Tíminn - 20.11.1945, Blaðsíða 3
mh
88. blað
N1S, þrlg|wdaglnn 20. nóv. 1945
3
Halldór Kristjánsson:
Hvaö eru búnaöarfélögin?
\
Búnaðarfélag íslands hefir
fylgt þessum málum eftir með
miklu kappi og áhuga. Svipaða
sögu er svo að segja frá öðrum
greinum búfjárræktarinnar. Og
við megum halda áfram. Það er
sama hvar við berum niður. Við
göngum um tún og garða, pen-
ingshús og heystæður, og lítum
á vélar og verkfæri, sem notuð
eru við nútíðarbúskap. Það er
sama hvert við snúum okkur og
hvar við berum niður. Alls staðar
verður fyrir okkur eitthvað
það, sem minnir okkur á sam-
band hins einstaka bónda við
Búnaðarfélag íslands og starfs-
menn þess. Ef til vill leynist það
sambánd við álit hvatvísrar yf-
irborðsmennsku, en allir þeir,
sem þekkja þau mál finna
tengslin á milli.
Hringur, sem verður
ekki rofinn.
Þannig eru búnaðarfélögin. Þau
eru allsherjarsamfylking Is-
lenzkra bænda til sóknar og
varnar í baráttu þeirra fyrir
sjálfstæðri tilveru. Þau eru
brjóstvörn landbúnaðarins.
Fyrst og fremst vinna þau starf
sitt á vettvangi daglegrar lífs-
baráttu bóndans úti um sveitir
landsins. Þar hafa starfsmenn
þessara miklu samtaka öðru líf-
rænna að sinna frá degi til dags
en blaðapexi og pólitísku narti.
Því er oft lítið um svör af þeirra
hálfu, en takmörk eru þó Þ rir
því, sem hægt er að gera . að
góðu og þola þegjandi.
Þúsundir áhugamanna í
bændastétt, dreifðir um allar
íslands byggðir, verja tómstund-
um sínum af mikilli elju í þjón-
ustu búnaðarfélagsskaparins í
víðtækri merkingu. Þannig er
sveitamenningunni haldið uppi
þrátt fyrir erfið skilyrði. Þannig
bjargast bændastéttin, þrótt-
mikil og sjálfstæð, yfir á stig
nýrrar tækni og nýrra tækifæri,
(Framhald á 4. síðu).
Ármann á Alþingi
Ljósprentuð útgáfa
\
Meðal merkisrita, er út hafa
komið í haust, er ljósprentuð
útgáfa af Ármanni á Alþingi,
allir fjórir árgangarnir. Vík-
ingsprentsmiðjan kostar útgáf-
una, en framkvæmt var verkið
Lithoprent.
Að þessari ljósprentun er
verulegur fengur. Ármann á Al-
þingi er eitt elzta tímarít ís-
lendinga og var á sínum tíma
vakningarrit á borð við Fjölni
og Ný félagsrit síðar. Útgefend-
urnir voru sem kunnugt er Þor-
geir Guðmundsson, síðar prest-
ur, og Baldvin Einarsson, sem
skrifaði ritið að meginhluta og
bar það aðallega uppi. Var það
mannskaði mikill og þjóðinni
meira tjón en sagt verður, er
hann féll frá rösklega þrítugur.
Ármann á Alþingi kom fyrst
út árið 1829, en árgangarnir
urðu ekki nema fjórir. En þótt
hann yrði svo tilfinnanlega
skammlífur, hafði ritið mikjil
áhrif. Það var skrifað af brenn-
andi áhuga, þekkingu og krafti,
sem vakti nýjar hugsjónir af
blundi í brjóstum margra ís-
lendinga. Framsetningin var
sérkennileg og náði vel til fólks
á þeim tímum. Þegar fyrsta
blað íslendinga hljóp af stokk-
unum, löngu síðar, var nafnið
á það sótt beint í Ármann á
Alþingi, og það nefnt Þjóðólfur,
og fram á þennan dag er öðru
hverju vitnað í þetta 130 ára
gamla rit, svo miklum lífskrafti
er það gætt og svo sígildar voru
þær hugsjónir, er Baldvin ól í
brjósti.
Því er Ármann á Alþingi dýr-
gripur, sem ætti að vera, og líka
er, íslendingum mjög kær.
Þegar Norðmenn fögnuðu frelsinu
Eins og kunnugt er fór Arn-
grímur Kristjánsson skólastjóri
frá London með sama skipi og
norska ríkisstjórnin, er hún fór
heim til Noregs.
Dvaldi hann síðan alllengi í
sumar í Noregi og kynntist á-
stæðum þar. Var hann meðal
annars viðstaddur réttarhöldin
yfir Quisling.
Arngrímur hefir nú skrifað
bók um þetta efni og heitir hún
“Norðmenn héldu heim.“ Er
bók þessi 144 síður að stærð og
í henni eru margar myndir. Til
þess að gefa fólki nánari kynni
af efninu skulu nöfn 'kaflanna
í bókinni birt: Frjálsif Norð-
menn í Lundúnum, Á heimleið,
Landkynning, Daglegt líf i Osló,
Höfuðstöðvar Gestapó, Hákon
VII. hverfur heim, Hin þögla
andstaða, Barátta kennarastétt-
arinnar, Háskóladeilur, Kirkjan
mótmælir, Baráttan um lista-
mennina, Quislingar frammi
fyrir dómstólum þjóðarinnar,
Jónsmessunótt í Bergen og ís-
lendingar í Osló.
Bera kaflafyrirsagnir þessar
nokkurt vitni um efni bókarinn-
ar.
Útgefandinn er bókaútgáfan
Norðri.
Forsætisráðherra Ástralíu
Ástralski stjórnmálamaðurinn Joseph B. Chifiey var nánasti
samverkamaður Curtins forsætisráðherra og gerðist síðan eftir-
maður hans. Hann er mikill fjármálamaður, látlaus í allri fram-
komu og berst lítið á. Hann nýtur mikils trausts í landinu og
jafnaðarmannaflokkurinn byggir að verulegu leyti sigurvonir
sínar á frammistöðu hans. — Grein þessi er tekin úr Observer.
Undarlegar árásir.
Undanfarið hafa verið gerðar
ýmis konar árásir á búnaðar-
félagsskapinn í landinu. Hafa
þar komið fram margvíslegar
manntegundir og sundurleitar
um margt. Ekki ætla ég mér að
dæma það fólk í sjálfu sér og
má vera að því gangi sumu gott
til. En óglæ^ileg finnst mér þó
sú breiðfylking, sem skipar sér í
þessa kröfugöngu gegn búnað-
arfélögunum, þar sem helztu
trumbuslagarar og merkisberar
eru ýmist sóttir í dánarbú naz-
ismans eða angurgapadeild
kommúnismans. Þessi samfylk-
ing getur ekki fengið á sig neinn
dýrðarbrag í mínum augum, þó
að ég sjái, að einstakir menn,
sem eiga merkilega fortíð, ljái
sig til þess að lulla þar með.
Ég ætla mér ekki að fara í
orðaskak við hina pólitísku
jarðvöðla um einstök atriði að
þessu sinni. Hins vegar ætla ég
að rifja upp fyrir öllu sann-
gjörnu fólki, hvað búnaðarfé-
lagsskapurinn 1 landinu er. Úr
því að svo vill nú til, að ég vinn
skrifstofustörf í höfuðborginni
þessar vikurnar, á ég hægra með
að gera grein fyrir þessum fé-
lagsskap stéttar minnar en all-
ur þorri þeirra manna, sem
er undir merki þeirra frá morgni
til kvölds. En hér er um svo
merkilegan þátt í þjóðlífinu að
ræða, að allir þurfa að vita á
honum nokkur skil.
Hreppa-
bánaðarfélögiii.
Hreppabúnaðarfélögin eiga
mörg hálfrar aldar afmæli þessi
árin én önnur eru miklu eldri
og sum jafnvel meira en 100 ára.
Ekki verður hér rakin saga
þeirra framan af, en marghátt-
uðum umbótum komu þau þó
af stað. Þau voru frá öndverðu
samfylking bænda um fram-
faramál og viðreisn landbúnað-
arins.
i ,
Síðustu áratugi hefir starfað
búnaðarfélag í hverjum hreppi.
Jarðræktarlögin eru byggð á því,
að bændur þeir, sem fá jarð-
ræktarstyrk, séu félagsmenn 1
hreppabúnaðarfélagi. Þetta er
mikill styrkur fyrir félagsskap-
inn. Þeim einstaklingum, sem
hafa lítinn skilning á félagsleg-
um samtökum, er þannig fengið
mikið aðhald. Eins eru líka reist-
ar skorður við duttlungum þeirra
fáu manna, sem kynnu að hafa
tilhneigingu til að rjúka í fússi
úr félagi sínu vegna vanþroska
í félagslegum efnum. Með þessu
aðhaldi er tvennt, sem vinnst.
Félögin hafa fleiri menn og fleiri
árgjöld. Og hitt, sem meira er
um vert: Félögin eru alltaf og
óumdeilanlega allsherjarfélags-
skapur bænda, því að það er
fullkomin undantekning, ef bú-
andi maður er ekki 1 búnaðar-
félagi sveitar sinnar. Auk þess
eru svo þeir sveitamenn búlaus-
ir, sem yfirleitt láta sig nokkru
varða mál bændastéttarinnar,
félagsmenn.
Starfsemí hreppabúnaðarfé-
laganna er fyrst og fremst sú,
að sjá um og stjórna meiri hátt-
ar jarðræktarframkvæmdum.
Yfirleitt eiga félögin hin dýrari
jarðyrkjuverkfæri, sem unnið er
með í umferðavinnu hjá bænd-
um. Oft eru líka meira eða
minna á vegum félagsins hesta-
verkfæri, sem nánustu nágrann-
ar eiga saman til léttari vinnslu,
svo sem að fullvinna brotin flög
og jarðyrkju.
Þá hafa búnaðarfélög hrepp-
anna einnig forgöngu og fyrir-
greiðslu um ýmsar framkvæmdir
aðrar, svo sem byggingar og er
sitt hvað til stórmerkilegt úr
sögu þeirra á því sviði, þó sú
starfsemi þeirra sé sundurleit-
ari.
Yfi^leitt láta búnaðarfélögin
engin framfaramál bændastétt-
arinnar vera sér óviðkomandi.
Betri búpeningsrækt og kynbæt-
ur, fullkomnari jarðyrkja, garð-
rækt, byggingar, vöruvöndun
o. s. frv. eru framkvæmdamál,
sem eru föst viðfangsefni þeirra.
Það má líka nefna iðnaðarmál
í þessu sambandi. Það eru eink-
um hreppabúnaðarfélögin, sem
hafa beitt sér fyrir útbreiðslu
spunavéla um sveitir. Mönnum
er nú að verða ljóst að ullin ís-
lenzka er dýrmætt hráefni, sem
mjög Iþefir verið vanmetið hing-
að til. Er það sannarlega gleði-
legt, þegar menn sjá svo að sér
og augu þeirra opnazt. En ég
minnist þess ekki, að hafa heyrt
eða séð mörg viðurkenningarorð,
til þeirra, sem eiga heiðurinn af
því, að sumt af ullinni hefir þó
verið unnið innanlands. Sú mikla
hlutdeild, sem sveitafólkið á þar
í, með spunavélum sinum og
prjónavélum, er lítið nefnd. Þó
hygg ég,|að sá iðnaður eigi drj úg-
an þátt í því, að augu leiðandi
manna eru nú að opnazt. Það er
önnur hlið þess þjóðholla menn-
ingarstarfs, sem félagssamtök
sveitafólksins hafa unnið á því
sviði. Og ég hygg að megi nefna
það sem dæmi.
Það er satt, að ýms af menn-
ingarmálum landbúnaðarins eru
tekin út úr til meðferðar af sér-
félögum, sum eru eins konar
hliðargreinar búnaðarfélaganna.
Þar má t. d. nefna nautgripa-
ræktarfélög, fóðurbirgðafélög o.
fl. þ. h. En þetta er hvert Öðru
náið og hygg ég dæmalaust,-að
slíkar hliðargreinar lifi og
blómgist, nema stofninn sjálfur,
búnaðarfélag hreppsins, sé með
góðu lífi og þrótti.
Það er nokkurn veginn sama
hvar menn þekkja til í sveit á
íslandi. Séu þeir nokkurs staðar
kunnugir munu þeir vita það,
að búnaðarfélag sveitarinnan
hefir unnið mikið og margþætt
starf, og með framför atvinnu-
lífsins lagt grundvöll að fjár--
hagslegri og menningarlegri til-
veru bændastéttarinnar.
Biiiiaðarsainböndin.
Hreppabúnaðarfélögin mynda
búnaðarsambönd héraðanna og
kjósa fulltrúa sína á fundi
þeirra. Um búnaðarsamböndin
má í aðaldráttum segja allt hið
sama og hreppabúnaðarfélögin.
Starfsemin er í sama anda og
sama tilgangi. Auðvitað má
nefna einstök dæmi um það, að
fulltrúaval og framkvæmda-
stjórn hafi mislánazt, bæði í
smærri og stærri atriðum, og
ekki tekizt svo, sem bezt mátti
verða. Slíkt er ekki nema mann-
legt og kemur alls staðar fyrir.
Þó skal bent á það hér, að öll
búnaðarsambönd landsins nema
aðeins eitt einasta, hafa undir-
búið setningu jarðræktarsam-
þykkta hjá sér. Þetta sýnir það
vel, að bændur taka fegins hug-
ar á móti, þegar löggjafinn og
ríkisvaldið réttir þeim hönd. Þá
brestur ekki áhuga og vilja, og
þeir velja sér yfirleitt þá for-
ustu, sem þeir geta treyst og
ekki sefur á verðinum. Það væri
líka undarlegt, ef fundir búnað-
arsambandanna væru skipaðir
mönnum, sem væru áhugalaus-
ir um málefni stéttar sinnar.
Það er varla að ég fái mig til
þess, að eyða orðum að þeim
sleggjudómi, að ekki sé neitt
að marka kosningar í búnaðar-
félögunum yfirleitt, vegna þess
að forustumennirnir beiti „neð-
anjarðarathöfnum,“ áróðri á
þann veg, að úrslitin verði í ó-
samræmi við almennan vilja.
Þetta er einhver hin mesta svi-
virðing, sem heyrzt hefir um
bændur, og þélt ég þó að væri
orðið hátt í þeim mæli. Hvers
konar menn væru bændur, ef
þetta væri satt? Þeir þyrftu í
fyrsta lagi að hafa valið óvand-
aða menn til forustu í allsherj-
arsamtökum sínum. Og þegar
þeir misindismenn notuðu svo
aðstöðu sína til þess að láta
kosningar sýna falska mynd af
almennum vilja, þá þyrftl allur
þorri bænda að vera þeir vesölu
aumingjar, sem tækju slíku með
þögn og þolinmæði.
BiíiiaÖarfélag íslands.
Búnaðarfélag íslands hefir
haft á hendi forustustörf og
leiðbeiningar í allri þeirri ný-
sköpun, sem bændur hafa unnið
síðustu áratugi. Ráðunautar þess
eru löngum önnum kafnir við
það, að hjálpa bændum með
framfaramál sín. Ég get nefnt
það hér, að einn dag í sumar,
þegar ég var að lesa eina níð-
greinina um þessa starfsmenn
bænda og félagsskap í ísafold
og Verði voru tveir af ráðunaut-
unum sérstaklega að vinna fyrir
mína sveit og fólkið þar. Annar
þeirra var ,að gera áætlanir um
vélar og verkfæri til þess að
þurrka og rækta hjá okkur mýr-
ar, sem biðu þess, að verða hið
ákjósanlegasta nytjaland, þar
sem við getum lifað menning-
arlífi af því að framleiða holla
og ódýra lífsbjörg fyrir fólkið í
þorpunum í kring. Hinn ráðu-
nauturinn var þá að útvega okk-
ur úr fjarlægu héraði kynbóta-
naut af einum bezta kúastofni
landsins. Þannig standa ráðu-
nautar Búnaðarfélags íslands í
beinu og lifandi sambandi við
okkur úti um sveitir landsins
og hjálpa til að leggja grund-
völlinn að menningarlífl is-
lenzkrar bændastéttar í fram-
tíðinni. En langt í baksýn þessa
gróandi staríssviðs getur að líta
ómerkilega og lítilsiglda menn,
með nýsköpun á vörunum, sem
paufast við að skrifa ógeðslegar
ádeilugreinar um bændur lands-
ins, samtök þeirra og starfs-
menn. Er ömurlegt til þess að
hugsa að ýmsir stjó^nmálamenn
skuli telja sér hag í því að
fjandskapast svo við starfandi
framfaraöfl í þjóðlífinu. Von-
andi reynist þjóðargæfa íslend-
inga meiri en svo, að slíkt hátta-
lag hefji menn til álits og áhrifa.
Öllum þeim, sem yfirleitt láta
mál bænda snerta sig, er það
Ijóst, að margt hefir færzt til
bóta hin síðustu ár. Það má
benda á það, að nautgripastofn
landsmanna hefir verið mjög
kynbættur hin síðustu ár. Þó
má segja, að sá árangur, sem þar
hefir náðst, sé aðeins undir-
staða, sem geri meiri og örari
þróun mögulega 1 framtíðinni.
Nú fyrst eru að verða til ætt-
stofnar, sem kalla má trygga.
Joseph Benedict Chifley er
maður nefndur. Hann gerðist
nýlega forsætisráðherra Ástr-
alíu. Meðal kunningja í hópi
fylgismanna og andstæðinga er
hann venjulega nefndur Benni.
Til skamms tíma hefir hann
látið fremur litið á sér bera í
opinberu lífi, þótt hann hafi
lengi tekið þátt í stjórnmálum.
Jafnvel eftir að hann hafði tekið
við fjármálaráðherraembættinu
er hann gegnir af mikilli sam-
vizkusemi, virtist hann enn sem
fyrr allra manna ólíklegastur til
bess að vilja hafa sig í frammi
ótilkvaddur. En þegar Curtin
forsætisráðherra veiktist, kom i
hans hlut að gegna embættinu,
og þá fyrst kom í ljós, að hann
bjó yfir hæfileikum, er menn
höfðu ekki vænzt hjá honum.
Þegar Curtin féll frá, tók hann
algerlega við forustu jafnaðar-
mannaflokksins ástralska, og
hefir reynzt hinn nýtasti maður
í því starfi.
Þessi nýi flokksforingi er stór
vexti og luralegur og kominn
um sextugt. Faðir hans var járn-
smiður, og sjálfur var hann
harðskeyttur íþróttamaður í
æsku. Afi hans og amma flutt-
ust af írlandi fyrir meira en
einni öld, svo að hann er eins
hreinn og ómengaður Ástraliu-
maður og nokkur getur verið. En
útlit hans minnir mjög á íra.
Hann sést jafnvel enn sjaldnar
án tóbakspípunnar en Chur-
chill án vindilsins.
Enskan, sem hann talar, er
svo áströlsk, sem verið getur.
Röddin er óþjál, og hann dregur
seiminn. En á vörunum er sér-
kennilegt bros, sem fáir stand-
ast og gefur orðum hans sér-
stakt gildi. Slíkt bros myndi
nægja hverjum kvikmyndaleik-
ara til þess að skapa honum
heimsfrægð. Hann var framan
af ævinni eimreiðarstjóri á rík-
isbrautunum í Nýja—Suður-
Wales, gerðist síðan forustu-
maður í samtökum járnbrautar-
verkamanna, en leiddist upp úr
bví til vaxandi þátttöku á
st j órnmálavettvangnum.
Þegar Curtin myndaði stjórn
sína 1941, var Chifley fenginn
til þesö að gegna fjármálaráð-
herraembættinu, er hann gegn-
ir enn, þótt orðinn sé forsætis-
ráðherra. Hann var vanur að
leggja sér margvísleg störf og
hafði staðgóða þekkingu á
bankamálum, fjármálum . og
hagfræði og hafði um skeiS
stundað háskólanám í slíkum
fræðum. Gerði hann sér mjög
far um að rækja störf sín sem
bezt og þóttist ekki upp úr því
vaxinn að leita ráða hjá öðrum,
þótt hann áskildi sér jafnan úr-
slitavaldið. Það voru líka mörg
og erfið vandamál, sem að hon-
um steðjuðu, því að Ástralíu-
menn urðu að leggja að sér við
stríðsreksturinn, svo að af því
hlauzt stórkostleg röskun á at-
vinnu- og fjármálum þjóðarinn-
ar, en auk þess varð að gera
margar og miklar ráðstafanir
til þess að mæta enn meiri
háska, er að kynni að steðja, ef
Japanir ynnu meira á en
oröið var.
Það er vafasamt, að nokkurn-
tíma hafi jafnoki hans gegnt
embætti fjármálaráðherra í
Ástralíu. En ekki eru þó allir á
beirri skoðun. Stóriðjuhöldarnir
segja nefnilega, að hann sé
versti fjandmaður allrar vel-
megunar í landinu. Hann hefir
komið á mjög ströngu eftirliti
með fjármagninu í landinu og
lækkað vexti stórlega. Margir
gestir leituðu á hans fund, þvi
að hann veitti öllum fúslega
viðtal, og þótt hann kæmi jafn-
an fyrstur i ráðuneytið á morgn-
ana, fór hann ætíð síðastur á
kvöldin. Stundum vann hann
allt til miðnættis.
Á þingi hefir enginn maður
verið slíkur skörungur um
stjórn flokks síns sem Chifley
síðan á dögum S. M. Bruce.
Hann fylgist með hverju einu,
stóru og smáu, gæðir flokks-
starfsemina lifi og anda, og
hann hefir skipulagt meira
samstarf um vinnubrögð í þing-
inu heldur en áður hafði tíðk-