Tíminn - 20.11.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.11.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMIMV. l>riðjwdagiim 20. nóv. 1945 88. blac? SJÖTUGUR: # Björn Hallsson hrcppstjóri á Rangá Fæddur 1. nóvember 1S75 „Hljóttu það, sem eign þín er, allra manna hylli“. Svo kvað Páll Ólafsson um Hall bónda Einarsson, er Jjjó á Rangá í Hróarstungu á síðasta fjórðungi nítjándu aldar. Talið er þó, að Hallur hafi verið stór- brotinn í sjón og raun, nokk- uð stríðinn og jafnvel þungur í skauti sumum svokölluðum stærri mönnum. Hann var víð- kunnur maður um Austurland, og viðurkenndur fyrir rausn og höfðingslund. — Svo var hann mikill bjargvættur bágstöddum, að enn er haft í minnum, enda sást á stundum lítt fyrir um hjálp við þá. Hann var fram- faramaður og búhöldur góður. Húsaði hann bæ sinn betur en þá var títt, bætti jörðina með áveitum og vörzlugörðum, reisti stórar heyhlöður og þakti með tjörguðum trjávið, sem mun þá hafa verið einsdæmi þar í sveit. Búfénað sinn bætti hann með kynblöndun og úrvali, en eink- um með bættri fóðrun og um- hirðu. Síðari kona Halls var Gróa Björnsdóttir. Var ætt hennar einkum í Borgarfirði eystra og Út-Héraði. Hún var greind kona, stjórnsöm, mikil- virk og hagsýn, forsjál um allt, en þó hjálpfús og höfðinglynd. Þau Hallur og Gróa eignuðust tvö börn, Þórunni, nú í Seyðis- fjarðarkaupstað, og Björn á Rangá. Þórunn mun bera nafn Þórunnar Pálsdóttur, fyrri konu Páls Ólafssonar. Hallur andaðist sumarið 1893, á áttræöisaldri. Hann var jarö- settur heima á Rangá í nýjum ættargrafreit þar. Mun þetta vera hinn fyrsti þess háttar heimilisgrafreitur í Pljótsdals- héraði, en nú eru þeir þar marg- ir og svo að segja í hverri sveit. Gróa bjó áfram á Rangá, að manni sínum látnum. Það er til marks um atorku hennar, að orð var á því gert, að ótrúlega lítið yrði þess vart, að- Hallur væri hniginn í valinn. Búið stóð í blóma og enn sneiddu fáir hjá garði. Koman þar þótti öllum góð, en þeim bezt, er um sárt áttu að binda. Björn á Rangá tók við mik- illi arfleifð eftir foreldra sína. Frá þeim hafði hann hlotið gott upplag og mikla meðfædda kosti. Þau höfðu veitt honum gott og hollt uppeldi og sæmi- lega menntun, eftir því, sem þá var títt um bændasonu. Hann tók við góðri og vel setinni bú- jörð, eðlisgóðum og arðsömum bústofni og góðum efnahag. Hann tók við miklu af reynslu þeirra og kunnáttu, einkum móður sinnar, sem hann naut svo miklu lengur en föður síns. Hann tók að erfðum mikla mannhylli foreldra sinna beggja, almenna virðingu og traust. Þetta er mikill arfur. En það er alkunna, að mörgum hefir orð- ið það ofraun að ávaxta á allan hátt vel slíkt pund. Hallur og Gróa á Rangá höfðu verið fram- ar flestum öðrum um nýbreytni og myndarbrag í búnaðarhátt- um. Þau höfðu leyst hvers manns vanda, var talið flest fært og höfðu éskorað traust allra. Það er nokkur áhætta fyrir ungan mann að ganga til sætis slíkra foreldra, og sitja svo, að hvergi þyki á skorta. Björn hefir nú búið á Rangá nálægt hálfri öld. Fyrstu árin taldist hann ráðsmaður móður sinnar. Þau ár var hann tvo vetur í Möðruvallaskóla og lauk prófi þ'aðan. Árið 1900 kvæntist hann Hólmfríði Eiríksdóttur bónda í Bót. Um þær mundir tóku þau hjón að fullu við bú- inu, en móðir Björns var þó til aðstoðar fram eftir árum. Eign- uðust þau hjón sjö börn. Hólm- fríður andaðist 1924. Árið 1926 kvæntist Björn í annað sinn og gekk þá að eiga Soffíu Hall- grímsdóttur Hallgrímssonar bónda, frá Glúmsstöðum í Fljótsdal. Býr hún með manni sínum á Rangá og eiga þau eina dþttur. Það þótti koma snemma í ljós, að Björn á Rangá myndi reyn- ast búhöldur, svo sem hann átti kyn til. Búið óx og stóð föstum fótum, að hætti hinna eldri góðbænda. Gerðist hann hinn forsjálasti maður um fjár- hag sinn, hirðusamur og hag- sýnn. Mikilla heyja var aflað, enda leituðu margir enn að Rangá, þegar mikil harðindi og bjargarskprt bar að höndum. Dreg ég það í efa, að á þessari öld hafi nokkur bóndi í Fljóts- dalshéraði veitt jafn mikla og Björn Hallsson notalega hjálp, þegar svo stóð á, eins og Björn á Rangá. Gestrisn- in var orðlögð, bæði við menn og málleysingja. Þetta voru gömlu búmannshættirnir, eins og þeir gerðust beztir. En nýbreytni, sem horfði til bóta, var jafn- framt tekin í not. Hefir Björn staðið í fremstu röð, eða farar- broddi, um allt það, smátt og stórt, sem ætla mátti að leiddi til umbóta í landbúnaði. Töðu- fengur. hefir margfaldazt,. og er túnið allt vélfært. Girðingar eru margir kílómetrar að lengd. Sumarið 1907 reisti Björn íbúð- arhús úr steinsteypu. Það niun vera nál. 10X8 m. að ummáli, tvær hæðir fullar, með kjallara og geymslulofti. Þá varð að flytja að allt efni á klökkum, nema það lítið, sem aka mátti á sleðum að vetrinum. Þetta var, og er enn, vandað hús, mikil og góð híbýli. Ofnar voru settir þar strax í flest eða öll íbúðar- herbergi, en miðstöð síðar. Þetta hús ber að sjálfsögðu einhverjar minjar þess, að það er brautryðjandastarf, en ég efa þó, að það finnist mörg hús á íslandi, þeirrar tegundar . og jafn gömul, sem eru eins vel' eða betur gerð. Sauðfjárkynbótabú hefir verið rekið á Rangá um áratugi. Peningshús öll.og hey- hlöður hafa verið. endurreist, aukin og bætt. Smærri atriðin hafa heldur ekki gleymst. Manna fyrstur leiddi Björn rennandi vatn í bæ sinn, síðar var gerð fráræsla og safnþró. Hann hefir og verið með þeim fyrstu til að taka í not ný vinnutæki, bæði við bústörf- in heima og aðdrætti að heim- ilunum. Lítið dæmi skal nefna. Björn lét gera sundbaðker úr steinsteypu, með áföstum sig- palli, til að baða þar í sauðfé þrifaböðun. Allt að tug ára eða lengur, ráku ýmsir nágrannar hans, úr fleiri hreppum, fé sitt að Rangá, til að fá að baða það i þessu sundkeri. Það mun nú álit kunnugustu manna, að Björn á Rangá hafi hvergi orðið eftirbátur forfeðra sinna, en staðið því framar sem breyttur aldarháttur, aukin þekking og aukinn skilningur á gildi umbótanna krafði. Þó er þess ógetið enn, að hálfri starfs- orku sinni hefir Björn á Rangá eytt utan heimilisins. Má vel svo að orði kveða, að alla starfs- ævi sína hafi hann verið klof- inn í tvennt. Heimilið hefir orð- ið að bjargast við annan helm- inginn. Óteljandi grúi opinberra utanheimilisstarfa hefir hrifsað til sín hinn helminginn. Ekki verða þau störf öll talin hér. Það yrði of langt mál. Aðal félags- málefni bændarinna, búnaðar- félagsmálefni og samvinnumál, hafa verið fyrirferðarmest. Rétt til dæmis má nefna það, að hann hefir setið í stjórn Búnaðar- sambands Austurlands 1 28 ár, verið formaður í búnaðarfélagi í sinni sveit frá því laust eftir SamvinnuféLög: Munið að senda oss sem fyrst pöntun yðar á samvinnuþáttum II. Samband ísL. samvinnuféLaga \ Refa- og minkafðöur Vér höfum að jafnaði fyrirliggjandi ameríska fóðurblöndu fyr- ir refi og minka. Þetta fóður, sem er framleitt af Purina Mill Corporation, er blandað af ’færustu sérfræðingum, og inniheldur flestöll næringarefni, sem dýrin þurfa, enda er það notað í flestum loðdýrabúum í Bandaríkjunum. Fóðrið er ríkt af Efjör- efni og er sérstakelga gert til að auka frjósemi dýranna. Sent gegn póstkröfu um land allt. G. Helgason & Melsted h.f. Il:iífiarsl r;t‘l i I!). — Síml 1644. Keykjavík. Húsasmiðir Bæjarráð hefir í hyggju að ráða nokkra duglega og vandvirka trésmiði og múrsmiði til fastra starfa við húsbyggingar bæjarins, t. d. 10—12 menn í hvora iðn- grein, þar á meðal meistara til verkstjórnar. Trygging fyrir atvinnu til frambúðar. Launakjör og önnur starfsskilyrði í samræmi við kauptaxta viðkomandi iðnfélaga. Nánari upplýsingar gefur húsameistari bæjarins, Einar Sveinsson, kl. 11—12 virka daga. Þeir trésmiðir og múrsmiðir, sem vilja sinna þessu, sendi umsóknir um störfin til húsameistara fyrir 29. þ. m. Borgarstjóriim I Reykjavík. Tilkynning frá ríkisstjórninni LISTAMANNAÞINl FÁAR ÚTGÁFUHUGMYNDIR munu hafa mætt almennari vin- sældum en útgáfa Helgafells á erlendum úrvalsritum, sem hafa í heild hlotið réttnefnið „Listamannaþing“. í safni þessu eru 10 heimsfræg skáldverk, valin og þýdd af okkar málsnjöll- ustu mönnum. VERKIN, sem fyrir valinu hafa orðið, eru: j| NÓA NÓA,‘sjálfsævisaga franska málarans Paul Gauguins fiá þeim árum, er hann bjó á eyjunni Tahiti. Tómas Guðmunds- son hefir þýtt bókina af mikilli snilld, og skrifar hann langar- formála um höfundinn. — í bókinni eru um 30 myndir. jf BIRTINGUR (Candide) eftir frægasta skáld Frakka, Voltaire, — og hans bezta verk. Ein íslenzk bók, Heljarslóðarorusta eftir Benedikt Gröndal, minnir nokkuð á þetta verk, sem er 1 senn broslegt og þó fullt af lífsspeki. Halldór Kiljan Laxness hefir valið sér þetta^verk, sem er eitthvert erfiðasta rit, sem er að finna til að þýða á íslenzku. — Margar teikningar eru í bókinni. Tf JÖKULLINN — er frægasta rit Johannes V. Jensen, en hann hlaut, eins og kunnugt er, bókmenntaverðlaun Nobels á fyrra ári. Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, þýddi bókina. II MARTA OULIE er ein af hinum lítið þekktu bókum norska Nobelsverðlaunahöfundarins, Sigrid Undset. Kristmann Guð- mundsson er nákunnugur frúnni, og var hún ein þeirra, sem ruddi Kristmanni braut í Noregi með mjög eftirtektarverðum dómum. Mun Kristmann vel vita, hvað hann er að gera með vali þessarar bókar. \ > U BLÖKKUSTÚLKAN. Enska Nobelsverðlaunaskáldið, Bern- hard Shaw, hefir haldið því fram, að Blökkustúlkan sé eitt sitt bezta verk. Er það saga svertingjastúlku, sem er að leita að Guði, og því, sem hún kynnist á þeirri ferð. í bókinni eru heimsfrægar teikningar. Ólafur Halldórsson hefir þýtt bókina. 1[ KAUPMAÐURINN í FENEYJUM er ein frægasta bók, sem skriíuð hefir verið. Hún er eitt þeirra verka Shakespeares, sem gagnslaust er að sjá einuhgis á leiksviði. Sigurður Gríms- son þýddi bókina, og skrifar hann ásamt Lárusi Pálssyni leik- ara, sem sá um fyrstu sýningu á Kaupmanninum hér, for- mála. í bókinni eru margar myndir, þar á meðal frá frumsýn- ingu hér í Reykjavík. H AÐ HAUSTNÓTTUM telja margir fegursta verk Hamsuns. í þýðingu Jóns frá-Kaldaðarnesi er hún frábært snilldarverk og ógleymanleg í sinni fegurð og stílsnilld. U MIKKJÁLL FRÁ KOLBEINSBRÚ, eftir von Kleist, er bók, sem að vísu á erindi til allra tíma, en ekki hvað síst þeirra, sem við lifum á. Bókin lýsir því, hvernig réttlætið heyir þrotlausa baráttu við sjálft sig i ýmsum gervum. Gunnar Gunnarsson, sem hefir valið þessa bók til að kynna fyrir þjóð sinni, hefir látið svo um mælt, að þetta væri ef til vill merkasta bókin, sem hann hefði kynnst. Tilkynnt hefir verið frá brezka flutningamála- ráðuneytinu (MWT) að öll skip sem taka farm í Eng- landi verði hér eftir að hafa hleðslumerki og hleðslu- merkjaskírteini sem er í gildi, samkvæmt ákvæðum alþj óðahleðslumerkj asamþykktarinnar. Samgöngumálaráðnneytið, 16. iióvcmijcr 1945. aldamót, átt um langt skeið setu á Búnaðarþingi, var 1 stjórn búnaðarskólans á Eiðum, próf- dómari þar, síðar við alþýðu- skólann, og hefir átt sæti í skólaráði húsmæðraskólans á Hallormsstað, frá því, er sá skóli var stofnaður. í stjórn kaupfélaga hefir Björn verið, svo að segja óslitið, síðan um aldamót, og formaður Kaupfélags Héraðsbúa í aldar- fjórðung og er það enn. Hefir hann og á síðari árum löngum verið kjörinn fulltrúi á aðal- fundi Sambands ísl. samvinnu- félaga. Alþingismaður fyrir Norður-Múlasýslu var Björn í sex ár. Hann hefir átt sæti í milliþinganefndum og verið um langt skeið í yfirkjörstjórn í sýslu sinni. Tvívegis hefir hann verið formaður fasteignamats- nefndar, formaður skilanefndar við kreppuuppgjör, hreppstjóri í sveit sinni full 40 ár, og er enn margt ótalið. Þetta átti ekki að verða ævi- saga Björns á Rangá, því síður eftirmæli. Sem betur fer er hann maður við góða heilsu og hlað- inn störfum sem ungur væri. Má því vel svo fara, að hann eigi enn eftir að leggja til efnið í drjúgan kafla ævisögu sinnar. Oftast mun fara svo um sterka og fastmótaða menn, að af þeim verða til ákveðnar myndir i hug- um samferðamanna þeirra, sem geymast og lifa^ lengur, en mað- urinn sjálfur. Ákveðin einkenni manna setja að jafnaði sinn svip á þá mynd, og ráða mestu um yfirbragð hennar. Svo er þetta og verður um Björn á Rangá. Af honum geymist á- kveðin mynd. Björn veit gerla um manngildi sitt, og metur sæmd sína dýrt. Mynd hans mun bera einhvern svip af þessum einkennum. Ég geri þó ráð fyrir, að mun meira beri þar á atorku- og athafnamanninum, sem var sístarfandi, hygginn, fastur fyr- ir en yfirlætislaus. Miklu mest ætla ég þó, að mynd sú beri svip heiðarlegs sæmdarmanns, og hins ágætasta drengs, sem var falið að leysa af höndum margvísleg og mikilvæg störf, vegna þess, að allir vissu og við- urkenndu, að hann gat með full- um rétti tekið sér í munn um- mæli Kolskeggs: „Hvergi skal ég á þessu níðast og á engu öðru því er mér er tiltrúað." „Heillir allar hnigi að þér Héraðsfjalla milli.“ Páll Ilermannsson. 1[ SALOME, eftir Oscar Wilde, er talið vera eitt frábærasta lista- verk, sem skrifað hefif verið. Hefir Sigurður Einarsson lagt margra mánaða vinnu í þýðinguna, enda erfitt verk. 1f SÍMON BOLIVAR — eftir van Loon. Hollendingurinn Hend- rik van Loon hefir skrifað um tvo tugi bóka, og hafa 6 þeirra, þar á meðal Frelsisbarátta mannsandáns og Saga skipanna, orðið metsölubækur í heiminum. Síðasta bókin, sem van Loon skrifaði, eri hann lézt á s. 1. ári, var ævisaga frelsishetju Boli- víu, Símonar Bolivar. Árni frá Múla hefir þýtt bókina. ÞESS ER mjög skammt að bíða, að lokið verði áskriftasöfn- ,uninni að Listamannaþinginu. Bækurnar verða alls ekki seld7 ar 1 lausasölu. . NÁIST sú áskrifendatala,sem forlagið hefir ætlað sér að nö, geta áskrifendurnir átt von á að fá á næsta ári tilboð, sem er svo ótrúlegt, að engan gæti grunað, að slikt væri unnt í jafn fámennu landi. EF ÞÉR hafið ekki þegar gerst áskrifandi, ættuð þér að ger- ast það strax í dag. Aðalstræti 18 - Sími 1653

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.