Veitið síldinni veglegri sess.
Aðalatriðið í matreiðslunni er
ekki að kunna að búa til sem
flesta rétti, heldur hitt, að
kunna að velja saman réttar
fæðutegundir og matbúa þær
þannig, að þær haldi einkenn-
um sínum sem bezt og tapi sem
minnstu af efnum.
Kjötið er ljúffengast vel
steikt eða soðið.
Kartöflurnar eru lang beztar
vel og réttilega soðnar og halda
þannig bezt efnunum.
Kál er gott hvort heldur er
soðið eða hrátt.
Síld á að vera síld.
Við höfum ef til vill sökkt
okkur heldur mikið niðurífræði-
atriði sýningarinnar. Nú skulum
við snúa okkur að borði. Þar
stendur ein ágæt kona og útbýt-
ir síld á smáskálar og réttir
hverjum, sem hafa vill. Það er
bezt að koma nær og ná í eina.
Jú, hér var allrabezta síld með
lauk og öðru kryddi, á borðum
er líka smurt rúgbrauð. Það er
okkur boðið með síldinni. Þetta
var ágætt, og hefði sjálfsagt
verið reglulega gómsætt, ef við
hefðum ekki verið nýbúin að
borða miðdagsmatinn. Á öðru
borði fengum við að smakka fisk,
allt alíslenzk fæða. Þarna sem
matborðið var, var einmitt eld-
húsið. Þar var borð með ýmsum
tækjum til matreiðslu, sem
hentug eru í eldhúsi. Manni
verður að hugsa sem svo: Sælar
eru ungu húsmæðurnar, sem
geta eignazt slík tæki. Þó er einn
hlutur enn ótalinn, sem sýndur
var fram í horni sýningarskál-
ans. Það var ísskápur. Hann var
fullur af frystu grænmeti. Það
þarf ekki að skemmast mat-
urinn á heimilinu, sem hefir
{jennan skáp. Það er nýmæli
að frysta grænmeti. Þaö hefir
dr. Jakob Sigurðsson látið gera
s.l. sumar, væri það mikils virði
ef heimilunum gæti tekizt að
frysta grænmeti, hvert fyrir sig.
Þarna gefst lika kostur á að
sjá niðursoðna síld. Hefir verið
gerð tilraun með það á Siglufirði
í sumar að sj*óða‘ niður síld.
Margt mátti hér sjá, sem of
langt væri upp að telja. Fjórða
deildin fjallaði um vöruvöndun
er það mjög mikilvægt atriði og
eftirtektarvert.
Mörg borð voru þarna dúkuð
með ýmsu móti. Nýmæli var það
einkum að nota mottur á borð-
in undir diskana en ekki dúka,
aðeins renning á mitt borðið.
Sýning þessi ætti að verða
mikilvæg vakning húsmæðrun-
um til umhugsunar um sitt á-
byrgðarmikla starf.
Jónína S. Líndal.
Fréttabréf
(Framhald af 4. síðu)
menn krafa, 4að lögum þessum
verði breytt á þann veg, að eitt
gangi yfir alla um niðurgreiðslu
kjötsins, og að bændum verði
tryggðar útflutningsuppbætur
á það kjöt, sem út þarf að flytja,
á meðan núverandi innanlands-
verðlag er jafn hátt og óhag-
stætt landbúnaðarvöruútflutn-
ingi.
Saurum 3. október 1945.
Jóhannes Guðjónsson.
FYLGIST MEÐ
Þið, sem í drelfbýllnu búlð,
hvort heldur er við sjó eða i
sveit! Minnist þess, að Tíminn
er ykkar málgagn og málsvari.
Sýnið kunningjum ykkar blaðið
og grennslizt eftir þvl, hvort þeir
vilja ekki gerast fastir áskrif-
endur.
Crtvegið sem flestir ykkar einn
áskrifanda að Timanum og lát-
lð aígrelösluna vita um það sem
íyrst.
Yinnið ötullega fyrir
Tímann.
LARS HANSEN:
Fast þeir sóttu sjóinn
ir og hann sjálfur. Þeir höfðu ekki á neitt að treysta nema
gamla „Noreg“. Hefði hann ekki verið þessi dómadags asni að
koma í veg fyrir, að þeir hásetarnir réðu sig annars staðar, þá
hefði bæði ekkjan og telpurnar fengið allt, sem þær þurftu til
lífsins, og sjálfur hefði hann þá ekki borið annan þimga en
sína eigin fjölskyldu.
En komið sem komið var. Nú bar hann ábyrgð á konu sinni og
fjórum börnum og auk þess ekkjunni og telpunum hennar. En
pað var þó allra verst, að hann bar líka ábyrgð á Nikka og
Lúlla, og færi allt á verri veg, þá ....
Hann var svo niðurdreginn, að þegar allir aðrir fóru í land,
slangraði hann niður í vélarúmið, og þar sat hann, þegar „Norska
ljónið“ kom róandi út að „Noregi" seint um nóttina.
Hún klofaði yfir borðstokkinn, en sá engin lífsmerki á þil-
farinu.
Þá hrópaði hún:
— Kristófer! Kristófer!
— Já, rumdi í honum niðri i vélarúminu.
Hann stóð þar eins og negldur niður, hélt um eitt hjólið — og
hngsaði.
Á venjuiegum tímum var það enginn ieikur fyrir þá íshafsskip-
stjóra, er voru að bögglast við að gera út sjálfir, að útvega allt,
er þurfti til nmðurferðar. Þeir áttu sjálfir fleytu sína, oft skuld-
lítið, en mjög fáir voru svo vel stæðir, að þeir gætu búið sig
að vistum og veiðarfærum, án þess að biðja um lán. Þess vegna
urðu skipin að vera vátryggð, þvi að vátryggingin var að jafnaði
lögð að veði fyrir skilvísri greiðslu lánsins, er alla jafna var
greitt, þegar heim kom að liðnu sumri.
Það var í fyrsta skipti í öll þau ár, er Kristófer hafði stundað
íshafsveiðar, að hann neyddist til þess að vátryggja skútuna
sína, og þess vegna hafði honum hingað til verið ókunnugt um
þær reglur, er settar voru af vátryggingarfélaginu og fullnægja
varð, áður en skútan fékk vátryggingu.
Þegar hann Kristófer kom upp á þilfarið, lagði konan hans
höndina á öxl honum, hvessti augun framan í hann og sagði:
— Lofaðu nú því að láta þetta ekki fá svo mikið-á þig, að þú
sjáir alls staðar vofur á veginum. Minnstu þess, að drottinn er
jafn auðugur og hann hefir allt af verið, og hann mun sjá þér
farborða sem ætíð fyrr. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti, sem
þú átt úr vöndu að ráða.
Karen sýndi á sér fararsnið, en Kristófer tók í handlegginn
á henni, og svo lömmuðu þau niður í káetu, þar sem nú tókust
langar samræður.
Þegar vanda bar að höndum, var Karen betri en allir aðrir,
sem Kristófer gat snúið sér til. Þau skildu hvort annað, og þau
höfðu deilt kjörum i bliðu og striðu frá æsku. Þegar Kristófer
keypti „Noreg“, var hann hálfgerður krakki, ekki nema 21 árs,
og Karen nitján ára. Þá fór hún með honum um borð, og var
háseti á skútunni i öllum flutningaferðum, og á ishafið fór hún
tvívegis, bæði i fyrsta og annað skiptið, er hann fór þangað á
„Noregi“. Hún hafði lika verið tvær Lófótvertíðir og eina Finn-
merkurvertíð á „Noregi“, og þegar Grödahl skipstjóri kom heim
frá Grænlandi eftir vetrardvöl í Frostaflóa og sagði frá því, hví-
lík ógrynni af ísbjörnum, moskusuxum, blárefum, hvítrefum og
grænlenzkum hvítúlfum þar væru, var ákveðið að fara þangað
og hafa þar veturvist. En það fór nú svo, því miður, að Karen
varð ólétt, og þar með fór Grænlandsferðin forgörðum. Þau
giftu sig auðvitað strax, en eftir að hún var búin að eignast
krakka, neyddist hún náttúrlega til þess að vera í landi.
Nú sátu þau bæði niðri i káetunni, og bæði voru ærið niður-
dregin, þvi að það var auðséð, að vélin ætlaði að reynast Kristó-
fer sá þyngsti baggi, er hann hafði nokkuru sinni tekið á sín-
ar herðar. Niðurstaðan af þessum viðræðum varð sú, að Kristó-
fer skyldi morguninn eftir ganga á fund Stoltenbergs, sem var
umboðsmaður sjóvátryggingarfélagsins „Óðins“, og leggja málið
fyrir hann og skýra fyrir honum, hve mikið hann þyrfti til þess að
búast á íshafið.
Þegar hann Kristófer settist undir árar og reri til lands, sat
Karen í skutnum. Það var með naumindum, að hann greindi
andlit hennar í myrkrinu og kófinu, en hann gat ekki annað en
dást að henni, því að alltaf sá hún einhver úrræði, þótt öllum
öðrum fyndist öll sund lokuð. Og þegar þau voru komin heim
hálftíma seinna, komu tveir minni krakkarnir og settust á kné
honum, og telpurnar frá Ljósuvik komu lika og vildu láta hann
sitja undir sér. En þær komust ekki að með góðu, og Kristófer
varð að kalla á hjálp, en hvorki Lúlli né Nikki hreyfðu hönd né
fót, þótt þeir horfðu á leikinn. í>eir virtust bara skemmta sér vel
við ærsl þeirra. En svo komu þa?r Marta og Karen og tóku börn-
in og háttuðu þau, tvö í annað rúmið, þrjú í hitt.
Daginn eftir var geislandi sóliikin og yndislegt veður, eins og
það getur fegurst verið í Tromsö. Það getur að vísu gert stórhríð
í byrjun júnímánaðar, en að einum eða tveimur sólarhringum
liðnum, er venjulega komið sólskin og sunnanveður, sem á
skömmum tíma bræðir snjóinn og sviptir hinu hvíta mjallarþaki
af gróðurgrænu landinu. Og þá breytast hinir þunglamalegu,
viðbragðsseinu íbúar bæjarins i hlaejandi og lífsglatt fólk, sem
er á þönum um allar trissur i sólskininu.
Það var þess vegna ekki svo undarlegt, þótt heyra mætti blíða
og glaðlega rödd inni fyrir, er Hann Kristófer drap á dyr hjá
Stoltenberg.
— Gangið bara inn, var sagL,
Kristófer tók af sér húfuna cvg settist. Hann stundi þvi upp, að
nú þyrfti hann að fá „Noreg“ vátryggðan.
Stoltenberg, sem um langt skeið hafði vátryggt skip á íshafs-
ferðum, þekkti ekki einasta t ivert skip, heldur einnig hvern skip-
stjóra, upp á sína tíu fing'ur. Skúta Kristófers var ein hinna
minnstu, og eins og hún var , kom ekki til mála að vátryggja hana.
Það sá Stoltenberg i hendi sér. Það var bara leiðinlegast að þurfa
^rrj'urinn
(Skozk þjóösaga)
Sigríður Ingimarsdóttir þýddi.
Einu sinni var ríkur bóndi, sem átti þrjá syni. Hann
lá fyrir dauðanum og kallaði því syni sína að rúmi sínu.
Hann sagði við þá:
„Synir mínir! Ég mun nú brátt yfirgefa ykkur. Ég
vil ekki, að þið hefjið neinar deilur ykkar á milli, þegar
ég er horfinn. Þið munuð finna peningaupphæð í skúffu
í dragkistunni, sem stendur í innra herberginu. Skiptið
peningunum heiðarlega á milli ykkar, yrkið jörðina og
óúið saman eins og þið hafið gert hingað til.“
Skömmu síðar andaðist gamli maðurinn. Synirnir
greftruðu hann og_ að því loknu gengu þeir að drag-
dstunni, en fundu enga peninga í skúffunni.
Þeir voru hljóðir um stund. Svo sagði yngsti bróðirinn:
„Peningarnir voru þarna áreiðanlega, hvar sem þeir
eru nú“.
• Elzti sonurinn sagði: Hann faðir okkar talaði aldrei
ósatt orð. Ég er viss um, að peningarnir voru þarna, þótt
ég hafi ekki hugmynd um, hvar þeir eru nú. Komið nú,“
bætti hann við, „við skulum fara til karlsins, sem var
vinur föður okkar. Þeir voru skólabræður og þekktust
vel. Enginn vissi betur en hann um hagi föður okkar.
Við skulum fara og spyrja hann ráða.“
Bræðurnir fóru því heim til gamla mannsins og sögðu
honum upp alla söguna.
„Dveljið hjá mér,“ sagði gamli maðurinn. „Ég ætla
að hugsa málið. Ég skil ekki, hvernig í þessu liggur. Við
vorum góðir vinir, og ég varð aldrei var við neina skreytni
í tali föður ykkar.“
Bræðurnir dvöldu hjá honum í tíu daga. Þá kallaði
hann þá til sín og lét þá setjast hjá sér. Síðari sagði
hann þeim þessa sögu:
„Einu sinni var ungur maður. Hann var mjög fátæk-
ur, og hann varð ástfanginn af dóttur ríkismannsins%
nágranna síns. Hún elskaði hann einnig, en þau gátu
ekki gifzt vegna þess, hvað hann var fátækur. Þau gátu
aðeins bundist heitum og bjuggu því eftir sem áður hvort
í sínu lagi.
Að nokkrum tíma liðnum bar annan biðil að garði hjá
föður stúlkunnar. Hann var vel efnum búinn og varð
stúlkan því föðurs síns vegna, að heita honum eiginorði.
Skömmu síða rgiftust þau. En þegar brúðguminn kom
til þess að sækja brúðina, grét hún og harmaði sér.
„Hvað gengur að þér,“ spurði hann. Brúðurin þagði
lengi, en að síðustu sagði hún honum allt eins og var,
að hún væri heitbundin öðrum manni.
„Klæddu þig,“ sagði maðurinn, „og fylgdu mér eftir.“
Hún klæddist brúðarskartinu. Hann sótti hest sinn,
lét hana á bak fyrir aftan sig og reið heim' að húsi hins
Alúðarkveðjur og innilegar þakkir sendi ég öllum nœr
og fjœr, er heimsóttu mig, sœmdu mig veglegum gjöfum,
sendu mér blóm og heillaóskir eöa sýndu mér á annan hátt
vott virðingar og vináttu á sextugsafmœli mínu 10. þ. m.
Fylgi hvers konar heill ykkur öllum i nútíð og framtið.
MAGNÚS KJARTANSSON,
málarameistari,
Hafnarfirði
Innilegt þakklœti fyrir heimsókn, gjafir og vinsam-
leg skeyti í tilefni af sjötugsafmœli mínu, sjöunda þ. m.
MATTHÍAS JÓNSSON
Fossi í Hrunamannahreppi
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur (Líkn)
óskar eftir tveimur stúlkum, sem eru vanar öllum
algengum heimilisstörfum, til aðstoöar á heimilum
sængurkvenna.
Umsóknir, ásamt meðmælum frá fyrri húsbændum,
sendist til t
Sigríðar Eirfiksdóttur,
formanns hjúkrunarfélagsins Líknar, Ásvallagötu 79.