Tíminn - 20.11.1945, Blaðsíða 8
Þeir, sem vilja kynna sér þjoðfélagsmál,
inntend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá
8 ! REYKJAVÍK
*
DAGSKRÁ
20. /VÓV. 1945
er bezta islenzka
tímaritLð um þjóðféíagsmál
88. blað
7 AJVWÁLiJL TÍJWAI¥S ^
15. nóvember, fimmtudagur:
Washmgtonfundiirmii.,
Washington: Birt var sam-
eiginleg yfirlýsing frá Truman,
Attlee og King um viðræöufimd
þeirra. Þar segir, að Banda-
ríkin, Bretland og Kanada
muni beita sér fyrir stofnun al-
þjóðanefndar, sem annist rann-
sóknir og hagnýtingu á atom-
orkunni, en leyndin um gerð
atomsprengjunnar verði ekki
opinberuð að svo stöddu.
Java: Tilkynnt var að upplýst
væri, að Japanir stæðu á bak við
uppreisn þjóðernissinna.
Palestina: Óeirðir héldu þar
áfram.
Frakkland: Sagt að ósam-
komulag sé risið milli de Gaulie
og kommúnista út af stjórnar-
mynduninni.
16. nóvember, föstudagur:
Dcilau í Frakklandi.
Frakkland: De Gaulle hefir
ákveðið að biðjast lausnar, þar
Fyrsta danska skipið
(Framhald af 1. síöu)
verið á sífelldu ferðalagi vun
Danmörk.
Það leyndi- sér ekki um borð
í Dronning Aiexandrine, að séra
Friðrik er ennþá sami æsku-
lýðsvinurinn og við þekktum
hann fyrir sex árum, en þann
tíma hefir hann nú dvalið í
Danmörk. Börnin á skipinu
vildu helzt ekki skilja við hann
og kölluðu hann afa sinn.
Nú segist hann muni setjast
að hér á landi og hefir jafnvel
í hyggju að skrifa áframhald að
ævisögu sinni á íslenzku, en áð-
ur eru komnar út tvær bækur,
Undirbúningsárin og Starfsárin
I. Bækur þessar eru sérstaklega
skemmtilegar aflestrar, enda
hefir margt drifið á daga höf-
undarins. Áframhaldsins af
ævisögunni er þvi beðið með
eftirvæntingu.
Kona Sigurjóns Ólafssonar
myndhöggvara, Tove Ólafsson
var meðal farþeganna og hafði
tíðindamaður blaðsins, sem
snöggvast tal af henni. Hún
hefir komið tvisvar hingað til
lands áður og er einlæglega
hrifin af landí og þjóð. „ísland
er fagurt land, og þjóðin er við-
mótsþýð og hefir að því er mér
virðist glöggt auga fyrir fögrum
listum.“ Þau hjónin hafa í
hyggju að efna til sýningar á
verkum sýnum hér, en ekki er
ennþá ákveðið hvenær það
verður. Frúin sem sjálf er kunn-
ur myndhöggvari hafði meðferð-
is á skipinu nokkuð af listaverk-
um þeirra, en þau eiga von á
fleirum af verkum sínum hing-
að til lands á næstunni.Þau hjón
munu setjast hér að um óákveð-
inn tíma og vinna að list sinni.
Skipstjóri á skipinu nú er
Karl E. Barris, og var hann
fyrsti stýrimaður áður á skip-
inu í íslandsferðtim þess fyrir
styrjöldina. ,
Hann kvað ferðina hafa geng-
ið að óskum og veður hafa verið
með ágætum gott, varla komið
dropi á þilfar alla leiðina til
Færeyja, en tvo seinustu daga
ferðarinnar sagði hann að lít-
ilsháttar stormur hefði verið.
„Það er ánægjulegt að koma
aftur til íslands", sagði Barris
skipstjóri að lokum.
Um ástandið í Danmörk nú er
það að segja, eftir því sem far-
þegarnir hermdu, að ró er nú
að skapast þar aftur og ýms önn
ur stríðsfyrirbrigði að hverfa.
Eru erlendar vörur nú aftur að
koma í verzlanir lítilsháttar, en
þó er lítið um flestar vöruteg-
undir. Tóbaksskortur er ennþá
tilfinnanlegur.
Þegar skipið lagðist að bryggju
í Reykjavík hafði safnazt sam-
an fjöldi manns á uppfylling-
unni til að taka á móti farþeg-
unum, sem flestir koma hingað
í fyrsta sinn, en íslendingarnir
flestir eftir margra ára fjar-
veru frá ættlandi sínu. Þjóðin
býður þá velkomna heim, og
væntir góðs af starfi þeirra.
sem hann vildi ekki fallast á
þá kröfu kommúnista, að þeir
fengju annað hvort sæti innan-
ríkisráðherra, utanríkisráðherra,
eða hermálaráðherra.
Búlgaria: Leppstjórninni í
Búlgaríu barst sú orðsending
frá Bandaríkjastjórn, að hún
myndi ekki viðurkenna hinar
fyrirhuguðu kosningar þar, þar
sem þær væru ólýðræðislegar.
Þýzkaland: Bretar yfirtóku
Kr uppsverksmiðj urnar.
17. nóvember, laugardagur:
Ræða de Gaulle.
Frakkland: De Gaulle flutti
útvarpsræðu og kvaðst ekki hafa
getað fallizt á þá kröfu komm-
únista, að þeir fengju að ráða
yfir lögreglunni, hernum eða
utanríkismálunum, þar sem þeir
væru undir erlendum áhrifum.
Þýzkaland: Dómur var kveð-
inn upp í máli Belsenfangavarð-
anna. Níu voru dæmdir til heng-
ingar, þar af 3 konur. Nokkrir
voru sýknaðir.
Jugoslavia: Tito sagði á blaða-
mannafundi, að Pétur konung-
ur gerði það réttast að segja af
sér, því að Jugoslavar myndu
ekki endurreisa- konungdæmið.
18. nóvember, sunnudagur:
Stjórn viðurkennd
Ungverjaland: Bretar til-
kynntu stjórninni, sem mynduð
var i Ungverjalandi eftir kosn-
ingarnar, að þeir viðurkenndu
hana og myndu senda þangað
sendiherra.
Kína: Stjórnarherinn er komr
inn inn í Mansjúríu, þrátt fyrir
mótspyrnu kommúnista. Samn-
ingaviðræður milli stjórnarinn-
ar og kommúnista eru hafnar að
nýju.
Frakkland: Mikil fundahöld
voru hjá stjórnmálaflokkunum,
en ósýnt var samt, hvernig
stjórnardeilan myndi leysast.
Sigurður Eggerz
(FramhalcL af 1. síðu)
isgerðinni i Reykjavík og
gegndi því starfi til 1922, en
þá varð hann forsætis- og dóms-
málaráðherra og hafði þau em-
bætti á hendi í 2 ár, til 1924.
Siðan var hann bankastjóri ís-
landsbanka til 1930, en á næstu
árum, 1930—32, málaflutnings-
maður í Reykjavík. Sýslumað-
ur í ísafjarðarsýslu og bæjar-
fógeti á ísafirði var hann frá
1932 til 1934, er hann var skip-
aður sýslumaður í Eyjafjarð-
arsýslu og bæjarfógeti á Akur-
eyri. Því embætti gegndi hann
til 1. febr. síðastl., en lét þá
af því fyrir aldurssakir og flutt-
ist til Reykjavíkur.
Sigurður Eggerz átti um
langt skeið sæti á Alþingi, var
fyrst þingmaður Vestur-Skaft-
fellinga 1911—1916, landskjör-
inn þm. 1916—1926 og þm.
Dalamanna 1927—1931. For-
seti sameinað$. þings var hann
1922.
Af öðrum störfum er Sig-
urður Eggerz hafði á hendi, má
nefna, að hann var endurskoð-
andi Landsbankans 1920—
1922, í gengisnefnd um skeið
og í alþingishátíðarnefnd 1926
:—1930. Þess má og geta, að
hann hefir samið og gefið út
nokkur leikrit og nokkur ljóð-
mæli eru til frá hans hendi.
Með Sigurði Eggerz er hnig-
inn í valinn einn hinn vinsæl-
asti og glæsilegasti stjórnmála-
maður þjóðarinnar á síðari ár-
um. Sjálfstæði hennar var hon-
um alla tíð hjartfólgnast allra
mála, og einlægari baráttumað-
ur á því sviði var ekki til i land-
inu. Það er víst og k'unnugt,
að áhrif hans 1 sjálfstæðisbar-
áttunni voru mikil og sterk.
Mesta aðdáun meðal almenn-
ings hlaut hann 1911, þegar
hann lagði ráðherrastöðu sína
að veði, er hann fékk ekki fram-
gegnt í ríkisráði Dana þeirri
kröfu varðandi réttindi ís-
lands, sem Alþingi hafði gert
og hann sjálfur hafði óbifandi
Morgunbl. og mjólkurmálin
(Framhald af 1. síðu) i
nóga mjólk, en það er víst, að
hefði mjólkurskipulagið ekki
komizt á, myndi. nú vera hér
stórkostlegur mjólkurskortur.
Bændurnir hefðu þá neyðst til
að yfirgefa búskapinn. Það,
sem hefir verið gert til að bæta
meðferð og vinnslu mjólkurinn-
ar, hefir líka verið gert fyrir at-
beina ýmissa Framsóknar-
manna, eins og t. d. bygging
hinnar vönduðu mjólkurstöðv-
ar, er taka mun til starfa á
næsta ári. Hitt ber svo jafn-
framt að viðurkenna, að margir
Sjálfstæðismenn hafa þar einn-
ig lagt hönd á plóginn, eins og
t. d. þeir, sem nú eiga sæti í
samsölustjórninni, þótt aðal-
málgagn Sjálfstæðisflokksins
hafi reynt að gera flest til spill-
is í þessum málum.
Þótt benda rnegi á ýmsa mikla
árangra á þessu sviði, skal það
fúslega viðurkennt, að þar er
enn mikið starf óunnið. Fjöl-
margt stendur enn til bóta og
að því mun unnið á komandi
árum. Framsókriarmönnum er
vel ljóst, að síbatnandi vöru-
vöndun er ein bezta trygging
fyrir aukinni sölu, enda hefir
vöruvöndunin jafnan verið eitt
helzta markmið samvinnufélag-
anna. Nú þegar styrjöldinni er
lokið og útvegun véla verður
minni erfiðleikum háð, verður
unnt að ná miklu meiri árangri
í þessum efnum en hingað til.
Ólík afstaða.
Mbl. reynir nú sérstaklega að
ala á þpjm rógi, að Framsókn-
armenn séu á móti öllum um-
bótum á þessu sviði, og þykist
einkum geta haft það til sönn-
unar, að Tíminn hafi gagnrýnt
gerlaskýrslu Sigurðar Péturs-
sonar! Það, sem Tíminn hefir
gert i þeim efnum, er að sýna
fram á,. að skýrsla Sigurðar er
fyrst og fremst miðuð við það
að koma af stað æsingum og því
er hún eins villandi og óvísinda-
leg og hugsast getur, eins og
Stefán Björnsson sýndi nýlega
fram á hér í blaðinu. Tíminn
Kjötþungi sláturfjár
(Framhald af 1. síðu)
Auk þess hefir verið slátrað 32
þús af öðru fé og nemur kjöt-
þungi þess 669 smál. Alls nemur
því kjötþungi þess fjár, sem hef-
ir verið slátrað, 5452 smál.
í fyrra var slátrað 335 þús.
dilkum og nam kjötþungi þeirra
4822 þús. smál. Þá var slátrað
38 þús. af öðru fé og nam kjöt-
þungi þess 813 smál. Alls nam
kjötþungi þess fjár, sem var
slátrað 'í fyrra 5635 smál.
í fyrra var meðalþungi dilka
14.37 kg., en nú 13.8 kg.
Hér er vitanlega eingöngu tal-
ið það fé, sem hefir verið slátrað
til sölu.
hefir jafnframt sýnt fram á, að
engin bót sé að því að fela
Sigurði eftirlitið, þar sem hann
hefir annazt það um 10 ára
skeið með ekki betra árangri en
hann nú sjálfur lýsir. Hins veg-
ar hefir Tíminn bent á þá lausn,
að fá hingað vel lærðan út-
lendan sérfræðing til að annazt
þetta starf og ættu bæði fram-
leiðendur og neytendur að telja
það bezt ráðið, eins og málum
er komið.
Það sýnir annars bezt, hvort
blaðið, Tíminn eða Mbl., hefir
meiri áhuga fyrir endurbótum
í þessum málum, að Tíminn hef-
ir nýlega birt greinar eftir þrjá
mjólkurfræðinga um þessi mál,
þar sem bornar eru fram á-
kveðnar tillögur um úrbætur.
Mbl. hefir neitað að birta tvær
af þessum greinum, en hefir birt
þá þriðju með því að fella úr
henni það atriði, sem afhjúpaði
bezt blekkUngaiðju Sigurðar
Péturssonar! Frá blaðinu sjálfu
hafa engar tillögur komið um
ákveðnar umbætur. Það hefir
aðeins haldið uppi nöldri og
rógi, en hins vegar forðast að
gera tillögur um ákveðnar end-
urbætur.
Þetta er raunverulega gott
dæmi um starfshætti Fram-
sóknarmanna og Morgunblaðs-
liðsins í þessum málum fyrr og
síðar. Framsóknarmenn hafa
komið fram öllum þeim endur-
bótum, sem gerðar hafa verið,
og eru nú að vinna að enn stór-
felldari endurbótum, sem nú er
hægt að koma fram vegna
strðslokanna. Morgunblaðsliðið
hefir haldið uppi rógi og nöldri
og reynt að nota misfellurnar
til að spilla á milli bænda og
Reykvíkinga, en forðast að beita
sér .fyrir nokkrum umbótum.
Enn einu sinni hyggst Sjálf-
stæðisflokkurinn að fleyta sér
á þessari rógs- og nöldursiðju
sinni. Hún á að vera eitt aðal-
tromp þess í næstu bæjarstjórn-
arkosningum. En nú er það
Reykvíkinga að sjá í gegnum
blekkingarnar og gera upp sak-
irnar við þann bæjarstjórnar-
meirihluta, sem vanrækt hefir
að gera nokkuð til að tryggja
bæjarbúum góð og heilnæm
matvæli, eins og fiskurinn, sem
Reykvíklngar þurfa að borða
daglega, er gott dæmi um.
Stjórninni falið
(Framhald af 1. slðu)
hug og dug til þess að fara því
fram, er hagkvæmast mætti
þykja landi og lýð. Verður og
skylt í þessu sem öðru, er til
lykta kemur, að hafa það, er
bezt má að haldi koma sjálf-
stæði og sönnu öryggi hins ís-
lenzka lýðveldis. Má og ætla,
að við samningagerðin um þessi
efni sé við þá eina að eiga, er
reynzt hafa vinir vorir og vilja
vera það.“
Ýmsar fréttir í stuttu máli
Vor um haust.
Ferðamaður úr Norðurárdal í
BorgaTfirði sagði blaðinu í gær
eftirfarandi:
Hjá okkur í Norðurárdalnum
er varla hægt að segja að hafi
komið nema ein frostnótt í
haust, aðeins stirðnað eitthvað
tvær nætur aðrar. Ber eru enn-
þá ágæt og óvenjulega stór og
sannfæringu fyrir, að væri rétt-
mæt og sjálfsögð. Alla tíð síð-
an hefir stafað Ijóma af nafni
Sigurðar Eggerz í hugum þjóð-
arinnar.
Sigurður Eggerz var glað-
lyndur maður, hreinskilinn og
hvers manns hugljúfi. Allir,
sem með honum störfuðu, inn-
an þings og utan, minnast hans
sem góðs drengs og einlægs
hugsjónamanns."
Þingmenn vottuðu síðan hin-
um látna stjórnmálaforingja
virðingu með því að risa úr sæt-
um sínum.
mikið af þeim. Væri ágætt að
fara á berjamó og tína t. d. ber
til sultugerðar. Gulrófur, sem
skyldar voru eftir vegna smæðar
snemma í október, þegar tekið
var upp úr görðum, eru nú að
verða góðar matarrófur; hafa
vaxið að mun í þessum mánuði
— Fíflar og sóleyjar eru nú að
springa sem óðast út sums stað-
ar á túnunum. Telja eldri menn
þetta einsdæmi um miðjan nóv-
ember.
Bær brennur.
15. þ. m. brann bærin að
Tjörnum í Saurbæjarhreppi í
Eyjafirði. Er það innsti bær í
Eyj af j arðarsýslu.
Brann bæjarhúsið til kaldra
kola, innanstokksmunir allir,
fjós og hlaða. Fólkið komst út
á nærklæðum og gat bjargað
kúnum úr fjósinu. — Bóndinn á
Tjörnum heitir Gunnar Jónsson.
— íbúðarhúsið var lágt vátryggt
og innanstokksmunir óvá-
tryggðir.
(jatnla Síó
Hneykslið
i herskólanum.
(Best Foot Forward)
Lucille Ball,
Virginia Weidler,
June AUyson,
Gloria De Haven,
Harry Jamen og hljómsveit.
Sýnd kl. 7 og 9.
Gildersleeve mikli
(The Great Gildersleeve)
Gamanmynd með
Harold Peary.
Sýnd kl. 5.
Bí<
• 4 ♦
vmdamAlið
MIKLA
með POUL FEUMERTS í aðal-
hlutverki, sýnd kl. 9 vegna óska
fjölmargra.
Börn fá ekki aðgang.
Ógnarnóttin.
Henry Fonda.
Dana Andrews.
Sýnd kl. 5 og 7.
Börn fá ekki aðgang.
::
:| LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
(jjppáti
IVÝTT
íslenzkt leikrit.
eftir H. H.
Sýning á morgun kl. 8.
Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7.
5ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ5ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ$$Í
AÐALFUNDUR
Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn í Baðstofu iðnað-
armanna miðvikudaginn 21. þ. m. og hefst kl. 8.30 síðdegis.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Húsnæðismálin (málshefjandi Guðlaugur Rósinkránz).
Stjórnin.
Ú R B Æ N U M
Aðalfundur Framsóknarfélags
Reykjavíkur
verður haldinn í Baðstofu iðnaðar-
manna næstkomandi miðvikudags-
kvöld (annað kvöld) kl. 8,30. Auk
venjulegra aðalfundarstarfa flytur
Guðlaugur Rósinkranz erindi á fund-
inum um húsnæðismálin, sem menn
eru hvattir til að veita athygli, þar
sem húsnæðisvandamálið er eitt af
allra alvarlegustu vandamálum, sem
nú krefst skjótrar og góðrar úrlausnar.
Guðlaugur er eins og kunnugt er for-
maður Byggingarsamvinnufél. Reykja-
víkur og þessum málum því kunnugri
en flestir aðrir. Athygli skal vakin á
því, að fundurinn héfst stundvíslega.
Samkoma.
Framsóknarmenn 1 Reykjavik héldu
skemmtisamkornu í Sýningarskála
listamanna s.l. föstudagskvöM. Her-
mann Jónasson flutti þar ræðu og svo
var. spilað, sungið og dansað af miklu
fjöri fram á nótt. Samkoman var fjöl-
menn og mjög ánægjuleg að vanda. —
Búizt er við, að Framsóknarvist verði
spiluð aðeins einu sinnl enn á þessu
ári.,
Fjölmenn samkoma,
var haldin í K.F.U.M. síðastl. sunnu-
iagsakvöld. Þetta var fyrsta almenna
samkoman, eftir að séra Friðrik kom
heim og var fjölmennið svo mikið,
sem kom að fagna honum, að hinn
stóri samkomusalur í K.F.U.M. var yf-
irfullur og fólk stóð tugum saman í
göngunum, en auk þess varð fjöldi
manns frá að hverfa sökum þrengsla.
Sýnir þessi samkoma, að hinir mörgu
gömlu vinir séra Friðriks hafa ekki
gleymt honum í útlegðinni og munu
ildrei gleyma honum.
Sveinspróf í járniðnaði
var haldið dagana 20. og 21. október
s.l. Prófið fór fram í Landssmiðjunni.
18 nemendur gengu undir próf en af
þeim luku 16 prófinu, og voru. það
eftirtaldir :í rennismíði: Grímur Bach-
mann, Einar Fr. Steinarsson og Grét-
ar Eiríksson. í ketil- og plötusmíði:
Ámundi Jóhannsson, Björn Sigurðsson
og Þorvaldur Jónsson. í járnsmíði,
•feldsmíði): Atli Halldórsson. í málm-
steypu: Ólafur Pálsson og Þorgrímur
Jónsson. í vélvirkjun: Halldór Ásgeirs-
son, Magnús Jónsson, Einar Arnórs-
son, Sigurður Jónsson, Bjarni Jóns-
son, Sæmundur Gissurarson og Skarp-
héðinn Guðjónsson. Próf var því tekið
í öllum greinum járniðnaðarins öðrum
en eirsmíði. Formaður prófnefndar er
Ásgeir Sigurðsson forstjóri Landsmiðj-
unnar.
Dæmdur fyrir að verða
manni að bana.
Þann 10. þ. m. var kveðinn upp dóm-
ur yfir piltinum, sem sparkaði í Þórð
heitinn Árnason verkamann, Nýlendu-
götu 7, og varð valdur að dauða hans.
Var hann dæmdur í eins árs fangelsi
fyrir að hafa orðið manni að bana
af gáleysi.
Dómur fyrir gálausan akstur.
Þann 1. nóv. s. 1. var kveðinn upp
dómur í máli bílstjóranna er með gá-
lausum akstri urðu ungum pilti, Fil-
ippusi Svavari Guðmannssyni, að bana.
Það slys skeði á gagnamótum Skot-
húsvegar og Fríkirkjuvegar. Voru bíl-
stjórarnir dæmdir í 6 mánaða fangelsi
og sviptir ökuleyfi ævilangt.
Dómar fyrir ölvun við
bifreiðaakstur.
Frá því um miðjan október háfa
10 menn verið dæmdir fyrir ölvun við
bifreiðaakstur. Fjórir þeirra voru
dæmdir í 10 daga fangelsi og missi
ökuleyfis í þrjá mánuði. tveir þeirra
voru dæmdir í 12 daga fangelsi og
missi ökuleyfis í þrjá mánuði, einn
var dæmdur í 400 kr. sekt. og missi
ökuleyfis í þrjá mánuði, einn var
dæmdur í 10 daga fangelsi og missi
ökuleyfis ævilangt, og einn var dæmd-
ur í 12 daga fangelsi og missi ökuleyfis
ævilangt. Þá var einn dæmdur í 30
daga fangelsi og missi ökuleyfis í eitt
ár.
Ryskingar og óhlýðni
við yfirvöldin.
Þann 29. október s. 1. var ungur
piltur dæmdur í tveggja mánaða fang-
elsi og 10 þús. kr. skaðabætur. Hafði
hann lent í ryskingum við ölvaðan
pilt á dansleik og kjálkabrotið hann
illa. Þá voru tveir menn dæmdir fyrir
a.ð ráðast á gamlan mann og veita
honum áverka. Var annar dæmdur í
300 kr. sekt, en hinn í 400 kr. sekt. Þá
voru þeir dæmdir til að greiða honum
samtals 2500 kr. í skaðabætur. Loks
var piltur einn sektaður um 400 kr.
fyrir ótilhlýðilega framkomu við lög-
regluþjóna er voru að gegna skyldu-
störfum sínum.